Lögberg - 04.12.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINM 4. DESEMBER, 1941
Fyrirlitin
og útskúfuð
Eftir lioss Hill.
“Hver skýra kann frá prtsund
og plágum öllum þeim
Er píslarvottar gæfunnar lfða hér
I heim.”
Vér vorum á leiðinni frá Lgc
Du Bonnett til Winnipeg; félagi
minn átti erindi tii Thaulberg,
Man., lá því leið okkar yfir veg,
sem var illfær hinum hrað-
skreiðu bilum nútímans, og okk-
ur gekk ferðin seint, og í hjarta
okkar fundum við til með ný-
byggjum, sem þarna voru á
strjálingi með veginum, svonti
langt frá umheiminum og þæg-
indum Iífsins. Nálægt suðaustur
horni Winnipegvatns komum við
að berurjóðri nokkru og þar
var skólahús þessarar eyðibygð-
ar. Börnin voru að yfirgefa
skólann og fara heim til sin, sitt
í hverja áttina, voru þau flest
Indíánabörn. Eg hafði nægileg-
an áhuga fyrir mentastarfi meða!
Indíána til þess að fá félaga
minn lil að koma við í skólanum.
Er vér börðum að dyrum voru
dyrnar opnaðar og stóð þar and-
spænis okkur ung stúlka, for-
kunnar fögur, ein hin andlits-
fríðasta nieyja, sem eg hefi séð,
hun var á að .giska rúmlega
tvítug að aldri, meðal kvenmað-
ur á hæð. Hún hafði dökkbrúnt
hár, klædd eftir nýjustu tísku,
út úr andliti hennar skein ástúð
og góðvild, og hennar hrífandi
brúnu augu gáfu strax til kynna
að henni mátti treysta. Vér báð-
um um leyfi að mega yfirlíta
eitthvað at verki neinendanna
og gerði hún það með glöðu geði,
og hraðaði hún sér að sýna okk-
ur bækurnar. Eg veitti því eftir-
tekt er hún gekk um skókann,
að hún stakk við fæti lítilshátt-
ar, sem þó lítið bar á. Það
leyndi sér ekki að hún var harla
glöð er hún sýndi inér hvað
börnin sóttu vel skólann, þver-
öfuigt við það sem alment tiðkast
meðal Indíánan í hinum daglegu
skólurn. Er eg leit yfir bækurn-
ar kom eg óvart auga á menta-
skirteini hennar og var forviða
er eg sá að hún hafði hæsta
mentastig er mentamáladeild
Manitobafylkis veitir, hún var
útskrifuð af háskólanum.
í samtali var hún ímynd hæ-
versku og kurteisi, hún bauð
okkur heim til sín til tedrykkju,
en við áttum langa leið fyrir
höndum og vorum vér knúðir til
að afþakka boðið,en samt er vér
keyrðum burtu hálf sá eg eftir
þvi. Eg sá í augum hennar hve
einmana hún var, eins og þegj-
andi uppreisn móti örlögum,
sem henni sýndust svo þung í
skauti, eins og þau vildu spyrja:
Hversvegna geta aðrir meðbræð-
ur minir keyrt i burtu í dýrindis
bíl og notið þægindanna og lifað
i nánu sambandi við menning-
arlíf borgarinnar, en eg verð að
eyða æfinni hér á þessum eyði-
stað — útkjálka menningarinn-
ar? Því þarf hún að eyða dög-
unum, vikunum, mánuðunum
og árunum á meðal fólks á ann-
arlegu menningarstigi?
Vér hröðum ferðinni en förum
gætilega því myrkrið var að
skella á, lá leið okkar i gegnum
Beaconia, Brokenhead og Lady-
wood. Nálægt Beausejour var
það að bíllinn bilaði, og urðum
við að dvelja þar um nóttina.
Eg mun ætíð verða þakklátur
fyrir þessa töf, þvi á gestgjafa-
húsinu þar átti eg samtal við
skólaumsjónarmann (School In-
spector) þess umdæmis, er eg nú
hafði ferðast um.
Eg var mjög forvitinn og
langaði að frétta um fortíðar-
sögu dökkeygðu stúlkunnar í
Indíána skédanum, og spurði eg
því umsjónarmanninn hvort
hann gæti frætt mig nokkuð um
hana. Hann var mjög seinn til
svars og seinn að segja frá, en
samt á milli þess að hann reykti
pdpu sína og púaði tók úr henni
öskuna og fylti hana aftur með
tóbaki, sagði hann mér ineð
slitringi eftirfarandi sögu:
“Þér spurðuð mig um stúlk-
una; hún er bezti kennarinn í
mínu umdæmi. Hún heitir
Tinna Greluk, borin og barn-
fædd í nýbygð einni í Canada.
Foreldrum hennar var ant um
að börn þeirra yrðu í tölu þeirra
canadiskra borgara, sem beztir
eru. í bygð þeirra geysaði
barnaveikin er börn þeirra voru
í æsku, eg frétti um pestina og
hraðaði för þangað með lækni.
Það var sorgarsjón, sem mætti
mér á heimili Greluk fjölskyld-
unnar, af sjö börnum voru 3
dáin, faðirinn hafði rétt lokið
við að smíða þriðju líkkistuna
þegar eg kom. Tvö önnur börn-
in vorú mjög veik. Tinna og
einn bróðir hennar, Wladimir
voru frísk. Læknirinn gjörði
það sem hann gat, sprautaði i
börnin fjögur og hraðaði sér svo
á önnur heimili í grendinni,
næsta dag fórum vér sömu
hringferðina og þá voru tvö
fleiri af Greluk’s börnunum dá-
in. Móðirin hafði með viðhöfn
húið likin undir greftrunina,
Kertaljós loguðu í kringum litln
líkin, þau brunnu slælega i loft-
leysinu í húsinu. Foreldrarnir
stumruðu með þungri áhyggju
yfir Tinnu litlu og Wladimir,
sem voru dösuð af sorg eða sjúk-
leika, faðirinn var hræddur um
það síðara. Eg gleymi ekki
augnatiliti hans, er hann tók sér
sög og hamar í hönd til að
smiða enn tvær kistur.
Okkur langaði að segja ein-
hver huggunarorð, en okkur
brast málfæri. Dr. Ross horfði
örvæntingarfullur til þorpsins í
fjarlægð um leið og hann sagði:
“Hr. Greluk, eg hefi gjört ráð-
stöfun við kaupmanninn, að ef
þú þarfnast einhvers, þá getur
þú fengið það án tafar. Keyrðu
upp að dyrunum eftir þvi sem
þú þarfnast, en farðu ekki úr
sleðanum. Við munum gjöra
alt sem við getuni til að hjálpa
þér.’’
Faðirinn leit yfir fjalabunk-
ann við hefilbekkinn og með
nauðung kom hann út úr sér
þessum orðum: “Hr. læknir, eg
hefi nógar fjalir til þess að
smiða utan um öll börnin min
og með þreytulegur og blóð-
stokknum augum leit hann ti!
þeirra Tinnu og Wladimirs. En
Tinna og Wladimir lifðu í gegn-
um þessa eldraun.
Það er óþarft að geta þess að
foreldrarnir létú þessurn tveim-
ur eftirlifandi börnum sínum í
té ást sína og umönnun í fullum
mæli. í skólanum voru þau
bæði frábær, eg veitti þeim eftir-
tekt, að í hverjum bekk eftir
annan stóðu þau fremst allra.
Með sérstakri ráðdeild tókst
foreldrunum að senda hörnin á
æðri skóla, og þar átti Tinna
marga aðdáendur, sem litu tii
hennar hýru auga, en hún gai
engum þeirra neitt undir fótinn.
Einn ungur maður sem Nicholas
Stravosky hét og sem eg þekti
alla hans æfi, sótti fast eftir ást
hennar, og jafnan er hún var
heima frá skólanámi, var hann
sífelt að heimsækja hana, sem
henni var þó fremur ógeðfelt.
Nicholas var maður stórvax-
inn, nokkrum árum eldri en
Tinna og Wladimir, þau höfðu
verið saman í alþýðuskóla, þar
sem hann, sökum aldurs og yfir-
lætis, hafði forystu og yfirráð á
leikvelli skólans.
Á árunum, sem Tinna og
Wladimir voru við æðra nám,
komst Nicholas yfir igamlan
flutningsbil og byrjaði á því að
flytja rjóma frá héruðunum
umhverfis til smjörgjörðarhús-
anna í Winnipeg. Faðir hans
hafði nýlega dáið, og fékk hann
að erfðum lítinn búgarð, er hann
svo víxlaði fyrir húskofa í norð-
ur enda Winnipegborgar. Nic-
holas leit svo á að hann væri
efni í leiðtoga meðal samlanda
sinna, hann var alláhrifamikill
ræðumaður, bæði á ensku og
úkranisku máli. Hann flaskaði
á því sama sem svo margir aðr-
ir ungir menn af hans þjóð-
flokki (og máske fleiri útlendra
þjóðflokka) að hann stóð i
þeirri meiningu að þeim mun
meiri áhrif hefði hann með sínu
fólki sem hann setti sig ineir
upp á móti canadislíúm og
brezkum hugsjónum. Hann
treysti á það, að efla félagslega
ag þjóðernislega einingu úkran-
iumanna með þvi að afneita öllu
öðru, og berjast á móti öllu
öðru.
Tinna og bróðir hennar Wladi-
mir stóðu þar á öndverðunt
meið. Þau héldu því fram, að
hollusta þeirra gagnvart þjóð-
erniserfðum sinna samlanda
væri ekki þeim skilyrðum bund-
ið að afneita hollustu til Canada
og hins brezka heimsveldis.
Nicholas stimplaði Wladimir
sem svikara gagnvart sínu fólki,
og Tinna — já, hann mundi nú
fljótlega uppræta úr huga henn-
ar öfgarnar þegar þau væru gift.
Stravosky var eiginlega aldrei
heima hjá sér með Greluk’s
fjölskyldunni, vegna þess að þar
voru allir jafn réttháir, hjónin
og börnin sátu til borðs sainan,
en hann áleit að karlmennirnir
ættu að borða sér, og kvenfólk-
ið að þjóna þeim, og þó hann
dáðist að Tinnu fyrir allan
myndarskap og snyrtimensku
við hússtjórn og matreiðslu, þá
ákvað hann i huga sínum að
lækna hana af hennar nútíðar
hugsjónum, annars mundi það
máske hindra hann frá þvi að
ná þeirrt forystu, sem hann svo
þráði meðal samlanda sinna.
Það var á almennum fundi í
samkomusal héraðsbúa, sem
kallað var þjóðarheimilið, sem
atburðirnir náðu hámarki sínu.
Fundurinn hafði verið kallaður
til þess að ræða um afstöðu
Úkraníumanna í hönd farandi
ifylkiskosningum. Stravosky,
ungur og framgjarn, sótti það
fast að útnefndur væri maður
úr þeirra hóp til þingmensku.
Hann hélt því fram að eini veg-
urinn til þess að vinna fyrir
okkur og börn vor jafnrétti við
fólk hins engil-saxneska kyn-
flokks. En eg spyr: Höfum vér
fundið frelsið? Höfum vér fund-
ið auðinn, sem vér leituðum að?
Hafið þér getað hjálpað vinuin
vorum heima á fósturjörðinni
eins og þér þráðuð? Hafið þér
unnið fyrir okkur börn ykkar
jafnrétti við hið engil-saxneska
fólk? Hafið þér gjört þetta?
Svarið við þessu er nei. Nú er
tækifæri að láta ákveðinn vlija
ykkar í Ijósi, tækifæri til þess
að vinna rétt ykkar sem borgara
í þessu landi, og um leið vernda
hinn glæsilega orstír oig frægð
forfeðranna. Herrar minir, eg
gjöri þá tillögu um það, að fund-
urinn útnefni og styðji til þing-
mensku mann úr okkar flokki
í hönd farandi fylkiskosningum.
Nokkrir menn risu strax úr
sætum til að styðja tillöguna, en
einn þeirra, Pall Zdrill, sem var
lítt meir en hálfviti, varð fyrir
athyglisverðu auga fundarstjóra,
og var hann talinn að styðja til-
lögu Stravosky. Fundarstjóri
var rétt í þann veginn að bera
upp tillögiuna er Waldimir
Greluk reis úr sæti sinu og mót-
mælti á þessa leið: “Heiðraðí
forseti og herrar mínir, tillaga
sú, sem nú liggur fyrir, ef hún
er samþykt, mun ef til vill gjöra
okkur meiri skaða en gagn, ef
vel er athugað. Vinur vor
Nicholas talar um niðurlægingu
þá, sem vér verðum að búa við
samanborið við bræður okkar og
systur, Engil-saxana. Vér ættum
að muna það, að vér erum ekki
hér í þessu landi fyrir n^in af-
rek, sem vér höfum unnið; vér
hrutum ekki isinn hér í þessu
landi; vér fundum það ekki né
sigruðum; það kostaði okkar
fólk ekki eitt mannslif að ná
þeim haigsmunum eða réttind-
um, sem vér erum nú aðnjótandi,
og þó að engil-saxneskir menn
sitji i meiri virðingarstöðum en
vér, þá er það þeirra réttur,
þeirra framkvæmdir og algjör-
lega án okkar hjálpar. Frelsið,
sem er okkar hlutskifti hér, er
ekki okkar fólki að þakka, held-
ur þjóðinni, sem hér var fvrir.
Ef vér sækjum það af kappi að
svo stöddu að útnefna mann úr
okkar flokki, þá verður það til
þess að einangra okkur meir og
meir frá vorum canadisku bræðr-
um, í staðinn fyrir það ættum
vér að beita okkur fyrir heil-
brigðri samvinnu aðferð til að
l'.vggja upp þetta nýja ættland.
Vér eigum frændur og vini á ætt-
landinu gamla, sem glaðir
mundu vilja koma hingað og vér
mundum fagna, en hömlur á
innflutningalogunum gjöra þeim
erfitt fvrir að flytja hingað. Fólk
okkar í gamla landinu er kúgað
og hart leikið af Pólverjum og
Rússum, og glaðir mundu marg-
ir flvtja til Canada, en það er
orðið erfitt að fá landgöngu-
rétt. Hvers vegna er það erfitt?
Er það af því að landið er of
fólksmargt? Nei. Er það vegna
þess að vér nennum ekki að
vinna? Nei. Er það vegna þess
að vor þjóðflokkur er of fjöl-
mierinur hér? Nei. Ef landið
er lokað fvrir okkur, þá er það
vegna þess að vér höfum sjálf-
ir lokað hliðinu. Vér höfum
verið að loka því fyrir okkur,
vegna einangrunarstefnu, sem
vér höfum tamið okkur. Vér
höfum farið í grafgötur með það
að dra^a okkur í hlé og einangra
okkur. Vér höfum reynt á alla
lund að víðfrægja fortíð sjálfra
okkar, en lítilsvirða alt sem er
canadiskt. Vér erum að loka
hliðinu fyrir vinum okkar, og ef
að tillagan, sem hér liggur fyrir
fundinum i kvöld verður sam-
þykt, þá lokum við ennþá meir,
og þegar einu sinni er búið að
skella i lás, verður erfitt fyrir
okkur að opna aftur. Eg vil
því bera fram breytingartillögu
þess eðlis að fundurinn veiti
fylgi sitt Mr. Connolly þing-
mannsefni, sem tilnefndur hefir
verið af náigranna bygðarlögun-
um, þar sem enskir, þýzkir,
irskir, pólskir, franskir og okk-
ar engið fólk, úkraníumenn,
hafa tekið saman höndum.”
Þegar hann tók sæti sitl
klappaði kvenfólkið fyrir hon-
um, en karlmennirnir þögguðu
fljótt niður í þeim og skipuðu
þeim að þegja, og þar sem þær
voru skylduræknar hlýddu þær.
Steve Trajonosky gjörði til-
raun til að styðja breytingar-
tillögu Wladimirs, en hann var
hrópaður niður. Háskólastúdent
og Pólverji að gjöra sig svona
digra, það var mesta óhæfa.
Þjóðræknis hreinleiki þeirra
þoldi það ekki. Greluk var
svikari gagnvart sínu fólki. Steve
var fjandmaður, það sauð í pott-
inum, Ieit út fyrir að alt færi í
uppnám. Eldur brann úr aug-
um Stravosky, þrátt fyrir ást
hans til Tinnu, lét hann orðið
‘svikari’ óspart fljúga um salinn
fram og til baka, aftur og fram,
og samantvinnaði öll þau ókvæð-
isorð sem hann kunni; menn
hræktu á gólfið d fyrirlitningar-
skyni við ræðu Wladimirs og
létu af vöruin hrjóta öll þau
verstu hrakyrði, sem þeir kunnu.
Mannfjöldinn færði sig nær pall-
inum fiar sem Wladimir sal, þar
mundi hann afkróaður og lenda
milli steins og sleggju. Tinna
sá hvað var í aðsigi, stóð upp
hugdjörf og gekk að slaghörp-
unni, og byrjaði að spila þjóð-
sönginn “God Save the King.”
Fólkið var í vígamóð, en af ótta
við lögregluna, héldu þeir sér i
skefjum, þeir þóttust vita ef þeir
opinberlega óvirtu þjóðsönginn,
kæmust þeir máske í tæri við
lögin. En þrátt fyrir þetta þá óx
ilskan í huga þeirra við hverja
nótu, sem slegin var. Tinna gaf
bróður sínum visbendingu ineð
augnatilliti að flýja úr salnum
strax er hún væri búin að spila.
Að spilinu loknu varð augnabliks
hlé áður en djöfulgangurinn var
endurhafinn og systkinin notuðu
stundina til að komast út og
heim á leið.
/
Nicholas Stravosky reyndi að
tala aftur, en hann réði ekki
við neitt; menn töluðu hver i
kapp við annan og þráttuðu
sumir með, sumir á móti, hann
öskraði og hrópaði sem hann
hafði rödd til en enginn hlust-
aði eða gaf honum gaum. Hann
sá að dráumur sinn um frægð
Og formensku var að engu orðinn,
sá hann allar sínar vonir hjaðna
og deyja út þarna í hinu þunga
andrúinslofti samkomusalsins;
sem vitstola maður æddi hann
út úr salnum og upp í flutn-
ingsbílinn og í humátt á eftir
þeim Tinnu og Wladimir. Þau
heyrðu ógnar hávaða í vélinni,
sem kom á eftir þeim með undra
hraða. Wladimir leiddi systur
sína og reyndi að fela hana við
hlið sér, þau viku út af braut-
inni, en ljósin frá vélinni voru
skær og þau gátu ekki dulist.
Þau fóru yfir' skurðinn, gegnum
girðinguna, og út í akur; bíllinn
kom á eftir braut niður girðing-
una og náði þeim á bersvæði.
Wladimir reyndi að bjarga
Tinnu með því áð kasta henni
til hJiðar, en það lánaðist ekki
sem skyldi. Blótsyrði heyrðust
frá Stravosky, “ neyðaróp frá
Tinnu — og svo dauðaþögn.
Wladimir var dauður, Tinna
meðvitundarlaus, með báðar
fætur brotnar 'eða stór-skaðaðar.
Þú spyrð: Það hefir verið
réttarhald? Já, auðvitað var
réttarhald. Vitnin voru öll
úkraníufólk og öll sögðu þau
sömu söguna um slysið, nema
Tinna. Nicholas var vinur þeirra
í höndum lögreglunnar, sem
þeir skoðuðu óvinaflokk. Þeir,
sem hefðu viljað segja sannleik-
ann þorðu það ekki, lif þeirra
og eignir voru í veði, ef þeir
vikju hársbreidd frá sögunni,
eins og hún var lögð niður fyrir
þeim. Úrskurðurinn var að
Wladimir hefði dáið af slysi,
þótt allir vissu að hér var um
hreint og beint morð að ræða.
Foreldrar Tinnu dóu skömmu
eftir slysið, á ineðan hún var
enn á spítalanum, eignir þeirra
fóru allar í útfarar og spítala
kostnað.
Tinna varð aldrei jafngóð, hún
stakk við fæti er hún gekk. Hún
hafði öll skilyrði fyrir kenslu-
störf, og eg reyndi að útvega
henni skóla hjá hennar eigin
fólki, en hún var fyrirlitin
vegna hollustu hennar til Can-
ada og hins brezka ríkis. Eg
reyndi þá að útvega hcnni skóla
hjá engil-saxnesku fólki en
henni var hafnað, vegna nafns
hennar og þjóðernisuppruna, og
það er ástæðan fyrir þvi, að
þessi ágæta stúlka, ein sú allra
siðmentaðasta, sem eg hefi
nokkurntíma þekt, og einn allra
bezti kennarinn i þessu fvlki,
elur aldur sinn meðal kynblend-
inga — alein.
Skólaumsjónarmaðurinn sagði
eitthvað, sem þó enginn heyrði,
um leið og hann óþyrmilega beil
um pípuna sína, sem nú var út-
brunnin.
Ritgjörð þessi er þýdd úr
merku hérlendu blaði, er hún af
höfundinum talin að vera sönn;
nöfnum hefir aðeins verið brevtt.
Nicholas Stravosky var drepinn
i bardaga við Bandarikja lögregl-
una í þá tíð er vínsmyglunin
var sem mest á árunum eftir
siðasta veraldarstriðið. Sagan
slær einnig upp sannri mvnd af
þvi hvað þjóðernishrokinn og
valda og metorða fýkn einstakra
manna getur til leiðar komið
öllum almenningi til bölvunar;
hún sýnir einnig í sönnu ljósi
hvaða þrautir göfugustu sálir
verða að líða, sem ekki vilja
vikja hársbreidd frá markmiði
sannleikans og þeim hugsjónum
sem eru réttar og göfugar og ó-
eigingjarnar.
Ljóðlínurnar hans Gests Páls-
sonar eiga vel við sem formáls-
orð þessarar sögu.
G. J. Olesov.
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Aniaranth, Man
Akra, N. IJakota
Árborg. Man
Árnes, Man
Baldur, Man
• Bantry, N. Dakota ....Einar J. Brelðfjörð
Bellingham, Wash
Blaine, Wash
Brown, Man
Cavalier. N. Dakota B. S. Thorvaldson
Cypress Kiver, Man
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota
Elfros, Sask ...Mrs. J. II. Goodman
Foam Lake, Sask S. S. Anderson
Garðar, N. Dakota
Gerald, Sask
Gieysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Halison, N. Dakota
Hayland P.O., Man Magnús Jóhannesson
Hnausa, Man
Husavick, Man
Ivanhoe, Minn.
Kandahar, Sask
Ijangrutli, Man
lÆslie. Sask
jLundar, Man
Minneota, Minn
Mountain, N. Dakota ....
Mozart, Sask
Otto, Man
Point Roberts, Wash. ... S. J. Mýrdai
Reykjavfk, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash
Siglunes P.O., Man .Magnús Jóhannesson
Svold, N. Dakota
Tantalion, Sask
Upham, N. IJakota ...Einar J. Breiðfjörð
Vogar, Man .Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man
Winnipeg Beach, Man O N. Kárdal
Wynyard, Sask S. s. Anderson
/