Lögberg - 04.12.1941, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTLDAGINN 4. DESEMBER, 1941
------------Högbers------------------------
GefitS út hvern fimtudag af
Ttllt; (JOLIMIIIA PRESS, IJMITKD
##& Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba
Utanáskrift rítstjúrans:
EDITOR UiGBERG, 695 Rargent A' 6.,
VVinnipeg. Man.
Editor. EINAR P. JÓNSSON
Verö »3.00 um árið — Borgist ryrirfram
The "Lögberg" is printea —nd pub;.ished by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Orð í tíma tala
Blaðið Star Weekly, sem gefið er út í
Toronto, flutti fyrir skemstu íhyglisverða
grein, sem erindi á til allra þegna þessa
iands sakir þeirrar drengilegu sanngirni í
garð stjórnmálamanna vorra, er þar kemur
fram; en eins og vitað er, hafa forustu-
menn vorir, illu heilli, oft og einatt verið
liundeltir að ófyrirsynju, og þeim borin á
brýn lítilmenska og hcvísleg hrossakaup; en
þó slíkt kunni að hafa átt sér stað, mátti
það sem betur fer, til undantekninga teljast;
óverðskuidaðar árásir á ágæta stjórnmála-
menn, veikja lýðræðið, og varpa skugga á
sérhvert það þjóðfélag, er í hlut á.
Inntak áminstrar greinar er á þessa
ieið:
Stjórnmálin eru liluti hins vísindalega
stjómarfars. Stjórnmálamenn eru þeir menn
kallaðir, sem láta sér ant um hvernig stjórn-
að er, og eitthvað vilja sjálfir á sig leggja í
þeim efnum. I lýðræðislöndum eru það
einkum kjörnir fulltrúar fólksins, sem í
hversdagsmálinu nefnast stjórnmálamenn; í
þessu landi hafa slíkir menn, að miklum
meirihluta, verið betur gefnir og hæfari til
forustu, en alment gerist; flestir þeirra hafa
verið strangheiðvirðir menn, þó undantekn-
ingar hafi að vísu átt sér stað, eins og hjá
öðrum þjóðum. En þrátt fvrir þetta, hafa
]>rálátar tilraunir verið gerðar til þess, að
varpa skugga á stjórnmálamenn vora sem
heild, og tortryggja þá í augum þjóðarinnar;
þetta er ba'ði óholt og óviturlegt. Sú skoðun
sýnist því miður hafa skotið rótum, að
jafnskjótt og maður nær kosningu, taki hon-
um þegar að hraka ; að maður, sem að öllu
leyti ‘var virðingarverður á undan kosningu
sinni, sé þegar eftir kosninguna sokkinn í
hóp hinna algengu, pólitísku refjamanna;
þess verður og víða vart meðal fólks, að
einungis miðlungsmenn sé fáanlegir til þess
að vera í vali, og þar af leiðandi sé ekki við
miklu að búast þegar á hólminn kemur; líka
bólar á þeirri kenningu, að þing þjóðanna
sé eigi jafnvirðuleg og þau áður voru; að
helgi þeirra fari þverrandi, og að flest fari
hjá þeim í handaskolum; þetta á að vísu
skylt við gömlu hugmyndina um það, að nú
sé alt vei*ra en áður var; að piltar og stiílkur
samtíðarinnar, komi hvergi til jafns við ung-
menni fyrri tíðar; að stjórnmálamenn hins
liðna tíma hafi að öllu verið göfugri en
þeir, sem nú sé í vali eða fari með völd.
Og þegar fólk fer að lifa aftur í tímann, og
tala einvörðungu um hina góðu, gömlu daga.
er hægara sagt en gert, að vekja það til ný-
sýnis og koma því aftur á kjöl.
Það er kórvilla, háskaleg kórvilla, að beita
þeim áróðri meðal almennings, að kjörnir
fulltrúar vorir á hin ýmsu þing, sé aðeins
ábyrgðarlausir vindhanar; þetta er kórvilla.
sem kemur oss sjálfum óþyrmilega í koll,
veikir stoðir lýðræðisins og traust fólksins
á verðmætum demokratiskra lifnaðarhátta.
Sannleikurinn er sá, að hin canadiska þjóð
hefir yfir höfuð verið lánsöm í vali full-
trúa sinna á þing; mikill meirihluti þeirra
hefir veitt henni fórnfúsa og óeigingjarna
þjónustu, og tiltölulega fáir hafa auðgað
sjálfa sig með athöfnum sínum á vettvangi
stjórnmálanna, en margir horfið heim að
loknum leik, efnalega ver settir, en þeir
voru við upphaf stjórnmálaferilsins.
Ýmsir halda því fram, að frumskilyrðið
til bættrar þjóðmegunar sé það, að fjölga
til muna stóriðjuhöldum á þingi; fjöldi slíkra
manna hafa átt sæti á sambandsþingi, og
margir int af hendi mikilvæg nytjastörf; þó
mun þjóðin ekki með öllu óminnug þess, hvert
ofurvald slíkir menn stundum geta liaft i
höfuðborginni, auk þess sem vitað er, að
stóriðjuhöldar hafa venjulegast nógu að
sinna við eigin viðskifti, og eiga því erfitt
með að helga óskifta krafta stjórnmálum
á þingi; það er heldur ekki einsdæmi, að
slíkir menn hafi aflað sér tollívilnana og
annara hlunninda á kostnað neytenda lands-
ms, eða fjölmennasta flokks þjóðfélagsins.
Að öllu athuguðu, verður ekki annað
með rökum sagt, en þjóðþing Canada hafi
yfirleitt verið vanda sínum vaxið, og að
hæfar stjórnir hafi farið með völd, án tillits
1il flokka. Það' er skaðlegt, að smeygja því
inn hjá fólki, að hið gagnstæða sé efst á
baugi; það er stórháskalegt, að telja sjálfum
sér og öðrum trú um, að lýðræði vort sé ó-
starfhæft og á hrörnunarstigi, og það ekki
sízt á þeim alvörutímum, sem vér nú horf-
umst í augu við.
Þungt innanbrjóáts
Að því var vikið í síðasta blaði, að
Danmörk hefði verið ein þeirra þjóða, er
þýzk stjórnarvöld hefði túgað í vikunni, sem
leið til þess að undirskrifa andstöðusamn-
ing gegn rússnesku ráðstjórnarríkjunum; að
um kúgun væri að ræða, var naumast vilst;
enda kom það fljótt á daginn, því skömmu
eftir að hljóðbært varð í Kaupmannahöfn
um undirskrift hins þýzksinnaða utanríkis-
ráðherra Dana, varð all-alvarlegt uppþot i
borgiiini, er eigi var fyr bundinn endi á, en
þýzkt hervald kom á vettvang; fjörutíu
danskir menn, þar á meðal háskólastúdentar,
voru teknir í_ varðhald, þó enn sé eigi vitað
um þá refsingu, er þeim féll í skaut.
Fyrst í stað eftir hemámið, hrófluðu
Þjóðverjar við litlu í Danmörku, og þóttust
harla vinveittir dönskn þjóðinni; þó leið
ekki á löngn þar til þeir tóku að færa sig
upp á skaftið, og smáþrengja að kosti lands-
manna; voru það einkum búnaðarafurðir, er
þeir fyrst lögðu sig eftir; nú er svo komið,
að því er danska verzlunarráðherranum seg-
ist frá, að Þjóðverjar hafa krafist þess, að
fá umsvifalaust svo að segja alt það smjör,
sem til er í landinu um þessar mundir, svín
og nautgripi, til afnota fyrir þýzka herinn,
auk hesta, sem þeir segjast þurfa í notkun
í herferðinni á hendur Rússum; þá er og
ávaxtafituefni svo að þrotum komið, að verk-
smiðjueigendur tjást til neyddir að hætta þá
og þegar framleiðslu smjörlíkis.
Dýrtíð í Danmörku vex hröðum skref-
um og hefir framfærslukostnaður aukist um
freklega 50 af hundraði síðan landið var
hernumið, en kaupgjald staðið í stað. Auk
þessa, sem nú hefir verið sagt, verður
danska stjórnin að greiða Þjóðverjum mán-
aðarlega 700,000,000 króna fyrir “verndar-
lierinn,” að viðbættu miklu fé fyrir starf-
rækslu flugvalla og margskonar hernaðarleg
mannvirki, í þágu þýzkra Nazista.
Það er því sízt að undra, þó dönsku
þjóðinni sé þungt innanbrjósts eins og nú
horfir við, og þrá hennar eftir endurheimtu
frelsi, sé voldug og sterk.
Fjöregg lýðrœðisins
Kosningarétturinn er fjöregg lýðræð-
isins, sem hverju þegnfrjálsu þjóðfélagi ber
að standa vörð um; þetta gildir engu síður
um bæja og héraðsstjómir, en yfirstjómir
hlutaðeigandi ríkja; ef illa tekst til um val
manna í opinberar trúarstöður, naga kjós-
endur sig í handarbökin, og hafa alt á horn-
um sér. En það er of seint að byrgja
branninn þegar barnið er dottið ofan í hann;
kjósendur eru oft furðulega áhugalitlir um
það, að hlutast til um val frambjóðenda, sem
og að vinna að kosningu þeirra manna, sem
þeir þó helzt tjást hafa augastað á; kæru-
leysi í þessum efnum, verður með engum
hætti afsakað, og kemur vitaskuld hlutaðeig-
endum sjálfum fyr en síðar í koll. Nú era
nýafstaðnar kosningar til bæjarstjórnar í
Winnipeg; einungis liðlega 30 af hundraði
þeirra kjósenda, er á kjörskrá voru, lögðu
á sig það ómak að koma á kjörstað og greiða
atkvæði; og þetta gerist á þeirri tíð þar sem
til einstæðs samsæris hefir verið stofnað
gegn lýðræðishugsjóninni í heiminum, og
virkri þróun hennar.
Hámark varnings
og vinnulauna
f>ann 1. yfirstandandi mánaðar, gengu í
gildi lögin um hámark varnings og vinnu-
launa í þessu landi; frá lögum þessum hefir
svo rækilega verið skýrt áður hér í blaðinu,
að ó}>arft er þar nokkru við að bæta á þessu
stigi málsins; breytingar, sem á reglugerð
þessari kunna að verða gerðar, gera hlut-
aðeigandi stjórnarvöld að sjálfsögðu heyrin-
kunnar, jafnskjótt og þeim skal í framkvæmd
hrundið. Ráðstafanir í þessa átt, voru með
öllu óumflýjanlegar til þess að koma í veg
fyrir skaðsamlega verðbólgu, og tryggja
stjóniinni fullan stuðning í stríðssókn ]>jóð-
arinnar. Stjórnarvöld þessa lands vænta
samvinnu almennings í þessu nauðsynjamáli,
og eiga heimtingu á að fá hana.
Mennirnir
við vöggu
kriálninnar
Eftir dr. Mnynús Jónsson,
prófessor.
Páll postuli er foringinn. sem
enginn efaðist um og aldrei bil-
aði á hólminum.
Pétur bilaði oft, að því er virt-
ist. - En það er samt sem áður
hann, sem kirkjan kjöri sér að
æðsta foringja.
Hvernig mátti slikt ske?
Hvað var það, sem gaf þessum
postula foringjastöðuna? Hér
er ekki jafnauðvelt um fáa frum-
drætti, eins og imynd Páls. Hér
er ekkert heilsteypt, ekki einn
málmum, heldur undarlegasta
smíð, viðkvæmasta meistaraverk,
svo ógurlega brothætt, að manni
finst oft, en þó svo ósigrandi,
svo viðtakagott, gætt slíkum
mætti til endurreisnar, að við
stöjidum að lokum höggdofa
frammi fyrir þvi.
Eg hefi ekki talið það. hve oft
Pétur hrasaði, hve oft hann fékk
ávítur, hve oft hann hljóp á sig
og var fljótfær. Leið hans frá
upphafi til enda er vörðuð hrös-
unum. En bæði er það. að frá
mörgu öðru er sagt en hrösunum
Péturs, og svo er það sérstaklega
merkilegt að virða hrasanirnar
sjálfar fyrir sér. Hrasanir geta
verið svo margvíslegar. Og hras-
anir Péturs eru allar eitthvað
svo dengilegar. Mér liggur við
að segja, að þær séu heilagar
hrasanir. Hann hrasar af því,
að hann er svo mikill maður.
Sá hrapar ekki, sem aldrei leitar
á brattann. Þetta eru ef til vill
/
öfugmæli, en eg vil þá nefna
dæmi til þess að sýna, við hvað
eg á.
Við getum byrjað á þeirri sög-
unni, þegar Pétur hrasaði mest,
þegar hann féll dýpst, sögunni
af því, er hann afneitaði Jesú í
hallargarði a*ðstaprestsins. Við
þurfum ekki að halda, að við
höfum hér fyrir okkur neina
helgisögn eða þjóðsögu. Nei,
hér er sönn saga, svo átakanlega
sönn, að enn er hægt að kenna
stings í hjartastað við það að
lesa hana. Hún er komin beina
leið frá Pétri sjálfum. “Og Pét-
ur mintist þess, er Jesús hafði
mælt við hann,” þetta eru orð
hans sjáfs: “Þá mundi eg eftir
því, hvað Jesús hafði sagt.”
Miskunnarlaust era dregin frani
i dagsjósið viðvörunarorð Jesú.
og sjálfbirgingsleg svör Péturs.
Hann þóttist mestur allra: “Þó
að allir hneykslist, þá skal það
ekki mig henda.” Og svo afneit-
anirnar hver eftir aðra. Hversu
oft skyldi Pétur hafa verið bú-
inn að þjást frammi fyrir Guði
út af þessum viðburði? Eftir
þetta fékk hann ekki að tala við
Jesú fyrir dauða hans. Þetta var
skilnaðarræða hans til meistar-
ans: “Hann tók að formæla og
sverja: Eigi þekki eg þennan
mann.”
En hvað segir svo þessi saga?
Hrapar ekki Pétur hér sem oftar
af þvi, að hann leggur á bratt-
ann? Vissulega. Hann hefði
komist hjá, þessu, ef hann hefðí
forðað sér og flúið eins og hinir.
Kærleikurinn til meistarans dró
hann lengra en kraftar hans
leyfðu.
Sama má segja um annan
viðburð, sem skeði miklu fyr.
Það var norður á Genesaretvatni,
og þar fékk Pétur umsögnina
“lítiltrúaður” fyrir hrösun sína.
Það var þegar þeir sáu undrið
mikla, Jesúm koma gangandi á
vatninu. Pétur hlýðir kallinu :
Kom þú! og gengur út úr bútnum
á móti meistara sínum. En
mátturinn er ekki nógur. Hanr.
fer að sökkva, og fær þetta orð-
Lítiltrúaður!
Var þetta nú í raun og veru
svo litil trú? Var trú hinna, sem
eftir voru í bátnum, meiri?
Eða þá sverðshöggið i Getse-
mane. Hann fékk fyrir það á-
vítun hjá meistara sínum.
“Slíðra sverð þitt, þeir sem með
vopnum vega, munu og fyrir
vopnum falla.” Það má segja,
að við hlið hins fullkomna
standi Pétur þarna lágt. Hann
hafði ekki drukkið nóg af anda
Jesú Krists til þess að vita, að
Jesús myndi ekki óska að vera
varinn með vopnum. En við
annara hlið er Pétur þarna stór.
Hann er hetjan ótrauða, sem
vegur í hóp ósigrandi andstæð-
inga.
Karlmensku hugurinn harði
hans sig auglýsti þar,
segir Hallgrímur Pétursson með
sinni venjulegu glöggskygni á
dýpri rætur viðburðanna. Vrið
skuluin heldur öfunda Pétur
fyrir þetta en álasa honum.
Einu sinni komst það svo
langt. að Jesús ávarpaði Pétur
með orðinu Satan! “Vik frá
mér, Satan,” alveg eins og hann
sagði við freistarann í eyðimörk-
inni. En hvergi eru andstæð-
urnar i fari Péturs stórkostlegri
en þá. Rétt áður hefir hann gert
þá játningu, sem Jesús launaði
með orðinu mikla: “Þú ert Pét-
ur, og á þessum kletti vil eg
reisa kirkju mína, og hlið heljar
skuiu ekki verða honum yfir-
sterkari.” Þetta eru orðin, sem
greypt eru gullnu letri uinhverf-
is hvolfþak Péturskirkjunnar í
Róm. Það er eftirtektarvert, að
þessi lofsamlegu ummæli eru
ekki tilgreind í því guðspjallinu.
sem talið er geyma frásögn Pét-
urs sjálfs. En það guðspjall
greinir samvizkusamlega frá-
sögnina, sem fer á eftir, þegar
Pétur vill fá meistara sinn ofan
af þeim ásetningi að hætta lifi
sínu í Jerúsalem, og svo orðin,
sem eg gat um: “Haf þig á brott
frá mér, Satan!”
En það er bersýnilegt, að bæði
játningin og hrösunin eiga hér
alveg sömu rót: Kærleika Péturs
til meistarans. Og eru ekki hin
ofsalegu orð Jesú einmitt skýr-
asti votturinn um ægivald kær-
leikans í orðum Péturs? Jesús
finnur mátt þessa kærleika sam-
tímis því, að hann veit, að undan
honum má ekki láta. Hér fann
hann, að þurfti snögg og hörð
átök og þau endurspeglast í þess-
um hörðu orðum. Pétur hrasar
hér enn af kærleika. Og ef til
vill sjáum við hvergi betur, hví-
líkur máttur Péturs er en hér,
og hvað það var, sem gerði hann,
þrátt fyrir allar hrasanir, að
foringja hinnar voldugu hreyf-
ingar, sem barðist til sigurs með
vopnum kærleikans.
Fleira mætti rekja í þessa átt
af samskiftum Péturs við rneist-
ara sinn, þar sem Pétri skjátlast,
en það ber æfinlega að sama
brunni: Hrösunin stafar af kær-
leika hans, karlmensku, við-
bragðsflýti. Hann þurfti mikía
tamningu, en einkunn hans
þurfti ekki að breyta.
En vitanlega ér sagan ekki
sögð öll með þvi að benda á
hrasanir Péturs. Eftir er þá að
skýra frá því, þar sem kærleikur
hans til frelsarans, karlmenska
og mannkostir visuðu honum
rétta braut. Til þess að kynnasl
þvi er bezt að lesa Guðspjöllin
og Postulasöguna. Hann er þar
æfinlega i fremstu röð og æfin-
lega sama birtan yfir honum.
Það þarf ekki að greina einstak-
ar sögur til þess að færa rök
fyrir þvi, að Pétur verður
fremstur í þeim hóp, sem Jesús
valdi sér að aðstoðarmönnum
og freinstur þeirra, er síðan báru
kristnina út um löndin. Þar
er reynslusönnunin öllum ein-
stökum frásögnum ofar. Það
er nóg að geta þess, að hvar sem
Pétur kemur við sögu, þá er það
með þeim hætti, að ást vor til
hans hlýtur að vaxa. Hann er
altaf viðbúinn, altaf leiftrandi af
fjöri og lífi, altaf eins og barn
að hugarhreinleik og falsleysi.
Hugsum okkur t. d. sögiuna af
þvi, þegar þeir sjá Jesúm, eftir
upprisuna, norður í Galíleu.
Þeir eru að koma að eftir fiski-
róður og sjá Jesúm standa á
hakkanum. Þeir þekkja hann
ekki fyr en þeir eru alveg að
koma að landi. En Pétur getur
ekki beðið þess, að báturinn
renni að landi. Hann stekkur
út úr bátnum. “Það er hann,”
segir einn, og Pétur varpar sér
þegar í vatnið. Hann svarar
fyrstur við Sesareu Filippí, þeg-
ar Jesús spyr: “Hvern teljið þið
mig vera?” og segir: “Þú ert
Kristur.” Eða þegar lærisvein-
ar margir yfirgefa Jesúm vegna
þess, að þeim þótti kenning hans
hörð. Jesús spyr: “Ætlið þið
ekki líka að fara?” Pétur verð-
ur fyrstur til svars: “Til hvers
ættum við að fara? Þú hefir
orð eilifs lífs, og við höfum trú-
að og vitum, að þú ert hinn
heilagi Guðs?”
Altaf er það þetta sama. ein-
lægnin, borin uppi af krafti og
kærleika. Það var að vísu ann
ar, sem kallaður hefir verið læri-
sveinninn, sem Jesús elskaði. En
oft hefi eg hugsað, að einmitt
svona mann, eins og Pétur,
hljóti Jesús að hafa elskað alveg
óvenju heitt.
Jesús sagði, að barnshugarfar-
ið væri það, sem veitti aðgang-
inn að guðsrikinu, og að sá
væri mestur, sem yrði eins og
barn. Og sé til lýsing á mikil-
menni, sem var eins og barn, þá
er það lýsingin á Pétri postula.
Manni gæti komið til hugar,
að svona maður, eins og Pétur,
væri ágætur, meðan hann má
hlíta stöðugri forsjá Jesú, en
yrði svo eins og munaðarlaust
og ósjálfbjarga barn, þegar hann
ætti að standa á eigin fótum.
En saga Péturs eftir brottför
frelsarans sýnir alt annað. Hann
er þá tvímælalaust foringinn eins
og áður. í erfiðleikunum, vand-
anum og ofsóknunum, sein
gengu yfir söfnuðinn i Jerúsalem
á fyrstu árum hans, er það tvi-
mælalaust Pétur, sem forustuna
hefir. Eduard Meyer telur hann
stofnanda og frumkvöðul fyrsta
kristna safnaðarins. Hann
gengst fyrir vali postula í stað
Júdasar. Hann kemur fram á
hvítasunnudaginn og flytur þar
sína kraftmiklu ræðu, sinn ó-
trauða vitnisburð. Hann hefir
orð fyrir þeim fyrir ráðinu.
Hann fer um kring að vitja
annara safnaða. Hann ræðst i
að skira fyrsta heiðingjann og
ver það frammi fyrir söfnuðin-
um. Hann hefir orð fyrir þeim
á postulafundinum, ásamt Jak-
obi, sem þá hefir verið forstöðu-
inaður safnaðarins vegna þess,
að Péturs var meiri þörf við trú-
boðið út um landið.
Um þetta er samróma vitnis-
burður óskyhlra heimilda. Páll
vitnar þetta líka, t. d. í Galata-
bréfinu, þar sem hann segir, að
þeir Jakob Kefas og Jóhannes
séu máttarstólpar safnaðarins,
og talar síðan um það, að þeir
hafi skift með sér trúboðssvæð-
inu þannig, að Pétur skuli fara
til Gyðinga, en hann til heið-
ingja. Svo gersamlega telur
hann Pétur gnæfa yfir alla frum
postula og samstarfsmenn
þeirra, að hann nefnir ekki
aðra. Pétur er þar jafnótvíræð-
ur foringi eins og Páll er í sinn
hóp.
Hér liggur einmitt vandinn að
skýra og skilja Pétur og þá
menn, sem honum eru líkir.
Það er ekki hæigt að lesa um
Páll öðravísi en sannfærast um,
að hann er foringi. En styrkur
Péturs er miklu samsettara
vandamál. Og það er náttúr-
lega vandamál, sem ekki verður
leyst, meðal annars vegna þess,
að við höfum ekki nógar heim-
ildir við a<5 styðjast. En þó er
það margt, sein við sjáum i fari
hans, sem hlaut að lyfta honum
í foringjastöðuna.
Þar er t. d. framgirni hans.
Hapn er eins og Páll í því, að
hann gengur æfinlega fram fyr-
ir skjöldu. Hvenær, sem á
reynir, er það hann, sein verðui
fyrir svörum til sóknar og varn-
ar. Það er einurð hans og
starfsþrá, sem hér lyfta honum
engu siður en Páli.
Þá á hann frumkvæðishæfi-
leikann, sem einkennir hvern
forinigja. Hann á hugkvæmnina.
Þessvegna verður hann til þess
að hefjast handa um stofnun