Lögberg - 04.12.1941, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1941
Afdalalœknirinn
Lance gerði sér nú í huga grein fyrir
því hvað mörg augnablik þeir kynni að eiga
eftir þarna þangað til þeir ylti niður þann
spöl brekkunnar, sem eftir væri til árinnar.
Ef moldarskriða losnaði undan fótum þeim,
inyndi ekkert stöðva þá, en voðinn einn vís.
Sekúndurnar runnu hjá eins og sandkorn í
stundaglasi, en samt varð hinu eina t;eki-
færi, sem eftir var til björgunar, ekki flýtt
um of. Iionum tókst þó jafnvel að brosa ögn
l'raman í andlitin þrjú uppi á bakkanum,
sem með eftirvæntingarsvip gláptu niður til
þeirra.
“Ape,” mælti Lance, og eitthvað í hinni
kyrlátu rödd hans virtist grípa athygli þeirra
allra: “Við Mac tollum hér í tæpu spori —
en sé um það að velja að deyja svona eða
eins og þið hinir hljótið að deyja innan fárra
daga, fari eg nú — jæja, þá kys eg vissulega
í'remur þann dauðdaga, sem nú blasir við
okkur. Hann yrði skjótur, viss — og hægur/
Hinn dauðdaginn er jafn óhjákvæmilegur
—en hann yrði ekki eins skjótur eða þrauta-
laus.”
Kvíðasviti streymdi skyndilega af and
liti Apes og augu hans virtust þrútna.
“Hvað eruð þér að tala um?” sagði
hann hastur. “Það er ekkert hér um að
ræða, sem getur ónáðað mig.”
“Þar standið þér á tæpu vaði, eruð nú
þegar dauðanum merktur — af nokkru því,
sem er miklu vissara og voldugra en kúlu-
skot. ” Nú brast önnur rótartaug, og Lance
hikaði við, er einkennileg þyrkingskend greip
um raddtaugarnar í hálsi honum. En mælti
þó ennfremur, eins og ekkert hefði í skorist:
“Eg aðvara yður nú hreinskilnislega,
Ape. Annað hvort kastið þið nú til okkar
reipinu og hjálpið okkur til að komast aftur
þarna upp á bakkann — og ykkur er vissara
að hafa hraðann á — eða þið verðið allir
þrír dauðir innan tíu daga.”
“Þér eruð að ljúga,” urraði Ape háðs-
lega, en rödd hans bar þó með sér að hann
ekki tryði eigin oðrum sínum. “Þér ætlið
að hræða okkur. En þér getið ekkert gert
okkur — þegar þér eruð dauður.”
“Það segið þér satt. Þegar eg er/dáinn,
get eg ekkert gert fyrir ykkur. Það er
nokkuð mér máttugra, sem nú geisar eins
og gammur í blóði ykkar. Eg er ekki að
Ijúga því. Þegar maður húkir á dauðans
barmi, leikur hann sér ekki við lýgina.”
Auðsær vandræðasvipur kom nú fram
í andlitið á Turkey, og Skalli góndi undrandi
niður til þeirra og óttasleginn, en Ape nrraði
í efunartón.
“Þér haldið áfram masinu,” sagði hann.
“En það getur engan skaðað.”
“Þetta er meira en mas hjá mér, Ape.”
Lance undraði sig út af því, hversu lengi
þeir myndi geta húkt þarna, því þótt Mac-
Veigh létti undir með honum alt sem hann
gat, þá höfðu þeir færst ögn úr stað, en þó
náð einhvera veginn föstu fóthaldi aftur.
“Minnist þér Indíánans, Ein-Arnar-
Fjöður, sem var í Neckyoke um daginn ? Og
þess, að hann kvaðst vera veikur?”
“Ilann er æfinlega lasinn þangað til
hann hefir fylt, vömb sína,” svaraði Ape.
“Hvað um hann?”
‘ ‘ Saddur magi er engin lækning á því,
sem að honum gekk þá, Ape. Það vildi ein-
mitt svo til þá, að hann væri lasinn, og það
mjög lasinn.” Lance var nú að komast að
ákvæðisatriðinu í orðastríði sínu við Ape.
Aðdragandi l>ess hafði eytt dýrmætum tíma,
en það var einasta leiðin til að koma réttum
skilningi á afstöðunni inn í þykkan sauðar-
hausinn á Ape.
“Eg hefi síðan farið á hverjum degi
til að vitja um hann og flokk hans. Allur
hópurinn, nema þrjár manneskjur, er nú
lagstur í veikinni. Hafið þér nokkurn tíma
hevrt getið um rauðu pláguna,”
Hæsishreimur kom skyndilega í rödd
Ape er hann sagði:
“Þér — þér eigið við —” og stóð nú á
öndinni.
“Eg á við bóluná. Hann bar öll merki
þess um daginn að hún hefði náð haldi á
honum — og hver einasti maður í Neckyoke
varaarlaus gegn sýkingarsmitaninni af hon-
um. Innan örfárra daga verðið þið allir
lagstir í bólunni.”
Nú fanst Lance að þeir, hann og Mac-
Veigh, héngi þarna enn á viljakrafti sínum
einum. Lítið annað var þar vissulega er
forðað gat þeim frá að steypast niður í
gjálfrandi fossafall Stórublöndu.
“Það — það er lýgi,” hrópaði Ape hás-
um rómi. “Þetta getur ekki átt sér stað. ”
“Sé afstaða yðar um þetta svona, þá
get eg enga hjálp veitt ykkur. En devi eg
nú, þá ér til einskis annars læknis hér um
slóðir að leita, og engin von um nokkurn
ykkar. Haldi eg lífi — nú, jæja, þá legg eg
mig fram um að bjarga ykkur, því það er
enda hlutverk mitt. Minnist þess líka, Ape,
að þér sátuð hjá lasna Tndíánanum við kvöld-
verðarborðið um daginn.”
Andlitið á Ape afmyndaðist skyndilega
af skelfingu, er honum varð nú loks skilj-
anlegt í hvílíkri pestarhættu hann væri
staddur. 1 þvínær sama andartakinu vatt
hann sér við með hrópi um aðstoð félaga
sinna. A næsta augnabliki var langri taug
með lykkju á endanum rent niður brekkuna.
Og í sömu andránni brast seinasta rótar-
taugin og moldarg’usa með rykmekki nam
við andlit læknisins jafnframt því er hin
lauslega fótfesti hans í hælsfarinu bilaði með
öllu.
T t u n d i Kapítuli.
Lance reyndi að grípa reipisendann, en
náði ekki í hann. Þeir voru nú allareiðu
teknir að færast úr stað niður á við. Þá
hallaði Turkey sér svo hættulega langt fram
af bakkabrúninni að eins vel mátti við því
búast að hann hrapaði niður brekkuna á
eftir þeim, en lukkaðist þó þannig að renna
reipinu tveimur fetum nær þeim, svo að
Reese MacVeigh náði tæpu fingrataki á því
og hélt sér þar dauðahaldi.
Eitt augnablik hangdu þeir þarna, en
moldarskriðurnar runnu niður um brekkuna
undan fótum þeim. Lance lukkaðist nú að
ná einnig haldi á tauginni. Og er hann tók
eftir því að andlit MacVeighs væri nú ná-
bleikt, gerði hann sér grein fyrir því, að
áreynslan síðustu fimtán mínúturnar hefði
verið særða manninum ofraun. Aðeins vilja-
þrek hans hafði haldið honum við svona
lengi. En þegar hann nú hugði að björg-
unin væri við hendina, slapp stælingin úr
taug-um hans svo hann féll máttvana saman
í faðmi Lanoe, með lokuðum augum.
Með herzlumunum hélt Lance enn um
reipisendann, þrátt fvrir hina auknu byrði
af máttvana líkama hjarðbóndans á örmum
sér, sem við lá að vrði honum ofraun, og svo
varð hann líka að ná traustara haldi á taug
inni. Þá barst honum rám og óttaþrungin
rödd, er Ape segir:
“Sleppið þessari mannskepnu, læknir,
og þá drögum við yður upp hingað. Við
getum ekki dregið upp taug'ina með ykkur
báðum hangandi í henni.”
“Þetta gildir okkur báða, eða hvorug-
an,” sagði Lance liörkulega. Hann hafði
nú náð betra haldi undir handleggjum Mac-
Veighs, sem höfuðið á lmeig máttvana yfir
hægri öxl honum. “Togið nú í reipið. Hægt,
jafnt og þétt, þá tekst þetta.”
Ape mótmælti þessu ekkert. Honum
virtist skiljast, að það væri árangurslaust, og
þeir þrír gerðu nú eins og Lance skipaði
fyrir. Með traustu haldi á tauginni og not-
andi fæturaa alt sem liann mátti til að létta
á þunganum af máttvana líkama MacVeighs,
mjökuðust þeir smátt og srrrátt upp og yfir
bakkabrúnina. Þegar þeir loks náðu þang-
að, var Lance náfölur. Areynslan hafði
þvínær orðið einnig honum ofraun og hann
hefði ekki haklið þetta út mikið lengur.
“Hvað næst?” urraði Ape í kergjutón,
starandi á MacVeigh.
“Náið í vagn hinu megin við bjargið,
svo við getum haldið áfram ferðinni, og eyð-
ið nú engum tíma til ónýtis,” skipaði I.ance.
“Við verðum að koma MacVeigh heim, svo
hægt sé að hjúkra honum. Um það er fyrst
að hugsa. FÍýtið vkkur.”
“Eg skal sjálfur ná í vagninn,” sagði
Ape, og stikaði jafnskjótt að söðluðum hesti
sínum, sem frísaði og hringsnerist, þegar
Ape greip taumana. En Ape vatt sér létti-
lega í söðulinn, og þegar hann sneri hestin-
um inn á mjóu göturæmna kringum bjargið,
kom bjarnarhúnninn aftur þar á móti honum.
Hesturinn fnæsti nú aftur og reyndi að
snúa undan, og svo virtist eitt augnablik
sem hann myndi steypast sömu leiðina og
vagnhestarnir áður. En um leið og Ape
þreif krossblótandi upp byssu sína skaut
hann vægðarlaust á björninn, sem þegar
féll um á bakkabrúninni.
“Kastið honum úr vegi, út af brúninni,”
gargaði Ape og var í sömu andránni kominn
fram hjá hömlunni og riðinn á æðisferð upp
eftir veginum.
Sár MacVeighs hafði til allrar hamingju
ekki opnast aftur. Þetta myndi tefja aft-
urbata hans einn eða svo dag, en að öðru
leyti vonaði Lance að það myndi ekki hafa
nein hættuleg eftirköst fyrir hann.
Mavis kom nú aftur rétt á undan vagn-
inum, og áhyggjusvipurinn í augum henni
snerist í reiðiblossa, er hún fékk að hevra
hvað fyrir hefði komið. Naumast hafði at-
burðinum verið lýst fyrir henni þegar Ape
keyrði vagni með löðursveittum hestúm fyrir
upp að bjarginu eftir óvenjulega fljóta för
til og frá Nockvoke. MacVeigh, sem nú
hafði rankað við sér aftur, var svo komið í
snatri fyrir í vagninum og för hans heim á
leið endurhafin.
“Mér datt aldrei í hug að eg færi aö
ferðast í vagni frá Neckyoke,” sagði hann.
“En eg geri ráð fyrir að það sé skárra en
að ganga.”
Þegar til Broken Chain kom, skildist
Lance að heimilinu hefði ekki verið hrósað
um of. Það kom næst því að líkjast lvsti-
garði, frjófimagnaður dýrðarblettur í miðri
eyðimörk. Stór, rauð lilaða, víðfeðmar kví-
ar, fagurlega bygt íbúðarhús úr heímateknu
grjóti, í skjóli liárra. bjarka, skógarrunna
og lágra hæða, þaðan sem lækur liðaðist um
múggresi þakta bala og engjateiga, sem alt
skar mjög af við hljósturauðnina umhverfis
dalinn.
Lance dvaldi næturlangt á heimili Mac-
Veighs. Tilkynning hans um yfirvofandi
bólupláguna liafði allareiðu breiðst eins og á
vængjum vindanna út til yztu jaðra afdala-
bygðarinnar og fylt huga fólksins skelfingar,
er í svipinn lét því gleymast alt úlfúðar-
og viðsjár-farganið er riðið hafði lausum
taumi þar nú um hríð.
Næsta morg-un leið MacVeigh miklu bet-
ur og Lance hélt þegar ríðandi á stað eftir
nýrri krókaleið, því hann ásetti sér að koma
við hjá Indíánahópnum til að komast eftir
ásigkomulagi hinna fyrstu sjúklinga sinna
þar. Enn hafði enginn dáið þar, og hann
vonaðist eftir að geta kannske bjargað þeim
flestum eða öllum.
Er hann yfirgaf nú aftur Indíánahverf-
ið lá leið lians á meira en tuttugu og fjögra
mílna svæði um hið berasta og auðnarleg-
asta land, er hann hafði nokkurntíma áður
augum litið. Þetta lá utan við allar venju-
legar mannaslóðir og einu lifandi kvikindin
þar virtust vera lúpulæða og skellinöðrur.
Hið glaða sólskin, sem daginn áður um-
vafði alt í hlýjum faðmi sínum, var nú
horfið. Ömurlegt drungaloft hvíldi í þung'
um móði á lág'um hæðunum út við sjóndeild-
arhringinn, með gúlpandi óveðurshnykla á
brá, eins og það væri að búá sig undir að
breiðast niður um auðnina í snjóbylsham.
Fram undan var að líta djúpa laut eins
og skál að lögun, gamalt og gleymt jarðfall.
Lance stöðvaði hest sinn til að gefa Jiessu
nánari gætur, og var rétt í þann veginn að
ríða fram með brún þess, er lionum barst
til eyrna daufur ómur, er líktist því að kall-
að væri til lians. Undrandi starði hann í
kringum sig, heyrði þá aftur sama kalls-
óminn og kom um leið auga á ofurlitla mann-
veru, veifandi í ákafaJ til hans neðan frá
djúpi jarðfallsins.
Hann titraði allur af geðshræring við
að líta þessa mannveru þarna niðri í minni
og enn dýpri skálar-laut á miðjum botni aðal
jarðfallsins og umkringt skörpum brúnum
á alla vegu. Hann veifaði hatti sínum til
merkis um að hann hefði tekið eftir henni
og reið svo í áttina þangað. Hann var enn
of fjarlægur til að geta séð manneskjuna
greinilega, en hann var í engum vafa um
það hver ]>essi einangraða vera væri, þaraa
í miðri auðninni: Linda.
Er nær dró, kom það í ljós að þessi skál
var miklu stærri en honum liafði virzt úr
fjarlægðinni áður, umkringd háum og þver-
hníptum hamravegg á allar hliðar. Hvernig
Linda hafði komist þarna niður var hrein-
asta ráðgáta. Enginn stígur virtist liggja
þarna inn eða út. En hin fyrsta hugmynd
hans varð nú að veruleika, er hann kom aftur
auga á hana neðan við hamravegginn. Það
var Linda Randall.
Hún var enn að kalla til hans. En vein-
andi vindhvinurinn þarna ]>aut burt með orð
hennar eins og hvíslingstón að næturlagi.
Lance veifaði aftur til að fullvissa hana um
komu sína og reið svo eftir kleftabrúninni
til að leita einhverrar niðurgöngu í skálina.
Hann var nú kominn úr augsýn Lindu, en
þarna á fjarri hlið skálarinnar var líkleg
leið, inn á milli stórra bjarghnllunga, er ein-
hver fornaldarrisinn virtist hafa leikið sér
við að kasta þarna á víð og dreif, unz komið
var að rauf í berginu, þar sem gatan varð
svo þröng, að hesturinn fékk naumast t'etað
sig áfram fót fyrir fót.
Stígurinn lá þarna í ótal bugðum og
krókum fyrir skörp klettahorn, og- virtist oft
eins og liann myndi við næsta horn enda
upp við órjúfandi háan hamravegginn, en
ávalt var þar þó opin leið. En þá blasti
skálin alt í einu við Lance, og Linda kom til
hans á harða hlaupum másandi og kallandi
eitthvað til hans af mikilli ákefð.
“Ó-ó, Lance,” stundi hún upp, “eg
reyndi að komast hingað til að aðvara yður
— eg reyndi að kalla —”
“Nú, hvað er að,” sagði hann, steig af
baki og vafði handlegg um axlir henni í sef-
andi fullvissu um að hún þyrfti ekkert að
óttast. Eitt augnablik hvíldi hún stynjandi
með höfuðið á brjósti honum. Hún var því-
nær yfirkomin af þreytu og sem utan við
sig, er ekki var neitt að undra, eftir að
hafa verið sem týnd og tröllum gefin í öðr-
um eins stað eins og þessari klettum luktu
prísund.
“Þér eruð nú kominn í gildruna eins
og eg,” sagði hún og benti á bergvegginn
að baki honum, sem hann liafði rétt sloppið
út úr. “Við komumst ekki út aftur. Eg
var að kalla um það til yðar, en ])ér hevrðuð
ekki til mín. Þá reyndi eg að komast hing-
að nógu snemma til að vara yður við því að
fara ekki hingað inn, en var ekki alveg nógu
fljót til þess.”
Lance leit við og fann eins og ofurlítinn
hroll la‘ðast um sig. Leiðin gegnum klett-
ana virtist oft vera að lokast fram undan
lionum, en af því varð ]>ó aldrei alveg. En
nú var staðurinn, sem hann hafði rétt farið
um, auðsjáanlega sem órofið standberg.
Hann fór þangað aftur og Linda við
hlið honum, enn haldandi fast um handlegg
lians, eins og hún ætlaði sér aldrei að
sleppa því taki sínu. Þarna var það að göt-
unni hallaði skyndilega mikið niður á við,
svo að innan verðu frá var hún snarbrött,
upp að líta. Og þaraa niður hafði hann rétt
riðið, á því var enginn vafi, þó var þar nú
ekkert að líta nema sléttan bergvegginn.
“Ó, Lance, mér fellur illa að hafa teymv
vður hingað — mjög illa,” sagði Linda og
herti æðislega á greiparhaldinu um handlegg
hans. “Ef ekki hefði verið þessi síveinandi
vindhvinur— ’ ’
Vindurinn. Já, það var hann, sem stöð-
ugt veinaði hátt og ískrandi eins og kramdar
sálir í vítiskvölum.
“Sleppið öllu hugarangri,” sagði hann.
“Við finnum einhverja leið til útgöngu héð-
an.”
Honum virtist þarna, þótt ótrúlegt væri,
sem tvær berghurðir féllist á með svo mik-
illi nákvæmni, að hnífsoddi yrði ekki stungið
inn á milli þeirra. Hann hafði riðið gegnum
bogagöng, þar sem bergið luktist tvö eða
þrjú fet yfir höfði honum. Nú teygði ])að
sig liátt og óklífandi gegnt honum og boga-
göng'in sjálf lokuð af þessum grjóthellna
liurðum.
Þær liafa hlotið að opnast ]>egar hann
nálgaðist að baki þeim, og lokast aftur sjálf-
krafa á eftir honum, er hann reið út úr boga-
göngunum. Þetta var alt eitthvað svo í-
skyggilegt, en þó í algerðu samræmi við hið
dularfulla umhverfi.
“Eg ímynda mér,” sagði Linda, “að
þetta hljóti að vera staðurinn, sem Indíán-
arnir nefna Hið forboðna land — verustaður
hinna illu anda. Ein-Arnar-Fjöður liefir
lýst því ögn fyrir mér. Að því er mér
skilst voru liræðilegar fórnfærsluathafnir
framkvæmdar til forna á einhverjum huldum
stað hér í hæðunum. Það var staðhæft, að
hver sem hingað lenti, ka'mi aldrei aftur.
Þjóðflokkurinn, sem hér dvaldi, er liorfinn
fyrir löngu og jafnt hvítir menn sem Indíán-
ar hafa altaf síðan eg man eftir mér, sneitt
hjá öllu þessu landsvæði.
Einhvern tíma í gleymsku-hulinni forn-
öld hafði þessari vængjuðu klettahurð verið
af steinsmíða-meisturum þess tíma komið
þarna fyrir. Þetta leit alt svo náttúrlega
út, en Lance skildist ])ó, að þeim hlyti að
vera komið haganlega fyrir á huldum ásum,
og féllu ])ó svo aðdáanlega vel saman; en að
ýta á þær var eins og ef maður legði lófa
að hólunum-til þess að ryðja ]>eim af götu
sinni.
Eittlivað lét þær opnast inn á við í skál-
ina, er maður eða hestur kom nærri þeim
að baka til — opnast liðlega á svo náttúr-
legan hátt, að fórnardýrinu, sem oft hafði
allareiðu fundið opna leið þar sem grjót-
veggurinn einn virtist myndi hefta för þess,
var alls ókunnugt um gildruna, unz ]>að
slapp út úr göngunum og ])ær lokuðust að
baki því. Á einhvern hátt hlaut manni
mögulegt að opna hurðirnar frá þessari lilið
— en að uppgötva þann galdur myndi ekki
verða svo auðvelt. '
“Eg hefi í þrjá daga reynt að finna
handfang eða einhverja aðra aðferð til að
opna þær,” sagði Linda, eins og hún liefði
lesið hugsanir hans. “En eg get ekkert
fundið.”
“Það er þá engin önnur leið út héðan?”
spurði Lance kyrlátlega.
“Nei,” svaraði hún. “Hamarinn er
glerháll og engin leið til að klífa hann. Eg
hefi rannsakað hann á alla vegu.”
“Hvernig hafið þér komist af?” spurði
hann. “Haft nokkuð til að nærast á eða til
svölunar?”
“Já, einhver hefir haldið hér til fyyir
ekki löngu síðan — vissulega eftir að Indíán-
arnir fluttu sig,” bætti hún við brosandi og
gretti sig góðlátlega. “Hellisskúti er þarna
hinu megin og í honum töluverð matföng
hangandi í sekkjum niður úr hellisloftinu —
mjöl og baunir og könnumatur og mat-
reiðsluáhöld, og svo er þar einnig eldiviðar-
hrúga. Þar er Hka dálítil uppsprettulind
af ágætu vatni. 1 þessu efni hefir mér því
liðið vel.”