Lögberg - 04.12.1941, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1941
3
En þar var hvorki arg né garg,
því allir krakkar virtust hafa
einhverju að sinna, við heyskap-
inn, eða ýmislegt anpað. “Skóla-
stjóri! Á eg ekki bráðum að
sækja kýrnar?” sagði einn
“Skólastjóri! — hvað á eg nú að
gera?” sagði annar — og svo
koll af kolli, og öllum skipaði
Kristján Karlsson til einhvers
starfa, því nú var brúk fyrir
smáar hendur. Mér datt í hug
frásögnin gama úr Biskupasög-
um um iðju á Hólum í tíð Jóns
biskups helga, og í raun og veru
mátti lita þarna blessun vinn-
unnar, því engu barni kemur
til hugar að gera neitt til óþekt-
ar eða skemda, ef það á kost að
vinna nytsamt verk undir góðri
stjórn. En að vanta viðfangs-
efni er skortur af versta tagi fyr
ir unga — og gamla líka.
I>ö margt sé meykilegt að sjá
og kynnast á Hólum, þá finst
mér þó altaf mest til um dóm-
kirkjuna þar. Mér finst hún
jafnvel vera einasta guðshús á
íslandi. Skagfirðingum þykir
líka vænt um hana og vilja að
henni hlúa. Um nokkurra ára
skeið hefir verið unnið að þvi
að koma henni í sem svipaðast
horf og hún var áður, er hún
var upp á sitt fegursta, að svo
iniklu leyti sem slíkt er gjör-
legt. Og hiklaust tel eg að það
hafi í heild borið góðan árang-
ur. Unnið er fyrir ákveðna upp-
hæð, sem veitt er i fjárlögum
árlega og kirkjan virðist mér
hafa orðið fegurri með hverju
árinu sem leið, síðan eg sá
hana fyrst. Nú er hún ekki
nakin innan og hinir ágætu
gömlu gripir hennar njóta sín
vel. Og nú virðist mér vera
kominn tími til fyrir Skagfirð-
inga, að endurheimta muni úr
Hólakirkju, sem eru á Þjóð-
minjasafninu, iþví nú eru þeir
betur komnir og óhultari þar, en
suður í Reykjavík. Með því að
skila aftur gripum til Hóla-
kirkju, sem héraðsbúar nú vilja
vernda og hafa í heiðri, myndi
Þjóðminjasafnið styðja að end-
urreisn þjóðlegrar menningar í
landinu, og væri þá vel.
Á Hólum var með afbrigðum
fagprt og viðkunnanlegt þenn-
an dag og er auðskilið, að menn
una sér vel í þessum fjalladal,
þó þröngur sé, og fjöllin há i
kring. Eftir nokkurra stunda
dvöl ókum við svo til baka að
Reynistað.
Á leiðinni stönzuðum við á
Hellulandi, hjá ólafi bónda, sem
er starfsbróðir ininn hjá Búnað-
arfélaginu, fiskiræktarráðunaut-
ur, eins og menn vita. Eg hefi
aldrei hitt á hann heima fyr,
iþiví hann ferðast álíka mikið og
eg sjálfur, eða vel það. En nú
hitti eg hann heima, þennan
indæla dag, svo að ekki var því
til að dreifa, að hann væri veð-
urteptur heima hjá sér, eins og
Guðmundur minn á Stóra Hofi
var einu sinni, í tvo daga. Hjá
Ólafi fengum við nýveidda
bleikju, úr Héraðsvötnum, síl-
spikaða, eins og vera bar hjá
I'iskiræktarráðunautnum. Og
ólafur er vel fróður og ekki sízt
um lausar vísur í Skagafirði, en
af þeim er þar nóg. Var ein
sú allra nýjasta eftir Stefán
Vagnsson, bónda á Hjaltastöð-
um, um einn starfsbróður okkar
ólafs hjá Búnaðarfélaginu,
hrossaræktarráðunautinn. Hann
hélt i vor hrossasýningu í Skaga-
firði og ferðaðist á mótorhjóli
um sveitirnar, við hverju eg
hafði þó varað hann stranglega
og auðvitað árangurslaust.
En er Stefán sá gæðinginn,
varð honum ljóð á munni:
Talaði lítt um tölt og skeið
og tilþrif gæðinganna.
Sinni mótor-meri reið
milli sýninganna.
— Líklega verður að telja vís-
una til hestavísna. En ekki vil
eg tilfæra hér fleiri visur af
þeim, sem ólafur á Hellulandi
sagði mér þetta kvöld, svo að
þær séu eklu á prent komnar
áður en hann fer með þær í út-
• Þér munuð meta Bran-
vin gæðin . . . yður mun
geðjast hið Ijúfa bragð og
hin hressandi áhrif. Það
er eina vínið í Canada,
sem hefir slík úrvals gæði,
og er þói svo ódýrt!
JORDAN WINE COMPANY,
LIMITED
JORDAN, CANADA BM2
JORDAN
BRANVIN
fíed^Wfute llflNE
varpið i næstu bændaviku.
Sunnudag héldum við kyrru
fyrir á Reynistað, fram undir
kl. 4. Þá kom bíllinn utan af
“Krók,” sem ekur að Varma-
hlíð i veg fyrir hraðferðabílana
til Akureyrar. Þeir koma 5 tals
ins, og hvert sæti skipað, eða
víst um 100 farþegar alls. Bíl-
arnir þjóða af stað frá Varma-
hlíð með nokkru millibili, vegir
eru þurrir og ekið er hratt.
Fyrstu bílarnir eru komnir yfir í
Blönduhlíð áður en við erum
lögð af stað frá Varmahlíð, i
síðasta bílnum. Bílreykirnir
sjást, þó ilt sé að koma auga á
sjálfa bilana.
f Blönduhlíðinni biða 5—6
farþegar við veginn, ásamt fleiri
karlmönnum. — Þeir kyssasl
fast og Iengi, þegar bilarnir
nálgast, svo vel hefði mátt trúa
að þetta væru nýtrúlofuð pör,
ef það hefði ekki verið eintómt
karlkyn. Og loks slíta hinir
,væntanlegu farþegar sig frá hin-
um, sem eftir verða og koma
upp í og með þeim fvlgir all-
mögnuð lykt af einhverju, sem
hefir liklega helzt verið “kvista-
lakk” eða “pólitúr,” eða eitt-
hvert annað “súrrogat” fyrir
“Svartadauða.”
Og sjaldan er ein báran stök,
segir máltækið, því svo fara þeir
að “syngja.” Fyrst raula þeir
ferskeytta vísu um /að nú séu
þeir kátir og mátulegir, en svo
taka þeir að kyrja lengri lög.
Fjórir þeirra hafa ekki mjög
hátt, en sá fimti, ungur maður.
orgar eins og mislukkaður
óperusöngvari og fer upp í tón-
stigann þegar hinir komast ’ekki
hærra. “Hann er í Karlakór
Skagfirðinga, segir einn af þeim,
og eg held að allir farþegarnir
i bilnum hafi lofað guð fyrir
að þar voru ekki fleiri úr þeim
kór. f þessum hraðferðabílum
er ekkert “vatt” til, til að troða
í eyrun, eins og í flugvélunum.
Þetta söngl þessara félaga dró
athyglina frá ýmsu því fagra,
sem er að sjá á þessari leið. En
bráðum er komið úr Skagafirði.
Þegar farið er fram hjá síðustu
bæjunum, kotunum í Norðurár-
dalnum, flýtur gömul vísa eftir
Símon Dalaskáld upp á yfirborð
hugans, því hún mun vera um
annan þessara bæja:
Eru snotrar yngismær
ytri kota systur tvær.
Að finna motra freyjur þær,
fanst mér notalegt, í gær.
Nú eru þær víst orðnar grá-
hærðar allar, ef þær eru annars
á lífi enn.
Nálægt sýslumörkum á öxna-
dalsheiði glitrar á snjóhvít tjöld.
Þar eru vegagerðarmenn að hóp-
ast shman, þeitta kvöld, því
virkur dagur fer í hönd. Hjá
tjöhhmum er staðnæmst og þar
þagnar karlakórinn, og Skag-
firðingarnir fara út. Það var
eins óg bylur dytti af húsi. Nú
fengu eyrun hvíld og sú hvild
var notaleg eftir hávaðann.
Svo fór að halla undan niður
‘að Bakkaseli.
— (Vísir 10. ág.)
--------V ---....--
SEEDTIME
<X*tcL
HARVEST
_ By
' Dr. K. W. Neatby
> Diredor, Agricvltural Departwuni
North-West Line Elevators Aeaociation
AN ILLUSTRA TED GUIDE T(
PRAISE WEEDS
The above title has been
chosen for a new 72-page bul-
letin just published by the Agri-
cultural Department of The
North-West Line Elevators Asso-
ciation. This bulletin contains
portrait photographs of 63 com-
mon weeds, and four of the illu-
strations are in full colour. All
of the weeds illustrated are also
déscribed, and brief notes on 22
others are included. At the end
of the bulletin will be found
photographs of seeds of 60 dif-
ferent weeds.
The chief purpose of the bul-
letin is to assist farmers and
others in indentifying weeds. A
few remarks on control methods
are offered in most cases, but
these are brief. Methods of con-
trol must be adapted to local
conditions and, hence, specific
recommendations can rarely be
applied to large areas.
The first essential in fighting
weeds is to know them. This
is particularly true of perennials
such as Leafy Spurge, Hoary
Cress and others. Control is
relatively easy if undertaken in
time, and a delay of two or three
years may be costly.
It has been stated that, in the
United States, losses due to
weeds are one and one-half times
as great as the combined loss
due to animal diseases, plant
diseases and insect pests. The
situation on the Canadian
prairies is probably not very dif-
ferent.
The new bulletin will be found
most helpful, and should be in
the hands of every prairie pro-
vince farmer. Copies may be
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
obtained free of chaige from
grain buyers of any line elevator
company associated with this
Department, or from The North-
West Line Elevators Association,
Winnipeg or Calgary.
--------V---------
Söngur—Hljóð—
Söngliát—Boðskapur
eyrans-
Eftir S. R. Benedictsson.
Eg hlusta títt á þinn Ibfraklið
og tárin hvarmana væta.
Eg græt sem barn og þíi finn eg frið
við fagra l.jððóminn sæta.—,S’. B.
pá sönglist eg heyri og svanfögur
ljðð
mðr sorgirnar streyma frá hjarta.
' St. Th.
Það er kalt hjarita, sem ekki
klöknar við áhrif söngsins. Það
hefir verið sagt að fagurfræðin
væri systir siðfræðinnar. Sé það
satt, þá er ástæða tli að kenna
þessar tvær fræðigreinar sam
hliða. Og eitt er víst, sem er,
að sönglistin mýkir skaplyndi
manna.
Hrifningar áhrif söngsins auka
hina innri farsæld einstaklings-
ins. Að ná hinni innri far-
sæld, er meira virði en auður
og vald. Það lyftir þjóðfélags-
heildinni á hærra menningarstig.
Fagurfræðin og siðfræðin eru
að miklu leyti menningar mæli-
kvarði.
Að mýkja skaplyndið er viss
leið til umburðarlyndis í flestum
efnum. Trúarbrögðin stefna í þá
átt, og sönglistin hefir verið —
og er — æðsta trúbragða til-
beiðslu athöfnin.
Hljómur sá, er söngurinn
flytur inn í sálina, er það afl,
sem hrærir taugar manns, og
vekur ást og yndi. Ástin hefir
nærst á ljóði og söng í gegnum
aldirnar. Og svo hafa menn
fundið upp hljóðfæri til að full-
komna gildi hljómsins. Menn
hafa lært að blanda saman tón-
um til að mynda samræmi. Og
samræmið hefir unnið sálfræði-
leg kraftaverk. Undir áhrifum
samræmisins hefir ástin fengið
nýja vængi. Athafnamaðurinn
hefir öðlast nýtt fjör til starfa.
Kaldlyndur húsfaðir hefir tekið
konuna og börnin í faðm sinn.
Harðstjórinn hefir betur skilið
sameiginleika mannssálarinnar
og fylst miskunnsemi gagnvar*
mönnum og skepnum, þrælum
og þýjum. Og glæpamaðurinn
hefir iðrast synda sinna. Sorg-
bitið fólk hefir fundið sælu mitt
i hrygðinni, og fró í fljótandi
tárum.
En hljómdýrðin kemur ekki
Öll frá hljóðfærinu eða söngvar-
anum, jafnvel þó menn, sjálf-
rátt og ósjálfrátt, í djúpri lotn-
ingu, falli að fótum tónskálda,
söngmanna og hljóðfærasnill-
inga.
Hljómdýrðin kemur að manni
úr öllum áttum náttúrunnar í
óteljandi myndum. Vindurinn
syngur í öldum sjávarins. öld-
urnar kveða við sandinn, berjast
við björgin í digruin rómi, eins
og þær séu að flytja oss dánar-
fregn druknaðra sjófarenda —
“og brimaldan stríða við strönd-
ina svall og stundi svo þungan
— —” St. Th. Rödd öldunnar
vakti þunglyndi í sálu skáldsins.
Fjallahnjúkarnir kveða í marg-
víslegum tónum, senda stundum
þrumandi tóna vetrarríkisins,
en stundum gleðitóna sumarsæl-
unnar. Grösin á akrinum og
blöðin í greinum trjánna, eiga
ÖIl sína tóna. Dýrin flest, smá
og stór, fuglar i vatni og á landi,
eiga sínar margvislegu raddir og
mæla sinu máli.
Maðurinn syngur í Hkingu við
náttúruna umhverfis — “nátt-
úran talar “jiar við sjálfa sig
-----” Gr. Th.
En það eru ekki ávalt gleði-
söngvar sem maðurinn syngur.
Hann syngur saknaðar og harma
söngva, raddir sorgarinnar. Þar
heyrast oft sárar grátstunur og
kvein undan mótgangi lífsins.
En stundum eru það líka fagn-
aðar oig sigursöngvar.
Tónskáldin semja lög við öl!
möguleg tækifæri, lög, sem
finna stað í mannlegum hjört-
um. En svo kemur ljóðskáldið
honum til aðstoðar. Hann þýð-
ir tónana — breytir þeim í orð.
Náttúran er þrungin af hreim,
hún er altaf áð syngja. Söngur
náttúrunnar er eilífur eins og
lífið. Og sálir mannanna eru
hlaðnar af hreimi, hreimi ins
eilifa áframhalds, sem enginn
skilur.
--------V------—
Liálasýning Nínu
Sæmundsson
f PASADENA, CALIFORNIA.
Sunnudaginn 26. okt. s.l. frá
kl. 7 til 11 e. h. bauð Nína Sæ-
mundsson um hundrað og fimtíu
manns á frumsýningu á högg-
myndum sínum, og góðar veit-
ingar i*Grace Nicholson Art Gal-
leries í Pasadena, eða the Crown
City, eins og hpn stundum er
nefnd, sem er ein af stærri nær-
liggjandi borgum Los Angeles
og mun hafa um áttatíu og fimm
þúsund íbúa, en kunnust er
þessi vinalega borg fyrir sin
landfrægu ‘Tournament of Roses’
sem hafa verið haldin þar á
hverjum nýársdegi i samfleytt
fimtiu og tvö ár, og sem að
hvergi i heimi inun eiga sinn
líka, að minsta kosti ekki að
vetrinum til.
Sýningin hé>fst 27. okt. og
stendur til 29. þ. m. í þessum
ágætu húsakynnum nutu myndir
hennar sín ennþá betur en á
öðrum sýningum hennar þar
sem pláss var minna. Um fimtiu
höggmyndir eru þar og enn-
fremur ljósmyndir af mörgum
stærri verkum hennar í Reykja-
rik, Los Angeles, og New York.
Með hinum fljúgandi og skap-
andi gáfum sínum og dverghög-
um höndum, kemur hún víða
við og snertir margar hinar
þungskildari og viðkvæmari til-
finningar lífsins; þar er t. d.
gleði og sorg, ást og hatur, þrek
og þor, skin og skuggar, hung-
ur og harðrétti, frekja og fá-
tækt, draumórar í vöku og svefni
og meira og fleira.
Myndirnar, sem eru ýmist úr
steini, tré, málmum og marmara,
eru flestar alvarlegs efnis, þó
mun hún hafa næmt auga fyrir
broslegri hliðum lífsins. Jafnvel
þótt myndir Nínu hafi verið
hugsaðar og búnar til erlendis,
þá mun hugur hennar vera löng-
um þar sem æskusporin lágu,
og þar sem hún sleit barnsskóm
sínum og óskandi er að henni
verði að vonum sínum með það
að einhverntíma á einhvern
hátt komist flestar mvndir henn-
ar til íslands, þótt ef til vill að
það verði ekki fyr en eftir henn-
ar dag, eins og að hún einu
sinni komst að orði, og ekki út
í bláinn.
á sýningunni var staddur Mr.
Hjálmar Finnsson frá Hvylft i
önundarfirði, gengur hann hér
á University of Southern Cali-
fornia, og er hann einn úr hóp
hins unga íslands, sem nú leggja
leiðir sínar til Vínlands hins
góða til menta og frama, og sem
án efa eru og verða sjálfkjörnir
“Good Will Ambassadors,” eða
haukar i horni heima og heiinan.
Skúli Bjarnason.
--------V-------—
Það má vera oss mikil hugg-
un, að versti óvinur vor er aldrei
annar maður, heldur æfinlega
við sjálf. Hin sanna ógæfa býr
ætíð í oss sjálfum. — Georg
Brandes.
prinlinq...
distincti\>e and persuasi\)e
—^UBLICITY that attracts and compels action on
^ the part of the customer is ap Uaportaat factor
in the development of business. Our years of experience
at printing and publishing is at your disposal. Let us
help you with your printing and advertising problems.
Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8
I ■■ ■ ■.■■■.,