Lögberg - 04.12.1941, Blaðsíða 2
9
LöGBERtí, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1941
Norður í landið
Eftir Iingnar Ásgeirsson
Það hefir verið sólarlítið á
Suðurlandi undanfarið, en eg er
svo heppinn að eiga erindi til
Norðurlands og hlakka til að
njóta hinnar frægu norðlenzku
sólar. Laugardaginn 12. júii
legg eg af stað og þá er kominn
hrakandi þerrir og bezta veður.
f Borgarnesi er fólkið að hamast
við að breiða á, þegar Laxfoss
legst að Brákarey.
Einstöku farþegar hoppa á
land, áður en skipið er lagst að,
því nú gildir að ná í beztu sæt-
in i hraðferðabílunum, seni
standa fimm í hóp á uppfyll-
ingunni, og fremstu sætin eru
bezt. Eg næ í framsætið fyrir
mig og konu mína, þvi við vor-
um þarna áður en Laxfoss kom.
Svo fylla^t bílarnir á stuttri
stundu, og þegar pósturinn er
kominn á, er ekið af stað. Borg-
arnes er fallegur staður, ekki
sízt um þetta leyti árs, tún og
grarnir garðar milli hamrahorga.
sem eru blómum skrýddar frá
hendi náttúrunnar. Mest ber á
Baldursbrá, þvi hún lætur ekki
litið yfir sér» en innanum sjást
önnur og sjaldgæfari blóm, eins
og t. d. villiertur (Lathyrus), sem
hafa haldið þar velli lengi og
gera það enn, þrátt fyrir stór-
aukna bygð og fólksf jölgun.
Skrúðgarður kvenfélagsins í
Skallagrímsdal lætur einnig taka
eftir sér. Þetta litla dalverpi er
prýðilegt, og ættu bæjaryfirvöld-
in að sjá um, að hann yrði ekki
óprýddur. “Braggar” “ástands-
ins” munu hverfa þaðan aftur á
tsínum tíma, og þá er vel, þegar
gras grær aftur yfir, þar sem
þeir eru nú.
Um allan Borgarfjörð ~ er
sveitafólkið önnum kafið við
heyskapinn. Bílarnir þjóta á-
fram milli skógivaxinna ása,
myndir, sem auganu mæta,
breytast si og æ, og þegar
Hraunsöxl, Grábrók og Baula
sjást, allar í einu, er það óefað
einhver sjaldgæfasta og fegursta
fjallasýn, sem gefur að líta í
bygð hér á landi.
Bílarnir þjóta með 50 km.
hraða framhjá gildaskála Vig-
fúsar við Hreðavatn, þrátt fyrir
allan verðlaunakveðskapinn um
hve gott sé að stanza þar, og þó
eru þeir ekki frá Steindóri; og
er ekki numið staðar fyr en hjá
Fornahvammi, efsta býli í
Norðurárdal, sem er nokkurs-
konar “KolviðarhóII” á þessari
leið. Þar fær ferðafólkið sér
hressingu og dálitta hvíld.
En nú vill svo illa til, að
þurkurinn og sólskinið minkar
þvi meir, sem ofar dregur
Holtavörðuheiði, og þegar upp
er komið, þá er þar ekki norð
lenzkt sólskin, heldur sunnlenzk
súkl, sem byrgir allan sjóndeild-
arhringinn, svo að hvorki sást
Tröllakirkja afheiðinni, Stranda-
fjöll eða Mælifellshnjúkur
Skagafirði og Eiríksjökull tók
ekki ofan fvrir ferðafólkinu.
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultatlon by Appointment
Only
•
HeimiU: 6 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-slmi 23 703
Heimilisslmi 46 341
Sérfrœðingur i öllu, er að
húðsjúkdúmum Ifjtur
Viðtalstími: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
Office Phone
87 293
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
dr. b. j. brandson
216-220 Medical Árts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phone 21 834—Oífice tímar 3-4.30
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Wlnnipeg, Manltoba
Við sáum því fátt eitt í Húna-
vatnssýslunni og það sem sást
var frekar öinurlegt. En eitt það
ömurlegasta fanst mér þó, að
horfa heim að Reykjaskóla i
Hrútafirði, vegna “ástandsins,”
sem þar er. Þar er nú stærðar
þorp upp risið, sem gorkúlur á
haug, alt í kring um skólabygg-
inguna, sem liðið hefir einnig
til afnota. Skólastjóri er eins
og kunnugt er, formaður “vöku-
mannahreyfingarinnar” meðal
æskulýðsins íslenzka og má
nærri geta hvilík raun það muni
vera honum, að verða að vaka
yfir þessu, í stað æskunnar í
landinu. Þar er menningarstofn-
un lögð í auðn, en af þeim eig-
um við ekki fleiri en svo, að af
þeim megum við ekki missa eina
einustu.
Smáatvik kom þarna fyrir í
Hrútafirðinum, sem eg hafði
gaman af að taka eftir. Eg hafði
farið þarna sömu leið, seint í
apríl síðastliðnum. Þá voru far-
þegarnir aðallega reykvísk börn.
sem verið var að senda í sveit,
til að forða þeim undan loftárás-
arhættunni. Þau höfðu .ekki
verið áður í sveit, það var auð-
heýrt á tali þeirra, og þau voru
ekki myrk í máli. Bílarnir stað-
næmdust við bæina og bænda-
fólkið kom til viðtals við bíl-
"stjórana, og kaupstaðabörnin
gerðu sínar athugasemdir. —
“Sveitó,” sagði lítið reykvískt
stúlkubarn, við strák, sem var
nokkru eldri en hún, þegar
sveitakona nálgaðist bilinn, brún
og útitekin. “Svaka sveitó!”
svaraði snúðinn og leist víst eklci
eins vel á sig þarna eins og
innan um prúðbúið fólk á mal-
bikuðu stræti höfuðstaðarins.
Svo var haldið af stað aftur,
og á einum af næstu bæjunum
fóru þessi bæjarbörn úr bílnum,
því þar áttu þau að hafa “blíf-
andi stað” yfir sumarfríið — og
áfram þaut billinn með okkur
hin. En því kom mér þetta at-
vik í hug nú, að þegar við stað-
næmdumst við þennan sama bæ
í þetta sinn, stóðu þessi sömu
börn við hliðið og biðu eftir
Bólstaðarhlíð úr þjóðbraut
þvert,
en Þverárdalur á hvers manns
vegi.
En nú er Brynjólfur fyrir
löngu genginn fyrir stapa ætt-
ernis og Þverárdalur líklega eins
afskektur og áður en hann kom
þar, þó honum bregði fyrir augu
ferðamanna eitt augnablik
hlíðum Vatnsskarðs og kalli
löngu liðið atvik fram í huga.
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Port&ge Ave. og Smith 8t.
PHONB 26 545 WINNIPEG
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðlngur I eyrna, augna, nef
og hálasjúkdðmum
216-220 Medícal Arta Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Vietalstlml — 11 til 1 og 2 til 5
Skrlfstofusimi 22 251
Helmllissfml 401 991
H. A. BERGMAN, K.C.
ialenzkur löafræðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsími 30 877
Viðtalstími 3—5 e. h.
Dr. A. Blondal
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi 22 296
Heimili: 806 Victor Street
Slmi 28 180
Thorvaldson & Eggertson
Lögfræðlngar
300 NANTON BLDG.
Talslmi 97 024
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPEG.
•
Futelgnaaalar. Leigja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgð,
blfreiðaábyrgö o. s. frv.
PHONE 26 821
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 ORENFELL BLVD.
Phone 62 200
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um flt-
farlr. Allur útbúnaður sfl beetl
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnlsvarða og legsteina.
Skrlfstofu talslml 86 607
Heimilis t&lsfmi 501 562
Xó?
V
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEO
•
Pœgllegur og rólegur bústaður
i mAðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $2.00 og þ&r yflr.
Agætar mflltfðlr 40c—tOc
Free ParkAng for Guestt
bílnum, hraustleg, brún af só
og útiveru, og að því leyti orðin
“svaka sveitó” sjálf, eftir 10
vikna dvöl norður i landi. ó-
venju mörg bæjarbörn njóta nú
góðs af þvi, sem sveitirnar hafa
að bjóða, og munu nú koma
hraust og sælleg til höfuðstaðar-
ins aftur í haust, þakkað veri
hræðslunni við loftárás.
Annars bar ekkert markvert
við á leiðinni, og af Húnavatns-
sýslunni sáum við aðeins sára-
lítið fyrir dimmivðri og úr-
komu. En svo fór að létta til í
Langadalnum, svo að ánægja
var um hann að fara og horfa
heim að hinum prýðilegu býlum,
sem þar eru. Þegar komið er
að Bólstaðarhlíð, má heita að
stytt sé upp, og þar er fagurt, í
þeirri kvos og búsældarlegt.
Þegar upp kemur í hlíðar Vatns-
skarðs, þá sézt aðeins augnablik
til fremsta bæjarins í Laxárdal,
Þverárdals, þar sem Brynjólfur
Bjarnason bjó um langt skeið,
við rausn og alkunna gestrisni,
einhver afskektasti bær.
Einu sinni, fyrir mörgum ára-
tugum átti Þorsteinn Erlingsson
leið um Langadal og kom að
Bólstaðarhlíð að kvöldi og baðst
gistingar — en fékk ekki. En
þar var Brynjólfur í Þverárdal
nálægt* og bauð hann skáldinu
með sér heim og gisti Þorsteinn
þar um nóttina. Var vel veitt og
geðskapur mikil, og fylgdi
Brynjólfur skáldinu langan veg,
er hann hélt ferðinni áfram.
Um það kvað Þorsteinn vísu
þessa, sem varð landfleyg þó
ekki kæmi hún á prent:
Að gera sér með gestum kátt
með glaum og söng, er hérna
vandi,
og með þeim ríða um miðjan
slátt,
—margt er skrítið á Norður-
landi.
En þó er máske mest uin vert,
sem mér var sýnt á þessum
degi:
Svo líður ekki á löngu áður
en það fer að halla undan fæti
niður í Skagafjörð. Augað þarf
ekki að flögra víða, því fjalla-
sýn gefur ekki. Það er ekki
tími til að skoða torfkirkjuna á
V'íðimýri fyrir farþega í hrað-
ferðabíl, þó margur myndi vilja
það, þvi nú hefir hún verið gerð
prýðilega í stand, svo að til sóma
er. f Varmahlíð förum við úi
bílnum, því eg ætla í Skaga-
fjörðinn. í Varmahlíð vekur hin
stóra og góða sundlaug eflir-
tekt allra, sem þar fara um.
Vonandi verður enginn skag-
firzkur unglingur ósyndur eftir
nokkur ár.
Skamt frá Varmahlíð, utar, er
hið gainla prestssetur, Glaum-
bær. Þar er gamall, merkilegur
torfbær, eins og þeir voru i
Skagafirði á stórbýlum fyrir
tveim til þrem mannsöldrum, at-
hyglisvert minnismerki um torf-
byggingarlist þeirra tíma. Bíl-
stjórinn er svo hugsunarsamur,
að bjóða okkur að staldra við
nokkrar minútur til að skoða
gamla bæinn, og var það með
þökkum þegið. Flatarinál bæj-
arins er afar stórt, t. d. eru bæj-
5 argöngin víst um 40 metra löng.
Ekki að undra, þó þar hafi ein-
hverntima gerst eitthvað. sem
hjátrúarfult fólk myndi færa á
reikning íslenzkra drauga. Beggja
megin við göngin eru hinar ýmsu
vistarverur, en þau enda i rúm-
góðri baðstofu.
Bær þessi var fyrir fáum ár-
um mjög að falli kominn, en er-
lendúr ferðamaður, sem þangað
kom, gaf nokkra fjárupphæð til
að endurbyggja nokkurn hluta
hans, og var það víst gert undir
stjórn þjóðminjavarðar. En hér
þarf meira fé til að gera bæinn
upp til fulls, og ættum við ís-
lendingar að eiga þann metnað,
að leggja það fram sjálfir. End
urbyggingu Glaumbæjar þarf að
ljúka áður en langt líður og að
koma þangað helzt hverjum hlut,
sem heyrði til á skagfirzkum bæ
fyrrum. Mætti þar þá verða
bygðasafn þessa glæsilega hér-
aðs. Torfbæir halda sér þarna
vel, að m. k. öldina út, ef vel er
með þá farið. Gaman verður að
standa á Glaumbæjarhlaði, ef
hres.1 verður upp á hin hrörlegu
hús til fulls, 5 eða 7 þil, og eru
Skagfirðingar vist manna vís-
astir til að skilja þörfina á að
glata ekki öllu, sem gamalt er,
og að vilja leggja nokkuð i söl-
urnar því til verndar. En þetta
þarf Alþingi einnig að skilja.
Glaumbær liggur ágætlega vel
við, hjá fjölförnum bílvegi, sem
ætti að vísu að liggja um hlaðið,
ef bærinn yrði endurreistur, en
ekki að húsabaki, eins og hann
gerir nú. Eg hygg að enginn
farþeganna hafi séð eftir töfinni,
sem varð við Glaumbæ, heldur
verið fegnir, að fá tækifæri til
að skygnast inn í hina liðnu
tfð.
Við förum úr bílnum við
Reynistað, því þangað var ferð-
inoi heitið, fyrsta daginn. Veðr-
ið hefir verið heldur rosalegt, og
hið fjarlæga hefir ekki dregið
athyglina frá því nálæga. Reyni-
staður mun vera með fegurstu
og beztu jörðum í Skagafirði, og
hefir lengi verið vel setin. Jón
bóndi á Reynistað er og svo
þjóðkunnur maður, að ekki þarf
eg að kynna hann fyrir lands-
fólki hér. Það, sem vekur at-
hygli á Reynistað, er bæði gam-
alt og nýtt, því Jón er einn af
þeim mönnum, sem er skjótur
að velja hið góða, sem nýi tím-
inn hefir að hjóða, en er jafn-
framt rótfastur i því gamla og
liðna. Hann hefir fyrir fáum
árum bygt vandað steinhús lil
íbúðar, en nokkuð af hinum
gömlu bæjarhúsum, sem taka
varð niður, hefir hann sett upp
á ný og eru sum þeirra t. d.
bæjardyrnar, afar gamlar. Gamla
stofu hefir hann og sett upp á
ný í nýja húsinu, og væri betur,
ef fleiri hér á landi hefðu borið
slíka trygð til sinna gömlu hí-
býla og gamalla minninga.
Borðstofu eða setustofu hefir
hann Iátið gera í hinu nýja húsi,
og eru þar fjórar lokrekkjur
með litskrauti í kring, eftir
gömluin fyrirmyndum, en yfir
hverri rekkju er visa, gerð með
höfðaletri. Eru það vísur hinn-
ar breiðfirzku skáldkonu, ólínu
Andrésdóttur, um lifið í bað-
stofunni:
Vetrar löngu vökurnar
voru öngum þungbærar.
Þar við söng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.
Teygjast lét eg lopann minn,
Ijóða metinn söngvarinn
þuldi hetju þrekvirkin;
þá var setinn bekkurinn.
Hver sér réði rökkrum i
rétt á meðan áttum frí;
þá var kvsðið kútinn í,
kviknaði gleði oft af því.
Ein þegar vatt og önnur spánn
iðnin hvatti vefarann.
Þá var glatt í góðum rann,
gæfan spratt við arin þann.
Við aðalvegg stofunnar, undir
stundaklukkunni, er breiður
skápur, prýddur á postulamynd-
um, útskornum og máluðum, og
er það eitt af því fáa sem geymsl
hefir frá gamalli tíð á Reynistað,
því eldur grandaði þar mörgum
verðmætum — því hinn rauði
hani galaði yfir bænum víst oft-
ar en einu sinni. f baðstofunni
er langborð og bekkir, svo þar
getur farið vel um marga menn,
er safnast er þar saman á kvöld-
in, við kvöldvökur eða útvarp.
Undir lokrekkjum eru rúmgóðar
skúffur, en skápar uppi yfir,
svo stofan þykir bæði hentug og
fögur, en það tvent ríður mest
á að sameina.
Jón á Reynistað er maður sem
hefir skilið hvers virði hið gamla
er fyrir það nýja, hve nauðsyn-
legt það er fyrir héraðsbúa og
þjóðina, að þekkja sjálfa sig óg
sína sögu. Og þetta fagra og
merkilega hérað, Skagafjörður-
inn, er svo vel statt, að það á
allmarga aðra forgangsmenn um
þetta mál en Jón, menn, sem
vinna saman að því, að bjarga
sem allra mestu viðvikjandi sögu
héraðsins og þjóðminjum frá því
að falla í gleymsku og eyðast.
Má þar til nefa hinn merka
fræðimann Margeir Jónsson
bónda á ögmundarstöðum.
Sögufélag Skagfirðinga fer vel
af stað með sína útgáfu, og
Skagfirðingar hafa hafist handa
um að láta afrita ýms af þeim
handritum, sem geymd eru á
söfnum syðra, til þess að fræði-
menn þeirra geti unnið úr þeini
gögnum heima á bæjum sínuin,
i þeim frístundum, sem þeim
gefast. Gæti þetta orðið öðrum
sýslum til eftirbreytni. Hin
þjóðlega mfinning hefir ekki átt
upp á háborðið hérlendis á hin-
um fyrstu áratugum þessarar
aldar, en nú eru ýmsir farnir
að átta sig á þýðingu hennav
fyrir landsins börn, og á þeim
skilningi finst mér bera einna
mest í Skagafirði.
Næsta morgun var bjart yfir
Skagafirði, svo að engan hafði
dreymt um slíka birtu kvöldið
áður. Nú sást um alt, til eyja
og fjalla og þótti okkur vænl
um, því nú skyldi fara heim
til Hóla. Þessi merki staður,
sem var einu sinni miðsitöð
menningar i landinu, þó í af-
skektum fjalladal sé. Leiðin er
löng þangað frá Sauðárkróki og
vegurinn ekki góður fyrir bíl-
ana. Frá Hegranesinu er fagurt
að sjá, til lands og sjávar. Við
eystri Héraðsvötnin er “mæði-
veikishlið,” þangað er sú skæða
veiki komin og vonandi tekst að
stöðva hana þar. útsýn til
Drangeyjar verður betri og
betri, eftir því sem norðar dreg-
ur og er heillandi að horfa þang-
að. Þó Þórðarhöfði og Málmey
séu fögur að sjá, þá á víst
Dangey óskifta atliygli flestra,
sem út á hafið líta, og marga
fýsir þangað að fara, þó fæstir
leggi leið sína þangað. Leiðin
er ekki talin örðug uppgöngu,
nema á einum stað, við hið
svonefnda altari, þar er bergið
þverhnýpt fyrir ofan og neðan;
en einmitt þar, á þeirri mjóu
sillu, gugna inargir við upp-
gönguna. Það er mikið hugsun-
arleysi, að hafa þar ekki járn-
eða stálvír festan í bergið, sem
lofthræddir menn gætu haldið í,
sér til öryggis, meðan þeir stiga
hin fáu spor fyrir eða framhjá
“altarinu.” Þetta ætti sýslan að
láta gera — eða Ferðafélag ís-
lands, ef hún gerir það ekki, og
þá kæmust víst allir upp á
Drangey, sem þrá að koma á
þennan ef til vill einkennileg-
asta sögustað landsins. Og
þetta væri ódýr “vegabót.”
Annars mun Drangey vera
furðulegur 0(g, hrifandi staður,
þó ekki sé tekið tillit til sögu út-
lagans Grettis, vegna sinnar eig-
in fegurðar, tilkmumikils út-
sýnis og hins gífurlega fuglalífs
sem þar er. BjargvættUr hér-
aðsins má segja, að eyjan hafi
verið á umliðnum öldum. Ekki
vegna beitarinnar, sem tiltölu-
lega fáir bændur hafa notið,
heldur vegna fuglaveiðinnar.
Fuglinn hefir áreiðanlega bjarg-
að heilsu margra héraðsbúa
fyrrum, þegar hann fór að veið-
ast á vorin. Um þá veiði munu
vera til allgóðar skýrslur, en
ekki er mér kunnugt um hve
langan tima þær ná yfir. En
það þótti lítil veiði ef aðeins
veiddust 80 þúsund fuglar á
vori, ágætt ef 120 þúsund feng-
ust, afbragð ef 160 þúsund náð-
ust og jafnvel dæmi til að 180
þúsund veiddust á einu vori. Og
það ótrúlega er sagt, að ekki
sæist “högg á vatni,” þó veiðin
væri stunduð svona gífurlega.
En það voru Hólar í Hjalta-
dal. Frá sjónarmiði bóndans
er þar blómlegt yfir að líta um
þetta leyti árs, spretta í bezta
lagi, slegin taða á túni — en
þurkur hefir ekki komið í þrjár
vikur eða mánuð, fyr en i dag,
svo nú eru allir í önnum. Á
Hólum er nú dvalarheimili fyrir
börn, vegna loftárásarhættunn-
ar á Siglufjörð. Þarna er fjöldi
barna, og eg hélt að nú yrði þar
að koma eins og í fuglabjarg.
Námsskeið! Námsskeið!
Nú er sá tími árs, sem ungt fólk fer að svipast um
eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda
sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema í
tíma sé tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss
að máli eða skrifa oss viðvikjandi verzlunarskóla
námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi,
sem í hag koma. Símið fiða skrifið við fyrstu hentug-
leika. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs!
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG