Lögberg - 02.04.1942, Side 1

Lögberg - 02.04.1942, Side 1
PHONES 86 311 and Laundry PHONES 86 311 Salisfaclion 55. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRÍL, 1942 NÚMER 14 Stórkostleg árás á kafbátahöfn við St. Nazaire á Frakklandi Höfn sú, sem hér um getur, liggur að þeim hluta Frakklands, er Þjóðverjar hernámu, og hefir vegna legu sinnar og útbúnaðar, tnikilvæga, hernaðarlega þýð- ingu; má svo segja, að þar væri eitt hið umfangsmesta kafbáta- hreiður hinna jtýzku Nazista. Á laugardaginn var, eitthvað um aftureldingu, að því er sím- fregnir herma, veittist allmik- ill brezkur her að þessari kaf- bátakví; tóku þátt í árásinni all- margar hersnekkjur, flestar smá- ar að undanskildum tundurspill- inum Oampbeltown, er gekk fram i broddi fylkingar, og beindi sprengjuregni og tundur- skeytum að helztu varnarvirkj- um hafnarinnar; þó nokkurt fluglið, ásamt hópi brezkra her- manna, er á land gengu, aðstoð- aði árás^irflotann, og urðu á stöðvum þesum spjöll svo mikil, að brezk hernaðarvöld telja víst, Þjóðverjar ráðast á skipalest á leið til Murmansk Um síðustu helgi veittust þýzk- ir sjóræningjiar að brezkri skipa- lest, er var á leið til Murmansk með vopnabirgðir handa Rúss- um; lét þýzka útvarpið mikið yfir því, hve mjög þeim hefði unnist á i þessari viðureign, og staðhæfðu að mörgum skipum hefðd verið sökt, þar á meðal þremur hrezkum tundurspilluin; nú hafa brezk hernaðarvöld opinberlega lýst yfir því, aö skipalest þessi hafi náð áfanga- stað án þess að eitt einasta flutn- ingaskip sakaði; tveir brezkir tundurspillar sættu lítilsháttar skemdum. Alvarlegar horfur í Burma Eins og nú horfir við, sýnist ástandið í Burma næsta ískyggi- legt. Samkvæmt fregnum frá Delhi á Indlandi á miðvikudags- morguninn, er varnarlína sam- einuðu þjóðanna norðvestur af Toungoo í verulegri hættu, þar sem Japanir sækja frain úr þremur áttum; er tilgangur þeirra auðsæilega sá, að reyna að umlykja á þann hátt hin auðugu olíuhéröð. Kínar hafa sent til þessara stöðva aukið varnarlið, sem tekið hefir þátt í daglegum orustum á þessum svæðum með miklu mannfalli á báðar hliðar. City Hydro Samkv. nýútkominni skýrslu hefir City Hydro haft drjúgan rekstrarhagnað á árinu 1941. Alls nam hreinn ágóði $461,- 373.41, og greiddi stofnunin af þessari upphæð $247,100.00 i bæjarsjóð til þess að létta á skattgreiðendum. Allar deildir City Hydro báru sig vel á um- ræddu ári, og bera þjóðnýting- arstefnunni fagran vitnisburð. City Hydlro er óskabarn Win- nipegborgar, og hefir gert það að verkum, að borgin er réttnefnd rafljósaborgin mikla, þar sem almenningur nýtur ódýrari orku en i nokkurri annari borg þessa inikla meginlands. að það taki að minsta kosti ár, að gera höfn þessa nothæfa á ný. Víst má telja, að útreið sú, sem Þjóðverjar sættu við St. Názaire, dragi til muna fyrst um sinn úr árásum þeirra á siglingaflota Sameinuðu þjóðanna á Atlants- hafinu. Ur ýmsum áttum Af hverjuin hundrað börnum sem fæðast, er 17 eðlilegast að nota hægri hendið en þrjú eru örfhent, en hinum er jafn tamt að nota báðar hendur. En eftir að þau hafa náð þriggja ára aldri mun þeim öllum, að undantekn- um þeim þremur, sem örfhent voru, tamara að nota hægri hendi. Ástæðan er sú, að í upp- eldinu ier börnunum kent að beita meira hægri hendi, þrátt fyrir að það sé mjög hagfelt, að geta notað jafnt hægri og vinstri hendi. Hinn mikli enski dýra- málari, Landseer, gat málað tvö málverk í einu, sitt með hvorri hendi, og sama máli gegndi um Leonardo da Vinci og Hans Hol- bein. En þó má það heita enn merkilegra, að hinn kunni skurð- læknir, Dr. Simeon Snell, var jafnfær að beita hvrri hendinni sem var við uppskurði. Einnig var enska rithöfundinum og vís- indamanninum, Sir Oliver Lodge, jafn létt að nota hvora hendina sem var. • f bókasafni háskólans í Penn- sylvaníu í Bandarikjunum er til ca. 5000 ára gamall slátrara- reikingur, sem sennilega hefir aldrei verið greiddur. Reikning- urinn, sem fanst við Jokha í Babyloníu, var skrifaður árið 2350 f. K'r. Hljóðar hann uþp á þrjú lömb, sem hafa eflaust ver- ið notuð til fórna. Reikningur- inn er ekki stærri en frímerki og er ritaður með elzta letri sem menn þekkja, nefnilega hinni babylonsku kýlaskrift. Upphaf- lega hefir reikningurinn verið skrifaður í mjúkan leir, en með tímanum harðnað og orðið sem steinn. Hann mun eflaust stand- ast í 5000 úr enn. • Gemsan, antilópa Sviss, er sögð vera svo fótviss, að hún geti haldið jafnvæginu á berg- nybbu, sem er ekki meiri i um- mál en stútur á mjólkurflösku. * • Englendingur nokkur, 83 ára gamall, hefir haft þann sið und- anfarin 24 ár, að skrifa upp af dánarlistum enska blaðsins Times nöfn þeirra, sem náð hafa að verða 90 ára eða enn eldri. Fram að þessu hefir hann skráð 9781 nafn og á næsta ári, þegar hann hefir “safnað” í 25 ár, er ætlun hans að senda Times þau til birtingar. Hugmynd hans hefir vákið athygli víða, því hvaðanæfa úr heiminum berst honum bréf, þar sem honum eru send slík nöfn úr öðrum blöðum, en hann fæst ekki við annað en það, sem hann les i blaðinu sínu. S T A K A Aulinn flýtur meðan má, margs þótt hafi’ að gjalda; fjöldi hinna farast á flúðum auðs og valda. A. J. G. Búlgaría veitir Hitler að málum Boris Búlgaríu-konungur, var nýverið staddur í Berlin, að því er símfregnir herma, og sat á ráðstefnu við Hitler og aðra hátt- setta Nazista-foringja. Nú er staðhæft, að árangurinn af sam- tali þeirra hafi orðið sá, að Boris hafi heitið Hitler tvö hundruð þúsundum hermanna frá Búl- garíu til sóknar gegn Rússum. Frá Rússlandi Engir stórvægilegir atburðir atburðir hafa gerst þar í landi undanfarna síðustu daga; á öll- um vígstöðvum er barist af kappi miklu, og vegnar hinum rússnesku hersveitum að jafn- aði betur; einkum hefir þeim orðið vel ágengt á vígstöðvunum í grend við Leningrad; en þar hafa Þjóðverjar sætt gífurlegu mannfalli, og mist mikið af vopnabirgðum. Á vígstöðvunum i námunda við Smolensk, eru einnig háðar snarpar orustur, og hafa Þjóð- verjar, að þvi er sagt er, sent þangað mikinn liðsauka. Árslokasamkoma laugardagsskólans Laugardagsskólinn heldur hina árlegu lokasamkomu sína á laugardaginn þann 18. þ. m. í Fyrstu lútersku kirkju, eins og þegar hefir verið vikið að hér í blaðinu; það liggur í augum uppi hve áríðandi það sé, að börn sæki skólann stundvíslega þessa kensludaga, sem eftir eru skóla- ársins, og eru foreldrar barn- anna vinsamlega beðin að stuðla að því, að svo verði. Aðgangur að samkomunni verður 25 cents fyrir fullorðna, en ókeypis fyrir börn innan 14 6ra aldurs. Látið hvert einasta sæti í kirkjunni verða skipað! Þingslit Seint á þriðjudagsk^öldið, var Manitobaþinginu slitið eftir all- langa setu, og margvisleg nytja- störf; þetta var hið fyrsta þing, sem samvinnustjórn sú, er Bracken forsætisráðherra mynd- aði fyrir rúmu ári, vakti yfir, og verður ekki annað sagt, en að samstarf þings og stjórnar væri í alla staði hið bezta; enda eiga úreltar flokkaskiftingar lít- ið erindi inn á fylkisþing. Ljóðasa mkepni Félag það, sem nefnist Poetry Society of Winnipeg, efnir til ljóðasamkepni, sem nær yfir alt landið; [n'enn verðlaun verða veitt, $50.00, $15.00 og $10.00. Kvæðin verða að vera á ensku, og enskt ljóðform viðhaft. Frek- ari upplýsingar veitir Mrs. N. A. McMillan, 129 Sherburn Street, Winnipeg. Farþegar með Goðafossi frá íslandi til New York í síðastliðn- um marz-mánuði: Stefán Wathne, kaupmaður; Kristján Jónasson, læknir, Alfred Elíasson og Ásbjörn Magnússon, flugmenn; Selma Jónsdóttir, skólastúlka; SSg. Runólfsson, kaupmaður; tveir Norðmenn að nafni Alfred Nielsen og F/Leut. Bulukin. Staddur vestanlands Hon. J. T. Thorson Á mánudagsmorguninn kom hingað til borgarinnar, Hon. J. T. Thorson, War Stervices ráð- herra sambandsstjórnarinnar, og dveldur hann hér fram á laug- dlagskveld. Mr. Thorson flutti ræðu í Laurier-klúbbnum í borð- sal Hudson’s Bay búðarinnar á mánudag, og var við það tæki- færi saimankomið um hálft ann- að hundrað manns; fjallaði ræð- an, sem var meistaralega sam- sett, og af eldmóði flutt, um hin stórfenglegu stríðsátök cana- disku þjóðarinnar, og viljafestu hennar til sigursællar lokabar- áttu; undir lok ræðunnar, vék Mr. Thorson nokkrum orðum að megin ástæðunum fyrir þjóðar- atkvæðinu þann 27. yfirstand- andi mánaðar, er hann taldi æskilegt, allra hluta vegna, að yrði jákvætt. Fundargestir þökkuðu Mr. Thorson hina áhrifamiklu ræðu hans með lófaklappi, sem aldrei ætlaði að linna. Skeiðir himinsins Eftir Þórodd frá Sandi Siglir burt á svörtum nökkva siklingur með drifhvítt hár. Stirnir enn á steinda brynju, stóra skör . og yglibrár. En—ofurmáttur hans er horfinn, hrynja af augum freðin tár. Ljóssins andi, logum sveiptur, — leiftri slær á hvítan væng — ríður Bifröst fleygum fáki foldar yfir breiðri sæng. éfst á gímis gullnum boga. Gliti slær á hvítan væng. Steypist hátt af heiðabrúnum hófaljón með glóbleikt fax. Sækir hart mót stríðum straumi sterkur, silfurbúinn lax. Herlið frækið heyr sitt einvíg, hefir að vopni engisax. Strjúka leit eg langspilsstrengi lítinn foss og hvítan svan. Heiðsæ bleikir haddinn fríða hirðidís og álfaman. Eldi fara um alheimsríki Afrodíta og guðinn Pan. Sér og heyrir grösin gróa Gimlisbúi, hvítur ás. Merlar sunna máva heiði. Markar eigi þröngan bás ljóss og tíbrár gjöful gyðja, greiðir straumum vorsins rás. Eimur lofts og ilmur moldar yfir grundum stíga dans. Skeiðir himins skýjum ofar, skírðar flóði kvöldroðans, svífa yfir seglum þöndum sjálfs á bylgjum ljósvakans, beiíast hratt frá sól til sólar. — Sál mín er þar innan borðs, þótt mig hefti fjötur fótar, frækni bresti og snilli orðs, þegar sigla skýjáskipin, skarlatsfögur innan borðs. —(Samtíðin). Gifting í Seattle Síðan 1887 hafa íslendingar verið búsettir í Seattle. Á þessu tímabili hafa farið fram svo margar íslenzkar giftingar, að enginn maður veit um þær réttu tölur. Hér segir aðeins frá einni, er fram fór þann 7. febr. s.l. í University Lutheran Church. Þangað buðu um 200 manns iau góðkunnu hjón hr. J. A. Jó- hannson kona hans, frú Jósef- ina, í tilefni að einkadóttir jeirra, Anna Aileen átti þar að giftast hr. Howard Tlbert Meyer, sem er af ameriskuin ættum. Undirbúningur hafði verði fyr- ir þetta tækifæri, sem sé: smá- veizlur haldnar og brúðarefni gefnir glæsilegir munir, sgm að verðleika mundi nema álitlegum heimanmund. Kom þar glögg- lega í ljós vinsældir ungfrúar- innar og hennar foreldra, Á titleknum tíina komu boðs- gestir í kirkjuna; þar var við hljóðfærið ungfrú Erna Johnson og lék mjúkt á stilta strengi. “Fyrsti slagurinn er hún sló strengirnir fagurt gjalla,” o. s. frv. Varð samstilling þá svo góð á meðal fólksins og kyrðin svo djúp í kirkjunni, að heyrst hefði mátt detta svartur ullar- lagður. Meðfram ganginum eftir endi- langri kirkjunni, stóðu háir kertastjakar til beggja handa; þverslá var á efri enda hvers þeirra og loguðu þar á þrjú kerti; var svo til hagað, að eitt ljósið var Jægst, miðljósið hærra og þriðja ljósið hæst. Þessi leiðarljós gátu mint á þetta þrent, sem er varanlegt: trú, von og kærleik, því eins og eitt ljósið var hæst, svo var þar og ástbundinn kærleikur á hæsta stigi. Þá var nærri náttmálum, er hin viðurkenda söngkona, frú Ninna Stevens byrjaði að syngja viðeigandi lög; varð af rödd hennar mikill hljómur, hreiin- blíður og fagur. Þar næst var ledkinn brúðar- slagur Wagners, þá var prestur- inn kominn í kór, séra Kolbeinn Sæmundsson frá White Genter. Brúðgumasveinar voru þeir Kenneth og Donald Johannson, bræður brúðarinnar og Jack Wells, móðursystursonur hennar. Brúðarmeyjar voru þær ung- frú Juaníta Fredrick dóttir frú Margrétar Tryggvadóttur, inóður- systurdóttir brúðarinnar, Aurora Johannson föðursystir og Dor- othy Borgford. Sjálf var brúðurin kla'dd skin- andi búningi. “Björt mey og hrein.” Stóðu á henni allra augu, er fólk reis úr sætuin, til að auðsýna henni kurteisi, þar sem h^iin var leidd í kór, af föð- ur sínum að hlið brúðgumans. Þó fór fram hin helga athöfn, samkvæmt skaparans vilja og ákvörðun. Að lokinni vígslu, gerðu brúð- hjónin bæn sína fyrir altari. Þá söng frú Ninna kirkjusönginn “Faðir vor.” Svo sem siður er, gaf brúður- in eiginmanni sínum brúðarkoss- inn, þótti mönnum sá koss aðdú- anlegur að innilegleik. Loks hurfu gestir í samkvæm- issal kirkjunnar, undir hljóðfalli Mendelssohns brúðkaupslags. í veitingasalnuin var brúðhjónun- um óskað til hamingju og bless- unar á lífsleiðinni. Að endingu voru fram bornar rausnarlegar veitingar og hið ljúffengasta brúðarbrauð. Um kossinn var þessi visa gerð: Brúðarkoss er brennigler, blöskrar oss að sjá ’ann; Or borg og bygð Aðfaranótt síðastliðins laugar- dags lézt að heimili sínu- hér i borginni, Lýður Lindal, ættaður úr Strandasýslu, freklega átt- ræður að aldtri, prúður maður i framgöngu og vinsæll; hann var um langt skeið bókhaldari hjá Árna heitnum Eggertssyni fast- eignasala. Lýður heitinn lætur eftir sig ekkju, og bróður, Björn Lindal, sem kominn er yfir ni- rætt. — útför Lýðs fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðju- daginn. Séra Valdimar J. Ey- lands jarðsöng. ♦ ♦ ♦ Þann 25. marz s.l. voru gef- in saman í hjónaband að 755 Beverley Street, þau Mary Joyce Dressler og William Frederick Frederickson. Séra Valdimar J. Eylands gifti. Þann 25. marz s.l. gaf séra Valdimar J. Eylands saman i hjónaband að heimili sínu, Thor- stein Frederick Thorkelson og Vilhelminu Bergthoru Bergthor- son, bæði frá Lundar. Þann 22. marz s.I. gaf séra Valdimar J. Eylands saman í hjónaband á heimili sinu þau Edward T. Weir frá Winnipeg og Lilu M. Peturson frá Fort Frances. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 22. marz andað- ist Sólrún Sligurðardlóttir, ekkja Hans Nielson á heimili sínu i Akra, N.D., eftir stutta legu. Maður hennar (Hans Nielson! andaðist 6. febrúar ! v tur. Hún var þá við bærilega heilsu, þó kraftar væru farnir að bila, en svo fékk hún þungt slag um 7. febrúar og náði sér ekki eftir það. — Sólrún súl. var þingeysk að ætt, dóttir Sigurðar Árnason- ar og konu hans er bjuggu í Dýraholti i Reykjahverfi i Þing- eyjarsýslu. Sólrún fæddist þar 6. júlí 1861. — Árið 1886 giftist Sólrún Hans Nielssyni, og til Ameríku fluttust þau 1888. Settust þau þá þegar að í Akra- bygð í Norður Dakota og bjuggu þar ávalt síðan. Þau eignuðust 7 börn, eitt dó í æsku, sonur dó 1918, hin 5 lifa móður sína. — Sólrún sál. var rnesta ágætis- kona, ljúflynd, góðgjörn og greiðug. Voru þau hjón sam- hent í gestrisni og greiðvikni, og vinsæl voru þau í sveit sinni. Sólrún var og vel gefin kona og trúhneigð og trygg. Var ástúð- arband sterkt milli hennar og barnanna, sem syrgja nú bæði hin elskuðu foreldri sín. — Sól- rún var jarðsungin frá kirkju Vídalínssafnaðar og grafreitnum þar laugardaginn 28. marz. Séra Haraldur Sigmar jarðsöng. ástarblossi um mann fer — en það hnoss, að fá ’ann. Eins og framan var á minst, eru foreldrar hinnar nýgiftu konu, þau hr. Jóhann Árnason Jóhannssonar frá Hallson, North Dakota, er þar rakið til góð- kunnrar norðlenzkrar ættar, og frú Jósefína Tryggvadóttir Jóns- sonar, af Húsafells-ætt; er sú ætt mjög merk talin i Héraðs- sögu Borgarfjarðar. Móðuramma ungu konunnar er frú Helga Jónasdóttir Johnson frá Lækj- arkoti í Þverárhlíð; hún er kom- in af hinni ramefldu Háfellsætt. Þarf iþvi engan að undra þótt sterkar fylgjur haldist við hjá afkomendum þeirra, sem mann fram af manni hafa tamið sér framsýni, kjark og þrautseigju, enda hefir þetta þrent æfinlega verið sem leiðarljós úrvalsætta fslendinga. J. M.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.