Lögberg - 02.04.1942, Page 2

Lögberg - 02.04.1942, Page 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. MARZ. 1942 Nikulás helgi og jólin HELGISÖGUR FRÁ FYRSTU ÖLDUM KRISTNINNAR UM HINN GÓÐA BISKUP í MYRA Jólin voru ekki haldin hátíð- leg hér á jörðu fyr en langa löngu eftir dauða Jesú Krists. Það liðu i raun og veru margar aldir, þar til menn fóru að halda fæðingardag Frelsarans hátíðleg- an. Mannkynið hefir verið liengi að snúast frá heiðni til krist- innar trúar. Það var aðallega sökpm kraftaverka Nikulásar helga, að jólin urðu almenn há- tíð. Nikulás helgi er vinsælasti, víðkunnasti og sælastur allra dýrðlinga. Hann er verndar- engill skólapilla, kirkjuþjóna, ó- giftra meyja, sjómanna og allra barna. Stundum, og í nokkrum löndum, hefir hann verið skoð- aður sem verndari kaupmanna, peningalánara og jafnvel sjóræn- ingja og þjófa. Heilagur Nikulás ier, ásamt heilagri Maráu og Andrósi helga, verndari Rússlands. Hann er verndarvættur Noregs, ásaml ólafi helga og í féliagi við heilag- an Júlíus gætir hann mikils hluta ftalíu. Hann er sérstakur vernd- arengill Moskvaborgar og Aber- deen, ásamt margra smáborga víðsvegar í Evrópu. Heimsókn Santa Claus (jóla- sveina hjá okkur) með gjafir á jólunum má rekja til velgjörða Nikulásar helga og jafnvel í gömlum munnmælasögum um hann er getið um isokka, sem gjafir voru settar í, en sá siður er enn hafður viða um lönd, að hiengja sokka við eldstóna á jóla- kvöldið til að fá gjafir í þá. Það er auðvelt að rekja upphal' margra jólasiða, sem okkur þyk. ir svo vænt um, til Nikulásar helga. Fyrir langa löngu síðan, þegar villimennirnir komu að norðan til árása á Róinverja og róm- verska keisaraveldáð var að líða undir lok og þegar flestir íbúar Evrópu voru heiðingjar og að- eins fáir voru til að halda uppi merki Krists, þá, á þeim óróa- timum, fæddist Nikulás. Hann fæddist í borginni Patiara, sem er1 lekki langt frá hafnarborginni Myra á ströndum Miðjarðarhafs- ins, i útnorður frá Sýrlandi og Landinu helga. Faðir hans var ríkur kaup- maður, sem hét Epiphanes. Hann var trúaður vel og skírði barnið með þessum orðum: “111 öfl flæða nú yfir heiminn og þessvegna skíri leg þennan dreng Nikulás, sem þýðir bæði sigur og þjóð. Sameinað þýðir orðið þjóðarsigur, sem er það sama og að segja sigur yfir hinu illa, sem Iegst á þjóðina. Og þess- vegna skíri eg hann Nikulás og megi góður Guð vernda hann og blessa og veita honum hamingju- samt líf.” Barnfóstran fór upp á efri hæð í húsinu til að segja frá nafni hins nýfædda barns, en hún var varla komin inn í her- bergið er hún smeri við, hljóp niður í miðjan stigann og kall- aði: “Komið, komið öll og sjáið svo að tunga yðar geti endurtek- ið það, sem augu ykkar sjá. Komið fljótt-” Hinn haniingjusami faðir hik- aði ekki, heldur hljóp upp stig- ann og vinir hans, sem komið höfðu til að fagna með honum yfir fæðingunni, fylgdiu á eftir honum. Það var verið að lauga hið nýfædda barn í heitu vatni, þarna á efri hæðinni. Augu barnsins voru opin, það brosti og er það sá hinn undrandi mannfjölda stara á sig, settist það upp, opnaði litla munninn sinn, horfði til himins og sagði með þýðri röddu: “Eg þakka guði fyrir fæðingu mína.” Gullpyngjurnar þrjár Jólagjafir eiga upptök sin i sögunni um gullpyngjurnar þrjár. Ekki fjarri steinkastalanum, sem var heimili hins unga Niku- lásar, bjó aðalsmaður einn, sem átti þrjár fagrar dætur. Ættin hafði fyr á timum verið auðug, en vegna hinna óróasömu tíma hafði hún lent i fátækt og basli. Elsta dóttirin var að komast á fullorðins ár og vegna fátæktar sinnar leit svo út, að faðir Ihenn- ar neyddist til að selja hana í þrældóm. Til þess að gieta gift hana heiðarlega hefði hann orðið að gefa henni heimanmund. Það virtist engin önnur leið en að sielja stúlkuna. En faðir henn- ar hikaði, í þeirri von að ham- ingjan snerist honum í vil, svo að hann þyrfti ekki að skilja við barnið sitt, sem honum þótti svo vænt um. Sveinninn Nikulás frétti um vandræði nábúa síns, og sú skelfing, að þessi fallega stúlka ýrði seld, lagðist svo þungt á hann, að hann fékk engan frið í sálu sinni. Að lokum fann hann upp ráð. Seint um kvöld, þegar dimt var orðið nálgaðist hann hús aðalsmannsins og kastaði inn um glugga á húsi hans klúti, sem var vafinn utan um handfylli af gufllpeningum. Þegar hann heyrði sjóðinn falla á gólfið flýtti hann sér í burtu. Um morguninn, er aðalsmað- urinn vaknaði og fann gullið, féll hann á kné og þakkaði guði. Nokkrum dögum síðar var dótt- ir hans gift og hann gaf henni gullið í heimanmund. Nú leið að því, að næstelzta dóttirin yrði gjafvaxta. Nikulás bjó út nýjan sjóð mieð gullpen- ingum, sem var helmingi stærri en sá fyrri, og kastaði honum leynilega að næturþeli inn um gluggann. Aftur þakkaði aðals- maðurinn guði og ihonum lék mjög forvitni á að vita hver að- stoðaði hann í fátæktinni. Marg- ar nætur vakti hann í þeirri von að sjá hinn ókunna velgerðar- mann sinn. En Nikulás fór ekki út fyrir dyr steinkastalans. Eftir að næstelzta dóttirin var gift kastaði Nikulás enn einni gullpyngju inn um gluggann og var meira i þeirri pyngju en í hinum fyrri. Hávaðinn, sem varð er þessi þungi sjóður féll á gólfið, vakti aðalsmanninn og hann hljóp út á strætið til að sjá andlit velgjörðarmanns síns. Sveinninn Nikulás flýði og aðalsmaðurinn hljóp á eftir hon- um og hrópaði: “Herra minn. Flýið ekki, nemið heldur stað- ar svo að eg megi bera kensl á yður.” Að lokum komst Nikulás til kastalans, en hann tafðist við að opna dyrnar Aðalsmaðurinn náði honum þá, og er hann sá hver það var, vildi hann krjúpa og kyssa fætur velgjörðamanns sins. En Nikulás vildi ekki leyfa honuin það; í stað þess tók hann af honum loforð og lét hann sverja að hinar þrjár gullpyngj- ur skyldu vera leyndarmál þeirra í milli og að þetta leyndarmá! skyldi ekki opinbert gert á meðan þeir lifðu báðir. Gjafirnar til þriggja dætra hins fátæka aðalsmanns voru fyrstu góðverk Nikulásar. Jóla- gjafir eiga rót sína að rekja til þessara gjafa. Nikulás var með þeim fyrstu í upphafi hins kristna heims til að breiða út hamingju. Frá barnæsku léL Nikulás stjórnast af réttlætis- kend. Og í öllum gjörðum hans í framtíðinni virtist hamingjan og réttlætið taka höndum saman. Kraftaverk Nikutásar skeðu fyrst eftir að hann varð biskup yfir Myra. Mörg af kraftaverk- um hans skeðu á sjó og oft vakti hann börn upp frá dauðum. Ást hans til barnanna leiddi til þess, að hann var síðar gerður að verndarengli þeirra. Nikulás verður biskup í Myra Sagan um það, hvernig Niku- lás varð biskup yfir Myra, á unga aldri, er í sjálfu sér hin einkennilegasta og í þessari sögu er nafn hans fyrst tengt dulræn- um fyrirbrigðum. í hinni gömlu helgisögn er skýrt frá því, að skömmu eftir lát gamla biskupsins i Myra hafi fjöldi kirkjulegra yfirvalda og preláta safnast saman í dóm- kirkjunni í Myra til að syngja síðustu messu yfir hinum látna biskupi og til að kjósa eftir- mann hans. Sumir komu til Myra í austurlenzkum klæðum, en aðrir komu norðan að. Sumir fierðuðust á múldýrum yfir fjöll- in, en aðrir komu yfir sjó. f margar vikur voru menn að koma. Dómkirkjan í Myra var full af litauðugum skrautklæð- um, því að þar voru biskupar frá öllum kristnum löndum. Gamall gráskeggjaður erkibiskup var fyrir þeim og ákvað kosningar- daginn. Gamli erkibiskupinn lá á bæn og Ifastaði. Og sama dag, sem kosningin átti að fara fram, sofnaði hann og í svefninum heyrði hann rödd, sem talaði gneinilega. Röddin sagði við hann: “Hafðu gát á kirkjudyr- unum, þegar dómkirkjuklukk- urnar hringja á miðnætti. Sá fyrsti, sem kemur inn í kirkj- una eftir miðnætti og heitir Nikulás, er s>á sem valinn er af himnum. Hann er biskup þinn.” Þetta voru orðin, siem hann heyrði í svefninum. Undir eins og hann vaknaði, fór hann á fund prelátanna og sagði þeim hvað hann hefði heyrt í draumi sínum. Sumir brostu og tóku ekki orð hans alvarlega. Og aðrir voru það, siem voru ákveðnir að láta kosninguna fara fram strax. En gamli erkibiskupinn skipaði öll- um að koma niður á steingólfið og lét alla krjúpa á kné og biðj- ast fyrir og bíða þar til eftir iniðnætti. Á miðnætti kyrjuðu yfirprest- arnir frá ölluin löndum, sálma- söng isinn, í skini hundrað kerta. Er klukkurnar hættu að hringja, mændu allra augu á hinar vold- ugu kirkjudyr. Hægt, afarhægt, tók hurðin að hreyfast. Og er gættin stækk- aði, var hægt að sjá út i stjörnu- bjartan bláan himininn. Ungl- ingur, sem ýtti á hurðina af öll- um sínum mætti, kom í ljós i dyrunum. Gamli erkibiskupinn gekk með biskupsstarf sinn til drengsins og leiddi hann fram fyrir allan söfnuðinn. “Segðu okkur hvað þú heitir,” sagði erkibiskupinn. Drengurinn hneigði höfuð sitl og sagði: “Eg heiti Nikulás.” “Það ier hann,” hvísluðu sum- ir. “Svona ungur,” sögðu aðrir i mótmælatón. “Hreinasti unglingur,” kallaði einn upþhátt. En erkibiskupinn skifti sér ekkert af þessum athugaseind- um. Hann leiddi Nikulás aö gullna stólnum og hélt biskups- staf siínum yfir höfði honum á meðan hann tilkynti hátt: “Niku- lás, þjónn og vinur guðs, sakir helgi þinnar skalt þú verða biskup yifir þessum stað. Og þú átt að ríkja yfir öllum hér i Myra.” Nikulás reyndi að mótm.æla og neitaði að ganga upp þrepin að gullstólnum. Hann sagði, að einhver einkennileg öfl hefðu látið sig ferðast frá Patara þetta kveld og hann hafði komið ein- ungis til að sjá hina heilögu menn í kirkjunni. Þessi mótmæli voru ekki tekin til greina. Þegar hann hafði staðið góða stund við stólinn, klæddu þeir hann í skrúða bisk- upsembættisins. Og er hann var seztur, settu þeir biskupshúfuna á höfuð honum og erkibiskupinu sjálfur fékk honum biskupsstaf- inn. Enn einu sinni var klukk- um hringt. Það var kominn nýr biskup i Myra og hann hét Nikulás. Kraflaverk á sjó Skömmu eftir að Nikulás var gerður að biskupi í hafnarborg- inni Myra, urðu nokkur krafta- verk á sjó, sem tengd eru nafni hans. Eitt þessara kraftaverka var á þá leið, eftir því sem sagan segir, að skip nokkurt hafi hrepi aftakaveður og hrakið af leið. Sjómennirnir óttuðust allir, að þeir myndu farast. Þeir voru ólbeflaðir menn; sumir þeirra voru heiðingjar og flestir þeirra höfðu aldrei beðið til guðs. En nú, er dauðinn beið þeirra, krupu þeir niður við sigluna. Bráðlega rauf ljós á himni myrkrið og þeir heyrðu rödd, sem sagði: “Heyrið! Fylgið mér Horfið vel og þið munuð sjá mig. Stýrið skipinu þang- að, sem eg fer.” Mennirnir gripu stýrið og brátt birti til og storminn lægði. Þegar skipið að lokum náði höfn, fóru sjómennirnir þegar til dómkirkjunnar í Myra til að færa þakkir fyrir björgunina. Þarna komu þeir auga á hinn unga biskup og nokkrir mann- anna bentu á hann og sögðu: “Það er hann! Við sáum andlit hans i storminum og það var hans rödd, sem við heyrðum.” Nikulás gekk til þeirra. Hann bað þá að þakka hinni miklu miskunn guðs alt, og engum öðr- um. Sjómenn þessir þökkuðu guði fyrir björgunina. Og Niku- lás baðst fyrir með þeim. Annað kraftaverk olli því, að Nikulás hlaut ást sjómanna. Sagan segir, að einu sinni hafi hungursneyð vofað yfir öllu landinu. Almenningur í Myra var farinn að finna til hinnar beinaberu handar hungursins. Börnin urðu veikburða af sulti og þau voru hætt að hlæja og leika sér á götunum. Hinn ungi biskup gekk niður að hafnarkvíunum með biskups- stafinn í hendi sér og kallaði á sjómennina og skipstjórana á sinn fund. “Skip ykkar eru hlaðin korn- vöru,” sagði Nikulás. “Til þess að þjóð mín farist ekki úr hungri, hafi eg leitað til ykkar og bið ykkur að skilja eftir hundlrað sekki af korni af hverj- um skipsfarmi.” “Hundrað sekki af korni,” hrópaði skipstjórinn undrandi. “Faðir, við þorum það ekki. Hver einasti sekkur hefir verið veginn og mældur. Og hver einn hefir verið talinn. Þetta verðum við að fara með í korn- hlöður keisarans í Alexandríu. Foringjar hans eru strangir og eftirlitsmenn hans standaa hjá og merkja við hvern sekk, sem kemur upp úr skipinu. Faðir, við þorum ekki! Við getum ekki gefið einn einasta sekk, því að við óttumst refsingu.” Nikulás brosti og sagði blíðri röddu: “Gerið það, sem eg heli beðið ykkur um og eg lofa, aö þegar þið komið til Alexandriu mun ekki vanta einn einasta sekk á farm ykkar.” Þessi orð virtust hafa áhrif a sjómennina, því að þeir létu af hendi hundrað sekki frá hverju skipi, sem Nikulás deildi út með- al manna eftir þörfum þeirra. Og nægjanlegt korn var eftir til útsæðis og til að halda hungurs- neyðinni frá landinu i full tvö ár. Jafnvel áður en sjómiennirnir höfðu undið upp segl og héldu af stað til Alexandriu, höfðu börnin í Myra á ný tekið gleði sína og voru farin að leika sér a götunum. Þegar sjómennirnir komu tii kornskemmu keisarans i Alex- andrtiu, stóðu þeir með öndina í ihálsinum á meðan kornsekkirn- ir voru taldir. Þegar í ljós kom, að alt kornið var með skilum og ekki vantaði einn sekk, gengu sjómennirnir fyrir keisarann og sögðu honum og ráðgjöifum hans Ifrá kraftaverkinu. Þegar keis- arinn heyrði þetta, sagði hann að nú væri ekki lengur neinn vafi á, að Nikulás, hinn helgi biskup í Myra, væri sannur þjónn guðs. Enn ein munnmælasaga var sögð á miðöldunum, um aðals- mann, sem bað til guðs að hann mætti eignast son. Þegar dreng- urinn fæddist, gerði hann þakkir og lofaði að fara með drenginn til kirkju Nikulásar og gefa gull- bikar, sem ifórn á altari kirkj- unnar. Hann fékk því gullsmið til að smíða gullbikarinn. Þegar bik- arsmíðinni var lokið, leist hon- um svo vel á bikarinn, að hann sagði guLlsmiðnum að smíða annan bikar nákvæmlega eins, sem hann ætlaði sjálfum sér. Til þess að haida ioforð sitt, sigldi hann til Myra til þess að láta blessa son sinn og til að færa gullbikarinn sem fórn á altarið. Á leiðinni hallaði barnið sér yfir borðstokk skipsins og reyndi að fylla gullbikarinn af sjó. Drengurinn féll í sjóinn með gulibikarnum og sökk þegar. Hinn sorgmæddi faðir hélt á- fram ferð sinni, og er hann kom til kirkjunnar, kraup hann við altarið og grét yfir rnissi sonar síns. Hann tók því næst hinn gullbikarinn úr umbúðunum og setti hann á altarið sem gjöf, samkvæmt heiji því, sem hann hafði gefið. En um leið og hann setti bik- arinn á altarið, féll bikarinn af því og niður á gólf. Hann tók bikarinn upp aftur og setti hann á altarið. Aftur valt bikarinn niður af altarinu og féll á gólfið. Hann reyndi í þriðja sinn, en bikarinn valt einu sinni enn, af sjálfu sér, og fór nú enn lengra frá altarinu en áður. Margir voru í kirkjunni, sem voru vitni að þessu einkennilega atviki og fleiri voru sóttir til að horfa á, er bikarinn skoppaði af sjálfu sér af altarinu. Fólk kom í stórhópum til kirkjunnar, til að sjá hinn sorgmædda föður taka upp bikarinn og reyna að setja hann á altarið á ný. En alt í einu birtist á meðal áhorí- endanna barn, sem hélt á gull- bikar. Þar var kominn dreng urinn, sonur hans, og bikarinn, sem fallið hafði i sjóinn. Þegar barnið setti bikar sinn á altarið, kom Nikulás biskup i kirkju og blessaði barnið. Þá fórnaði faðirinn einnig sínum bikar og í þetta skifti stóð bik- arinn kyr á altarinu. Þannig hittust faðir og sonur á ný. Þessar þrjár helgisögur frá sjónum voru sagðar og endur- sagðar á hinum löngu dögum og nóttum gegnum miðaldirnar. Og aðallega vegna þessara krafta- verka á sjó, varð Nikulás dýrðl- ingur og verndari þeirra, sem á sjó ferðast. í margar aldir á eftir var likneski eða inynd af Nikulási helga haft um borð í hverju einasta skipi, sem um höfin sigldi. Jafnvel sjóræningj- ar báðu um vernd þessa góða dýrðlings, og þeir óttuðust áhrif hans svo mjög, að dæmi eru til að þeir gæfu helming ránsfengs síns til þess að vinna hylli hans. Verndari kaupmanna En eins og Nikulás helgi var verndari þeirra, sem um höfin sigldu, var hann einnig tima verndari kaupmanna og jafnvel peningalánara. Helgisögurnar, er bendla Ihann við kaupmenn, eru skemtilegar og ólíkar slikum sögum, sem sagðar voru um hann á þessum fyrstu árum nú- verandi menningartimabils okk- ar. Fyrsta sagan er um kaupmann í Myra, sem lánaði peningaupp- hæð hjá Gyðingi einum og sór við altari Nikulásar helga, að hann skyldi greiða Lánið eins fljótt og honum væri unt. Eng- in önnur skuldbinding var al honuin kraifin. Eftir langan tdma vildi Gyð- ingurinn innheimta fé sitt, en honum til inikillar undrunar, fékk hann það svar, að búið væri að greiða lánið. En honum var ekki kunnugt um að nein slík greiðsla hefði farið fram og hann bað því kaupmanninn að mæta fyrir rétti. Áður en hinn óheiðarlegi kaupmaður kom fyr- ir réttinn, lét hann gera sér staf, sem var holur að innan og fylti síðan stafinn af gujlpeningum. Hann tók þennan staf með sér, og ier hann var beðinn að sverja, fékk hann Gyðingnum stafinn og bað hann að halda á honum fyrir sig á meðan hann segði eiðstafinn. Og á meðan Gyðing- urinn hélt á stafnum, sór kaup- maðurinn að hann heifði afhent Gyðingnum meira gull, en hann hefði fengið að láni hjá honum. Síðan tók hann staf sinn aftur og hélt hieimleiðis. Er kaupmaðurinn hafði geng- ið um stundl, varð hann þreyttur og lagðist til svefns við veginn. Á meðan hann svaf, ók vagn yfir hann og varð honum að bana. Hjól vagnsins braut einnig staf- inn og gullpeningarnir runnu úr stafnum. Gyðingnum voru sagðar þess- ar fréttir. Sumir sögðu, að hann ætti að taka peningana, sem væru hans réttmæt eign, en Gyð- ingurinn neitaði, þar sem hann vildi ekki taka við fé frá dauð- um manni. “En,” bætti Gyðingurinn við, “ef hinn göfugi, góði Nikulás helgi, vekti hann upp frá dauð- um, myndi eg ekki aðeins taka við fénu, heldur myndi eg einnig taka kristna trú.” ytynwviyvM¥TvyfTVWtvviyvyiyvyvvvwvTyYVt'TV' ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg . . . Veitið þessu athygli t nú þegar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.