Lögberg - 02.04.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942
7
ty1
PARADE
The Government IJquór Control Commlssion is not
made herein as to the quality of the iiquor referred to.
responsible for any statement
Tötralegi
drengurinn
Jón Guðmundsson þýddi
(Frá “Nemó” á Gimli)
(Framhald)
í FLOTBOLLANUM
Af vatninu svengir mann, segir
máltækið. Og fann eg nú mjög
til þie ss hve satt þetta er, þvi eg
var orðinn glorhungraður eftir
baðið. Eg sá brauðmola á borð-
inu, og flot var í bolla á hyllu
uppi yfir borðinu. Brauðið var
mér ætlað, en flotið mátti eg eigi
snerta, meðan eg var einn heima.
Eg stóðst eigi freistinguna. Eg
varð óhlýðinn og tók hnifinn í
vinstri hönd mér og var einmitt
búinn að stinga honum niður í
flotið, er virtist skugga bregðast
fyrir í stofunni, og jafnframt
því heyrði eg inarrandi hijóð frá
glugganum. Mér varð litið við,
og hver getur lýst því hversu
skelfdur leg varð? Hann stóð við
gluggann klæddur rauðum kjól,
er á öxlunum var alsettur gráu
silfri. Á höfðinu bar hann hatt
með hvitum fjöðrum og sverð
við hlið. “Er Sims gamla
heima?” spurði hann og stakk
höfðinu inn um gluggann er stóð
opinn.
í stað þess að svara misti eg
flotbollann, svo hann fór í
hundrað parta. Hann hló, eg
fór að gráta. —• “Varstu hrædd-
ur við mig, barnið mitt?” mælli
hann og kom inn um dyrnar. Eg
stökk niður af borðinu, ten gætti
þess eigi, að í staðinn fyrir
brækurnar mínar stuttu, var eg
í siða nærpilsinu hennar Sims
gömlu; varð mér því fótaskortur
°g féll endilangur ofan í alt
flotið.
Eg veinaði af angist. Liðsfor-
inginn reisti mig á fætur aftur.
Eg hljóðaði hástöfum og sagði
i sífellu: “Hvað skyldi Sims
Segja,” ien til að hngga mig lagði
hann spegilfgara spesíu á borð-
og sagði að fyrir hana gæti eg
heypt tvo flotbolla handia Sims
gömlu, en afganginum gæti eg
sjálf haldið. Eg bæði ,h!ó og
grét í einu og neri flotinu mieira
framan í mig er eg vildi þerra
tárin er streymdu títt niður eftir
kinnum mér. “Er mamma þín
heima?” spurði hann aftur.
“Niei,” svaraði eg snöktandi. “Er
ekki Hans ifóstursonur hennar
heima?” — “Jú, það er eg.” —
“Þú skilur mig ekki, barnið
mitt, eg á við hann Hans.” —
“Já, eg er hann.” — nú mundi
leg fyrst eftir því að eg var i
kvenklæðum, og skammaðist eg
min ógurlega. En liðsforinginn
spurði mig hvort eg heiina bæri
kvenklæði. Eg benti honum á
garinana mína, er eg hafði brieitl
til þerris, og sagði honum að
*igi ætti eg nema eina treyju og
einar brækur, en það hefði vökn-
að í tjörninni í garði “agents-
ins” og því væru þau þarna. —
“Það ert þá þú. Þú ert röskur
drengur,” sagði hann, svo tók
hann báðuin höndum um höfuð
mér og kysti mig niðri í öllu
flotinu. — “Þú hefir bjargað
henni Elnu minni, drengur minn
góður.” Því næst sagði hann að
mi yrði hann að fara til kirkjn
að halda barni undir skirn, og
yrði því að hafa hraðann á, len i
fyrramálið kl. 8 skyldi eg finna
S1g i garðinum, því þá ætlaði
hann að tala við mig. Að svo
mæltu kvaddi hann mig með
handabandi og gekk leið sína.
Það var faðir hennar Elnu
litlu, er hafði kyst mig. Eg gat,
nú eigi lengur verið í kvienklæð-
unum þröngu, og dreif mig úr
beini, og fór í garmana mína
uftur, þó hálfvotir væru. Þó þau
væru rifin og ba*tt, voru þau þú
harlmannsklæði. Eg var góður
úrengur, hann sagði mér það.
bað var faðir hennar Elnu er það
bafði sagt.
Tempora mutantur et nos
in illis 1
Hin spegilfagra spesía lá á
borðinu, og það var svo siem
hægt að sjá hana. Eg var bú-
inn að bera ösku á flotklessurnar
á gólfinu, og bollabrotunum var
eg búinn að kasta í ruslatunn-
una. Þau sauð í kaffikatlinum,
og þægan ilminn lagði langar
leiðir í burtu, eins og hann vildi
fyrirfram boða Sims gömlu að
eitthvað væri um að vera heima.
f stuttu máli, eg hafði búist við
heimkomu hiennar eftir föngum.
Hún kom heim og var í illu
skapi, því prófessorinn og frú
hans höfðu bæði farið í iniðdags
heimboð og Sims gamla er hafði
ásett sér að halda “eldhúsdag”
gat ekki fengið vinnulaun sín
fyr en daginn leftir. Eg vil ekki
reyna að lýsa þeirri undrun og
gleði, er Ijómaði út úr andlili
hennar, er eg kom nokkuð fram
í sögu mína og áður en eg vissi
af, var hún búin að neka að mér
rembings koss, og kallaði mig
“hjartans ungann sinn.” Hún
iagði spesíuna í aðra hönd.mér
en grænköflótta klumpslega
flösku í hina og bað mig að bú-
ast við að hún mundi hafa glatt
á hjalla í kvöld.
Þegar eg næsta morgun opnaði
augun var eg eigi lítið forviða,
er eg sá Sims gömlu, ,er eg hélt
að lægi í rúminu og vera að halda
sér “eldhúsdag“ standa við borð-
ið og slétta lín. Hún klappaði á
kinnina á mér og spurði mig
ihvernig eg hefði sofið um nótt-
ina, hún bar mér kaffibolla,
meira að segja með sykri; j
stuttu máli, alt var svo -breytt
frá hinu hversdagslega, að mér
fór að detta í hug að klípa mig
sjálfan í handlegginn til þess að
vita hvort mig dreymdi. Eftir
skipun hennar varð eg í meira
lagi að dubba mig upp, og eftir
að leg var búinn að þvo mig all-
an hátt og lágt, færði hún mig í
skyrtu póstritarans, því hún
þvoði fyrir hann; síðan varð eg
að klæðast hinum háu ullarsokk-
um Sims gömlu, þó eg streyttist
á móti því af öllum mætti. Hjá
Jensen skósmið hafði hún ---
fyrir góð orð og 8 skildinga at
spesíunni — fengið til láns bux-
ur og skó af syni hans. Að síð-
ustu varð eg að klæðast treyju
með fagurgljáandi hnöppum í,
hana átti Lúðvík sonur prófiess-
orsins. Siins gamla kom ineð
hana heim til sin til þess að
bæta hana. Þá tók hún þríhyrnt
spegilgler ofan af hyllu og sýndi
mér, til þess eg skildi geta feng-
ið hugmynd um hver áhrif þessi
umbúnaður hafði á mig, og varð
eg í sannleika að viðurkenna, að
eg alls eigi var líkur sjálfum
mér, því sjálfan mig þekti eg vel
af hinum ódýru myndum, er teg
hafði séð af sjálfuin inér í forar-
pollum og gluggarúðum kaup-
mannanna.
Klukkuna vantaði aðeins fáar
mínútur í 8 er Sims gamla sagði
inér, að nú væri tími til fyrir
mig að búast tii brottferðar. En
hve hjartað barðist í brjósti
mér. Skyldi eg nú sjá Elnu?
Skyldi hún nú kalla mig rifinn
ræfil, er eg var svo skrautbúinn?
Hvað skyldi nú liðsforinginn
vilja mér? Hann var þó búinn
að gefa inér spesíu og ímyndaði
sér sjállsagt, að hún væri vel
geynid í peninga kassanum.
Hann ætlaði ef til vill að gefa
mér bláa buxnagarma, eður vesti
með gljáandi hnöppum. Eg var
að hugsa um þetta á meðan eg
var á leiðinni til dyranna á skíð-
garðinum. Æ! en hvað mig
klæjaði á fótunum. Eg var alls
óvanur sokkum, svo' þeir kitl-
uðu mig og klóruðu, svo méi
fanst það alveg óþolandi. Mér
var að detta í hug að fara í
kringnm Sims gömlu og klæða
mig úr sokkunum, en er eg leit
við sá eg að hún stóð í dyrunum
og kallaði til mín og sagði:
“Áfram ! áfram!” Þeir skulu þó
fú ráðningu áður len eg geng inn
í garðinn, svo eg hafi þó frið
fyrir þeim dálitla stund, hugsað.
eg með sjálfum mér, og fór að
núa og rífa fótleggi mína upp og
niður með tánum á skónum; en
á meðan eg er að þessu góðverki
við sjálfan mig, var skíðgarðs-
hurðinni lokið upp, og liðsfor-
inginn gekk inn í garðinn. Áður
en eg fór af stað hafði Sims
gamla sagt við mig: “Láttu
hann ekki sjá að þú sért að
klóra þér, því eg veit ekki hvað
hann hugsaði um skjólstæðing
minn.” Þessvegna roðnaði eg út
undir eyru, en hann hafði ef til
vill ekki séð það, þvi þegar hann
tók í hönd mína, sagði hann við
mig: “Þú ert þá kominn vinur
minn litli, hefir þú beðið lengi?”
— “Nei.” — Liðsforinginn leiddi
mig með sér til og frá um garð-
inn og spurði mig um marga
hluti, t. d. hvort eg kynni að
lesa og skrifa, eður hvort það
væri nokkurt handverk, er ieg
sérstaklega bæri löngun til að
læra. En eg get ekki iinyndað
inér að hann hafi orðið miklu
fróðari fyrir upplýsingar þær, er
eg gaf honum, því stundum varð
eg að neita því ölilu og stunduin
gekk eg tímunum saman, og var
að bíða eftir að sjá Elnu, því nú
er eg prúðbúinn var á gangi með
iföður hennar, vonaðist eg eftir
að henni myndi ekki lítast svo
illa á míg. Liðsforinginn gat
mér nokkur epli, og sagði við
skyldum sjá okkur dálítið um í
bænum, og kvaðst þar vilja
kaupa handa mér ný klæði í stað
þeirra er vöknuðu í tjörninni.
Þegar við einmitt gengum út um
garðshliðið komu Anna og Elna
hlaupandi á móti okkur. Þegar
Elna sá mig, sneri hún sér
snögglega við og greip i kjólinn
hennar önnur, og fól sig á bak
við hana. “Komdu Elna og réttu
bjargvætt þínum höndina,” sagði
liðsforinginn, og er hann sá að
hún enn stóð á bak við önnu,
bætti hann við: “þetta er Iitli
drengurinn röski, er bjargaði þér
úr vatninu.” En, ó! Það fór að
koma skeifa á litla andlitið
fagra, munnvikin fallegu titr-
uðu og beygðust niður á við, og
er liðsforinginn sagði með al-
varlegum málróm — “Elna,
komdu nú undir eins og taktu
í höndina á honum fyrir þig,”—
kendi eg í brjósti um hana, og
tók skyndilega til fótanna, og
hljóp fram um hliðið út úr garð-
inum. Skömmu siíðar kom liðs-
foringinn hlæjandi og kvað þann
tíma mundi koma er við Elna
fúslega réttum hvort öðru hönd-
ina. Síðan gengum við ofan i
bæinn.—
Kæri lesari! Frá þessum tíma
rann upp ný sól fyrir inér Eg
byrjaði nú alveg nýtt líf, og ef
þú hefðir viljað finna mig 8 dög-
um leftir þenna atburð, hefðir þú
orðið að klappa á dyr hjá Ander-
son skólakennara og spyrja eftir
Hans Smith í stað þess að finna
mig þar sem eg var vanur að
liggja og gægjast f gegnum gatið
á skíðgarðinum, eða vera að
leika mér við “Mads agent” úti á
akrinum, eður að vera að þvo
gólf og potta fyrir Sims gömlu.
Nú mundir þú hafa fundið mig
laglega til fara er eg sat í snotru
herbengi og starfaði að þvi af
alefli að taka framförum í hinni
ágætu reiknings-, rit- og lestrar-
list.
LEIKBREYTING
Þannig liðu bernskuár mín, og
ef l>ú vilt fylgja mér fengra á
líl’sins leið, kæri lesari, verður
þú að koma með mér til Kaup-
mannahafnar, því í hinum litla
bæ er eg var borinn í, leið tím-
inn jafnt og tíðindalaust, og það-
an er þvi lítið að segja. “Vertu
iðinn og hlýðinn,” hafði liðsfor-
inginn sagt við mig áður en við
skildiumst, og þvi hafði eg lofað
með sjálfum mér.
í draumum minum um lífið,
og í allri hugsun minni um hinn
ókomna tíma, stóð nafn nokkurt
ritað með gullnum stöfum. Þú
getur þér víst til hvaða nafn þaö
ler. Það nafn benti mér áfram
til starfsemi í lífinu. En fylgdu
mér, eg er fús að sýna þér bú-
staðinn minn litla á Vesturbrú.
Komdu hérna í gegnum garðinn,
eg bý þarna uppi á öðrum sal.
Líttu á málmplötuna yfir dyrun
um hjá mér og muntu sjá, að eg
er farinn að hækka í tigninm,
því þar stendur: H. Smith, siu^.
med. Mér ler mjög hlýtt hérna i
herberginu og hefi allmarga.
kenslustundir, og hinn eðallyndi
velgerðamaður minn borgar an-
an kostnað er af bóknámi mínu
leiðir. Settu þig niður í ruggu-
stólinn, og líttu á þessar tvær
stóru og fallegu myndir, er hanga
á veggnum uppi yfir* legubekkn-
um mínum. Þekkir þú þær ekki
aftur. Axlamierki liðsforingjans
bera að visu vott um æðri tign
í hernum, og Elna er komin yfir
fermingu, en mér virðist samt
eg muna eftir hverjum drætti í
hinu fagra andliti hennar, en því
miður hefi eg aldrei séð hana
síðan. Þegar eg var fermdur
kom liðsforinginn til þess að
vera viðstaddur þessa hátíðlegu
athöfn, en Elna varð eftir heima
i Holstiein. Árið eftir dó kona
“agentsins” og þá kom liðsfor-
inginn til þess að vera við jarð-
arför hennar; þá var hann aftur
einn, og þegar eg að síðustu var
orðinn stud. art. sendi hann mér
ferðapeninga og bað mig að
heimsækja þau í Kiel, en er eg
kom þangað, var Elna fyrir
tveimur dögum komin suður á
ftalíu. Foreldrar vinstúlku
hennar höfðu fierðast til Róma-
borgar, til að dvelja þar um vet-
urinn, og höfðu talið liðsfor-
ingjann á að lofa Elnu að fara
ineð þeim. Samt get eg sýnt þér
marga laglega smáhluti, er hún
hefir bródérað handa mér, og í
skrifpúlti mínu liggja nokkur
bréf frá henni, en því miðui
máttu lesa þau öll. Það eru
heillaóskabréf á fæðingardögum
mínum og á fermingardegi mín-
um og að síðustu eitt til með-
lims háskólans. Næsta bréf frá
henni vonast eg eftir að fá frá
Rómaborg. í bréfi til föður
hennar, lofaði hún að rita mé^
langt bréf frá hinni heilögu borg,
leftir að hún hefði séð sig dálítið
um í henni, og eg bíð með ó~
þreyju eftir bréfi frá hennar
kæru hönd.
Páskadagurinn 1848
Merki upphlaupsmanna bai
hátt yfir víggirðingar Týru, því
páskadagurinn var næstum á
enda, og vér beðið ósigur. Vér
urðum bornir ofurliði, en höfð-
um barist hraustlega, það er mér
óha*tt að fullyrða.
Veiðaraflokkurinn, sein eg var
sjálfboðaliði við, var enn í bar-
daganuin, því vér vörðum baka-
leið herdieildarinnar. “Ef þú hef-
ir kúlu eftir i rifflinum, Smith,
þá sendu þýzku hundunum eina
baun enhþá til að naga, áður
en vér förum,” sagði sá gamli
og röski undirforingi, er eftir
fall liðsforingjans, stýrði her-
dieild þeirri, er eg var í. “Já,
herra undirforingi,” svaraði eg
og miðaði á nokkra prússneska
varðmenn er þustu fram úr
skóginum. Eg hleypti af, en —
“Æ!” sagði eg, hoppaði á hægra
fæti en dró að mér vinstri fót-
inn. — “Hvað er að?” spurði
undirforinginn. “Eg fékk baun-
ina sjálfur.” — “Hvar í fjand-
anum?” — “f vinstri fútinn,
herra? — “'Fjandinn hafi þá,
hundana þá arna,” sagði undir-
iforinginn til að hugga mig og
tók í hönd mér. “Vér verður að
flýta okkur, því nú er búið að
blása til brottferðar. Siðan
haltraði eg af stað með honum.
ÁGÚSTÍNBORGARHÖLL
Já, nú bý eg í höll. Að vísu
var rúmið mitt úr furutré, en eg
var samt glaður, því sár mitt var
engan veginn hættulegt, og eg
hafði góða von um að komast
bráðlega á fætur aftur. Það var
28. maí uin morguninn. Her-
brestirnir frá Dybol bárust yfir
um til vor, og hver sem kom
inn í stofuna var spurður.
“Hvernig gengur það?” — En
ennþá vissu mienn ekkert. f ein-
hverju mesta leiðindiakastinu,
sem að mér kom, greip eg gamalt
dagblað, er eg náði í, og eg held
eg hafi verið að lesa það í ti-
unda sinni, er hurðinni var lok-
ið upp, og hvern sá eg? Liðs-
foringjann S., er kom til mín.
greip hönd mína og spurði:
“Hvernig líður yður, kæri
Hans?” — “Þakka yður fyrir, og
svona heldur vel, og vonast eftir
að skömmum tíma liðnuin að
geta þakkað Þjóðverjunum fyr-
ir síðast, en mér leiðist ógurlega,
kæri liðsforingi.” — Nú fékk eg
bráðlega að vita að hann hefði
ifarið frá herdeild sinni, er hvíld-
ist fyrir utan bæinn. Hann
haifði um morguninn komið til
Hörup, og beið eftir að sér yrði
skipað að fara með flokk sinn
yfir til Dybel. Frá Frá Róma-
borg hafði hann fengið bréf frá
Elnu, sem svar til bréfs þess, er
hann hafði ritað henni þangað
undir eins og uppreistin hófst,
og hann með nokkru liði sinu
hafði farið til Danmerkur til
þess að berjast gegn uppreistar-
mönnum. Hann hafði beðið
hana að fara til Lýbiku, svo til
Kaupmannahafnar, svo þaðan til
“agentsins” og dvelja þar á með-
an svo stæði. Hún hafði skrifað,
að hún undir eins ætlaði að fara
af stað, og var náttúrlega mjög
hrædd um föður sinn og Dan-
mörku.
(Framhald)
Presturinn: — Jæja, Guðrún
mín, hvað gekk nú að mannin-
um yðar í dag. Hann fór út úr
kirkjunni undir miðri prédikun-
inni?
Guðrún: — ó, prestui- minn,
hann Högni minn er farinn að
verða svo gamalí; hann gengur
orðið í svefni.
PPINTINS .
. . . is really a personal service
Most customers have their own ideas
and thoughts which they want expressed
with the aid of printers type, ink and paper.
We believe our service will please your fancy better than the
average. You are invited to test it out.
CGLtHCI/i I I IA\ LIA4ITED
PHONE 86327 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG