Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. APRÍL, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir siendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verðl $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Mrs. Guðlaug Eggertsson, hjúkrunarkona, tekur að sér nú þegar sjúkrahjúkrun; hefir hún freklega 30 ára æfingu við hjúkr- unarstörf við góðan orðstír. Heimili hennar er að 543 Victor Street. Sími 33 695. f ♦ -f Dr. Ingimundson verður í Riverton þann 7. apríl. f f f Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 9. apríl. f f f Mr. B. J. Lifman frá Árhorg kom til borgarinnar á þriðju- daginn. f f f Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund að heimili Mrs. P. J. Siverl- son, 497 Telfer Ave. á iniðviku- dagskveldið þann 8. apríl, kl. 8. f f f Frú Steina SommervUle flytur ræðu, yfir CKY útvarpsstöðina á miðvikudaginn þann 8. þ. m., kl. 4 e. h. Fjallar ræðan að miklu leyti um íslenzka frum- herja. f f f Mr. G. F. Jónasson, fram- kvæmdarstj. Keystone Fisheries, Limited, lagði af stað í verzlun- arerindum suður í Bandariki á þriðjudagskveldið; gerði hann ráð fyrir að verða um hálfsmán- aðartima að heiman. f f f Laugardaginn þ. 21. marz, var veglegt brúðkaup haldið á heim- ili Mr. og Mrs. W. E. Perry, 723 Warsaw Ave., hér T borginni. Gengu þá tveir bróðursynir Mrs. Perry, þeir Helgi og Brynjólfur Jones saman í heilagt hjóna- band. Foreldrar þeirra eru Thor- bergur og Anna Jones frá Birki- landi í Mikley. Helgi giftist Frances Anne Hirst; er hún ís- lenzk í móðurætt, dóttir Mr. og Mrs. Walter Hirst, sem búa við Oak Point, Man. En Brynjólfur gekk að eiga Sigríði Kristjönu Johnson, dóttur Mr. og Mrs. Sigurður Johnson í Mikley. Séra Bjarni A. Bjarnason framkvæmdi hjónaVígsluna. Heimili ungu hjónanna verða í Mikley. Stúkan Skuld heldur engan fund þessa viku. f f f Tímaritið “Hlín” til sölu hjá Mrs. J. B. Skaptaon, 378 Mary- land St., 35c eintakið, 5c fyrir póstgjald. f f f Á mánudagskveldið þann 6. þ. m., heldur Mr. Ralph May- bank ræðu í Y.M.C.A. bygging- unni undir umsjón samtaka frjálslyndra kvenna í Mið-Winni- peg kjördæminu hinu nyrðra. Segir ræðumaður fréttir af sam- bandsþingi, og skýrir ástæður fyrir því, hversvegna jákvætt svar við þjóðaratkvæðið þann 27. þ. m., sé nauðsynlegt. Fund- ur þessi er jafnt fyrir konur sem karla, byrjar stundvíslega klukk- an 8. Veitingar á eftir. f f f Messuboð GIMLI PRESTAKALL Föstudaginn langa, 3. apríl — Mikley, messa, kl. 2 e. h. Páskadaginn, 5. apríl—Gimli, íslenzk inessa kl. 7 e. h. B. A. Bjarnason. f f f MESSA í ÁRBORG Páskadaginn, 5. apríl, kl. 11 f. h., verður íslenzk messa í kirkju Árdalssafnaðar. B. A. Bjarnason. f > f Sunnudaginn 12. apríl messar séra Sigurður ólafsson í kirkju Herðubreiðarsafn. i Langruth, Man., á ensku, kl. 11 árdegis, á islenzku kl. 2.30 síðdegis. Fólk vinsamlega beðið að auglýsa messuna sem bezt heima fyrir. f f f Séra Sigurður Ólafsson mess- ar i Víðinessöfnuði á Páskadag, kl. 2 síðdtegis. f f f Séra B. Theodore Sigurdson gjörir ráð fyrir að flytja guðs- þjónustur í Vatnabygðum í Sas- katchewan á eftirgreindum stöð- um og tíma, ú páskadaginn 5. apríl: f f f Mozart kl. 11 f. h.—íslenzk Wynyard kl. 3 e. h.—íslenzk Kandahar kl. 7.30—ensk. f f f Páskadaginn (5. apríl) messar séra H. Sigmar á þessum stöð- um og tíma: Mountain kl. 11 f. h. á ísl. Garðar kl. 2.30 e. h. á ísl. Vídalín kl. 8 að kveldi á ensku. Jón Sigurdson félagið, I.O.D.E., heldur næsta fund, að heimili M rs. H. G. Nicholson, 557 Agnes St., þriðjudagskveldið 7. apríl klukkan 8. f f f Mr. Árni G. Eggertson, K.C., er nýkominn heim ásamt frú sinni úr ferðalagi til Ottawa og New York; þau hjónin voru á þriðju viku að heiman. f f f Sunnudlaginn þ. 29. marz voru gefin saman í hjónaband þau Kristján Thorður Ástvin John- son, hermaður frá Riverton, og Guðlaug, dóttir Mr. og Mrs. Hálfdán R. Eastman frá Howard- ville í grend við Riverton. Séra Bjarni A. Bjarnason gifti, og fór athöfnin fram á heimili Hall- dórs J. Eastman, póstmeistara í Riverton, afa brúðarinnar. Frá Norðmönnum Svo mjög ganga Nazistar á kirkjuleg lög og reglur í Noregi, að það sætir fádiæmum. Biskupar landsins hafa allir sagt af sér. Bftirfylgjandi dæmi er gott sýn- ishorn af framkomu Quislings og félaga hans. Presturinn Arne Fjellbu, djákni við dómkirkjuna í Þránd- heimi, er talinn einn með ágæt- ustu andlegrar stéttar mönnum. Hann átti að messa fyrir hádegi í dómkirkjunni sunnudaginn þ. 1. ifebrúar síðastliðinn, en þá komu orð frá andlegra mála ráðgjafa Nazista, að Fjellbu mætti ekki prédika ifyrir hádegi þann dag; skyldi einn af Nazista prestum, Blessing Dahle, prédiku í kirkjunni á þessum tíma. Og þrátt fyrir mótmæli kirkju- stjórnar, varð þó þetta að ganga fram. Blessing messaði svo, að viðstöddum nokkrum félögum sínum. Talaði hann um hinn mikla viðburð, sem nú væri að gerast dag þann, að Vidkun Quisling yrði nú settur inn í dag sem forsætisráðherra fyrir kirkju og mentamál landsins, og að Blessing ætti að vera hans önnur hönd. Guðsþjónustu þeirri, sem Arne Fjellbu átti að flytja var frest- að til klukkan tvö sama dag. Mikill fjöldi fólks tók nú að streyma til kirkjunnar og all- margir komust inn; þá hlupu varðmenn Nazista til og skipuðu sér milli þeirra, sem voru komn- ir inn í kirkjuna og þeirra, sem voru á leiðinni og vörnuðu þeim inngöngu; kváðust gera það til þess að halda reglu og friði. Inni í kirkjunni prédikaði Fjellbu út af orðum Péturs postula: “Sjá, vér höfum yfir- gefið alt og fylgt þér.” Er nú Fjellbu ekki leyft að prédika lengur, en lengi munu þáu orð, sem hann talaði i þetta sinn geymast með mönnum. En fólkið hélt áfram að streyma að kirkjunni og var mikill fjöldi saman kominn; sungu þeir sálma og föðurlands- söngva, og létu í ljós tilfinning- ar sínar á þann hátt. Þessu er lýst af manni, sem var viðstaddur og sá hvað fram fór: “Það ríkti enginn upphlaups- andi meðal þessa mannfjölda. Mnnsöfnuður þessi voru sann- kristnir menn og konur; nálega öll prestastétt Þrándheimsfjarð- ar var þar. Þeir skipuðu sér umhverfis hið tignarlega guðs- hús vegna þess, að þeim var ifyrirmunað að taka þátt í guðs- þjónustunni inn fyrir og ganga til guðsborðs. Stund þessi var okkur til- komumikil og alvöruþrungin og eftirminnileg. Hún geymist með okkur sem dýrmætur fjársjóður til minningar um þá hættutíð, sem nú stendur yfir. Það næddi um okkur kulda- stormur, en við gátum ekki fengið af okkur að snúa heim- leiðis, án þess að láta í Ijós það, sem okkur bjó í brjósti, en alt var friðsamlegt. Alt í einu byrjaði einhver að syngja hinn óviðjafnanlega sálm Lúters: “Vor Guð er borg á bjargi traust.” Þótt við værum uinkringdir af ótal einkennis- búnum varðmönnum Nazista varð samstiltur söngur þúsunda radda að því sterka og máttar- mikla hljómflóði, að eg hefi aldrei heyrt neitt, sem jafnast á við það. Að enduðum sálm Lúters var sungin ættjarðarsöngur eftir Blix. Þá kom föðurlands-söng- urinn mikli eftir Björnstjerne: “Ja, vil elsker dette landet,” etc. Þess utan sagði enginn neitt. Eg stóð framanvert við mann- fjöldann, skamt frá stóðu nokkr- ar ungar stúlkur, um eða undir tvítugs aldri. Mér var litið tii þeirra; sá eg þær voru tárvotar; satt að segja áttum við víst flest bágt með að verjast tárum á þess- ari örlagaþrungnu alvörustund.” —Þýtt úr The Lutheran. Með þessu og þvílíku á öllum stöðum hafa því Nazistar áunnið sér gamla og heppilega nafnið: “Vargar í Véum.” En eins og Júdas ískariot beiö sinna afdrifa, það sama liggur fyrir þeim, sem nú feta í fót- spor hans; minning þeirra geym- ist á líkan Ihátt og minning hans. S. S. C. Víðar er guð en í Görðum í dag er sunnudagur, sólskin og hlíðviðri, eins og oftast hefir verið þennan vetur. Skógar- gyðjan er nú í allri sinni dýrð, og tignarleg er hún tilsýndar i blámóðu lo'ftsins; hárið mikið og þykt, tekur henni i beltisstað, en hrímslegið eftir hreggviðrið í gær, og svo er það þétt, að lítt sér á þó höggvin séu nokkur þúsund til þjóðnytja, enda er gyðjan gjafmild, og veit að sér vex aftur nýtt og betra hár í staðinn; og auðug er þún; vil eg aðeins nefna nokkur hin helztu tré, sem uxu þarna á bökkum Milano elfu. Það var tamarack, spruce, jackpine, hvítt pine, ilmviður og sedrusviður, hvítt birki og ösp, willow o. fl. Svo þéttur er skógurinn, að ætíð er þar logn í stormum, en forsæla i sólarhita sumarsins. Og svo var skógarloftið ilmþrungið og heil- næmt, að aldrei heyrðist hóstað í “campinum,” eg nota það orð óbreytt, þó það sé latneskt, og væri upphaflega nafn á herbúð- um Rómverja, en er nú notað um allar herbúðir, verbúðir og önnur þau skýli, sem notuð eru til bráðabirgða úti á víðavangi Norður-Ameriku. En þó “camp- ur” vor væri hlýr og þægilegur, varð þó að þurka í honum nótt og dag, öll þau föt og plögg, sem vöknuðu á oss daglega við brak- andi eldstó, þvert ofan í allar heilbrigðisreglur spekinganna, og virtist að duga vel, því stór vind • augu voru á þaki. Og mund- laugar tóku menn fyrir máltíð hverja, en fæðiskostur eins og á beztu hótelum í Canada, þó ótrú legt sé. Eg vann á nóttunni í tvær vik- ur fyrst, við að hlaða viðnum á sleðana. Það er þung vinna, þvi ækin eru 8 fet á hæð, og allur viðurinn 8 feta langur, sem seld- ur var til pappírsmyllunnar í Fort iFrancis. Við fluttum til elfunnar 200 cord' á hverjuin sólarhring í rúma 2 mánuði; 11 þúsund cord og jafnmikið var flutt til flóðs í öðrum “campi”, Nr. 6, en mikið af timburbjálk- um i sumum hinum “cömpun- um.” Helmingur skógarmanna voru Norðmenn; þeir feldu viðinn og voru stórvirkir; þeir voru flestir vestan úr Saskatchewan og Alberta, ætíð glaðir og reifir; brýndu þeir a'xir sínar og sagir á kvöldin, og komu venjulega snemma heim. Sagirnar óðu í gegnum græna viðinn eins og ost. Eg reyndi að kenna þeim gát- una uin sögina, en það gekk illa, þvi þeir hafa tapað sínu móður- máli, norrænunni, og tala mest- megnis dönsku. Gátan er svona: THC CRLCIfmCN by J. STAINER Presented by THE CHOIR OF THE FIRST LUTHERAN CHURCH Victor Street Good Friday, April 3, 1942 — at 7 p.m. Under the Direction of FRANK THOROLFSON Soloists: BIRGIR HALLDORSON, tenor KERR WILSON, baritone Miss Snjólaug Sigurdson at the Organ — Offering will be taken — Bíðið ekki eftir því að hinn maðurinn geri það • HERMENN VORIR REIÐA SIG Á OKKUR ALLA, AÐ FÁ ÞEIM VOPNIN, SEM ÞEIR ÞARFNAST KAUPIÐ . . . STRlÐS-SPARNAÐAR SKlRTEINI MEÐ REGLUBUNDNUM HÆTTI! Þetta pláss er gefið af SHEA’S Páskavikan í Fyrátu lútersku kirkju Skírdagskvöld kl. 8 — Guðsþjónusta á íslenzku með altarisgöngu. Föstudaginn langa kl. 7 e. h. — “Crucifixion” hátíðarkantata Steiners. Kerr Wilson og Birgir Halldórsson syngja einsöngva. Páskadag kl. 11 í. h. — Hátíðamessa á ensku. Páskadag kl. 7 e. h. — Hátíðarguðsþjónusta á íslenzku. (Sunnudagaskóli verður ekki haldinn á Páskadag) Leit eg út um gluggann góða, garpurinn falar kerling rjóða. í henni tekur að nudda og njóða, nálega að ýla og hljóða. Gagnið ungra og gamalla þjóða, grenið hart má henni bjóða. sjötiu tenta silkitróða sannlega bítur á jarðargróða. Skógurinn var fullur af dýr- um, vötn og ár af fiski, en veis- ur pllar og tjarnir af loðdýrum, moskusrottu, mink og bifur; hann bútaði sundur grænan popla og bar í hýði sitt, en öll veiði er bönnuð þar nema öngla upp fisk, og var gæzlumaður þar sífelt á verði, með byssu á öxl. Félagið borgaði 60 dali í kaup á mánuði, frítt fæði og far til Win- nipeg og frá. Mér fanst skóg- gangssök að sitja iðjulaus á Lundar í góðri tíð, þegar svo góð kjör voru í boði, enda reynd- ist mér þetta fróðlegur, skemti- túr, því við höfðum góðan tíma að lesa tímarit á kvöldin og ekki vantaði “radio-in” sem altaf garga eins og krummi á skján- um. Og eitthvað er bogið við smekk þeirra, sem skemtun hafa af að hlusta lengi á “radio” hér í landi; aftur er mjög vandað til að skemta mönnum á Fróni með “radio”-söng og alls konar frétt- um og fróðleik. Svo yndi er að hafa slíkt á heimili sínu. Þar var líka þörf á þeim, því víða er þar langt á milli búsa. Mánudaginn 23. marz keyrð- um við flestir til Flanders; 18 þumlunga þykkur snjór lá þá á jörðu þar, en alauð jörð er við komum inn i Manitobafylki, og þótti mér það kynlegt, því það hefir ætíð þótt kaldasta Ifvlkið í Canada. —Ritað í camp No. 8, Flanders, Ontario. S. Baldvinsson. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR The Watch Shop Diarnonds - Watchea - Jewelry Affents for BULOVA Watchee Marriage Licensee Issued TRORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jetoeilera «99 SARGENT AVE., WPQ. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR C0. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 HYDRO HJÁLPAR Á NÝ Af 1941 rekstrarágóða, er nam $461,373.41, lagði City Hydlro $247,000.00 í hinn al- menna bæjarsjóð. Á síðustu fjórum árum hafir meira en $1,000,000.00 verið lögð fram í (þessum tilgangi í viðbót við qreiðslu hins árlega, reglubundna viðskiftaskatts. Höfuðstóls útgjöld nema nú $28,537,670.68 ásamt varasjóði, er Ihleypur upp á $16,- 680,040.34. Raforkukerfi Winnipegborgar er í heilbrigðu ástandi bæði fjárhagslega, •og eins hvað viðvíkur orkustöðvum og á- höldum. Meðal, árleg notkun raforku í Winnipeg, er yfir 5,000 kilowatt stundir á viðskifta- vin, og setur það heimsmet. Hin lágu rafgjöld í Winnipeg, stafa frá hinni al- mennu notkun, sem City Hydro átti frum- kvæði að. Þetta afrek út af fyrir sig, meira en réttlætir stofnun þessa fyrirtækis, sem bærinn á sjálfur. ciTy cyccc ÞAÐ ER YÐAR EIGN — NOTIÐ ÞAÐ BÚJARÐIR TIL SÖLU 1 LUNDAR-BYGÐUM S.W. 23-20-6 W. S.E. 28-20-6 W. S.W. 35-20-6 W. KJÖRKAUP FYRIR PENINGA ÚT I HÖND Spyrjist fyrir hjá THE MANITOBA FARM LOANS ASSOCIATION 404 TRUST & LOAN BLI)G. WINNIPEG, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.