Lögberg


Lögberg - 07.05.1942, Qupperneq 2

Lögberg - 07.05.1942, Qupperneq 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. MAÍ, 1942 Liðsdeildinni bjargað Saga úr afrili Patagóníu Indíána og Argenlínu. Kftir Arthur Dyson. (Frá “Neino” á Gimli). Eg hafði verzlað við Indíán- ana í Patagóniu í mörg ár, keypt af þeim loðskinn og borgað með ýmiskonar varningi úr Norður- álfunni, Vanalega keypti eg vör- ur mínar í Chubut nýlendunni í Patagóníu, og iflutti þær svo á áburðarmúlum inn í landið, þar sem var aðsetursstaður Indíán- anna, í frjósömu dölunum í Andeslfjöllunum. Indiánar þess- ir voru kendir við Mansaners og 'Phueleche ættkvíslirnar og ill- ræmdir þjófar, sátu þeir um að gjöra áhlaup á hjarðbændurna við Rio Negro (Svörtu á) og rændu frá þeim fé og nautgrip- um. Nú hafði stjórnin d Argentínu loksins rumskast og ákveðið að senda liðsflokk og refsa þeim með því að reka þá lengra suður í landið. Foringi flokksins hét Winther, og var hann stendur til Ghubut. Af þvi eg var kunnug- ur þar um fjöllin og Indíánun- um, var eg beðinn að vera leið- sögumaður og mér jafnframt lof- að ríflegri þóknun, sem eg auð- vitað fékk aldrei, iþví stjórnin i Argentínu ler ósparari á loforð en efndir. Eg hafði verið með Winther flokksiforingja í þrjár vikur og böfðum við tjöldin í Tecu-daln- um, skamt þar frá, sem Welsh nýlendan er nú. Margar ferðir höfðu verið farnar að leita Indi- ánanna, en allir voru þeir horfn- ir. Þeir höfðu frétt að stjórnin ætlaði að gjöra að þeim aðsúg, og höfðu því tafarlaust tekið upp tjöld sín, og vioru eftir það á stöðugu flakki þar um fjöllin- Foringjanum datit því i hug að skifta liði sinu, og senda Liner lautenant á undan með 50 mönn- um um 60 mílur lengra suður, þangað sem gamla Manzaners ættin heldur til og nefnt er Genúa og taka sér þar stöðu til þess hann kæmi. Daginn áður len liðssveit þessi átti að leggja af sitað sendi Winther foringi eftir mér, að eg kæmi til við- tals í tjald hans. Þegar eg kom, sagði hann mér að ráðagerð sína um að senda liðsdeildina til Genúa og spurði hvort eg væri kunnugur vleginum. Eg kvaðst vera það, en taldi jafnframt ó- ráð að senda svo fámennan flokk jafn langt suður. Eg þótt- ist sannfærður um að Indíán- arnir hefðu á okkur vakandi gætur, og óttaðist að liðsdeildin lenti i einhverri hættu áður en hún kæmist alla leið. Flokksforinginn lét mig fljót- Ilega skilja að hann þyrfti ekki á skoðun minni að halda, eg væri eingöngu leiðsögumaður, og ætti að vísa beinustu og skemstu leið til Genúa. Eg var að hugsa um að neita að fara, en hélt þá að hann kendi það hugleysi minu, svo eg sagð- ist biða eftir fyrirmælum hans. — “Verið tilbúnir í dögun í fyrramálið og leitist við að kom- ast í tveimur dagleiðum til Genúa, og veljið ykkur svo ör- uggan náttstað, sem kostur er á.” — Þetta voru fyrirmælin. Eg hlefi verið eitthvað undar- legur á yfirbragðið, þegar eg kvaddi flokksstjórann, því þeg- ar eg fór fram hjá Linier, heils- aði hann mér og sagði: “Hvað amar nú að, kunningi?” Við vorum góðir kunningjar. Hann var deildarforingi, ungur, djarf- ur og hreinskilinn. Eg tók hann á einmæli, og sagði honum ótta minn, en hann aðieins hló að mér. f dögun var alt i upp- námi í tjðldunum af áhuga að komast af stað, en þó var sól komin hátt á loft þegar allir voru fer&búnir. Áburðarmúlarnir og auka hestranir voru reknir á undan hópnum, en freinstir rið- um við Linérs liðsforingi. Við héldum suður með Teka-ánni, og um miðjan dag vorum við komn- ir í dal einn mikinn, og áðum þar litla stund, mleðan við borð- uðum bita af þurkuðu kjöti og hveiitikökum. Eg hafði ætlað mér að komast í stórt gii, sem nú heitir Cana don Liniers og tjalda þar um nóttina, því þar var ágætt skjól og góðir hagar, og þar vorum við bezt duldir, svo varðeldarnir sáust ekki langl að. Þegar leið á daginn fór mig að gruna að okkur va*ri veitt eftirför, því langt burtu sýndist mér bnsgða fyrir sþepnum, sem hurfu þó jafnskjótt. Þegar eg mintist á (þetta við Liniers kvað hann það vera Guanacos, og vildi ekki gefa þessu neinn gaum. Eg hafði æft sjón mína meira en hann og þóttist þvi viss um að þetta væru hross, sem heyrði til einhverjum Indíánaflokk, er væri þar á ferð. Þegar sólin var að ganga undir hæðirnar, komum við auga á Gilið (Canadon) og litlu síðar fundum við stað skamman veg uppi í gilinu, er okkur leizt hientugur náttstaður. Eftir gilinu rann lækur lítill, þar gátum við bygt varnargarð úr smáviði, sem þar var nóg af, og voru þegar nokkrir látnir fara að höggva, mteðan verið var að matbúa kvöldverðinn. Svo hlóð- um við varnargirðingar á tvo vegu frá tjöldunum yfir gilið, en hliðar þess voru svo brattar, að við þurftum ekki að óttast áhlaup Indíánanna úr þeim átt- um, og með því þeir ekki höfðu byssur heldur spjót, vorum við ekki hræddir við skot þeirra ofan yfir okkur. Linieres setti tvo menn á vörð i gilsmynnið, og aðra tvo í gilið fyrir ofari tjöldin, þar sem hrossin voru á beit, en eg tók uppáhalds hestinn minn og batt hann við girðinguna, svo hann væri þar tiltækur ef ófrið bæri að höndum. Þó þessar var- úðarreglur væru hafðar leið mér illa, eg ifann á mér að nóttin liði ekki öll svo, að ekki fengjum við einhverjar fréttir frá Indíán- unum. Þegar dimdi voru eldarnir slöktir að einirm undanskildum, ter við Liniers sátum við og reyktum eftir að við höfðum borðað Ghargui stappað og hveitikökur. Við ætluðum að vaka um nóttina, svo lögðum við af stað að vitja um varðmenn- ina, sem voru í gilsmynninu. Við höfðum með okkur hundinn minn, sem var tryggur vinur minn og félagi, hann hét Dom- ingo. Þegar við höfðum full- vissað okkur um að þar var alt trj'gt, snerum við upp eftir gil- inu, að vitja manna þeirra, sleni jiar áttu að vera á verði. Það var þykt í lofti og svarta myrk- ur, svo við gátum ekki séð fram undan okkur lengra en fáein fet. Þegar við komum að girðing- unni, nam Domingo staðar, nasði út í loftið og urraði. Eg spurði varðmanninn hvar hest- arnir væru og múlarnir, þeir sögðu þá vlera jiar rétt hjá og þeir hefðu nýskeð heyrt á klukk- unum. Tveir menn höfðu verið látnir fylgja hestunum, og þeim borið að reka þá tafarlaust inn í girðinguna, jafnskjótt og þeir yrðu nokkurs varir. Eftir þetta hélduin við Leniers lengra upp eftir gilinu, til þesss að grenslasl eftir hvort hestarnir væru ó- hultir. En meðan þessu fór fram hafði Domingo hlaupið á undan okkur upp í gilið og tók að gelta; við flýttum okkur þangað og rákumst á hundinn þar slem hann stóð yfir líkinu af öðrum varðmanninum. Liniers kveikti á eldspýtu, en eg rannsakaði likið, því maður- inn var dáinn, höfuðið hafðí verið molað, að líkum eftir “Bolas” Indíána. Eg hleypti af skoti úr skammbyssunni til að vekja liðsmennina í tjöldunum, og samstundis komu varðmenn- irnir tvleir frá girðingunni og sagði Linier þá öðrum þeirra að gera iþá inenn vara við sem voru í gilsmynninu, en við þrír héld- um en lengra upp eftir gilinu, til þess að vita hvort við ekki gætum fundið hinn varðmann- inn, leður eitthvað af hrossun- um Eg bjóst samt við að það yrði til einskis, því víst hefðu Indáánarnir komið hljóðlaust ofan gilið i myrkrinu og tekið öll hrossin og varðmaðurinn væri hertekinn. Eg mæltist til að Liniers sneri ofan að tjöldunum með menn sína, en eg fór upp á hæð nokkra öðru mtegin gilsins, ef ske mætii að eg sæi hvar væru nátteldar Indíánanna. Eg var ekki fyr kominn alla leið, en eg kom auga á eldana, hér um bil eina mílu ofar í gilinu, og áreiðanlega heyrðu þteir til mannmörgum flokki. Eg flýtti mér svo niður í náttstað okkar, með þessi tíð- indi, og voru þar allir af kappi að byggja varnargarða. Liniers kvað annað fyrirsát Indíánanna vera fyrir gilsminninu, höfðu þeir séð náttelda þeirra. Við vorum því sem mús í gildru, og auðséð að Indíánarnir höfðu alt ráð okkar á höndum sér. Hefð- um við haft hestana, myndum við hafa gletað brotið okkur leið út úr fyrirsátinni, en nú var það hesturinn minn einn, sem við höfðum ráð á. Linier tók mig á einmæli og spurði hvað nú væri til ráða. “Við erum með öllu frá,” sagði hann og við bjarmann frá eld- inum sá eg að æðiskend hræðsla skleið úr andliti hans. Fylgdar- menn okkar voru lika vondaufir með að sleppa lifandi úr gilinu, þeim var of kunn grimd Indíán- anna, og að engrar vægðar var þaðan að vænta. Eg sagði Liniers að lífsvon okkar væri nú komin undir því, að mér ta'kist á hestinum að komast fram hjá fyrirsátinni, og ríða til Winthers flokksfor- ingja. Ta*kist það, yrði eg kom- inn þangað að þremur klt. liðn- um, því hesturinn minn væri ágætur. Hjálparliðið kæmi taf- arlaust og Indiánunum tvístrað. Liníers bað mig að lofa sér að fara. “Og því ættir þú að hætta lífi þínu,” mælti hann. “Það er einmitt skylda mín að fara þessa hættuferð.” “Þú gætir ekki rat- að i myrkrinu, auk þess ber þér skylda til að vera hjá inönnum þínum,” svaraði eg. Hann sam- sinti þessu og tók i hönd mina á þann hátt að það lýsti betur til- finningum hans len orð hefðu gjört, og varð eg þess var að honum vöknaði um augu um leið og hann mælti svofeldum orðum. “Það hefði farið betur að Winther foringi hefði farið að orðum yðar. Þér eruð kunn- ugri svertingjum þessum ten ihann, en nú er um seinan að mögla.” — Það flaug samstundis út að eg ætlaði að reyna að brjótast gegnum fyrirsátina og leita hjálpar frá stöðvum Winth- ers, og hver leftir annan kom til að taka í hönd mína, og óska mér skjótrar ferðar. Eg tafði mig ekki á þvi að búa mig undir ferðina. Tii allrar hamingju var hesturinn minn dökkur að lit, og sást því ver á myrkrinu. Eg lagði ekki á hann hnakk, þvi kæmi til kappreiðar hugði eg hann frjálsari, en 2 rtexhleyptar skammbyssur tók eg með mér. Þegar eg svo hafði sopið dug- lega á brennivinsflösku hjá Liniers var eg albúinn. Liniers fylgdi mér út að girðingunni. Þtegar eg kvaddi faðmaði hann mig og kysti á kinnina og þegar eg reið af stað, heyrði eg hann mæla í hátíðlegum málróm: “Dios protege ex hombre” (Guð varðveiti manninn). Eg fór í hægðum mínum ofan gilið og teymdi hestinn og héll mér sem fastast með bröttu gils- hlíðinni, þangað til eg átti eftir mjög skamman veg til næsta éldsins, þar nam eg staðar til að hugleiða hvernig og hvar mest- ar líkur væru til að sleppa frain hjá. Eldarnir voru 6 og við hvern eld sá eg svartar þiistir. Það leyndi sér ekki að Indíán- arnir ætluðu ekki að ráðast á okkur um nóttina, því' j)á hel'ði verið mieiri hreyfing í náttstað j)eirra. Þeir höfðu sezt að á lækjarbakkanum. Tækist mér að þeytast fram hjá fyrsta eld- inum og yfir lækinn var mikið unnið, jafnvel líklegt eg slyppi- Eg hafði oft um æfina komist í hann krappann, en þegar eg með stillingu hugsaði út í á- standið fanst mér það sama og ganga út í vísan dauða. Köld- um svita sló út á enni mér þegai eg virti fyrir mér hvað lá fram- undan. Um leið og eg ætlaði að sveifla mér á bak 'fann eg að eitthvað kalt nuggaðist við hlendi mína, var það trygglyndi hund- urinn ininn hann Domingo. Það var því líkast að hann skildi að eg ætlaði að stöfna mér í hættu, því hann leit framan í mig og vældi. Eg klappaði honum á kollinn, og var því likast að mér ykist hugrekki, þvi eg vissi að hann fylgdi mér hvað sem að höndum bæri. Eg læddist áfram til na'sta eldsins, þangað til eg átti ekki eftir nema 300 flet. Þar sá eg Iiggja marga menn skamt frá eldinum, en við eldinn sátu tveir menn. Þar voru og marg- ir hestar og albúnir. Eg ákvað nú að hlevpa á sprett og kom- ast yfir lækinn, len halda mér þó sem mest við klettana sem voru í hlíðum gilsins. Það var sem hesturinn skildi hvers af honum var vænst, því hann stiklaði afar léttilega og taugarnar titruðu af áhuga. Eg var nú aðeins 150 fet frá eldinum og í næsta spori hlyti leg að sjást. Það var þvi ekki seinna vænna. Eg dróg upp skammbyssuna, klemdi hnén að síðum hestsins, en hann flaug áfram eins og byssuskot og fyr en Indíánarnir höfðu áttað sig var eg kominn til þeirra, en hesturinn sló leinn þeirra um koll. Eg þeysti fram ihjá eldin- um, og var litlu síðar kominn að læknum. Eg heyrði að Indí- ánarnir ráku upp öskur, sem bergmálaði í klettunum í kring. Eg hafði ekkert hugsað um hvar eg kæmist yfir lækinn, en eg man aðeins að hesturinn hent- ist yfir hann, og skil eg ekki hvernig mér tókst að hanga á baki hans. Hesturinn hélt sama spretti og var rétt kominn að seinasta leldinum þegar eg sá margar iþústir á eftir mér og heyrði vatnsgusurnar þegar þeyst var yfir lækinn. Eg vissi að ef mér tækist að komast fram fyrir seinasta eldinn, áðui mér yrði skorin leiðin, væri mér borgið, því ekki drægi Indíán- arnir mig uppi í kappreið; ien það lán átti ekki að falla í skaut mér Á sömu stundu sá eg vegna birtunnar frá eldinum, hvar tveir Inddánar komu ríðandi yfir læk- inn til hægri handar, og fóru sem þeir máttu til þess að kom- ast í veg fyrir mig, höfðu báðir spjót að vopni. Eg stóð betur að vígi ten þeir af því þá bar við eldinn og voru því í ágætu skot- marki. Eg miðaði á þann. sem var á undan, og eftir annað skot- ið féll hesturinn, en Indíáninn kom hart niður. Hinn Indián- inn nálgaðist óðum, og hleypti eg á hann öllum skotunum úr byssunni, en hitti aldrei, og fyr en eg hafði táma til að þrífa hina byssuna, var hann kominn að mér, len í því kom Domingo að, stökk framan í hestinn, svo hann prjónaði, og í því flaug eg fram hjá honum, en svo óheppi- lega tókst til að Domingo lét þar líf sitt fyrir hjálpina, þvi í bræði sinni lagði Indíáninn hann í gegn með spjótinu. Eg hafði reynt að skjóta Indíánann, þeg- ar eg þeysti fram hjá honum, en hepnaðist það ekki af ferðinni, sem var á mér. Þótt Indíánan- um væri kunnugt um að eg var vopnaður, elti hann mig engu að síður og þeir margir saman með afar óhljóði, en eg drógst æ lengra og lengra undan. Mér fanst timinn margir inannsaldrar til þess eg sá eld- ana hjá Winther flokksforingja. Þegar mig bar að, hrópaði varfj*- maðurinn til mín, en eg æpti á móti: “Vinur!” Og reið b?ina teið að tjaldi foringjans. Eg sagði honurrf sögu mína í bráða hasti, og á sama augabragði var trumban harin og allir menn kallaðir til vopna. Eg var svo stirður að eg varla gat staðið, til þess að foringinn hresti mig á brennivíni. Að 5 mínútum liðnum voru 100 manns komnir á hestbak. Við Winther foringi vorum á undan. Hesturinn minn var uppgefinn svo nú var leg á óþreyttum gæðingi. Við riðuin lífreið, og undir dögun komum við að gilinu; heyrðum við þá ákafa skothríð, og dfsa org Indiánanna. Þegav við riðum neðan í gilsmynnið. gleymist mér aldrei það, er þá bar fyrir augu mér. Indíánarnir voru komnir inn fyrir girðing- una, og ihöfðu kveikt i henni, svo hún logaði víða; gjörðu glamp- arnir frá eldinum sýnina enn hræðillegri. Inni í tjaldstaðnum gengumst menn að í návígi. Þegar við hleyptum á vett- vanginn, eggjuðu menn okkar hver annan, með a'far óhljóðum, er lítið munu hafa gefið eftir orgi villimannanna. Við gáfum þeim heldur ekki grið, heldur riðum sem hestarnir komust á flokkinn, skutum og hjuggum til beggja handa alla sem urðu á leið okkar. Indíánarnir vleittu hart við nám, en lögðu um síðir á flótta upp gilið og áttu fótum sínum fjör að launa og skildu eftir 150 af sárum mönnum og föllnum. Félagar okkar, sem við höifðum bjargað, komu nú til móts við okkur, og sumir æptu af gleði. “Hvar er Liniers!” spurðum við, því við höfðuin ekki orðið hans varir. T>eir fylgdu okkur hljóðir þangað sem hann lá, var breidd á hann yfir- höfn. Hann hafð.i Pengið lag í hjartað. “Hann dó sem hermanni sæmdi,” sögðu þeir. “Hann var að bjarga félaga okkar,” sögðu þeir, og einnig það að eftir hálf- an klukkutíma hefði enginn þeirra staðið uppi lifandi. Þrir voru þegar fallnir, en margir sárir. Við jörðuðum aumingja Lin- iers liðsforingja og félaga hans daginn eftir. Það var sorgar- athöfn, þvli hann var vinsæll hjá mönnum sínum. Þann dag í dag heitir gilið Liniers Canadon til minningar um unga fyrirliðann frá Argen- tínu. The Wide Wo-rld Magazinc. E. G. Konungshöllin sem týndist og gleymdist — en fanst aftur. Eftir Ragna.r Ásgeirsson. Frá þ\d er land okkar bygðist og alt þar til Noregur var her- tekinn í þessari styrjöld hafa leiðir fjölda íslendinga legið um Björgvin — eða Bergen, teins og Norðmenn nefna það nú. Þessi mikli verzlunarbær á sér alt að þúsund ára sögu sem bær, síðan Ólafur kyrri lét gera þar verzlunarstað árið 970- Berglen lá svo vel við siglingum og í aldaraðir hafa Norðmenn verið í tölu mestu siglingaþjóða. Frá þeim degi, er kaupstaður var þarna settur, hefir Bergen verið einn mesti verzlunarstaður Nor- egs og Norðurlanda og þar hefi*‘ verið lifað inargbreyttu mlenning- arlífi og hafa varðveitst margar minjar um það frá fornum tím- um alt fram á þennan dag. Sá, sem nálgast borgina frá sjónum, tekur fyrst eftir tvennu, Hákonarhöllinni, sem ris hátt yfir aðrar byggingar, með Rosen- kransturninum í gnend; og hin- um gömlu verzlunarhúsum Hanskaupmannaá Þýzkubryggju. þriggja hæða timburhúsum, sem snúa 18 burstum fram að höfn- inni og standa þétt saman. Þai' eru mjó sund og dimm á milh húsa, enda er sá að vissu leyti kominn aftur í miðaldir, sem gengur þær leiðir. Þjónar verzl- ananna, sem m. a. afgreiddu kryddvörurnar, voru nefndir “piparsveinar.” Hanskaupmenn, ihúsbændur þeirra, lögðu iblátt bann við að þeir giftu sig, og nafnið piparsveinn lifir nú að- eins í einni merkingu, sem ekki þarf að útskýra nánar. En skápar með leynidyrum í híbýl- um verzlunarþjónanna í þessuni gömlu húsakynnum, sanna á- BREZKAR FALLHLÍFAHERSVEITIR fíretar eru nú óöum að koma sér upp öftugum fallhlífahersvcitnm, sem æföar eru meö jiaö fyrir augum, aö veita Djóðvcrjum þær búsif iar, er vænta má aö á sínum tíma, riöi þeim aö fullu; þessar fallhlífahersveitir njóta þess fullkomnasta útbúnaðar, sem mannlegt hugvit enn hefi.r fnndiÖ upp í þessari yrein hcrnaðarátakanna.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.