Lögberg - 07.05.1942, Síða 4

Lögberg - 07.05.1942, Síða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGJ.NN 7. MAÍ, 1942 ------------Högberg------------------------- Qefí6 öt hvern fimtudag af l'HJU tOL,l »HHA i'ltKSS, I.lMiTiiili #¥5 Kargent Ave., Winnipeg, Maniuiba Utanáskriít ritstjörans: KDITOK LÖGBEKG, 69 5 Sargent A’-e.. Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verö $3.00 am árið — Borgist fyrtrfrain The “Dögberg'’ ís printed -nd pub.ished Dy The Columbia Preas, Uimited, 69 5 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 6« 327 Raddir mannúðarinnar Þó menn daufheyrist við mörgu því, sem fagurt er og nytsamt, má enginn daufheyrast við röddum mannúðarinnar, og þá ekki hvað sízt á þeim reynslutímum, sem vér nú daglega horfumst í augu við; hjaðningavígin miklu, sem nú eru háð í þjónustu mannfrelsisins, krefjast samstiltra átaka, og samstiltra fórna; þeir, sem bjóða fram sjálft lífið á hinum blóð- stokkna vettvangi stríðssóknarinnar, eiga heimting á því, að meðbræður þeirra heima fyrir vinni að því sem ein sál, að draga úr sviða þjáninganna, að svo miklu leyti sem auð- ið má verða, með bróðurlegri samúð, ogN kær- leiksríkri fórnarlund; hér er um borgaralega skyldu að ræða, sem sérhverjum heillyndum. manni ætti að vera ljúft að inna af-hendi. 1 fremstu röð alþjóðlegra mannúðarstofn- ana, má telja Rauðakrossinn; svo útbreidd er starfsemi hans orðin, að í raun og veru ma segja, að greinar hennar hríslist eins víða og vorgeislar ná. Og eftir því sem kröfurnar um líkn verða umfangsmeiri, vex að sama skapi þörfin fyrir afl þeirra hluta, sem gera skal; þörfin fyrir starfrækslufé; hér er um staðreynd að ræða, sem enginn má láta sér sjást yfir; nei, enginn! Rauðikrossinn í þessu landi, er nú í þann veginn að hefja umfangsmikla fjársöfnun; meiri og stærri, en nokkru sinni áður hefir verið fram á farið, eða $9,000,000. Þetta verð- ur eina söfnunin í stríðsþjónustusjóð á yfir- standandi ári, og liggur það þar af leiðandi í augum uppi, hve mikils það er um vert, að vel og giptusamlega takist til um undirtektir og úrslit; og þó áminst fjárhæð sé mikil, þá má hún í rauninni skoðast lágmark, til þess að fullnægja brýnustu þörf. Umrædd fjársöfnun hefst þann 11. þessa mánaðar, og verður henni haldið áfram þar til yfir lýkur, og upphæðin er að fullu fengin. Kornið fyllir mælirinn; í þessu tilfelii verða allir að leggjast á eitt, og gera sitt ýtrasta til þess, að takmarkinu verði náð; vitað er það, að ekki hafi allir af miklu að taka; en þó má engum gleymast, að margt smátt gerir eitt stórt; mannúðin krefst þess, að ekki einn einasti sonur þessa lands, ekki ein einasta dóttir þessa lands, daufheyrist við röddum hennar, eins og málum nú er skipað. Thorvald Stauning Á sunnudaginn lézt á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn, forsætisráðherra Danmerkur, Thor- vald Stauning, 68 ára að aldri, stórmerkur stjórnmálamaður og víðsýnn mannvinur; hann heimsótti ísland í tilefni af Alþingishátíðinni 1930, og var alla jafna auðugur af samúðarrík- um skilningi í garð íslenzku þjóðarinnar; nærri má geta, hve þungt slíkum ágætismanni féll hemám Danmerkur, og allur sá óvinafagnaður, er í kjölfar þess sigldi; en hinu er viðbrugðið, hve góða háttlægni hann sýndi í meðferð þeirra örðugu viðfangsefna, er hernámið skapaði, og hve drengilega hann talaði kjark í þjóð sína. Thorvald Stauning gekk ungur jafnaðar- stefnunni á hönd, og hafði með höndum stjórn- arforustu dönsku þjóðarinnar um tvo áratugi af hálfu jafnaðarflokksins; með ári hverju óx vegur hans svo heima fyrir, að hann naut óskifts trausts allra stjórnmálaflokka, hverju nafni, sem þeir nefndust; enda var hann vitur maður og góðgjarn. Thorvald Stauning hafði lítt af skólagöngu að segja, en batt sig ungur við félagsskap verkamanna, og gerðist foringi danskra verk- smiðjuþjóna, er að vindlagerð unnu; hann átti langan þingferil að baki, og hratt í framkvæmd margháttuðum umbótum í þágu þjóðar sinnar. Öskabarn Winnipegborgar Rafkerfi Winnipegborgar, City Hydro, hef- ir réttilega verið nefnt óskabarn bæjarfélags- ins; það hefir síðan 1911 veitt borgarbúum ó- takmarkaðan aðgang að þeirri ódýrustu raf- orku, sem fáanleg er á meginlandi Norður- Ameríku; er hér um sameinarstofnun að ræða, er reynst hefir borgarbúum til mikilvægra hagsbóta, og fært svo árlega út kvíar, að þar komast fá fyrirtæki til jafns við; enda ber stofnun þessi þjóðnýtingarstefnunni glæsi- legan vitnisburð. Löbergi hefir nýlega borist í hendur rekstrarskýrsla City Hydro’s fyrir árið 1941, vandað og fagurprentáð rit, er ber með sér eins og að undanförnu, óslitinn þróunarferil þess- arar vinsælu nytjastofnunar; rekstrarhagnað- urinn nam á áminstu ári ,$461,373.41, og má það undir öllum kringumstæðum kallast vel að verið; í viðbót við bæjarskatta, er námu $88,999.16, greiddi City Hydro í bæjarsjóð upp- hæð, er nam $247,100.00. En á síðustu fjórum árum, hefir slíkt tillag til samans, hlaupið upp á $1,086,100.00, og er það því sýnt, að hér er ekki um nema smáræðisbúbót að ræða fyrir bæjarfélagið. City Hydro hefir verið gæfusamt, að því er framkvæmdarstjórn þess snertir, og nýtur hinnar ágætustu forustu þar sem Mr. Classco á í hlut. Karlakór Islendinga í Winnipeg Islenzkar mannfélagsstofnanir í dreifing- unni vestan hafs, eru ekki fleiri en það, að með drengilegum samtökum, ætti þeim að vera sæmilega borgið; en það verður aldrei um of brýnt fyrir almenningi, hve samvinna á þessu sviði, er mikils um verð. Ein slík menningar- stofnun er Karlakór íslendin^a í Winnipeg, sem um langt áraskeið hefir skemt íslendingum í þessari borg, og vítt um nýbygðir vorar. Karlakórinn hélt nýverið skemtisamkomu í Góodtemplarahúsinu, sem aðeins gott eitt, er um að segja; hinum nýja söngstjóra, Gunnari Erlendssyni, hefir tekist prýðilega til um þjálfun flokksins; hljómfall ágætt, og tón- blöndun mild á blæ; flokkurinn naut ómetan- legs stuðnings, þar sem Birgir Halldórsson var. Allar stofnanir, sem rækt leggja við ís- lenzka tungu, eru þjóðræknisstofnanir; ein slíkra stofnana, er Karlakórinn, og þessvegna ber íslendingum, að styðja hann af ráði og dáð. Húsnæðiseklan í Winnipeg Eins og nú hagar til, er húsnæðiseklan í þessari borg komin á það stig, að til verulegra vandræða horfir; mál þetta er svo alvarlegt, að það krefst skjótrar úrlausnar af hálfu hlut- aðeigandi stjórnarvalda; í sumum húsum er fólki þjappað saman eins og spaðbitum í tunnu; veldur þetta heilsutjóni, og varpar um leið ömurlegum skugga á bæjarfélagið í heild; góð og holl húsakynni, bera menningu hvers bæjar- eða sveitarfélags sem er, fagurt vitni, um leið og hálffúnar og rakar kytrur, eru talandi vott- ur hinnar ömurlegustu ómenningar. Ýmsir þeir, sem farið hafa með völd í bæn- um, hafa talað mikið og fagurlega um þörfina á því, að koma upp húsum, sem væri við al- menningshæfi, að því er verðlag og leigukjör snerti; fram að þessu hefir þar alt endað við orðin tóm, eins og oft hefir viljað brenna við á hinum hærri stöðum. ísland hefir komið á fót ágætum verka- mannabústöðum, sem orðið hafa þjóðinni tii nytsemdar og sæmdar. Því ætti ekki Winni- pegborg, með stuðning iaf hálfu fylkisstjórnar, að geta gert hið sama? Hlátur Englendingar komast þannið að orði um hláturinn og gildi hans fyrir almenna vel- farnan: “Hláturinn er okkur lífsnauðsyn. Uggur- inn og tortryggnin, sem allsstaðar blasa við, er verri en nokkur Lundúnaþoka. Við þurfum að þyrla þessum ófögnuði út úr húsum okkar með ærlegum hlátri, sem hljómar svo hvelt og eðli- lega, að undir tekur í húsunum; og svo bæta þeir þessu við: Hláturinn er eins mikils, eða meira virði, en gull, silfur og demantar; hann er að öllu leyti hollur; hann er hvorki meira né minna en ómetanlegur.” Abraham Lincoln komst þannig að orði um hláturinn: “Eg vinn baki brotnu dag og nótt að heita má. Ef eg kynni ekki að hlæja, mundi eg hníga niður örendur af þreytu.” Guðmundur Guðmundsson orti um hlátur- inn á þessa leið: “Eg elska þig hljómandi hlátur; það er gullstöfum ljómandi letrað hvert blað í lífssögu þess, sem er glaður og kátur.” . I í þessu fplst sígildur sannleikur, sem holt er að festa í minni. Liátaálörf og þjóðarþroski Eftir Þorvald Skúlason. I. Með íslenzku listsýningunni, sem haldin var í sýningarsölum listaháskólans í Kaupmannahöfn árið 1928, var gengið úr skugga um það, að starf myndlistmanna vorra var orðinn veigamikill þáttur í mienningu þjóðarinnar. Þetta var að minsta kosti álit útlendra áhugamanna um listir, og því hafa á síðari árum ýmsir helztu sýningarsalir Norðurlanda verið opnaðir fyrir íslenzkri list. Hefir hún á þann hátt orðið eitt bezta útbreiðslutæki íslenzkrar inenningar. Það væri því lekki óeðlilegt, að áhugi fyrir velgengni myndlist- ariúnar, og skilningur á þýðingu hennar, i frelsisbaráttu þjóðar- innar, hefði vaknað ihjá íslenzk- um stjórnarvöldum. Að þau hefðu sýnt svipaða viðleitni ti! að útbreiða þekkingu á henni hér innanlands leins og útlendir menn hafa sýnt á því, að kynna hana löndum sínum. En sú er þó ekki raunin á. Fáir áhrifa- manna þjóðarinnar virðast hafa gert sér fyllilega ljóst, að mynd- list geti verið menningarmál. Sjá má þetta m. a. af þeirri stað- reynd, að ekkert hefir enn verið gert til að koma hér upp mál- verkasafni eða sýningarsal fyrir málarana. Hafi nokkur efast um tómlæti stjórnarvalda og Al- þingis í þessum málum, tekur það skarið af, að engum dettur í hug að minnast á verndun þeirra listavierka, sem eru í eigu ríkisins, ef til loftárása kemur. Sá stuðningur, sem ríkið veitir málaralist okkar, er að- keypt eru listaverk fyrir nokkur þúsund krónur á ári. En þegar litið er á, að þau málverk sem keypl eru, fara beina leið niður í kjall- arann í Arnarhvoli, og uppeldis- legum áhrifum þeirra ler þar með stungið undir stól um ófyrirsjá- anlegan tíma, eru kaup þessi vafasöm uppörfun fyrir lista'- mennina, og þýðingarlítil frá menningarlegu sjónarmiði. Náin ltynni af málaralist þjóð- ar sinnar, sem borgurum annara menningarþjóða ier gefinn kost- ur á, eru íslenzkum almenningi lokuð, meðan hér er ekkert al- ment listasafn. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve mikil og slæm áhrif sú vöntun getur haft á framþróun myndlistarinnar. Þar eð almenningur er aðalstoð málaralistarinnar hér á landi, getur það haft alvarlegar áfleið- ingar að honum skuli bægt frá því, að öðlast dýpri skilning a myndlist. Par sem ekki er að- gangur að verkum beztu málara þjóðarinnar, en eftirlíkingar og útþynningar ótal fúskara af þess- um verkum eru til sýnis í húðar- gluggum viðsvegar um Reykja- vik, væri ekki undarlegt þó smekkur fólks ruglaðist svo mjög, að því yrði lerfitt um að gera greinarmun góðs og ills. Hættan er greinileg, ef maður gerir sér Ijóst, að áhugi flestra íslendinga á imyndum er sprott- inn af ást þeirra á náttúru landsins, frekar en skilningi á skapandi starfi málaranna. Það ber mikið á þeirri trú meðal almennings, að málaralistin standi og falli með fegurð út- sýnisins. Fólk sækir þvi yfirleitt málverkasýningar til að skoða “staði” og lítur miest á það, hvort að málarinn lýsir þeim rétt í öll- um atriðum, og hversu miklu út- sýni honum tekst að koma fyrir á léreftinu. Það mun þó óhætt að full- yrða, að hefði málaralist okkai ekki annað sér til gildis en að vera nákvæm eftirlíking útsýnis um fögur fjöll hefði hún fengið daufari undirtektir hjá erlendum listdómurum og áhugamönnum en raun er á. í augum slíkra manna er nákvæm eftirlíking málarans á ytra útliti framandi landslags smávægilegt atriði. At- hygli þeirra beinist eingöngu að skapandi gildi myndanna. Hafi málarar vorir eittvað nýtt til brunns að bera, frá listrænn sjónarmiði, er það þetta, sein talið er “íslenzkt” í list þeirra. Útlit Heklu er aukaatriði. Merg- ur málsins er, að eigi málverk að geta talist listaverk, verður það að vera eitthvað meira er. mynd “af einhverju.” Það þarf að hafa sjálfstætt gildi, vera líf- ræn heild, þó á það sé litið með hliðsjón af fyrirmyndinni. Sú staðreynd, að íslienzkir málarar standast dómg útlendra áhuga- manna um listir, ber því vott um að verk þeirra búa yfir öðr- um kostum en eftirlíkingum fag- urra staða. Það er einmitt þetta sem æskiliegt væri að fólk gerði sér fyllilega ljóst. Skilnings- skortur á skapandi gildi lista- verkanna, getur hæglega leitt til þess að lélegusíu afurðir fúsk- ara verði teknar fram yfir skap- andi starf listamanna, einungis af þeirri ástæðu að myndir hinna fyrnefndu oftast lýsa skrautlegu útsýni og frægum fjöllum, en þeir síðarnefndu fylgja köllun sinni í hvaða átt sem húii bein- ist, án tillits til þess, hvernig smekkur fólksins er. Þó að mieirihluti þess fegursta, sem ennþá er skapað í íslenzkri málaralist, séu mikilúðugar landslagsmyndir, hefir skotið upp ýmsum verkum í starfi eldri málaranna, sem benda til að myndlistarhæfileikar okkar verði ekki tæmdir til fulls í landslagslistinni, jafnvel að sköpunar-þörf ýmsra þeirra er gert hafa fjöllin að aðal-við- fangsefnum sínum njóti sín alt eins vel á öðrum sviðum. Það má nefna mannamyndir Jóns Stefánssonar og hestamyndir, sjómenn Finns Jónssonar, “kyrralífsmyndir” Kristínar Jónsdóttur og Júliönu Sveins- dóttur. Og á síðari árum ber meira og mieira á myndum úr lífi fólksins og nánasta umhverf- is þess, á sýningum Jóns Þor- leifssonar, og eru þessháttar mál- verk meðal fiegúrstu verka hans. Það má búast við að yngsta kynslóð íslenzkra málara leggi meiri rækt við þessi verkefni en gert hefir verið hingað til. Listin getur ekki staðið í stað, og fram- þróun ihennar krefst stöðugt nýrra verksviða, og nýrrar með- ferðar á verkefnunum. En skiln- ingsleysi getur, eins og áður er sagt, orðið til þess að fólkið, sem gerði landslagsmálurunum kleift að skapa þýðingarmikil málverk, snúi baki við þeim málverkum, sém ekki hafa hinar glæsilegu útsýnir upp á að bjóða. Það er þó full ástæða til að vona, að svo fari lekki. En til að afstýra þvi er anðvitað nauðsynlegt að fræða almenning um eð'li mynd- listarinnar, og þó einkanlega málaralistarinnar, betur en gert hefir verið hingað til. II. Skifta má þeim, sem fást við að “búa til” myndir, í tvo flokka. Annan flokkinn fylla þeir, sem láta sér nægja algjöra eftirlíking á ytra útliti náttúrunnar, sem líta hana vélrænum augum og stefna ekki að neinum andlegum markmiðum. Hinn flokkinn skipa menn, sem skoða lífið og náttúruna í ljósi ríks hugsanalífs, og geta þvi ekki bundið sig við smá- smugulegar eftirlíkingar þess ytra í verkefnum sínum. Nátt- úran hefir i augum þeirra tvær hliðar: hlutræna og andlega, og ■þær eru lekki aðskiljanlegar. Úr þeim flokki eru þeir, sem hæst hafa borið fána listarinnar, alt frá því fyrsta og til vorra daga, og yfirleitt allir góðir lista- menn. Hinir, sem líta náttúr- una vélrænum augum, hafa ekki not ^f listrænni kunnáttu eða myndstíl, þeim liggur ekkert a hjarta, sem krefst lifandi list - ráhis forms. Þessvegna eiga þeir engan þátt í sköpun myndstíls, og eru því listinni í raun og veru jafn óviðkomandi og Ijósmynda- smiðirnir. Stílar og stefnur inn- an myndlistarinnar er því skapað af hinum flokknum. Hinn sanni málari er í það nánum tengsluin við líf náttúrunnar, að honum nægja engar yfirborðslíkur á henni. Hann ieitast við að finna varanleg einkenni allra hluta og fyrirbrigða, og færa þau í list- rænan búning. Honum er einn- ig mieðfætt að skapa úr því efni er hann hefir til umráða, litun- um og línunum, og rannsaka alla þess möguleika. Þess vegna er hann stílskapandi. Mismunandi stílar og stefnur bera þvi vott um sköpumarþörf, og alvarlega lieit listamannanna, leit að list- rænum stil, sem sé þess megn- ugur, að lýsa til fullnustu við- horfi þeirra til lífsins.— Flestir geta víst verið á sama máli um það, að væru hin ýmsu hljóðbrigði náttúrunnar tekin á hljómplötu, eins og þau koma fyrir, leiddi það leitt ekki til sköpunar nýrra hljómlistarverka. Nákvæmlega það sama gildir um myndir, sem ekki sýna ann- að en nákvæma endurtekningu einhvers hluta náttúrunmar Séu þær lekki bygðar upp með full- komnum skilningi á lögmáli myndarinnar sjálfrar fæst ekki listrænn árangur. Til þess að málverk innihaldi eitthvað af magni lífsins, verður þvi að yfir- færa líf náttúrunnar í líf lita og lína, koma þessu þannig fyrir á inyndfletinum, að þar skapist lífræn heild. Takist þetta er myndin heilstieypt verk, sem lifir eigin lífi, óháð fögrum eða ófögr- um “motivum.” Fegurð hennar er þá innifalin í því, að málar- anum hefir tekist að móta ein- hver aðaleinkenni hins lífræna í náttúrunni í lefni sitt. Þetta eitt er hin sanna fegurð málaralistarinnar. Þeir dómar, sem byggjast eingöngu á útliti verkefnisins, eru því háskalega ýfirborðskendir, og geta vilt fólki algjörlega sýn. Það er nauðsyn- legt að gera sér ljóst að mynd- listin er sprottin af sköpunar- þörf, en ekki einungis eftirlík- ingaþörf, og að það fyrra er þýð- ingarmest. Myndlistin hiefir tekið ýmsum breytingum frá því að fyrstu myndlistamennirnir hófu starf sitt. Líti maður á starf Evrópu- listamanna frá því er ítalski mál- arinn Giotto, .sem fæddist árið 1266 og dó 1327, lagði grundvöll- inn að 'list álfunnar, til vorra tíma (Matisse, Picasso), vekur hinn mikli mismunur á ytra út- liti myndanna athygli manna. En sé þessi verk athuguð nán- ar, gefist manni kostur á, að sjá þau svo að segja hlið við hlið, eins og hægt ler t. d. í París, vek- ur það bæði undrun og gleði að komast að raun um hinn mikla andlega skyldleika og fastheldni við grundvallaratriði málaralist- arinnar. í myndum Giottos og samtíðarmanna hans kemur greinilega fram svipuð viðleitni tíl sjálfstæðrar myndsköpunar og í verkum Matisses og Picassos. Þeir litu á myndina sem sjálf stæðan heim, viðburð í linum og litum, og forðuðust tílvilj- anakendar eftirlíkingar, fylli- lega sannfærðir um hve þýðing- arlaus þesskonar myndgerð er. Þelir beindu öllum vilja sínum og viti að sköpun þróttmikillar myndbyggingar, eins og starfs- bræður þeirra nú á timum. Mis- munurinn liggur aðalega í þvi, að skilningur á meðferð lita hef- ir breyzt mjög og þroskast á síðari árum. Matósse t. d. hefir tekist að gera litina að algjör- lega sjálfstæðum veruleika, og þvi getað leyft sér frjálsræði í meðferð verkefnanna, sem áður var óþekt. Aðal-tilgangur þessarar grein- ar er sá, að vekja fólk til um- hugsunar á því, að myndlistin er skapandi. Hinsvegar er mér fyllilega ljóst, að ómögulegt er að skýra eðli hennar tíl fulls, án þess að sýna um leið myndir af listaverkum og útskýra listræn verðmæti þeirra. Þvi verður ekki komið Við í þetta sinn, en til- ganginum er náð, ef lesendum

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.