Lögberg - 07.05.1942, Síða 7

Lögberg - 07.05.1942, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAÍ, 1942 7 ywwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww's \erzlunarsköla NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar. WMAAAAAAAAAMAMAAAAMAAMAAAAMMAAAAAAAW/ Aðkomufólk Eftir Sigurð Skúlason Það er vor yfir Reykjavík. t’rostmóða vetrarins, þrungin göturyki og kolareyk, er horfin um stund, og sólaskinið glampar rótt sem snöggvast á regnfáðu, sprungnu malbikinu. Niðri við höfn kveður Hegrinn kolaljóð sitt, og því til áréttingar sleppir hann hverju sótsvörtu fanginu af öðru ofan í óseðjandi kolahítir skipanna, sem hann mettar frá hæðum. Fótatak stóriðjunnar er tekið að bergmála í bænum, og hin magaveiku, pólitísku sináskáld iá við 'það andlegan sinadrátt, spúa vindlingareyk í kapp við eimflautur gufuskipanna og bú- ;'st til að yrkja um ríkisnýtingu vélanna, í þeirri von, að þau verði sjálf þjóðnýtt. En Guðjón gamli í Hásnum skilur ekki það, sem er að ger- ast á mölinni úti við himinbláu sundin. Hann hefir ekki verið iaugaður í ilmvötnum nýja tím- ans, og þetta eina skilningarvit, sem hann starfrækir enn i full- homnu sjálfræði, er stíflað ai íslenzku neftóbaki. Guðjón i hásnum á sér ekki neina goðum- horna skáldlega afrá*. Hann verður að láta sér nægja að snýta sér ærlega að fornum sið, urra eins og helsært dýr yfir spillingu aldarinnar og soga að l>vi búnu vænan tóbakskúf af hínu handarbakinu upp i af- skræmt niefið til þess að reyna nð sættast rétt sem snöggvast við tilveruna. Hann er nú alveg hættur að labba sér alla leið ofan i mið- hæ, niður á eyrina, karlfuglinn. Hann hefst að mestu leyti við heima i Básnum nú orðið, ýmist mni við eða á lóðarblettinuni hak við kofann. En af innri hvöt eigrar hann þó daglega nið- Ur á hornið á Vesturgötu og Harðastræti og húkir þar jafnan stundarkorn til þess að mæna a fiskvagninn, sem stendur þar, þó að þetta sé ekki annað en lítil- mótlegur handvagn. Þarna á torgniefnunni stendur hann, studdur vik prik sitt, án þess að uokkur maður veiti honuin at- hygli fremur en gangstéttartetr- mu, sem hann húkir á, enda er hann orðinn sjálfsagt fyrirbrigði á þessum stað um þrjúleytið síð- öegis. Hann hugsar nú lekki Iramar nema eina hugsun, karl- sauðurinn, og hún er eitthvað á Þessa leið: ■—Vont er að vera gamall, en verra ier þó að vera ungur. Það var munur, þegar við Ásdis mín vorum að alast upp, o-já, o-jæja. Hann er orðinn samdauna um- hverfinu að því undanskildu, að hann getUr aldrei sætt sig við sargið í vöruflutningabílunum. Þegar þeir bruna fram hjá hon- um, verður hann myrkur og griettur á svipinn, og þá urrar hann lágt, eins og særð skepna. Heir, sem mæta honum, halda vafalaust, að hann sé að stynja af langvarandi gigtarverkjum, ef þeir á annað borð heyra þá urr- 'ð í honum fyrir skröltinu í bíln- um. Þeir miða þessa glyktun sína að sjálfsögðu við likams- hró þessa langþreytta manns. Guðjón á Básnum ler ekki fœddur í Reykjavík. Hann er ættaður austan yfir Fjall og er sveitamaður1 í húð og hár. Hann hom of gamall til höfuðstaðar- ms til þess að konum væri unt aÖ afklæðast sveitamenskunni °g selja upp þvi lifsviðhorfi, sem mótast hafði i ætt hans í þús- und ár. Hann hafði ekki einu sinni skóaskifti, hvað þá fata- skifti, ,er hann gerðist landnáms- uiaður í ríki malbiksins niðri við hin rómantísku sund, hafði aldrei haft fvrir því áður, er hann fór snögga ferð til höfuð- staðarins, hafði aldrei átt sér þar svört spariföt eins og læknirinn, þresturinn hans og oddvitinn. örlögin höfðu að þvi, að virt- 1 st bundið hann við sömu jörð- ina og faðir hans, afi og langafi höfðu búið á hver fram af öðr- um i óvenjulegri þaulsætni, enda þótt ábýlisrétturinn væri aðeins til ,eins árs í senn, ábýlisréttur, sem segja mátti upp fyrir Mik- jálsmessu ár hvert, en aldrei hal'ði verið stuggað við i manna minnum. Og Guðjón hafði ár- lega goldíð svipaða krónatölu i landskuld af jörðinni og faðir hans hafði áður greitt, og sömu smjörleigurnar af kúgildunum. Hvort tveggja hafði hann jafnan goldið skilvísliega jarðeigandan- um, sem var kaupmaður suður i Reykj avik. Árin liðu hægt og stilt. Guðjón sléttaði árlega ámóta stóran bletí á túninu og hann hafði sléttað á ári hverju, síðan hann tók við jörðinni. Að öðru leyti beið hann þar dauða síns eins og for- feður hans höfðu gert, mann fram af manni, án þess að hon- um og konu hans yrði “barna auðið,” siem svo'er nefnt. En vor eitt, er hann kom ti! höfuðstaðarins til þess að inna af hendi landskuld sína og leig- ur, brá svo kynlega við, að jarð- eigandinn tjáði honum, að þetta yrði nú víst í siðasta skiftið, sem þeir hittust í þeim tilgangi, þvi að í náinni framtíð mundi hið opinbiera, rikiö sjálft, verða eig- andi jarðarinnar. Þetta voru mikil og óvænt tíð- indi, og Guðjón gamli vissi i fyrstu ekki >sitt rjúkandi ráð, botnaði ekki neitt í því, sem kaupmaðurinn var að segja hon- um. Þó að honum hefði verið skýrt frá því, að himintunglin hefðu skyndilega breytt um gang, mundi hann tekki hafa orð- ið nærri eins agndofa. Undrunin varnaði honum máls, enda var hann ekki vanur því að setja i ræður um það, sem fyrir hann bar. En jarðeigandinn, sem vaf veraldarvanur og vissi, hvað klukkan sló, sagði ofboð rólegur á svipinn, að stjórnin hefði á síðasta Alþingi látið flytja frum- varp til laga þess efnis, að ríkinu veittist heimild til að taka vissar jarðir á sína arma, eins og hann orðaði það. Hugskotssjónir vald- hafanna höfðu einmitt beinst að ábýlisjörð Guðjóns gamla, með því að miklar líkur þóttu fyrir því, að þar væri girniJegt að reka í framtíðinni nýtízku ríkisbú- skap, reisa þar sumarbústaði handa miklihæfum, íslenzkúm stjórnmálamönnum, ler slitiö hefðu kröftum sínum tilfinnan- lega í þágu ættjarðarinnar og barna hennar. Þangað var gert ráð fyrir, að tignir erlendir gest- ir mundu sækja þessa valda- menn heim til þess að hvílasL mieð þeiin i örmum islenzkrar bláfjallanáttúru og samgleðjast þeim vegna viturlegra forráða þeirra yfir landi og þjóð. — Svo væri það sumra hyggja, að í ásn- um fyrir ofan bæinn mundii vera fólgnir málmar. Guðjón gamli hafði aldrei fyr gert sér ljóst, hvað Alþingi væri í raun og veru, að það væri eins konar guðleg forsjón smælingj- anna, sárbeitt eða Ijúf, alt eftir því, hverjir réðu þar og hverjir hlut áttu að máli. F'élagsmála- hyggja 20. aldarinnar hafði enn ekki hert hina deigu sál hans í j á r n 1 á g a rvatni nútímaefnis- hyggju, eftir að hún hefði öðl- ast eldlegan lit í hinum póli- tizka afli flokkssmiðjunnar. Sannast að siegja hafði hann ekkert vit á þessu, sem kallað var pólitík og flestir íslendingar voru altaf að tala um. Þess- vegna var heldur ekkert tillit tekið til hans á hærri stöðum. Guðjóni fanst einna helzt, að pólitíkin væri eingöngu bundin við Reykjavik, enda þótt öll fag- uryrðin væru yfirleitt miðuð við fólkið í dreifbýlinu, scm stjórn- málamennirnir fórnuðu öllum kröftum sínum og jafnvel sálar- rósemi. En suður i Rieykjavík sat þetta AJþingi, sem hann ihugsaði sér einna helzt sem eins konar veizluhald þeirra útvöldu. Þar sátu dýrlegustu menn þjóð arinnar á rökstólum ár hvert, meðan á vertíðinni stóð. Um alþingismennina var aldrei talað öðruvisi en í þriðju persónu fleirtölu í karlkyni, enda þóti konur hefðu um skeið átt sæti á þingi. Molarnii’, sem hrutu af borðum þessa veizlufólks við há- borð líísins í höfuðborg þjóðar- innar, bárust að visu austur yfir Fjallið í líki pólitískra blaða. En Guðjón gamli hafði litils orðið vísari, þó að hann læsi þau. Hann sá að vísu tvö stjórnmála- blöð, sem ýmist voru send ó- keypis eða fyrir hálfvirði, af þvi að hann átti heima á pólitísku háþrýstisvæði dreifbýlisins og var auk þess háttvirtur kjósandi. En þessi blöð sögðu að jafnaði hvort annað Ijúga mestöllu eða misski'lja flest alt það, siem þau 'fluttu og nokkru máli skifti, og Guðjón, sem lengi vel hafði verið á sama máli og síðasta blaðið, sem hann fékk, var nú hættur að nenna eða mega vera að því að láta skapa sér 52 stjórnmálavið- horf á ári. Hann var hættur að lesa blöðin. En hann lét af þægð og gömlum vana flytja sig á kjörstað, þegar hetjurnar að sunnan óku um héruð til þess að sækja í sig veðrið undir næstu Aliþingisveizlu. Og hverja hann kaus, valt þá nokkuð á þvi, hvernig honum leizt á mennina, sem í kjöri voru, hve djarf- mannlega þeir sögðu sannfær- ingu sina, og hváða hjarðmanns- bréf hann hafði síðast fengið. Yfirleitt hafði hann talið sér þing og stjórn óviðkomandi sem slik fyr en nú. — Þú getur náttúrlega reynt að fara upp í stjórnarráð og vita, hvað ráðherrarnir kunna að segja, hafði jarðeigandinn sagt við hann að skilnaði. — En eg tel upp á, að þér vierði tafar- laust bygt út í næstu fardög- um. Þeir kváðu ekki ætla að láta neinn privatmann búa leng- ur á jörðinni, bætti hann við. Og Guðjón gamli hafði rölt af slað áleiðis upp i stjórnarráð. Aldrei hafði hann dreymt um, að hann mundi nokkuru sinni voga sér inn í þetta svonefnda hvitahús þarna austan við Lækj- artorgið. Hann eigraði inn um hliðið, mændi siem snöggvast hugstola upp að húsinu, færðist því næst í aukana og rölti inn í húsið. Reffilegur húsvörður spurði hvað honum væri á hönd- um. Guðjón þurft að finna ráð- herrann. —-Hvaða ráðherra? Þeir voru um þessar mundir þrír. Raunar var nú einn þeirra erlendis og annar á ferðalagi norður í landi. En sá þriðji var hieima, og við hann gæti Guðjón fengið að tala eftir svo sem klukkutima. Mað- urinn var ákaflega umsetinn, sem ekki leyndi sér, því að marg- ir biðu hans. Guðjón beið í röska tvo klukkutima. En þá vissi hann heldur ekki fyrri til en hann stóð frainmi fyrir þessum hæst- virta umbjóðanda þjóðarinnar, sem reyndist vera allra viðkunn- anlegasti maður, þó að ekki bæri við fyrstu sýn neitt tiltakanlega á þvi, að hann væri í þjónustu þessa umkomulitla svieitabónda. “Já, svo þér heitið Guðjón Guðmundsson og búið þarna á Núpi. Já, það er nú það. — Ja — það hefir nú verið talið heppi- legt, að rikið tæki þessa jörð — vegna þjóðarinnar. Þér skiljið það, að það verður aldrei hjá því komist, að hróflað sé við iein- hverjum, þegar verið er að vinna að alþjóðarheill,, og því verðið þér nú að verða burt af jörðinni i næstu fardögum. Þér sjáið, að heill almennings — alþjóðar — og stundarþægindi einstakl- ingsins geta ekki altaf samrýmst. En Guðjón gamli botnaði ekk- ert í öllu þessu. Hann ætlaði að fara að útskýra það fyrir ráð- hérranum, hve miklar jarðabæt- ur hann hefði unnið og að þess vegna fyndist honum liann hafa rétt til ábúðar á jörðinni fram- vegis. En í sömu andránni þok- aði ráðherrann honum áleiðis til dyranna, og áður en Guðjón gamli fengi nokkrum vörnum auk heldur rökum við komið, var hann kominn alla leið iit á gang og rétt að segja dottinn aftur yfir sig niður stiga — en annar maður kominn til ráð- herrans, inn í helgidóminn. Eins og smælingjum er títt, þegar þeir koma af fundi stór- inenna, var Guðjón gamli i hálf- gerðri leiðslu, er hann kom út lrá ráðherranum. Hann áttaði sig naumast á því, sem gersl hafði. Honum fanst heimsókn sin í stjórnarráðið hafa verið einna áþekkust furðulegum * draumi. En eitt hafði honum þó lærst, og það var, að vegir stjórn- málamannanna væru honum og hans líkum órannsakanlegir. öllu veruleika-kendari var sú staðreynd, að Guðjóni gamla og konu hans var liygt út af jörð- inni vorið eftir. Fyrir Mikjáls- messu neytti rikisvaldið glæsi- fegra aflsinuna við þennan fá- tæka smælingja, sem alla æli hafði verið trúr yfir litlu og ár- lega hafði bætt annars manns jörð — og boðaði honum skilyrð- islausa brottför hans af jörðinni. sem hann og forfeður hans höfðu tekið trygð við í full 300 ár. Þannig varð hin jarðneska for- sjón á undan þeirri forsjón, sem lætur menn deyja, “þegar alt er komið í kring.” í krafti þess- ara nýtizku örlaga skolaði straumur nýja timans þeim Núpshjónunum vestur yfir Fjallið ásamt nokkrum föggum, heimild fyrir lítistandandi upp- boðsskuldum, sem hæpið var, að innheimtast mundu, og’ tveini vagnhestum, sem þau hjónin riðu fiet fyrir fet vestur í óviss- una. Guðjón gamli festi kaup á gömlum steinbæ i Vesturbænum. Hann lenti þannig í þeim hluta Reykjavíkur, þar sem forn bæj- arbragur lifir enn í kolunum, ef að er góð. En þau Núpshjónin áttuðu sig ekki á slíku. Guðjón gamli gerðist ökumaður í skjóli þess, að hann átti tvo unga vagn- hesta. Þau hjónin höfðu ' i nokkur ár nægilegt að bíta og brenna, og klárarnir gerðu sitt gagn i þjónustu heildsalanna niðri i bæ, sem þurftu að láta flytja vörur til viðskiftamanna sinna víðsvegar um bæinn. En svo .vildi það til, að at- vinna Guðjóns gamla minkaði skyndilega á einhvern dularfull- an hátt. Það gerðist á tæpu ári. Allir vöruflutningar heildsal anna urðu blátt áfram að engu einmitt um það leyti, sem Guð- jón átti að rétlu lagi að fara að yngja upp klárana sina. Og brátt rak að þvi,.að hann hætti alveg að eiga erindi ofan í bæ. Það var engum blöðum um það að fletta: heildsalarnir voru að fara á höfuðið, enda var líka óspart talað um kreppu í blöð- unum, og engin ástæða var til að efast um, að þau segðu satt i þeim efnum. Svo lögðu þau Guðjón og kona hans hestana sína 'loks sér til munns, og vagn- arnir voru^seldir hæstbjóðanda, þeim hjónunum til framdráttar. Alt þetta entist þeim skamt. En er það var upp étið, gerðist Revkjavíkurbær forsjá þeirra eins og svo inargs aðkomufólks, sem löggjöf þjóðarinnar studdi ínn á hina aflíðandi þurfamanna- braut. Þau héldu áfram að eiga heima i Básnum og öðluðust kenningarnafn af honum í stað þiL'ss að vera kend við bæinn sinn austur i faðmi blárra fjalla. Nú voru þau hætt að gera víð- reist, fóru ekki einu sinni ! kirkju. Guðjón gamli var stóri vísirinn á heimilinu. Hringrás hans var Túngata — Garðastræt- ið — Vestnrggtan og Bræðra- borgarstígurinn. Hann skreidd- ist út úr Básnum flesta daga árs- ins með hækkandi sól. En gamla konan eigraði rétt út fyrir Báslóðina til þess að kaupa þeirn i matinn. Hún var litli vísirinn í lilveru þeirra hjónanna. Það er laugardagur. Guðjón gamli er á heimleið neðan ai' horninu á Garðastradi og Vestur- götu. Hann er kominn heim undir básinn, svo að hringferð hans í dag er senn lokið. Nú þarf hann að fá sér miðdegis- blund, draumlausan lúr, til hressingar langþreyttum likama sínum. En sál hans ónáðar nú ekkert framar nema neftóbaks- leysi og svo þetta annarlega skrölt í vörubílunum, sem gamli maðurinn heyrir, en skilur ekki. Hann órar ekki. fyrir því, að það eru þessir bílar, sem hafa útrýmt hestvögnunum hans af götunum og gert hann sjálfan að óþörfu hjóli í þjóðfélagsvél- inni, heldur argar bílaskröltið ! eyrum hans eins og óskiljaleg dómsraust — illur bifur. Þannig fór um þennan full- trúa gamla tímans, þennan skil- getna son feðranna í þúsund ár. Skyldi röðin nokkurn tima í svipuðum skilningi koma að full- trúum nýja tímans, þeim inönn- um, sem vörubilunum aka? —(Samtíðin). Ví SUR Morgunsól Vonin eykur veldi sitt, vængjar gleðibraginn; þegar blessað brosið þitt býður góðan daginn. Kvöldsól Glitra fe*ll i geisJadúk, greypt i stellingonum. Skygnist Elli öfundsjúk út úr fellingonum. Sól og öfund Stilin gylla góðlynd vill grös á sillum fjalla. Þoku-fyllum öfund iill eys á milli hjalla. Hreiðar E. Geirdal. Our Printing Service i íti cltaracter and is personal n c Tbe bet- intimate m contac . we ter class P foducing ^aS take pnde 'nl tinCtive clien- W?n * owe usVe opportumty ottervingyom 695 SABCENT A.VEN0E, \ninnipeo

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.