Lögberg - 28.05.1942, Side 4

Lögberg - 28.05.1942, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAÍ, 1942 ----------iögbcrg-------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjörans: KDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Falsaðar 'afsakanir Flugmarskálkur Þjóðverja, Hermann Goering, skellir nú allri skuldinni á veðrið fyrir það, hve örðuga aðstöðu þýzki herinn eigi um þessar mundir á austurvígstöðvunum; það sé alt saman bannsettum rússneska vetrinum að kenna, hve tafist hafi fyrir um úrslitaárás á Rússann, og þá hafi það síður en svo bætt úr skák, hve rækallans vegirnir austur þar, hafi að þessu sinni verið seinir á sér að þorna, að veturinn í Rússlandi væri illvígari í þetta sinn, en svo mörgum sinnum áður, nær ekki nokkurri átt, að því er veðurfregnir þaðan herma, og um hitt verður heldur ekki deilt, að þar í landi voraði í ár, að minsta kosti venju- lega snemma. ‘“Hann falsaðri afsökun í hana tróð og eggjaði sína þjóð.” Þannig komst Stephan G. Stephansson einu sinni sem oftar, eftirminnilega að orði. Hermann Goering hefir auðsjáanlega lítið af réttmætum afsökunum, og þá verður honum ekki flökurt af að grípa til hinna fölsuðu, því með einhverjum ráðum varð að verja frum- kvöðul “nýja skipulagsins,” nýja þrælahalds- ins, og þó slíkt yrði gert á kostnað sannleik- ans, þá munaði það hvort sem væri minstu; um óskeikulleik Hitlers mátti ekki undir neinum kringumstæðum efast; þýzku þjóðina þurfti um fram alt að eggja, og þá var vitan- lega ekkert því til fyrirstöðu, að kenna rúss- neska vetrinum um ófarirnar, og bera á borð fyrir hana, í stað fata og fæðis, falsaðar afsak- anir í öllum hugsanlegum myndum. Nú er það komið á daginn, að Adolf Hitler á engu óhægra með að misreikna sig en aðrir dauðlegir menn; engu síður en þeir andstæð- ingar hans, er trúa á lýðræðið, og málaforustu hafa með lýðræðisþjóðum. Skömmu eftir að Frakkland gafst upp, 'flutti Hitler eina af sínum nafntoguðu gor- geirsræðum, þar sem hann meðal annars komst þannig að orði: “Framvinda stríðsins síðustu tíu mánuð- ina, hefir sannað alþjóð manna það, að eg einn hafði á réttu að standa; að andstæðingar mínir, allir undantekningarlaust, óðu reyk.” Að vísu voru landrán Hitlers þá komin á góðan rekspöl með að ná hámarki, og að því leyti gat hann haft eitthvað til að gorta af eins og þá var ástatt. En veður er ekki ávalt lengi að breytast í lofti; og þótt hann enn reyni að bera sig borginmannlega, þá sýnist nú margt benda til þess, að útreikningar hans í seinni tíð hafi ekki verið sem allra ábyggi- legastir, og munu það fáir harma, að fylgi- fiskum hans á sviði ofbeldisins og landráns- stefnunnar undanskildum. Og því að skella allri skuldinni á rússneska veturinn einmitt nú? Alveg eins og það væri nýtt fyrirbrigði í veðurfarssögu Rússlands, að snjór kæmi úr lofti og veður gæti orðið hryssingssamt! I byrjun síðastliðins árs, flytur Hitler enn ræðu, og lét þá þannig um mælt: “Þetta nýliðna ár, hefir í raun og veru gert út um stríðið. Sagan mun skrá það og sanna, að tíma vorum var vel varið á því herrans ári.” Jú; það var svo sem ekki mikil hætta á því, að hann misreiknaði sig, blessaður sauð- urinn. Og hvað munaði hann um það, þó hann bætti við óvinahóp sinn tveijnur stór- þjóðum, Rússlandi og Bandaríkjunum? Eftir að líða tók á yfirstandandi ár, fór að kveða nokkuð við annan tón í herbúðum Adolf Hitlers, og þýzkra Nazista yfirleitt; þá var byrjað á að gefa það í skyn, og rússneska vetr- inum kent um, að svo gæti auðveldlega farið, að stríð þetta gæti orðið nokkru langdrægara, en búist hefði verið við í fyrstu, þó úrslit þess vitaskuld gæti ekki orðið nema á einn veg, eða Þjóðverjum í hag; nú segir Hermann Goering. að sjálfsögðu fyrir munn Hitlers sjálfs, að þýzka þjóðin verði að vera við því búin, að fórna öllu, neita sér um alt, til þess að tryggja sér og “nýja skipulaginu” fullnaðarsigur; og þetta á meira að segja að geta drengist lengi; jafnvel von úr viti. Naumast þarf að vænta skjóts afturhvarfs hjá þýzku þjóðinni, eins og málum er skipað í landi hennar; að höfði þjóðarinnar er kúg- unarsvipan sýknt og heilagt reidd, þrátt fyrir hungur og harðrétti, og hún getur ekki af sjálfsdáðum frelsað sig þó hún fegin vildi. Erindi Flutt við allarisvígslu x Vogar kirkju, 17 maí '42 Eftir séra Valdimar J. Eylands. "Fyrir þessu altari skulið þér fram falla." Jes. 36:8. Frá ómunatíð hafa menn reist ölturu í þeim húsum sem sérstaklega eru helguð trúar- þörf þeirra og viðleitni til að finna sannleik- ann um veru Guðs og vilja. Þetta mun einnig hafa tíðkast löngu áður en tekið var að reisa bænahús eða kirkjur. Orðið altari er af latneskum uppruna og þýðir upphækkun. Virð- ist nafnið gefa í skyn að hærra eigi að bera á altarinu en umhverfinu annars. Ef til vill er nafnið líka táknræns eðlis, og ætlað til að benda á þann sannleika að hugir mannanna eigi . að stefna hærra en ella er þeir standa frammi fyrir altari Drottins. Altarið kemur mjög við sögur helgirita Biblíunnar eins og sézt af því, sem fróðir menn benda á, að nafnið altari komi þar fyrir 426 sinnum. Ölturu virð- ast hafa verið reist frá fornu fari í tvenns- konar tilgangi: sem staður til að bera fram fórnir, og sem minnisvarðar til þess að síður skyldi fyrnast yfir ýmsar þær sérstöku vel- gjörðir sem menn töldu sig hafa orðið fyrir frá Guði. Þá er fyrst talað um altari í ritning- unni er sagan af Nóa hefir verið sögð, og frá því greint hversu hann bjargaðist úr flóðinu mikla. Strax og hann fann fast land undir fótum, reisti hann Drotni altari, segir sagan, og lagði þar fram þakkarfórn sína. Er Móses hafði leitt landa sína út úr Egyptalandi, og komist með þá heilu og höldnu yfir á Sínaí skagann reisti hann altari, er hann nefndi Jave-nísi, þ. e. Drottinn er mitt hermerki. Er Jósúa, eftirmaður Móse, hafði unnið nokkurn hluta fyrirheitna landsins undir sig og lýð sinn, tók hann tólf steina úr farvegi Jórdan árinnar og notaði þá í undirstöðu í veglega altarisbyggingu. Steinarnir tólf táknuðu tólf ættkvíslir ísraels. Bæði Davíð og Salómon réistu ölturu á ýmsum stöðum. Af sálmabók Gamla Testamentisins er það ljóst að ölturu voru ekki aðeins reist hér og hvar, og látin standa út á víðavangi sem vörður eða minnis- merki, heldur voru þau nátengd lofgjörð og bæn í guðsþjónustunni. í einum sálminum lesum vér: “Send ljós þitt og trúfesti þína, þau skulu leiða mig, svo að eg megi inn ganga að allari Guðs.” í 84 sálminum lesum vér þessi fögru bænarorð: “Hversu yndislegir eru bú- staðir þínir Drottinn hersveitanna. Sálu mína langaði til, já, hún þráði forgarða Drottins. Nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lif- andi Guði. Jafnvel fuglinn hefir fundið hús og svalan á sér hreiður, þar sem hún leggur unga sína,—ölturu þín Drottinn hersveitanna.” Með komu Krists, og hinum nýja sið, sem hann boðaði með persónu sinni og lífi, virðist hafa orðið nokkur breyting á skoðun manna á altarinu, og tilgangi þess. Nú þurfti þess ekki lengur með til slátur eða brennifórna, því hin fullkomna fórn var fram borin í Kristi sjálfum. Altarið varð nú fyrst og fremst helgi- dómurinn mikli í húsi Drottins, og táknaði sér- staka návist hins eilífa með tímans börnum. Upp frá þessu varð það mönnum sífeld áminn- ing um bænrækni, lotningu, tilbeiðslu og bræðralag sín á milli. Að Kristur sjálfur hafði þennan skilning á altarinu er ljóst af orðum hans:” Ef þú ert að bera gáfu þína fram á altarið, og minnist þess þar að bróðir þinn hefir eitthvað á móti þér, þá skil þú gáfu þína þar eftir fyrir framan altarið, far sæztu fyrst við bróður þinn, og kom svo og ber fram gáfu þína.” . Af því sem nú hefir sagt verið um upp- runa altarisins og þá hugsjón sem það túlkar, ætti það að vera ljóst, að þegar vér í dag reisum hér altari Guði til dýrðar, og til minn- ingar um merka konu, sem lifði og starfaði á meðal yðar þá höfum vér fyrir oss fordæmi aldanna, svo langt sem sögur greina. Altarið hefir fylgt mannkyninu á þroskabraut þess frá fyrstu bernsku til þessa dags, og mannkynið hefir fylgt altarinu. Hér er því ekki um að ræða leyfar frá kaþólskum sið, eins og ýmsir virðast ætla, heldur er hér haldið uppi hug- sjón, sem vissulega er tímabær fyrir hverja kynslóð. "Fyrir þessu allari skulið þér fram falla." Vér kristnir menn, finnum oss ljúft og skylt að falla fram fyrir altari Drottins. Að vísu föllum vér ekki fram í sama skilningi og Gyð- ingar fornaldarinnar, sem báru fram brenni- og sláturfórnir, ekki heldur á þann hátt sem hinn kaþólski kirkjugestur, sem bindur við altarisþjónustuna endurnýjaðan fórnardauða Krists við hverja messugjörð; vér föllum fram fyrir helgidómi Guðs sem lúin, lömuð, breisk og brotleg börn föðurins á himnum; vér beygj- um holds og hugar kné í auðmjúkri tilbeiðslu um máttinn til að lifa samkvæmt þeirri köllun, sem vér erum kölluð með. En það er einnig annað heilræði úr hinni helgu bók, sem eg vil leyfa mér að leggja yður bygðarmönnum á hjarta við þetta sögulega og hátíðlega tækifæri, þetta: “Þér eigið að falla G/Ví-TO RELIEVE HUMAN SUFFERIN6 $9,000,000.00 IRED PLEASE DO YOUR SHARE This space donated by TbH&WSUfA M.D. 74 fram fyrir einu altari." (2. Kron.). Eg held þessu heilræði fram yður til athugunar eins fyrir því þótt mér sé fyllilega ljóst að á þessum slóðum muni vet^a fólk með ef til vill mjög mismunandi og fráleitar trúar- skoðanir. En það er von mín og bæn, að eins og þér sýnduð lofs- verða og eftirbreytnisverða ein ing og samhug í því markverða fyrirtæki að byggja þessa kirkju, svo megi sama einingin og bróð- urhugurinn ríkja í þeim guðs- þjónustum, sem fara fram frammi fyrir þessu altari, að í hugum allra, sem hingað sækja helgar tíðir megi bærast sama lotningin fyrir þessum helgi- dómi Guðs, og að hann megi á- valt minna yður á það, sem bezt er og fegurst í heimi. Þetta altari gefur kirkju yðar nýjan svip. Megi það einnig vekja hjá yður meðvitund um návist Drottins á þessum stað, vekja yður til lifandi trúarsambands við höfund lífsins, skapa yður bænrækni og bróðurhug í anda og að dæmi Drottins Jesú Krists. Þetta ætti að verða yður öll- um þeim mun léttara og ljúf- ara er þér minnist þess að eng- inn trúarflokkur eða kirkjudeild hefir einkarétt á notkun altaris- ins, það er ekki sérmerki nokk- urs flokks, heldur sameiginlegt tákn allra andlegra eftirleitana mannsins. Það er ofur eðlilegt að menn hafi misjafnar skoð- anir um trúmál, og að margt kunni að bera á milli. Hver maður hefir rétt á sinni skoðun, og s'amvizkufrelsi, einnig í trú- málum, er eitt þeirra verðmæta, sem menn nú berjast fyrir á blóðugum vígvöllum að ekki verði frá þeim tekin. En aldrei hefir verið meiri þörf á samúð, skilningi, þolinmæði og um- burðarlyndi á meðal kristinna manna en einmitt nú. Enda er það einn af þeim góðu ávöxtum. sem virðast nú þegar teknir að spretta upp úr blóðvelli og sár- um raunum samtíðar vorrar, að óðfluga dregur nú saman með hinum ólíkustu deildum og flokkum kristinna manna. Eg hygg að enginn hygginn maður harmi þá þróun. Á stríðstímum hverfa allir stjórnmálaflokkar og stefnumunur frammi fyrir hinni brennandi nauðsyn sam- eiginlegra átaka. Þá aðeins geta þjóðirnar alið skynsamlega von um sigur, ef allir góðir borgarar standa saman. Kirkjan á nú í vök að verjast víða um heim. Henni er ógnað og henni hótað því að hún skuli afmáð af jörð- unni. Á slíkum tímum ber kirkjunni að rannsaka sögu sína og hinar andlegu innstæður, sem hún vill .vernda. I þessu nýja stríði sem kristnir menn nú heyja fyrir tilveru sinni, og við- haldi þeirra verðmæta og stofn- ana, sem þeir hafa þegið að erfðum hljóta þeir að leitast við að finna samnefnara hugsjóna sinna og leggja áherzlu á hann fremur en hið sundurleita. Menn þurfa nú, frekar en nokkru sinni fyr, að gjöra sér það ljóst að kristindómurinn á aðeins eitt altari, eina trú, eina skírn, einn Guð og faðir allra. og einn vin og frelsara sem er meö þeim alla daga. Að vísu er Kristur enn sá klettur, sem klýfur elfu mann- kynsins eins og ávalt á liðnum tímum. En samt eiga allar kvíslir mannkynsins þau sam- eiginlegu örlög að þær fljóta að feigðarósi. En þótt persóna Krists sé yfirnáttúrleg að ýmsu leyti svo stórbrotin, að allir menn geta ekki séð hann, fylgt honum né gjört sér grein fyrir honum á sama hátt, þá sameinar hann þó alla um viss viðfangsefni, ef þeir annars leit- ast við að fylgja honum í fullri alvöru. Allir geta til dæmis sameinast um siðfræði hans og lífsspeki að því er snertir sam- búðina við meðbræður sína. Því þá ekki að byrja þar hina sameiginlegu viðleitni og sam- starf? Þar ætti að geta orðið umdeilulaust upphaf sameigin- legrar vegferðar allra, sem vilja á einhvern hátt hlýða vegsögu hans í lífinu. Jafnvel hinir fyrstu lærisveinar hans, sem SKRASETNING HINNA ATVINNULAUSU MANNA ÞEIR, SEM VERÐA AÐ SKRÁSETJAST Sérhver maður milli 16 og 69 ára aldurs, sem er atvinnulaus, eða nýtur ekki borgaðrar vinnu eftir 31. maí 1942, verður að skrá- setjast. Eftirgreindir eru undanþegnir: Stúdentar við fult nám, eða fólk á geðveikrahælum, fangelsum, sjúkrahúsum, eða heimilum fyrir gamalmenni og lasburða fólk, eða þeir, sem koma undir reglugerðina 1942 um Nauðsynjastörf (Scientific and Technical Personnel). SKRÁSETNINGARTlMI Ef þér ekki hafið þegar skrásett yður á atvinnu eða kröfuskrifstofu Atvinnuleysistrygginganefndarinnar síðastliðnar tvær vikur, eða hafið ekki fengið atvinnu, er yður skylt að skrásetjast áður en liðin er vika frá 1. júní, 1942, eða ýinan viku eftir að þér mistuð atvinnu, eða nutuð ekki borgaðrar vinnu eftir 31. maí, 1942. Athygli: í Calgary, Edmonton, Hamilton, London, Montreal, Quebec, Toronto, Vancouver, Windsor og Winnipeg, er yður skylt að skrásetjast á þeim degi, sem sýndur er gagnvart fyrsta staf i föðurnafni yðar. A til C—mánudag 1. júní D til H—þriðjudag 2. júní I til M—miðvikudag 3. júní N til S—fimtudag 4. júní T til Z—föstudag 5. júní SKRÁSETINGARSTAÐIR 1. Á atvinnu- eða kröfuskrifstofu Atvinnuleysistryggingarnefndar, ef þér dveljið innan fimm mílna frá borg eða bæ, þar sem Atvinnu og Kröfuskrifstofa er; eða 2. Á næsta pósthúsi, ef þér búið ekki í, eða dveljið innan fimm mílna frá borg eða bæ, þar sem Atvinnu og Kröfuskrifstofa er starfrækt. ENDURNÝJUN Þér verðið að endurnýja skrásetningu yðar að minsta kosti tvisvar á mánuði, ef þér eruð utan atvinnu. Að tilskipan Stjórnaráðssamþyktar P.C. 1445 frá 2. marz, 1942 HUMPHREY MITCHELL, Verkamálaráðherra. UNEMPLOYMENT INSURANCE COMMISSION Winnipeg, 280 William Avenue

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.