Lögberg - 28.05.1942, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAÍ, 1942
Á SKARÐSHEIÐUM
Fimtándi kapíiuli
Joan fór upp í svefnherbergi sitt. Hún
hafði ekkert sagt um þá fyrirætlan sína að
hitta Ivan á póstsleðanum og fylgjast með hon-
um út yfir skarðið. Hún staðnæmdist við fóta-
gafl rúmsins hjá tösku sinni, en gekk svo yfir
að glugganum og leit niður á póstsleðann, sem
þar úti stóð albúinn til ferðar. Svo gekk hún
aftur að rúminu, tók töskuna, losaði í snatri
alt úr henni með skjálfandi hendi, gekk fra
dótinu á sínum stað, og töskunni aftan við
hurðina, þar sem hún vanalega stóð. Þá skrif-
aði hún nokkur orð með blýanti á pappírsblað,
stakk því í umslag, sem hún svo lokaði og fór
með niður í stofuna, rétt þegar Clarke var að
fara út til að hefja för sína með póstinn.
“Stattu við augnablik, Slim,” sagði hún og
rétti honum umslagið. “Ivan bíður þín við
veginn. Fáðu honum þetta og segðu honum
að lesa það. Þú getur staldrað við á meðan,
og kallað mig að símanum þegar þú kemur tii
Haights.”
Clarke tók við umslaginu og leit á það,
leit svo til hennar og brosti. Eg skal kalla þig
að símanum og láta þig vita hvað Ivan segir.
Þú átt víst við það, er ekki svo?”
“Jú. Þegar til þess kemur, Slim, þá erum
við ábyrgðarfull—”
“Jæja þá, hugsaðu ekkert um það, Joan.
Eg skil hvað þú átt við. Hefi eg rétt fyrir mér
um það?”
Joan leit beint framan í hann.
“Nei, Slim. En heyrðu — enga farþega í
dag.”
“Nú-jæja.” Clarke fór út og Joan hjálp-
aði Hector við morgundiskana. Malmquist
lagði á stað skömmu á eftir Clarke, og Les
Herron beitti hestum fyrir heygrindina og fór
á stað til að annast um gripagjöfina.
Joan kallaði George Haight, sem sagði
henni að veðurofsinn væri alt af að aukast. '
Hún fór inn í dagstofuna, lagðist í iegu-
bekkinn þar, og lét aftur augun; þá lét þreyt-
an eftir svefnlitla nótt til sín taka, svo hún
blundaði bráðlega.
Er klappað var á bakdyrnar vaknaði hún,
en heyrði Hector opna þær og rödd Ivans ber-
ast sér.
“Eg er hérna, Ivan,” kallaði hún.
Ivan kom þegar inn í stofuna. Hann gekk
yfir að legubekknum og stóð þar starandi á
Joan. “Eg fékk miðann þinn,” sagði hann þur-
lega.
“Hefðir þú nú bara haft síma, Ivan, gæti
eg hafa sparað þér ferðina út að póstsleðanum.
Mér þykir vænt um að þú skilur —”
Ivap hló.
“Eg skil þetta mætavel.”
“Jæja, það er alveg eins og eg skrifaði:
Við getum ómögulega tekið nokkra farþega á
póstsleðann í dag. Alt ferðalag póstanna er
nú óvissu háð. Slim getur ekki komist með
hestana upp í Skarðið, hefir jafnvel fitjarnar
með sér, og Steve Allison kemur með póstinn
neðan frá járnbrautinni upp í Skarðið, en alveg
er óvíst um það hvenær hann kemst þangað.
Svo við verðum því að bíða einn dag enn, eða
þangað til óveðrið —”
“Nú-jæja! hugsaðu ekkert um póstinn,”
sagði Ivan og gretti sig glottandi. “Eg hefi létti-
sleðann minn hérna úti, hefi líka beztu hest-
ana mína fyrir honum og við getum orðið á
undan póstinum yfir Skarðið. Við þurfum
enga áhyggju að hafa út af heiðinni. Eg hefi
aldrei lent í því veðri er hamlað hefir mér
frá að komast um Skarðið með þessum farkosti
mínum. Farðu og náðu í töskuna þína.”
Joan settist upp á bekknum. “Við getum
ekki farið í dag, Ivan,” sagði hún og leit á
hann bænaraugum. “Við verðum að bíða.
Alvarez brást okkur og stakk af í gær frá
járnbrautarstöðinni, án þess jafnvel að koma
póstinum fyrst upp í Skarðið, og Philip varð
að fara alla leið niður að járnbraut eftir póst-
inum. Það kom öllu á ringulreið, og við getum
ekki komið því í rétt horf fyr en á morgun.
Pabbi er ekki kominn og eg verð að hafa um-
sjón með þessu öllu — segja öllum fyrir verk-
um. Og ef þessi hríðarbylur.—”
“Crew getur ráðið fram úr hverju sem að
höndum ber.”
“Eg vil vera hér í dag, Ivan. Eg verð að
gera það.”
Ivan greip harðneskjulega um handlegg
henni. “Heyrðu, Joan, er hugur þinn að breyt-
ast. Þetta var þín eigin hugmynd. Þú komst
sjálfkrafa heim til mín” — hann dró augun í
pung — ”og baðst mig að gera þetta. Eg læt
ekki hafa mig að flóni. Náðu töskunni og láttu
dót þitt ofan í ha'na. Heyrirðu það? Búðu
Þig—”
“Nei.” Joan reif sig úr greip hans “Eg
hefi reynt að skýra —”
“Joan,” sagði Ivan í hótunartón, “þú veizt
betur en reyna að gabba mig, vona eg.”
“Þú hefir loforð mitt um þetta,” sagði
Joan, og það stendur gilt. Hvað gerir svo til
um einn dag, Ivan? Þú ætlaðir þér að bíða
til vors; hefði eg ekki — haft orð um þetta.
Hví ertu svona argur út af eins dags bið?”
“Af því eg veit hvers vegna þú vilt. vera
hér í dag. Og eg ætla ekki að líða það. Þú
vilt vera viss um að Philip sleppi úr óveðrinu.
Eg er orðinn þreyttur á öllu þessu dekri við
Philip. Einn daginn er hann að fara héðan
og þann næsta ér hann hér enn, og nú vilt þú
vera hér —”
“Ó, Ivan, hættu þessu-” Joan stóð skyndi-
Iega á fætur, gekk út að glugganum, en sneri
sér jafnskjótt við og kom aftur yfir að legu-
bekknum. “Láttu mig nú eina, vertu svo
vænn. Eg er að gera mitt bezta viðvíkjandi
þessu. Hamingjan góða! Eg hefi reynt að
skýra fyrir þér —” Hún gekk eins og vana-
ræðalega til og frá um stofuna, stanzaði svo
frammi fyrir honum og sagði enn: “Ef þú
heldur þessu áfram, Ivan, eigi framtíðin aó
verða svona, þá get eg beint út ekki haldið á- '
fram með — ráðagerðirnar.” 7
“Jæja þá, Joan, við förum þá ekki út yfir
heiðina í dag. En ef þessu óveðri léttir af á
morgun, eigum við þá að fara?”
“Já, auðvitað. Ef fært verður, Ivan. Et'
alt er — eins og vera á.”
“Þú lofar því?”
“Það er loforð mitt.”
“Á póstsleðanum. Með Philip?”
Joan horfði óhikað á hann, um leið og
hún sagði með áherzlu: “Já! Ivan.”
Ivan leit á úr sitt. “Jæja, eg ætti þá víst
að komast heim á leið.”
“Nei. Farðu ekki, Ivan. Láttu hestana
þína inn í hlöðuna. Eg þarfnast ef til vill að-
stoðar þinnar.” Hún leit aftur út um glugg-
ann. “Hamingjan góða,” andvarpaði hún,
veðrið er að versna!”
“Hugsaðu ekkert um það, Joan. Eg skal
vera hér kyr um hríð og létta af þér hugar-
angrinu út af því,” sagði Ivan.
“Við skulum fá okkur kaffibolla,” sagði
hún.
Þau fóru fram í eldhúsið. Hector helti
kaffi í tvo bolla og setti fyrir framan þau á
borðið. Ivan fór tafarlaust að drekka úr sínum
bolla, en Joan horfði eins og annars hugar á
sitt kaffi og færði bollann svo fjær sér.
Síminn hringdi og Joan hljóp að honum.
Clarke var að tala í hann.
“Eg er að Haights,” sagði hann. “Heyrðu,
Joan, eg verð að —”
“Er Philip kominn?”
“Nei, ekki enn. Hann gæti það ekki. Eg
verð áreiðanlega að nota snjófitjarnar upp í
Skarðið. Þegar eg kallaði til Billy, gat eg
naumast heyrt til hans, en hann sagði að
Adele hefði skroppið nokkurn spöl niður eftir,
skarðsveginum og telja sjálfsagt að eg veroi
að nota fitjarnar áður en eg komist miðja
vega upp að krókaleiðunum þar. Svo við
George keyrum hestana eins langt upp eftir
og unt er að koma þeim, ég læt svo á mig
fitjarnar og held áfram gangandi með fyrsta
flokks póstpokann á bakinu, en George snýr
aftur með báða hestana hingað niður eftir.”
“Þetta er hyggilegt, Slim. En heyrðu.
Farðu um vetrarslóðina á leið að skarðshæð-
unum, og mætir þú Philip þar ekki, þá segðu
George að fara um sumarveginn í bakaleið-
inni niður eftir. Skilurðu hvað eg á við?”
“Við hittum hann líklega á leið okkar upp
eftir, eða eg mæti honum á leið hans niður úr
skarðinu.”
“Eg veit — Er fyrsta flokks pokinn mjög
þungur, Slim?”
“Nei; eg get vel borið hann þvers um axlir
mér eins og hnakkpoka.”
“Farðu þá gætilega, Slim. Veigraðu ekki
fyrir þér að snúa aftur, sé ófærðin of mikil.
Og hafðu stöðuga gát á því hvort þú sjáir
nokkuð til ferða Philips.”
Þau lokuðu símanum og Joan kom aftur
fram í eldhúsið. Gekk yfir að glugganum og
staðnæmdist þar.
“Komdu og drektu kaffið þitt,” sagði Ivan.
Hún hélt áfram að horfa út um gluggann.
Skömmu eftir hádegið kallaði Mrs. Haight
í símanum og gat þess að annað hross Ivans
hefði skilað sér heim þangað.
“Það er Nellie,” sagði hún Joan. “Hryssan,
sem þið keyptuð af okkur í sumar sem leið.
Hún kom rétt núna.”
“Var hún aktýgjalaus?”
“Já. Billy Harris sagði George í morgun,
að hann hefði látið Philip taka með sér hnakk
og beizli í sleðanum, og við ímyndum okkur—”
“Er George kominn aftur?”
“Svo að segja nýkominn. Á uppleiðinni
ráku þeir sig, Clarke og hann, hvergi á sleða
Philips, og á heimleið sá George ekkert tii
Philips. Við hyggjum áð Philip hafi lent út af
götunni einhversstaðar á leið héðan upp í
skarðsbrekkuna, annars hefði Georg eða Slim
séð til ferða hryssunnar þar efra. George er
nú að neyta matar síns og ætlar svo að leggja
strax á stað aftur til að litast um út eftir veg-
inum. Slim varð auðvitað að nota fitjarnar
á leið upp í skarðið.”
“Segðu George að fara til og frá milli
vetrar- og sumar-brautanna,” sagði Joan.
“Hann hefir ætlað sér að fara upp veg-
inn meðfram ánni, ef að Philip —”
“Nei. Segðu honum að fara þar sem eg
hefi bent á. Eg skal fá einhvern annan til
að leita upp með ánni,” svaraði Joan.
“Alveg eins og þú vilt. Og, eftir á að
hyggja. Eg var alveg nýbúinn að tala við
Billy, og hann segir að Adele sé lögð á staö
ríðandi niður skarðsveginn eins langt og verð-
ur komist til þess að mæta Slim og létta póst-
pokanum af herðum hans.
“Kallaðu mig strax ef þú fréttir nokkuð,”
sagði Joan.
“Það skal eg gera”’ svaraði Mrs. Haight.
Bob Crew var rétt kominn utan frá svefn-
skálanum og sat hjá Ivan við matborðið í eld-
húsinu. Joan settist einnig við borðið hjá
þeim.
“Bob,” sagði hún, “Nellie er rétt komin
heim að Haights. Philip hlýtur því að hafa
Tom til reiðar. Ef Philip léti nú Tom leita
sjálfráðan undan veðrinu, myndi hann sækja
yfir að ániii í áttina til Barston, heldurðu það
ekki?”
“Ja, eg veit nú ekki nema hann ráfaði
lengra en það, og reyndi að ná árgötunni í
námunda við sumarbrúna og fara þar yfir
ána og komast hingað þá leiðina. Heldurðu að
Philip hafi vilzt af réttri leið?”
Já. Þeir George og Slim mættu honuni
ekki á vetrarslóðinni né heldur á sumarveg-
inum. Philip væri nú kominn til Haights,
hefði hann ekki hrakist af réttri leið. Eg er
viss um hann hafi gefið Tom lausan tauminn.”
“Það lítur svo út sem eg ætti að komast á
stað þangað yfirum,” sagði Crew.
“Nei. Vertu kyr hér.” Joan stóð upp úr
sæti sínu við borðið. “Ivan, beitt þú hestun-
um fyrir sleða þinn, keyrðu um Barston niður
að ánni og svo undan vindi eftir árbrautinni
hingað heim. Og vertu svo góður að komast a
stað undir eins.”
Ivan hló. “Þú hlýtur að vera orðin frá-
vita, Joan. Sú leið væri skefld í kaf, alveg eins
og Skarðsvegurinn. Eg kæmist þar ekkert á-
leiðis.”
“I morgun snemma bjóst þú við að geta
komist áleiðis.”
“Eg hélt að við — hélt að eg mætti reyna
það.”
“Það eina, sem eg fer fram á, Ivan, er aö
þú reynir það nú.”
“Nei, þakka þér fyrir. Eg gæti nú ekki
heldur séð tíu fet fram undan mér. Eins og
eg lít á þetta, að ef maður vill ranglast út
hingað frá Chicago, þá gæti hann —”
“Jæja þá, vertu svo vænn að hafa ekki
fleiri orð um þetta. Eg fæ þá sleðann þinn að
láni.” Joan tók yfirhöfn sína niður af snaga
nálægt eldavélinni.
“Nei, það fær þú ekki.”
“Hvers vegna ekki?”
“Af því eg vil ekki að þú takir hann. Það
er alt og sumt. Þú færir þarna yfir um og
festist í fönninni; hvað yrði svo um hestana
mína?”
Crew stóð á fætur. “Eg ætla að fara
þarna yfir um. Læt þig ekki gera það, Joan.”
“En eg hefi nokkuð annað, sem þú getur
gert fyrir mig, Bob! Hamingjan góða, hví
látið þið mig ekki —”
Hún greip yfirskó sína aftan við stóna, lét
þá á sig í skyndi, klæddi sig í yfirhöfnina, þreif
úr vasa hennar rauðu vetlingana og hljóp út
úr húsinu. Ivan leit til Crew og hljóp svo á
eftir henni. Á miðri leið út að hlöðunni náði
hann henni.
“Jæja þá, Joan,” sagði hann. “Þú sigrar.
Farðu aftur inn í húsið. Eg skal fara, ef þú
heldur það óhjákvæmilegt. Og finni eg hann,
er þér bezt að hafa hann sem lófadjásn og láta
hann sofa í ylnum undir eldastónni.”
Án þess að mæla nokkurt orð sneri Joan
við og fór aftur inn í húsið. ,
“Ætlar hann að fara?” spurði Crew.
“Já. Og það sem eg vil að þú gerir, Bob
— en eg vildi ekki minnast á það meðan Ivan
var hér inni, því hann myndi ekkert fara, ei'
hann vissi að einhver annar færi þangað yfir
um — er það, að þú farir niður í skógvarðar-
stöðina og fáir hóp eftirlitsmanna, eins marga
og þú getur, fil að fylgjast með þér út að sum-
arbrúnni og þaðan í dreifing um árbakkagöt-
una alt að skarðsveginum. Hvað heldur þú
um þetta?”
“Það er gott ráð, Joan. Hafi hann gefið
Tom lausan tauminn, þá myndi hrossið áreið-
anlega fara þá leið í áttina heim hingað.”
“Það sem eg óttast, er, eins og þú skilur,
að Philip reyni að stefna hestinum áleiðis til
Barston og — þú veizt hvað af því leiddi. Ein-
tómt hringsól.” ,
“Mér er það vel kunnugt. Hefi lent í slíku
oftar en einu sinni,” svaraði Crew, og gekk
þegar áleiðis að útidyrunum.
“Bob.”
Hann nam staðar. “Hvað þá, Joan?”
“Eg veigra mér við að segja það, Bob, en—
í stað þess að allir eftirlitsmennirnir fylgdist
með þér, er betra að þú biðjir tvo þeirra að
fara til Barston og — svo upp með ánni.”
“Þú meinar þar sem Ivan — þangað sem
þú baðst Ivan að fara?”
Joan horfði ekki gegnt föstu augnaráði
Crews. Kinkaði bara ögn kolli til viðurkenn-
ingar.
Crew fór svo út en hún settist þreytulega
á stól við borðið.
“Heyrðu, Joan.”
Joan leit upp. Hector stóð rétt hjá stóln-
um, sem hún sat á.
“Hvað hefir þú í huga, Hector?”
“Ja, þetta er nú utan við minn verkahring,
en eg gat ekki annað en heyrt það sem þið
Bob voruð að ræða um. Eg þekki nú Tom-
hrossið býsna vel. Þótt flest önnur hross
myndi ráfa undan hríðarbylnum og smá-mjaka
sér í áttina heima á leið, þá er um annað að
tala með Tom. Það sem mér datt í hug um
þann hest, er að hann sneri bara tagli gegn
élinu og ráfaði á undanhaldinu þangað til byln-
um létti af. Þannig myndi hann stefna beint
norður um hjallann þar og rétt fram hjá
Lawrence-heimilinu þarna uppi í —”
“Hector!”
Sexiándi kapítuli
Joan stökk á fætur upp af stólnum. Með
opnar varir og kafrjóð í andliti starði hún á
ráðskonuna. Hún stóð þarna hreyfingarlaus
eitt augnablik, en huldi svo eins og í krampa-
kendu æði andlitið í höndum sér.
“Hvað er að þér, Joan? Sagði eg —”
“Ó, Hector!”
Joan leit upp með geislandi, tárþrungnum
augum og titraði öll eins og í þögulli hláturs-
raun.
“Ó hví datt mér þetta ekki í hug. Eg hefði
mátt vita hvað Philip myndi gera. Leita í
Lawrence-hýsið — hælið okkar áður undan oí-
viðrinu. Hann hefir auðvitað farið þangað.”
“Jæja, en eg veit ekki—”
“Eg veit það! Sjáðu nú til Hector: hann
reyndi líklega að stefna Tom í áttina að hæl-
inu, þegar hann fór að láta berast með hríðar-
bylnum. Tom er hvorki reiðhestur eða fjall-
ferðahross, og hefir líklega trássast við að
kafa í fannkynginu upp eftir hjallahæðunum,
svo Philip hefir slept honum og brotist áfram
gangandi upp í Lawrence hælið,” sagði Joan,
stóð svo eins og hugsi nokkur augnablik áður
en hún bætti við: “Þú gætir náð tali af skóg-
varðarstöðinni og beðið þá þar að láta Bob
síma hingað þegar hann kemur þangað. Og þú
segir honum þá að hvaða niðurstöðu eg hafi
komist og hann skuli ekkert hugsa um að
leggja leið sína yfir sumarbrúna, heldur að-
eins gegnum Barston með tvo eftirlitsmennina
út eftir veginum að brúnni, og rekist þeir ekki
á Philip, þá bara að koma heim. Þessi ráðstöf-
un er — aðeins varúðar-bending; eg veit að
þetta sé eins og eg hefi sagt. Þú veizt hvernig
það er, Hector; maður hugsar og hugsar, reynir
af beztu getu að nota heilann, og finst svo alt
í einu eins og — að manni sé hvíslað.”
Joan þreif af sér rauðu vetlingana, vafði
Hector örmum, kysti hana og hrópaði hrærð-
um huga: “Þú, uppáhaldið mitt, gerðir það.
Mintir mig á Lawrence-hælið. Ó, Hector, við
höfum fundið hann!”
Joan fann hest sinn ganga upp og niður af
mæði, nam því staðar, studdi handleggjum á
söðulhornið, hallaði sér og lagði ennið á þá til
hvíldar og varnar gegn bitrum hríðarofsanum,
og beið þess að hesturinn næði að jafna sig.
Hún hafði nú verið á hestbaki heila
klukkustund og var þó enn komin aðeins skamt
út fyrir takmörk Linden hjarðversins.
Hesturinn fór nú að draga andann með
minni fyrirhöfn, og hún hóf þá aftur för sína.
Framundan bólaði nú ögn upp úr fönn-
inni á girðinguna, sem Joan vissi að lægi með-
frma götunni að brúnni; hún reið með henni,
unz að opnu hliði kom, sem hún fór út um, og
sá þá brúna gegnum óveðurskófið. Yfir brúna
reið hún svo á seinagangi, þar sem veðurofs-
inn beljaði um hana hindrundarlaust upp um
árgilið.
Við brúarendann lét hún hest sinn nema
staðar. Þarna var árbakkabrautinni venjulega
haldið opinni af hjarðbændunum, er ofar
bjuggu í dalnum við fjallsræturnar. Nú var
brautin illa skefld, en þó ekki enn alófær.
Þrem mílum sunnar, beint í fang veðurofs-
ans, varð komist að brautinni, er upp að LaW-
rence-hælinu lá. En þaðan sem Joan nú hinkr-
aði við, vissi hún um aðra og styttri leið, sem
lægi á ská upp að fjöllunum og þvers um
hina slóðina í námunda við Lawrence hælið-
En gæti nú ekki þessi skágata legið ofar
yfir réttu slóðina, en þar sem Philip væri að
brjótast áfram í fönninni upp að hælinu?