Lögberg - 11.06.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.06.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ. 1942 5 sania rétti skyldu og mæta Úaladier, Paul Reynaud, Pierre ^ot, Guy la Chambre og Gamelin hershöfðingi. Það reyndist eri'ilt að orða á- kæruna. Sorpblöðin töldu Blum ^iga sök á striðinu, þau ásökuðu hann um að vera Gyðing og hafa komið af stað ringulreið innan hrakklands. Þrátt fyrir það, að dómistóllinn var sérstaklega l'yrir þetta mál sitofnaður, varð ákær- an samt að vera lögleg, og þetta reyndist erfitt. Atriðum ákæru- skjalsins var t'jórum sinnum hreytt, og hinir föstu rannsókn- ardómarar neituðu að takast starfið á hendur. Þetta er skýr- 'ngin á hinurn óvenju langa und- irbúningi málsins. Þjóðverjarnir, irönsku Hitllers-sinnarnir og hin- ir ofistækisfylstu afturhaldssinn ar urðu óþolinmóðir. Þá ákvað Pétain að dæma sjálfur í máli Léon Blum og hinna annara, sem ákærðir voru, eftir tilvisun hins svokallaða “Réttlætisráðs.” Léon Blum var ekki leyft að læra fram neina vörn. Án nokk- Hrra skýringa frá hans hálfu var hann dæmdur til fangelsisvistar í kastala nokkrum, af hinu sjálf- skipaða yfirvaldi. Til þess að finna hliðstætt dæmi um réttar- íar verður inaður að leita langt aftur d tímann, er hnefaréttur- inn ríkti. Það, sem gerir alt þetta mál ennþá fyrirlitlegra er það, að þrátt fyri þennan dóm er Leon Blum enniþá háður dutl- Ungum dómstólsins í Riom, 'sem samkvæmt ákvörðunum Pétain hefir vald til þess að kveða upp enn þyngri dóm. . Sannleikurinn er sá, að stjórn- málamennirnir i Vichy voru hræddir við opinbert réttarhald i þessu máli. Þeir vissu, að Léon Blum myndi koma sigursæll úr þeirri viðureign, honum mynd> ekki aðeins takast að hrekja á- kærurnar á glæsilegan hátt, heldur myndu einnig staðreynd- irnar og skjölin, sem fram yrðu að koma, varpa mjög ónotalegu Ijósi á Pétain og fylgifiska hans. Það skal látið nægja að nefna aðeins eitt dæmi þessu til sönn- unar. Það var í forsætisráð- herratíð Léons Blum, sem fjár veiting til landvarna náði há- uiarki, og það eru ekki einungis tölurnar, sem sanna það, heldur einnig heillaóskir frá háttsettum Vichi-manni sem Blum fékk i því tiilefni. Það var þess vegna nauðsynlegt að dæma Léon Blum án þess að gefa honum kost á að hrekja þann róg, sem hrúgað hefir verið kringum hann. Ofan á þetta réttar- hneyksli hafa Pétain, Darlan, Lucheau, Joseph-Barlthélémy og óll Vichy-klíkan bætt grimd og hræsni. Fyrir fangelsi völdu þeir kastala í óheilnæmasta hlut:. Lrakklands, sem stendur 5000 fet yfir sjó, á afskektum hjalla t Pyreneafjöllunum, sem einung- is er hægt að komast að með þvl að fara upp 506 stigaþrep. Léon Blum, sem nú er að komast á gamalsaldur, er haldið í klefa, sem er svo rakur og kaldur, að ómögulegt er að hlýja hann. Lað er ekki einungis af tilvilj- un, að hann og þeir aðrir, sem úkærðir voru, hafa verið látnir i iþennan óheilnæma og dimma hastala. Meðan Vichy-mennirnir ivggja á hann þessa likamlegu raun, hafa Þjóðverjar bakað 'honum hræðilegar sálarkvalir. Samkvæmt fregn í blaðinu “France” hefir einn af bræðr- um hans, Lucien Blum, verið skotinn í Paris sem gisl. Nazist- arnir kunna manna bezt að hvelja. Lóon Blum hefir borið með aðdáunarverðri ró allar þær raunir, sem honum hafa verið lagðar á herðar af hinum ó- drengilegu óvinum hans. Hann hefir í þessum kringumstæðum sýnt þann mikla kjark, sem er e>nn af hans sterkustu eigin- leikum. Hann hefir aldrei látið hugfallast. Léon Blum lifir fyrir hugsjónir jafnaðarstefn- Unnar og lýðræðisins, í ást á landi sínu og sannfæringunni um sigur bandamanna, og hann nýtur þeirrar virðingar og hlýju, sem hinar vinnandi stéttir Frakklands hafa, þrátt fyrir all- ar hindranir, sýnt honum. —(Alþbl. 14. inarz). Tímamót á Grænlandi Ameríkumenn eru að um- iurna öllu þar: Eskimóa- siúlkurnar jafnvel komnar í silkinærföl. RISASTÓR FLUGVÖLLUR VIÐ GODTHAAB f Klaupmannahafnarblaðinu “Social-Deniokraten” birtist í haust grein um hernaðaraðgerðir Ameríkumanna á Grænlandi, sem þeir hafa framkvæmt i öryggis- iskyni, og aflleiðingar þeirra. Þar er og farið inörgum orðum um eftinlit Ameríkumanna i Græn- landi og rikir þar nú meira frelsi en áður var. Þannig helir nú verið numið úr gildi það bann, sem áður var við því. að útlend- ingar, sem dveldu á Grænlandi, ifæru úr einu héraði til annars, án sérstaks leyfis. Þannig geta t. d. verkamennirnir, sem vinna á kryolitnámunum við Ivigtut nú farið í leyfistímum sínum til hinna ágætu veiðisvæða á þess- ari stærstu ey heimsins, en það var þeim bannað áður með lög- um. Þessar ferðir fara námu- mennirnir venjulega í vélbátum, sem þeir hafa keypt af Ameríku- mönnum, en laun þeirra hafa hækkað um tiu af hundraði síð- an Ameríkuinenn komu, en laun annarra starfsmanna hafa hækk- að um firntán af hundraði. Það virðist ekki vera neinn skortur á ýmsum tegundum af vörum á Grænlandi. Hin stóru, amerísku vöruhús 'hafa sent inn á hvert heimiti fallegar vöru- skrár, ,sem pantað er svo eltir. En venjulega liða fjórir til fimm mánuðir áður en hinar pöntuðu vörur koma til kaupandans, en það þykir, jafnvel á grænlenzk- an mælikvarða, mjög sein af- greiðsla. Ein afleiðingin af hin- um nýju verzlunarviðskiftum milli Ameríkumanna og Græn- lendinga er t. d. sú, að græn- lenzkar Eskimeyjar eru nú farn- ar að ganga í amerískum silki- nærfötum, en sagan segir, að þær séu ekki eins hrifnar af þeim og konur, sem búa á hlýrri istöðum á þessum hnetti. Þær kunna miklu betur við uillarföt- in. Dvöl Ameríkumannanna á Grænlandi hefir einnig orðið ti! þess, að konur frá Bandarikj- unum hafa flutt þangað, en ekki hefir verið skýrt frá þvi, hvað þær hafa þar fyrir stafni. Þó er fullvjst, að þær eru farnar að læra flönsku þar. í þorpinu Godthaab á vestur- strönd Grænlands varð nýstár- Legur atburður fyrir ekki löngu síðan. Ameríkumönnum hafði nefnilega dottið í hug að senda' þangað fáeinar rauðskjöldóttar kýr. Hinir innfæddu horfðu skelfdum augum á þessar ný- stárlegu iskepnur og börnin urðu lafhrædd við þær. Þau héldu, að þeitta væru einhverjai galdraskepnur. Hið heimisfræga ameriska HudsonsflóaféJag hefir þótt ein- kennilegt megi virðast, hafið út- flutning til Grænlands á skinn- um og feldum, en þar er, eins og kunnugt er, nóg af slíkri framleiðslu. Hið anieriska félag selur tóuskinnið á 50 krónur og bjarnarfeldinn á 200 krónur. Áður fyr fengu grænlenzkir 'feldaframleiðendur 300 krónur fyrir tóuskinnið og 1000 krón- ur fyrir bjarnarskinnið. Það þarf ekki að Jýsa afleiðingunum af þessari ráðstöfun hins ame- riska félags. • Aðaltekjulind Grænlands er kryolitnámurnar, sem alumin- ium er unnið úr, en það er mjög þýðingarmikið efni til ergagna- framlieðslu. Kryolitframleiðslan hefir tvöfaldast síðan Ameríku- menn komu þangað og hefir það auðvitað stóraukið tekjur Græn- lands. Áður fyr kostaði tonnið af þessari vöru 1000—4200 krón- ur. Venjuleg framleiðsla er 10,000 tonn, og ef hún hefir tvöfaldast, eru tekjurnar orðnar allmiklar á grænilenzkan m.æli- kvarða. Skömmu éftir að Ameríku- menn tóku Grænland í sína um- sjá, isettu þeir lögregluvörð við náinurnar. • Ameríkuinenn hafa samið á- ætlun um að byggja flugvöll á Grænlandi og á hann að kosta um 20 miljónir dollara. En menn vita ekki, hvar hann á að vera, en ef að líkum lætur mun hann verða einhversstað- ar nálægt Godthaab á vestur- ströndinni. En það er áreiðanlegt, að margt er nú að breytast á Græn- landi og nýr gustur menningar blæs þar um þjóðrlifið. —(Ailþbl. 11. marz). DÁNARFREGN Þann 12. /mai s.l. hlaut hvíld- ina hinstu, að elliheimilinu Betel á Gimli, ekkjan Guðný Jónina Helga Friðfinnson, eftir langvar- andi vanheilsu. Banameinið var krabbamein innvortis. Hún var ekkja Páls Friðfinnssonar land- námsmanns i Argylebygð, sem dó 1932. Fædd var hún 2. febr. 1864 að Hallbjarnarstöðuni i Hörgárdal, í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Jón ólafs- son, sýslumannsskrifari og Helga Jónasdóttir. Mun Jón hafa verið ættaður þar úr Hörg- árdalnum en Helga að líkindum norðan úr Rieykjadal. Með for- eldrum sínum fluíttist Guðný vestur um haf 1879, og þá frá Eskifirði, þar sem faðir hennar hafði verið skrifari hjá Tul- iniusi kaupmanni. Settist þá fjölskyldan að nálægt Sandy Bar, um tvö ár, en fluttist svo til Winnipeg um tveggja ára skeið en að því enduðu til Argylebygðar 1884, námu land að Brú, sem, varð pósthús sveit- arinnar. Skömmu siðar giftist Guðný Páli Friðfinssvni, bróður Jóns tónskálds, og námu þau land ii ha'ðunum í sunnanverðri bygðinni. Þar bjuggu þau góðu búi, og voru styðjendur alls fé- lagsskapar og framfara hygðinni til heilla, um 40 ára skeið, en þá fluttu þau til Baldur. Kftir lót manns sins þar, var Guðný til heimilis i bygðinni og víðar, j>ar til hún i'yrir nær tveim árum fékk samastað á Betel. Guðný var eirrstaklega kristin kona og kom það fram í starfi og lífi hennar alla æfi. Með heimilis- störfum sínum fann hún tima og tækifæri til þess að vera sunnudagaskólakennari um 40 ár. Og áhrif hennar á barns- sálir svo fjarska margar á aldr- inum rétt fyrir fermingu, getur enginn mælt eða metið. Og við prestarnir, sem með henni áttum gæfu til samstarfs við kristna upid'ræðslu, þökkum innilega slikt fórnfúst og kærleiksríkt starf. Og margir munu þeir sem enn kunna bezt bænir og útskýr- ingar Guðnýjar i sunnudagaskól- anum bæði að Grund og Brú og Baldur. Yfir slíkt fyrnist ekki auðveldlega. Einnig var Guðný skrifari Argyle kvenfélagsins svo að segja frá byrjun, og Brú félagsins, þar til höndin fór að stirðna við skriftir og yngri at- hafnakonur léttu af henni starfi. Samvizkusemi, einlægni og jafn- an hið bezta til mála lagt ein- kendu alt hennar starf. SHk framkoma gefur fögur eftirdæmi. Guðnýju lifa tveir synir: Jón timbursali við Pontex, Sask. og Victor húsabyggingamaður í Winnipeg. Systkini Guðnýjar á lífi eru: ólafur Oliver, i Baldur, Man. og Lilja, (Mrs. S. Peters), Cypress River, Man. Jarðarför Guðnýjar fór fram frá Brúar- kirkju 14. mai að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Hún hvílir i Brúargrafreit. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. DÁNARFREGN Friðrik Hjálmarsson Reykja- lín, ættaður úr Barðarstrandar- sýslu og fæddur þar 9. nóv. 1873, af ætt séra Friðriks Jónssonar (Reykjalíns), er síðast var prest- ur að Stað á Reykjanesi, lézt snögglega af hjartaslagi í Sel- kirk, Man., þann 3. júní. For- eldrar hans voru Hjálmar Frið- riksson Reykjalín og Metta Páls- dóttir. Bernsku- og ungþroska- ár sín var hann í Norður- Dakota. Ungur að aJdri kvænt- ist hann, bjó um hríð í Pine Vralley, i Blaine, V\Tash. og i Lynden, Wash. Einn síns liðs og einmana kom hann til Mani- toba sumarið 1930, og átti lengst af heima á Gimli; bjó hann þar oft við þröngan kost. Hann var karlmenni að burðum á yngri árum, um margt vel gef- inn og fróður, talsvert hagorður og haifði unun af ljóðum. Aldrei kvartaði hann um hagi sína við neinn; þakklátur var hann þeim er sýndu honum hlýleik á ein- hver hátt. Fáum dögum fyrir Lát hans átti sá er þetta ritar tal við hann, var hann þá gunnreif- ur og glaður, þótt hann liði af sjúkdómi þeim, er leiddi hann til dauða og hefði lengi gert. Vil eg nú túlka þakklæti þeim er glöddu hann, “meðan hann enn var á veginum með þeim.” Útförin fór fram í Selkirk þann 5. júní Sá er þetta ritar mælti kveðjuorð og jós moldu. S. Ólafsson. Ferming að Lundar Sunnudaginn 31. maí var % ferming í Lútersku kirkjunni að Lundar, Man. Bygðarfólkið hafði safnast saman úr ýmsum áttum til þess að taka þátt í fermingar- guðsþjónustunni, einhverri þeirri stærstu, sem hefir farið fram þar um slóðir nú um mörg ár. Nátt- úran var í allri sinni vorfegurð. SóLskinið, sem heltist yfir sveit- ina fögru vildi, að því er virtist fegra daginn sein mest hinum ungu, sem þarna hétu því að ganga á Guðs vegum það sem eftir væri æfinnar, samkvæmt kenning og lífi Jesú Krists. ís- lenzka og enska var um hönd höfð í messunni. Hafði verið til alls þessa vandað hið mesta af vakandi og fórnfúsum huga safnaðarfólksins, undir leiðsögn og starfi ihins vinsæla og virta prests þeirra, séra Martin Oy- gard. Hann er norskur að ætt, söngmaður ágætur og fiðluleik- ari, ljúfmenni í framkomu og öllu prestsstarfi. Það er gæfa hverju ungmenni að eiga sam- Leið í kristindómslærdómi með eins góðum • presti, því persónu- leg framkoina kennir eins mik- iö og fyrirlestur og útskýring orða. Söngflokkurinn söng þrjú sérstaklega æfð lög og tókst vel. Voru þau: “The Spacious Firmament” by Haydn; “Beauti- ful Saviour” the Crusaders Hymn, og “Hymn of Youth.” eftir J. Sibelius. Feriningarræðu á íslenzku flutti séra E. H. Fáfnis frá Glenboro, sem var gestur safnaðarins þennan dag, og að- stoðaði við ferminguna. Að sögn kunnugra voru á fjórða hundrað manns við messuna, þvi kirkjan reyndist alt of lítil öllum, sem viðstaddir voru. Hér fara á eftir nöfn ferming- arbarnanna: Frá Oak Point: Gerald Verne Breckman Kristján Allan Backman Ivristyeig Lillian Backman Thora Florence Halldorson Daisy Elaine Beattie Matthew Listmayer Mary Listmayer Johann Listmayer. Frá Mary Hill District: Rósa Erickson Lilia Líinarsson Thomas Herman Archibald Sig- fússon John Albert Thorgilsson Paul Finnbogi Thorgilsson Marino Bjarni Nordal Guðný Margrét Hólmfriður Nordal. Frá Lillesve: Gustav Magnús Thorgerson Agda Eugenia Thorgerson Glen Gharles Crave. Frá Lundar: Rose Halldorson Helen Anna Claire Ingimundson Norma Thorunn Johnson Halldóra Pálsson Elenor Joyce McKenzie Thora Kjapiotla Loftson Lillian Constance Oliver ólafia ölafson. • Sunnudaginn 24. mai fermdi séra Oygard þessi börn við Mulvihill: Sophie Ziesman Arnold Ziesman Evelyn Johnson Betty Johnson Peter Mollerson John Mollerson Ester Mollerson Stanley Juniper E. H. Fáfnis. SÉRPLÆGNI Margir státa á miði þröngn mikið láta, og til sin finna, en hafa ei gát á réttu og röngu, ræða úr máta — afbrot hinna. HUGHREYSTING Lifið fær oss forlög rétt — friður grær i sinni, bróðir kæri berðu létt böl þótt særa kynni. SÖNGFUGLINN Andleg iseglin eru þanin yndi og friður ríkja hér, þegar góða söngva svaninn sjá og heyra fáum vér. M. Ingimarsson. ENGLENDINGAR eru litlir stjórnmálamenn. segir einn af kunnustu blaðamönnum þeirra. — Til þess er þjóðin of gæflynd. Englendingur gerir að gamni sinu á krepputimum, moglar á friðartímum, gerir aldrei uppreisn, nema þá í gamni, til þess að hæðast að þess háttar framkomu, og óttast guð og lögregluna. Annað hræð- ist hann ekki. Hann hefir and- úð á stjórnmálasitreitu og við- bjóð á mikilli Jagasetningu, enda lítur hann þannig á, að laga- netið, sem aðrar þjóðir eru reyrðar í, sé ekki til annars en að menn reyni að smjúga gegn- um möskva þess. Eg hefi einu sinni heyrt Lundúnabúa örvænta fyrir hönd þjóðar sinnar. — Ekki veit eg; hvernig nú fer fyrir okkur! sagði hann og átti við, að líklega mundu Englendingar tapa i knattspyrnuleik, sem þeir áttu að heyja við Bandaríkjamenn. —(Samtiðin). Þeir vitru sögðu: Þó að allar sveitir landsins væru fyltar af Búkollum, Bárðar- dalsfé og kyn'bótafolum, plóg- um, dráttarvélum, sláttuvélum, hlöðum og safngryfjum, yrði enginn búskapur úr því, ef mannfólkið vantaði til þess að nytja þessi gæði og njóta þeirra. Þvi er fólksfækkunin í sveitun- um sérstakt áhyggjuefni öllum þeim, sem ant er um framtdð land'búnaðarins. “Viðreisn sveit- anna” hlýtur ekki sízt að vera í því fólgin, að leita allra ráða og neyta allra ráða til þess, að fólk uni sér þar, vilji eins vel vera þar og ií bæjunum, vilji helzt fremur vera þar en í bæj- unum.-------Enginn, sem kunn- ugur er íslenzku sveitailífi og góðu bændafólki, mun ganga þess dulinn, að sjálf lífsbarátt- an, útivinna i snertingu við jörð- ina og í hreinu lofti, áhyggjurn- ar, sem efla framsýni, einangr- unin, sem glæðir sjálfstæði og sjálfstraust, fásinnið, sem glep- ur ekki einlæga hngsun, hefir leyft persónuleik margra sveita- manna að ná sérstæðum þroska, sem vekur aðdáun. Og persónu- legur þroski hlýtur altaf að vera það eftirsóknarverðasta í mann- legu ilifi. — Sigurður Nordal. Hundsins er áitján sinnum get- ið í Biblíunni, en köttur er aldrei nefndur þar.—W. E. Farbstein. Ef eg hefði ekki einhversstað- ar lesið, að maður megi til með að lifa, meðan nokkrar likur séu til þess, að hann geti gert eitt- hvað gott, mundi eg ekki vera enn á lífi. — Beethoven. —(Samtíðin). —Ertu ekki glaður yfir þvi að hafa eignast litinn bróður? —Það er stelpa! En inamma þín sagði, að það væri drengur. —Það hlýiur að vera stelpa, þvi eg sá, að kvenfólkið var að púðra hana i gærmorgun.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.