Lögberg - 11.06.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.06.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ. 1942 Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Mrs. George Jóhannesson frá Edmonton, er nýle.ga komin hing- að til borgarinnar i kynnisför lil vina sinna. ♦ t ♦ Skrifarar í söfnuðum hins ev. lút. kirkjufélags eru vinsamlega beðnir að senda, eins fljótt og auðið er, nöfn erindreka, er söfnuðirnir kjósa á kirkjuþing, er að þessu sinni verður haldið ií Setkirk, Man., og hefst þann 26. júní. Menn sendi nöl'n erind- reka til Mr. J. E. Erickson, Sel- kirk, Man. ♦ ♦ ♦ Frú Aurora Johnson, ekkja Thos. H. Johnson, fyrrum dóms- málaráðherra Manitobafylkis, kom til borgarinnar um miðja fyrri viku sunnan úr Bandaríkj- um í heimsókn til vina og ætt- menna; ier nú orðið langt síðan hún heimsótti Winnipeg, og fagna því margir komu hennar. ♦ ♦ ♦ Þakklæti Jón Sigurdson félagið þakkar þessum vinum fyrir peninga- sendingar: Fríkirkju kvenfól., Brú, $5.00; Mrs. C. I. O. Cihiswell, Gimli, $10.00; Mrs. Lillian Thorpe og Mrs. Sarah Rose Edwards, i minningu um stjúpföður sinn. Jóhann Björnsison, Tindastól, Al- berta, $10.00. þ Kærar þakkir. ♦ ♦ ♦ Samkoma á Vogar: / Föstudaginn 19. þ. m. fer frain samkojna á Vogar i sam- komuhúsinu þar. Þátt taka í henni Birgir Halldórsson, með nokkra söngva, Páll S. Pálsson með gamanvisur, Gunnar Er- lendsson píanóleikari, og séra Philip Pétursson með stutt á- varp. Bygðarmenn og þeir í grend við Vogar eru beðnir að veita þessu athygli, og fjöl- menna! ♦ ♦ ♦ Á föstudaginn þann 29. maí, 8.1., heimsóttu meðlimir kvenfé- lagsins Undina í Mikley, ásamt mönnum sínum, hin mikilsvirtu Reynistaðahjón, Kristján og Sig- þóru Tómasson; var tilgangurinn með heimsókninni einkum og sér í lagi sá, að samgleðjast fjöl- skyldunni yfir því, að Mr. Tóm- asson, isem skorinn var upp á sjúkrahúsi í vetur, og var all- lengi sjúkur, er nú búinn að fá fulla heilsubót; var við þetta tækifæri glatt á hjalla, margar ræður fluttar, og ávörp lesin. Þau Mr. og Mrs. Thomasson biðja Lögberg að færa vinum þeirra alúðarþakkir fyrir hina ó- væntu, en ánægjulegu heimsókn. Á þriðjudaginn lézt hér i borg- inni Jo'hn Dalman, smiður, 66 ára að aldri, fæddur í borginni Milwaukee, árið.1876; hann læt- ur eftir sig 6 börn. Útförin.fer fram frá Bardals i dag (fimtu- daginn þann 11. þ. m.) kl. 2 e.h. ♦ ♦ ♦ Föstudaginn þann 5. júní voru gefin saman i hjónaband í Lút- ersku kirkjunni í Selkirk, af séra Sigurði ólafssyni, Thor- björg Margaret Peterson og Neil Sutherland Craig. Brúðguminn er af skozkum ættum, en brúð- urin er dóttir Mr. og Mrs. Jóhann Peterson, Selkirk, Man. Gift- ingarathöfnin fór. fram að mikl- um mannfjölda viðstöddum, og var hin virðulegasita. Að henni aflokinni fjölmentu gestir á heimili Petersons hjónanna, var þar setin vegleg veizla. Heimili ungu hjónanna verður í Winni- Peg- ♦ ♦ ♦ Þrjú undanfarin sumur hefir Bandalag lúterskra kvenna stað- ið fyrir stuttu námsskeiði, sem haldið hefir verið í Canadian Sunday School Mission Camp, sem er á vatnsbakkanum skamt fyrir norðan Gimli Hata þar verið kend kristin fræði og kenslan sérstaklega ætluð ungu fólki, sem vildi taka þátt i sunnudagsskóla kenslu og á annan hátt styðja að kristin- dómsstaifsemi í sínu umhverfi. Hefir þetta námsskeið hepnast vijl óg orðið svo vinsælt, að sjálf- sagt þykir að halda því áfrain, ef nokkur kostur er á. Það sem aðaLIega er í veginum er það, að Bandalagið á ekki ráð á hentug- um stað við vatnið með nægi- legum byggingum og öðru því sem þar til heyrir. Nú í sumar getur Bandalagið ekki fengið þenna stað, sem það hefir ha'ft undanfarin sumur, því eigend- urnir ætia að nota hann sjálfir alt sumarið. Hefir Bandalagið fundið til þess, að nauðsyn bæri til, að það eignaðist sjálft hentuga lóð og nauðsynlegar byggingar fyrir slíkt námsskeið, sein hér er um að ræða. Á síðasta ársþingi Bandalagsins var myndaðui sjóður í þeim tilgangi að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Síðan þessi sjóður var myndað- ur hafa honum borist gjafir úr ýmsum áttum og leynir sér ekki að margir eru þessu málefni mjög velviljaðir. Hafa nú nokkrar konur, sem styðja vilja þetta málefni, á- kveðið að halda “Silver Tea” að heimili Mr. og Mrs. S. Pálmason, 654 Banning St., nviðvikudaginn hinn 17. þ. m., kl. 2 — 10 e. h. Gefst fólki þar þægilegur kostur á að styrkja gott málefni og sýna velvild sína til þessa fyrirtækis með því að leggja fram nokkuð því til styrktar. Þar verður líka gott tækifæri tiil að skemta sér yfir kaffibollunum, eins og fs- lendingum er títt. Messuboð Fyrsia lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands prestur. Sunnudaginn 14. júni: Guðsþjónustur með venjuleg- um hætti: á ensku kl. 11 f. h. á íslenzku kl. 7 e. h. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 14. júní: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 14. júní verða guðsþjónustur í prestakalli séra H. Sigmar sem fylgir:— Mountain kl. 11 f. h„ ensk messa helguð unga fólkinu; allir boðnir og velkomnir. — Péturs- kirkja, kl. 2.30 e. h„ íslenzk messa, altarisganga. Fundur á eftir.til að kjósa á kirkjuþing. Garðar kl. 8 e. h„ íslenzk messa. H. S. Sigmar prédikar við mess- ur þessar. Allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Gimli prestakall Sunnudaginn 14. júni: Betel, morgunmessa; Gimii, ferming og altarisganga kl. 3 e.h. B. A. Bjarnason. + + + Messur í Vaínabygðum Sunnudaginn 14 júni: Wynvard kl. 3 e. h. — ísl. \ Kandahar kl. 7.30 — ensk. B. Tlieodore Sigurdson. Eg er fœddur fram við sjó Eftir Jón halta. Eg er fæddur fram við sjó, íþar sem bára á steinum stiklar. í stormum falla öldur miklar, rífa upp þang og þarakló. Þar hefur margur beinin borið, böndin ástar sundur skorið, alda er reis, en óðar dó. Ægis gráta ei öldurnar yfir hærum dauðra vona. En góðra maka og merkra sona geymist minning göfgunar. Og þeir, sem ekki glata oggleyma gullunum, seni þeir áttu heima, gráta yfir léttúð gleymskunnar. Lítill vildi verða stór. Lyfti byrði altof ungur. Urðir tróð eg, hraun og klungur. I>ungur baggi, þunnir skór. Uppgefinn því undir byrði, úti varð á heiði miðri. Því var það, að fór sem fór. Skáldalitir, skýjafar, Márinn flögrar fram til djúpa Fannir kletta og skerin hjúpa. Eitthvað fyrir eyra bar. Lítiilsvirðing lágra sálna, er leggja á fólkið málið álna, og gull er lagt til grundvallar. Við skeljabrot eg skemtun fann, Koma og fara kostir ára. Krappir hyljir milli bára. “Fár að stýra knerri kann.” Heiniska verður manni að meini, og margur á aðra kastar steini fyrir sama og sjálfur vann. Eg er fæddur fram við sjó Þar eru minjar þúsund ára, og þar mun altaf lítil bára hoppa um þang og þarakló. En þegar eg kveð, þá kyssi eg steina, kletta, útsker, sand og hleina, er skenktu mér af skeljum nóg. —(Samtdðin). Otbrotataugaveikin á austurvígstöðvunum og smitberi hennar I fyrri heimsátyrjöldinni gerðu margir gys að lúsinni, sem ekki þjáðust af henni. Og jafnvel þeir, sem voru svo óheppnir að hafa fengið hana, höfðu hana i (flimtingum. Á vesturvígstöðv- unum, þar sem hægt var að halda sæmilegum þrifnaði og viðhafa aðrar varúðarráðstal- anir, olli hún ekki öðru tjóni en ofurllítilli hitasótt, sem venju- lega var kallaður skotgrafahiti. En nú á dögum þjást tugþúsund- ir manna af taugaveiki, sem lús- in veldur. Napoleon, sem misti 300,000 manns í Rússlandi, misti tiu þúsundir aif þeim úr taugaveiki. Síðustu vikurnar hefir Adolf Hitler fengið að horfast í augu við rússneska vetur.inn á sama hátt og Napoleon, og nú hefir lúsin bæzt við. Lúsin lifir á manna'blóði og ]>olir illa sápu. Þar sem ekki er hægt að viðhafa neitt hreinlæti tímgast hún mjög ört og lifir góðu lífi. Taugaveikisfaraldur breiðist út, þegar Iúsin sýgur blóð úr taugaveikissjúklingum og skriður svo yfir á aðra og lxítur þá. Þannig berst smitið. Venjulega deyr lúsin sjálf úr þeim sjúkdómi, sem hún ber, þegar hún er búin að bera hana milli manna. Taugaveikisbakterían er köll- uð Rickettsia prowezeki eftir þeim, sem bezt hafh rannsakað taugaveikina, Howard Taylor, Ticketts og Stanislaus Prowazek. Þegar hin smitaða lús er að taka til sín fæðuna, beygir hún höf- uðið niður að skinninu, stingur í það og byrjar að sjúga. Þá fellur bakterian stundum niður á húðina, og þegar maðurinn kilórar sér, — nuddar hann ef til vill bakteríunni ofan í skrámuna og maðurinn er smitaður. Eftir uin tólf daga frá smitun, fær hinn smitaði aðkenningu af hrolli, því næst hita og höfuð- verk og þrautir í bak og fætur Andardrátturinn verður tíður og slagæðin Slær ótt, tungan hvít og skorpin, andlitið rjótt og aug- un blóðhlaupin. Hann fær óráð og stundum æði. Eftir þrjá daga eða fjóra fær hann útbrot á hörundið og óráðið eykst. tung- an jiornar og slagæðin finsl varla. — Stunduin, þegar tauga- veikisfaraldur geisar, deyja 65% af sjúklingunum. Þá eru og fylgikvillar tíðir. Menn þekkja ekkert sérstakt meðal við taugaveiki. Varnar- ráðstafanirnar eru þær, að rak;i Jíkamann og jivo hann upp úr sótthreinsandi sápu og sótt- hreinsa föt og rúm. Bólusetning dregur úr sóttinni og leiðir hún þá siíður til baka. Stríð Hitlers á austurvígstöðv- unum hefir aukið geysilega út- breiðslu taugaveikinnar. Tölur, sem nýlega voru birtar á hag- skýrslu Metropolitan Life In- surance sýna, að í Póllandi tí- faldaðist útbreiðsla taugaveik- innar árið 1940 frá því, sem hún hafði verið 1939, og þrefaldaðist árið 1941, frá jiví, sem hún hafði verið árið 1940. Nýlega skýrði Anthony Eden frá því í brezka þinginu, að útbrotataugaveiki geisaði nú um allar austurvíg- stöðvarnar, Suðaustur-Evrópu, - Rúmeníu og Lithauen. Gyðinga- hverfið i Varsjá er sagt hið mesta taugaveikisvíti. Um Pól- land alt reyndu Þjóðverjar að nota sér þetta í áróðursskyni. Þeir birtu mynd af gríðarstórri lús og ihræðilegri skopmynd af Gyðingi og settu undir hana: Gyðingalús, sem veldur útbrota- taugaveiki. Um sama leyti var sagt, að nazistarnir neyddu til þjónustu alla Gyðingalækna. Leynileg, þýzk útvarpsstöð sagði, að útbrotataugaveikin væri komin alla leið vestur til BerWnar. — Brezka útvarpið skýrði frá því, að yfirvöldin í Berlín hefðu sent loftbyrgis- Hosiery Section, Main Floo-r, Portage *T. E ATON C?,M1TEo stjórum í Berlín, þar sein úl- lendir verkamenn lieita hælis, fyrirspurnir um það, hvort bæri á óþriifnaði í byrgjunum, eink- um lús. Brezkar fregnir herma einnig, að mikið sé farið að draga úr samgöngum milli Þýzkalands og herteknu land- anna i austri. Þá hefir og frétzt, að út'brotataugaveiki sé komin upp i Afriku og á Spáni. Jafnvel brezka stjórnin hefir kallað lækna saman á ráðstefnu viðvíkjandi þessum faraldri. Þýzkir herlæknar eru vaía- laust vel hæfir í sinu starfi, en iþeir standa ráðþrota gagnvart þessari veiki. Þjóðverjar eru nú á undanhaldi fyrir Rússum — og þeir eru á undanhaildi fyrir lúsinni líka.— (Alþbl.). , S.B.S. 10 ára í gær fylti Samband bindindis- 'félaga í skólum (S. B. S.) fvrsta tug æskuára sinna. Á þessum tímamótum er ekki úr vegi að gera stuttlega grein ifyrir tildrögum að stoifnun sam- bandsins, srvo og að minnast hinnar stuttu sögu þess. Fyrsti vísir þess, að samband- inu er Bindindisfélag Mientaskól- ans í Rvík, sem stofnað var 1931. Það fólag hóf göngu sína af knýjandi nauðsyn fyrir málefn- uin bindindisins, því að ástandið í Mentaskólanum í þessum efn- um var þá svo slæmt, að þess fundust vart dæmi í mentaskól- um á Norðurlöndum. Gegn þessari vansæmd skólans, hófu nokkrir ungir menn bar- áttu undir forustu Helga heitins Schevings. Hinn nýi iæktor skólans, Pálmi Hanoesson, studdi viðleitni þessara inanna af alefli, enda h-efir hann ávalt reynst sambandinu hinn nýtasti stuðn- ingsmaður. Enda þó að félagskapur þessi þynfti að berjast á móti ævagöml- um erfðavenjum, þá efldist hann brátt. En þeir brautryðjendur, sem voru að verki i Mentaskól- anum ilétu sér það eina félag eigi nægja, heldur sendu j>eir öllum skólum - landsins áskorun um að stofna bindindisfélög inn- an sinna vébanda. Og árangurinn varð sá, að þ. ALMENNIJR llnlll í HNAUSA HALL Mánudaginn 15. júní 1942, kl. 8 síðd. Efni fundarins, — að ræða um íslendingadags há- tíðahald á Iðavelli við Hnausa í sumar. Æskilegt er að menn og konur fjölmenni á fund- inn. Allir velkomnir. í umboði Hnausa Islendingadagsnefndar, Jón Pálsson, ritari. ÞINGBOÐ Átjánda ársþing Bandalags Lúterskra Kvenna verð- ur haldið á Gimli dagana 19., 20. og 21. júní. Þing- setning í Gimli kirkjunni kl. 2 e. h. föstudaginn 19. júni. Mrs. A. S. Bardal setur þingið. Starfsfundur til kl. 6. Skemtiskrá föstudagskveld: 1. O Canada. 2. Fíólín samspil — tveir drengir. 3. Upplestur — Vigdís Sigurdson. 4. Einsöngur — Mrs. Pauline Einarson. 5. Erindi—“Heimilisiðnaður á íslandi”—Mrs. A. Wathne 6. Framsögn — Mrs. Chiswell. 7. “Sunbonnet Drill” — Litlar stúlkur. 8. Fíólín sóló — Laugi Helgason. 9. God Save the King. Laugardaginn: Starfsfundur frá kl. 9 til 11.45 f. h. Þá farið með lest til Árnes. Starfsfundur í Árnes kirkju frá kl. 2 til 6 e. h. \ Skemliskrá laugardagskveld: 1. O Canada. 2. Einsöngur — Séra E. H. Fáfnis. 3. Erindi — “Dvöl mín í París”—Mrs. E. Steinþórsson. 4. Einsöngur — Elín Árnason. 5. Píanóspil — J. Tergesen. 6. Erindi — “Hressandi lyf” — Mrs. G. Thorleifson. 7. Einsöngur — Mrs. Lincoln Johnson. 8. God Save the King. Sunnudaginn: Guðsþjónusta í Gimli kirkju kl. 11 f. h. Séra B. A. Bjarnason prédikar. Klukkan eitt verður farið til Húsavíkur til miðdegisverðar. TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SIÍJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp 8ÁRQENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES • TRIMP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 16 inarz 1932 var kvatt til stofn- jiings S.B.S. í bókasafni Menta- skólans. Að ^tofnuninni. stóðu aðeins fimm felög með 300—400 félaga. í fyrstu sambandsstjórn áttu sæti: .Helgi Scheving, Klemenz Tryggvason og Þórarinn Þórarinss-on.Því miður fékk sam- bandið eigi að njóta Helga lengi, því hann fórst á mjög svipleg- an hátt haustið 1934. En þriátt fyrir að þessi ötuli forvígismaður féll í valinn á ungum aldri, þá voru til menn, sein voru færir um að halda uppi því merki, sem brautryðjandinn hafði reist. Með ári hverju hefir samband- ið eflst, og er nú svo komið, að í því eru 26 félög með samlagða félagatölu hátt á þriðja þúsundi. Það leikur eigi á tveim tung- um, að starfsemi sambandsins er þýðingarmikill þáttur í bindindis baráttunni Því að mentun og lærdómur er einskis virði, ef það gerir menn eigi færari til að mæta aðsteðjandi erfiðleikum lífsins. En hins vegar er öllum Ijóst, að drykkjuskapurinn dreg- ur úr viðnámsiþrótti æskunnar, og hún tapar virðingunni fyrir sjálfri sér. Þess vegna getur drykkjuskapurinn engan veginn samrýmst því hlutverki, sem mentaæskunni ber að inna af hendi. Af þessum ástæðum hief- ir sambandið eflst frá ári til árs. —(Alþbl. 12. marz). MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.