Lögberg - 11.06.1942, Blaðsíða 6
I
6 * LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ, 1942
Á SKARÐSHEIÐUM
“Einhverntíma kynnist þér ef til vill ein-
hverri kvenveru með rauða vetlinga.”
Philip opnaði dyrnar fyrir hana, en Joan
hikaði sig, leit svo upp til hans brosandi um
leið og hún steig út fyrir dyrnar.
Þar stóð hún eitt augnablik og sneri baki
að honum; þegar Philip lokaði hurðinni á
eftir sér, þráði hann heitt að vefja Joan nú
ástarörmum og halda henni þar æfinlega sem
sinni eigin. En sú hugsun greip hann jafn-
skjótt, að ef hann gerði þetta nú, og það væri—
Um seinan.
Án þess að líta við hélt Joan á stað með
lútandi höfði, eins og til að yfirvega hve djúp
spor hún gerði í lausamjöllina.
I
Þenna heiða og bjarta vetrardag héldu þau
Joan og Philip svo áleiðis niður í dalinn, ríð-
andi fót fyrir fót á eina hestinum sem þau
höfðu nú við hendina — Philip í söðlinum,
Joan á póstpokanum aftan við hann og studdi
höndum sinni hvoru megin um mjaðmir hon-
um sér til stuðnings. Síðustu trefjar óveðurs-
ofsans voru horfnar, en fönnin lá í ávölum, há-
um skafladrögum um hæðirnar, er glömpuðu
skært í björtu sólarljósinu; fjallshlíðin, sem
daginn áður var umvafin hringiðu hríðarofs-
ans, hvíldi græn og hvít í kaldri kyrð, sem
enginn hvinur eða súgshreimur barst nú um.
Philip leit niður á rauðu vetiingana —
hina rauðu vetlinga, sem hann hafði horft svo
oft á áður og orðnir voru honum eins og unaðs-
ríkt tákn Joan sjálfrar. Hann mintist þess
hvernig hún lagði hönd í rauða vetlingnum á
handlegg honum, þegar hann bað hana að gift-
ast sér og misti svo af því haldi eins og mátt-
vana; falið þá andlit sitt í rauðvetlinga-skýld -
um höndum sér; og rauðu vetlinganna daginn
sem þau keyrðu inn í þorpið til að kaupa yfir-
höfn, og aðrar hlífar handa honum við póst-
flutninginn, er seinasta óvissan um ást hans á
henni hefði horfið úr huga honum — og rauðs
vetlings í vandræðalegri handsveiflu, er þau
stóðu við hurð híbýlisins, sem þau voru nú
að yfirgefa í síðasta sinn, og hún hafði sagt
honum —”
“Hyggist þér að fara með póstsleðanum í
fyrramálið?” sagði Joan nú alt í einu, “eða
viljið þér fá hest til reiðar? Þér gætið tekið
hest hér og skilið. hann eftir við járnbrautar-
stöðina. Við getum látið hann fylgjast heim
aftur með póstinum.”
“Eg tek mér held eg far með póstinum.”
“Þér mættið alveg eins vel nota hest til
fararinnar.”
“Eg fer með póstinum. Færi ylckur ofur-
lítinn arð í farareyri eins og til breytingar I
stað eintómrar — fyrirhafnar mín vegna. Eg
vonast til að svona skyndileg burtför mín valdi
engum töfum við póstverkið, og hvor piltanna
sem er geti hæglega tekið við því af mér.”
“Við látum Lee líklega taka við yðar á-
fanga, og fáum okkur einhvern annan til
hjálpar Malmquist við gripafóðranina.”
Þau riðu á seinagangi gegnum fannfergið,
nú komin á neðsta hjallann, hinn næsta við
ána.
Joan sagði þá alt í einu: “Eg vissi að
þetta myndi fara svona.”
“Hvað myndi fara svona?”
“Að þér myndið fara héðan á líkan hátt
eins og þyr komuð hingað. Minnist þér þess
er þér sögðuð mér daginn sem við fórum um
skarðið? Að þér hefðið verið á gönguför um
göturnar í Chicago nálægt járnbrautarstöð, sem
kom yður til að hugsa um lestaferðir, þér
hefðið farið upp í fyrstu lestina, sem þar fór
um og að hún hefði verið á vesturleið.”
“Og eg hjálpaði við að koma verkfæra-
parta kassanum'upp í vagninn.”
“Já. Og Jeff Welch sagði: ‘engan farang-
ur.’ ílann átti bágt með að trúa því. Endur-
tók orðin hvað eftir annað. Eg held —” Hún
þagnaði, en bætti við eftir ofurlítið hik: “Eg
held það hafi leynst í huga mér altaf síðan,
að þér færið héðan á svipaðan hátt og þér
komuð hingað, á eg við. Um miðja nótt, ef
svo vildi verkast; án þess líka jafnvel að
kveðja nokkurn.”
Philip hló. “í þetta skiftið hefi eg þó ætlað
mér af til kveðjustundarinnar.”
“Þér munið, þegar heim kemur, hafa
marga ánægjustundina við að skýra kunningj-
unum þar frá ýmsu héðan, Philip. Ef til vill
— mér þætti gaman að vita hvort þér ein-
hvern tíma seinna komið hingað til að gera
uppdrátt að einhverskonar myndum.”
“Nei. Eg skil við þenna dal fyrir fult og
alt. Dvölin hér í dalnum hefir verið mér sem
mikilsverð reynslustund, og nú er henni —
lokið.”
“Auðvitað.”
Þau riðu nú út af neðsta hjallanum niður
á árbakkaveginn. Þá lét Philip hestinn nema
staðar.
“Þarna kemur einhver,” sagði hann.
Ríðandi maður sást koma upp eftir vegin-
um frá sumarbrúnni. Hann hafði með sér söðl-
aðan hest í taumi.
“Ó, það er Bob,” sagði hún. “Hann er að
leita okkar, og er með hest handa yður. Tom
gamli hefir skilað sér heim, og Bob þá skilizt
það, að við yrðum bæði að ríða á sama hest-
inum.”
Hún hrópaði svo hátt og þau veifuðu bæði
til hans. Crew rétti upp og veifaði hönd til
merkis um að hann tæki eftir þeim og beið
þeirra svo.
Þegar þau komu til hans var hann með
breitt bros á andlitinu. “Eg sé að þú hefir átt
kollgátuna, Joan.” Hann leit á póstpokann.
“Þið eruð líka með bréfapóstinn. Færðin hef-
ir víst verið býsna slæm í gær, Philip,”
. “Hún hefir oft reynst mér betri. Tom
hefir skilað sér heim?”
“Já. Hann staulaðist heim einhvern tíma
í nótt og stóð við hlöðudyrnar í morgun.”
Philip fór af baki, en Joan settist í söðul-
inn og Philip á hinn hestinn. Svo riðu þau öll
á satð heimleiðis.
“Faðir þinn er á heimleið, Joan,” sagði
Crew. “Hann símaði frá O’Brians stöðinni.
Og Lawrence er líka á heimleið. Eg ætlaði
mér að fara inn í þorpið eða til Haights á móti
Dale, en hann taldi það óþarfa að eg gerði mér
þá fyrirhöfn, kvaðst ætla að leigja sér hest
hjá Haight og ríða hérna megin upp með ánni
þangað sem gatan upp að Lawrence-heimilinu
byrjaði, til að fullvissa sig um að gamli mað-
urinn næði réttri leið, eða minsta kosti til þess
að vera honum sem förunautur. Svo héldi
hann heim á leið yfir brúna, og komi heim
einhvern tíma í kvöld. Ó-já, hann fann fyrir-
taks hjarðversland.” Crew lét út úr sér hlát-
urskvak. “Eg gat naumast losnað við hann á
símanum. Hann hefði held eg staðið við hann
í alt kvöld talandi, en það var eitthvað að sím-
anum og rödd hans barst mér óljóst svo eg
heyrði ekki nema sumt af því sem hann var
að segja mér, en nóg þó til þess að geta nú
séð landsvæðið í huganum eins vel og þó eg
hefði átt þar lengi heima. Nægilegt vatn og
kafgresi, vetrarbeit —”
“Hvar er það?”
“í Sawtooth-hæðunum einhversstaðar.”
“Hvað er um elgsdýrin, Bob?”
“Þau eru komin á láglendið.” Crew stöðv-
aði hestana. “Við skulum fara og líta á þau.
Getum komist þarna upp á hólinn.”
Þau sneru af leið, og upp á langan hæða-
hrygg. Joan varð fyrst til að komast upp á
hæðina og beið þar þangað til Philip reið að
hlið henni, benti svo út yfir víðfeðma lág-
sléttuna og beitilandið er blasti við í fjar-
lægðinni hinumegin árinnar.
“Sjáið þetta, Philip,” sagði hún.
í fyrstu kom hann aðeins auga á fjarlæg
hjarðverahúsin, snævitypta heyhlaða og óljós-
ar girðingaraðir er ögn stóðu upp úr fönninni.
En svo alt í einu gerði hann sér grein fyrir
því, að allur dalsbotninn væri sem á iði.
Lengst í burtu líktist þetta dökkum smá-
dílum á fönninni, en nærlendis nógu glögt
til þess greina mætti að þarna væri þúsundir
elgsdýraU heimahögum hjarðveranna.
í sumum stöðum voru þau nokkuð á dreif,
en annarsstaðar, svo sem í námunda við hey-
stakka í þéttum fylkingum.
“Hve mörg dýranna haldið þið að séu
þarna?” spurði Philip.
“Sex eða sjö þúsundir,” sagði Crew. “En
verða fleiri seinna. Þessi hópur leitaði undan
óveðrinu niður í dalsbotninn í gærkveldi, og
yfir nóttina.”
Skyndilega kom einhver sundrung að ein-
um stærsta hópnum á Lindens-engjunum, ekki
langt frá girðingunni, sem aðskildi þær frá
landi Ivans Bole. Þá komu þau auga á fjóra
ríðandi menn, all-langt hvern frá öðrum, sem
voru að beina hjörðinni að heystökkum Ivans.
“Hvað eru þessir menn að hafast að, Bob?”
spurði Joan.
“Það er einhver eftirlitsmanna dýranna og
tveir hjálparar hans, og svo líklega Ivan. Þeir
hittu okkur í morgun. Kváðust vilja safna
eins mörgum elgsdýranna og þeir gæti á land
Ivans áður en þau setjist að. Svo hægt sé að
fóðra eins mörg og unt er í sama nágrenninu,
þegar seinna verði byrjað á heygjöfunum.”
“Sjáið þetta, þarna neðra,” sagði Joan, og
brá hönd á brá er hún rýndi í áttina upp að
ánni. “Hverjir skyldi þessir sex eða sjö menn
vera ríðandi um dalsbotninn, rétt neðan við
hjallann?”
Crew dró augu í pung svo þau virtust
verða eins og mjó ræma.
“Ó-já, nú sé eg þá,” sagði hann og rýndi
á þenna reiðmannahóp nokkur augnablik. “Eg
veit ekki hverjir þarna geta verið á ferð, Joan.
Ef til vill einhverjir ofan úr efri enda dalsins.
Eg veit það ekki. Get ekki skilið hvaða erindi
þeir gæti átt þarna.”
Áljándi kapítuli.
“Þaðan sem þau stóðu við á hæðinni sáu
þau reiðmannahópinn stefna niður að ánni,
ríða norður með henni og hverfa þar inn á
milli trjánna í gilsbotninum.
Þau riðu svo niður af hæðinni aftur, út á
veginn og áleiðis að sumarbrúnni.
“Philip ér að fara með póstinum út yfir
heiðina á morgun,” sagði Joan við Crew.
Crew leit á Philip. “Hvert ertu að fara?”
spurði hann.
“Til Chicago. Alfarinn, Bob.”
“Hvers vegna?”
“Snjókyngið er of mikið hérna.”
“Þú átt við það, að þú ætlir ekki að koma
hingað aftur?”
“Já.”
“Eg skil það,” sagði Crew og hló. “Nú-
jæja, að lenda í svona hríðarbyl er nóg til þess
að ofbjóða sumu fólki, sem hér hefir átt heima
alla sína æfi. Eg lái þér þetta ekki. Þú þarft
ekki að búa við slíkt, og því þá að gera það —
þannig lít eg á það.”
Seinasta skin kvpldsólarinnar var horfið
af hæðunum, hin stutta rökkurskíma liðin hjá
inn í næturhúmið, sem yfir alt hafði lagzt er
þau náðu heim að hjarðvershúsunum. Þau
létu inn hestana og fóru inn í eldhúsið, þaðan
sem vingjarnlegur og hressandi ljósglampinn
stafaði á snjóbreiðuna út um gluggann.
Clarke, Malmquist og Herron sátu við
borðið, þar sem Hector var að setja fyrir þá
kvöldverðinn.
Þau fögnuðu nýkomna fólkinu hjartanlega
og glöddust sjáanlega yfir endalokum svaðil-
farar Philips og árangursins af leit Joans eftir
honum, en þau sögðu fátt, og það virt svo sem
einhver hulin óvissu- og kvíða-tilfinning lægi
á huga fólksins, sem fyrir var í eldhúsinu, er
Joan og förunautar hennar komu þangað inn,
þendi taugar þess og gerði því örðugt um mál-
færið.
“Olof,” sagði Clarke og leit til Malm-
quists, “skýrðu frá því sem þér er í huga.”
Ungi hjarðsveinninn virtist órór og vand-
ræðalegur á svipinn.
“Segðu henni það,” sagði Clarke. Hann
sneri sér að Joan, og sagði enn: “Á ferð sinni
með póstinn upp um dalinn í dag komst hann
að nokkru, sem þú þarft að vita um, Joan.”
“Jæja þá,” sagði Malmquist hikandi,
“margir piltanna þar efra og alt niður til
Jenkins-versins ætla sér að reka elgsdýrin burt
af landi Ivans núna í nótt. Reka þau upp í
hæðalandið. Þetta er bara hópur ungu hjarð-
sveinanna; þeir hafa ekki haft orð á þessu við
hjarðbændurna og jafnvel ekki formennina,
svo ef einhver vandræði hljótist að þessu, þá
geti hjarðbændurnir sagt: “Við vissum ækkert
um —”
“Haltu áfram,” sagði Clarke óþolinmóð-
lega.
“Nú, þeir vildu fá mig og Les til að ganga
í þetta með sér, en okkur fanst það óhæfilegt
þar sem við værum næstu nábúar Ivans og
yrðum líka fyrstir fyrir ásökunum út af því.
Þeir sögðust þá samt sem áður ráðast í þetta.
Eitthvað tuttugu til þrjátíu þeirra eru í vit-
orðinu, og sumir þeirra eru allareiðu —”
“Segðu henni alt eins og það er,” skipaði
Clarke.
“Eg er að reyna það!” svaraði Malmquist
í gremjutón.
“Segðu henni þá hvað þeir hafa í hyggju
heyinu viðvíkjandi.”
Malmquist ypti öxlum. “Brenna það.
Brenna alt hey Ivans.”
Joan tylti sér þreytulega á borðsröndina,
starandi frá einum piltanna til annars og huldi
svo andlitið í höndum sér.
“Þeir ætla að gera þetta í kvöld,” sagði
Clarke til frekari skýringar, “meðan svo mörg
dýranna eru á Ivans landi, þangað sem þeim
var bægt í dag og meðan þau eru enn óráðin
í hvar þau eigi að koma sér fyrir. Og meðan
heyið og landið, sérstaklega landið, er enn í
eigu Ivans, svo ekkert kæmi til stjórnarinnar
kasta. Þeir ætla sér að reka dýrin þangað sem
snjóþyngst er og helzt inn í gljúfragilin ef þeir
geta, brenna heyið, gera heljarmikinn usla að
dýrunum dg hyggja að jafnvel fæst þeirra
komi aftur og margt af þeim svelta í hel. Oe
enda þótt eitthvað af þeim ráfi hingað aftur,
þá verði þau máttvana og þá ékkert hev
eftir —”
“Hjarðsveinarnir líta svo á,” sagði Herron,
“að Ivan hafi unnið til þessa. Hann hafi farið
á bak við alla hér og þeir séu’ bara að hefna
fyrir hjarðbændurna með því að láta hann
reka sig duglega á fyrir undirhyggjuna.”
Joan leit til Crew.
Hann ypti öxlum. “Þetta nær ekki til
okkar kasta, hygg eg, Joan.”
“Eg held það líka,” sagði Clarke, “en eg
vildi að Joan —”
“Við berum enga ábyrgð á Ivans heyi,”
sagði Herron.
LJÓÐAGULL
Jónas Hallgrímsson—
HULDULJÓÐ
Niðurlag.
Sólfagra mey! nú seilist yfir tinda
úr svöluin austurstraumum roði skær;
nú líður yfir láð úr höllu vinda
léttur og hreinn og þíður morgunblær;
svo var mér, Hulda! návist þín á nóttu,
sem nú er Ijósið jörð á votri óttu.
Vertu nú sæl! þótt sjónum mínum falin
sértu, eg alla daga minnist þin;
vertu nú sæl! því dagur fyllir dalinn,
dunandi fossinn kallar þig til sín;
hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða,
bústaður þinn er svölum drifinn úða.
•
Vertu nú sæl! þ\i sólin hálsa gyllir
og sjónir mdnar hugarmyndin flýr;
ó, Hulda kær! er fjöll og dali fyllir
fjölbreyttu smiði, hvar sem lífið býr
og dauðinn, sem að svo þig löngum kallar
sá er þig aldrei leit um stundir allar.
“Eða skollans elgsdýrunum, “bætti Malm-
quist enn fremur við.
Joan stóð á fætur, gekk yfir að gluggan-
um, en sneri jafnskjótt þar við og kom aftur
yfir að borðinu. Hún var mjög föl í kinnum.
“Við verðum að koma í veg fyrir þessa
fyrirætlan piltanna, ef mögulegt er,” sagði
hún. “Takið nú alir eftir því, sem eg segi við
ykkur: Ivan ætlar ekki að selja stjórninni
land sitt.” Hún rétti út hendurnar eins og ti!
áherzlu. “Hann hefir allareiðu skrifað undir
samninga um að láta hana hafa hey í vetur,
en lengur ekki. Heyrið þið hvað eg er að
segja? Hann selur henni ekki landið. En ef
hann missir heils árs heyfeng sinn, og tapi
hann öðrum heystökkum sínum, sem sumir eru
tveggja ára gamlir, þannig öllu heyinu, þá
verður hann — allslaus. Og á þá einkis ann-
ars úrkosta en að selja landið.” Hún hinkraði
við og rétti fram báðar hendur með opna lófa
gegnt lofti. “Skiljið þið nú hvað þessi hjarð-
sveinahópur er að hafast að?”
Allir sátu þegjandi nokkur augnablik. En
svo sagði Crew seinlega:
“Hvernig veiztu það, Joan, að hann ætli sér
ekki að selja? Ivan er lýgin í blóð borin;
gleymdu því ekki.”
“Já,” sagði Clarke, “hvernig veiztu þetta,
Joan?”
“Eg veit það! Og eg vil að þið farið allir
strax á stað í flýtisreið, náið í þessa pilta og
segið þeim að þeir verði að láta af áformi
sínu! Segið þeim að Ivan selji ekki land sitt,
láti þeir hann í friði. Skýrið þeim frá því sem
eg hefi verið að segja ykkur.”
“Við finnum þá aldrei,” sagði Malmquist í
mótmælatón. “Vitum ekki hvar þeirra sé að
leita, og nú er dimm—”
“Reynið! Sumir þeirra eru út við ána, því
við sáum til ferða þeirra þar yfirfrá, og vorum
að furða okkur á því hvað þeir væri að fara.
Meðan þið gerið þetta skrepp eg yfir til Ivans
og aðvara hann.” Hún lagði þegar á stað að
dyrunum.
“Bíddu við,” sagði Crew. “Þú mátt ekki
gera það núna, Joan.”
“Hvers vegna?”
“Eftirlitsmennirnir eru þar núna að neyta
kvöldverðar síns.”
“Þeir geta þá orðið lvan að liði.”
“En þessir náungar þarna hafa byssur,
Ivan. Piltarnir eru líka með skotfæri að hræða
elgsdýrin með. Þeir urðu að hafa eitthvað
slíkt í höndunum.”
“Þeir ætluðust líka til þess að við kæmum
með einhverskonar byssur,” sagði Malmquist.
“Eg verð að gera Ivan aðvart.”
Crew stóð upp til að aftra henni útgöng-
unnar.
“Heyrðu, Joan, við höfum aldrei öll liðnu
árin lent í nokkrum erjum, en eg get ómögu-
lega látið þig gera þetta. Þú hefir rétt gengið
í gegnum ýmislegt og ert í æstum huga, þarft
því að hinkra við og hugsa þig um. Farir þú
nú yfir til Ivans til að gera honum aðvart leiðir
það áreiðanlega til einhverrar skothríðar. Við
getum ekki borið ábyrgðina á að orsaka neitt
slíkt.”
Joan virtist alt í einu verða þreytuleg og
síginaxla, en lét þó út úr sér ofurlítinn hlátur-
skræk og reyndi að smeygja sér fram hjá Crew.
“Lofaðu mér að komast út, Bob!”
“Nei, Mér fellur það þó illa, Joan.”
“Bob hefir rétt fyrir sér,” sagði Clarke.
Joan leit vandræðalega til þeirra. “Ó, en
því er pabbi — nú jæja, eg verð líklega að
segja ykkur hvernig á stendur. Eg má til að
gera Ivan aðvart, og við verðum öll að gera
alt sem við getum til þess að verja heyhlaðana
hans, því eg —” Hún hikaði sig eitt augnablik.
“Eg hefi lofað að giftast Ivan.”