Lögberg


Lögberg - 27.08.1942, Qupperneq 7

Lögberg - 27.08.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942 7 Stroknir Saga éftir Tómas H. Hines, kaflein. (Frá Nemó” á Gimli) (Framhald) Frá því kl. 8 á kvöldin, gengu varðmennirnir með tveggja klt. bili fram hjá fangaklefunum, og lýstu með ljósi inn um grindahurðina, hvort alt væri með feldu, og iðulega svo hljóð- lega að vér urðum eigi varir við fyr en ljósbirtuna lagði inn til vor. Til þess að þeim ekki tækist að koma að oss óvörum, stráðum vér kolamylsnu á gólfið framundan klefadyrunum. Morgan herforingi hafði feng- ið bréf, þar sem hann var beð- inn síðast orða að hyggja ekki á flótta. Með sama pósti hafði eg einnig fengið bréf frá ætt- ingja mínum, sem gat þess að heima gengi sú saga að eg væri sloppinn. Var það stök heppni að bréf þessi ekki vöktu grun. Vér höðum séð af áætluninni, að lestin til Cincinnati ætti að leggja af stað kl. 1.50 um nótt- ina, og kom oss því ásamt um að hittast í kjallaranum, strax eftir að verðirnir höfðu lokið rann- sóknarferð sinni kl. 12. Taylor kafteinn átti fyrstur að fara ofan og berja lítið högg neðan undir fangaklefa hinna. Morgan her- foringja hafði verið leyft að halda úrinu, og afhenti hann Taylor það, svo hann ætti hægt með að gæta tímans. Á ákveðnum tíma gaf Taylor merkið. Vér vöfðum rúmfötun- um saman í stranga, svo þeir líktust sem mest lifandi, sofandi manni, brutum þar næst gat á gólfið og fórum ofan í kjallar- ann, skriðum eftir undirgangin- um og komum upp í garðinn hjá kvenna fangelsinu. Úti var sallarigning. Vér skriðum með- fram múrnum að tréhliðinu, og komumst yfir það með styrk af tauginni og króknum, dustuðum óhreinindin af klæðum vorum, vógum oss yfir múrinn og nið- ur á jörð, 70 fet frá eldinum er varðmennirnir sátu í kringum í samskrafi. Hér skildum vér Við Morgan herforingi gengum til járnbrautarstöðvarinnar, keyptum farbréf til Cincinnati og stigum að því búnu inn í ferðavagn. Herforinginn settist við hliðina á einkennisbúnum majór úr Norður-hernum, en eg sat andspænis þeim. Herforing- inn fór að tala við majórinn, er brátt gerðist málsskrafsmikill eftir að hann hafði fengið bragð af franska brennivíninu mínu. Þegar vagnlestin fór fram hjá fangelsismúrnum, er vér höfð- um handstyrkt oss yfir, sagði majórinn: “Þarna inni situr upphlaupsmaðurinn Morgan her- foringi og allir liðsforingjar hans.” — Herforinginn svaraði og sagði: “Bara þeim takist að halda honum eins vel geymdum og hann er þessa stundina.” — í Dayton í Ohio töfðumst vér í klukkutíma. Það var mesta hætta fyrir oss að koma til vagnstöðvanna í Cincinnati, með því að áður en vér næðum þangað, myndu fangaverðirnir hafa komist að brotthlaupi voru og sent hraðskeyti um það í all- ar áttir. Það höfðu þeir einnig gert og auk þess lágt fé til höf- uðs oss. Lestin fór í hægðum sínum gegnum úthverfi borgarinnar Cincinnati, og var í þann veginn að komast að ferjunni, þegar vér sættum færi og stukkum ofan. Vér flýttum oss til ferjunnar og vorum tafarlaust ferjaðir yfir Ohio-ána, og lentum við hús frú Ludlers. Vér vissum að þar átt- um vér vinum að mæta. Vér hringdum og herforinginn af- henti þjóninum, sem kom til dyranna miða með árituðum þessum orðum: “Morgan her- foringi og Hines kafteinn strokn- ir” — Það var tekið mæta vel á móti oss og vér drukkum kaffi með fjölskyldunni, að því búnu fengum vér fylgdarmann, er fór með oss út í sveitina, svo vér gætum fengið oss reiðskjóta. Daginn eftir héldum vér suður eftir Kentucky, hvíldum oss og öfluðum oss vista og leiðsögu- mann hjá vinum vorum. Fyrsta desember fengum vér ferju yfir Kentucky ána og komum kl. 2 um nóttina til bónda nokkurs er hét Pollard. Fylgdarmaður- inn þekti bónda þenna, og var nú hættur að rata. Vér vöktum upp fólkið í húsinu og beidd- umst gistingar. Húsbóndinn bauð oss inn í hversdagsstofuna; logaði þar ljóstýra á lampa; þegar ljósið var glætt, varð mér litið á blað, prentað þar í rík- inu og var þar auglýst með stóru letri, að Morgan herfor- ingi, Hines kafteinn og fimm aðrir liðsforingjar hefðu strokið úr fangelsinu í Ohio. Mér flaug undir eins í hug, að með því bóndinn hefði blaðið í dagstof- unni, þá myndi hann vera mað- ur Suðurríkjanna. Eg leit þv: upp og úr blaðinu og mælti: “Eg sé hér að Morgan herfor- ingja, Hines kafteini og nokkr- um liðsforingjum hefir tekist að strjúka úr fangelsinu.” — Hann svaraði: “Já, og eg sé að þér eruð Hines kafteinn, eða er ekki svo?” — “Öldungis rétt,” — sagði eg — “en má eg spvrja: Hvert er nafn yðar? — “Pol- lard” — sagði bóndinn. “Leyfið mér þá að kynna yður Morgan herforingja.” — Eg hafði getið mér rétt til um manninn, hann var úr vorum flokki, Sunnan- manna. Þegar vér höfðum borðað, leizt oss ógerningur að halda þarna til yfir daginn, með því húsið stóð við þjóðveginn, og Svertingjana hefði getað farið að gruna margt, vér létum því sem vér værum gripakaup- menn og fengum oss því nokkr- ar svi'pur hjá bónda og héldum af stað. Fimta desember fórum vér yfir Cumberland-ána, nokkr- ar mílur frá Burkesville. Hún var þá í miklum vexti. Vér rérum yfir í eintrjáningsbát og létum hestana synda. Nóttina eftir gistum við hjá Norður- ríkjamanni, og kváðumst vera að leita að hestum, sem stolið hefði verið. Morguninn eftir þegar vér vorum að komast á þjóðveginn, sem liggur milli Burkesville og Spörtu varð fyrir oss þverstígur, er lá heim að húsi er stóð við veginn. í sama bili og vér riðum fram úr skóginum, svo sem 400 fet frá húsinu, sáum vér stúlku, er stóð í eldhúsdyrunum og veifaði hendi á móti oss, vér snerum því tafarlaust aftur til skógar- ins, en þó eigi lengra en svo, að vér gátum séð hvað gerðist heima við húsið. Að fáum mín- útum liðnum kom stúlkan aftur fram í dyrnar og benti oss að koma. Hún sagði að þar væri nýriðinn hjá riddaraflokkur á- leiðis til Burkesville og foringi hans hefði sagt þeir væru að leita Morgans herforingja. Vér héldum svo eftir þjóðveginum um hríð og sáum jafnan riddara- flokkinn á undan. Þar næst fórum vér yfir ána Abey og leyndum oss í tvo daga í fjöll- unum í Overton héraði. Þar rákustum vér á 40 af mönnum vorum, sem höfðu skilist við hersveitina á leiðinni í ríkjun- um Ohio og Indiana. Vér héld- um svo allir hópinn til Ten- nessee árinnar, en þar gátum vér ekki fengið neina ferju. Áin var bæði djúp og ströng og um 200 fet á breidd. Vér út- veguðum oss skógarexi þar í húsi einu skamt frá og tókum að fella tré til að byggja úr fleka. Vér höfðum frétt að þar niður með ánni væri riddaraflokkur úr fjandmannaliðinu, og flýtt- um vér því flekasmíðinni sem mest máttum vér, og eftir þriggja klukkutíma vinnu- skorpu höfðum vér flutt yfir ána 25 menn og 5 hesta, en þá reið að oss riddaraflokkurinn og tók að skjóta á oss. Morgan herforingi vildi láta eitt yfir illa ganga, en vék þó frá því er eg sýndi honum fram á að með því stofnaði hann oss öllum í þá mestu hættu. Menn vorir tvístruðust upp um fjöllin, en komust heilu og höldnu að lok- um til hers Suðurríkjanna. Morgan herforingi eg og þeir, sem voru ríðandi, héldum nú yfir fjallhrygg nokkurn, þar næst eftir þröngu og bröttú ein- stígi og ofan í gil eða dal. Eftir dalnum lá vegur. Vér námum staðar í þéttum skóg 10 skref frá veginum. Hér vorum vér með öllu ókunnugir og urðurn því að fá oss fylgdarmann. Eg reið því að bjálkahúsi, er eg sá þar allskamt frá til að spyrja til vegar. í húsinu var kona og nokkur börn. Ekki kvaðst hún geta leiðbeint mér yfir fjöllin, en son sinn á tíunda ári kvaðst hún geta lánað mér tii fylgdar. Lét eg mér það vel líka, og lét hann fara á bak fyrir aftan mig. í sömu syipan heyrði eg jódyn mikinn af veg- inum í dalnum og er eg leit við, sá eg riddaraflojck allmikinn (um 75 manns) koma á harða- spretti á móti mér, og fóru fram hjá stað þeim í skóginum, er herforinginn leyndist. með mnnum vorum. Það var auð- skilið, að næmu þeir hér staðar myndu þeir finna Morgan her- foringja og taka hann fastan. Tók eg því það fangaráð, að snara piltinum af baki og ríða sem hvatast móts við riddara- flokkinn og kalla: “Flýtið yður! Flýtið yður, foringi! annars dregur upphlaupsmennina und- an.” — “Hver eruð þér?” spurði foringinn. — “Úr landvarnar- liðinu hérná í Norðurríkjunum, en flýtið yður, ef þér viljið ná þeim.” Nú hleyptu alir af stað og eg við hlið foringjans á undan flokknum. Þegar vér höfðum farið hálfa mílu komum vér þangað sem uppþornaður lækj- árfarvegur lá yfir þjóðveginn. Um daginn hafði rignt, svo það leyndi sér ekki í forinni að þau höfðu engir farið yfir. Þegar foringinn varð þess vís, skipaði hann að stöðva eftirreiðina og spurði á ný hver eg væri. Eg kvaðst vera undir yfirstjórn Morgans herforingja. “Farið þá til andskotans! Þér hafið tælt mig frá honum. Eg ætla áð láta hengja yður.” — “Nei, það var ekki Morgan her- foringi,” svaraði eg. “Eg hefi fylgt honum í tvö ár og ætti því að þekkja hann, og hafði þ enga ástæðu til að draga yður á tálar, því hefði það verið hann, væri hann strokinn.”— “Þér ljúgið! Hann þektist í húsinu þar sem þér fenguð öx- ina. Eg hefði síður viljað hafa mist af honum en 10,000 dölum, með því hann er meira virði en heil hersveit, og nú verðið þér hengdur!” — Eg hafði verið alls ókvíðinn fyrir afleiðingunum, því eg hafði ekki gert ráð fyriu ofbeldi. Foringinn var þrútinn í framan af bræði og skipaði einum manna sinna að taka snæri og hengja mig á einni trjágreininni, sem hann benti á. Snærinu var brugðið um háls mér og kastað yfir greinina og þá fór mér ekki að lítast á blikuna, því eg sá að hér átti að gilda alvara, og mælti: “Foringi! Mig langar til að spyrja yður einnar spurningar, áður en þér látið hengja mig.” “Komið þá með hana undir eins.” “Setjum svo að þetta hafi ver- ið Morgan herforingi, eins og þér haldið, og eg hefði blekt yður, og þar sem eg stend undir yfirráðum hans, hefði eg þá ekki unnið til hengingar, ef eg ekki hefði gjört það er þér sak- ið mig um?” Hann hugsar sig um ofurlítið, leit síðan upp með þýðari svip og mælti: “Það er satt, sem hann segir, sleppið honum, piltar!” Eg var nú fluttur undir gæzlu tveggja hermanna til herbúð- anna hinumegin fjallanna, en foringinn reið með flokk sinn til fjallanna að leita eftir Morgan hershöfðinga, en honum hafði auðnast að komast undan. (Morgan hershöfðingi komst til hers Suðurríkjanna og féll við Grenville í Tennesse 4. sept., 1864). Morguninn eftir kom foring- inn aftur svo búinn. Hann yfir- heyrði mig nú og vildi vita nafn mitt og hvort eg væri óbreyttur í liði Morgans, eins og eg áður hafði sagt, er eg var tekinn fastur. Mér flaug í hug að þeg- ar eg var í fangelsinu, hafði eg haft skifti á nærfötum við Bill- sitt kaftein og nafnstafir hans stæðu á þeim. Eg sagðist því heita Bill. Kvöldið eftir bauð foringinn mér að borða með sér kvöld- verð hjá fjölskyldu nokkurri alllangt frá. Kl. 9 um kvöldið bjóst foringinn aftur til heim- ferðar. Er vér komum að garðs- hliðinu, tók hann eftir að hann hafði gleymt herðaslaginu og bað mig bíða sín þar til hann kæmi aftur. Ung stúlka stóð í dyrunum er skelti aftur hurðu þegar foringinn fór inn. Eg var þannig frjáls, en gat ekki fengið mig til að nota mér það. Þær voru ótrúlega lengi að líða þessar mínútur sem eg beið þarna. Á aðra hlið freist- aði mín frelsislöngunin, sem svo lengi hafði setið innilokað- ur, en á hina hafði foringinn farið fremur með mig sem fé- laga sinn en bandingja, og með því að taka boði hans hafði eg eins og lagt við drengskapar- heit mitt. Auk þess myndi hann sæta þungri refsingu, ef hann tapaði af mér haldi. Eg réð því af að bíða hans. Þegar hann kom, var asi á honum og auð- séð að honum hafði flogið í hug hversu ágætlega hann hafði skilið við mig, og jafnvel undr- un að finna mig í sömu sporum. Eg hafði fastráðið að bíða held- ur færis í öðru sinni, heldur en að rjúfa trúnaðartraust for- ingjans og landslögin. Þrátt fyrir þetta hefir þó vaknað hjá þeim grunur, því morguninn eftir þegar eg lá í tjaldi mínu og lézt sofa, heyrði eg foringjann segja undirfor- ingja að taka með sér 10 riddara og flytja mig til Kingston. — “Og,” bætti hann við — “látið hann ríða latasta hestinum sem 'völ er á, og hafið vakandi augu á honum, því annars fer hann sína leið.”— Eg var svo fluttur til Kings- ton og þar í fangelsi hitti eg fyrir þrjá af mönnum vorum. sem höfðu verið herteknir við Tennesse-ána er vér vorum að ferja oss yfir á flekanum. Þarna sátum vér í tvo daga, þá vorum vér sendir „ undir 12 manna verði til þriðju fötgöngu- liðsdeildarinnar 1 Kentucky, sem lá þar í vetrarbúðum fyrir utan bæinn London. Stórskógurinn, sem stóð út frá herbúðunum hafði verið höggvinn og bygð úr honum bjálkahús handa her- mönnunum. Vorum vér settir í eitt slíkt hús og gættu oss þrír hermenn. Þeir sem komu með oss lágu í kringum eldinn 10 skref frá kofadyrunum og hring- inn kringum herbúðirnar stóðu hinir venjulegu útverðir. Vér fengum veður af því, að daginn eftir yrðum vér enn fluttir til Knoxville í Tennesse þar sem Burnside yfirherforingi hafði aðalstöðvar sínar, og með því eg vissi að þar myndi eg þekkj- ast og þaðan myndi mér vart undankomu auðið, þá staðréðum vér félagar að reyna til að strjúka þá um kvöldið. Tunglið var komið að fyll- irtgu og því vel bjart. Oss fé- lögum sýndist því ráðlegast að bíða til þess tunglið væri gengið undir, en það var ekki fyr en undir morgun. Hurðinni var lokað að innan með traustum slagbrandi. Nóttin var kald- ranaleg. Vér létum sem vér svæfum og biðum. Þegar tungl- ið var gengið undir, stóðum vér á fætur, einn í senn og gengum að eldinum til að hlýja oss, svo fórum vér að skrafa við varð- mennina og segja þeim ýmsar sögur af oss úr stríðinu. Eg stóð við hurðina og vermdi hægri hendina við eldinn. Fé- lagar mínir og varðmennirnir stóðu til vinstri handar. Meðan eg sagði þeim sögu er þeir sér- staklega veittu eftirtekt, lagði eg vinstri hendina á slagbrand- inn, gaf félögum mínum bend- ingu, og án þess að sleppa sögu- þræðinum skelti eg hurðinni upp á gátt og skauzt út. Eg hljóp á millum hermannanna, sem voru fram undan kofanum fram hjá útvörðunum og sem fætur teygðust mest upp veg- inn til fjallanna. Hermennirnir fyrir framan kofann hleyptu úr byssum sínum á eftir mér og slíkt hið sama gerðu útverðirnir, og síðasta skotið fór svo nærri mér, að eg fann hitann af bloss- anum. Þegar eg kippti upp hurðinni, hafði mér orðið á sú skysst, að skella henni of hart, því hún kastaðist aftur til baka og tafði þannig fyrir félögum mínum, er þeir ætluðu að hlaupa út á eftir mér. Verðirnir réðust þegar á þá og ætluðu að reka þá í gegn með byssustingj- unum, en félagar mínir réðust í móti og báru hærri hlut, sviftu þá vopnum og sleptu þeim ekki fyr en þeir lofuðu öllu fögru. Þessum félögum mínum tókst öllum að sleppa áður þeir kæm- ust í fangelsi Norðurríkjanna. Þegar eg hljóp frá herbúðun- um. elti mig varðmaður sá, er síðast skaut og hafði á lofti byssustinginn, en mig dró þó undan. Það varð alt í uppnámi í her- búðunum. Hnökkum var fleygt á hestana í skyndi og riddararn- ir hleyptu út á veginn til að elta mig, en áður en þeir komust út að skógarjaðrinum, var eg kom- inn langt upp í fjöllin og gat í bezta næði horft á riddarana þeytast á hestum sínum fyrir neðan mig. Þegar eg fór úr fangelsinu hafði eg tekið eftii morgunstjörnunni og stefndi eg nú á hana unz dagur rann, var eg þá kominn upp á fjall, þar var mikið af fölnuðu grasi. Lagðist eg þá niður á frosna jörðina og lá þar til þess um kvöldið að sól var gengin til við- ar og farið að skyggja. Um daginn höfðu hermennirnir, sem leituðu mín komið svo nærri mér, að eg heyrði þá vera að undrast yfir hvar eg gæti leynst. Eg var búinn að liggja svo lengi hreyfingarlaus, að eg þýddi laut undan mér, en í kveldkulinu fraus eg svo fastur að eg ekki ætlaði að geta losað mig. Þegar orðið var hæfilega skuggsýnt, fór eg ofan af fjall- inu, og gekk með mestu varúð þangað er eg sá standa hús lítið og barði að dyrum. Þar hafði eg komið augum á aðeins konu og börn. Bað eg þau um kvöld- mat. Meðan konan matbjó, var hurðinni hrundið upp og inn kom maður mikill vexti og hafði byssu um öxl. Þótti mér ekki vænkast ráð mitt, en eg hafði hugsað hvað eg skyldi segja. Eg kvaðst vera að kaupa hesta fyrir Norðurríkin og hefði kom- ið með lestinni frá Knoxville þá um kvöldið og ætlaði að fá mér ferju yfir ána til Kingston, vegna þess eg hefði ákveðið að vera þar til staðar morguninn eftir til að semja um kaup á nokkrum hestum. Svo spurði . eg hann að, hvort hann ekki gæti vísað mér á neinn ein- trjáningsbát og ferjumann. Hann sagði að upphlaupsmenn- irnir ónýttu alla báta, en kvaðst þó geta bent mér til Norður- ríkjabúa þar niður með ánni, er ætti eintrjáningsbát. Eg spurði hann aftur hvort hann ekki vildi vísa mér veg þangað, því mér væri afar áríðandi að kom- ast til Kingston eftir loforðinu. Þegar vér höfðum snætt kvöld- verðinn, fór maðurinn með mér alla leið að húsi bátseigandans, og er þangað kom, var alt fólk í svefni. Þegar bóndinn kom út, var í för með honum hermað- ur úr Norðurríkjunum, hann var þar gestkomandi, en mér var ekkert um það gefið. Sagði eg nú sögu mína og bauð góða borgun fyrir ferjuna. Sagðist hann skyldi ferja mig snemma morguninn eftir. Á leiðinni ofan með ánni hafði fylgdar- maður minn sagt mér frá bónda er byggi þar hins vegar við ána gegnt bátseigandanum, er að öllum líkum myndi selja mér hesta. Eg fór nú fram á það við bátseigandann að hann þá samstundis ferjaði mig yfir ána. því eg mætti engan tíma missa, ef eg ætlaði að vera kominn til Kingston í tæka tíð. Áin var að vísu mjög hættuleg að næt- urlagi, en þó lét bóndi undan beiðni minni þar sem einnig var að vinna til góðrar borg- unar. Hann hleypit mér á land fjórðung úr mílu frá húsi bónda þess er mér hafði verið vísað til og átti hestana. Eg bað báts- eigandann að bíða mín meðan eg fyndi húsráðanda, en þegar eg var kominn í hvarf brá eg út af leið og flýtti mér upp í fjöll- in. f átta daga hélt eg svo áfram ferð minni eður réttara sdgt á nóttunum og hafði stjörnurnar fyrir leiðarsteina. Svaf á dag- inn ef eg komst að húsum er engir karlmenn voru fyrir. Þannig 27. desember kom eg loks til hers Suðurríkjanna hjá Dalton í fylkinu Georgíu. E. G. þýddi. VAAMAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAMAAAAAAMAAMAAAAAAM/''

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.