Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942 í Njósnarinn Frá Nemo á Gimli. Það var lítið herbergi og illa lýst. í kringum langt borð, sem stóð í miðju herberginu, sátu samsærismennirnir. Þeir höfðu heitstrengt að gera tilraun að myrða Rússakeisara. Það voru margskonar svipir á þessum mönnum. Svipur sumra lýsti hungri, aðrir lýstu hatri, nokkr- ir ákafa, og en aðrir ískulda og tilfinningarleysi. Einn var þó er bar af öllum öðrum í því efni, hann sat fyrir öðrum enda borðsins gegnt fundarstjóranum, og virtist með öllu tilfinningar- laus, og þó var hann svikari. Að klukkutíma liðnum áttu all- ir félagar hans að hneppast í fangelsi, dæmast og svo sendast til Síberíu til ógurlegustu þrælavinnu, en hann átti að njóta hollustu og upphefðar hjá keisaranum fyrir bjargráðin. Ófarir félaga hans áttu að lyfta honum hátt í stiga hamingjunn- ar. Klukkan á veggnum sló 8. Þegar fundarstjórinn stóð upp og mælti: “Bræður mínir! Vér höfum allir svarið heilaga eiðinn. Vér höfum allir gengið í gegnum all- ar þrautir félags vors og getum því allir trúað hver öðrum og reitt oss hver á annan. -Sem fundarstjóra er það skylda mín að láta yður vita hversu málum vorum er komið. Vér höfum gert ráð vort, tíminn er kominn til að framkvæma það. .Loksins á oss að auðnast að vinna einn sigur oss til bjargar.” — Svo þagnaði hann snöggvast. Allir þögnuðu. Sumir drógu andann nokkru þyngra, það var öll breytingin. Fundarstjórinn benti á púður ílát í einu horninu og hélt svo áfram: “Alt er undirbúið oð tæki- færið fyrir hendi. Keisarinn ætlar að fara til Kresno-Selo á fimtudaginn —” Frammi á ganginum heyrðist hávaði, og því hafði hann þagn- að. Nokkrir þeirra er sátu kringum borðið spruttu á fæt- ur; hurðinni var hrundið upp, og foringi með hermannaflokk ruddist inn. Á sama augnabliki voru allir samsærismennirnir staddir andspænis byssuhlaup- um. “Þér eruð allir bandingjar mínir!” sagði foringinn harð- neskjulega.— “Hvaða rétt hafið þér til þess?” kallaði fundarstjórinn, er var sá eini er ekki brá. Aðrir stóðu höggdofa. Foringinn lét sem hann ekki heyrði spurn- inguna, en skipaði samsæris- mönnunum að raða sér upp við vegginn. Þeir hlýddu tafarlaust, með því það var gagnslaust að sýna mótþróa. Foringinn sneri sér nú til manna sinna og skip- aði fyrir. Þeir lyftu upp byss- unum og miðuðu á bandingjana. Fundarstjórinn spurði nú aftur: “Hvað ætlið þér að gera?”— “Framkvæma dauðadóminn hér á vettvangi,” svaraði foring- inn með ískulda, og skipaði síð- an: “Miðið! Skjótið—” “Bíðið við,” heyrðist kallað í dauðakyrðinni og maður hljóp fram úr röð bandingjanna. “Bíðið við!” æpti hann aftur. “Farðu á þinn stað’” þrumaði foringinn, en hann sinti því engu, heldur kom nær og nær, náfölur í framan af ótta. Tönn- urnar skullu saman í munnin- um og angistarsvitinn stóð í stórum dropum á enninu. “Nei, nei! Þér megið ekki skjóta mig,” orgaði hann, “eg er umboðsmaður í 3. deildinni, og það var eg sem sagði frá þessu fundarhaldi og er því yðar mað- ur.”— Þetta var einmitt maðurinn, sem rétt pður hafði setið við borðsendann svo áhyggjulaus gegnt fundarstjóranum. “Ef þér drepið mig, er það sama og morð. Morð! Morð!” æpti hann upp í örvæntingu sinni og fleygði sér niður fyrir fætur foringjans. Dauðadæmdu mennirnir við vegginn horfðu á svikarann og ragmennið, með mestu fyrirlitningu, en í augum fundarstjórans brá fyrir ein- hverju, sem líktist sigurgleði. Umboðsmaður lögreglunnar. Hvar er skírteinið?” mælti for- inginn í efunarróm. “Já, já,” skrækti óþokkinn og þreif pappírsblað úr vasa sín- um. “Hérna er það — hérna er það! Ó, bjargið mér!” Síðasta hrópið stafaði af nýrri skelfingu. Hermennirnir höfðu lagt frá sér vopnin og bundu nú hendur hans og fætur. Fundarstjórinn sté fram og mælti brosandi: “Bræður mínir!” ávarpaði hann bandingjana, er enn stóðu í röð við vegginn gagnteknir af undrun. “Bræður mínir! í jafn aivar- legu máli og stórkostlegu fyrir- tæki og þetta, fer maður aldrei of varlega. Þessi sýning er stofnuð til þess að komast eftir hvort ekki væri svikari í flokki vorum, og það heppnaðist svo sem þér hafið séð. Þér hafið reynst sannir og áreiðanlegir fé- lagar og þurfið ekkert að ótt- ast.”— Mennirnir gátu varla trúað eyrum sínum, svo fóru einn eða tveir að kjökra af gleði, og sá þriðji fór að hlæja. ^ “Og hvað á að gera við njósn- ara þenna, svikarann?” — spurði hann. Ofsafenginn kliður fór um herbergið og allir þyrptust að horninu þar sem bandinginn lá bundinn og orguðu: Drepið hann! Drepið hann!” Fundarstjórinn rétti upp hend- ina og mælti: “Kyrrir! Eg á manninn, og það er mitt að kveða upp dóm yfir honum. Látið mig um það Þér farið með Ivanoff vin okk- ar og bróður — sem nú hefir leikið herforingjann — til ein- hvers óhults staðar. Hér er qss ekki óhætt framar. “En — en —” “Þetta eru síðustu orð mín” svaraði fundarstjórinn alvar- legur. Samsærismennirnir fóru þegj- andi út úr herberginu, en eftir voru fundarstjórinn og njósnar- inn. Fundarstjórinn starði fram undan sér um hríð með grimd- arlegu brosi í hvítskeggjaða andlitinu, tók svo langan þráð upp úr vasa sínum, lagði annan enda hans við púður-ílátið, en hinum endanum vafði hann utan um kerti þumlung frá ljós- inu. Að því búnu færði hann kertið svo langt frá njósanaran- um, að hann hvorki gat snert það eður slökt, gekk til dyra, nam staðar á þrepskildinum og mælti: “Afdrif þín munu verða á- minning öðrum njósnurum.” Svo hvarf hann út úr dyrun- um. Njósnarinn heyrði hann ganga ofan stjgann, svo þagnaði alt. Hve lengi yrði þumlungur af kerti að brenna? Lögreglan kæmi ekki fyr en kl. 9. Myndi kertið endast til þess tíma? Hann leit á klukkuna á veggn- um. Hún var 8:20. Skyldi þumlungur kertisins endast í 40 mínútur lengur? Ef það entist ekki svo lengi. Ætli það yrði mjög kvalafult að springa í loftið? Enn varð honum litið á kertið; það sýndist brenna ört. Hann reyndi að æpa, en gat það ekki. Smámsaman misti hann með- vitundina. Hann dreymdi hana móður sína, sem hann hafði mist fyrir löngu. Honum fanst hann vera orðinn að barni, og hún tæki sig í faðm sinn og segði sér gömlu sögurnar, er honum hafði þótt svo skemti- legar. Það var haust, og hann heyrði urgið í uppskeru vélun- um . . . Hann hló af gleði. Svo opnaði hann augun, reyndi að kalla á móður sína, en keflið var sem áður fast í munni hans, og alt í einu skildi hann tii fulls hinn ógurlega virkileika. Kl. var 8:40 og kertið meira en hálfbrunnið. Hann skalf allur. Ógurleg andþrengsli drógu úr honum máttinn. Enn leit hann á klukkuna — 10 mínútur eftir. Nú fanst honum kertið brenna hægar. Var þá ekki með öllu vonlaust? Skyldi lögreglan koma í ætka tíð? Hann lagði við eyrun. Ekkert heyrðist. Ef þeir kæmu of seint. Fimm mín- útur eftir. Hann reynir að biðja fyrir sér. Nei, nei, það var úti með hann. Nei, loksins heyrði hann þó tótatak lögregl- unnar. Klukkan sló 9. Það var barið á hurðina. Ljósið hafði náð þræðinum, hann sá hvernig log- inn las sig eftir þræðinum, að púður-ílátinu. Hann reyndi að hljóða en árangurslaust . . . Hurð var brotin og fótatakið færðist nær, en loginn var þó fljótari að komast að púðrinu . . . Eldblossi — brak — Þegar lögreglan í sama augna- bliki kom inn, sá hún skelfingar sjón; mann dauðan, bundinn og keflaðan á gólfinu. Andlitið var öskugrátt af skelfingu, hárið hvítt, og augun blóðhlaupin. Á gólfinu sást rák eftir þráðinn ög úti í einu horninu brot af púður- íláti. E. G. þýddi úr Familie L;'sning. íþróttir og menning Eftir Benedikt S. Gröndal. Einhverntíma á Platon að hafa sagt: “Við krefjumst íþrótta fyrir börn okkar, til þess að stæla líkami þeirra, svo að þeir verði eins þjált verkfæri and- ans og mögulegt er.” í þessum merku orðum felst hin íþróttalega hugsjón Forn- Grikkja, sem telja má vafa- laust, að staðið hafi öllum þjóð- um á öllum tímum framar á svið líkamsræktar. Það var ekki af því, að þeir væru snjall- ari afreksmenn, af því að þeir köstuðu spjóti lengra, hlypu hraðara eða glímdu af meiri knáleik en nútímamenn. Aftur á móti er grundvallarhugsjón sú, sem fram kemur í orðum Platons, gimsteinninn í íþrótta- menningu fornaldarinnar. í þessum orðum felst alt það, sem íþróttamenn keppa að, jafnt nú á tímum sem í Grikklandi til forna. Gríska menningin leið undir lok, og tímarnir breyttust. Þessi gullna hugsjón, sem í fram- kvæmd hafði veitt þúsundum ungra manna ög meyja hreysti og harðfengi, þessi hugsjón, sem hafði veitt hinni grísku æsku svo margar ánægjustund- ir, dó út. Vopnaburður tók að skipa þann sess í lífi manna, sem íþróttirnar höfðu áður skip- að, vígfimi og hermenska þró- uðust í myrkrum miðaldanna. Tíðarandinn varð þann veg, að hver maður varð að geta brugð- ið sverði og skotið spjóti. Víg- fimin skpiaði fremsta sess, og enda þótt til væru leikir, sem hefðu íþróttagildi, voru þeir ein- göngu álitnir skemtun. íþróttamenn þessa tíma voru flestir drenglyndir í framkomu allri, þótt vígfimir væru. Það var sagt um Gunnar á Hlíðar- enda, að “eigi var sá leikr, at nakkvarr þyrfti við hann at keppa, ok hefir svá verit sagt, at engi væri hans jafningi.” Og svo kemur hin hliðin: “Manna var hann kurteisastr . . .- ráð- hollr ok góðgjarn, mildr og stiltr vel, vinfastr ok vina- vandr.” Tímarnir breyttust enn, og hermenskan tók stakkaskiftum. 1 stað sverðs og spjóts komu byssurnar. Hermenskan hafði að nokkru leyti komið í stað í- þróttanna og dregið þær undir sinn væng, en riú kom ekkert í stað hermenskunnar um langt skeið, er hún breyttist. Þannig lágu íþróttirnar niðri þar til á ofanverðri 19. öld, er þær hóf- ust aftur á loft og hin mikla íþróttaalda reis, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Þessi alda átti upptök sín í Norður-Evrópu og þeim löndum, sem þaðan eru bygð. Má telja, að endurvakn- ingartímabil íþróttanna hefjist með fyrstu endurvöktu Olymp- íuleikunum, sem haldnir voru í Aþenu árið 1896. íþróttirnar stefna nú aftur að því marki, sem Platon lýsti svo snildarlega. Menn iðka nú ekki íþróttirnar til að getá varið sig eða unnið á öðrum með vopnum. Nú iðka menn íþróttirnar vegna þeirra sjálfra, þeirra áhrifa, sem þær hafa á heilsuna og þeirrar ánægju, sem þær geta veitt íþróttamanninum eð^ konunni. Iþróttirnar hafa síðan um aldamót gerst æ meiri þáttur í öllu lífi þjóða og einstaklinga. Afreksmenn koma fram, menn njóta þess, að horfa á þá leika listir sínar, og það, sem mest er um vert: íþróttirnar eru á góðri leið með að ná til fjöldans. Til þess að svo megi verða, er oft nauðsynlegt að hafa afreks- menn, fyrirmyndir. Slíkir menn hafa komið fram og hlotið frægðina að launum fyrir afrek sín. Hver þekkir ekki Nurmi, hlaupakónginn finska? Hann hljóp og hljóp, kom, sá og sigr- aði, ekki fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, heldur fyrir þjóð sína. Það er nú viðurkent^ að hlaupaafrek hans í Ameríku höfðu í för með sér geysilega landkynningu fyrir Finnland. Þá má nefha negrana, t. d. Jesse Owens, sem vakti geysilega at- hygli á Olympíuleikunum í Berlín árið 1936. Er enginn vafi á því, að afrek hans og kyn- bræðra hans hafa haft mikil áhrif í þá átt, að kynna hinn svarta kynstofn að betra en hann var áður kunnur og vekja menn til umhugsunar um hann. Þessi tvö dæmi ættu að nægja til að benda á mikilvægi íþrótt- anna í nútímaþjóðlífi, auk þess heilsufræðilega og uppeldislega gildis, sem þær hafa. Allir þekkja svipað dæmi frá Forn-Grikkjum. Sigurvegarar á Oiympíuleikunum voru í háveg- um hafðir og þóttu hafa unnið, ekki aðeins sjálfum sér, heldur og ættborg sinni hinn mesta sóma. Keptust menn um að vegsama þessa sigurvegara. Myndhöggvarar gerðu myndir af þeim í marmara, þeir fengu að borða í ráðhúsi ættborgai sinnar, en það þótti mikill heiður. Hvers kyns ófriður brýtur í bág við anda íþróttanna. Her- menskan og vopnaburðurinn lögðu íþróttirnar undir sig á fyrra hluta miðalda. En íþrótt- ir hafa á síðustu tímum rétt hlut sinn á ný, og íþróttamenn hafa gerst boðberar friðar og bróðernis. Þess vegna stendur það í alþjóðalögum íþrótta- manna, að engin sú þjóð, sem á í ófriði við aðra þjóð, hafi rétt til að taka þátt í Olympíuleik- um. Þess eru að vísu dæmi, að ein- ræðisþjóðir nútímans hafi notaö íþróttirnar til að skapa heraga meðal æskulýðs landanna, en slíkt er tvímælalaust herfileg misnotkun. Er vonandi, að íþróttastarfsemin megi blómg- ast á frjálsum grundvelli, eins og gerist meðal lýðræðisþjóð- anna. En þar kemur annað mein til greina, en það er atvinnu- íþróttamenskan. Snillingar og afreksmenn á sviði íþróttanna taka að sýna listir sínar fyrir peninga, þeir stofna með sér félög og keppa hverjir við aðra í flokkaíþróttum. Þessir menn, sem hafa íþróttirnar að atvinnu, hafa mun betri aðstöðu til allra æfinga og komast því venjulega lengra en áhugamenn, sem iðka íþróttirnar vegna íþróttanna og algerlega í tómstundum sínum. Sem betur fer er þessum tveim flokkum íþróttamanna, atvinnu- og áhugamönnum, algerlega haldið aðskildum. Eru þar glögg takmörk, og í raun og veru eratvinnuíþróttamenskan sér- stök atvinnugrein. Frá því sjón- armiði er ekkert athugavert við þá starfsemi, en með tiliti til hugsjóna íþróttanna er hún spor í ranga átt. Ef athugað er, á hvaða tímum menningin hefir staðið hæzt og á hvaða tímum íþróttirnar hafa verið í mestum blóma, kemur í ljós, að þau tímabil fara saman. Ef athugað er, í hvaða löndum heimsmenningin er á hæstu stigi, og hvar vegur íþróttanna er mestur, kemur í ljós, að það fer saman. Norður-Evrópa og þau lönd, sem þaðan eru bygð, má telja, að standi nú á 20. öldinni á hæstu menningarstigi. Þar er blómi íþróttanna mestur, enda var það þar, sem þær endur- vöknuðu fyrir síðustu aldamót. Norðurlönd, Svíþjóð, Finnland og Noregur, þar sem lýðmentun er ef til vill á hæsta stigi, eru einnig blómaland íþróttanna. Á þessu sézt, að íþróttirnar verða menningunni ávalt sam- fara. Þær eru fyrirbrigði, sem ómentaðir þjóðflokkar þekkja ekki í sinni réttu mynd. Og á okkar tímum eru íþróttirnar að verða æ meiri og mikilvæg- ari þáttur hámenningarinnar, eins og þýzki hlaupagarpurinn og íþróttafrömuðurinn Otto Peltzner’ sagði í einni af bókum sínum. Slíkt ætti hver maður að gera sér ljóst. Vér krefjumst íþrótta til þess að stæla líkama vorn og gera hann eins þjált verkfæri andans og unt er.—(Samtíðin). / Frá Islandi Frásögn Geirs Zoega vegamálastjóra Umferð um vegakerfi landsins hefir stóraukist síðustu árin. í ár er umferðin sumstaðar meiri en í fyrra, annarsstaðar minni. T. d. fóru um 30 bílar að meðal- tali á dag yfir Vatnsskarð í júní- mánuði í fyrra, en ekki nema 22 í ár. En hvað er þetta hjá því sem er hér á Suðurlands- brautinni, þar sem bílatalan hefir komist upp í 7000 á ein- um sólarhring, samkvæmt taln- ingu sem vegamálastjóri hefir látið framkvæma? Ríkissljórnin hækkar framlag til vegagerða. Þessar upplýsingar fékk Vísir hjá Geir Zoega vegamáiastjóra. Taldi hann að vegaframkvæmd- ir hefðu yfirleitt verið með á- þekku móti í ár og í fyrra. Um 1400 manns unnu að vegagerð og viðhaldi vega í byrjun júní- mánaðar, en komust hátt á ann- að þúsundið alls er fram í mán- uðinn kom. Þeim fækkaði svo aftur er sláttur byrjaði. Framkvæmdir í nýbyggingum vega fór nokkuð eftir vinnu- framboði í hinum ýmsu sýslum landsins. Mest var framboðið þar sem sauðfjársjúkdómar hafa gert mestan usla að undanförnu, eins og t. d. í Þingeyjarsýslum og Skagafirði. í þeim sýslum var unnið meira en fjárveiting leyfði til nýbygginga véga, en ríkisstjórn- inni fanst ástæða til að bæta úr vandræðum bænda, er skapast höfðu vegna sauðfjársjúkdómla og veitti því aukinn styrk til vegagerða. Vinna heldur áfram á aðalleiðum í sláttubyrjun var víðast hvar hætt nýbyggingu vega, nema á nokkurum aðalleiðum, svo sem Vatnsskarði, Fljótaveg, Siglu- fjarðarskarði, Öxnadalsheiði og Axarfjarðarheiði. En að við- haldi er unnið áfram, eftir því sem þörf krefur og verkamenn hafa fengist. Breikkun Suðurlandsbrautar og Keflavíkurvegar. í námunda við Reykjavík eru aðalframkvæmdirnar breikkun Suðurlandsbrautar og breikkun og umbætur á Keflavíkurvegin- um. Er ákveðið að gera hann það breiðan, að auðvelt sé fyrir bifreiðar að mætast hvar sem er. — En breikkun Suðurlands- brautar er fólgin í því, að lagð- ur er gangstígur, meðfram henni inn að Hálogalandi. Er stígur- inn svo breiður, að hann á að rúma hestvagna og yfirleitt alla hægari umferð. Er þessum um- bótum um það bil að verða lok- ið, og var þess full þörf, því þótt Suðurlandsbrautin sé einn okk- ar bezti og fullkomnasti vegur, var hann of mjór fyrip hina gífurlegu umferð, sem komist hefir upp í 7,000 bifreiðar á sól- arhring, fyrir utan hestvagna og gangandi fólk. Brýr í nágrenni bæjarins breikkaðar. Aðrar umbætur á vegunum hér sunnanlands eru fyrst og fremst nauðsynlegar umbætur á malbikuðu köflunum og breikk- un brúnna á Hólmsá fyrir ofan Geitháls og á Bleikdalsá hjá Ár- túni á Kjalarnesi. Er í ráði að gera á þeim tvöfalda bílabraut, þannig að þær verði jafnbreiðar vegunum. Nýjar vegavinnuvélar. Einn nýr veghefill er nýkom- inn til landsins, en von er á þremur til viðbótar. Verða þá nær tuttugu heflar í notkun alls, en þrátt fyrir það full- nægja þeir tæplega nauðsynleg- um vegabótum. Vonandi verður ekki langt að bíða þangað til við fáum nokkr- ar stórvirkari vegagerðarvélar en Islendingar hafa áður notað, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sem á þessu eru. Sprautun á vegum gegn ryki- Nýmæli er sprautun á veg- um, sem framkvæmd hefir ver- ið á Mosfellssveitarveginum til að varna ryki. Þetta er gert sumpart með úrgangs smurn- ingsolíu og að nokkuru með o- nothæfri hráolíu. Hér er ekki um varanlegt slitlag að ræða og dugar aðeins sumarlangt. Er aðferð þessi of dýr, til að unt verði að framkvæma hana 1 stórum stíl. —(Vísir 23. júlí.) Canadian Womens Army Corps NEEDS RECRClTS— AGE LIMITS 18 TO 45 Full information can now be obtained from your local Army Recruiting Representative WOMEN! REPLACE A SOLDIER RECRUITS are urgently required for Canada’s ACTIVE ARMY lt Needs EVERY FIT MAN beíween 18 and 45 years of age VETERANS GUARD (Active) Wants Veterans of 1914-1918 up to age 55 See your LOCAL RECRUITING REPRESENTATIVE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.