Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942 Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir siendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ■f -f -f Veilið athygli! Óskað eftir barngóðri mið- aldra konu að taka fulla ábyrgð á 18 mánáða gömlum dreng og gera vanaleg verk í lítilli íbúð. Móðirin að vinna. Lögberg vís- ar á. f f f Mr. Sigurður Árnason frá Chi- cago, 111., sem dvalið hefir hér um slóðir frá því snemma sum- ars, lagði af stað heimleiðis á fimtudaginn í vikunni sem leið; hann er ættaður úr Borgarfirði hinum eystra, bróðir Eysteins skólastjóra í Riverton, og þar dvaldi hann lengstan tímann, auk þess sem hann heimsótti ýmsa vini í bygðunum við Mani- tobavatn. Sigurður er greindar og fróðleiksmaður, og kunnur af fréttagreinum sínum í ís- lenzku vikublöðunum. f f f Mr. Hallgrímur Sigurðsson frá Foam Lake, Sask., kom til borgarinnar á laugardaginn, og dvelst hér um slóðir í nokkra daga; hann kvað þreskingu vest- ur þar enn skamt á veg komið sakir þrálátra óþurka. f f f Jón Sigurdson félagið heldur næsta fund á heimili Mrs. C. G. McKeag, 219 Overdale St., þriðjudaginn 6. okt., kl. 8 e. h. f f f Mr. og Mrs. C. Thomasson frá Hecla, voru stödd í borginni um síðustu helgi. f f f Séra Egill H. Fáfnis frá Glen- boro var staddur í borginni í vikunni sem leið. f f f Mr. og Mrs. G. Lambertsen frá Glenboro voru stödd í borg- inni í fyrri viku. f f f Mr. Bjarni Bjarnason, starfs- maður fyrir Ford bílafélagið að Jardley, Penn., sem hingað kom fyrir nokkru í heimsókn til for- eldra sinna, Mr. og Mrs. Sigurð- ur Bjarnason, 623 Simcoe Street hér í borginni, lagði af stað heimleiðis á miðvikudaginn þann 23. september síðastliðinn. f f f Mrs. Rósa Johnson lagði af stað vestur til Vancouver á laugardaginn var, þar sem hún ráðgerði að dvelja um hríð, en halda svo til Seattle til framtíð- ardvalar; hún biður Lögberg að flytja vinum sínum öllum hér um slóðir, alúðarþakkir fyrir margháttaðan hlýleik í hennar garð. f f f Mrs. María Árnason, er nýlega kominn heim úr heimsókn til íslendinga í Vatnabygðunum í Saskatchewan; hafði hún ósegj- anlega ánægju af ferðinni og viðtökum fólks þar vestra. Frú Jóhanna Jónasson, ekkja Jónasar Jónassonar frá Húki í Miðfirði, kom hingað til borg- arinnar frá íslandi á sunnudag- inn var; hún dvelur um hríð hjá Hafsteini syni sínum í Thelma Apartments. f f f Hið eldra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, heldur fund í samkomusal kirkjunnar á fimtudaginn þann 1. okt., kl. 2.30 e. h. f f f Deild No. 1 í kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar, efnir til sölu á heimatilbúnum mat í fundar- sal kirkjunnar á föstudaginn þann 2. október; salan hefst kl. 2 síðdegis, og stendur yfir fram eftir kvöldinu. Kaffi einnig selt á staðnum allan tímann, sem matarsalan stendur yfir. f f f Takið eftir! Neðanmálssögur blaðanna, “Lögbergs” og “Heimskringlu” ásamt öðrum íslenzkum bókum gefnum út hér vestan hafs, ósk- ast keyptar, ef þær eru í góðu lagi og heilar. Ennfremur Almanak O. S. Thorgeirssonar fyrir aldamót, og árg. 1901, 1907 og 1913. Björnsson's Book Síore, 702 Sargent Ave., Winnipeg Gaman og alvara —Jæja, svo frændi yðar á engin börn? —Nei, herra minn. — —Og faðir yðar — hefir hann átt nokkur börn? * * * Bóndi nokkur kom á járn- brautarstöð ásamt kónu sinni. Hann gekk rakleitt að farmiða- söluauganu og spurði sölumann- inn: “Er þrjú-lestin farin fram hjá?” “Já, fyrir korteri síðan.” “Og hvenær fer fjögur-lestin framhjá?” “Það er löng stund þangað til.” “Fer engin farþegalest fram hjá fyr,” “Nei.” “En farangurslest?” “Nei, engin.” “Engin lest?” “Engin.” “Eruð þér vissir um það?” “Alveg viss,” svaraði sölu- maðurinn og var nú orðinn all óþolinmóður. “Jæja Soffía,” sagði bóndinn og sneri sér að konu sinni, “þá er okkur óhætt að ganga yfir j árnbrautarteinana.” * * * Hvað ertu að gera, Úlli? —Eg er að skrifa bróður mín- um. —Þú, sem kant ekki að skrifa. —Það skiftir engu máli. Bróð- ir minn kann ekki að lesa. * * * Það sorglega við ellina, er ekki það, að maður verður gam- all, heldur hitt, að mönnum finst þeir vera ungir. Annar helmingur heimsins veit ekki, hve vel hinum helm- ingnum myndi líða án hans. * * * Að unna er að fegra, að fegra er að unna. VETRARLJÓÐ Sleðinn bíður, brekkan kallar, blikar hjarn í tunglskinsglóð. Hefjum upp hljóð, í hoppum, syngjum vetrarljóð. Hæ, hó! Álfar dansa, dunar svellið, demant skín í kvöldsins glóð. Hefjum upp hlóð, Hefjum upp hljóð, í Hæ, hó! Æskugleðin göfga, hreina glampar skært í augans glóð. Hefjum upp hljóð, hoppum, syngjum gleðiljóð. Hæ, hó! M. Jónsd. Fæðingarreitur ísland er skóglaust að telja, og víða vantar yndislega staði, þar sem gott er að njóta sumars og sólar og þar, sem skóarilmur- inn vekur vonir og bjartsýni. Gott er að hafa útisamkvæmi og guðsþjónustur á slíkum stöðum þá helgidagana, þegar allir, sem geta, leita út úr bæjum og þorp- um upp í sveitina. Gott er og æskunni að sjá, hve alt grær og vex, sem Guðs friður, Guðs sól og himnesk blessun sveipa í faðmi sínum á dýrðlegum sum- ardegi. Það er fögur kenning um dásamlega möguleika mann- þroska og manngöfgi í skjóli miskunnar og föðurhandleiðslu vors góða Guðs. — í hverri sókn landsins ætti að koma upp fögr- um trjáreit á friðsælasta staðn- um í sveitinni, þar sem margur gæti notið hvíldar og hressingar. Aðferðin gæti verið þessi: Fyrir hvert barn, sem fæðist í sókn- inni, væri plantað einum græðl- ingi sem vísi að fæðingartré þess. Væri tréð eign barnsins; foreldrar og vinir önnuðust tréð fyrst í stað, síðan það sjálft, er yxi upp. Þarna væri .gróðursett um leið minning um fæðingu og dvöl hvers manns í sókn sinni. Og ekki sízt, ef hann flytti burt. stæði þarna minning og skír- teini um uppruna hans, því að nafn, ártöl og fleira mætti festa á spjald við tréð. Hefði þetta margfalda þýðingu; fyrst að klæða landið, þá að koma upp hátíðlegum stað göfugs tilbreyt- ingarlífs í sveitunum og loks að tengja einstaklinginn traustari böndum við bygðarlagið, þar sem vaggan stóð og kærustu bernskuminningar eru tengdar við. Kvartað er um rótleysið og burtflutningana úr bygðum landsins. Hér væri hver og einn bókstaflega “rótfestur” á æsku- stöðvum sínum. Myndu þó and- legu áhrifin af fæðingartrénu kverða langdrýgst. Lifandi, guð- legur helgidómur, er stækkaði og greri á hverju sumri, myndi opna marga sál fyrir dýrð lífs- ins og tilgangi þess í hendi Guðs. Sigurður Gíslason. —(Kirkjuritið). Borgið Lögberg! TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34557 SARGENT and AGNES TRIJMP TA\I ST. JAMES Phone 61 111 Twilight of Liberty efiir Watson Kirkconnell. Þetta mun vera síðasta bók höfundarins, gefin út seint á síð- astliðnu ári. Og er þó ekki gott að vita því hann er mikilvirkur rithöfundur, sem ekkert mann- legt lætur sér óviðkomandi og rekur hvert ritið annað frá hans hendi. 1 bókinni kennir margra grasa. Þar eru útvarpserindi, ferðaminningar og ritgerðir ýmislegs efnis. En tilgangur hennar er aðallega að auka sam- úð milli hinna ýmsu þjóðbrota í landi hér en eyða tortryggni og misskilningi. Vegna tungu- málakunnáttu sinnar og hins næma skilnings á fjölbreyttni þeirrar andlegu menningar, sem þróast í skjóli þjóðernis, tungu þjóðsiða og lífsskilyrða, er höf- undurinn allra manna bezt fall- inn til að leysa það verk af hendi. Annar aðal tilgangur bókarinn- ar er að hvetja canadiska rithöf- unda til að vinna kröftuglega móti þeim einræðisöflum, sem nú sé uppi í heiminum og vinni að því leynt og ljóst að útrýma mannfrelsinu eða grafa það lif- andi undir fúamold falskra rök- semda og loginna sakargifta. Sjálfur er höfundurinn kristinn lýðræðissinni og trúir því fast- lega að í skjóli kristins lýðræðis sé mannfrelsinu borgið. En undarlegt virðist mér það að jafn glöggur maður skuli eigi skilja þann megin mun, sem er milli hugarstefnu kommúnista og nazista og telur því hvort- tveggja jafn háskalegt fyrir mannfrelsið. Kommúnismi er bygður á því, sem frá mínu sjónarmiði er aðalkjarni kristin- dómsins: það er mannást og bróðurþel, og er raunverulega það eina, sem gefur kristninni tilverurétt og framtíðarvón. Nazisminn aftur á móti er ofbeldisstefna, hátindur þess manndjöfulskapar, sem engan rétt viðurkennir, nema hnefa- réttinn; þarf eigi annað en at- huga rás viðburðanna á síðustu árum til að ganga úr skugga um þetta. Ein ritgerðin fjallar um bók- mentir hinna aðkomnu þjóð- brota. Og skipa íslendingar þar öndvegi. Telur höf. upp hin helztu skáld og rithöfunda og birtir ljóð eftir St. G. Steph- ansson, Kristinn Stefánsson, Einar P. Jónsson, Gísla Jónsson, Jakobínu Johnson, Guttorm J. Guttormsson. Öll eru kvæðin þýdd af höf. Það er ekki ætlun mín með þessum línum að skrifa neinn ritdóm um bókina, heldur aðeins benda á hana og hvetja landa mína til að eignast hana og lesa. Hún flytur margar góðar at- hugasemdir um þau mál, sem nú eru efst í hugum manna: stríðs- málin og eftirstríðs málin. Stíll höf. er myndauðugur, kröft- ugur og hressandi bitur. Málið gæti verið alþýðlegra, töluvert er af orðum, sem ekki eru á tungu almennings, en það borg- ar sig að brjóta þau til mergjar og engin hætta á að mann syfji yfir lestrinum. Prófessor Wat- son Kirkconnell á það skilið af okkur Islendingum og öðrum aðkomumönnum hér í landi að þeir veiti starfi hans eftirtekt — þeir eiga engan hollari vin meðal hérlendra manna. Hjálmar Gíslason. Þrœðir Orðið hefir eitt sinn til alveran að rísa; —átt í sér þau upphafsskil— eins og sjálfort vísa. Þá var áður ekkert til, utan dauðamyrkur, en í því lá við ófædd skil efni’ og falinn styrkur. Og andinn sveif ið auða rúm, eins og hvirfilbylur. Saman dreif ið dauða húm í dróma, — ei fyr við skilur. Húms úr slæðum hnotan brýzt; hnattfrumstæðið myndast. Eigin smæðum snældan snýst, —snúðum þræðir vindast. Fæðir líf við ljúfan yl, loftið klýfur svala; hljóðsins svífa sveiflur til sefann hrífa’ úr dvala. Leiftruð sveima ljós* í geim lýsa’ upp heiminn glaða. Atalt teymist út frá þeim orkustreymið hraka. Áfram skjótri fleygiferð frumlífs hótin streyma, sinni mótuð megingerð í myndun ótal heima. Ekki á dö^um einum sex að þeim högum vindur. Eilíf þögul þróun vex, þroskans lögum bindur. Hvenær sáðið samið vra sem í þráðinn vefur: glíma háð við goðasvar gáta’ óráðin hefur. Huldar valdi hugsjóna hvergi’ á spjaldi taldar biljón aldir biljóna bak við tjaldið faldar. Eilíft ræður áframhald, engu næði lofar. Starfsamt bæði’ og stórlegt vald stjórnar hæðum ofar. Messuboð Fyrsla Lúíerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur. 776 Victor S.t—Phone 29 017 Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Guðsþjónustur við Church- bridge o. v. í októbermánuði: I Konkordia kirkju þ. 4., kl. eitt e. h. — minningarathöfn. Þ. 11. þakkargerðar messa. í Hólaskóla þ. 18., kl. 3 e. h. Þann 25., kl. ellefu fyrir hádegi á Red Deer Point — ef hægt er og kl. 3 í Winnipegosis sama dag. Aug- lýsing er bundin við gamla tím- ann.—S. S. C. * * * Sunnudaginn 4. okt. verða þessar guðsþjónustur í prseta- kalli séra H. Sigmar: Á Mountain sunnudagsskóla- hátíð kl. 11, sem fram fer á ensku. í Péturskirkju við Svold, ís- lenzk guðsþjónusta kl. 2.30 e. h. 1 Vídalínskirkju ensk guðs- þjónusta kl. 8 að kveldi. Búist við að Harald Sigmar, Jr., pré- diki við þessar guðsþjónustur. * * * Lúlerska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 4. október— Ensk messa kl. 11 árd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -f -f -f Messur í Gimli prestakalli: Sunnudaginn 4. október— Ensk messa í Gimli kirkju klukkan 7 e. h. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -f -f -f Prestakall Norður Nýja íslands: 4. okt.—Árborg, íslenzk messa kl. 11 f. h.—Hnausa, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. 11. okt. — Mikley, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. Veiiið athygli! Elliheimilið Betel á Gimli, þarfnast vinnukonu nú þegar, áríðandi er, áð umsóknir sendist tafarlaust til forstöðukonu .elli- heimilisins, Miss Ingu Johnson. Lögberg inn á hvert einasta íslenzkt heimili fyrir jólin! The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Sendið LÖGBERG sem jólagjöf til frá $3.00 innlagðir sem ársgjald. M. KAUPIÐ ÁVALT L L) ,H I E R THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.