Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942 7 Herinn Guðs Ekki væri í oss “hjarta kjöts,” ef oss gengi eigi til instu til- finninga hernaðartíðindin geig- vænlegu, sem nú svífa um alt. Ekki einungis tíðindi vorrar eigin hliðar, heldur einnig sárs- aukavera þeirra í hópi óvina vorra, sem líka líða svo ægilega fyrir að hafa verið steypt í fylgisöldu villidýrsæðisins. En vér eigum ekki ráð á öðru full- komnara til varnar tilveru vorri, sem menskar verur, en sverðinu og því, sem undir það heyrir, til þess að mæta því eiturflóði af villimensku, sem á oss ræðst. Við það verður að sitja. Eg sagði vér hefðum ekki annað en sverðið og aðstoðir þess. — Jú, vér höfum fleira. Vér höfum sverð andans. Guðs orð og Guðs her á þessari jörð eru sístarfandi í öllum möguleg- um deildum og á öllum hugsan- legum sviðum frá einu endi- marki jarðar til annars. í fyrra heimsstríðinu (1914— 1918) var svo út gefið af þeim, sem hefðu átt að vita, að Sálu- hjálparherinn væri stærri en allur hinn vopnaði her jarðar á meðan styrjöldin stóð sem ægi- legust. Hvort að þessi sérstaka deild af Drottins her á jörðinni er mannflest nú, veit eg ekki, þó mikið beri fyrir um starfið þar. Deildirnar eru ótal margar. Hvar sem herirnir eru, þar er einnig kirkja Guðs og þjónusta hennar svo margvísleg, að erfitt, ef ekki ómögulegt, er upp að telja né útreikna svo ná- kvæmt væri. Heima fyrir líka. Kirkjurnar, líknarstörfin, skól- ana, einstaklingsbaráttuna hér og þar, ekki sízt nú. Barátta heima fyrir, barátta þeirra er fylgja hernum, sem prestar, læknar, hjúkrunarkonur, tíð- indamenn og ýmsrar annarar þjónustu menn, karl og kona, er gefa sig undir hörmungar stríðs- ins og standa undir eldgýgum þess, til þess að veita mönnun- um þjónustu. Vér vitum ei hve margir þeir og þær eru, hér og þar en vér vitum að það er mikill skari og að hver ein- staklingur í þessum hópi sann- ar að við orðin er staðið, er út voru gefin endur fyrir löngu. “Og sjá, eg er með yður alla daga, alt til enda veraldar.” Ein ný deild af guðinnblásnu starfi, sem lætur mikið til sín taka nú, hefir bæzt við á seinni tímum, — það er “kirkja lofts- ins.” Á öldum loftsins berast nú iðulega til manns guðsþjón- ustur, prýðilegar, með jafn- ágætum sálmasöng frá ýmsum sann kristnum kirkjum. Ákveðn- ar kirkjudeildir láta stöðugt til sín heyra í gegnum canadiska víðvarpið fyrir atbeina Canadian Religious Advisory Council. Anglican kirkjan, lúterska kirkj- an, Presbytera, United og Bapt- ista kirkjurnar halda uppi guðs- þjónustum á hverjum morgni virkra daga, í fimtán mínútur; Byrja þegar klukkuna vantar fimtán mínútur í níu á vorum slóðum hér, og lýkur við á mín- útunni níu. Ræðurnar eru því eins stuttar og nokkur getur á kosið. Þær eru líka, nærri all- ar, sem eg hefi heyrt, heilar eða á pörtum, eins góðar og maður getur á kosið. Sálmasöngurinn er jafn prýði- legur. CBC kórinn syngur yndislega og sálmarnir eru úr- val. Eg veit til að bæði ungir og gamlir, sem og ötulasta ald- ursskeiðið hefir oft notið mikils góðs af þessum guðsþjónustum. Á sunnudögum er full guðs- þjónusta flutt fyrir atbeina þess- arar sömu nefndar og CBC. Svo sem mörgum er kunnugt hefir síra Valdimar J. Eylands oft prédikað í gegnum þetta landsnefndar útvarp. Síra Valdimar virðist hafa hlotið það í vöggugjöf að geta flutt Guðs orð svo að bæði sann- leikurinn njóti sín, líka svo að mannshjartað veiti honum við- töku. Það hefir því verið bæði nytsemi og ánægja að heyra hann. Þrítugasta ágúst (1942), heyrðum við her, ásamt nokkr- um gestkomandi, þá prýðilegu ræðu er hann flutti þá; okkur öllum, sem heyrðu til uppbygg- ingar. Hvert orð heyrðist hátt og skýrt, svo sem hann væri rétt hjá okkur. Söngflokkinn heyrðum við vitaskuld ágætlega líka. Hann hljómaði yndisléga fagurt til okkar. Við hér erum þakklát öllum, sem hlut eiga að máli í framleiðslu þessara atburða, því þó maður, því miður geti ekki eðlilegra kringumstæðna vegna, notið þess alls, þá nýtur maður mikils — á parti eða heilt — og það er í það heila tekið bæði vel hugsað og vel flutt og verk- ar því sem dögg af himni á þura jörð. Mannssálin þarf þessa alt af við og það er ánægjulegt að vita að slíkt samstarf er vor á meðal. Kona, sem um allmörg ár var kennari í Canada, skrifaði mér viðvíkjandi útvarpsræðum séra Valdimars J. Eylands í vetur sem leið: “At last I heard Rev. Eylands on the radio. He is very dignified and a depend- able leader. I like him very much.” Á íslenzku: Loks heyrði eg séra Eylands í útvarpinu. Hann er sérlega tiginn maður og ábyggilegur leiðtogi. Mér geðjast fjarska vel xað honum.” Margar aðrar kirkjudeildir nota öldur loftsins til þess að tala máli umbótanna til mann- anna barna, fríkirkjur og fast-_ ákveðnar tala af alhuga um til- veru almáttugs Guðs og hans frelsandi og líknarfulla kærleika í Jesú Kristi frelsara vorum. Áður en eg skil við þetta mál nú, vil eg minnast í fám orð- um á heimastarfið hér. í Leslie eru tvær kirkjur: United Lutheran Church og United Church. U. C. saman- stendur “eingöngu af ensku- mælandi fólki en í U. L. er fólk af nokkrum þjóðernum, ís- lendingar þar á meðal og íslenzk messa flutt að Westside skóla húsi, einu sinni í mánuði. í vet- ur sem leið flutti séra Carl J. Olson jólamessu á íslenzku í kirkjunni í Leslie, mikið og fag- urt erindi. Þegar vor þjóðkunm atkvæða kennimaður, séra Carl J. Olson fór, kom hingað séra Theodore Sigurdsson, sonur séra Jónasar sál. Sigurdösonar. Bæði vegna ætternis mannsins og svo vegna þess að hann hafði flutt hér eina messu áður, fyrir einum tíu árum síðan, hugðu menn gott til þessa unga manns, og eftir því sem eg veit bezt, fyrir þær guðsþjónustur, sem séra Theodore hefir flutt í Leslie, á Westside og í Foam Lake, þá eru menn fjarska vel ánægðir með þær. Hann er flug- fær í enskri tungu og fer ágæt- lega með íslenzku. Það er hjartans ósk okkar allra, sem höfum heyrt hann nokkrum sinnum, að starf hans alt, megi takast sem prýðilegast. Að Herinn Guðs megi vaxa og þroskast undir stjórn og fyrir starfsemi hans. Rannveig K. G. Sigbjörnson. Æfiminning Þann 11. ágúst 1942, andaðist Guðmundur Magnússon að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar við Riverton, Manitoba. Guðmundur var fæddur í Kot- hvammi á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu 24. maí 1861, foreldr- ar hans voru Magnús og Mar- grét Jónsdóttir; bjuggu þau síð- ast á Islandi við Bakkabúð nærri Hvammstanga, sem nú er verzlunarstaður við Miðfjörð í sömu sýslu. Magnús var frændi skáldkonunnar sem kölluð var Vatnsenda-Rósa, og erfði nokk- uð af þeirri gáfu. Margrét móð- ir Guðmundar var frændkona Jóns Árnasonar, sem bjó mörg ár á lllugastöðum á Vatnsnesi. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum til tuttugu og fimm ára aldurs, og var aðal atvinna fiskiveiði á Miðfirði og Húnaflóa. “Hann var aðeins tæpra tíu ára, treysti gæfu hetjuandi trúr, á litlum bát þótt bólgin veltist bára, björg að sækja í Ægis nægta búr.” Á þeim tímum var alþýðu- mentun á íslandi námfúsum unglingum ónóg. Skyldugrein- ar: lestur, skrift og fjórar höfuð- reglur í reikningi, aðal áherzla lögð á það að læra vel kristin- dóminn, kunna og skilja kverið, og einnig allar dæmisögur úr Nýja testamentinu. í þessum greinum stóð Guðmundur fram- arlega, og bætti óspart við síðar hvenær sem . kringumstæður leyfðu. Árið 1888 kvaddi Guðmund- ur hið kalda en þó kæra Vatns- nes, og Rósa systir hans, bróðir þeirra Águst hafði farið til Vfcsturheims árið áður, og for- eldrar þeirra og systir Guðrún Sólveig, fluttu vestur árið eftir, eða 1889, en tveir bræður þeirra, Jón og Björn yfirgáfu ekki æft- landið, hafa máske hugsað líkt og Gunnar: “Fögur er hlíðin, og mun eg hvergi fara.” Aðrir hugsa sem svo: Maðurinn lifir ekki eingöngu á fegurð, og mörgum fanst blása heldur kalt þegar hinn stærsti óvinur Is- lands, á þeim tímum — hafísinn — rak inn á Húnaflóa síðari part vetrar og fylti flesta firði við Norðurland, og yfirgaf ekki landið fyr en seinnipart sumars. Þá heltók hið kalda loftslag ekki aðeins mestan vorgróður heldur einnig framtíðar vonir fjöl- margra á Norðurlandi, og var það aðal ástæðan fyrir því að svo margir leituðu gæfu sinnar hinumegin Atlantsála. Fyrsti dvalarstaður Guðmund- ar og Rósu var í Brandon; fékk Guðmundur fljótlega vinnu hjá húsabyggingafélagi við sölu á byggingaefni og við smíðar, var hann fljótur að læra mál og siði, og ávann sér traust og vin- áttu vinnuveitenda sinna; hafði hann, eins og flestir aðrir Is- lendingar, flutt með sér af gamla landinu ekki gull né silf- ur, heldur dugnað og trúmensku, sem hérlendir menn kunna vel að meta. Á sama tíma tók Guðmundur góðan þátt í félagsmálum Bran- don íslendinga, vann með áhuga miklum að safnaðar og bind- Churcliill Says: “We must remember we are no longer alone. We are in the midst of great company. Three quarters of the human race are now moving with us. The whole future of mankind may depend upon our actions and upon our Conduct. So far we have not failed. Let us move together into the storm and through the storm.” - - Heartening Words - - This space donated by ^b'ieun'nýó. M.D. 72 indismálum, átti hann þar marg- ar glaðar stundir á málæfinga f u n d u m bindindisfélagsins “Bróðerni,” hefir það líklega ver- ið bjartasti tími æfinnar þau fimm ár, sem hann dvaldi í Brandon, því síðar urðu geisla- brot gleðinnar strjálari. Þó skinu vonaljósin skærast árið 1893, þegar Guðmundur giftist Salome Ólínu Jóhanns- dóttur, sem þá var nýkomin frá íslandi, greind og góð stúlka. vel að sér bóklega og verklega, en veikluð á sönsum, eins og síðar kom fram. 'Fluttu þau næsta ár til ísafoldarbygðar í Nýja íslandi og byrjuðu þar landbúskap, gekk það allvel fyrstu árin, en svo kom tímabil, sem Winnipegvatn flæddi yfir næstum allar engjar í ísafoldar- bygð,. og fluttu þá margir á burt. Guðmundur og Ólína fóru tii Framnessbygðar í nánd við Ár- borg í Nýja íslandi, var það ánð 1901. 1 þeirri bygð fór batn- andi hagur flestra bænda, en margar eru öldur í mannlífs sjó, og ein hin stærsta, sem lamaði þrek og þol Guðmundar mun hafa verið langvarandi veikindi og missir konu hans árið 1912; vo.ru það langir og strangir reynslutímar, en svo batnaði heimilishagurinn, því hann fékk góða ráðskonu, Sigríði Árna- dóttur, og reyndist hún börnum Guðmundar sem bezta móðir, og lagaði og bætti heimilis ástandið svo að um mörg ár var efna- hagur góður og vellíðan. Börn Guðmundar og konu hans voru: Magnús Jóhann, ó- kvæntur, vinnur við aðgerð á bílum og fleira, við Árborg; Ingiríður Elín, kona Jóns Hólm og búa þau í Árdalsbygð. Og svo átti Guðmundur eina dóttur með ráðskonu sinni, Margréti Guðrúnu, sem nú er kona Halldórs Björnssonar, og eiga þau heimili í Riverton, þar eyddi Guðmundur sínum síð- ustu æfidögum, og þar fékk hann þá beztu aðhlynningu, sem kringumstæður frekast leyfðu. Guðmundur tók góðan þátt í félagsmálum bygðarinnar, og á þeim tíma, sem ekki var járn- braut né góðar keyrslubrautir; var hans leitað, því hann hafði góðar lækningabækur, og kunni góð ráð við mörgum meinum; var honum einnig lagið að upp- fræða börn og leiðbeina þeim á siðferðis- og dygðabrautir; eign- aðist hann því marga góða og trúa vini, og þó margir séu nú farnir á undan honum heim, eru samt margir eftir, sem veittu syrgjendum huggun með nærveru sinni, og annari góðri hluttekningu. Séra Sigurður Ólafsson hélt á- hrifamikla og góða húskveðju, en séra B. A. Bjarnason flutti kraftmikla ræðu og kveðjuorð, og Bergur Hornfjörð flutti við jarðarförina í Árborg, hið vel- samda kvæði, sem fylgir þess- um línum. Og svo, gott er að fá hvíld eftir langt og velunnið æfistarf.1 Hátt risu öldur á Húnaflóa, en hærra og meir ógnandi reynist mörgum öfugstreymi lífsins. Yfir haf á sigursiglingunni sjáum höfn þar aftur kyrrist sjór; far vel, bróðir, fagna komu þinm foreldrar og vinahópur stór. A. M. FRÁ V I N I fluii við jarðarför Guðmundar Magnúsonar, 14. ágúst 1942. Þá er kunningi kveðju flytur látnum meðbróður mannfélagsins. Er sem skuggsjá skýri myndir frá .liðnum vinar lífsins ferli. Kallið kvatt þig hefir, kæri vin að hverfa heim til föðurhúsa, himnavist að erfa, þakkar ástsemd alla, ástvinum góðu, venslafólki og vinum, vegamóð- um bróður. Mannfélags að málum, mikið gjörðir vinna, <. umbæturnar ætíð, óðul vona þinna, íslandi þú unnir, eins og móðir barni, er þú um það ræddir, aldrei stóðst á hjarni. Hönd var rétt til hjálpar, hver sem þín nam leita, gott þar dæmi gafst þú, gjörðir engum neita. mönnum málleysingjum, mörg- um lækning veittir, sú var gáfan gefin, góðri þekk- ing beittir. Hjá þér einnig átti, ítök barna- lundin, ungmennum ætíð, yndi fræðslu stundin, kjarnmál kristin dómsins kunn- ir þú að meta, lífsreglur þar lagðir, leiðir þeim að feta. “Mímir” þakkir þýðar þér hann vill hér færa ætíð þar hann átti einhuga og kæra framsókn, — fús til starfa fé- laginu í haginn, í þeim störfum áttir ótal margan daginn. Framnes þakka fyrrum, fornu landnemarnir, sem í óbygð yrktu, akur, fram- taks gjarnir. Bygðin minning blessar betri lífs við gæði, góða nótt þér gefi, gröfin hvíld og næði. Himinblæjur bjartar, breiðir til að skreyta, hinztu hvílurúmin, heiðUr þeim að veita, Hjónum, sem nú hvíla hér við grafar friðinn, saman leið nú liggur, löng var stundar biðin. SEEDTIME' a/ncL ’HARVEST' By Dr. K. W. Neatby Þirtctor, Aýricultural Dtpartmsni North-We*t Line Elevators ÁMocietioa THE AGRICULTURAL REPRESENTATIVE It is not many years since the technical agriculturist, often dubbed the ‘white-collared farmer,’ was regarded with suspicion and was a fairly suc- cessful competitor with the ‘green Englishman’ as a targel for the farmers’ humor. Fortu- nately for farmers, scarcely a trace of that attitude remains. When wheat was two dollars or more per bushel, westerr. farmers could make money without technical advice. Now, however, with mixed farming becoming more and more pro- minent, soils becoming eroded and overrun with weeds, the technical agriculturist no longer has to sell himself to the farmer: he is in demand. All sorts of mysterious plant diseases, hog diseases, poultry diseases, live- stock feeding problems, sowing pastures and hayfields, and countless other problems which entail financial loss to the farmer if the most up-to-date scientific knowledge is not put to work, require the assistance of scientific agriculturists. The most important link be- tween the agricultural research worker and. the farmer is the Agricultural Representative or District Agriculturist, as he is called in Alberta. In Ontario, there are now 54 County Agents — exactly the same sort of ‘animals’ as our ‘Ag. Reps.’ We have a slightly smaller number for the three prairie provinces combined. We need more badly. The Agricultural Representa- tive does not pcetend to teach farmers how to farm. His job is to put farmers in touch with sources of information if he can- not supply it himself. Get to know your ‘Ag. Rép.’ He can save you time, trouble and money. Hitt og þetta Ekkjan: Það eina, sem eg hugga mig við, er það, að hann þjáðist ekki lengi áður en hann dó. Vinkonan: Jæja, hvað voruð þið lengi gift? * * * Skrifstofumaðurinn: Ætli eg geti ferxgið frí á morgun til þess að hjálpa konunni minni við húshreingerningu? Skrifstofustjórinn: Nei, áreið- anléga ekki. Skrifstofum.: Þakka yður kær- lega, hr. skrifstofustjóri. Eg vissi altaf, að eg gat treyst yður. * * * Hann: Leikfimi hefir drepið fleiri bakteríur, heldur en öll lyf til samans. Hún: Já, einmitt! En hvernig í ósköpunum er hægt að fá þessi smákvikindi til þess að gera leikfimi. * * * Faðirinn: Hvernig í ósköpun- um datt þér í hug að láta þenn- an ítala kyssa þig? Dóttirin: Eg gat ómgulega hindrað það, því eg 'kann ekki ítölsku. \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar. XAA*A*AMMAAA*AAAMMWMMAAAA*AMMAAAMAAA/ I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.