Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942
Þegar eyðmörkin biómgast
13. KAPÍTULI
Áður en Mrs. Bassett kvað upp úr með bann
sitt um það, að Pauline færi í þetta vikuloka
heimboð á landsetri Sir Abdels, hafði hún far-
ið með báðar stúlkurnar sínar til kvenfata
sýningarstofu í Cairo, þar sem heimsfrægur
hefðarkvenna skraddari hafði á boðstólum ný-
móðins vörur sínar. Þar keypti frúin ýmis-
konar kjóla handa sér og Cherry, og tvo handa
Pauline.
Annar þeirra lá nú á blágrænni og glit-
ofinni silkifloss-ábreiðu rúmsins, meðan
Pauline sat við búningsborðið og greiddi lokka
sína. Þetta var nærskorinn miðdagsverðar
veizlukjóll úr hvítu chiffon, með löngum erm-
um og látlausu hálsmáli. Það virtist ótrúlegt
að kjóllinn hefði kostað eins mikið og fyrir
hann var borgað — fyrri en í hann hafði verið
klæðst, er ljóst varð, að í gerð hans og sniði
fólst einhver unaðsmjúk forms-mynd, er aðeins
meistarahendur gátu framleitt.
Og er Pauline nú hafði klæðst kjólnum og
athugað eigin breytta mynd sína í stóru skugg-
sjánni, fann hún bærast í brjósti sér þakklætis-
kend gagnvart Gertrude tengdafrænku.
Hve undarlegt sambland skins og skugga
bjó í hugarheimi þessarar konu Henry’s frænda
—gat Pauline ekki látið vera að hugsa. Með
svo óþjála lund, er sjaldan lýsti nokkru víð-
feðmi í sál eða hjarta, en var þó á hinn bóginn
höfðinglynd og megnug um örlætisríka fram-
komu.
I þetta sinn lét Cherry ekki standa á sér.
Hún birtist þeim nú í þykkum og glitrandi
bleiksilkiskjól, með löngu víðfelldu pilsi, nær-
skornum upphlut og Victoriu-blómvendi úr
silfurbliksrósum, festum á bláliljublæs axlar-
linda. Þetta var látlaus kjóll, sem þeirri ung-
mey er' hann bar, hepnaðist þó að bregða yfir
laðandi og kænskukendum yfirskinsbjarma.
“Þú lítur undursamlega út, Pauline elsk-
an,” hrópaði Cherry. “Mamma, vildir þú ekki
eiga dóttur, sem bæri svona Vere de Vere
hefðarsvip? Pauline okkar ætti að giftast
hertoga að minsta kosti, eða —” Hún náði
augnaráði frænku sinnar og hló. “Jæja-þá, eg
skal ekki segja það.”
“En hvílíkt fleipursbarn þú ert,” sagði Mrs.
Bassett í dálitlum kergjutón, er þær gengu
niður stigann.
Niðri beið Abdel, afar-snyrtilegur í sínum
alhvíta búningi, og leiddi þær út á svalirnar í
hóp gestanna, er þar höfðu allareiðu safnast
saman.
Madame Aziz var nú komin ásamt hálfri
tylft annarra gestanna, er von hafði verið á
með henni.
Þarna var virðulegur pasha með alhvíti
yfirvararskegg, og bar nafn ættar, er Pauline
vissi að fræg væri um öll Austurlönd fyrír
lærdóm sinn og auðlegð.
Þarna var og álitlegur meðlimur frönsku
sendiherrasveitarinnar ásamt prýðilegri frú
sinni, þá enn tveir enskir flugliðsforingjar og
þrjár yndislega fallegar ungmeyjar — tvær
enskar og ein tyrknesk.
Að lokum, er kynning hinna gestanna
hafði gerst, kom prinz Hasseim í hópinn,
hneigði sig djúpt yfir hönd hefðarkvennanna,
er hann heilsaði hverri um sig og klingdi um
leið hælum að venju riddaraliðsforingjans.
Honum tókst einhvern veginn að nálgast
Cherry seinast, og hann brosti yfirlætislega við
henni, með fallegu dökku augunum um leið og
hann lét í ljós hve mikla ánægju það veitti
honum að hitta hana nú aftur.
Það var glaðvær gestahópur, sem innan
stundar settist við langborðið í veizlusal
A-bdels. Stofan var afar-stór og skrautleg og
langborðið hulið dýrindis handhekluðum mott-
um, alsettum gljáandi krystals og silfur borð-
búnaði, er endurspeglaði sem í skuggsjá væri
litauðgi þeirra og blómaskrautsins, er komið
var fyrir í postulínsvösum á endilöngu borð-
inu.
Kaffi var framreitt á sama staðnum og
gestirnir höfðu setið að tedrykkju þá eftir há-
degið; gljáandi gólfrýmið hafði verið rutt fyrir
ciansinn og salshliðunum, er áður stóðu opnar
núlli bogabygðu súlnaraðanna á þrjá vegu,
lokað með glertígla rennihurðunum, til varnar
því að dragsúgur kvöldkyljunnar næði að leika
um dansfólkið.
Er Pauline steig dansinn með franska
sendisveitarherranum fanst henni eins og hún
heyrði raust húmsins úti fyrir vera að kalla
sig. Hana sárlangaði til að sleppa frá þessari
nýmóðins munuð, er Abdel hafði þarna búið
vinum sínum, og komast út í kyrð einverunn-
ar. Og hún varð því fegin, er dansi lauk og
franski félaginn leiddi hana til sætis aftur. Þar
var hann að ræða við hana, er Abdel kom yfir
til þeirra.
“Mætti eg njóta þeirrar ánægju, að dansa
við yður, Miss Pauline?” spurði hann.
Franski maðurinn hneigði sig og fór sína
léið.
Pauline stóð þegar á fætur, og leit eins og
ósjálfrátt úm öxl sér þangað sem máninn var
rétt að gægjast upp út við sjóndeildarhringinn.
“Eigum við að bregða okkur ' út dálitla
stund?” spurði Abdel. Og innan augnabliks-
stundar stóð hann við opna hurðina.
Sviðið, sem þau staðnæmdust á, lá rétt
utan við ljósglampann og bak við grindaskýli,
er faldi þau í skugga sínum.
“Eigum við að ganga þarna niður?” sagði
hann og kinkaði höfði að tröppum beint fram
undan þeim, og er hún hikaði sig þvínær ó-
merkjanlega bætti hann við: “Okkar verður
ekki saknað fáeinar mínútur, og mig hefir í
allan dag langað til að ná tali af yður, þótt
ekki væri nema örstutta stund.”
Hún gekk þarna niður við hlið honum og
herti upp hugann til að segja: “Næturhúmið
virtist svo unaðslega laðandi, að mig langaði
tli að njóta nánar nærveru þess.”
Allur geigur hafði nú alt í einu horfið frá
henni.
Þau gengu út í garðsviðið þar sem skugga
bar á neðan við gosbrunninn. Uppi yfir þeim
hvolfdist fjólublá hvelfing nætur himinsins,
þéttsett tindrandi stjarnanna geislagliti.
Er þau náðu að gosbrunnsskálinni hallaði
hún sér upp að henni enn starandi upp í
stjörnudýrðargeiminn. “Þetta er — svo óút-
málanlega yndislegt,” mælti hún gagntekin af
. unaðshrifning. “Og líkt þessu hefir það birzt
um þúsund og þúsundir ára.”
Hann kinkaði samhygðarlega kolli: “Árin,
sem svo marga hluti hafa ummyndað, þótt
aðrir hlutir beri æ og æfinlega hina sömu
mynd sína.”
“Menn tala um hið óbreytanlega Austur,”
sagði hún eins og í draumaleiðslu.
“Ekkert er óbreytilegt — nema mannleg
nátúruhneigð, sem alt af er nokkurn veginn
sjálfri sér lík,” svaraði hann. “Fyrir tíu þús-
und árum voru hjartans hugsanir karla og
kvenna all-mjög hinar sömu, sem enn í dag, og
það virðist aðeins eitt, sem í raun og veru
sé um að gera—”
“Hvað?” spurði hún í óttahreim. “Stríð?”
“Ó-nei! Þau eru aðeins tilviljaninni háð.
í upphafi vegar var það ekki stríð, sem um-
bylti mannlífinu.” Þáð var spaugshreimur í
rödd hans, og einhver önnur djúptækari kend
líka. “Flestar þrautir lífsins hafa falist í einu
orði — ást.”
“Ó!” sagði hún lágt og hló feimnislega,
lagði aðra hönaina á gosskálarbarminn, en
kipti henni skyndilega að sér aftur.
I daufu skini nýfædda mánans brá fyrir
einhverri hreyfing og flatur haus teygði síg
upp um leið og ofurlítill snákur kastaði sér af
skálarbarminum niður í grasið. Hann vék sér
við sem örskot, en það gerði Abdel líka og
marði hann undir hæli sínum. Hann beygði
sig svo niður, greip upp dauðu slönguna og
kastaði henni af hendi inn í skógarþykknið.
“Eg hefi aldrei áður1 rekið mig hér á snák
— ekki inni í garðinum,” sagði hann. “í gær
var hér á ferðinni umráfs töframaður og hann
hefir víst tapað einum þessara úr dóti —”
Hann hikaði sig; er hann leit í hið nábleika
andlit stúlkunnar við hlið sér. “Hræddi þetta
yður? Mér felur það mjög illa.”
“Það — mér kom það alveg á óvart,” viður-
kcndi hún. “Eg er hrædd við snáka.”
“Pauline — elskan mín, þú titrar,” sagði
hann og greip um hönd henni.
Hún leit upp til hans. Andlit hennar var
mjög nærri honum og hann sá tár koma fram
í augu henni.
Þá vafði hann hana örmum og þrýsti á
varir henni ljúfum kossi er í fólst töframagn
hinnar tindrandi stjörnudýrðar og unaðshvísl
vindblæsins er að þeim andaði inn um eyði-
merkurgeiminn.
Og þá þrengdi sér gegnum þenna augna-
blkis unaðsdraum þeirra hávær rödd, er Mrs.
Bassett hrópaði:
“Pauline — Pauline, ertu þarna, elskan?”
Pauline losaði sig samstundis úr faðmi
Abdels, og horfði framan í hann með ótta-
þrungnu augnaráði, er tilkynti honum að hún
gæti með engu móti látið Gertrude frænku
hitta sig þarna og eyðileggja allan sæludraum-
inn, slíta upp lífsins blóm þessarar ljúfu augna-
bliksstundar.
“Ó! Eg vil ekki að hún finni mig hér,”
hvíslaði Pauline í skyndi. “Ekki núna.”
Þau stóðu bæði í skugganum, hulin aug-
um manneskjunnar er stóð í brún svalanna
uppi yfir þeim.
Hann greip hönd hennar um leið og hann
svaraði: “Jæja þá. Komdu hérna þessa leið.”
Það var unaðshreimur í rödd hans er hann
leiddi hana inn undir svalirnar, sneri þar alt
í einu fyrir, horn og að leynidyrum, er þau
stönsuðu við meðan hann tók upp lykil úr
vasa sínum og opnaði hurðina.
“Komdu hingað.” Hann leiddi hana þarna
inn í gang, er fram undan þeim lá, sneri sér
þá aftur við, lokaði hurðinni og brá svo upp
Ijósi, en stakk lyklinum aftur í vasa sinn.
Svo greip hann aftur hönd hennar og
leiddi hana upp fremur þröngan stiga að fer-
hyrntu þrepi, er tjaldi-huldar dyr lágu út frá.
Utan við tjöldin var skurðrúnum skrevtt hálf-
hurð, er látúnsgrind náði að úr lofti. Aftur
tók hann upp hjá sér lykil, og er hurðin opn-
aðist fram, fanst henni hún heyfa eitthvert
þrusk. En hann stóð aftan við hana, og þó
hún liti eins og ósjálfrátt um öxl sér, gat hún
ekki séð hvort nokkur önnur vera væri þar
að baki þeim.
Þá varð Pauline sér til undrunar þess vör.
að þau væri stödd á loftsvölum, þaðan sem
við blasti herbergið þar sem hinir gestirnir
enn héldu sig.
“Vertu hérna, Pauline litla — enginn fær
ástæðu til þess að ávíta þig,” hvíslaði Abdel.
Hann leit með brosandi augnaráði niður í, kaf-
rjótt andlit henni, og er hún mætti tilliti hans
sá hún að bak við brosið starði við henni glóð-
þrunginn geislastafur úr augum hans. Hann
hélt enn um hönd hennar og brá henni upp
að vörum sér um leið og hann slepti handtak-
inu, og gekk hröðum skrefum burtu frá henni.
Þarna á bak við hana var lágt sæti og
Pauline* hné niður á það með handarbakinu,
er hann hafði brugðið kossinum á, fast þrýstu
að hálsi sér. Henni þótti* vænt um að vera
þarna ein og hafa tóm til að ná stjórn á óðum
hjartaslögum sínum.
Hún sat því kyrr þarna nokkrar mínútur,
með ljúfri vitund enn um töframagn kossins a
handarbakinu fast þrýstri að hálsi sér.
Og þá varð hún þess alt í einu vör að
Nancy Bellingham nálgaðist hana úr þeirri átt
sem Abdel hafði horfið í, er hann gekk burtu
frá henni.
Er Pauline stóð á fætur til að mæta henni,
rétti Nancy upp aðra hönd sína sem varúðar-
merki. “Halló! felumær,” sagði hún í hvísi-
ingsrómi: “Eg var send til að sækja þig. Eí
við fylgjumst að inn í stofuna, heldur frænka
þín að þú hafir verið í fylgd með mér.” Og er
Pauline leit á hana með óttasvip í augum, bætti
hún við: “Vertu hughraust, unga vina mín —
þú ert nú stödd í launstiganna höll — kvenna-
bústaðirnir eru rétt að baki þér.”
Pauline leit um öxl sér að hálfhurðinni
neðan við látúsnetið í dyrunum, sem Abdel
hafði rétt leitt hana gegnum. Kvennabústað-
irnir! Hún fann einkennilegan ónotatitring
fara um sig.
14. KAPÍTULI
Nancy hafði þessa stundina hugann ekki
hiá Pauíine. Henni þótti það, í sannleika sagt,
fi emur spaugileg afstaða, sem hún, allra kvenna
ólíklegust, hafði nú í annað sinn bendlast við
út af atvikunum, er voru að gerast milli
Abdels og þessarar ungu stúlku. Alt til þessa
hafði hún haldið sig þekkja Abdel all-nákvæm-
lega; en nú fyrst varð hún að gera sér grein
fyrir því, hvað lítið hún eiginlega þekti hann
— nema að því er þá staðreynd snerti, að hann
væri unaðslega einlægur vinur og persóna er
almennrar virðingar aflaði sér. Athygli kven-
þjóðarinnar á honum hafði lengi verið henni
jafnaugljós eins og hitt, hve lítið hann skeytti
slíku — þrátt fyrir alúðlega framkomu hans
gagnvart kvenfólkinu, á hvaða aldursstigi, sem
það var.
Að hann myndi einhvern tíma kvongast
taldi Nancy svo sem auðvitað og vorkendi
hjartanlega þeirri kvenveru, er fyrir lægi .að
skipa þá konustöðu, sem hún þóttist vita fyrir
víst að háð yrði margskonar örðugleikum. Það
væri henni fyrst nú augljóst, að með mann-
inum, sem hún hélt sig þekkja, leyndist að
lfkindum önnur mannvera — maður, sem þótt
honum tækist að láta vit sitt halda velli,
væri hræðilega gjarnt til að tapa alt í einu
taumhaldi á hjarta sínu.
Það virtist svo, sem eitthvað þessu líkt
hefði nú hent Abdel, og hann orðið undarlega
óvarkár. Fyrst dregið þessa ungu stúlku al-
eina með sér hingað og þangað út um Cairo-
borg og nú horfið með hana niður í húm-
skugga húsgarð#ins, sem vakið hefði hjarta-
titring hinni vænu Gertrude frænku.
“En sá ekki Gertrude frænka mig fara út?”
spurði Pauline.
“Nei — hún var að spila bridge. Einhver
sagðist halda að þú hefðir farið út,” sagði
Nancy. ,
Pauline varð vandræðaleg á svipinn, og
sagði enn: “Hún hefir þá sjálfsagt vitað að þú
værir ekki með mér.”
“Nei. Eg var þá ekki í stofunni. Sann-
leikurinn er sá, að eg hafði læðst í burtu þaðan.
til að skrifa nokkur bréf. Póstur er ætíð
sendur héðan snemma morguns. Eg mætti
Abdel rétt þegar eg var að koma niður aftur.”
“Eg — skil það,” sagði Pauline og roðnaði
ögn. En Nancy sagði þá blátt áfram: “Það er
eins og þú veizt, engin veruleg ástæða til þess,
að maður ekki gangi um heimagarðinn með
gestgjafanum sínum.”
“Ó-nei,” svaraði Pauline hinkandi. Henni
féll eldri stúlkan mjög vel í geð, og vildi ekki
að hún misskildi sig; en svo gerði náttúruleg
einlægnistilfinningin gagnvart Gertrude henni
ógreitt um að segja hvernig á stæði fyrir sér.
Miss Bellingham brosti til hennar og ypti
brúnum um leið og hún spurði: “Jæja — hver
eru vandræðin?”
“Aðeins þetta — mér hafði verið sagt, að
eg mætti ekki ota mér fram. Þú skilur,” flýtti
Pauline sér að bæta við, “að Gertrude var
mjög gröm — og það réttilega — út af því að
eg fór alein með sir Abdel til sölutorganna um
daginn, og —”
“Gott og vel, sútlka mín,” sagði Nancy og
smeygði Jiönd í olnbogabót henni. “Eg skil
það! en eg hygg ekki nokkra hættu á því að
þú sért fröm og reynir að ota þér fram. En
maður verður að ganga miklu varlegar hér,
heldur en nauðsynlegt er heima á Englandi,”_
sagði hún. “Og nú — skulum við fara —”
Þegar þær gengu hæversklega saman inn í
salinn, var Mrs. Bassett aftur sezt við bridge-
borðið. Svo virtist sem hún hefði allan hugann
á spilum sínum, en Pauline þótti alveg víst, að
hún hefði tekið eftir þangaðkomu sinni.
Þá segir Nancy glaðlega í skýrum spaugs-
rómi: “Eg hefi verið að sýna Pauline hvernig
mánaskinið hér í raun og veru er.” Og kallar
svo yfir til gestgjafans þeirra: “Abdel, þú
verður að stofna til mánaskins böðunarstundar
fyrir okkur, — eg var næstum því dottin al-
klædd niður í tjörnina þína.”
“Vissulega. Hverjum sem það þóknast er
frjálst að baða sig þar,” svaraði hann. “Mér
þvkir sjálfum bezt að gera það þegar sólin
skín, en hver og einn getur í því efni hagað
sér að eigin tilhneiging.”
Nú hélt dansinn áfram. Pauline tók eftir
því að Cherry væri að daðra feimnislaust við
einn foringjann úr konunglega flugliðinu —•
mjög ungan lautenant. En Cherry var auð-
sjáanlega ekki að skemta sér. Að ná haldi á
hinum unga Charles Forrest nægði henni ekki.
Alt kvöldið hafði hún tekið eftir prinz Hasseim
vera að ræða í hlátursmildum tón við fallegu
dökkeygðu frúna franska sendisveitarliðans, í
hinum enda salsins. Það var ekki fyr en
Pauline kom þarna inn og franska frúin náði í
bónda sinn, að Hasseim gekk þvers um stof-
una og beint þangað sem hún nú sat.
“Þér dansið víst Miss Bassett?” spurði
bann.
Pauline brá ögn við — því við fy,rri sam-
fundi þeirra höfðu þau skifzt á aðeins fáum
orðum, og hún hélt að hugur hans snerist um
Cherry — og henni þótti mjög vænt um er
hún nú komst hjá að svara þessu, því að John
Bellingham kom að á þessu andartakinu og
sagði í meinleysislegum spaugstón: “Svo að
Nancy dró þig út með sér til að athuga hið
töfrandi mánaskin sitt — hún er heilluð af
áhrifum skins og skugga þessara kvölda hér.
Og færir sér þau líka áreiðanlega í nyt.” Hann
settist í bekkinn við hliðina á Pauline og bætti
við: “Hefir þú séð myndirnar hennar?”
• “Eg minnist að hafa séð eina eða tvær
þeirra á listasýning í London,” svaraði Pauline.
Hún málar vissulega mjög fallega —”
Pauline hikaði við og hristi höfuðið bros-
andi. Það var einkennilegt hve mil^la óbeit
hún hafði á hinum snyrtilega unga manni, er
frammi fyrir henni stóð. Ekki fyrir nokkra
muni vildi hún nú hafa dansað við hann, yrði
hjá því komist; en svo hefði henni líka á þessu
kveldi verið ógeðfelt að vefjast nokkurs annars
karlmanns armi -*■ jafnvel þótt í dansleik væri.
“Eg þakka virðulega, en eg ætla ekki að dansa
meira í kvöld,” sagði hún. “Eg held að lofts-
breytingin hafi gert mig fljótþreytta — eða
lata.”
“Það er ólán mitt. Lánleysi, líka,” hann
lækkaði mjúka róminn, “að eg skyldi ekki fá
íæri á að sýna yður mánaskinið, og að það yrði
hlutskifti — Miss Bellingham.”
Hasseim reikaði burtu og sem af hendingu
til Cherry.
“Þér ekki dansandi, Miss Cherry?” spurði
hann. “Verið nú væn og neitið ekki að dansa
við mig.”
Hún vissi vel að einmitt það hafði hún
ætlað að gera, en á næsta augnablikinu var
hún farin að hringsnúast um gólfið á armi
prinzins.
Hann segir þá og leit mjúkum dökku aug-
unum niður í andlit henni: “Þessarar ánægju
hefi eg beðið í alt kvöld—skyldur samkvæmis-
venjanna geta stundum orðið mjög þreytandi.”
“Þér viljið ekki láta mig trúa því, að sam-
ræða við Madame de Plesier geti verið þreyt-
andi,” sagði Cherry hálf-kuldalega, en hugs-
aði þó samstundis: “En sú flónska! Eg hefði
átt að láta svo sem eg skildi þetta ekki.”
Yfir höfði hennar sveigðust þykkar varir
prinzins ögn af mjög þóknanlegu brosi. Hann
var alvanur afbrýðiskend kvenvina sinna, og
þótt þær ávalt að lokum yrði honum leiðar,
þá skemti það honum einnig og ögraði hé-
gómagirni hans að vekja öfund þeirra.