Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.10.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942 ----------lögberg---------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögrberg” is printed and published by The Colurnbia Press, Himited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 • Afturelding í einu kraftakvæða sinna kemst ljóðjöfur- inh Einar Benediktsson þannig að orði: “Sekur er sá einn, sem tapar”; þetta má vitaskuld skilja á fleiri en einn veg; en holt er það engu sð síður að brjóta til mergjar þá raunspeki, er i orðum skáldsins felst. Því hefir nýlega verið haldið fram, að vér Vestmenn værum í þjóðræknislegum skilningi með annan fótinn í gröfinni; vitanlega eru allir menn, sem í heim þennan fæðast, ávalt með annan fótinn í gröfinni, svo hér er engan veg- inn um neina nýja heimspeki að ræða. En staðhæfingar af þessu tagi eru oss alt annað en hollar; á hinu ríður oss meir, að tala kjark í sjálfa oss og samferðamenn vora, því í kjölfar vonleysisins siglir sekt, sem ekki verður auð- veldlega afþvegin. Væri það rétt, að vér Vest- menn hefðum í þjóðræknislegum skilningi alt af verið að tapa, myndum vér illu heilli hafa gerst sekir um trúnaðarrof við uppruna vorn, tungu vora og þann guð, sem gaf stofnþjóð vorri ís- land, tunguna, sólarljóðin og eddurnar; slíkt getum vér hvorki né viljum viðurkenna, þótt eitt og annað hafi hjá oss farið í handaskolum á vettvangi þjóðræknissamtaka vorra; á þessum sviðum er auðsærrar aftureldingar vart, er spáir giftudrýgri athöfnum og hækkandi degi. Laugardagsskóli Þjóðræknisfélagsins í Winni- peg og hliðstæð íslenzkufræðsla út um ný- bygðir vorar, er talandi vottur áminstrar aftur- eldíngar, því verndun vors tigna máls felur í sér djúpstæðan menningarþroska; það er fyrir löngu vitað og viðurkent, að hver kynslóð, hver þjóð, réttdæmist eftir málsmenning sinni; virð- ingar hverrar þjóðar fyrir helgidómum ættar og uppruna, speglast í meðferð hins skráða og mælta máls; áhrif Fjölnismanna á málfar Is- lendinga taka af öll tvímæli í þessu efni; með endurvökustarfsemi sinni á vettvangi íslenzkrar málsmenningar, leiddu þeir yfir þjóðina nýja gullöld, sem hún í ríkum mæli býr að enn þann dag í dag. Vér megum aldrei telja oss sjálfum trú um, né heldur láta öðrum líðast það, að alt sé komið á heljarþrömina ■'í þjóðræknismálum vorum, því slíkt væri óverjanleg fjarstæða; enn sem fyr réttir æskan fram örvandi hönd verði hún vör þess skilnings og þeirrar samúðar frá vorri hálfu, sem hún á heimting á að fá. Laugardagsskóli þjóðræknisfélagsins hefir vaxið að vinsældum frá ári til árs, enda er hann sú stofnun, sem íslenzkt fólk í þessari borg ætti að fylkja sér einhuga um; sú undir- staða, sem byggja verður á; skólinn og heim- ilin verða að taka höndum saman í þessu efni, og gera starfsemina að lífrænni, samstiltri heild; enda má því aðeins vænta tilætlaðs árangurs af kenslunni, að foréldri þeirra barna, er skólann sækja, fullræki skyldur sínar heima fyrir, og tali íslenzku vði börnin eins oft og því framast verði viðkomið; þetta gera vita- skuld margir, en þó hvergi nærri nógu margir. Nú er að því komið, að Laugardagsskólinn hefji starf sitt á ný; hann hefir eins og að undanförnu, úrvals kenslukröftum á að skipa; kennaraliði, er vegna ræktar við vora tignu tungu, leggur fram krafta sína með öllu endur- gjaldslaust; af þessu má mikið læra, og ætti slíkt að verða foreldrum nokkur hvöt til þess, að brýna fyrir börnum sínum gagnsemi kensl- unnar; endurgjald forráðamanna og kennara skólans er fólgið í því hver áhugi kemur í ljós bjá nemendum hans og foreldrum þeirra, því um námshæfileika íslenzkra barna verður eigi efast. Engum einum manni á Laugardagsskólinn eins mikið að þakka og Ásmundi P. Jóhanns- syni, sem verið hefir “sverð hans og skjöldur” frá byrjunartíð, og er enn; ef allir sýndu í verki jafn eldlegan áhuga fyrir þjóðræknis- málum vorum og Ásmundur hefir gert, væri drjúgum meira um árangur starfseminnar; því þó orðin séu til alls fyrst, eru það jafnan verkin, sem skýrast tala. Mjög hefir það gert kennurum Laugardags- skólans örðugra um vik, en ella myndi verið bafa, hve torvelt hefir verið um öflun viðeig- andi kenslubóka; nú eru horfur á að úr þessu verði bætt fyrir atbeina framkvæmdarnefndar Þjóðræknisfélagsins, og milliþinganefndar þess í fræðslumálum, er lagt hafa drög til öflunar kenslubóka frá Islandi. Sýnishorn af bókum þessum eru þegar komin vestur, sém góðu spá um nothæfni; þessi ráðstöfun hefði átt að hafa verið gerð fyr, þó betra sé seint en aldrei. Pant- anir að allmiklu upplagi af kenslubókum þess- um, hafa nú verið sendar forseta Þjóðræknisfé- lagsins hemia, Árna G. Eylands, víðkunnum á- hugamanni, sem mjög æltur sér hugarhaldið um þjóðræknissamtök vor Vestmanna; úr þeirri átt má vafalaust skjótra og góðra undirtekta vænta. Vér Vestmenn eigum helgan dóm að vernda þar sem vor tigna tunga á í hlut; tung- an, sem svo er máttug og 'megin-djúp, að hún á “orð yfir alt, sem er hugsað á jörðu.” Frá vöggu til grafar (Framh.) II. Eg hefi drepið á ýmislegt, sem órækar sannanir þess að Nýja ísland hefir í hugsun og framkvæmdum verið vagga þjóðar vorrar 'vestan hafs; um það þarf hvorki fleiri orð né fvllri rök. En ef einhver kynni að rengja það, þá væri auðvelt að tilfæra mörg atriði og merk úr sögu bygðanna, sem alveg tækju af skarið í því efni. Við sleppum því vöggunni; látum þetta nægja að því er hana snertir. En þá er gröfin. Það er venjulega geð- feldara að tala um vögguna en gröfina. Um- hverfis vögguna vakna oftast vonir, gleði, sól- skin og sæla; en við gröfina grátur og sorgir. • Hér bregður talsvert út af því venjulega. í kringum vöggu Vestur-íslendinga fyrstu árin í Nýja íslandi ríkti allsleysi og erfiðleikar, harðindi og jafnvel hungurdauði. En upprisan úr vöggunni og þroski þjóðarinnar á göngunm þaðan hefir gert það að verkum að friðsæla og fögnuður haldast í hendur umhverfis gamla fólkið þótt það geri sér glögga grein fyrir því að nóttin sé í nánd. Það þykir ef til vill ekki tiga vel við að minna á “háttatíma” æfinnar og hvíldarstaðinn, sem nefndur er “gröf,” en sannleikurinn er sá að því þarf engin sorg að vera samfara. Maðurinn, sem leggur leið sína út í kirkjugarð og kaupir þar hvílustaði fyrir sjálfan sig og sína, gerir það ekki með neinum kvíða eða þunglyndi; hann gerir það eins og hvert annað verk, sem hagsýni og framsýni leggja honum á herðar. En þegar hann hefir leyst það verk af hendi, .þá hefir hann líka ráðið það við sig hvar hann ætli sér að leggj- ast til hinstu hvíldar; hann gerir þetta með glöðu geði. Hann er ekki að hugsa um dauð- ann sem nálægan óvin; en hann veit, að sá tími kemur einhvern tíma, að þeir mætast og hann hugsar eins og sálmaskáldið góða: “Kom þú sæll þegar þú vilt.” I þessum anda og þessum skilningi var það þegar ýmsir vorra beztu bræðra stofnuðu til gamalmenna heimilisins á Gimli. Með þeirri stofnun var það ákveðið hvar þeir skyldu njóta hinstu hvíldar sem seinastir yrðu í lestinni: með þeirri stofnun var það ákveðið að "gröf" Vestur-íslendinga skyldi vera á sömu stöðvum og vaggan hafði verið. Gamalmennaheimilið gjörbreytti íslenzkri elli vor á meðal: áður horfði fjöldi fólks fram á elliárin með kvíða og sársauka. Að hrekjast í stað úr stað; vera nokkurs konar hornreka um langt, dimt og kalt æfikvöld eftir erfiðan og þreytandi æfidag, það voru forlög margra; það var oft síðasti áfanginn til grafarinnar. 1 þessu efni hafa miklar breytingar átt sér stað. Nú eru íslendingar víðsvegar um alt þetta mikla land, sem bókstaflega hlakka til haustsins, hlakka til elliáranna; hlakka til þess að komast í lygna og friðsæla höfn eftir alls konar hættur og hrakninga. Gamalmennaheimilið á Gimli er ef til vill allra rækasta vitnið, sem sýnir að Nýja ísland hefir verið og er enn skoðað sem hjartastöð Vestur-íslendinga. Betel er áreiðanlega merk- asta, þarfasta og mannúðarríkasta stofnun, sem Vestmenn hafa haft með höndum og á því leik- ur enginn efi að hún lifir lengst allra vorra íslenzku stofnana. Þegar allur annar félags- skapur, öll önnur þjóðræknisstörf eru um garð gengin, heldur Betel áfram að opna dyr sínar fvrir hrumum og öldnum íslendingum víðsveg- ar að úr þessari álfu; þar verður síðast töluð íslenzk tunga hér vestra; þaðan verður síðasta íslenzka liðna líkið borið til grafar. Eg man eftir því þegar þetta fyrirtæki var byrjað; um sum atriði fyrirkomulagsins urðu fyrst skiftar skoðanir. En hér var um nokkuð að ræða, sem öllum fanst innan skamms sjálf- sagt að styðja. Eg man sérstaklega eftir tæki- íæri, sem til þess gáfust að sýna í verki vin- sældir þess. Eg vann við Lögberg árið 1916, skrifaði fáeinar línur í unglingadálkinn “Sól- skin” og fór fram á það að ungu börnin gæfu gömlu börnunum jólagjöf; stakk eg upp á því að hvert barn, sem taka vildi þátt í þessu, gæfi 5 cent; eg sagðist búast við að safna mætti $40 á þennan hátt og þá fengi hvert gamla barnið $1.00 í jólagjöf, en það ár voru 40 vist- menn á Betel. Þetta þótti mörgum svo öfga- kent að engu tali tæki: “Fjörutíu dalir í fimm centa samskotum,” var sagt. “Þvílíkt! Það er ekki bjartsýni, það er blátt áfram vitleysa.” En viti menn; innan fárra daga byrjuðu peningabréf að streyma til blaðsins úr öllum áttum mörg bréf á dag, viku eftir viku. Og þessi centa-hríð hélt áfram þangað til eg hafði veitt móttöku rúmlega þúsund dölum. Nöfn gefendanna eru öll birt í Sólskini, og það er eftirtekta- vert nú eftir fjórðung úr öld, að líta yfir þessa nafnaskrá. (Niðurl. næst) Sig. Júl. Jóhannesson. Frægir njósnarar Eftir Leif Beckman. .......... [Þessi grein er lauslega þýdd úr sænsku blaði, Hemmets Journal, sem gefið er út í Stokkhólmi.—Ritstj.] Athugum fyrst lauslega vinnu- brögð nútíma leyniþjónustu. Nokkrir liðsforingjar í herdeild G ræða saman um bréf, sem þeim hefir nýlega borist frá um- boðsmanni þeirra í borginni X. Fyrir almenningssjónum er hér um venjulegt verzlunarbréf að ræða, en sé það lesið af réttum viðtakendum,, er það saman- hangandi dulmál, sem skýrir frá því, að miklar framkvæmdir séu hafnar í X. Þar hafi nýlega verið reistir skálar handa 1200 verkamönnum, og nú sé þang- að kominn hópur verkfræðinga. Það er bersýnilega verið að víg- girða borgina. Fjórum mánuðum seinna er víggirðingu þessarar borgar lok- ið, og liðsforingjarnir í G hafa fylgst nákvæmlega með öllu, sem þar hefir gerst, enda þótt þeir hafi hvergi nærri komið. Þeir hafa fengið alla sína vitn- eskju frá umboðsmönnum sín- um, stríðsnjósnurum, sem hafa sent liðsforingjunum í dulmáls- bréfum nákvæma skýrslu um alt, sem gerst hefir: tölu verka- mannanna, tegund byggingar- efnis, hve mikið hafi verið notað af hverri efnistegund o. s. frv. Einnig fá liðsforingjarnir að vita, hvað verkfcæðingunum hafi farið á milli, þegar þeir hafi setið að sumbli í gildaskál- um borgarinnar. Ekki hefir gleymst að geta vígbúnaðarins þar, og njósnarinn Y í bæ, sem er 300 mílur frá borginni X, hef- ir líka sent liðsforingjunum í of- boð sakleysislegu bréfi upplýs- ingar um, að fluttar hafi verið til X fjórar 14 þuml. fallbyssur. Upplýsingarnar eru margvísleg- ar, og þær stryema til viðtak- enda úr ýmsum áttum. All- mikið af þessu er nú heldur lítils virði, en þegar búið er að sálda fréttirnar og hagræða því, sem að gagni má koma, verður eftir allítarleg lýsing á víggirð- ingunum um X, og liðsforingj- arnir í G vita upp á hár, hvers virði þær eru og hvernig á að vinna þær á sem hagkvæmastan hátt. Um slíkt ríkir ekki lengur neinn vafi í herbúðum óvin- anna. Njósnarar hafa einnig það mikilvæga hlutverk á hendi að skýra frá háttalagi yfirmann- anna íherliði óvinanna, skoðun- um þeirra, sérkennum og örðug- leikum, sem þeir kunna að rata í. í sambandi við hið síðast- nefnda er ekki úr vegi að minn- ast á Redl, hinn margumrædda hershöfðingja í Prag. Það var um það bil þrem árum áður en heimstyrjöldin 1914—18 skall á, að rússneska leyniþjónustan í Varsjá fékk bréf frá umboðs- manni sínum í Prag, sem þá var í Austurríki. I bréfinu stóð, að Redl hershöfðingi, formaður austurríska herforingjaráðsins í Prag, hefði lent í klónum á okurkörlum. Nú var ekki beðið boðanna. Maður, sem er í fjár- þröng, þarfnast vitanlega fyrst og fremst peninga. Fyrir þá kann hann að vilja vinna eitt- hvert smávgeis viðvik. Áður en varir er einn af njósnurum rússnesku leyniþjónustunnar kominn á fund Redls hershöfð- ingja. Njósnarinn veit alt um hagi hershöfðingjans, þekkir alla hans snöggu bletti og hótar að ljósta þegar í stað upp leynd- armálum hans, nema hann ger- ist landráðamaður—svíki föður- land sitt. Það er hverri þjóð mikils virði, að embættismenn hennar hafi hreinan skjöld, þannig að misendismenn geti ekki ógnað þeim með afhjúpun óþægilegra leyndarmála. Alveg sérstaklega á það við um yfir- menn í hernaði. Það hefir verið sagt, að Redl hershöfðingi hafi selt Rússum vitneskjuna um öll hernaðaráform Austurríkis- manna fyrir heimsstyrjöldina. Slíkt nær vitanlega engri átt, því að um þau var honum þá ekki kunnugt. Það, sem hann sagði rússnesku njósnurunum, var, hvað herdeild hans sjálfs ætti að gera, ef til styrjaldar við Rússa kæmi. Að því loknu var Redl svikinn á þann hátt, að ódæði hans var ljóstað upp í nafnlausu bréfi, sem yfirmönn- um hans var sent. Þegar hann sá, hvernig komið var, skaut hann sig, en austurríska herfor- ingjaráðið sá sér ekki annað fært en að gerbreyta áætlunum þeim, sem hann hafði ljóstað upp. Redl-málið varpar skýru ljósi yfir, hvers virði það er að hafa skipulagðar njósnarstöðvar. En svo eru til annars konar njósn- arar: æfintýramenn með mis- mikla glæpahneigð, sem vinna bak við tjöldin í þágu óhlut- vandra stjórnmálamanna. Til þess að kynnast mikilhæfasta njósnara af þessari tegund, sem sögur fara af, verðum við að bregða okkur alllangt aftur í tímann — til Napóleons-styrj- aldanna. 5. ágúst 1770 var óheilladagur í sögu Austurríkis. Þá var þar í heiminn borinn, skamt frá Strassburg, maður nokkur. Karl Lúðvík Schulmeister að nafni. Jafnskjótt sem menn fengu að- gang að skjalasöfnum Habs- borgaranna, varð unt að öðlast sæmilega hugmynd um æfiferil þessa manns. Um tvítugt var hann orðinn nýlenduvörusali í Strassburg. En verzlunin var í rauninni einungis til þess að villa mönnum sýn. Hún sjálf var mjög lítils virði, en í skjóli hennar var rekin umsvifamikil laumuverzlun o. fl., sem gaf góðan arð. Eigandi hennar hafði altaf nóg fé handa á milli. Oft hvarf hann, þegar minst vonum varði, frá Strassburg og sást þar síðan ekki tímunum saman. Enginn vafi leikur á því, að hann hefir þá þegar ver- ið í njósnarleiðangrum, ýmist í Frakklandi, Þýzkalandi eða á ítalíu. Hann vann um þær mundir jöfnum höndum fyrir Frakka og Austurríkismenn. Þar sem hann var Elsassbúi, var honum nokkurn veginn jafn- sama um báðar þessar þjóðir. Hann hafði með hvorugri þeirra samúð. Það, sem eingöngu réð gjörðum hans, var, hver borg- aði honum bezt í hvert sinn. Þann 30. sept. 1805 er Schul- meister þessi hins vegar hvorki nýlenduvörusali, smyglari né njósnari. Þá situr hann í fang- elsi í Strassburg, ákærður fyrir skuldasöfnun. En fangavistin varð ekki langvinn. Maður, bú- inn hæfileikum Schulmeisters, lætur ekki til langframa halda sér í svartholinu fyrir skuldir! Áður en varir er einn af trún- aðarmönnum Napóleons mikla, Savari hershöfðingi, kominn til Strassburg. Hann hefir það mikilvæga hlutverk á hendi að kanna öll héruðin milli Dónár og Rínar, því að her Napóleons er nú á leið til Austurríkis í fjórum miklum herdeildum. Savari frétti þegar til Schul- meisters, lét óðara losa hann úr fangelsinu og fór með hann á fund Napóleons. Þar með hóf laumusalinn í Strassburg starf sitt, sem eins konar erkinjósn- ari veraldarsögunnar. Sagnfræðingar hafa jafnan látið í ljós undrun yfir því, að Mack hershöfðingi, yfirmaður austurrískrar herdeildar, skyldi halda kyrru fyrir í Ulm, í stað þess að ganga í lið með megin- her lands síns. Ekkert gat komið sér betur fyrir Napóleon en þessi ráðabreytni Macks, því að vitanlega var Frökkum hent- ugast að mæta ekki sameinuðum herjum andstæðinganna. Hæg- ast var að sigra þá í smærri flokkum. Það var Schulmeister, sem skipulagði ófarir Aústur- ríkismanna. Hann ávann sér fyrst traust Macks hershöfðingja með því að selja honum vissar, tiltölulega ómerkilegar upplýs- ingar um frakkneska herinn. Þessar upplýsingar reyndust jafnan sannar og nákvæmar. Þegar Mack ætlaði með her sinn út úr Ulm, sagði Schulmeister honum, að nú væri óðs manns æði að leggja til orustu við Napóleon. Mack ákvað þá að halda kyrru fyrir í Ulm. Nokkrum vikum seinna gaf Mack her sínum skipun um að halda af stað til móts við her Napóleons, en þá færði Schul- meister honum þær fregnir, að uppreisn hefði brotist út í París, að enskar hersveitir væru komn- ar til Boulogne og að frakkneski herinn væri þar af leiðandi á hraðri heimför. Þetta varð til þess, að Mack~ hershöfðingi ger- breytti áformi sínu og ákvað að doka enn við. Afleiðingin varð sú, að 20. október varð hann að gefast upp ásamt 50,000 manna liði fyrir hersveitum Napóleons, sem skyndilega komu honum í opna skjöldu. Schulmeister hélt nú til Vín- arborgar. Á leiðinni þangað hitti hann Mervdlet hershöfð- ingja, ávann sér þegar í stað traust hans og fékk hjá hon- um að leika algerlega lausum hala meðal austurríska hersins. Síðan sendi hann Napóleon ná- kvæmar skýrslur um alt, sem hann sá og heyrði. En þegar Schulmeister kom til Vínarborg- ar, var hann svikinn og dreginn fyrir lög og dóm. Enda þótt ekki skorti sakargiftir, tókst Schulmeister að verja sig svo meistaralega fyrir réttinum, að nærri lá, að dómararnir héldu, að hann væri vinveittari Aust- urríki en nokkur af þegnum þess. Var Schulmeister nú náð- aður um stundarsakir og því næst sendur til Ungverjalands undir eins konar eftirliti. Vitan- lega tókst honum að sleppa úr klóm eftirlitsmanna sinna, og þegar Napóleon hertók Vínar- borg, 15. nóv. 1805, gerði hann þennan erkinjósnara sinn að yfirmanni frakknesku lögregl- unnar þar í borg. Schulmeister kallaði sig nú “herra Karl,” og átti það nafn fyrir sér að verða frægt í Berlín, Weimar, Rostock, Königsberg og Erfurt. Napóleon lagði nú undir sig hvert þýzka ríkið á fætur öðru, og því næst var friður saminn. Schulmeister fluttist þá til Meinau, sem er í grend við Strassburg og hugðist að lifa þar rólegu lífi, því að hann var nú orðinn auðugur maður. En hann gleymdi ekki velgerðar- manni sínum, hinum mikla frakkneska stríðsjöfri, og hafði því jafnan gát á öllu því mark- verðasta, er gerðist handan Rín- ar. Hafði hann einkaumráð yfir e. k. síma, sem hann gat á tæp- um 6 mínútum sent skilaboð með (um 24 millistöðvar) frá Strassburg til Parísar. En nú tók að halla undan fæti hjá Schulmeister. Eftir því. sem meira svarf að Napóleoni, átti hann örðugra uppdráttar. Síðustu æfiár sín lifði Schul- meister í fátækt og óvirðingu. Hann andaðist í Strassburg árið 1853. Njósnarar af hans tagi eru nú að mestu úr sögunni. Nútíma njósnarstarfsemi er rekin með vélrænu skipulagi af samstarfs- mönnum, þar sem bæði eru að verki afburða tungumálamenn og tæknissérfræðingar. Nútíma- virkjum og hergögnum verður ekki lýst að neinu gagni nema af hálærðum sérfræðingum- I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.