Lögberg - 15.10.1942, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1942
i
----------Xögtoerg--------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and published by
The Culumbia Press, Eimited, 69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Konnie Johannesson
Síðastliðið föstudagskvöld var Konnie Jo-
hannesson, flugskólastjóri, útnefndur á afar-
fjölmennum framboðsfundi á Marlborough
hótelinu, til þess að leita kosningar af hálfu
Liberalflokksins til sambandsþings í Mið-
Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra; þingsæti
þetta losnaði, sem kunnugt er, vegna fráfalls
S. J. Woodsworth, hins mikilhæfa forustu-
manns C.C.F. flokksins, er farið hafði með um-
boð kjósenda þessa kjördæmis á sambands-
þrngi í tuttugu ár. Paul Bardal fylkisþing-
maður, og forseti Liberal-samtakanna í áminstu
kjördæmi, hafði fundarstjórn með höndum, og
leysti þann starfa af höndum eins og vænta
mátti, með hinni mestu röggsemi; auk Mr. Jo-
hannssonar, leitaði útnefningar R. A. Mac-
Donnell, lögfræðingur.
Miss Gertrude Walker bar fram tillögu um
það, að Konnie yrði útnefndur sem þingmanns-
efni, og fylgdi henni úr hlaði með prýðilega
skipulagðri ræðu, þar sem hún vék mörgum
fögrum orðum að margháttuðum sérkostum
þingmannsefnisins; tillöguna studdi Stefán
Hansen með markvissri tölu, því hann er
manna rökfimastur, og mælskur vel; báðir
frambjóðendur tóku stuttlega til máls, og varð
það skjótt auðsætt, að Konnie jókst kjörfylgi
nr.eð prúðmannlegri framkomu sinni og þeirri
einlægni, er orðum hans fylgdi; er hinn mikli
mannsöfnuður hafði greitt atkvæði, og fullnað-
artalningu var lokið, var því formlega lýst
yfir, að Konnie hefði hlotið útnefningu með
álitlegum meirihluta umfram keppinaut sinn;
fagnaði þingheimur úrslitunum með dynjandi
lófaklappi.
Konnie Johannesson er af mætu fólki kom-
inn, og vinmargur í þessari borg, þar sem hann
hefir svo að segja alið allan aldur sinn; hann
gat sér ungur frægðarorð sem foringi Falcon
hockeyflokksins, er setti heimsmet á Olympisku
leikjunum, og hann skaraði fram úr í fluglist í
fyrri heimsstyrjöldinni. Konnie stofnaði sinn
eiginn flugskóla, sem nú er víðfrægur orðinn.
og hann hefir jafnframt gegnt framkvæmdar-
stjórastarfi við Stevenson flugvöllinn í þessari
borg, sem og flugskólann nýja á Henry Avenue,
hann hefir á þessu sviði athafnalífsins rutt sér
þá braut, er fáum hefir auðnast, og nái hann
kosningu á sambandsþing, sem naumast þarf að
draga í efa, verður hann þar réttur maður á
réttum stað, því þar mundi sérfræði hans
koma að ómetanlegum notum; þannig lítur
forsætisráðherrann, Mr. King, auðsjáanlega á
málið, samkvæmt símskeyti frá honum, þegar
eftir að heyrinkunnugt varð um útnefningu
Konnie’s. Mr. King lét þar í ljós óblandna
ánægju sína yfir því, hve framboðsfundurinn
hefði verið fjölsóttur, og hann fór heldur ekki
dult með það, hver styrkur þingi og stjórn yrði
að Konnie, vegna hans frábæru sérþekkingar.—
Islendingar unnu drengilega að útnefningu
Konnie’s og nú er það engu síður skylda þeirra,
að vinna að kosningu hans, allir sem einn.
Konnie Johannesson er drengskaparmað-
ur í hvívetna, og einmitt á slíkum mönnum
þurfum vér að halda í meðferð opinberra mála;
hann er maður félagslyndur, og gengur jafn-
an heill og óskiftur að verki.
Konnie er kvæntur ágætri konu, Fríðu,
eins og hún er almen^ kölluð, þektri söng-
konu, þau eiga fjögur mannvænleg börn; er
heimili þeirra orðlagt fyrir alúð og yndisleik.—
Thorson’s nýtur nú ekki lengur við á sam-
bandsþingi, vegna þess nýja, virðulega em-
bættis, er hann nýlega hefir verið skipaður í.
Vér íslendingar megum ekki við því, að vera
fulltrúalausir á sambandsþingi, og vér hljótum
ao telja það skyldu vora, að styðja til þing-
setu jafn ágætan mann og Konnie Johannesson
Ritsjá
r
I.
Vér höfum nýverið lokið lestri apríl-júní
heftis Eimreiðarinnar, þess síðasta, er fram að
þessu hefir borist vestur, og nutum við það
óblandinnar ánægju; eins og fyrri daginn
kennir þar fjölgresis, sem holt er að kynnast;
veigamikil ritgerð að þessu sinni, er “Rússneska
framsóknin” eftir ritstjórann, hr. Svein Sig-
urðsson, þar sem rakinn er drengilega þróunar-
ferill hinna rússnesku ráðstjórnarríkja frá
tímum “rauðu” byltingarinnar til yfristandandi
tíðar, er þau nú heyja hið geigvænlegasta stríð
fvrir tilveru nýsköpunar sinnar; er yfirlit þetta
harla fróðlegt, grundvallað á næmri samúð
þjóðarinnar, án þess að vart verði við áróðurs-
blæ; þetta gefur ritgerðinni aukið gildi, því
tíðum er um menn og málefni ritað af svo- á-
bærilegri hliðhollustu, að sjálfar staðreynd-
irnar fá eigi að njóta sín, og er þá ver farið
en heima setið. Á «inum stað í þessari gagn-
hugsuðu og þarflegu ritgerð kemst höf. þannig
að orði:
“Eins og gefur að skilja ferst margt verð-
mæti í flóði byltingar, og svo fór einnig í Rúss-
landi. Öllu var varpað fyrir borð, sem ekki
féll inn í fyrir fram mótaðan ramma hins nýja
þjóðskipulags. Þetta hafði í för með sér
mikla þjáningu og margvíslega tortýmingu. En
nú heyrir þetta fortíðinni til. Þjóðlíf Rúss-
lands var komið í fastar skorður, er yfirstand-
andi styrjöld hófst. Þar er að finna miklar
framfarir, mikil átök og mikinn lífsþrótt.------
Hin mörgu þjóðerni innan ráðsstjórnarsam-
bandsins njóta öll mikils sjálfsforræðis, og
ekkert er gert til þess að veikja þau. Þvert
á móti hefir stjórnin í Moskva hvatt þjóðir
og þjóðabrot sambandsins til að halda sem bezt
við tungu sinni, siðum og þjóðlegri menningu.’'
Önnur næsta íhyglisverð ritgerð, sem á-
minst Eimreiðarhefti býður lesendum sínum
upp á, er sú um “Verndun þjóðernisins,” eftir
Ólaf prófessor Lárusson; af ritgerð þessari get-
um vér Vestmenn margt nytsamt lært, eins
og vikið var að nokkrum orðum í síðasta
blaði. Um málvöndunina farast Ólafi prófessor
meðal annars þannig orð:
“Hvert eitt af oss getur reynt að vanda
mál sitt sem bezt og að sýna sjálfum sér enga
vægð eða eftirlátssemi í þeirri kröfu. Eg er
viss um, að enginn myndi sjá eftir því, þótt
hann agaði sjálfan sig með þeim hætti. Margir
kunna að óttast það, að þeir þekki eigi málið
nógu vel til þess, að þeir geti forðast öll mál-
lýti, en með aganum myndi þekkingin fara
vaxándi, og ef vér legðum öll stund á þetta,
þá væri mikið unnið, og þá myndi vera örugg-
ara um framtíð tungu vorrar en verður, ef vér
sýnum henni sama skeytingarleysið og margir
gera nú.”—
Tvær ritgerðir er að finna í þessu nýjasta
Eimreiðarhefti um Björgvin Guðmundsson, tón-
og leikritaskáld; er önnur eftir Helga skáld
Valtýsson, en hin eftir Finnboga Jónsson; eru
báðar greinirnar ritnar í tilefni af “Skrúðs-
bóndanum,” hinu litauðga og tilkomumikla
leikriti'Björgvins; hann var um nokkurt skeið
“einn af oss,” og þessvegna rennur oss Vest-
mönnum blóðið til skyldunnar, þar sem hann
á í hlut, og það því fremur, sem hann getur
sér meira frægðarorð.
Venju samkvæmt, birtir Eimreiðin nokkur
kvæði eftir ýmissa höfunda, og eins og gengur
og gerist nokkuð misjöfn að gæðum; fegursta
kvæðið og ljóðrænasta er eftir Sigurjón Frið-
jónsson, helgað sveitinni hans og nefnist: “Eg
kem til þín.”—
' II.
Tímaritið Dvöl, apríl-júní hefti, hefir borist
Lögbergi í hendur til umsagnar; núverandi rit-
stjóri Dvalar, er Jón Helgason, og verður ekki
annað sagt, en tímarit þetta ríði vel úr hlaði
undir forystu hans. Dvöl er tímarit til fróð-
leiks og skemtunar, er lætur ágreiningsmál með
öllu afskiftalaus; ritið flytur margar prýði-
legar smásögur í úrvals þýðingum, svo sem
kínversku ástarsöguna “Sæ-Taó hin fagra,”
sem fyrri kaflinn er prentaður af hér í blaðinu
í yfirstandandi viku; er hér um bókmentaperlu
að ræða í laðandi þjóðsagnastíl. Ritgerð Guð-
mundar á Sandi, “Milli mála,” ber á sér stíl-
frækni þessa veðurbitna ritgarps, en yfir frá-
sögn Sigurðar Helgasonar, “Á heiðum uppi,”
hvílir hressandi blær þeirra óteljandi undra, er
íslenzk heiðadýrð býður glöggskygnum ferða-
rranni að njóta til fullnustu; hér er aðeins
stiklað á steinum, að því er óbundnu lesmáli
Dvalar viðvíkur.' Nokkur kvæði birtir Dvöl að
þessu sinni, sum vel mergjuð, þótt af beri
“Viðlag,” sem endurbirt er á forsíðu þessa
blaðs eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum.
III.
Ardís, ársrit Bandalags Lúterskra Kvenna,
X. hefti, Winnipeg, 1942. Ritstjórar: Tngibjörg
J. Ólafsson og Margrét Stephensen.—
Islenzka mannfélagið vestanhafs stendur í
mikilli þakkarskuld við þau samtök lúterskra
kvenna, er stuðlað hafa að útgáfu þessa vand-
aða og nytsama ársrits um langt undangengið
ársskeið; þetta verður þeim mun ánægjulegra,
sem auðsætt er, að “Árdís” fer batnandi að
efnisvali frá ári til árs, eins og þetta nýja
hefti svo augljóslega gefur til kynna; innihald
ritsins grípur inn í svo mörg og vandasöm
viðfangsefni vor á meðal, að hlýða þykir að það
sé birt hér í heilu lagi:
Bæn—lausléga þýtt af I. J. Ó., Dr. A. G.
Butzer; “Árdís”, Lárus Sigurjónsson; Móður-
dagsræða, Séra V. J. Eylands; Hressandi lyf,
Lena Thorleifson; Til fjarlægra stranda, Ingi-
björg J. Ólafsson; Fáeinar minningar um París,
Gerður Steinþórsson; Saga Argyle kvenfélags,
Séra E. Fáfnis; Mrs. N. S. Thorlakson, Kirstín
H. Ólafson; Kvæði: Selkirks hrundir, Lárus
Sigurjónsson; Sumarskóli B. L. K., Sigríður
Sigurgeirsson; Esther, the Courageous Qeen,
Lilia Eylands; Handicrafts of Iceland, Soffia
höfundar með sterklitri upprisu rússnesku
Wathne; Minningar — með
myndum; Skýrsla forseta, Jo-
hanna Thorvardarson; Þingtíð-
indi — á íslenzku og ensku —
Lilja Guttormsson.
Séra Valdimar J. Eylands á í
þessu Árdísarhefti “Móðurdags-
ræðu,” sterka og gagnhrífandi,
helgaða aldarminningu frú Láru
Bjarnason. “Fáeinar minningar
um París” eftir frú Gerði Stein-
þórsson, eru ritnar á fögru máli,
og bera á sér ósvikinn bók-
mentablæ; þá eru og hressandi
til aflestrar tillögin frá þeim
Freyju E. Ólafson, Liliu Eylands
og Lenu Thorleifson, og fróð-
leikur mikill í erindi frú Soffíu
Wathne, “Handicrafts of Ice-
land.” Margt fleira, nytsamt
og fróðlegt en það, sem nú hefir
verið vikið að hefir Árdís til
brunns að bera; þá eru og í rit-
inu kvæði eftir Lárus Sigurjóns-
son guðfræðing, torráðin og
fornyrt um of.
Þetta umrædda Árdísarhefti,
er svo auðugt af hressilyfjum
og andlegum nytjajurtum, að
það á erindi inn á hvert einasta
og eitt íslenzkt heimili í þessu
landi. Nokkrar myndir íslenzkra
merkiskvenna, látinna og lif-
andi, prýða rit þetta, og auka á
gildi þess.
Dánarminningar
Þann 26. maí s.l. andaðist að
heimili bróður síns við Hilton
Manitoba, Islendingurinn Arilíus
(Jónasson) Símonson, eftir þunga
legu í krabbameini. Fæddur var
hann í Hólabygðinni norður af
Glenboro, þar sem foréldrar
hans bjuggu alllengi, 8. maí
1894. Foreldrar hans voru Jónas
Símonson og kona hans Jakobína
Hallgrímsdóttir ættuð úr Þing-
eyjarsýslu. Jónas var Skagfirð-
ingur. Arilíus ólst upp í ís-
lenzku bygðinni og vann fyrir
sér svo sem tækifæri gáfust.
Snemma var honum öll vél-
fræði sérlega vel gefin og
hneigðist hugur hans í þá átt.
Síðastliðin nær tuttugu ár vann
hann vestur í Saskatchewan
víða, en nú síðustu tvö árin við
flugvélasmíði í Port Arthur,
Ontario. Hraustur maður var
hann þar til hann kendi sjúk-
leiks þessa,. sem varð honum að
bana á fáum árum. En hann
hlífði sér hvergi og vann af
kappi og var eftirsóttur iðju-
maður. Síðustu vikurnar naut
hann skjóls og friðar á heimili
bróður síns Ingibaldar Símon-
sonar í Hilton, og var hjúkrað
þar til síðasti svefninn vann
sigur, af móður sinni. Auk móð-
ur og bróður áður nefnd, lætur
hann eftir sig eina systur, Fjólu,
(Mrs. McKay) við Carlyle, Sask.
og hálfbróður Gest Davíðsson,
sem heimili á í Glenboro, Mani-
toba. Jarðarför hans fór fram
frá kirkjunni í Glenboro, Man.,
28. maí 1942 að viðstöddum
nánustu ættingjum og vinum.
Hann hvílir í Glenboro grafreit.
Séra E. H. Fáfnis jarðsöng.
I Mouse River bygðinni aust-
ast þar sem sandhæðir lyfta sér
upp af sléttunni skamt frá ánni,
voru nokkur bændabýli, þótt
fækkað hafi nú síðustu árin.
Eitt þeirra er Swanson heimilið,
sem er vel kunnugt þar í sveit
fyrir íslenzka risnu og dugnað-
arbúskap. Þrjú systkini sitja
þann garð nú. Móðir þeirra,
Bergljót Erlendsdóttir andaðist í
skjóli barna sinna og friði um-
hverfisins þann 12. júlí 1942.
Fædd var hún 11. marz 1856 að
Húsum í Fljótsdal í Norður-
Múlasýslu^ Þar mun hún hafa
upp alist. Foreldrar hennar
voru Erlendur Þorvarðsson
(móðir þess Brlendar var Guð-
rún Jónsdóttir, en faðir Þor-
varður Jónsson), og seinni kona
hans Elinbjörg Þórðardóttir
prests á Ási Gunnlaugssonar
(móðir Elinbjargar var Sigríður
Hjörleifsdóttir, systir sr. Einars
Hjörleifssonar í Vallanesi). Fyrri
kona Erlendar var Solveig Jóns-
dóttir (systir Önnu Kjerúlf á
Melum). Þeirra dóttir var Mar-
grét, sem var stjúpa séra Jóns
Bjarnasonar fyrrum prests í
Winnipeg.
Foreldra sína misti Bergljót
um fermingaraldur; vann hún
þá á ýmsum heimilum í sveit-
inni, þar til 32 ára, að hún gift-
ist Jóhannesi Sveinssyni frá Bæj-
arstæði í Seyðisfirði (1892). Bú
sitt settu þau við sjóinn og hét
á Gnýstað. Jóhannes sótti sjó
öllum stundum, en erfið var sjó-
taka á þeim árum. Jóhann var
einn af aðalmönnum í félagi,
sem nokkrir menn stofnuðu með
sér til þess að hjálpa hver öðr-
um fjárhagslega, þegar að erfitt
var með inntektir og lífsviður-
væri. Þau Bergljót og Jóhannes
eignuðust þrjú börn, heita þau
Ingibjörg. Helga og Erlendur.
Árið 1903 fluttu þau vestur um
haf og komu til Mouse River
bygðar. Tóku þá heimilisréttar-
land og festu bú þar sem enn
býr ættin. Frekar var þar gott
fyrir griparækt heldur en akur-
yrkju, og þannig blómgaðist
framtíð þeirra hjónanna í þessu
nýja landi. Árið 1911 dó Jó-
hannes af slysi og Bergljót varð
ekkja með systkinin að halda á-
fram. Þá kom fram sú stilling
og festa sem margan íslenzkan
kvenskörung hefir prýtt. Æðru-
laus, róleg og stilt hélt hún
áfram. Trúkona mikil var hún
og treysti Guði og hans hand-
leiðslu. Eftir 16 ár verður hún
alblind að heita mætti og verð-
ur svo að sitja í myrkri þar til
Drottinn kallar. En seinni ár
æfinnar nýtur maður svo sem
fórnað hefir verið hin fyrri árin.
Indælt heimili og börn sáu
henni fyrir griðaskjóli seinustu
árin, svo sem hún hafði þeim
skýlt eftir mætti í bernsku
þeirra. Svo er ljúft sjálfan sig
fyrir að finna.
Jóhannes var áður giftur, og á
sonur hans Sigurjón, bókhaldari
og verzlunarmaður, heima í
Ryekjavík á Islandi.
Jarðarför Bergljótar fór fram
frá heimili og íslenzku kirkjunni
í Upham, N. Dak. að viðstöddu
miklu fjölmenni vina og ætt-
manna. Hún hvílir í Melankton-
grafreit. Sóknarpresturinn, séra
E. H. Fáfnis jarðsöng þann 14.
júlí 1942.
Þann 20. ágúst 1942 fór fram
jarðarför konunnar Sigurlínar
Þórsteinu Goodman til heimilis
í Baldur, Manitoba. Hún var
kona Snæbjarnar Goodman, er
þar býr. Fædd var hún 16.
janúar 1893 á búgarði föður síns
og móður, Þórðar Þorsteinsson-
ar og Elízabetar Daníelsdóttur.
Bæði voru þau ættuð úr Breið-
dal, hann frá Ytri-Kleif, en hún
úr Fagradal. Banamein hennar
var innvortis meinsemd. Hafði
hún undir marga uppskurði
gengið og mikið þjáðst en engin
bót fengist. Með frábærri still-
ingu og ró bar hún veikindin og
æðraðist aldrei. Auk eiginmanns
síns, lætur hún eftir sig fimm
aörn, eru þau Haraldur og Haf-
steinn í herþjónustu og Myrtle,
Sigrún og Muriel heima. Fyrstu
þrjú eru yfir fermingu. Útförin
fór fram frá íslenzku kirkjunni
í Baldur, til Baldur grafreits.
Séra Egill H. Fáfnis jarðsöng.
Ættingjar og vinalýður fylgdi
hinni látnu móður til grafar.
Á hinu kyrlátá heimili sínu í
Baldur, Manitoba, þar sem hann
hafði dregið sig til hvíldar eftir
þreyttan dag og erfitt æfistarf,
ásamt konu sinni þar hlaut hvíld
bóndinn Sigurður (Jónasson)
Landy, þann 1. október 1942.
Hann var lengi búinn að þreyja
og líða og var hvíldin sönn náð-
argjöf þreyttu barni. Fæddur
var Sigurður að Bjarnarstöðum
í Axarfirði í Norður-Þingeyjar-
sýslu 25. júlí 1866. Foreldrar
hans voru Jónas Jónasson og
Guðný Einarsdóttir. Fyrir meir
en 50 árum kom hann vestur
um haf, til Nýja íslands, en til
Argyle kom hann 1883. Munu
allir, sem Argyle þekkja minn-
ast Landy bræðranna sem reistu
bú í austurbygðinni og voru at-
kvæðamenn hinir mestu. En
Jón dó snemma á árum, svo
Sigurður tók við búi og risnu
allri og átti stóran þátt í þroska
og viðgangi nýlendunnar Bú-
jörðin, byggingarnar og heimil-
ið alt var jafnan hið höfðingleg-
asta, því Sigurður lét sér farast
myndarlega það, sem hann tók
sér fyrir hendur.
Hann lætur eftir sig auk konu
sinnar tvær dætur Jónínu (Mrs
Dr. Fjeldsted), Brandon, Mani-
toba, og Anna (Mrs. Hunt) Los
Angeles, California, og þrjár
stjúpdætur: Mrs. C. Nordman,
Cypress River, Man., Mrs. Th.
Johnson, Baldur, Man. og Mrs.
J. Sigvaldson, Longmont, Col-
orado.
Jarðarför hans fór fram frá
íslenzku kirkjunni að Brú í
Argyle þann 6. október 1942.
Fylgdu honum til grafar fjöldi
ættingja og vina, sem með hon-
um höfðu lifað og starfað lang-
an dag. Hann hvílir í Brú graf-
reit. Séra E. H. Fáfnis jarð-
söng.
Hugmyndir mínar um
kvenfólk
Eflir Sascha Guiíry.
[Höfundur þessarar greinar er
einn hinn mikilhæfasti, núlif-
andi leikari Frakka, er hefir
jafnframt verið leikhússtjóri í
París og skrifað fjölda leik-
rita. Síðan París var hernum-
in, hefir Guitry verið þar eins
konar ókrýndur leiklistarkon-
ungur í skjóli fyrstu konu
sinnar, Charlotte Lyses, sem
hann skildi við fyrir 20 árum.
Samtals hefir Guitry verið
fjórkvæntur og hefir þar af
leiðandi talsverð kynni af kon-
um, enda er hann beinlínis
frægur fyrir viðskifti sín við
“hið fagra kyn.”].
Kona! Dásemd allra dásemda!
I bernsku er hún aðdáanleg, í
æsku töfrandi. Fullvaxta er
hún æsandi og kemur mönnum
úr jafnvægi. Sem eiginkona er
hún hrífandi og sem móðir við-
kvæm og áhrifamikil. Þegar
æskan hefir yfirgefið konuna,
gerist hún ein af þessum fín-
gerðu og glaðlegu hefðarkonum,
sem öðlast á ný bjarma æskunn-
ar og stundum jafnvel hinn
ferska hreinleik bernskunnar.
Þannig kemur konan mér fyrir
sjónir . . . . og þess vegna elska
eg hana.
En — samt sem áður hefir lífs-
reynsla sú, sem eg hefi öðlast
síðustu þrjátíu árin, neytt mig
til að gerbreyta um skoðun,
jafnskjótt sem eg breyti orðinu
kona í fleirtölu og nefni konur.
Já. Konan er unaðslegasta
dásemd tilverunnar! En konur
. . . eru alt annað. Þegar mað-
ur spyr sjálfan sig: “Hvað er
kona?” þá hugsar hann um allar
dygðir konunnar og seiðmagn
hennar, sem gerir hana að hug-
sjón manns og draumsýn, og
hann hrópar: “Ó, kona, yndis-
legasta dásemd allra dásemda!”
En þegar hann spyr sjálfan
sig, hvað konur séu, verður svar-
ið hið sama og hjá Moliére, sem
komst þannig að orði, að ekkert
væri heimskara, ekkert óheil-
brigðara og ekkert sviksamlegra
á jörðu hér en hið fagra kyn.
Að tala um konur er sama
sem að tala illa um þær, hvað
svo sem menn kunna að hugsa
um þær í raun og veru. Það er
nú einu sinni svona, að ef þú
talar vel um eitthvað, þá er
venjulega furðu lítið um það að
segja. Að tala illa um kven-
fólkið táknar, að það sé okkur
óþrjótandi umræðuefni. Eg er á
þeirri skoðun, að sá maður, sem
talar vel um kvenfólk, þekki
það ekki og hafi aldrei elskað
það.
En áður en eg segi meira, vil
eg taka þetta skýrt fram: Þær
konur, sem eg tala um, lesari
góður, eru hvorki þín kona né
mín. Okkar konur eru heilagar!
Eg tala aðeins um konur ann-