Lögberg


Lögberg - 15.10.1942, Qupperneq 8

Lögberg - 15.10.1942, Qupperneq 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1942 Or borg og bygð Gefin saman í hjónaband laug- ardaginn 3. okt. í Lútersku kirkjunni í Selkirk, að vðistöddu mörgu fólki, Colin Albert Glan- field, frá Selsdon, Surry, Eng- land, flugmaður í R.A.F., Este- van, Sask. og Violet Augusta Thorvaldson, Selkirk, Man. Að giftingunni afstaðinni sátu vandajnenn og vinir ríkulega veizlu á heimili Mr. og Mrs. Einar Thorvaldson, foreldra brúðarinnar, 537 Eveline St., Selkirk. Séra Sigurður Ólafs- son gifti. ♦ ♦ ♦ Capt. Kristján J. Austmann hefir dvalið í borginni síðan á föstudaginn var; hann er her- læknir með bækistöðvar í On- tario, og hvarf þangað aftur á þriðjudaginn. ♦ ♦ ♦ 1 minningarkvæðinu, sem ný- lega birtist í Lögbergi pm Guð- mund Magnússon, eftir B. J. Hornfjörð, hefir sú villa slæðst inn, að í stað “Framnes þakka fyrrum”, á að vera “fækka fyrrum.” ♦ ♦ ♦ Selkirk, Man. 9. okt., 1942 Herra E. P. Jónsson, Ritstjóri. Viltu vera svo vænn og skila til hans Jóns halta frá mér þessari gátu-úrvinslu: 6 andir, 2. al. hver= 12 aln. 4 álftir, 4 al. hver=16 aln. 20 titl., 0.10 al. hver=2 aln. 30 fuglar 30 álnir Með vinsemd, Halldór Gíslaspn, Selkirk. ♦ ♦ ♦ Þeir séra Egill H. Fáfnis og G. J. Oleson frá Glenboro, lögðu af stað suður til Louisville, Kentucky á mánudagskveldið til þess að sitja þar ársþing Sam- einuðu lútersku kirkjunnar fyr- ir hönd íslenzka, lúterska kirkju- félagsins. Fjórði fulltrúinn af hálfu íslendinga á áminstu kirkjuþingi, er séra Kristinn K. Ólafson, forseti kirkjufklagsins. Munið eftir tombólunni í Sam- bandskirkjunni næsta mánu- dagskvöld þann 19. ♦ ♦ ♦ Mr. Guðmundur Jónsson frá Vogar, Man., er staddur í borg- inni þessa dagana. ♦ ♦ ♦ Mr. Magnús Peterson frá Langruth var gjtaddur í borginni í byrjun vikunnar. ♦ ♦ ♦ Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 22. þ. m. ♦ ♦ ♦ Mr. Grettir L. Jóhannsson, ræðismaður Islands fyrir Mani- tobafylki, lagði af stað suður í Bandaríki um miðja fyrri viku; hann er einn þeirra fulltrúa lút- erska kirkjufélagsins, sem sitja ársþing Sameinuðu lútersku kirkjunnar i Norður-Ameríku, sem nú stendur yfir í Louisville, Kenturky. Mr. Jóhannson ætl- aði einnig til Washington og New York í embættiserindum. ♦ ♦ ♦ Nefnd úr kvenfélögum Fyrsta' lúterska safnaðar, sem það hlut- verk hefir með höndum, að ann- ast um böglasendingar til þeirra hermanna úr söfnuðinum, sem nú dvelja utan Canada, biður aðstandendur þeirra hér með vinsamlegast, að senda sér taf- arlaust nöfn þeirra og rétta utanáskrift; vegna fyrirmæla póststjórnarinnar, þurfa slíkar bögglasendingar að komast héð- an fyrir lok yfirstandandi mán- aðar. — Upplýsingar sendist til Mrs. A. S. Bardal, Ste. 2 Bardal Block, og Mrs. George Eby, 144 Glenwood Crescent, sími 501 348. í lok fyrri viku voru stödd hér í borginni Mr. og Mrs. Grettir F^eeman frá Siglunes. Miss Svafa Guðmundson, Hjálm- ar Guðmundson, og tvær Magn- ússon-systur frá Hayland. ♦ ♦ ♦ Mr. B. Eggertson kaupmaður og Páll Johnson frá Vogar, voru staddir í borginni á miðviku- daginn. ♦ ♦ ♦ Hreinn H. Goodman, einn af frumherjum Piney-bygðar lézt að heimili sínu þar í sveit á laugardaginn var. Hann var ættaður úr Rangárvallasýslu, en kom vestur um haf árið 1900. Hann var jarðsunginn í Piney, á þriðjudaginn. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjuorðin. ♦ ♦ ♦ Heimilisiðnaðarfélagið heldux næsta fund á miðvikudagskvöld- ið, 21. október, að heimili Mrs Hannes Lindal, 912 Jessie Ave. Fundurinn byrjar klukkan átta. Mr. Ragnar H. Ragnar, söng- stjóri og píanókennari frá Mountain, N. Dak., kom til borg- arinnar á laugardagskveldið var. og hélt heimleiðis aftur á þriðjudaginn; hann lét hið bezta af hag sínum, og hag íslend- inga yfirleitt þar syðra. ♦ ♦ ♦ Kvenfélag Sambandssafnaðai cfnir til spila-samkomu (bridgel mánudagskveld 26. október í samkomusal kirkjunnar til jóla glaðnings íslenzkra hermanna utan Canada. Byrjar klukkan 8. Á víðavangi Yfirforingi þýzku njósnarstarf- seminnar í Frakklandi, Max v. Schwartzkoppen ofursti, hafði tvívegis verið sæmdur heiðurs- merkjum af frönsku stjórninni. Hann var í mörg ár hernaðar- ráðunautur þýzku sendisveitar- innar í París, og starf hans sem yfirmanns njósnarkerfisins var Frökkum fyllilega kunnugt um. Þeirra eigin starfsmenn, sem þetta mál varðaði lásu og létu afrita öll þau skjöl, sem von Schwartzkoppen komst yfir, en tli þess að hann skyldi ekkert gruna og standa í þeirri sælu trú, að hann væri að leika á Frakka, sæmdu þeir hann þess- um heiðursmerkjum: fyrst gerðu þeir hann riddara heiðursfylk- ingarinnar og síðan “komman- dör.” í Sokkar og vetlingar úr tvíþætíu bandi óskast til kaups eins fljótt og verða má Sýnishorn sendist til Keystone Fisheries Ltd. 325 MAIN STREET, WINNIPEG XAAM ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... * Veitið þessu athygli » nú þegar. WAAAAAAAMMWMAMAAMAMAAAAMiAAMAif I Dodge City í Kansas í Bandaríkjunum, hefir verið reist minnismerki um þær 7 miljónir uxa, sem brautryðjendurnir höfðu að akneytum. * * * Ed Bancroft Lexington, Ken- tucky í Bandaríkjunum hefir gengið með sama hattinn dag- lega í 26 ár. * * * Gufuskipið “John Randolph,” fyrsta járnskip Ameríku fór sína fyrstu ferð yfir Atlantshafið í lestinni á skipi gerðu úr tré. Skipið var bygt á Englandi, af því að menn kunnu þá ekki í Ameríku að smíða járnplötur, voru þær svo sendar sundur- lausar til Savannah í Georgiu og settar þar saman. * * * Carolínu af Braunschweig- Wolfenbuttel var synjað að- göngu að krýningu Georgs kon- ungs IV. og dó sökum þess af harmi þremur vikum síðar. Hún giftist Georg IVI. 1795, er hann var prins af Wales; en hann rak hana frá sér að tveim árum liðnum. Og er hann skyldi krýna í Westminster Abbey 1821, þá var henni þröngvað með valdi frá því að koma þangað inn. * * * Stærsta, þyngsta og hæsta hljóðfæri í heimi er klukku- spilið í turninum á Riverside Church í New York. Alt klukkuspilið vegur 140 tonn; það er sett saman af 72 klukk- um, og þyngsta klukkan vegur 20,148 kg. * * * Mr. M. L. Kappelhoff, Akron, Ohio, á sér dúfu, sem hefir til- búi-nn væng og getur þó flogið hátt og leikið sér í loftinu. Frakkneska tennisleikkonan Susanna Lenglen, vann báða Simple-leikina í Wimbledon og sex sinnum vann hún tennis- meistara-titil Frakklands. Hún þreytti leiki í Nizza á Suður- Frakklandi 1926 og tapaði aldrei leik í þeirri keppni. ♦ * * Jakob I., Englandskonungur, kvæntist Önnu af Danmörku í ágúst 1589. Þegar Anna sigldi til Stóra Bretlands, barst skip- ið, sem hún var á til Noregs fyrri ofviðri. Konungi leiddist þóf þetta, og lét í haf frá Leith í Skotlandi í október, til að sækja brúði sína og kvæntist henni svo í Osló í nóvember- mánuði; en óveður hömluðu konungi frá að sigla vestur til Englands alt fram í maímánuð næsta ár. Það var sagt, að Agnes og Richie Graham hefði gert þessa storma með göldrum og voru þau síðan brend \ Edinborg í janúar 1591. Líf- læknir konungs var líka háls- höggvinn fyrir þennan sama “glæp.” * * * Indverjinn Singley kemur fram í Ameríku og kveðst vera “bruna-trygður maður.” Hann beygir glóandi járnstöng með tönnunum, en aðstoðarmenn hans beina loganum frá svo- nefndum blásturslampa að lík- ama hans og láta logann leika um augu hans, og hann hvessir augun samtímis í logann. —(Heimilisblaðið). Messuboð Messur í Gimli preslakalli: Sunnudaginn 18. október— Betel, kl. 9.30 árdegis. Gimli, kl. 2 síðdegis. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Lúlerska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 18. októ^r— Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Til athugunar við messutím- ann í Hólaskóla kl. 3 e. h. þann 18. þ. m. að þar er meint fljóti tíminn (The Central Standard Time). Þetta verður þakklætis- messa.—S. S. C. + ♦ ♦ Preslakall Norður Nýja íslands Sunnudgainn 18. október— Riverton, íslenzk messa og ársfundur kl. 2 e. h. ; Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Messur í Vafnabygðum: Sunnudaginn 18. október— Westside kl. 11 f. h.—ísl. Foam Lake kl. 2.30 e. h.—ensk Leslie kl. 8 e. h.—ensk. B. T. Sigurdsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 18. október pré- dikar séra H. Sigmar í Vídalíns- kirkju kl. 11 f. h. (íslenzk messa) og í Fjallakirkju kl. 2 e. h. (ís- lenzk messa). Altarisganga í Fjallakirkju og haustoffur safn- aðarins til trúboðs. Ensku kveldmessunni á Gardar, sem auglýst var að færi fram sunnu- dagskveldið 18. okt. kl. 8, hefir verið frestað til 25. október, kl. 2 e. h. Þá hátíð í sunnudaga- skólanum. Allir velkomnir. Þakklæli Jón Sigurdson félagið þakkar öllum þeim fjölda af vinum og stuðningsmönnum sem komu á hið árlega “Silver Tea” og gerðu þann dag að öllu leyti skemti- legan og happasælan. Kaffi- dúkinn sem dregið var um hlaut Mrs. J. H. W. Price, 53 Evanson St. (No. 374). Lögberg inn á hvert einasta íslenzkt heimili fyrir jólin! The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Sendið LÖGBERG sem jólagjöf til frá $3.00 innlagðir sem ársgjald. Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höíum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flestum íegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna takmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær víst lelja, að hörgull verði á vissum eldsneytisiegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hættu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 —23 812 TOMBÓLA í samkomusal Sambandskirkju í Winnipeg Undir umsjón stj'órnarnefndar Sambandssafnaðar MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 19. OKTÓBER, N.K. KLUKKAN 8 Fjöldi góðra drátta — Freistið gæfunnar Sækið þessa ágætu tombólu. Inngangur og einn dráttur 25c KAUPIÐ ÁVALT LIMEEL hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Our Printing Service í character ana is personal va- c bet- intimate wbicb we ter class P^rgoduCÍng bas take P^de i P toctive ciien- Tele fGive us tbe opportunity of serving y°u- 'flThe ÖLoittwbia frc00 U AVENUE. W.NNtPEG 695 SAROENT

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.