Lögberg - 03.12.1942, Síða 4

Lögberg - 03.12.1942, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER, 1942 ----------Högöerg---------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED b95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR DOQBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Jjögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Fullveldisdagurinn Hvar, sem niðjar hins íslenzka kynstofns eru í sveit settir, stefna hugir þeirra heim til landsins, sem andann þeim gaf á fullveldis- dag þjóðarinnar þann 1. desember; og þrátt iyrir það þótt ógreitt sé um samgöngur í venjulegri merkingu, er ekkert því til fyrir- stöðu, að ferðast sé hugleiðis heim; á öðrum stað hér í blaðinu birtist ræða hins glæsilega umboðsmanns íslenzku þjóðarinnar í Vestur- vegi, Thor Thors sendiherra, sem hann út- varpaði á fullveldisdaginn, og þeir arfþegar íslenzkrar menningar, sem Norður-Ameríku byggja, taka í sama streng, og tjá stofnþjóð- inni aðdáun sína og ástarjátningu; óblandið fagnaðarefni verður það þeim öllum, sem ís- landi unna, að fregna um það, er sendiherr- ann getur um, að líkur standi til, að þann 17. júní 1944 verði öllum þjóðum heims gert heyrinkunnugt um endurstofnun hins ís- lenzka lýðveldis, og á Þingvöllum við Öxará kjósi þjóðin forseta síns fullvalda lýðríkis; með þeim atburði hefir þá þjóðin náð þeim áfangastað, er hún fyrir baráttu Jóns Sig- urðssonar og annara drenglundaðra forustu- manna sinna, hefir stefnt að; frelsisbaráttan hefir verið löng, og hún hefir kostað mikii átök; sú barátta hefir verði lærdómsrík, og ætti að verða öðrum til fyrirmyndar; íslenzka þjóðin hefir með vitsmunafestu sinni unnið íullnaðarsigur; sigur án blóðsúthellinga. Á Þingvallafundinum 1907 hyltu íslenzkir baráttumenn krossfána sinn að Lögbergi, þar sem “ennþá stendur góð í gildi gjáin kend við almenning;” vegna ágreinings um sjálf- stæðismál þjóðarinnar, nefndu sumir þann fána uppreisnarfána; vegna sambandsins við Dani tók sá fáni nokkrum breytingum frá smni upprunalegu fyrirmynd; þegar stigið verður áminst fullveldisspor, er þss að vænta, að fáni hennar komist í sitt uppruna- lega horf, og blakti yfir kpmandi kynslóðum íslands, sem tákn eindrægni og ævarandi friðar. Vér hugsum til íslands í tilefni af fullveldis- deginum með þá einlægu ósk í huga, að Guð vors lands vaki yfir frjálsri og samstiltri, ís- lenzkri þjóð, um allar ókomnar aldir. Útvarpsrœða til Jslands flutt af Thor Thors, sendiherra á fullveldisdagínn I. des. 1 942 Góðir íslendingar! 1 dag minnast íslendingar um allan heim fullveldis þjóðar sinnar. 1 dag höldum við Kátíðlegan 1. desember í 24. og næst síðasta sínn. Við munum brátt eignast nýjan full- veldís og frelsisdag — dag hins íslenzka lýð- veldis. En 1. desember verður íslenzku þjóð- inni jafnan dagur góðra minninga og fram- vegis verður hann helgaður því bezta, sem við höfum að minnast í fyrri sambúð okkar við Danmörku og dönsku þjóðina. Þegar nú rás viðburðanna hefir slitið sambandsþráð- inn við Danmörku, óska íslendingar þess að danska þjóðin megi brátt endurheimta frelsi sitt og rísa til dáða úr raunum illra stunda. í dag er viðhorfið á íslandi gjörbreytt frá því sem við höfum átt að venjast. En á tím- um þessarar vígaldar og vargaldar fara straum- ar breytinga og byltinga um gjörvallan heim og engin þjóð fer varhluta af þeim, né getur einangrað sig. Við íslendingar verðum að skilja það, að við erum nú komnir í órjúfanleg tengsl við umheiminn. ísland er ekki lengur langt frá öðrum þjóðum. Við erum í þjóðhraut. Fyrir skömmu fór ég frá Reykjavík. Eg kvaddi að mánudagsmorgni, en var í New York síðdegis þriðjudag. Hefði för þessi þó mátt vera helmingi styttri, ef við hefðum ekki leitað gistingar. Svona er ferðast nú í öag og svona verður- ferðast að stríðinu lcknu. Það varð hlutskifti mitt að fá að dvelja heima á íslandi um þriggja vikna skeið. I fvrsta sinn á æfi minni kom ég sem gestur til íslands. Mér var það mikil ánægja og mikill styrkur í mínu staríi að * kynnast að nýju viðhorfinu heima og hinum geysilegu breytingum, sem þar hafa 'orðið á síðastliðn- um tveim árum. Sumt af því, sem ég sá, fannst mér ánægjulegt, annað þótti mér miður fara. Það er ánægjulegt að sjá og finna að ís- lenzka þjóðin virðist nú í dag búa við góð lifskjör og að allar stéttir okkar þjóðfélags bera nægilegt úr býtum til að geta lifað sæmi- legu menningarlífi. En það var leitt að finna það, að víða skorti skilning þeirrar nauð- synjar að gæta fengins fjár, uns þessir tímar alheims fórna eru um garð gengnir. Þv: verður ekki neitað, að vegna mikils þolgæðis og þrautseigju á tímum fjárhagslegra erfið- leika á árunum fyrir núverandi styrjöld, tókst íslendingum að halda í horfinu fram- leiðslutækjum sínum á sviði sjávarútvegsins. Þessi framleiðslutæki eru nú loks rekin með nokkrum hagnaði. I þeim atvinnurekstri leggja íslenzkir sjómenn fram orku sína, oft- sinnis á leiðum augljósrar og stöðugrar lífs- hættu. Þessi arður hefur orðið okkur Islend- ingum dýrkeyptur, og getur, því miður, haldið áfram að verða dýrkeyptur. Manntjón okkar íslendinga af völdum ófriðarins er þegar orð- ið hlutfallslega eins og fall heilla herdeilda, margra tuga þúsunda, hjá stórveldunum. Af- rakstur okkar íslendinga ^r því ávöxtur af okkar blóði, svita og tárum. Minnumst þess, íslendingar, og verndum arðinn til að mæta erfiðleikum áranna sem koma í kjölfar ó- friðarins. Eg vil leyfa mér að benda á, að ég tel að við gætum best fengins fjár með því að spara það, geyma það í íslenzkum bönkum og sparisjóðum, og leyfa íslenzkum bönkum að koma sér upp varasjóðum erlendis. Að óíriðnum loknum verður það okkar lífsnauð- syn að eiga fjársjóði erlendis. Þá verða at- vinnutæki okkar úr sér gengin, og þau þurfa að endurnýjast með nýbyggingum og aukn- ingum erlendis. Við ættum að hafa það hug- fast, að með því að geyma fé okkar, aukum við gildi peninga vorra stórum. Þeir verða miklu meira virði að styrjöldinni lokinni en þeir erd nú, vegna þess að kaupmáttur þeirra eykst vegna verðfalls þess sem fljótlega hlýt- ur að verða á öllum vörutegundum. Það er alveg víst, að flutningsgjöld lækka og stríðs- trygging á vörum, sem nú er 10—11 af hundr- aði, sparast algjörlega. Hver króna, sem við spörum, hlýtur því að stækka. Við ættum því nú á tímum að hugsa um það eitt, að halda í horfinu. Stækkun og endurnýjun at- vinnutækjanna og bygging nýrra húsa verða að mestu að bíða. Aukning lífsþæginda verð- ur auðfengnari og ódýrari síðar en nú. Við ættum að stefna að því, Islendingar, að verða í styrjaldarlok sem sjálfstæður, bjarg- álna, raunsær maður. Þá er tíminn til að byggja upp land vort að nýju. Skapa öflugan landbúnað, búinn nítízku tækjum, fá íslenzku sjómönnunum ný og betri skip og báta, nýta til hlýtar alla okkar framleiðslu og gefa þjóð- irmi góð og vistleg, hlý og björt heimili, bæði í sveitunum og við sjóinn. Ef við höfum bið- lund, þá er sennilegt að hið unga endur- heimta íslenzka lýðveldi verði brátt þess megjnugt að gjöra ísland að fyrirmyndar þjóðfélagi, þar sem engu af landsins börnum er ofaukið og allir mega una glaðir við sitt. Takist okkur þetta, þá munum við öðlast virð- ingu stórþjóðanna. Þá er íslenzku sjálfstæði borgið. En til þess að ná þessu marki, verðum við íslendingar að standa saman. Aldrei hefir það verið slík lífsnauðsyn sem í dag. Eins og lýðræðisþjóðir heimsins, með Bandaríkin, Breta og Rússa í fylkingarbrjósti, snúa bökum saman í baráttunni fyrir mann- réttindum til þess að vinna ófriðinn, eins verða íslendingar, sem lagt hafa fram land sitt og orku þjóðarinnar til að stuðla að sigri þeirra, að standa saman, svo að íslenzka þjóð- in. vinni friðinn, sem í vændum er. , Fréttabréf til Lögbergs frá Thor Thors, sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum. Washington, D. C. 27. nóv. ’42. Herra ritstjóri. — , Því miður hefir það dregist úr hömlu hjá mér vegna ann- ríkis að skrifa þér fréttabréf í sambandi við för mína nýlega til íslands. , Ferð mín var mjög stutt, tók aðeins um einn mánuð, enaa flaug ég báðar leiðir, og gat því staðið við 4 Reykjavík í rúmlega 3 vikur. Flugferðin heim var tíðindalaus. Við vor- um kyrt um hríð norður í Labrador og höfðum nokkra viðstöðu á Grænlandi. Þaðan tók ferðin aðeins rúmar 5 klst. til Reykjavíkur. Flugvélin, sem við fórum með var hernaðar- flugvél, sem notuð er til flútn- inga á pósti og nauðsynjum. Mér var það mikil ánægja að vera í för með hinum nýskip- aða sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Mr. Leland Morris, hinum viðfeldnasta og víðsýn- asta manni. Hann hefir starfað í ein 20 ár í útanríkisþjónustu Bandaríkjanna, og var þeirra síðasti sendimaður í Þýzkalandi, er styrjöldin skall á. Sendi- herrann hafði mikinn áhuga fyr- ir íslandsmálum, og er íslend- ingum ihjög vinveittur. Það voru 2 ár liðin síðan ég fór frá íslandi, og fannst mér geysimiklar breytingar hafa átt sér stað á þessum 2 árum. Það sem fyrst og fremst vakti at- hygli mína var það, hversu miklar hernaðarframkvæmdir hafa verið heima, og hversu stórkostlegur hernaðarbær Rvík nú er orðin. Flugvélar þutu stöðugt um loftið, fram og aft- ur á leiðinni til Vesturheims eða Bretlands eða á varðbergi yfir landinu. Umferðin á götun- um var margföld við það sem áður hafði verið; Mest bar á herbjílunum, sem fluttu her- menn eða varning frá einni herstöðinni til annarar. Það var auðséð á öllu, að Bandaríkja- menn voru vel og sterklega vígbúnir og reiðubúnir til að taka á móti óvinunum, ef þeir skyldu dirfast að sýna sig, og það kom oft til þess. Þann tíma sem ég dvaldi í Reykjavík, var a. m. k. 10 sinnum gefið loft- varnarmerki, af því að þýzkar flugvélar voru yfir landinu eða bænum. Þær voru þó jafnóðum reknar á flótta, og stundum heyrðist gnýr mikillar skothríð- ar. Það vitnaðist síðar að tvær þýzkar flugvélar hefðu verið skotnar niður, ekki fjarri Reykjavíkurbæ. Þessi stöðugu loftvarnarmerki höfðu mjög raskandi áhrif á störf allra í bænum. Vinna stöðvaðist og fólkið varð að leita í loftvarna- byrgin. Það kom þó aldrei fyr- ir að óvinaflugvél varpaði sprengjum á bæinn. Á sjálfan kosningadaginn, hinn 18. okt., var gefið loftvarnarmerki, og stöðvuðust kosningarnar í rúm- lega klukkustund. Þótti stjórn- málamönnunum þetta mjög óþægilegt, en Reykvíkingar voru nú yfirleitt farnir að venj- ast þessu og taka því með ró- semi. Ýmsum fanst þó við vera komnir ískyggilega nærri ógn- um ófriðarins. Allir þeir, er ég hafði tal af, voru sannfærðir um það, að vörn Bandaríkj- anna væri örugg, og að þau myndu hrinda hverri árás. Mér fanst það einnig mjög gleðilegt að heyra og sjá, að samband ameríkönsku hermannanna og fólksins heima hefir farið stór- um batnandi. Enda er alt gert til þess að svo megi takast af hendi herforingja Bandaríkj- anna. Aðalforingi Bandaríkj- anna á íslandi er General C. H. Bonesteel, er sýnir í verki sínu mjög mikinn skilning á þjóðareinkennum íslendinga, og hefir getið sér hvers manns lof. íslendingar, taka því her- mönnunum vel, enda vita þeir að þeir eru heima aðeins til að vernda landið, og munu allir hverfa á brott, þegar þeir hafa náð sigri í styrjöldinni. Það fer ekki hjá því að það veki athygli þess sem gestkom- andi er, hversu verðlag alt hef- ir farið úr skorðum, og hvernig verðbólgan hefir náð að breið- ast út. Islendingar afla nú mikils fjár. En það hverfur fljótt, því allar lífsnauðsynjar eru geypi- lega dýrar. Verðlag fjölmargra vörutegunda er okkur óviðráð- anlegt, því við verðum að kaupa þær erlendis, og flytja þær heim til landsins, en það kostar afar- há flutningsgjöld og mikil trygg- ingargjöld. En sumt hefði ver- ið hægt að ráða við, ef þjóðin hefði staðið saman um það, að sporna gegn hættunum. Ef til vill getur samkomulag náðst bráðlega um að stemma stigu fyrir verðhækkuninni, en það gefur að skilja, að það hlýtur að verða geysilegt vandamál að skapa á ný jafnvægi um verð- lag og kaupgjald, og koma þjóð- lífinu aftur niður á jafnsléttu. Ýmsir líta það líka öfundar- augum, að íslendingar reka nú atvinnutæki sín tjónlaust. Það er þó engan veginn vitað hvern- ig þjóðinni notast af þeim fjár- munum, sem hún vinnur sér inn. En á hitt ber að líta, að afrakstur atvinnulífsins hefir íengist með því að færa geysi- legar fórnir, þar sem margir tugir íslenzkra sjómanna hafa farist við það, að flytja Bret- landi og Bandamönnum þeirra nauðsynleg matvæli. Er það mannfall þegar orðið svo stór- kostlegt fyrir okkar fámennu þjóð, að það samsvarar falli margra herdeilda hjá stórþjóð- unum. Nú alveg nýlega barst sú sorgarfregn, að togarinn Jón Ólafsson, eitt hið stærsta og bezta skip íslenzka flotans, hefði farist á siglingu frá Bretlandi. Fórust þar um 20 íslenskir sjó- menn. Og hitt ber líka að hafa hug- fast, að þrátt fyrir vingjarn- lega framkomu hinna erlendu hermanna á íslandi, þá hlýtur sambúðin við þá að hafa í för með sér margskonar óþægindi og talsverða hættu fyrir þjóð- erni okkar og tungu, einkum ef sú sambúð á enn að dragast um langa hríð. En íslendingar eru vongóðir um skjótan sigur vina sinna, og þeir eru stoltir af því, að hafa lánað þeim land sitt til afnota, í þágu ófriðarins, og að hafa alla tíð fært þeim björg í bú, Eins og þegar hefir verið skýrt frá í vestur-íslenzku blöðunum, fóru Alþingis-kosningarnar á þann veg, að Sjálfstæðisflokk- urinn hlaut 20 þingmenn, Fram- sóknarflokkurinn 15, Sósíalista- flokkurinn (Sameiningarflokk- ur alþýðu) 10 þingmenn og Al- þýðuflokkurinn 7. Alþingi kom saman 14. nóv., og baðst þá ríkisstjórn Ólafs Thors þegar lausnar, enda hafði hún starf- að sem bráðabirgðastjtórn fram I yfir kosningar. Samkvæmt sím- skeyti frá utanríkisráðuneytinu, er mér barst nýlega, er nú gerð tilraun til þess, að mynda þjóð- stjórn allra stjórnmálaflokk- anna, en ekki er vitað enn þá hvernig þeim tilraunum lyktar. Virtist mér þó að stjórnmála- menn heima hefðu skilning á því, að nú væri lífsnauðsyn fyr- ir íslenzku þjóðina að standa saman, til að ráða fram úr hin- um miklu vandamálum þjóðar- innar. Eins og kunnugt er, hafa Is- lendingar viljað ganga frá stjórnarskrá sinni í samræmi við núverandi viðhorf og stofna lýð- veldi. Stjórn Bandaríkjanna hef- ir mælst til þess, að íslending- ar frestuðu framkvæmd þessa máls, og olli það nokkrum mis- skilningi heima. Mér var það því mikið gleðiefni, að geta fært ríkisstjórninni mjög vin- gjarnleg ummæli frá stjórn Bandaríkjanna, og yfirlýsingu hennar um það, að hún væri því fyllilega hlynnt, að íslendingar stofnuðu lýðveldi, en vildu þó mælast til þess, að það kæmi ekki til framkvæmda fyr en eft- ir 1. janúar. 1944, er sáttmál- inn við Dani væri tvímælalaust fallinn úr gildi. Var þessum skilaboðum mjög vel tekið af þjóðinni. Eg geri því ráð fyrir því. að Alþingi það, er nú sit- ur, eða þingið sem kemur sam- an í febrúar næstkomandi, gangi endanlega frá breytingu á stjórnarskránni, og heyrðist mér margir vera þeirrar skoðunar, að halda bæri hátíðlega stofnun lýðveldisins, og færi þá bezt á því, að það yrði gert á Þing- völlum hinn 17. júní 1944. Skyldi þá halda þar þjóðhátíð mikla og þjóðfund. og fyrsti forseti hins endurheimta íslenzka lýð- veldis kosinn. Væntanlega verð- ur ófriðnum þá lokið með full- um sigri bandamanna. og ekki er ólíklegt. að þá miklu hátíð á Þingvöllum geti sótt margir íslendingar héðan að vestan. Leiðin heim verður þá líka orðin svo miklu fljótfarnari en áður var. Við getum stigið í flugvél að morgni dags, og ver- ið komin heim til íslands um kvöldið. Mér fanst það dásam- legt. að þrátt fyrir það, að við gistum á heimleiðinni norður í Labrador, var ég kominn til New York síðdegis daginn eftir að ég kvaddi í Reykjavík. Ein af aðal afleiðingum ófrið- arins hvað Island snertir verður hið aukna samband okkar við umheiminn. Vonandi verður það okkur til góðs. Eg hef þá trú að það verði okkur til heilla. Sendiherra Bandaríkj- anna Mr. L. Morris gengur á fund ríkisstjóra Ríkisstjóri Islands tók hátíð- lega á móti hinum nýja sendi- herra Bandaríkjanna, Mr. Le- land Morris, á ríkisstjórasetrinu á Bessastöðum í fyrradag. Við- staddur var forsætis- og utan- ríkisráðheilra Ólafur Thors. Við þetta tækifæri flutti sendi- herrann ávarp, sem ríkisstjóri svaraði. Fara ávörpin hér á eftir. Þýðing á ávarpi sendiherra Bandaríkjanna: Göfugi herra. Mér veitist sú sæmd að af- henda skilríki frá forseta Bandaríkjanna. sem tjáir yður, að hann hafi kjörið mig til þess að vera sérstakur sendiherra og ráðherra með umboði hjá ís- lenzku ríkisstjórninni. og jafn- framt að afhenda annað þess efnis, að fyrirrennari minn hef- ir látið af störfum. og hafi.for- setinn falið mér þetta, þar sem Mr. Mac Veagh hefir verið skip- aður til þess að gegna störfum annarsstaðar. og er þess vegna ókleift að afhenda skjalið per- sónulega. Það er sérstakur heiður. sem ég met mjög mikils. að vera skipaður sendiherra hjá ís- lensku ríkisstjórninni, vegna þeirrar vináttu. sem svo lengi hefir haldist óslitin milli þjóða okkar tveggja. Eg leyfi mér að nota þetta tækifæri til þess, að fullvissa yður, göfugi herra. um, að ég mun gera mér alt far um að framkvæma þá ósk ríkisstjórn- ar minnar. að efla þessa vin- áttu sem best. Hið ánægjulega samband. sem stafar að gagnkvæmri virð- ingu og samhug, og við köllum vináttu, er svo auðskiljanlegt, þar sem ísland um meir en 1000 ára skeið hefir þekkt blessun hugsunarfrelsis og einstaklings- frelsis; lífsskilyrði, sem hafa verið Bandaríkjaþjóðinni dýr- mæt alt frá upphafi sögu þeirr- ar. Síðan ísland og Bandaríkin fyrst skiptust á sendiherrum fyrir ári síðan. hafa Bandarík- in orðið fyrir sviksamlegri árás sem hefir steypt þeim út í eyði leggingarstyrjöld, sem nú hef-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.