Lögberg - 03.12.1942, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER, 1942
R U F U S
Eftir Grace S. Richmond
Herbergið. sem frú Conn, ráðskona
frænda míns, hafði útbúið handa mér
er þægilegt, en nokkuð skuggalegt.
Þannig er alt húsið. Það var heimili
ömmu minnar, frú Bruce, og lá þá í
miðjum bænum, þar sem nú eru aðeins
fáein gömul hús eftir. Þar eð Lynn
frændi var ekki kvæntur maður, var
hann hjá henni þangað til hann fór tii
Frakklands.
Hún dó meðan hann var þar, og var
þá ekki annað lifandi af fjölskyldunni
err hann og systur hans tvær, móðir mín
og María frænka. Hann var þeirra yngst-
ur. Þegar hann svo 'kom heim aftur, var
hann fluttur til síns gamla heimilis, þó
það væri ömurlegt, og vegna vaxtai
borgarinnar, alt umhverfið var bygt hús-
um, nema gamli múrgirti garðurinn. Eg
kom hingað nokkrum sinnum sem barn,
áður en ég fór í skóla í New York og
París. Amma mín hafði enga hugmynd
um okkar lifnaðarhætti, og ég var henni
aldrei verulega kunnug. En frá því ég
var lítil, dáðist ég að Lynn frænda.
Fyrir skömmu skrifaði mamma mér,
að hún hefði heimsótt Lynn frænda, og
að hann væri aumkunarverður vesaling-
ur. Alt í einu varð mér það ljóst, að
þarna væri verk fyrir mig að vinna, ef
aðefns ég fengi leyfi hans til þess —
og það út af fyrir sig var vandamái.
sem gaman var að vita hvernig yrði
leyst.
Herbergisþjónn frænda míns sótti mig
á stöðina — sérstaklega geðslegur ungur
írlendingur. Hann hafði þjónað hermönn-
um í franskji sjúkrahúsinu, þar sem
Lynn var síðast. Þar áður hafði Pat verið
í herdeild, en særðist svo mikið, að hann
. var ekki sendur þangað aftur, heldur
látinn þjóna í sjúkrahúsinu, þar sem
hann hafði legið. Hann var svo sendur
heim með dr. Bruce og yfirgaf hann
ekki upp frá því.
„Vissulega fagna ég því, að þér komuð,
ungfrú,“ sagði Pat þegar við ókum heim
að húsinu í gamla hestvagninum, sem
frændi minn var vanur að nota á læknis-
ferðum sínum. „Majórinn hefir þörf fyrir
félagsskap — þó hann geri sér ekki grein
fyrir því sjálfur.“
Þó Pat segði ekki meira, var mér það
strax ljóst, að Lynn hafði ekki bara
gert hann að þjóni sínum, heldur einnig
að félaga. Mig furðaði það ekkert. Pat
var reglulega laglegur piltur, með falleg,
írsk, gletnisleg, blá augu.
„Hefir hann als enga félaga?“ spurði
ég-
„Ekki nema dr. Mac Farland og einu
eða tvo aðra lækna, sem líta inn stöku
sinnum. Hann þarf á margskonar félags-
skap að halda, er ég hræddur um. Frú
Coon og Nara eru einu konurnar sem
hann sér — ráðskonan og þernan. Hann
er alveg ólíkur sjálfum sér, síðan hann
meiddist.“
Ég fór þá að spyrja hann, og fékk
ýmislegt að vita, sem ég vissi ekki um.
Það var að heyra, að dr. Bruce hefð’
reynt að halda áfram að vfnna, eftir að
hann fékk þessi voðalegu meiðsli í loft-
árásinni, þar til hann, vegna blóðmissis,
hneig niður; hefði ekki svo farið, kynm
honum að hafa batnað betur.
Svo hafði viljað til, að Pat hafði sjálf-
ur orðið fyrir sprengikúlu á sömu stundu
og dr. Bruce, og áður en hann hné nið-
ur gat hann bundið svo um sár Pats, að
blóðmissir hans stöðvaðist. Þessu gat Pat
ekki gleymt og bauð að þjóna dr. Bruce
meðan hann lifði. Þegar ég hafði heyrt
þetta, kom mér það ekki kynlega fyrir.
þó Pat væri Lynn meira en almennui
þjónn eða hjúkrunarkona.
Þegar ég kom niður til að borða mið-
degisverð, var ég látin fara inn í borð-
stofu, en Lynn frændi fékk sinn mat
færðan á bakka inn í bókaherbergið,
þar sem hann sat í hjóla-stólnum sín
um, mjög skringilegu áhaldi, dúðaður í
alskonar umbúðir. Miðdegisverðurinn var
góður, og meðan ég’ naut hans, var ég
að velta því fyrir mér, hvernig ég ætti
að fara að því að komast hjá því að
móðga hann. Mér var fyllilega ljóst, að
hann ætlaði mér hvorki að vera systur-
dóttir sín, hjúkrunarkona eða nokkuð
annað, sem ég óskaði að vera fyrir hann.
Hann ætlaði að vera kurteis og reyna
að þola heimsókn mína.
Eg tók með mér nokkuð af góðum
fötum. Satt að segja notaði ég alllangan
tíma til þess í haust, að útbúa mig með
falleg föt. Þess þurfti ég með, og þar
sem ég verð að ganga svartklædd í
tvö ár enn — eftir fyrirskipun mömmu
— þá fanst mér það yrðu þó áð vera
falleg svört föt. Ætlun mín var engan-
vegin sú, að vera hin glaða ekkja; en
þar sem Alec hafði nú altaf haft svo
mikla ánægju af því að sjá mig líta
vel út, þá fanst mér nú einhvernveginn,
að ég mundi gleðja hann með því, að
halda mér eins mikið til eins og eg
hafði gert meðan hann lifði. Hattagerða
og kjólasaumakonurnar mínar voru báð-
ar mjög góðar og vissu hvað mér fór
vel. Sameiginlega hafði þeim tekist að
gera föt mín svo úr garði, að þegar ég
klæddist þeim, var mér starsýnt á sjálía
mig í speglinum.
Þú veist, Katrín, betur en nokkur
annar, hve þreytt ég er á öllu öðru en
að skreyta ekkjuna. Ég er ekki mikið
fyrir ferðalög, og ég hefi ekki fengið
uppeldi til þess að vinna neitt sjálf-
stætt. Skólarnir, sem ég var látin ganga
í, voru ekki af því tagi, sem búa ungar
stúlkur undir annað en ríka giftingu.
Ég hefi ekki nokkra löngun til að taka
neitt fyrir, eins-og svo margar konur
gera, þegar þær eru búnar að missa
sína, og eru orðnar einar eftir. Jósafína
Brendall, vinkona mín, hefir sett á fót
hattabúð, bara að gamni sínu, þótt hún
þurfi ekki að vinna sér inn einn eyri,
og hefir eina þessa lokuðu búð, sem
konur þyrpast að, í von um að komast
í kynni við hefðarfrúna, sem er eigandi
hennar. Clarice Warren hefir byrjað á
hjálparstarfsemi í fátækrahverfunum, og
Betty Brandford hefir komið upp hunda-
byrgjum og græðir á því. En ég — mig
langar ekki til að taka nokkurn hluí
fyrir, þangað til mamma mintist á Lynn
frænda. Þá rann það upp fyrir mér, að
þarna væri verk handa mér að vinna,
ef einungis hann vildi leyfa mér það.
Þá gæti ég fengið ánægjulegan félags
skap með hinum göfugasta og ment-
aðasta manni, án allrar hættu fyrir hvor-
ugt okkar. Þú veizt, að karlmenn, af
líku taki og ég, eru aftur farnir að líta
hýrt til mín, eins og í gamla daga en
ég vil ekkert meira af því tagi. Alec
og ég gáfum okkur hvort öðru, og úr
því Guð vildi ekki lofa mér að eiga
hann áfram, þá vil ég engan annan.
Hér er ég þá komin, og ég hefi enga
hugmynd um, hver endirinn muni verða.
Byrjunin spáir ekki sérlega góðu, eða
hvað finst þér? Þrátt fyrir skapvonzk-
una er ég ekkert hrædd við dr. Lynn
Bruce. Maður, sem hefir verið sérfræð-
ingur í barnasjúkdómum, og svo, þrátt
fyrir ærið starf, gerist sjálfboðaliði í
stríðinu, til þess að starfa í einhverju
sjúkrahúsi, hlýtur að hafa einhversstaðar
viðkvæmari blett, og ég ætla mér að
finna þann blett. Hann er heldur ekki
eins gamall og hann lítur út fyrir að
vera; hann er ekki meira en fertugur,
því mamma er ekki nema fimtug. Hún
var elst, en hann yngstur systkinanna.
Hann er alt of ungur enn til þess að
vera svona niðurbeygður.
Ég er sannfærð um, að úr þessu má
bæta.
Þín elskandi vinkona
Nancy.
V.
Patrick Spense sagði eitt sinn við frú Coon:
“Hvernig líst yður nú annars á hana, ef ég
rná vera svo djarfur, að spyrja yður, frú
C'oon?”
Frú Coon svaraði og setti um leið á sig
þóttasvip:
“Hún er alt of tilhaldsleg í mínum augum.
Eg býst við að honum sýnist það sama.”
Patrick: “Já, eg veit ekki. Hann hefir nú
ekkert séð líkt þessu svo lengi — og ef til
vill aldrei. Eg hefi heldur aldrei séð neitt
af því tagi.”
Frú Coon: “Ekkert merkilegt. Mestmegn-
is föt.”
Patrick: “Föt? — Ef eg væri spurður, mundi
eg segja, að eg sæi líka augu — og — andlit.”
Frú Coon: “Hann vill ekki láta gera sér
ónæði; það ætti öllum að vera ljóst.”
Patrick: “Hún vill ekki gera honum óþæg-
iudi. Eg þori að segja, að það væri gott fyrir
hann, ef hún gerði honum dálítið ónæði. Hann
er altaf að megrast og verða þreytulegri, þó
hann vilji ekki kannast við það. Hjartað hef-
ir alveg yfirgefið hann. Ef til vill getur hún
komið því í samt lag. — Ef hann þá lofar
henni það.”
Frú Coon: “Karlmenn láta konur ætíð leiða
sig — konurnar búa þá til.”
Patrick: “Ekki dr. Bruce. Hann er vanur
að segja kvenfólkinu, hvað það á að gera.
tiann er nú svona gerður. Það veit hún.
Hvernig hann lét okkur hlaupa aftur og fram
í sjúkrahúsinu! Eg gæti ekki sagt honum
hvað hann ætti að gera. Hann segir mér.
hvað eg á að gera. — og horfir á mig með
gráu, rannsakandi augunum sínum. Hann
gegnskoðar hana líka með þeim — og svo
lítur hann af henni, eins og — já — eins
og —”
Frú Coon: “Þú gaétir eins vel sagt það
hreint út.”
Patrick: “Eg er líklega heimskur, en eg
held að hann líti undan, af því að hann langi
til að horfa áfram, en svo finst honum það
ekki rétt.”
Frú Coon: “Já, mikið ertu — vitlaus.”
Patrick: “Það getur vel verið, en eg get ekki
skilið það, að nokkur maður, sem geðjast í
m.eðallagi vel að henni, sneri sér undan í
stað þess að halda áfram að horfa á hana.”
Frú Coon: “írar eru viðkvæmir.”
Patrick, um leið og hann kinkar kolli: “Þér
hafið rétt að mæla, frú Coon. Það. er betra
að vera of viðkvæmur en að vera of harð-
brjósta.”
VI.
Þrír dagar voru liðnir, en gestur og hus-
bóndi voru lítið kunnugri en við fyrstu fundi.
Bruce vandist smám saman á að sjá Nancy í
kringum sig, en það virtist sem hann gæfi
henni varla gaum. Hún var honum ekki tii
neinna óþæginda; hún kom og fór þegar henni
gott þótti. Hann reyndi hvorki að gera neitt
til að skemta henni sjálfur eða sjá henni fyrir
neinum skemtunum. Yrði honum á að líta
þunglyndislegu augunum á hana, lýsti sér í
svip hans vanþóknun. Hinn tryggi Pat gat
ekki látið vera að furða sig á því, að hús-
bóndi hans skyldi altaf vera í svona vondu
skapi, þegar hún kom að utan með rjóðar
kinnar af útiloftinu og með líf og fjör í
æðum.
Hún hafði strax tekið upp á því, að koma
með blóm í hvert sinn, sem hún kom að
útan. Henni fanst gamla húsið mjög skugga-
legt. Eina ráðið til þess að lífga það upp, var
að setja blóm hér og þar. Hún var vön að
kaupa mikið af blómum og sparaði það heldui
ekki nú, þar eð þau voru það eina, sem hún
naut þar inni. Hún keypti fyrst rósir og
fjólur, en þar sem henni virtist Bruce þykja
ilmur þeirra óþægilegur inni í heitri stofunni,
tók hún þau og bar þau inn í önnur herbergi
í húsinu. Þar næst kom hún með túlipana,
allavega lita, og setti þá hér og þar í stórum
glösum. Pat var ákaflega hrifinn af þeim.
Hann gat ekki stilt sig um að segja við hana,
þegar hún var eitt sinn að hagræða þeim:
“Húsið er orðið alt annað, frú Ramsey.”
“Eg er ekki viss um að læknirinn kæri sig
um það, Pat,” svaraði hún brosandi. Henni
var farið að þykja vænt um Pat, með írska
gletnissvipinn í augunum. Henni fanst þau
vera samverkamenn í þeirri undirferlislegu
tilraun, að vekja að nýju lífslöngun og ánægju
hjá dr. Bruce.
“Það getur verið að hann kannist ekki við
það,” sagði Pat spekingslega, “en hann hlýtur
að veita því eftirtekt. Hann var ekki vanur
að vera eftirtektarlaus — majórinn, var ekki
vanur því. Stofan hans er ósköp óskemtileg,
finst mér. En hann vill engu láta breyta.
Og þessar gömlu fjölskyldumyndir, eins al-
varlegar og þær væru dauðadæmdar. Og svo
bækurnar. Hvergi ljósdepill í stofunni. Og
svo situr hann í þessum bansettum stól —
fyrirgefið þér, frú, að eg blóta —”
“Svona lít eg einmitt á það,” fullvissaði
Nancy hann um.
“Þakka yður fyrri það, frú. Svo situr hann
þarna eins og í fangelsi — sem það og er.
Þessi gulu blóm, sem þér hafið þarna ____ það
væri hægt að líkja því við það, að sólin hefði
r.áð upp hurðarlokunni og laumast inn til
hans — auðvitað án hans leyfis. Þér megið
ekki láta þau vera of nærri honum, frú
Ramsey,” bætti Pat við, mjög áhyggjufullur.
‘ Hann var ekki svona, nei, majórinn var ekki
svona.”
“Auðvitað er mér það ljóst, Pat. Við skul-
um halda áfram að bera blóm inn í stofuna,
meðan hann bannar það ekki. Hann er svona
urillur af því hann vill ekki láta kenna í
brjósti um sig. Eg læt mér standa það á
sama.”
Pat bjóst ekki við, að hún skyldi nema
lítið af því, sem dr. Bruce hefði orðið að
ganga í gegnum. Hvernig átti annað að vera?
Honum þótti vænt um það. Sjálfan langaði
hann til að geta gleymt.
Fimta kvöldið eftir komu sína, hafði Nancy
ákveðið að tala við dr. Bruce. Miðdegisverður-
bin var búinn. Sjúklingurinn var að reykja
einu pípuna, sem erkióvinurinn, hans besti
vinur, dr. James Mc Farland, hafði leyft
honum að reykja daglega. Búast mátti við
að þessi vinur liti inn seinna um kvöldið.
Síðan frú Ramsey kom, hafði hann gert séi
að reglu að koma á kvöldin. Doktor McFar-
land var hvað snerti útlit og framkomu alger
mótsetning við dr. Bruce. Hann var maður á
besta aldri, þróttmikill og fullur af lífi; klæðn-
aður hans og framkoma öll báru vott um
lífsgleði og allsnægtir.
Nancy hafði hraðað sér að borða, því hún
vissi að búast mátti við, að heimsókn dr.
McFarland truflaði samtal þeirra. Hún ætlaði
sér að byrja samtalið strax, þegar hann var
búinn að reykja úr pípunni sinni. Reynzlan
hafði kent henni, að þá væri besti tíminn.
Hún gekk hljóðlega inn, tók stól og settist
niður beint á móti stífu myndastyttunni hinu
megin við gólfábreiðuna, sem var fyrir fram-
an eldstæðið. Hún skifti ætíð um föt, áður
en hún borðaði miðdegismatinn. — Það var
vani, sem hún gat ekki hætt við. Það var
ekki mikið borið í búninginn, aðeins einfaldur
kjóll, svartur og hvítur með ermar fram á
olnboga, svo fallega vöxnu framhandleggirnir
voru berir. Um hálsinn bar hún hvíta festi úr
kóröllum og var það einasta skrautið. Dökka
hárið bar skugga á ennið, hvítt eins og ala-
bastur.
“Lynn frændi,” tók hún til máls, “ er þér
móti skapi, að við tölumst dálítið við núna?
Eg hefi verið að bíða með það, en eg er
hrædd um að sá tími komi seint, að við töl-
umst eðlilega við um hlutina.”
“Haltu áfram,” sagði Bruce, og beit tönn-
unum fast um munnstykkið, “ illu er best
af lokið.”
Hún horfði beint framan í hann: “Er það
léttir fyrir þig, að hafa svona alt á hornum
þér? Eða ertu að hervæðast gegn hinni eilífu
kvenveru, sem þú skelfist?”
Þessi byrjun kom honum alveg á óvart.
Hún hafði verið svo elskuleg, hafði látið alt
vera eins og hann óskaði. En auðvitað var
þetta til þess að hann var betur á verði.
“Það ætti nú að vera nokkurnvegin skiljan-
legt,” sagði hann um leið og hann blés frá
sér reyknum, “þegar tekin er til greina æfi
sú, sem eg á fyrir höndum, þá ætti eg að
hafa frið til að haga lífi mínu eftir eigin geð-
þótta. Þsjr með tálið alskonar önuglyndi.
Sennilega hefi eg ekkert meir að óttast en
einmitt samtal líkt því, sem þú nú óskar að
eiga við mig. Það er alveg eins gott að eg
segi það strax, að eg get engar ráðleggingar
gefið þér, hvað snertir framtíð þína. Eg hefi
of litla samúð með fortíðar-menning þinni
til að geta það.”
Þetta virtist alt annað en prúðmannlegt.
En sannleikurinn var — þó Nancy gæti ekki
gert sér grein fyrir því, — að samræður,
hvers efnis sem þær voru, voru óþolandi
fyrir Bruce síðan hann kom heim af sjúkra-
húsinu. Heili hans starfaði, þegar hann var
einn um það; en samstundis og hann bvrjaði
samtal við einhvern, sem útheimti skynsam-
legar ályktanir' samfara taugastyrkleik og
þoli, varð honum lífið óbærilegt. Það var bók-
staflegur sannleikur, að hann mundi ekki hafa
gengið undir uppskurð jafn skelkaður og
hann nú var við Nancy. Hvað hún ætti'að
taka sér fyrir hendur, það sem eftir var
æfipnar — því gat hann ekki skift sér af.
Fn hann skildi það vel, að hún óskaði að
ráðfæra sig um það við hann.
Hún lét sér ekki bregða við þenna rudda-
skap doktorsins og því síður lét hún reiði ná
tökum á sér, þó hann léti svo mikla fyrir-
litningu í ljósi, að því er snerti fortíðarsögu
hennar. Hún dembdi nú á hann spurningu,
sem kom eins og skollinn úr sauðarleggnum:
■ “Lynn frændi, hefir þú nokkra sérstaka
andúð gegn kven-skurðlæknum?”
Hann starði á hana.
Svo hélt hún áfram: “Hefir þú af tilviljun
komist í kynni við nokkurn?”
Hann hristi höfuðið. Þar næst, eftir að hafa
hugsað sig um lítið eitt, kinkaði hann kolli.
Það gat ekki verið, að hann væri búinn að
gleyma því.
“Einn. Eg hefi enga andúð gegn henni. Hún
var frönsk. Það var í stríðinu. Sérstakur
kvenmaður.”
“Doktor Tournier?”
Hann einblíndi á hana frá sér af undrun.
“Hvað í hamingjubænum, veizt þú nokkuð
um dr. Tournier?”
“Eg þekki hana ekki persónulegá, en eg
veit mikið 'um hana gegnum vinkonu mína,
sem þekkti hana í Frakklandi. Vinkona mín
er sjálf læknir. Hún fór til Frakklands, og
til allrar hamingju — það má kalla það til-
viljun — var hún send til þess að hjálpa dr.
Tournier, í nánd við hersvæðið. Það var meira
að gera, en ein kona gat komist yfir, og
Katrín Ferris var búin að sýna dugnað sinn.
Hún hafði ekki gert mikið að skurðlækning-
um áður en hún fór, en þar var svo mikið
að gera, þeir voru svo liðfáir, að Katrín fékk
að reyna sig. Hún taldi það mjög mikilsvirði,
að vinna með dr. Tournier.”
“Vitanlega hefir það verið.” Nú sást í fyrsta
skifti rofa fyrir áhuga í þokulegu gráu aug-
unum. “Hún var alveg einstæð, meðan stríðið
stóð yfir.”