Lögberg - 03.12.1942, Page 7

Lögberg - 03.12.1942, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER, 1942 7 Þótt brýnt sé fyrir þýzku kvenfólki og ungum stúlkum óaflátanlega sú hugsjón, að þær séu ariaættar og standi því of- ar annara þjóða fólki, stríðs- föngum og útlendum verkalýð. er á meðal þeirra dveljist nú, þá hlaupa tilfinningarnar iðu- lega með þær út á glapstigu. “Margir Slóvakar eru hér á meðal okkar,” skrifar móðir Eriks Goffe. “Vertu hughraust- ur, kæri sonur — Hilda er léleg kona; skrifi hún þér sjald- an, þá er það sökum þess að samvizku-snertur á þó enn bú- stað í huga hennar. Marimuller skrifar bónda sínum á hverjum degi, en stikar feimnislaust um alt með Slóvökunum. íalski verkamaðurinn Volfi í Kufstein, skrifar samlanda sín- um á rússnesku vígstöðvunum: “Jeg játa það hreinlega, að þýzka kvenfólkið hefir enga stjórn á sér. Það er viti sínu fjær.” Svo meðan þjóðverjarnir deyja daglega í þúsundatali fyr- ir göfgi þjóðar sinnar og hrein- ræktað blóð, gerir kvenþjóðin þeirra heima fyrir, þrátt fyrir hugsjónir og Gestapo eftirlitið, sig seka um meira en litla saur- gun ættgöfgi sinnar. Þetta er ef til vill orsökin til þess, hve mæður og feður í Þýzkalandi líta með sívaxandi skelfingar- hug til útbreiðslu “útlendings andans” í Þýzkalandi gegnum nærveru miljóna aðflutts verka- lýðs þangað og stríðsfanga. “Þú spyrð mig,” skrifar faðir til sonar, “hvernig Berlín líti út nú á dögum. Berlín er, kæri Fritz, orðin að þjóðasamblands- bæ — maður heyrir hér á göt- unum allra landa tunguskvald- ur.” Ofstækisfull naza-drós frá Berlín skrifar Kasher Seibald liðþjálfa: “Berlín er hræðileg. Mér þykir vænt um að komast nú að lokum úr þessari grjót- hauga eyðimörk.” Frá Vínarborg er sama sag- an sögð. Bettie Schummer skrifar bónda sínum: “Lífsviðhorfið í Vín er voðalegt. Farþegar stræt- isvagnanna eru því nær ein- göngu ítalir, Spánverjar, Ung- verjar, Tékkar, Slóvakar, Grikk- ir, Búlgarar. Vínarbúar sjást þar varla nokkurntíma. Minni bæirnir liggja undir sama útlendingaflóðinu eins og Berlín og Vínarborg. “Alstadt sveitin okkar,” ritar Ann Sie- bert til vinar síns Max Berner- sky, “ er nú orðin að hálfgerðu alþjóðasvæði, setið af Frökkum, Pólverjum, Ukrönum, Serbum, og ítölum.” En þessi þjóðholla vondjarfa Ann Siebert bætir þó við: “Auðvitað fáum við bráð- um að líta hér Englendinga og Ameríkumenn.” Einstöku sinnum hittir maður þó á galsaþrungið, vonhýrt bréf. “Ó elsku spörfuglinn minn,” skrifar Berta Duptgen, til Jóseps Wuskopf. “En hversu ánægð ég væri, ef þú gætir dvalið mér við hlið. Hugs- aðu þér, ástin mín, hve yndis- lega við gætum búið um okkur — gott eldhús, ágætt svefn- herbergi og aukastofu, tvö börn, pilt og stúlku, og svo auðvitað samúð okkar miklu ástar. IJug's- aðu þér bara slíkt líf.” Hún ymprar á afkvæmisvon þeirra og ögrar hann til að fá heim- fararleyfi til að vitja sín. “Eg er svo himinglöð þegar þú kemur skal ég segja þér frá því öllu, en ég er þó hrædd um að það verði ekki svo bráðlega.” Nei, það skeður áreiðanlega ekki. Jósef Wuskopf kemur aldrei heim aftur. Hann er graf- inn einhverstaðar í Rússlands fjarlægu frosnu og funa fold. Flest bréfin hafa undan mör^gu að kva|rta. Trúhneigt fólk barmar sér yfir því, að úr kirkjuklukkunum hafi verið steyptar fallbyssur. Af og til hljóða bréfin um fllla líðan gamla fólksins, sem þó verðui að skiljast mestmegnis af því sem óritað er og lesa á milii línanna. “Eg tek eftir því.” rit- ar Edist frænda sínum Werner, “að á afstöðu gamla fólksins er als ekki litið. Nýlega var sjötugum manni neitað um læknisskoðun. Hið sama er að segja um föðursystur mína, aðeins þó fjörutíu og fjögra ára að aldri. Það virðist aug- ljóst, að á það kvenfólk, sem komið er úr barneign, sé litið sem óþarfakindur. Þá eru ótteljandi kvartanir um hin erfiðu lífskjör fólksins. “Utan við matvörubúðina,” skrifar faðir í Berlín syni sín- um, “verður maður að standa tímunum saman í langri röð og bíða þess að að manni komi. Oft eftir að hafa beðið þar standandi í fjórar klukkustund- Lr, verður maður svo að hverfa tómhentur heim aftur. Við og við er lífið tómt kvalræði. en þín vegna og elskulega litla sonar þíns viljum við halda áfram að lifa.” Við að lesa bréí þessu lík verður manni að undrast um það hvað faðirinn muni segja, hugsa og gera, þegar honum berist fregnin um að sonurinn Fritz teljist ekk: lengur meðal hinna lifandi. “Sérhvað gengur hér í vöru- skiftum, jafnvel sódaduftið,” skrifar systir bróður sínum “Pabbi á afar erfitt með að ná í það sem hann þarfnast. Gustav er við flugliðstöð í Hamborg Tommy hefir verið hér mjög nærgöngull. Goerne er alt í báli.” Tommy hefir aflað sér frá- munalegrar andúðar í Þýzka- landi. í huga þjóðverjans er hann nú “erki þorparinn.” Fólk- ið hatar hann og hræðist hann um fram alt nú á dögum. Ekk- ert virðist æsa það og hræða eins og árásir enska flugliðsins. Lillie Pavlicheck í Bremen skrifar Franz bónda sínum: “í fyrradag var hér aðsókn brezkra flugvéla. Það var öllum hér hræðileg sending. Eg varð að leggjast í rúmið, þessa seinustu dagana hafa Tommarnir valdið miklum vandræðum. Eg hefi aldrei áður litið jafnmarga ó- þolandi sprengjublossa. Margt af fólkinu tapaði bæði heimil- um og öryggisskýlum sínum. Framvegis býst ég við að marg- ir verði að hafast meira við í skýlunum en rúmum sínum.” Bréf frá Rostock og Lubec, bæjunum tveimur við Eystra- salt, sem brezkar flugvélar hafa að miklu leyti eyðilagt, eru þrungin af þrautasögum: “Ait er hér svo hræðilegt. Svo margir dauðir og særðir og margir grátnir.” Ruhr-dals þjóðverjarnir eru sérstaklega illa á sig komnir af taugabilun. — “Við hugsum oft til þín,” skrifar Bette Gerbeck bónda sínum August, “einkum þegar við verðum að halda okkur í kjallaranum alla nótt- ina. Tólf fórust hér á föstu- daginn. í Essen dóu sextíu. Ástandið var aumast í ?endings- ganzen. þegar aðvörunarblástur- inn hvein, varð ég því nær frá- vita af ótta. Eg greip börnin úr rúminu, vafði um þau brekán- um og þaut með þau í skýlið, strax og kvöldar að sækir á mig taugatitringurinn.” Þrautirnar og ástvinamissir þrengja mjög að þjóðverjum. Þeir æskja þess yfirleitt, að stríðið taki enda sem fyrst. Sibilia Chad í Ruhr skrifar manni sínum, sem er í einni úrvals S. S.-herdeildanna: “Það gleður mig að sár þín eru að gróa. Eg hefi sorgarfréttir að segja þér. Erft dó af sprengju- sárum; hann var aðeins um tvítugt. Sorgarþrautirnar eru endalausar. Þú getur því nærri hvernig mér líður. Vonandi sést á þessu ári fyrir stríðslok- in. Anars veit ég ekki hvað ske kann.” Enn sárari kveinstafir lýsa séi í bréfinu frá konu liðþjálfans Ewald Bekkera, einnig frá Ruhr: „í dag erum við að minnast þeirra, sem féllu í fyrra stríðinu. Margt kvenna situr heima harmi þrungið og einmana, því eiginmenn þeirra hvíla í köldum gröfum utan- lands. Eg má ekki hugsa lengur um þetta, eða mér verður ó- mögulegt að gera nokkuð í all- an dag.” Það er athugavert hve mörg dapurlegustu bréfanna koma fra Súdetenlands-svæðinu, sem Munich-samningarnir alræmdu heimiluðu að skilja frá Czecho- Slovakiu-lýðveldinu, og fékk Hitler í hendur. Eg var á þeim umbrotatímum staddur í Sudet- enlandshéruðunum, og var sjón- ar- og heyrnarvottur að þeirri háreystisánægju, sem þýzkir unglingar þar létu í ljós yfir því að Hitler hefði sigrast á lýðveldisríkjunum. Þegar þeirn var sagt að Munich-samning- arnir leiddu til stríðs og dauða fyrir þá marga, sögðu þessir ákafaþrungnu nazista ungling- ar: “Fuehrerinn okkar nær þessu öllu án nokkurs stríðs.” — Þá er nú hér bréf frá Joseph Indrischek í Grunthal til Gerbn- er Wildner liðþjálfa, þar sem meðal annars er frá því skýrt að “á hverjum degi fer hér fram jarðarför. Carl Garron, fyrir- taks trésmiður ungur, er nu hulinn moldu. Sömuleiðis Dr. Pochman, og frú Pomesin. I gær bárum við til grafar hana, er við söknuðum mest — mömmu.” Hin látlausa og æðisþrungna mótstaða Rússanna, með hinu ægilega mannfalli henni fylgj- andi, er þýzku þjóðinni bæði þungbær og óskiljanleg. “Hve- nær tekst okkur að gera út af við Rússana?” ritar móðir ein til sonarins. Sem svar við þessu kemur bréfið frá Reiter frænda til yfir- liðþjálfans Erwin Schneider: “Við vonum að Rússar verði búnir að fá nóg af þessum hild- arleik, er við höfum hrakið þá úr Dónárdalnum og hrifsað frá þeim mörg fleiri iðjuveranna, svo þeir verði að gefast upp. Það útheimtir margar fleiri or- ustur, en við hyggjum ykkur drengina þarna eystra vel færa um að gera þetta.” Þó segir einn þessara pilta, Alois Pfusahr, foreldrum sínum í Mannheim, meðal annars í bréfi, sem honum auðnaðist aldrei að pósta: “Við vonum að stríðið við Rússa taki senn enda. Ekkert í víðri veröld gæti kom- ið mér til að vilja eyða öðrum stríðsvetri hér í Rússlandi. Eg verð að slá botn í þetta bréf — lýsnar eru óþolandi.” Þýzkir hermenn kvarta mikið undan skorkvikindamergð í neð- anjarðarklefunum, sem þeir verða að dvelja í tímunum sam- an á Rússlandi. “í fletisræfli mínum,” skrifar Pilot Kremes konu sinni Fannie í Vurtenberg, “varnar lúsin okkur als næðis. Flær, veggjalýs, og hamingjan má vita hve margskonar skor- kvikindi, fylla klefann. Við eyddum mestum tímanum í það að klóra okkur um allan kropp- inn.” Þó er Kremer all hress í anda, og bætir enn við í bréfi sínu: “Egg, mjólk og rjóma get ég alt af fengið. Eitt sinn náði ég í tuttugu egg, hálfan líter áf þykkum rjóma og þrjá fjórðu punds af góðu heimatilbúnu smjöri. Við náum í hænsni og snúum þau úr hálsliðnum, en fjötrum kýr og kálfa.” Þrátt fyrir gjörauðnarstefnu Rússanna, hefir þeim ekki á undanhaldinu tekist að eyði- leggja öll garðávaxtasvæði og berjaflesjur í Kósakkaþorpun - um, né flytja með sér allan bú- fénað þaðan. I ópóstuðu bréfi frá N. Aschenbrenner til A. Aschenbrenner, Modorf, Bavaíu, er frá þeim góðu fréttum skýrt, að “ í dag náði vistsöfnunar- deildin okkar í nokkuð af fyrir- taks svínakjöti og þrjá sekki af kartöflum. Allan daginn höfum við verið að steikja það hvort um sig. Líka náðum við all- mörgum mjólkurkúm, og mjólk- in er fyrirtaks góð. Þá höfum við líka hænsni, og líður því þolanlega, þrátt fyrir hrakning og þrautir.” En leiðangrar inn í skemmur, kjallara, búr og fataklefa rúss- nesks bændalýðs, einkum Kos- akkanna, endar ekki æfinlega sem skemtiganga. “í dag,’' ritar bróðir systur sinni, ”náðum við tuttugu hænsnum og típ kúm. En þá skeði nokkuð. Allstór hópur rússneskra kvenna kom skyndilega á vettvang með hey- kvíslar í höndum og marg- stungu tvo hermannanna til bana.” Það er furðulegt hvað margt þýzkra kvenna æskir eftir bögglasendingum frá Rússlandi, játa þar á meðal, að slíkum fötum sé hnuplað af fátækling- um, búsþarfa bændalýðsins á stríðssvæðunum, virðiát konum þessum litlu máli skipta. “Gleymdu ekki mér og börnun- um,” ritar Murta Freu í Breslau bónda sínum, “mér kæmi sér- staklega vel að fá reykt svína- kjöt og sápu. Þótt þú getir þess í bréfum þínum, að brunabeltis- hitasvækja sé þar sem þú nú ert, þá gleymdu ekki vetrar- stundunum — hugsaðu um sjálfan þig og okkur. Hafðu ein- hverstaðar upp á ullarflíkum handa mér og börnunum.” Ekki heldur vanrækja þýzku hermennirnir að uppfylla slík- ar beiðnir. f þorpi einu, sem náðist úr höndum þjóðverja nálægt Rzhef nýlega, sagði bændafólkið amerísku frétta- riturunum frá því, að þjóðverj- ar hafi klætt jafnvel börnin úr öllum flóka og ullarspjörum, er þeir svo sendu heim til fólks síns í Þýzkalandi. Eitt dálítið stúlkubarn hjúfraði sig upp að forklæði móður sinnar og sagði um leið: “Þeir tóku líka allar brúðurnar mínar.” Að heiman fengu þýzku her- mennirnir einnig þakkarorð frá konum sínum fyrir ágæta og ódýra vinnufólks hjálp frá Rúss- landi. “Hver hefði getað ímynd- að sér,” skrifar Rutti Kretsch- mer frá undirborg við Breslau, bónda sínum Willie Mentsel, “að slík manneskja eins og Ukraniska þernan okkar gæti saumað svo listilega.” , Anna Wiza, ung brúður í Resi- borf, skrifar bónda sínum: “Við fáum þrjár Ukraníu stúlkur til þjónustu í húsi okkar og sáð- görðum. Þeim öllum, sem nú þegar hefir hlotnast rússnesk vinnuhjálp, ber saman um að það sé ekki dýrfengin þægindi.” Stundum færir þó þessi ódýra þjónusta í bú með sér óþægileg vonbrigði, sem þessi umkvörtun í bréfi til Surdolf Lamsmeyer frá móður hans ber vitni um: “í dag kom Anna Liza Roster þjótandi yfir í hús okkar. Rúss- neska vinnukonan hennar hafði hengt sig í svínaklefanum. Anna skar sundur hengingarbandið. en rússneska stúlkan hreyfði sig ekki. Hún var steindauð. Hún kom hingað í apríl, og altaf síðan gekk hún um kring með augun flóandi í tárum.” Athuga- semdin seinast í bréfi þessu skýrir sig sjálf: “Við létum frú Roster í té samhrygð okkar út af þessu óláni hennar. En svo er á hinn bóginn mjög auðvelt að fá fyrir lítið verð aðra rúss- neska þernu.” Af hugarfari því, sem birtist í þessum bréfum úr vösum föllnu hermannanna þýzku, svo inni- leg og óþvinguð sem þau ‘ann- ars eru, getur ekki hjá því farið að margir mynda sér ýmsar ákveðnar skoð^nir. Fólkið heima í Þýzkalandi er angurvært út af stríðinu, þreytt á örðugleik- um, sem það hefir við að búa, og húgsjúkt vegna fórnanna þungu er það leggur því á herð- ar og huga. Það kveinkar sér við siðferðislega sundrung unga kvenfólksins; titrar af ótta við árásir loftfaranna, og grætur yfir gröfum dáinna ættingja sinna og vina. En aldrei lætur það í ljós hina minstu hugmynd um sekt þjóðverjanna, né eftir- sjá vegna hryðjuverka þýzku hersveitanna í þeim löndum, sem þær hafa lagt undir sig. Svo örðugt, sem líf þýzka fólksins er, þá þjáist það hvorki af hungursneyð eða örvinglan. Né heldur býst það við því, aö Þjóðverjar tapi stríðinu. Við því þarf heldur ekki að búast, enn sem komið er, að, það geri uþp- reisn gegn Hitler, slík hugmynd væri jafnþýðingarlaus og barna- leg eins og að búast við því að Hitler breytti samkvæmt lof- orðum sínum og undirritaðra samninga. Dagbækur dauðra þjóðverja, einkum nazi-fyrirliðanna, bera þessum ályktunum bezt vitni: Rússarnir hafa fundið og hirt þúsundir slíkra dagbóka, ein er sú er Hans Yokhim Hoffman, frá Frankfort-am-Oden lét eftir sig, lýsir betur inn í nazista- hugann en nokkuð annað, sem ég hefi enn náð að kynnast. Þrítugur kafteinn í S. S-her- deild einni, Hoffman, ritar þannig í dagbókina, með bóx- mentalegu sniði, og sjálfum sér til fróðleiks sérhvað það, er hann vildi festa á minni, og dregur hvergi af, hvorki við- kvæmniskend eða villimensk- unni, sem með honum bjó, méð ofstækisfulla trú á aga, skyldu- rækni og hlýðni við skipanir Hitlers, segir hann, við liðs- mennina: “Við erum æðsta þjóð Evrópu. Minnsti vottur með- aumkunar er spor aftur á bak, og verður að fordæmast sem andúð gagnvart forrétti okkar.” Á einum stað skrásetur hann í dagbók sinni, þessa spurningu: “Ætti það (fangað rússneskt al- þýðufólk) alt að skjótast, eða ætti að láta sumt af því lifa? Hvað myndi Hitler gera í mín- um sporum?” f síðari athugun- argrein svarar hann spurning- um þannig: “í dag hengdum við tuttugu og fimm stigamenn (rússneskan sveitalýð). Tuttugu og fjórar klukkustundir hafa skrokkar þeirra dinglað til og frá í gálganum að golunnar vild.” Með köflum lifir Hoffman þó ljúfari stundir, er hann situr hugsandi og segir í því næi skáldlegri hrifning: “Það er gaman að sitja í mildri birtu frá einu kertisljósi og láta hug- ann hvarfla sem í draumaleiðslu um liðnar stundir. Tendrar þó ekki ylur litlu kertisglætunnar ariska andanns?” Hann dreymir um konuna sína, Ingeline: “Hvað ert þú að gera þetta augnablikið, litla ljúfan mín? Ef til vill að hlusta á útvarpið, eða þá að pára bréf til mín. Hugir okkar skilja svo vel hvei annan Það er næstum ómögu- legt að gera sér fulla grein fyrir hinu ljóðræna samræmi eining- ar okkar. ” Hofman heimsækir Sversoye- þorpið, í Leningrad umhverf- inu. Honum geðjast vel að því. og ritar í dagbókina: “Það er jafn unaðslegt eins og baðstöðv- arþorp í Þýzkalandi, með litlum timbursmáhýsum á dreif um laðandi landsbygðina. Hér er svo fallegt, að ég vildi feginn setjast hér að með Ingeline.” En stríðsæðið heldur áfram. A þessu sérstaka svæði berjast Rússarnir hraustlega. Skyndi- flokkar leynast til áhlaupa í laut hverri. “f dag erum við aftur sendir gangandi til Viritza. Nú veður hann aurinn í ökla. “Sprengjur hvína umhverfis mig á alla vegu, mývargurinn varn- ar manni als næðis.” Undir ofurþunga líkamlegrar áreynslu leyfir hann sér að setja á blaðið þessa athuga- semd: “Skeytingarleysið grípur mann — komi hvað sem verða vill. Afstaðan er hin versta. Sprengjur fletta sundur trjábol- unum — kúlnahríðin þýtur framhjá yfir höfði manns Herdeildin áttatíu og fjögur fetar ei lengur um foldarrein.” Fyrsta dag júlímánaðar fær Hoffman liðsauka. Með áhlaupi þessarar nýkomnu hersveitar rekur hann Rússana úr einu þofpi. “Nú höfum við þak yfir höfuðið og getum tínt lúsavarg- inn úr skyrtum okkar. And- spænis okkur eru Rússarnir með óhemju skotfæra. Allan daginn skiptumst við á kúlnakveðjum, og allir grafa sér skýlisholu, alveg eins og í fyrra heims- stríðinu. Rússar reka nú þjóðverjana aftur út úr þorpinu, þó skamm- an spöl aðeins. Hoffman snýr nú andlitum liðsflokks síns gegnt sívaxandi ásóknaræði Rússanna. “í dag er aftur skothríðarhávaði um allar vígstöðvarnar — þess- ir fjandans skyndiflokkar Rúss- anna. Tveir menn enn fallnir, Kvolig og Schultz. Raup er illa særður. Snáparnir eru í huld- um skýlum, með rifla sína, hafa sjónpípu augu til að miða með. Það er ógjörningur að lyfta upp höfðinu. Ef Rússarnir aðeins vissu hve fáir af okkur eru nú eftir.” Þó iðrast Hoffman einskis, afturkallar ekkert orða sinna. Hann sér endalokin nálgast. Honum þykir ilt að deyja og skilja Ingeline eftir og geta aldrei notið með henni unaðar- stunda í Siverskye þorpinu. En fyrir hugarsjónum hans hafa nazistarnir ætíð á réttu að standa, en allir aðrir í heimin- um á röngu, og málstaður hans sjálfs er á rétti bygður. — Sein- asta skrif hans í dagbókinni er gert 22. júlí: “Já, miklir hlutir eru að gerast — til vinstri handar reyna Rússarnir að rjúfa víglínuna, og hörð er baráttan. Rússneskir flugmenn demba yfir okkur sprengjunum, og einnig þeytir stórskotaliðið til okkar kúlnahríð sinni. Hávað- mn er djöfullegur — alt virðist vera að sundrast; Það heyrast engin orðaskil. Við höldum okkur við jörðina, og sprengju- hvins byljirnir virðast næstum muni þeyta okkur upp úr gryfj- unum. Urg loftfarahreyflanna er hræðilegt. , Og Hoffman dó eins óendur- fæddur nazi og hann hafði lifað. Lauslega þýtt úr Tímaritinu American. WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanied — Age limits 18 to 45 Fu.ll information can be obtained from your recruiting representative Canadian Women's Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line — Every Fit Man Needed Age limils 18 to 45 War Veierans up to 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiting Representative

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.