Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1942 ----------X&ffberg:-------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOK LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Hvers eiga þeir að gjalda? Gyðingar bera ekki einir á því sök, þótt þeir yrðu viðskila við land sitt, og ættu naum ast annars úrkostar en gefa sig að kaupsýslu, hvar sem leið þeirra lá; sumir komust yfir mik- inn auð, en fjöldinn allur á hinn bóginn hefir haft af skornum skamti til hnífs og skeiðar; þeir hafa lagt heiminum til innblásna lista- menn, stjórnfræðinga og vísindamenn; ætla mætti, að slíkt menningarframlag yrði að makleikum inetið og þakkað, og vitaskuld er það gert meðal þeirra þjóða, sem eigi hafa orðið viti sínu fjær vegna ímyndaðra yfir- búrða, eins og raun sýnist nú á orðin um Þýzkaland Hitlerrs. Og þótt ofsóknir á hendur Gyðingum séu því miður engin ný bóla í mannheimi, þá hafa þær þá náð hámarki eítir að Nazisminn þýzki kom til sögunnar; í Póllandi hefir freklega hálf miljón Gyðinga verið sviptir lífi síðan Hitler reyrði pólsku þjóðina við tjóðurhæl sinn; og hliðstæð þessu munu hlutföllin vera í öðrum áþjánarlöndum Nazista, þar sem fólk af Gyðingastofni átti búsetu; valurinn veigrar sér ekki við því að rífa rjúpuna á hol og drekka úr henni blóðið, og er þó með þeim töluverð frændsemi. Og þrátt fyrir öll digurmælin um hinn hrein- kvnjaða, aríska uppruna sinn, má það nú telj- ast fullsannað, að í æðum Hitlers sé þó nokk- uð af Gyðingablóði; þó rífur hann, eða lætur rífa þessa ættbræður sína á hol; af þessu ec sýnt, að blóðið rennur ekki ávalt til skyld- unnar. I Frakklandi Hitlers, þar sem Pierre Laval fer með umboð þýzkra Nazista, eiga Gyðingar ekki upp á pallborðið; hlaupi þar snurða á þráðinn, eru þeir annaðhvort hneptir i þræla- kvíar, eða sviptir lífi; en allra síðasta ráð- stöfunin þar í landi er sú, að þeir Gvðingar, sem að nafni til ganga lausir, séu þannig auð- kendir — eða í rauninni brennimerktir, — að skjótt megi greina hver sé á ferð. Eftir höfðinu dansa limirnir, segir hið forn- kveðna; og nú hefir litli Hitler í Noregi, Vid- kun Quisling, borið sig upp við höfuðpaur- inn um það, að þar í landi séu að minsta kosti þúsund Gyðingar, sem nauðsyn beri tii að losast sem allra fyrst við, “vegna öryggis skipulagsins nýja.” Að Gyðingum sé í einu og öðru áfátt eins cg öðrum jarðarbörnum, verður ekki dregið í efa; en að slíkt réttlæti að nokkru þrálátar og brjálæðislegar ofsóknir Nazista á hendur þeim, nær ekki nokkurri átt; þeir eru synir manns og moldar, eins og vér; fögnuður þeirra er samstofna við vorn eigin fögnuð, og sorgir þeirra af sama toga spunnar og vorar eigin sorgir; þeir eiga sama rétt til unaðsemda lífs- ins og vér eigum; rétt, sem alþjóð manna hiýtur að viðurkenna, er í lofti birtir að af- stöðnum núverandi hildarleik, og þoku villi- menskunnar léttir af. Ihaldsmenn skera upp herör Vitaskuld stendur mikið til, er megin stjórn- málaflokkar þessa lands kveðja til alþjóðar- flokksþings með það fyrir augum, að semja r.ýja stefnuskrá, er ætla megi, að gangi að einhverju leyti í augu kjósenda, og þá ekki hvað sízt, er þannig hagar til, að kjósa skuli jafnframt splunkunýjan forustumann; og nú í þessari andránni, ætlar íhaldsflokkurinn að gera þetta hvorttveggja hér í borginni. Hingað eru nú komnir, þessara erinda íticiids- menn úr hverju einasta fylki hins Canadíska fylkjasambands, og það ekki í neinum smá- hópum, heldur svo hundruðum skiptir; má þar fyrst í flokki telja Mr. Meighen, núverandi leiðsögumann flokksins, sem talið er víst, að láta muni af forustu vegna þrálátra kosninga- slysa, sambandsþingmenn ýmissa, senatora, fylkisþingmenn af sama sauðahúsi, auk ó- breyttra liðsmanna, er eigi tjáir tölum að telja. Stefnuskrá flokksins er ósamin enn. Foring- inn er ókosinn enn. Hver verður hann? Er það hugsanlegt, að Mr. Bracken dagi uppi í herbúðum íhaldsins? Hann er mikilhæfur mað- ur, og hann er kunnur að sigursæld í kosning- um. Blaðið Winnipeg Tribune, sem telur sig óháð, en fylgir þó alla jafna íhaldsflokknum c'ð málum, er til stórræða kemur, sér engan nema Mr. Bracken; stundum hefir kveðið þar við annan tón, en svo er nú veður heldur ekki ávalt lengi að breytast í lofti. Enginn stjórnmálaflokkur í þessu landi, get- ur í framtíðinni gert sér von um nægilegt kjörfylgi til stjórnarmyndunar nema því að- eins, að hann taki raunverulegum sinnaskipt- um í áttina til vinstri. (<P' '” E,imreiðm Kunningi minn lánaði mér nýlega nýkomið eintak af Eimreiðinni. Er það 3 hefti og það siðasta sem út er komið af 48. árgangi þessa merka tímarits. Hefir lengi verið til þess tekið af útlendum mönnum hvílík firn séu gefin út á íslandi af bókum og blöðum, með tilliti til fólksfjölda þjóðarinnar. Þykir það vottur þess að. íslenzk alþýða sé bókelsk og fróðleiksgjörn umfram aðrar þjóðir. En af öllum þeim grúa tímafita sem út eru gefin þar í landi mun Eim- reiðin einna elst og víðlesnust, enda mun hún að efni og frágangi standa fyllilega jafnfætis mánaðar- eða ársfjórðungsritum annara þjóða. 1 þessu hefti kennir margra grasa að efninu til. Þar birtast tvær gagnhugsaðar og innviða- slerkar ritgerðir eftir hinn mikilhæfa ritstjóra tímaritsins, Svein Sigurðsson. Sú fyrri og fyrsta ritgjörðin í þessu hefti er: Við þjóð- l veginn. Fjallar þessi grein um þjóðmál ís- lands, einkum um störf síðasta Alþingis. Að dæma af ritgjörð þessari virðist meðferð al- þingis á sambandsmálinu við Dani hafa valdið nokkurri gremju og vonbrigðum með þjóðinni; hefir það löngum verið viðkvæmt og vanda- samt mál. Nefnd hafði verið kosin á vetrar- þinginu síðasta til að gjöra tillögur um breyt- ingu á stjó.rnarskipulagi ríkisins með tilliti til hins ákveðna vilja þjóðarinnar að lýðveldi yrði stofnað á íslandi nú þegar. Var búist við að tillögur nefndarinnar kæmu fyrir þingið í sum- ar, og málið þá leitt til fullnaðarlykta. En þegar á þing kom, hafði augsýnilega einhver Þrándur i Götu látið á sér bæra. Málinu var frestað með þeirri yfirlýsingu frá stjórninni að “ný og óvænt viðhorf hefðu skapast í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar.” Hver þessi “nýju ,viðhorf” eru er leyndar- dómur, sem stjórnin telur sér ekki fært eða kærir sig ekki um að skýra fyrir þjóðinni enn sem komið er. En einn þingmaður — Pétur Ottesen, þm. Borgfirðinga — gerðist svo djarf- ur að geta þess til að þessi nýju viðhorf myndu í því fólgin að Bandaríkjastjórn hefði mælsi* tii þess við stjórn Islands að hún láti málið liggja í þagnarláginni fyrst um sinn, og bendi ýmislegt til þess að þetta sé tilkomið vegna undirróðurs frá Dönum. Mun nú vera töluvert umtal í dagblöðum landsins um þetta mál. Enginn mun þó efast um einlægni í yfirlýstri afstöðu stórveldanna, Bandaríkjanna og Bretlands um fulla viður- kenning á sjálfstæði íslands að stríðinu loknu. Hins vegar óttast þau ef til vill að það verði talið íslendingum til ámælis í framtíðinni ef þeir nota sér tækifærið til að slíta sambandinu við Dani einmitt nú þegar þeir eru marflatir og ósjálfbjarga undir oki Hitlers. Tvær ritgjörðir í þessu hefti tímaritsins vekja að sjálfsögðu sérstaka eftirtekt manna fyrir vestan haf. Þær fjalla um tvö af skáld- um okkar, sem bæði eru “drápunnar verð”. Mun Vestur-íslendingum þykja vænt um að þeirra er svo maklega minst, í virðulegu og víðlesnu tímariti “heima”. Fyrri ritgjörðin er um Einar' Pál Jónsson, ritstjóra og skáld, eftir Prófessor Richard Beck. Nær þessi ritgjörð, með mynd af skáldinu, yfir tólf blaðsíður. Ritgjörð þessi er prýðilega samin svo sem vænta mátti, og ber vott um aikunna vandvirkni höfundarins. Hvergi er vaðið á súðum, eða staðlausum stöfum slegið fram. Fer prófessorinn fögrum, en þó mak- legum og mjög hófstiltum orðum um Einar ritstjóra, sem hugsjónamann, ættjarðarvin, rit- höfund, bókmenntafræðing og skáld, og vitnar tíðum í ritstjórnargreinar hans og ljóð máli sínu til staðfestu. Væri fróðlegt að vita hversu margir af lesendum Lögbergs, þar sem rit- stjórnargreinarnar hafa birst, og mörg kvæð- anna einnig hafa verið prentuð, hafa áttað sig á hinum ýmsu fögru bókmentaperlum í bundnu máli og óbundnu, sem prófessorinn bendir á og tekur til dæmis. Útgáfufélag á íslandi hef- ir nú veitt Einari ritstjóra þá sæmd að bjóðast til að taka að sér útgáfu ljóða hans. Mun bókin nú í prentun. Mun hún, þegar hún kemur á bókamarkaðinn verða kærkomin fjölmörgum lesendum Lögbergs, og öðrum sem unna ís- lcnzkri ljóðlist. Hitt Vestur-íslenzka skáldið, sem um ræðir, er Undína — Helga Steinvör Baldvinsdóttir, frá Litlu-Ásgeirsá í Húnavatnssýslu. — Um hana skrifar öðlingurinn og skáldið J. Magnús Bjarnason einkar fagurt mál. Helga sáluga var sem kunnugt er stórmerk kona og lipurt skáld, þótt frumbýlishættir og æfilöng fátækt muni að nokkru hafa stýft vængi hennar. Ljóðmæli hennar hafa ekki verið gefin út í heild, en eru, af umsögn þessari að dæma, geymd í vélrituðu handriti hjá dóttur hennar, Mrs. H. F. Kyle í Pols- bo, Wash., en þar lézt Undína 23. október 1941. Önnur ritgjörð, sem vakti at- hygli þess, sem þetta ritar nefn- ist: “Árás Amundsens á Vil- hjálm Stefánsson.” Er það úr- dráttur úr bók sem heitir: Stefansson, Prophet of the North eftir Earl Hanson, en Ár- sæll Árnason hefir þýtt. Var Ámundsen, að því er virðist haldinn afbrýðisemi í garð Vil- hjálms, og mótmælir kröftug- lega í nafni reynzlu sinnar og rannsókna kenningum Vilhjálms um það að hægt sé að fram- fleyta lífinu í íshafslöndunum af því dýralífi, sem þar er um að ræða, sem • hann taldi ekkert vera. “Faðir vor gerist nú gamlaður” stendur einhvers- staðar. Ámundsen virðist hafa þjáðst af þeirri tegund íhalds- semi, sem ekki vill trúa nein- um nýjum sannleika, enda þótt áþreifanlegur sé. Var hann þó stórmerkur maður og afkasta- mikill landkönnuður. Allur þorri vísindamanna mun nú hafa við- urkent kenningu Vilhjálms, enda hefir hún sér það til gildis, að sögn óhlutdrægra rannsókn- armanna, að hún styðst við stað- reyndir, sem ekki verður á móti mælt. Fjöldi annara fróðlegra og fjörugra ritgjörða eru í hefti þessu; og auk þeirra nokkrar smásögur og ljóð. En tími og rúm leyfa mér ekki lengra mál, enda er nóg komið til að sýna fram á að þetta tímarit er vel þess maklegt að íslenzkir bóka- vinir hér vestra greiði götu þess á hvern þann hátt, sem í valdi þeirra stendur. Valdimar J. Eylands. Þegar mœttust vetur og vor Eg var barn að aldri, þegar eg las “Bláfuglinn” í fyrsta skipti og varð heilluð af bókinni, sem mun töfra jafnt eldri sem yngri. Litli drengurinn og telpan, Tyl- tyl og Mytyl, leita hinnar dular fullu ánægju. Það var erfið leit og-einkennileg. Ánægjuna fundu þau ekki, uns þau hurfu aftur heim í kofa skíðhöggvarans, — en þar hafði hún verið stöðugt. Þau fundu ánægjuna, er þau leituðu hennar handa öðrum en sjálfum sér. Sagnpersónurnar, krakkarnir, Tyltyl og Mytyl, urðu bráðlif- andi mér fyrir hugskotssjónum, er eg fletti blöðum bókarinnar. Þau voru ákaflega sönn, já ef til vill sannari en leiksystkyn mín, er eg sá daglega. Þau voru lif- andi og í rauninni meira en það, rétt eins og frásögnin um ævintýrið þeirra var einhvern veginn sannari en veruleikinn eða draumar þínir eru raunveru- legri en sumt af því, sem fyrir þig ber í vöku. En með list sinni og snild gaf höfundurinn “Blá- fuglinum” þennan eiginleika. Það er mér óhætt að segja, að þegar eg las bók þessa í fyrstu, þá hugsaði eg ekki and- artak um manninn, sem hafði samið hana. Eg er satt að segja ekki viss um að eg hafi gert mér grein fyrir því þá, að nokk- ur maður hefði sett hana saman. Bókin heillaði mig meira en svo, að eg gerði mér slíkar hug- myndir. Þú munt skilja, hvað eg fer, ef þú minnist bernsku þinnar, er pabbi þinn eða mamma sögðu þér skínandi fallegar álfasögur, en þú tókst svo vel eftir, að þú hélst niðri í þér andanum. Flaug þér þá nokkurn tíma í hug, að einhver maður hefði skrifað þau töfra- orð á blað? Auðvitað ekki. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því fyrr en mörgum árum seinna, að höfundur væri að hverri sögu og að ágætu sögurn- ar sem við heyrðum í bernsku, væru skrifaðar með ótíndum penna og bleki eða ennþá hvers- dagslegra tæki — ritvél. Þegar eg hitti svo Maurice Maeterlinck,' virti eg hann ekki fyrir mér og hugsaði um, að þetta væri maðurinn, sem samið hefði “Bláfuglinn”. Enn var eg barn að aldri, og í huga mér voru engin tengsl milli þessa manns og uppáhaldssögu minn- ar. Eg stóð grafkyrr fyrir fram- an hann og einblíndi á hann í einskærri hrifningu, — blátt afram af því, hvernig hann kom mér fyrir sjónir, — blátt áfram vegna þess, sem laukst upp fyr- ir mér við að horfa á hann. Þenna fyrsta fund okkar man eg jafnljóst og hann hefði verið í gær hér í Ameríku, enda þótt 20 ár squ liðin og það væri margar þúsundir mílna héðan. Eg hitti hann einungis af hendingu, er hann var í heim- sókn á heimili vinar síns. Það er eins og slíkt benti til, að hið merkilegasta í lífi manna verði altaf af tilviljun. Allir menn, sem vita, hve krakkar standa og góna á það, sem vekur athygli þeirra, munu geta skilið, hversu eg góndi í þetta skifti. Óskelfd og ófeimin starði eg á aðkomumanninn og athugaði ekki, að hæverska mín var orðin fyrir neðan allar hell- ur. Mér virtist hann ekki ein- ungis frábært glæsimenni. Það var miklu meira en svo væri. Hann sat á stólbrík þvínær eins og illa upp alinn strákur og reykti úr pípu. Gegnum þykku reykjarmekkina greindi eg eink um hláturmildi úr svip hans, en svipurinn var auk þess hæðn- islegur eða spyrjandi. Á höfði hans hefði getað verið hjálmur úr blikandi silfri, — hár hans var svo drifhvítt. Börn, — og i rauninni allir menn, —1 ætla, að hvítt hár á rosknum mönnum stafi af því, að þeir séu orðnir gráhærðir. En mér virtist hann ekki gamall. Nei, hann virtist afar unglegur, að sumu leyti ,jafn ungur og eg var sjálf. Ef til vill ollu því ávalar kinnar hans, er voru sem rauðustu epli, og glettnisdrættirnir skemtilegu, sem vottaði fyrir við munnvik- in. En fyrst og fremst gerðu augun hann unglegan. Hann starði jafnfast og hrein- skilnislega á mig sem eg á hann. Og eg gat ekki af honum litið. Augu hans virtust takmarkalaus eins og sjóndeildarhringur far- mannsins. Þau virtust rúma all- an himin og haf. Hann var blá- eygur, augun blá eins og Fugl- inn, sem þaðan hafði komið, og þó virtist mér þau skifta litum í sífellu: verða dimmblá stund- um, en stundum dökkgræn og stundum með tunglskinsbláma. Hann var feikilega vel eygður. Úr augum hans skein mesti þroski fullorðins manns, og þó leyndi sér ekki bernskan; bros hennar og hreinleiki, trúnaður og draumar. Þegar eg horfðist í augu við hann, sá eg, að óeinlægni né fals var ekki til í fari hans. Þá er eg nú enn starði og starði á hann, benti hann á mig með fingrinum og mælti: “Einn góðan veðurdag mun þessi litla telpa gera einhvern að mesta gæfu manni.” Þetta voru fyrstu orðin, sem eg heyrði Maurice Materlinck mæla. Hann vissi þá ekki sjálf- ur, að einmitt þennan dag skráði hann nafn sitt í bók for- laganna ásamt barni, sem fætt var 40 árum síðar en hann. Þegar eg eltist og nálgaðist giftingaraldur, skoðaði eg það sem staðreynd, að örlög okkar væru ofin saman og við yrðum förunautar í. lífinu. Eg hugsaðí aldrei um hann sem stórskáldið, er var heiðraður hvarvetna, þar sem bækur voru lesnar, skáldið, sem bera ætti mikla lotningu fyrir. Eg hugsaði um hann ein- ungis ens og hann kom mér fyr- ir sjónir í fyrstu, — einhvern mann, er var svo kynlega eygð- ur og vel, að úr augum hans varð lesið það, sém eins vel hefði getað birst fegurst í draumi, — einhvern mann, sem ávalt myndi verða ungur. Það var maður, sem verið gat alt í senn: vinur og kennari, félagi og elskhugi. Af því, sem eg hef innt frá hér að framan, mun lesandinn geta skilið, að ekki sakaði mikð, þótt eg væri 40 árum yngri en hann. Eg hugsaði aldrei um það, datt ekki í hug að velta því fyr- ir mér. Ekki var heldur nein ástæða til þess. Að mínu áliti eru nefnilega tiJ menn, sem eru gamlir allt frá fæðingu. Menn geta hitt fyrir tvítugar konur og karla, sem eru gamalmenni, og til eru jafnvel manneskjur um tekt, sem eru líkt og kikni undir áhyggjum alls heimsins. Fólk þetta hefir týnt hlátrinum, — hafi það þá nokkru sinni getað hlegið, — og engin leið er að ímynda sér að það hafi eitt sinn verið börn. Hinsvegar eru til menn, — máske fáir að vísu —, sem alla æfi halda óskertri undrun bérn- skunnar og töfrum. — Slíkir menn geta aldrei orðið gamlir. Ef þú ert samvistum við þá, öðlastu brot af leyndardómi æsku þeirra og auðhu. Þá hefi eg ekki miklu við að bæta, annað leyndarmál er ekki við hjúskapargæfu mína. En komist hefi eg á þá skoðun, síð- an er eg giftist, að hverri konu sé ætlað að unna einu sinni, unna af alhug aðeins einu sinni. Ástargæfu mína fann eg án leitar og án þess að verða vonsvikin. Eg fann hana, meðan eg var enn barn að aldri. Á listabraut minni hef eg leik- ið í öllum sjónleikjum Maurice Maeterlincks. En þá er eg átti að segja orðin: “Eg elska þig,” hugsaði eg aldrei um leikarann, sem stóð rétt hjá mér, heldur manninn, sem skrifaði orðin, er eg skyldi mæla fram. í tuttugu ár hefir hvert andar- tak, sem liðið hefir, aukið far- sæld okkar beggja, 1 tuttugu ár hefi eg bergt af óendanlegri gæfu ástarinnar. Hver er svo dýrmætasta end- urminning mín frá þessu tíma- bili? Hún er ef til vill þetta: Eitt sinn var eg mjög veik, já. var í dauðanum að kalla. Þá laut hann yfir mig og sagði þýðlega: “Eg hélt eitt sinn, að ef eg misti þig, þá myndi eg farga mér, svo að ekki skildi með okkur. Nú veit eg, að slíkt tæki eg ekki til bragðs. Ef þú andast, mun eg ekki farga mér, heldur ganga í klaustur.” Þýtt úr tímaritinu “Liberty.” Einar Guðmundsson. Lesb. Morgunbl. Ferðalag til Amaranth og Langruth Eg lagði af stað miðvikudag- inn 4. nóv. og náði til Langruth um kvöldið og var þar um nótt- ina; fyrir atheina Karls Lindals náði eg í kéyrslu næsta dag til Amaranth og þaðan niður að Manitobavatni, en þá voru eftir fjórar mílur til Björns Þórðar- sonar, þangað sem ferðinni var heitið; lagði þaðan upp gang- andi; það var hríðarveður á móti lúalegt til gangs. Að hálfnaðri leið kom eg að húsi, var þar maður sem var á leiðinni til Björns á bifreið; gekk ferðin nokkuð skrykkjótt, því snjórinn gerði hálku, svo bifreiðin sner- ist í ýmsar áttir, eins og illa taminn og staður hestur, og vildi fara allsstaðar nema eftir brautinni; náðum við samt alla leið um síðir slysalaust. Hjá Birni Þórðarsyni og konu hans Sigurborgu var mér tekið eins og í bestu foreldrahúsum eins og ávalt. Daginn eftir var eg keyrður af Gísla Þórðarsyni, syni Björns norður með vatni, því eg hafði frétt fyrir nokkru, að þar biðu mín börn til að skíra; komum við á fimm heimili og skýrði eg börn á öllum; foreldrarnir þekkja mig frá fornu fari, og óska þess að eg skírði börn sín; hvatti það mig til ferðarinnar. Sýndu allir mér innileg vin- áttumerki.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.