Lögberg - 31.12.1942, Side 8

Lögberg - 31.12.1942, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER, 1942. Nýársmessur í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU, Winnipeg Engin guðsþjónusta á nýársdag. Sunnudaginn 3. janúar, 1943: Ensk guðsþjónusta kl. 11 f. h. Guðsþjónusta á íslenzku k. 7 e. h. V. J. Eylands. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. + + LAUGARDAGSSKÓLINN. Eins og venja er til um há- tíðirnar, fellur kensla í Laugar- dagsskólanum niður, þar til eftir nýár; þess vegna verður skólinn lokaður þar til 2. jan., er hann hefst aftur á venjulegum stað og tíma, og verður þá útbýtt ókeypis aðgöngumiðum að Rose kvikmyndahúsinu þeim nem- endum, er stundvíslega sækja skólann. Vegna viðhalds ástkæra og ylhýra málsins, ætti það að vera börnum og foreldrum brennandi áhugamál, að kenslan nái sem allra best tilgangi sínum, en slíkt verður best gert með því, að hver einasti nemandi komi á réttum tíma í skólann, það sem eftir er af skólaárinu. Enn er rúm í skólanum fyrir allmarga nýja nemendur, og er þess að vænta, að unnendur ís- lenzkunnar færi sér það tæki- færi í nyt. Munið að kensla Laugardags- skólans hefst á ný eftir jóla- fríið þann 2. janúar. ÍSLENDINGAR! Eyðileggið ekki íslenzku bæk- urnar, þó börn ykkar geti ekki lesið þær, eða notið þeirra. Bæk- urnar hafa verið vinir ykkar, fræðarar og félagar um mörg ár. Lofið þeim að njóta bók- anna, sem vilja eiga þær og kunna að meta þær, þegar þið þurfið þeirra ekki lengur við, eða enginn af ykkur. Hvert smákver, sem gefið hefir verið út vestanhafs, hefir sína sögu að segja, og hefir í sér fólgin allskonar verðmæti fyrir síðari tíma bókavini og fræðara, er fræðast vilja um andleg og líkamleg afrek íslendinga í vest- urheimi. Björnssons Book Store, er besti milliliðurinn til þess að koma þessum verðmætum í hendur þeirra, sem vilja eiga þau og meta. D. Björnsson. Hjónavígslur framkvæmdar af V. J. Eylands. að 776 Viclor St. 16. des. Hjörtur Hjartarson, Steep Rock, Man. og Sigurrós Thordís Tomasson, Brown. 19. des. William Thomas Bates, Winnipeg og Margaret Sigrid María Wilson, Winnipeg. í Fyrstu lútersku kirkju: 23. des. Allan George Jack- son, Yorkton, Sask. og Beulali Olein Jane Shaver, 58 Home St. 23. des. Gordon Howie Boyd, Wpg., og Laura Pálína Gudrun Johnson. -f -f ♦ Gefin saman í hjónaband á prestsheimilinu í Selkirk á að- fangadagskvöld jóla. Victor Joseph Hibbert, R. C. A. F., Rivers, Man., ættaður frá Branford, Ont., og Lorna Jó- hanna Kristín Jónason, frá Sel- kirk,' Man. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jacob Jónasson, er búa í grend við Selkirk, um 12 mílur norður, austan Rauð- arár. — Séra Sigurður Ólafsson gifti. -f -f -f Skýring. Jólaávarpi því hinu fagra og drengilega, sem Lögberg birti í fyrri viku eftir Hon. Thor Thors, sendiherra íslands í Was- ingston, var útvarpað til íslands sem hátíðarkveðju frá Ameríku. -f -f -f Miss Margrét Lifman, sem um jólin dvaldi hjá foreldrum sín- um, þeim Mr. og Mrs. B. J. Lifman í Arborg, lagði af stað suður til Washington, B. C. á þriðjudaginn, þar sem hún starfar í þjónustu íslenzku sendi herra hjónanna, Mr. og Mrs. Thor Thors. -f -f -f Þær Miss Guðrún Bjerring og Miss Beatrid Feldsted, sem báð- ar stunda stjórnaratvinnu í Ottawa, komu að austan í heim- sókn til foreldra sinna um jól- in. * * * Næsti fundur Jóns Sigurðs- sonar chapter I. O. D. E. verður haldinn að heimili Mrs. J. B. Skaptason 378 Maryland St. á þriðjudajgsjtvöldið 5. jan. kl. 8 e. h. Dr. Ingimundson verður í Riverton, þann 5. janúar. SIR. NEVILE HENDERSON LÁTINN. Aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags dó í svefni að heimili sínu í London, Sir Nevile Henderson, sá, er gengdi sendi- herraembætti af hálfu Breta- stjórnar á Þýzkalandi um þær mundir, er Bretar sögðu Þjóð- verjum stríð á hendur; hann var freklega sextugur að aldri; hann kom til Berlínar, sem sendiherra árið 1937. Þegar Sir Nevile kom heim lét hann svo um mælt, að ef hann ætti ráð á að skjóta höfuðglæpamenn Nazista, yrði það í þessari röð: Himmler, Ribentrop og Hitler; hann kvaðst einnig sannfærðui um það, að núverandi stríði myndi ljúka með innbyrðisbylt- ingu á Þýzkalandi. H. E. BATES er maður tæplega fertugur, fæddur 1905. Þeir, sem bezt eru dómbærir um slíkt, telja hann og L. A. Strong ágætustu smásagnahöfunda, er nú eru á lífi í Englandi. En auk þess, sem hann hefir ritað aragrúa smásagna, hefir og hann samið langar skáldsögur, þótt ekki hafi hann getið sér viðlíka hrós fyrir þær sem smásögurnar. Fátt af sögum Bates mun hafa birzt i íslenzkri þýðingu, þótt langt sé síðan hann hlaut mikla rithöf- undarfrægð. Lá ekkerl á. •Negri nokkur var dæmdur til daúða fyrir morð. Dómarinn skýrði honum frá því, að hann mætti fá það, sem hann langaði mest í til morgunverðar síðasta daginn sinn í þessum heimi. Negrinn hugsaði sig um. “Hr. Lukins”, sagði hann. “Eg held mig langi helst í stóra vatnsmelónu”. “En vatnsmelónur verða ekki þroskaðar fyr em eftir 2—3 mánuði”, sagði dómarinn. “Nú?” sagði sá svarti. “Jæja, eg get þá líka beðið.” Messuboð Fyrsla lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. -♦--♦--♦- Preslakall Norður Nýja íslands: 1. jan. Mikley, messa’kl. 2 eftir hádegi. 3. jan. Riverton, íslenzk messa kl. 2 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. -f -f -f íslenzk guðsþjónusla í Vancouver, verður ef Guð lofar, haldin í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St., sunnudaginn, 10. jan., kl. 7,30 að kvöldinu. Látið þetta berast. R. Marteinsson -f -f -f Áællaðar messur í Selkirk-söfnuði: Sunnudaginn 3. jan.: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -f -f -f Áætlaðar messur í Gimli-preslakalli: Nýársdag: Betel kl. 10 árd. Gimli kl. 3 síðd. S. Ólafsson. -f -f -f Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 3. jan. 1944. Foam Lake kl. 2.30 e. h. ísl. messa. Leslie kl. 7.30 e. h. ensk messa. MINNIST BETEL 1 ERFÐASKRÁM YÐAR Skipaútgerð ríkisins œtlar að auka skipastól sinn Viðtal við Pálma Loftsson. Það er ekki lengur um það deilt hve 'mikla þýðingu starf- semi Skipaútgerðar ríkisins hef- ir fyrir samgöngumál dreifbýlis- ins. Síðan styrjöldin brauzt út hafa ríkisskipin, svo að segja eingöngu, annast alla vörudreif- ingu út um land, þar sem 'skip Eimskipafélagsins og annarra skipafélaga hafa verið önnum kafin við flutninga nauðsynja- vara frá útlöndum. Nú er í ráði að kaupa nýtt skip til strandsiglinga hér við land til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Pálmi Loftsson forstjóri Skipaúlgerðar rikisins hefir skýrt svo frá þessum fyrirhug- uðu skipakaupum á viðtali við blaðaimann frá Timanum. — Vegna óuimflýjanlegrar nauðsynjar, hefir verið ákveðið, með samlþykki fjárveitinga- nefndar Allþingis, að kaupa skip til strandsiglinga, frá Venezuela í Suður-Ameríku. Skip þetta var smíðað í Hollandi árið 1937 og er 430 brúttósmál. að stærð. Burðarmagn þess er nokkuð meira en gömlu Esju. Ennþá er ekki fulílvist, hvort af kaup- unum verður, þar sem ekki er vist að þeir, sem selja skipið, vilji ganga að þeim skilmálum, sem ríkisstjórnin hefir sett um kaupin af sinni hálifu. Kaupverð skipsins er ákveðið 1,3 miljónir króna og er gert ráð fyrir, að skipið verði afhent íslenzkri skipshöfn í New Yortk. Þótt alt gangi að óskum, er ekki hægt að búast við, að skipið verði tilbú- ið til siglinga hér við land, fyr eu um næstu áramót. Það er vissulega mjög liagalegt, þvi að aldrei er þörfin fyrir mörg skip tiil flutninga meðfram ströndinni, jafn mikil og á haustin og fyrri- hluta vetrar. Eg get varla imynd- að mér hvernig unt verður að sinna öllum tilmælum, sem á- reiðanlega berast um flutninga í haust, með þeim skipakosti, sem Skipaútgerð ríkisins hefir yfir að ráða. —Verður nokkuð úr breyting- um og endurbótum á Súðinni? —Því miður verður ekkert úr því eins og fyrirhugað var. Vél- ar og annað það, sem þarf til endurbóta á skipinu, er nú orð- ið ófáanlegt erlendis og verður það um ófyrirsjáanlegan tíma. Hins vegar verður ekki hjá þvi komist að taka skipið til gagn- gerðrar endurbótar í haust. Sér- staklega vól þess og ketil. Sjálft er skipið hið traustasta og lítið úr sér gengið. Við þessa við^ gerð verður að nota gamalt efni, þ\4 að annað er ekki til. Þessi viðgerð tekur altaf 2—3 mán- uði. Það verða að teljast^Iijög slæm mistök, að ekki voru keyptar nýjar vélar og annað það, sem nauðsynlega þurfti til að gera Súðina að fullkomnu strand- ferðaskipi á meðan unt var að fá slíka hluti erlendis. Sú breyt- ing og endurbætur hefði ekki tekið öllu lengri tíma en viðgerð- in, sem fram fer i hauist. RABINDRATH TAGORE fæddist í Kalkúttu 1861. Faðir hans var leiðtogi í andlegum málum og veitti syni sínum mjög gott uppeldi. 17 ára gam- all hóf hann háskólanám 1 Lundúnum. Eftir heimkomuna frá Norðurálfu fól faðir hans honum umsjá jarðeigna ættar- innar. En eigi að síður hneigðist hugur hans að bókmentum og andlegum hugðarefnum. Tók hann að yrkja og semja heim- spekirit, bókmentarit og sam- tíðarlýsingar, ýmist á bengölsku eða ensku. Áður en langir tímar liðu hlaut hann hina mestu frægð, og voru honum veitt Nóbelsverðlaun árið 1913. Skáldskapur Tagore er þrung- inn mannviti. Sem andlegur leiðsögumaður hefir hann fetað í fótspor föður síns og gert við- leitnina til þess að nálgast guð í hreinum hugsunarhætti og blettlausu líferni að grundvall- aratriði. Brahma, hinn eilífi, er í öllu, og hann má því alls stað- ar tigna. En Tagore lét sér ekki þetta nægja. Hann tók einnig mikinn þátt í þjóðernisbaráttu Hindúa. Af menningu Norður- álfumanna og háttum hafði hann náin kynni, eftir að hafa dvalið þar langdvölum og ferðast víða um lönd. Hann kom meðal ann- ars tvívegis til Norðurlanda. Tagore andaðist í fyrra. Ýmsar sögur eftir hann hafa verið þýddar á íslenzku, þar á meðal Lífs eða liðinn, er birt- ist í 3. árgangi Dvalar í þýð- ingu Sveinbjarnar Sigurjóns- sonar magisters. Tvær ljóðabækur hans, Far- fugla og Ljóðfórnir, hefir Magnús Á. Árnason þýtt á ís- lenzku. Jólagjafir til Beiel: Mrs. Helga Gíslason, Betel $5.00. Mrs. Guðrún Sigurðson, Betel $5.00. Mr. og Mrs. - K. S. Thordarson, Seattle, Wash. $10.82. Mrs. Ásdís Hinriksson, Betel $50.00. og $5.00 War Sav- ings Cartificate. Mr. Árni Björn- son, Betel $10.00. Mr. og Mrs. J. G. Johnson, Wpg. Candy. Mr. Cecil Hofteig, Cottonwood, Minn. $1.10. A. Friend, Hnausa, Man. $5.00. Dr. B. J. Brandson, Wpg. 7 Turkeys 97 lbs. Berg- mans Meat Market, Gimli, 20 lbs. Hangikjöt. Lakesid Trading Co., Gimli, Box apples og 2 Boxes Tangerines. H. P. Terge- sen, Gimli Box apples. Mrs. J. B. Johnson, Gimli, Gallon Whip- ping Crfeam. Kvenfélag fyrstu lút. kirkju í Wpg. Oranges og Chocolate bars. Mr. og Mrs. G. W. Arnason, Gimli, jólatré. Mr. H. R. Tergesen, Gimli, 6 qts. Ice-creem. Mrs. Anna Jónasson, Betel $5.00. Mrs. A. Thordarson, Betel $5.00. Mr. og Mrs. Daníel Pétursson, Gimli $5.00. Mr. og Mrs. Thorsteinn Vigfússon, Wash. $10.00. Mrs. Ingibjörg Walter, Gardar, í minningu um mann sinn Jósef Walter $10.00, víxill $1.00 samtals $11.00. Kærar þakkir fyrir allar þess- ar gjafir og fyrir þær hamingju- óskir er fylgdu þeim. J. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenue Bldg. Winnipeg. Innilegar Nýársóskir til Islendinga JACK ST. JOHtf DRUGSTORE 894 SARGENT AVENUE MUNDY'S BARBER SHOP 643 PORTAGE AVENUE Oskar Islendíngum gleðilegs nýárs! Sími 72 777 Nýárs kveðjur ÞesSi þjóðnýtingarstofnun finnur til metnaðar yfir þeim eindregna stuðningi, sem borgararnir, sem eiga hana sjálfir, hafa auðsýnt henni i þrjátíu og eitt ár. Á þessari hátíð góðvtljans, er oss það ánægjuefni, að flytja yður vorar hugheilustu kveðjur. Megi árið 1943 verða yður öllum farsælt og ánægjulegt. CITY HYDRO “Pioneer of Low-Cost Electricity” -Tíminn 17. sept. KAUPIÐ ÁVALT LLMEER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flestum tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna takmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær víst telja, að hörgull verði á vissum eldsneytistegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkerl á hættu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið panianir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnisi eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 —23 812 WARTIME NOTICE THE MANITOBA COMMERCIAL COLIÆGE, the originators of the Grade XI admittance standard, give notice that due to: 1. The increased demand for trained office help— 2. The lowering of minimum age limits and educational requirements by both govemment and private employers— 3. The sharp decline in the number of persons available for business training— they will, in the interests of Canada’s AU-Out War effort, waive their strict adherence to the Grade XI admitttance requirement until further notice, and will admit selected students with less than a Grade XI High School standing. NOTE—New classes will start each Monday. We suggest that you make your reservation now and begin your course as soon as possible in order to qualify for employment at an earlier date. THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE The Business College of Tomorrow — TODAY 300 ENDERTON BLDG., 334 Portage Ave. (4th door west of Eaton’s) Phone 26 565 Write or Telephonc for Our 1942 Prospectus

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.