Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1943. 5 til hlýtar rannsakaðir, þar um- hverfis þennan risa helli er þjóð garður frægur og merkilegur — Mammotte Cave National Park — 73 fermílur að stærð, renna í gegnum hann tvær ár, sem eru skipgengar, þá eru ágætir keyrsluvegir um garðinn auk gangstíga, sem eru mikið notaðir af ferðafólki, er þetta talinn merkilegur sælureitur fyrir þá, sem vilja skemta sér við brjóst- náttúrunnar. Því miður gafst engum, sem sóttu þingið í Louisville tæki- færi að sjá neitt af þessum undrum, hafði forstöðunefndin í Louisville ákveðið að sýna þingmönnum merka staði í rík- inu, en sökum stríðsins, og þá sérstaklega vegna hinna ströngu ákvarðana með að spara bensín og togleður hlaut það að farast fyrir, og kvartaði enginn um það. “Það, sem verður að vera, viljugur skal hver bera”. Tennessee er næsta ríki fyrir sunnan Kentucky, er það svipað að stærð og Kentucky, hefir það átt sinn merkilega þátt í sögu sambandsins og menningarfram- sókn þjóðarinnar. Er talið að De Soto hafi verið einn fyrsti, eða með fyrstu hvítu mönnum sem þangað stigu fæti, La Salla bygði virki þar, sem borgin Jón frá Ljárskógum: Sól skal rísa i. Eystra og vestra æðir darrahríðin. Ógnir stríðsins kvelja hrjáðan lýðinn. Rauðum dreyra litast sær og lönd. Tíðkast mæðramorðin, bræðravígin. Menning heimsins reynist stærsta lýgin. Heilar álfur þjaka þrældómsbönd. Æskublómsins blóði og lífi fórna böðlar þeir, sem hildarleiknum stjórna. Þykka múga hrannar dauðans hönd. Engjast undir ránvalds hæl og helsi hönd og sál, er vöndust áður frelsi. Beisk er þrælsins þögla sálarkvöl. Þjóðin mörg, sem lifði frjáls í landi, liggur knésett, fjötruð þrældómsbandi, kvelst í þögn — og á ei annars völ. Frelsi er kjarni og lífæð alls, sem lifir, ljós, er skærast tindrar veröld yfir. Svipting þess er þjóðar sorg og böl. Norður hingað, heim að íslands ströndum, hingað, þar sem friður réði löndum, seilist stríðsins loppa, grimm og grá, sek um morð á mörgum landsins sonum — mæðra, feðra, systra og bræðra vonum blóðug morðhönd sökkti í djúpan sjá. Hernumin mun heill vors lands og gleði, heiður þess og framtíð öll í veði, standi ei þjóðin vökul verði á. II. Stutt er ennþá íslands frelsissaga. Enn má muna sólarlitla daga, fólksins stríð við áþján, eld og snjó. Langt var stríðið — voldugt dáðaverkið: Vorsins óskasynir hófu merkið, heróp gall — frá afdal út á sjó. Barizt var, unz aldinn erkifjandi útlægur var gerr úr þessu landi. Frelsissól á blárri hvelfing hló. Bjart var þá í hug og hjarta þjóðar. Heilagur var bjarmi þeirrar glóðar, sem þá skærast skein um íslands fjöll. Æskan hafði gengið vösk til víga, vorsins fjendur látið undan síga, dagað uppi drauga þeirra og ttröll. Blakti að hún sá fáni, er æskan unni. Upp til blárra himna reis af grunni íslands glæsta, unga frelsishöll. III. Nú er önnur öld í þessu landi. Eykst með hverjum degi þjóðarvandi. íslands frelsi ógnar hætta mörg. Rægð er stétt gegn stétt og hönd gegn hendi. Hatramlegar aldrei land vart brenndi hagsmuna- og stéttastyrjöld örg. Hvort mun þeim, er hatursstríðið heyja, hepnast loks það níðingsverk: að fleygja gimsteini vors frelsis fyrir björg? Skal sá verða endir íslandssögu eftir “sigurljóð og raunabögu”, skugga og skin í þjóðar þúsund ár? Skal þá fyrir sjálfs vor hendi hníga heill vors lands á slóðum bræðravíga — gróðurdöggvum breytt í blóðug tár? Skal þá íslenzk æska, lands vors framtíð, ofurseld sem herfang spilltri samtíð — hamingja vor hljóta banasár? Hlusta, þjóð mín! Það skal aldrei verða! Þá skal fyrr í níðingsblóði herða íslands gamla, hvassa frelsishjör! Enn skal landsins æska fram til víga ótrauð, djörf, á mátt sinn trúuð stíga — vorglöð sveit með sigurljóð á vör. Draugalið, af vonzku og hatri vakið, verða skal í yztu myrkur hrakið' — íslenzk æska, veit því verðug svör! Sól skal rísa — sindra á íslands fjöllum, senda kveðju landsins börnum öllum, geislakveðju, er örvi æskuþor. Sól skal rísa — frelsissól og friðar, frelsissól, er aldrei snýr til viðar, meðan þjóðin man sín gengnu spor. Sól skal rísa! Vermi vorsins andi vitra og sátta þjóð í frjálsu landi. Upp skal renna voldugt frelsisvor. —Dvöl. Memphis nú stendur.. Ríkis- stjórinn í Tennessee, Mr. Pren- tice Cooper, er Lúterskur maður og var hann valinn til þess að flytja erindi á þinginu í Louis- ville, sem var skýrt og greini- leg’t óg lýsti heilbrigðum trúar- anda. Fyrir allmörgum árum síðar. komst Tennessee-ríkið allvel og áberandi á forsíðu stórblaðanna og smáblaða vítt um heim, fyr- ir lög þau er það samdi er fyrir- bauð að kend væri í skólum landsins lögmál breytiþróunar- innar, sem kend er við vísinda- manninn Darwin, og mál það, sem hafið var gegn kennaran- um Mr. Scope er braut í bág við það lagaákvæði. Má segja að það hafi verið óskynsam- leg lagaákvæði, kenning Dar- wins hefi eg aldrei getað séð að komi neitt í bága við trúar- hugsun eða trúarlíf eða það aú hann hafi kveðið neinn dóm upp um trúmál eða áframhald lífsins “On Decent of Man”, og “Origin of the Species” voru á fyrri tíð og eru enn mínar uppáhalds bækur, þó eg að vísu máski hafi aldrei skilið þær tii hlýtar. Darwin var fyrst og síð- ast vísinda- og rannsóknarmað- ur, og lifði og hrærðist algjör- lega í þeim heimi og var sinni köllun trúr. Eg hefi aldrei getað skilið það að hann hafi á neinr. hátt viljað eyðileggja heilbrigða trúarhugsun eða sannleika þann sem felst í kristinni kennngu, og kristnum hugsjónum og anda. En það hafa verið menn á ýmsum sviðum, sem hafa reynt að nota Darwins-kenninguna til þess eyðileggja trúarhugsun- ina og trúarlífið, menn sem annaðhvort hafa ekki skilið eða viljað skilja hinn mikilhæfa vís- inda- og fræðimann, er því ekki ástæða að fordæma of hart fólk- ið í Tennessee, sem í góðum til- gangi, þó máski af skammsýni, reyndi að verja það, sem það taldi helgast. Það eru til menn, sem halda því fram að trúin og trúarhugs- unin sé “þrándur í götu fyrir allri andlegri og efnalegri fram- þróun meðal mannanna”, ef hún væri upprætt þá fyrst næði heimurinn sér á strik til æðstu fullkomnunar. Þetta hefir nú verið reynt. Hitler hefir upp- íætt trúna á Þýzkalandi, hann hefir innleitt nýtt siðalögmá! og nýtt menningarlíf þar og víðar í Evrópu með það fyrir augum að það nái til endimarka jarðar, allir ættu að geta dæmt um það hvert heimurinn hafi grætt eða muni græða á þeim skiptum. William Jennings Bryan hinn mikilhæfi stjórn- málamaður og mælskumaður Bandaríkjanna, blandaði sér inn í þetta Scopes-mál í Tennessee og dó þar eins og kunnugt er. Bryan þó mikilhæfur væri, var all glámskygn á ýmsum sviðum, svo sem þá er hann sagði sig úr ráðuneyti Wilsons er óhjá- kvæmilegt var að Bandaríkin yrðu að stíga á hálsinn á þýzka herveldisskrímslinu. í sambandi við þetta kemur mér í hug kvöldstund ein er eg átti með K. N. Julius skáldi í Winnipeg fyrir löngu síðan, K. N. var æfinlega góður við mig, heill og skemtilegur, sagði hann mér frá mörgu, og las fyrir mig ýmsar vísur og ljóð eftir sig, og hafa sum þeirra aldrei kom- ið á prent, og meðal þess, sem hann hafði yfir var grafskrift Bryans, sem hljóðar á þessa leið: Hristist heimur kristinn, heiðnum opnast leiðir. Glópar aldnir gapa Gjálíf æskan brjálast. Bryan fremdar frægi, fallinn er nú karlinn; æpir ei að Scope, Apa-lution drap hann. 1. John Thomas Scope, kenn- ari, sem málið var höfðað á móti. 2. William Jennings Bryan, dó í Dayton Tennessee, 65 ára gamall. Frh. Gaman og alvara Friðarvinurinn gekk fram hjá hjónum, sem voru í háarifrildi út á miðri götu: “Svona, svona, gott fólk”, sagði hann, “verið. ekki að kýta úti á miðri götu.” Hjónin snéru sér að honum. Maðurinn varð fyrir svörum. “Hvað kemur yður það eigin- lega við,” sagði Tiann reiður. “Annars erum við alveg sam- mála, og alls ekki að rífast.” “En mér heyrðist ”, sagði friðarvinurinn. “Það kemur ekkert málinu við, hvað yður heyrðist,” sagði eiginmaðurinn. “Til þess að fólk deili, þarf það að vera ósam- mála, er ekki svo?” “Jú.” “Ja, við erum alveg sam- mála,” sagði eiginmaðurinn. “Konan mín heldur, að eg ætli ekki að láta hana hafa neitt aí vikulaununum mínum, og eg er henni hjartanlega sammála.” -f + ♦ Bankastjóri nokkur var fræg- ur fyrir nísku. Dag nokkurn sendi hann aldraðan negra 10 kílómetra eftir regnhlífinni sinni. Veðrið var heitt þennan dag og vegirnir rykugir, en negrinn leysti þó verk sitt bæði fljótt og vel af hend^ Þegar hann kom til baka aft- ur þakkaði bankastjórinn hon- um með mestu virktum og hóf síðan að þukla á öllum yösum sínum. “Þetta var leiðinlegt, Joe,” sagði hann að lokum. “Mig minti endilega að eg ætti krónu í vasanum handa þér, en mig hefir líklega mismint. “Leitaðu betur, hr. Henry,” svaraði sá gamli. “Hafirðu nokk- urntíma eignast krónu, þá áttu hana enn. * * * Fallegur fugl. Kennari: “Veizt þú, Elín mín, hver Kolumbus var?” Elín: “Já. Hann hefir víst verið fugl.” Kennarinn: “Hvað segirðu? Fugl? Hvaðan hefurðu þessa vitleysu?” Elín: “Eg heyrði hann pabba minn tala í»gær um egg Kólum- busar og í dag sagðist hann Bjössi bróðir minn eiga að lesa í dönsku bókinni söguna um Kólumbus og eggið, svo að hann hlýtur að hafa verið fugl.” Viðurværi og heilbrigðis viðfangsefni í Manitoba Nýlegar rannsóknir undir forustu Heil- brigðisráðuneytisins í Manitoba, hafa leitt í ljós, að lélegt mataræði, eða skortur heilsusamlegs viðurværis, ei algengt meðal fólks víðsvegar um fylkið. Þetta er alvarlegt ástand, einkum þeg- ar mikið liggur við eins og nú á sér stað. Vér þörfnust hámarks í andlegu og líkamlegu atgerfi meðal hermanna vorra, fólksins, sem í hergagnaverk- smiðjunum starfar, og borgaranna yfirleitt. Þetta útheimtir skjóta athygli, og sam- starfs-athöfn. Rannsóknir á persónum í Manitoba á aldrinum frá 16 til 30 ára bera með sér að . . . . 20« . voru C OF LÉTTAR 27 % BLÓÐÞYNNING 90« miðskólanemendur þörfnuðust TANNAÐGERÐAR Ert svarið við þessu viðfangsetni er . . . Gott viðurværi Fólk þarfnast hollari fæðu, sem inni- heldur næg málmsölt, bætiefni og holdgjafarefni. Fólk neytir eigi nógu mikils af þeim mat, er inniheldur slík nauðsynjaefni. Á skránni til hwgri eru nefndar nokkrar fnöu - tegundir, er innihalda hcilsusamleg efni. Canada’s Opinberu viðurværisreglur ÞETTA ERU HEILNÆMAR OG VERNDANDI FÆÐUTEGUNDIR. Neitið þeii-ra sérhvern dag í þeim mæli, sem hér er skýrt, — meira ef unt er. — MJÓLK—Fullorðnir, pela, Börn meira en mörk, og ost eftir föngum. ÁVEXTIR—Tómötur einu sinni 4 dag. eða sítrðnuávextir, eða tðmötu og sítrðnuvökvi; aðrir ávextir ferskir eða niðursoðnir. OARfíMATUR—1 viðbðt við kartöflur einu sinni 4 dag, er holt að neyta annara ávaxta, grænna eða gulnaðra, jafnframt. CEREALS OG BRAUfí—Einn skamtur af hrjúfu cereal og 4—6 sneiðar af hvítu og brúnu brauði, sem viðurværis- reglur Canada mæla með. KJÖT OO FISKUR—Einu sinni á dag kjöt og fiskur, eða kjötlíki. Lifur, hjörtu, nýru, einu sinni á viku. EGG—Minst 3—4 egg 4 viku. Skerfur af D. bætiefni, svo sem fisk- lifrarlýsi, er nauðsynlegur börnum, og jafnvel fullorðnu fðlki. KYNNIST RÉTTU FÆÐUNNI NEYTIÐ RÉTTU FÆÐUNNAR. DEPARTMENT of HEALTH and PUBLIC WELFARE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.