Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1943. 3 “Rödd Lafitte var mildari, og hann hélt áfram í lágum, jöfn- um rómi: “Eg hefi boðið ríkisstjóranum þjónustu mína á móti þessari innrás, og eg hefi ástæðu til þess að hugsa, að tilboð mitt sé honum geðfelt. Pierre bróðir minn væri honum miklu meira virði lifandi í þjónustu hans, en dauður, sviftur þeim rétti að verja þessa borg. Ef þér, herra minn, viljið aðstoða mig í þessu málefni skal eg borga yður $15.000 í gulli. Eg hefi tals- verðan mannafla hér í borginni, sem eg get notað, en aðstoð yðar væri mér mikils virði. Eg vil ao ekkert blóðbað eigi sér stað.” Lögreglustjórinn ypti öxlum: “Eg tek engar mútur. Ef að eg væri ekki á yðar valdi vegna þess, að þér eruð of margir fyrir mótspyrnu af minni hálfu, mundi eg hafa svarað yður með sverði mínu og skorið munn- vikin á yður upp til eyrnaanna. Lafitte þagði um stund; svo brosti hann og dró vinstra aug- að saman eins og vani hans var við lík atvik. Hann rétti sig UPP og sagði mjög kurteislega: “Þér eruð maður að mínu geði. Heiðursmaður frá hinuum gamla góða skóla. Gerið þér svo vel og gleymið því að eg hefi fleiri menn en þér og að þér séuð á mínu valdi. Veljið sverð yðar og sýnið mér list yðar. Ef að þér vinnið, skal eg hafa búið svo um knútana, að þér farið héðan, sem frjáls mað- ur, og gleymið því ekki, að eg bauð yður $15.000 fyrir þjón- ustu yðar, og ef þér hefðuð tek- ið á móti boði mínu, hefðuð þér orðið til mikils gagns fyrir ríkisstjórann og þessa borg.” Nú varð mikill ys og þys í salnum. Sverðin voru mæld og menn véku sér til þiljanna svo að nægilegt rúm var á miðju gólfinu. Báðir mennirnir virtust vera af líkri stærð og af sama aldri. Þarna átti þá einkenni- legur leikur að eiga sér stað, leikur lífs og dauða, sem báðir málsaðilar virtust ganga að með fullu sjálfstrausti. Þeir stóðu um stund teinréttir og virtu hvern annan fyrir sér, svo slóu þeir sverðunum lauslega sam- an og skilmingarnar byrjuðu. Lögreglustjórinn hóf sóknina og skifti um stöðu á hverju augna- bliki en Lafitte stóð hér um bil kyr. Hann hélt sverðsodd- inum alltaf lægra en mótstöðu- maður hans og lög eða stungur sverðs hans tók hann næstum altaf til hjarta sverðs síns en stefndi þeim þá í aðra átt með snörpum únliðs, alboga og axl- arhreyfingum. Það, að hann gerði enga tilraun til ásóknar fylti lögreglustjórann með aukn- um ákafa. Þessum ákafa mót- stöðumannsins, svaraði Lafitte naeð því, að hopa til baka upp að drykkjuborðunum. Þegar að þeim kom, virtist hann reka hælinn í kopar-fóthvílurnar svo að hann hrasaði við. Sverðs- oddur hans lyftist upp, hærra en vera skyldi, og um leið virt- ist hann tapa stöðu. Þetta tæki- færi virtist lögreglustjórinn vilja nota sér, enda var það honum mikils virði, að bera sig- ur úr býtum í þessum bardaga. Hann stefndi því sverðlagi á brjóst Lafitte og taldi sér vísan sigur, því að hann vissi að Laf- itte mundi ekki hafa tíma til þess, að færa sverð sitt í rétta stöðu til að verjast laginu. En honum til mikillar undrunar, hafði Lafitte búist við þessari árás, og í staðinn fyrir að nota sverðið sér til varnar, hafði hann leyfturhratt vikið sér til hliðar, svo nú stóð sverð lög- reglustjórans þumlungs djúpt í viðum drykkjuborðanna. Auð- vitað hefði hik það, sem kom á lögreglumanninn við þetta at- vik, verið nægilegt til þess að enda leikinn, en það var ekki ásetningur Lafitte. Hann sló að- eins flötu sverði sínu yfir fram- arm mótstöðumanns síns, sem misti við það hald á sverðinu, og hopaði nú náfölur til baka. Lafitte braut nú oddinn a? sverði hans og rétti Sverðið til mótstöðumanns síns. “Þér skilmist vel,” sagði hann brosandi. Lögreglustjórinn þagði um stund og starði niður fvrir sig. Svo leit hann upp og sagði al- varlega: “En þér, herra Lafitte, eruð miklu heiðarlegri maður en eg. Eg hefði tekið líf yðar ef að eg hefði átt þess kost, það vitið þér, en mínu lífi þyrmið þér þegar það er á yðar valdi að taka það.” Svo rétti hann hendina til Lafitte um leið og hann leit beint í augu hans og sagði: “Get eg orðið yður að liði.” Lafitte greip hendi hans vin- samlega og svipur hans lýsti einlægnis gleði. Nóttina á eftir hvarf Pierre Lafitte og menn hans úr fang- elsinu á dularfullan hátt.” “Hó,” sagði kapteinn Kid, “veitingamaður, fyltu glösin okkar aftur. Eg fann sverðsodd- inn í þessum borðum. — Eg sá það alt eins og það gerðist. Það var alt opin bók.” Svo þurkaði hann svitann af enninu á sér og rendi fingrun- um í gegnum úfið hárið sitt og saup svo af glasinu, sem veit- ingamaðurinn hafði borið hon- um. Hann starði á glasið um stund og sélt svo áfram í hvísl- andi rómi: “En þessir $15.000 í gulli. — Hví get eg ekki fundið þá? Veit- ingamaðurinn á Hótel du Tre- moulet var einn af félögum Lafitte. Honum var falið á hend- ur, að gefa þessa $15.000 til lög- reglustjórans strax á eftir lausn Pierre. Hann faldi þessa peninga í leynihólfi í veggnum — lík- lega í kjallaranum undir þess- um borðum í Hótel du Tremou- let. Það sama kvöld var hann myrtur. — Peningar þessir komu aldrei til skila. — Eitt glas enn, veitingamaður. Eg sé það bráðum alt. Vegginn — vegginn með leynihólfinu — gullið í leynihólfinu í Hótel du Tremoulet.” Ferð til Louisville, og þing Lútersku kirkj- unnar þar Eftir G. J. Oleson. III. Louisville. * Louisville var fyrst stofnuð 1778 á dögum frelsisstríðsins, af George Rogers Clark, er hann á þessum slóðum hafði við- dvöl með hersveit sína — um 150 manns — á norðurleið. Átti hann að gjöra áhlaup á bresk útkjálka hervirki í Illianois hér - uðunum, sem þá voru lítt bygð eða könnuð. Clark varð frægur fyrir hermensku og hrausta framgöngu á ýmsum stöðum í frelsisstríðinu, hann dó í fátækt, en minning hans er í hávegum höfð þar syðra, og jarðneskar leyfar hans hvíla í Louisville. Sem bæjarfélag var Louisville löggilt 1780, en sem borg 1824. í borgarastyrjöldinni miklu 1861 —1865 var hún á hlið norðan- manna og beitti áhrifum sínum sem best gat verið á móti þræla- ríkjunum, 1890 gjörði fellibylur feykna skaða í borginni, varð mannskaði mikill og eignatjón allgífurlegt. En borgin reis aftur fljótt eins og fuglinn Fönix úv ösku, borgin hefir ágætt járn- brautarsamband í allar áttir, eru að minsta kosti 3 brýr á Ohio ánni, sem eru frá hálfri mílu til mílu á lengd. Mikil mannvirki. Tengir það hana við norðrið, en járnbrautir liggja út úr borginni í allar áttir. Louisville er lang stærsta borgin í Kentucky, en stjórnar- setur er þar ekki, það er í Frankfort, sem er höfuðborgin, er hún 55 mílur austur frá Louisville við Kentucky-ána, í hinu svonefnda “Blue Grass” héraði. Louisville er eins og áður er sagt, sunnan við Ohio fljótið, um 400 mílur fyrir ofan ósa þess. Er borgin bygð með fljótinu um 7 til 8 mílur, flatarmál hennar er rúmar 20 fermílur, hún er um 130 mílur suðvestur frá Cincinnati Ohio, sem er einnig við Ohio fljótið, og er hún þar mest borg á afarstóru svæði, mun hún hafa verið nefnd eftir Louis XVI Frakkakonungi, eru spor Frakkanna víða um mið- bik þessa meginlands frá frum- byggja tímabilinu. Fossar eru í Ohio fljótinu fyrir neðan borg- ina, er sagt að áin falli um 20 fet á 2% mílna svæði, hefir skipaskurður verið grafinn í kringum fossana. Borgin er prýðilega skipulögð, strætin eru bein og byggingar smekklegar. Gistihallir eru þar margar og stórar, með öllum þægindum. Pósthúsið og toll- búðin er afar merkileg og smekk leg risabygging. The Memorial Auditorum, þar sem haldin vat minningarhátíð þingsins um Muhlenberg, er prýðileg höll, þó ekki eins stór eins og svipaðar hallir í hinum stærri borgum. Var þessi salur bygður í minn- ingu um hermenn er þátt tóku í Veraldarstríðinu 1914—18, eru sæti þar fyrir um 3,000 m>nns, eru fjölda mörg minnismerki í byggingum og öðrum mann- virkjum í Louisville og víðar í Kentucky, svo sem brúin yfir Boonsboro í minningu um Daniel Boone o. fl. Eg ætla mér ekki þá dul að fara að lýsa Louisville að nokkru ráði; sáum við minna aí borginni en við hefðum æskt. Áttum við Hr. Grettir L. Jó- hannson konsúl og félaga okkar að þakka mikið af því, sem við sáum í borginni. Tók hann okk- ur alla íslendingana í keyrslu- túr, sunnudaginn sem við vor- um þar um kyrt, fékk hann ágætan og liprann keyrslumann, og fórum við víða um borgina. Var ferðinni fyrst heitið til að sjá hinn nafnkunna “Churchill Downs”, skeiðvöllinn þar sem hin fræga Kentucky Derby er háð árlega og vekur athygli vítt um heim. Ekki var garðurinn WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanted — Age limiis 18 to 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Women's Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line —-. Every Fit Man Needed Age limits 18 to 45 War Veterans up to 55 needed for VETERAIM’S GUARD (Active) Local Recruiting Representative opinn, en við gátum séð alt býsna vel, með því að keyra í kringum hann, og sagði keyrslu- þjónninn okkur alt af létta. Þá sáum við flugvöllinn — Bowman Field Muncipal Airport — var alt á ferð og flugi þar og fjöldi fólks, því veður var hið inndælasta, og allir í hátíða skapi. Vorum við þarna staddir nálægt íslenzkum kaffitíma, og gjörði Grettir það ekki enda- slept, því ekki var við annað komandi en að við hefðum kaffi á hans kostnað, var gott kaffi á könnunni og drukkum við með góðri lyst og borðuðum kaffi- brauð óspart; er jafnan auðvelt að sníða breiðan þveng af ann- ars skinni. Flugvöllurinn er ekki afar stór, en í alla staði full- kominn, 1,200,000 fer fet af steyptum renniveg tengir Louis- ville loftleiðis við helztu stór- borgir landsins. Byggingar eru laglegar þarna og alt vel hirt og snyrtilegt. Á heimleiðinni fórum við í gegnum Cherokee Park, listi- g^rðinn nafnkunna, er hann með ánni austan til í borginni. eru þar hæðir og dalir, frá nátt- úrunnar hendi útvalinn staður fyrir skemtigarð, og fólkið í Louisville, hefir og er að leggja sitt besta fram að. þárna verði reglulegur sælureitur, eru fín- ustu keyrsluvegir um garðinn og stígar fyrir gangandi fólk. Minsta kosti 2 eða 3 aðrir stórir skemtigarðar eru í borginni, þar ekki all langt frá er Cave Hill grafreiturinn, sem talinn er að vera einn með hinum fegurstu grafreitum í landinu, ^áum við hann að nokkru, en ekki höfð- um við tíma til að skoða hann tii hlýtar, er landslagið, sem valið hefir verið fyrir hann, all til- komumikið, og frábær rækt hef- ir verið lögð við að prýða hann, og ber hann vott um snyrti- mensku og smekkvísi borgarbúa, þar hefir trjám verið plantað yndislega og legsteinar og graf- hvelfingar eru fjölmargir skín- andi fallegar. Slær það ljóma á líf hvers mannfélags, sem rækt leggur við reit hinna framliðnu, og lætur sér ekki alveg á sama standa um minningu þeirra, sem horfnir eru af sjónarsviði lífs- ins, eða arfðleifð þá, sem að liðnar kynslóðir hafa eftir skilið. Er eg minnist á þennan fallega grafreit er ekki úr vegi að minn- ast á minnisvarða og grafhvelf- ingu er Zachary Taylor tólfta forseta Bandaríkjanna, er reist hefir verið honum til heiðurs á búgarði hans skammt frá Louis- ville. Taylor var Kentucky-mað- ur, fæddur í Virginia, en kom á æskuskeiði með föður sínum, sem var harðsnúinn hermaður úr frelsisstríðinu til Kentucky, hann vann sér allnokkurn orð- stýr í stríðinu 1812, og vegna sigra hans í Mexico stríðinu varð hann forseti, en dó skömmu eftir að hann tók við völdum, sonur hans fylgdi sunnanmönn- um í þrælastríðinu og dóttir hans giftist Jefferson Davis for- seta sunnanmanna, giftust þau í Kentucky. Frh. Fáein orð frá Vísi Eins og vanalega byrjaði Is- lendingafélagið hér í Chicago, að halda fundi sína í október í haust, sem leið, og hafa fundir verið haldnir mánaðarlega eins og undanfarin ár. Program hef- ir verið allgott á hverjum fundi. Síðasti fundur var jólatrés- samkoma haldin fyrir litlu börn- in. T. h. T. menningarfélagið, er eg nefni svo, sér um þá sam- komu árlega. Hún var býsna fjölmenn og fór vel fram, allir virtust ánægðir, og sérstaklega börnin, er nutu jólagleðinnar áhyggjulaust; hverju barni var gefin gjöf og svo ýmislegt góð- gæti þar fyrir utan. Næsti fundur verður okkar árlega Goðablót. Verður það haldið þann 5. febrúar. Það er okkar aðalhátíð að vetrinum, og er reynt að vanda til hennar eftir mætti. Það vill svo vel til þetta ár að okkur hefir auðnast að fá loforð frá manni, sem vel er þekktur meðal Islendinga bæði austan hafs og vestan, um að vera aðal- ræðumaðurinn okkar. Maðurinn er Halldór Hermannsson pró- fessor við Cornell University í New York, og bókavörður við Fiske bókasafnið við sama skóla. Maðurinn er svo vel þekktur meðal Islendinga í mörg ár, að eg er viss um að það verður mörgum forvitni á að koma og hlusta á hann. Ýmislegt fleira verður á pró- grami, svo sem stuttar ræðui annara gesta, og söngur og píanóspil. Fjölmennið nú á þessa sam- komu, þið íslendingar í Chicago og grendinni; eg er viss um að þið sjáið ekki eftir að hafa kom- ið eftir að alt er afstaðið. Ef svo vill til að einhverjir íslendingar utan að, væru hér á ferð um það leyti, ættu þeir að nota tækifærið og vera með okkur það kvöld. Mér væri sönn ánægja í þvi að veita þeim upplýsingar og aðstoða, ef þeir væru ókunnug- ir hér. Og í því skyni set eg hér utanáskrift mína og símanúmer. 1414 Greenleaf Ave. Evanston 111. sími Greenleaf 0436. Svo höfum við Islenzkan kon- súl hér nús og er það maður. sem er íslendingum vel kunnur, Mr. Árni Helgason, veit eg að hann er altaf boðinn og búinn, að veita ferðafólki sitt liðsinni. Um starfsmál Vísis get eg það sagt, að aðalmálið á dagskrá þennan vetur, eru drengirnir okkar, sem í herinn eru farnir, þeir eru sjö frá þessum hóp, sem tilheyrir Vísir, en verða mikið fleiri áður en langt líður vegna lækkunar á aldurstak- marki Nefnd hefir verið kosin til að sjá um þetta málefni, og veit eg vel að fólk er mjög sam- huga um að gera alt það, sem okkur er unt, til að gleðja dreng ina í hernum, bæði með smá- gjöfum og bréfaskriftum. Öllum er vel kunnugt um hvað þeir virða það mikils. Seinna þegar vorar er eg vís að senda línu í blöðin, og láta ykkur vita hverju fram fer með- al íslendinga hér í Chicago. Á tíðina má maður ekki minnast, styttir það öll fréttabréf og sendibréf, þegar ekkert má um veðrið tala; það var oft svo þægilegt að grípa til þess, þeg- ar menn voru að fylla út frétta- dálka sína, og höfðu þá kannske lítið annað að segja. S. Árnason. Borgið Lögberg! Business and Prt ifessional Cards WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson • Phone 22 866 • Rts. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Thorvaldson & Eggertson LögfrceOingar 300 NANTON BLDG. Talsimi 97 024 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • Pægilegur og rólegur hústaOur i miOhiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yftr; með baðklefa $3.00 og þar yflr Ágsetar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. X Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talstmi 501 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 DR. ROBEAT BLACK « Sérfræðingur t eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv ViðtalsUmt — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilisstmi 401 991 H. A^ BERGMAN, K.C. istenzkur lögfrœOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165* Phones 95 052 og 39 043 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Bannlng) Talstmi 30 877 • Viðtalstimi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone %■& v Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL, ARTS BLDQ. Offlce Houra: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.