Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 7
7 Háfjallabraut Alaska S. Baldvinson. Síðastliðinn miðvikudag komu 3 Bandaríkja borgarar til Winnipeg, sem unnið hafa að brúarbyggingu á hinni miklu Alaska meginlandsakbraut. Kjartan Halldórsson, frá Mount- ain, var einn þeirra, hann er ungur mauður 6 fet og 4 þuml- ungar á hæð, og þreknasti mað- ur, sem eg hefi séð. Hinir voru Sigurður Stein- ólfson og Haraldur Stubson, Norðmaður, báðir vasklegir menn. Kaup þeirra var$1.50 um klukkutímann, en Kjartan hafði $2.00 á tímann, og einum þriðja meira. í yfirtíma, eða $26.00 á óag, því þeir unnu nærri 12 • tíma á dag. En nú fá þeir félagar 30 daga hvíld með fullu kaupi, og það eiga allir verkamenn að fá einu sinni á ári. Er þetta augljós vottur hinnar frjálsu og veg- lyndu Bandaríkjastjórnar, sem hvergi á sinn líka í heimi vor- um. Kalt var orðið norður þar, því frostið var orðið 60 gróður fyrir ueðan zero á Farenheit mæli, samt var verið að byggja með fullum krafti 1600 feta langa brú, yfir Moskva-elfu, sem rennur út í Norður-íshafið. Mörg stórvirki hafa Banda- ríkjamenn unnið síðan þeir öðl- uðust frelsi sitt fyrir 160 árum; vil aðeins nefna fáein þeirra; fyrst Kyrrahafsjárnbrautina frá New-York til San Fransisko, uæst Panamaskurðinn, lang- uiesta mannvirki, sem enn hef • ir verið unnið, og Oklandbrúin yfir fjörðina hjá San Fransisko. Nú eru þeir að byggja feikna mikið vatnsveitukerfi til að frjófga fitórhéruð í Californíu. á meðan gömlu siðmenningar- þjóðirnar berast á banaspjótum í Evrópu, og er það sorglegur vottur um ílt stjórnarfar; þó má þar undanskilja Norðurlönd, sem loksins voru búin að koma a hjá sér friðsömu stjórnar- fari, þar til hið síðasta ragna- rÖkkur braust út, og víst hafa uorrænu fornskáldin verið for- spá, er þau sögðu að ófriðar alda mundi velta yfir allan heiminn. Frá White Rock, B.C. 2. jan. 1943. Kæri ritstjóri Lögbergs! Eg legg innan í þetta stutta hréf 3. dollara póstávísun, sem horgun fyrir Lögberg fyrir þetta nýbyrjaða ár; mig minnir að þetta sé tuttugasta og sjötta skiftið, sem eg- greiði andvirðj hlaðsins fyrirfram, og finn eg «1 dálítils metnaðar yfir því, ekki síst er tekið er tillit til þess, hve ýmsir innköllunar- urenn segjast eiga örðugt með innheimtu fyrir blöðin. Fátt hefir fréttnæmt gerst hér um slóðir, það er máli þykir skifta; hin ákjósanlega veðrátta a þessum stöðvum, er svo kunn, að með tíðindum telst eigi. fslendingar eru hér fámennir; Vl'st ekki yfir tvær eða þrjár fjölskyldur; allur sá fjöldi, sem hingað kemur að austan, stað- Uæmist í hinum stærri bæjum °g borgum, þar sem mest er bna atvinnu og peninga; þetta álk lætur sig litlu skifta sól- ^hinið og veðurblíðuna hérna í hite Rock. Þó er það almælt, að velmegun hér jafnist fyllilega a við það, sem gengur og gerist aunarsstaðar á ströndinni, og sé angu minni en t. d. í Campbell iver, sem svo mikið hefir verið atið af. White Rock hefir margt 1 síns ágætis, sem ýms nær- ^ggjandi byggðarlög ekki hafa, j er er einn hinn allra ákjósan- egasti sumarbústaður, sem . u§sast getur fram með strönd- Uni. yjq erum hér vel í sveit Rett; vegalengdin milli White uck 0g Vancouver og New 2o^St^ntnst:er’ er ekki nema um 1 mílur, og ganga járnbrautar- s lr á milli fjórum sinnum á aag. Eg er enginn innflutninga umboðsmaður; en þó vildi eg gjarnan ráðleggja löndum, sem í huga hafa að flytja til Kyrra- hafsstrandar, að skoða sig hér um, áður en þeir ráða af um bólfestu á öðrum stöðum. Á eitt enn langar mig að minnast, áður en eg slæ botninn í þetta fáorða bréf, sem sé það, hve við eldri landarnir söknum þess, að fá ekki að heyra íslenzk- ar guðsþjónustur. Eg man hvað við hjónin höfðum mikla ánægju af því að koma til Blaine meðan samgönguhöft ekki hömluðu, og hlýða þar á helgar tíðir, og eins meðan vinur minn séra Valdi- mar J. Eylands var í Belling- ham, og útvarpaði þaðan ís- lenzkum guðsþjónustum; einnig hefir séra G. P. Johnson útvarp- að nokkrum prédikunum; en nú sýnist þessu öllu lokið, og finn- um við yfir því til verulegs sársauka. Svo óska eg ykkur hjónunum. Lögbergi og öllum íslendingum, góðs og gæfusams nýárs. Vinsamlegast John. Thorsteinsson. Æfiminning Ingibjörg Kristmundsdóitir Erlendson. Mynd þessi var tekin af Ingi- björgu 23. ára að aldri. Mrs. Ingibjörg Kristmunds- dóttir, kona Erlendar Guð- mundssonar fræðimanns á Gimli Man., andaðist eftir stutta legu á Johnsons Memorial sjúkra- húsinu þar, þann 18. nóv. Hún var fædd 5. nóv. 1865. Foreldr- ar hennar voru búhöldurinn og hreppstjóri Kristmundur Þor- bergsson á Vakursstöðum í Hallárdal í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu, og Elín Péturs- dóttir, ættuð úr Óslandshlíð í Skagafirði. Kristmundur var bróðir Jóhönnu Johnston al- þektrar atgjörfis- og myndar- konu er bjó um mörg ár í Winnipeg, kannast fjöldi manna af hinni eldri kynslóð við hana. Bæði hún og Kristmundur voru börn Þorbergs Þorbergssonar, er bjó glæsilegu rausnarbúi um miðja 19 öld á Sæunnarstöðum í Hallárdal; var sú ætt um Skaga strönd, og er rakin í sýslu- mannaæfum til Guðmundar Arasonar, er átti Ingibjörgu frá Katastöðum, Guðmundssonar lög réttumans, er dó 1590 Hallsson- ar sýslumanns Ólafssonar prests á Lundi, Kolbeinssonar, d. 1540. Ingibjörg sál. Kristmunds- dóttir var eitt af 12 sistkynum, sem nú eru flest eða öll dáin, hún var með þeim yngstu. Fékk hún gott uppeldi og tilsögn, mið- að við sína samtíð. Um 2—3 vetur stundaði hún nám við kvennaskólann á Ytri-Ey, fyrstu starfsár hans. Hún var mjög listfeng til handa, sem enn sér merki til. Stundaði hún þá iðju fáein ár á ýmsum stöðum svo sem á Akureyri, Hólum í Hjalta- dal, og á Sauðárkróki. Árið 1892 þann 27. okt. gekk hún að eiga Erlend Guðmundsson frá Mörk í Fremri-Laxárdal, árið eftir fluttu þau að Sæunnarstöðum í Hallárdal og bjuggu þar í 4 ár, þá brugðu þau búi; fór hún þá til Canada 1898, með 2 börn þeirra og settist að á Gimli, en maður hennar kom heiman að 1899. Hin næstu ár áttu þau LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1943. heima á Gimli, en 1905 keyptu þau 20 ekrur af landi, þar sem nú er Canadian Sunday School Mission Camp. — Þar bjuggu þau til ársins 1912, fluttu þau þá til Lóni-Bcoch og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust 3 börn: Steinunn Brynhildur, gift Þor- birni Jónssyni smið, ættuðum úr Borgarfirði, búsett í Seattle, Washington. Elín Kristín Aurora, er fékk kennara mentua, og kendi um hríð á alþýðuskólum. Hún gift- ist enskum manni, Peppler að nafni, 1918. Dóu þau bæði eftir stutta samveru á jólunum 1918, úr spánsku veikinni. Ragnar Haraldur, kv. konu af hollenskum ættum. Ingibjörg sál. var hög á alt sem hún lagði hönd á, fríð kona og höfðingleg, prúð í fram g|öngu og (höfðingi heim að sækja; þétt í lund og óreikul í ráði. Með sanni má segja að heimilið væri heimur hennar, var hún sönn og góð móðir og ágæt eiginkona. Hún gaf sig lít- ið að félagsskap, en styrkti vel þau málefni er hún gaf sig að, gerði mörgum gott, og var gjöf- ul þótt með leynd væri og án þess að á því bæri, Hún var aldrei hraust að heilsu, taugar heennar voru ekki skapaðar til að standa í erfiði sveitabúkonu. Síðustu árin ágerðist heilsuleys- ið, þar til hún varð að fara á sjúkrahúsið, og þar andaðist hún af slagi, helzt þjáningar- laust, sem að ofan er getið. Heimili Ingibjargar og Er- léndar var snoturt, vinalegt og vel um gengið jafnt úti og inni. Al-íslenzkur andi ríkti þar. — Börn þeirra mannvænleg og vel gefin. Full 50 ár höfðu Guð- mundssons hjónin átt samfylgd í hjónabandi, á þessu hausti. Útförin fór fram fimtud. 26. nóv. frá lútersku kirkjunni á Gimli, að viðstöddu allmörgu fólki, hafði dóttir þeirra komið frá Seattle til þess að vera við útför móður sinnar; stóðu bæði börnin við hlið aldraðs föður, ásamt öðrum vinum, á þessum eyktamótum æfi hans. Sá ev þetta ritar flutti kveðjuorð. S. Ólafsson. Leiðrétting Eg finn hvöt hjá mér til að leiðrétta að nokkru afar hvim- leiðar prentvillur í grein minni í jólablaði Lögbergs 17. des. Fyrst er þessi setning, Jón Árni Sveinson frá Baldur var með okkur til borgarinnar o. s. frv., en á að vera Fór Árni Sveinson frá Baldur með okkur til borgar- innar. I næstu grein segir.“ Fór- um við hinir til Minneapolis og St. Paul, sem eg skil ekki, er þarna felt úr og man eg ekki orðrétt hvernig það var orðað, en eitthvað í þá átt að við séra Egill fórum með Soo-línunni til Minneapolis og St. Paul. Þá er Dr. Willison frá Saskatoon nefndur Wallison, sem er rangt. Þá er sú hrakalega vitleisa að hraðlestin frá St. Paul til Chi- cago er nefnd Afhyrnum í stað- inn fyrir Zephyrnum. Er mín grein á þessa leið. “Stigum við um borð á Zephyrnum. — The Zephyr, — en því er snúið svona. “Stigum við um borð á Afhyrnum.” Þá eru villur í upphafserindi “Veiðmaðurinn” geta allir samt lesið það í málið. Þá er Wisconsin nefnt Wisa- vusin, og Bad Axe fljótið Bod Axe, eins er Geirshólmi nefndur Gershólmi. Jesuita skólinn í Prairie Du Chien er nefndur Campron College, en á að vera Campion College. og er sagt að hann sé í Pravice Du Chren, en á auðvitað að vera Prairie du Chien. Þá eru þeir Maquette og Joliet nefndir, Marguitte og Johette, einnig er Cassville í Wisconsin, snúið í Cassoile. Michigan Ave. er nefnt Mucl- ugan Ave., og er þar algjörlega slept úr því er eg segi um Field Boulevard, og gjörir það nú ekki svo mikið til. Er eg minnist á Björnsons systkyni, þau J. S. og Auroru, er felt úr þar, sem eg minnist á flóðið í Ohio fljótinu fyrir skömmu, einnig er síðasta greinin brjáluð og kafla slept úr, loks er Seel- back gistihöllin nefnd Secboch. heimabær Grant í Illanois, er nefndur Galcna í staðinn fyrir Galena, margar fleiri smávillur eru í greininni, en eg nenni ekki að eltast við. Mér þykja prent- villur og aðrar villur í prentuðu máli afar hvimleiðar, en þó eg sé ekki vel að mér reyni eg að fylgja stafsetningu all nákvæm- lega. G. J. Oleson. SEEDTIME' OAtcL HARVEST' By Dr. K. W. Neatby [hrteior, Afhcvltural Otpnriwunl Nortb-Weet Linr Elevators Aaaocutioa 1943 Objeciives and Farm Labour. No doubt prairie farmers resolved, on January lst,, to meet the farm production objec- tives made public by the gover- nment a few weeks ago. Some of the increases for 1943 over 1942 are: oats, 12%; barley, 11%; flax 68%; alfalfa, 17%; cattle, 9%; hogs, 28%; sheep, 12%; eggs, 29%; creamery butter, 15%; powdered milk, 41% — decrease condensed milk, 27%. — In 1942, farmers responded nobly to demands for food products. Can they meet the 1943 requirements? That they will try, no one doubts. Certainly the increases in food products outlined above are urgently needed; but let us not be over-optimistic. Last year, pastures and feed crops were abundant as never before. Last year, besides supplying enor- mous quantities of food, the prairie farmers released thous- ands of their numbers, including many of their ablest men, to the armed forces, and to war industries in cities. Next year may be dry, and next year farrn labqur will be far more scarce. It is useless simply to hide our heads in the sand or to look for miracles. Failure to meet the 1943 production objectives might be extramely serious, but is the probable outcome if a definite plan to meet farm labour pro- blems is not undertaken very soon. Either the supply of farm workers must be increased or the workers must be redistri- buted in some way so that farm- ers are not obliged to reduce cattle, dairy cows, hógs and poultry. At present it looks as though the problem is just dumped in the farmes’s lap. Farmers are entitled to expect government guidance, and to expect it soon. Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Fæst auka matarskamt- ur til þess að senda til herfanga eða verður alt þess háttar að takast úr eigin skamti? Svar. Fólk í Canada, sem send- ir böggla til herfanga, mega, með sérstöku leyfi, fá eitt pund af kaffi, V4 pund af te og tvö pund af sykri. Leyfi fæst hjá “Department of National War Services” og kallast “Prisoners of War Purchase Permit.” Póst- stjórnin lætur rannsaka alla böggla til þess að vissa sé fyrir því að alt, sem keypt var með þessu leyfi sé í sendingunni. Spurt. Fyrir nokkru var minst í útvarpi á smáleik um “Price Control.” Hvernig fæst hann? Svar. Leikurinn heitir “Coun- tea Attack,” og fæst kostnaðar- laust, með því að skrifa til War- time Prices and Trade Board, 512 Power Bldg. Winnipeg. Spurt. Eg hefi herbergi, sem eg er fús til að leigja út, en veit ekki hvar húsnæðis skrá- setningarskrifstofan er. Svar. í Winnipeg er þessi skrifstofa sem stendur, í Y. W. C. A. byggingunni á Ellice Ave. í öðrum bæjum fást upplýsingar hjá Womens Regional Advison Committee”, eða næsta umboðs- manni þeirrar nefndar. Spurt. Við slátrum skepnum til heimilisþarfa, en seljum stundum part og part. Þarf sér- stakt leyfi til þess? Svar. Já. Ef nokkuð er selt af kjötinu, þarf að fá leyfi frá næstu skrifstofu Wartime Prices and Trade Board. Ef ekki er slátrað nema til heimilisneyzlu og ekkert er selt, er leyfi ekki nauðsynlegt. Spurt. Er engin takmörkun á verði á býflugum ogbýflugna- búrum? Svar. Nei. Það er ekkert há- marksverð á lifandi býflugum. Spurt. Á verðlækkunin á mjólk einnig við áfir og undan- renningu? Svar. Já. Verðið á mjólk, áf- um og undanrenningu, sem seld er í flöskum, var lækkað um tvö cent hver pottur, 16. des. 1942. Spurt. Var mjólkurverðið sett niður um tvö cent yfir alla Canada, eða bara í stórborgun- um? Svar. Mjólkurverðið var lækk að yfir alt Canada. Þessi lækkun á við mjólk, sem seld er í flöskum. Munið að smjörseðlar — brún- ir — númer 3 og 4 falla úr gildi þann 17. þessa mánaðar! Spurningum á íslenzku svar- að á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Winni- Peg- Áþreifanleg sönnun. Dómari: “Hvers vegna voruð þér að berja konuna yðar ” Kærði: “Eg var með því að sýna henni, að það væri ekki rétt, sem hún hafði sagt, að hún væri illa gift.” ywyvvvwvwvwvwwTWVwrYVVYYVrwvvwYvwvrvx \ef ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum I við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli I nú þegar. XMMWMAMMAAAMAMAAMAMAAMMiAMAMAAMy

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.