Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943. Nicolo Paganini Fiðlusnillingurinn, sem lék radd ir náilúrunnar, en var grafinn í óvígðri mold. Nicolo Paganini var fæddur árið 1772. Antanio Paganini, faðir hans átti enga ósk heitari en þá, að Nicolo yrði besti fiðlu- leikarinn við dómkirkjuna í Genua eða ef til vill stjórnandi kirkjuhljómsveitarinnar. Anton- io var mjög söngelskur og spil- aði á mandólín, en upp úr því var enga peninga að hafa. Heimili Paganinis var fátækt. Antonio vann á skrifstofu hjá skipamiðlara og rak smáverzlun, Fjölskyldan bjó við mjóa, dimma og krókótta götu. Þeir, sem bjuggu við þessa götu, voru vanir því, að heyra Antonio spila á mandólínið sitt. En skömmu eftir að Nicolo fæddist fóru þeir að heyra í öðru hljóðfæri. Jafn skjótt og litli snáðinn gat vetlingi valdið, var honum fengin fiðla í hend- ur. Daga og nætur bernsku sinn- ar var Nicolo að æfa sig á fiðl- una sína. Faðir hans hafði á honum strangan aga, og sjálfur brann hann af löngun til þess að ná sem yndislegustum tón- um úr fiðlunni. Nicolo fór að leika á fiðluna öðru vísi en þekkst hafði áður. Hann spilaði á einn streng hvaða lag, sem hann þekkti, og hann bjó til lög og spilaði þau á einn streng. Hann gat líkt eftir manns- röddinni í hvaða tónblæ, sem vera skyldi. Og hann gat leikið á fiðluna sína hljóð, sem dýr gáfu frú sér, og borgarysinn og sjávarniðinn. Þegar Nicolo var 6 ára að aldri, fékk hljómsveitarstjórinn við dómkirkjuna í Genua hann til þess að halda sérstaka hljóm- leika á hverjum sunnudagi. Hann dregur með leikni sinni að sér óskipta athygli manna í borginni. Þegar hann var 10 ára að aldri, lék hann undir söng ým- issa frægra söngvara, sem heim- sóttu Genua og héldu hljómleika í stærsta leikhúsinu þar. En Nicolo litli skaut þeim heldur en ekki ref fyrir rass. í undir- leik sínum kom hann að til- brigðum, sem hann hafði sjálfur samið, við hið vinsæla lag “La Carmagnole”. Heldra fólkið dáðist að drengn um og föður hans bárust tilboð um að kosta piltinn til náms. Það var ákveðið að senda hann til Parma til þess að nema þar undir handleiðslu Alessandra Rolla. Rolla var veikur, þegar feðg- arnir komu heim til hans. Þeir biðu í dagstofunni, meðan kona Rolla fór inn í svefnherbergið, þar sem hann lá til þess að láta hann vita, að feðgarnir væru komnir. En Rolla vildi engu sinna. En á meðan frúin var inni hjá manni sínum, sá Nicola kafla úr fiðlukonsert, sem var ný tónsmíði eftir Rolla. Dreng- urinn tók flðlu sína og byrjaði að leika tónverkið, Rolla hlust- aði á hann í rúmi sínu alveg steini lostinn. Brátt sveipaði hann sig í slopp og þaut fram í dagstofuna. “Hver var að spila laglö mitt?” spurði hann. Hann gat ekki trúað því, að þessi tólf ára gamli drengur hefði gert það. “Drengur minn,” sagði hann fullur lotningar, “eg get ekkert kennt þér.” En Nicolo dvaldist samt nokk- ur ár í Parma, og lagði stund á fiðluleik og tónfræði, undir handleiðslu ýmissa kennara. Árið 1797 fannst föður hans tími til kominn, að hann færi að halda hljómleika og fór með hann í hljómleikaferð til Mið- og Norður-ítalíu. Nicolo vakti feikna hrifningu hvar sem hann kom, og faðir hans fékk fullar hendur fjár. Árið 1798 losnaði Nicolo úr viðjum fjölskyldunnar. Faðir hans var því í fyrstu mótfallinn að sleppa af honum hendinni, en féllst þó á það að lokum, að drengurinn færi einn til Lucca til þess að leika á St. Marteins- hátíðinni þar. Hann vakti feikna hrifningu í Lucca og síðan var hann fræg- ur um alla Italíu, og honum opnuðust nú dyr frægðar og fjár. Upp á eigin spýtur fór hann hljómleikaferð til borganna í Toscana og Romagna. I þrjú ár var hann í þessari ferð, og vann þá mikið, en dálítið slitrótt vegna veikinda, fjárhættuspila og annars ólifnaðar. Það var ekki að furða, þótt þessum sextán ára gamla ung- lingi stigi til höfuðs að hafa fengið frjálsræði og fara alls staðar sigurför og hafa miklu úr að spila. Paganini var eirðarlaus og ó- rólegur að eðlisfari. Það eðli hans hafði verið bælt niður, en ekki verið beitt aga eða tamið. Hann hafði lítið sem ekkert notið menntunar í öðru en hljómlist og ekki hlotið þá sið- gæðistilfinningu, sem hann gæti byggt á skapgerð sína. Þess vegna var hann stefnulaus og reikull og siðferðislega sljór. Ástríða hans til fjárhættu- spila var einn versti þátturinn í fari hans á þessum árum. í fjárhættuspil eyddi hann öllu fé sínu, að því undanteknu, senrt hann sendi heim og því litla, sem hann fór að spara og fói í hendur Germi lögfræðings, sem var fjárhaldsmaður hans, meðan honum entist líf. Loks kom dálítið fyrir hann sem losaði hann við fjárhættu- spils ástríðuna. Hann hafði aug- lýst hljómleika í borg einni, veðsett fiðluna sína og eytt öll- um peningum sínum að 100 frönkum undanteknum. Þessum peningum tapaði hann öllum, nema 3 frönkum, í fjárhættu- spili. Hann var alveg örvinglað- ur: engir peningar, engin fiðla, engir hljómleikar. Veikur af ótta fór hann að spila um þessa 3 franka. Hann vann aftur og aftur, þangað til hann hafði grætt 100 franka, en það var nóg til þess, að hann gæti leyst út fiðluna. Þetta at- vik kendi honum að fara með peninga, og síðar sögðu menn, að sparsemi hans væri komin út í öfgar. Fiðluna, sem hann hafði næst- um því glatað vegna fjárhættu- spilanna, hafði hann fengið með lítilli fyrirhöfn. Signor Pasini i Parma var snjall fiðluleikari, en ekki hafði hann fiðluleik að at- vinnu sinni. Hann langaði til þess að heyra, hvað í Nicolo byggi. Hann samdi lag fyrir fiðlu. Þetta lag var mjög ein- kennilegt, og þurfti gríðarmikla tækni til þess að spila það. Nú skoraði hann á Paganini að spila þetta lag í sinni áheyrn. Ef hann gerði það vel, þá skyldi hann fá að launum afburða góða Stradivariusfiðlu, sem hann átti. Paganini leit á lagið, brosti og sagði: “Þú ert búinn að tapa fiðlunni þinni, vinur minn”. Síð- an spilaði hann lagið af eldmóði og aðdáanlegri leikni. Pasini stóð eins og steini lostinn. Hann kunni að tapa. En mest hélt Paganini upp á Guárneri-del-Gesu-fiðlu, sem smíðuð var árið 1725. í erfða- skrá sinni ánafnaði hann Genua- bæ þá fiðlu. Þessa fiðlu hafði aðdáandi hans einnig gefið honum. Hann fór einu sinni til Leghorn til þess að njóta þar hvíldar í nokkra daga og hafði ekkert hljóðfæri meðferðis. Hann var mjög þektur í Leghorn vegna hljómleika, sem hann hafði hald ið þar, og nokkrir menn þar undirbjuggu hljómleika fyrir Paganini, og auðugur Frakki, Livron að nafni, lánaði honum þessa Guarneri-fiðlu til þess að spila á við þetta tækifæri. Paganini spilaði betur en hann hafði nokkurn tíma gert áður, því að fiðlan var frábært verkfæri. Og þegar hann ætlaði að skila Livron henni aftur eftir hljómleikana, sagði Livron: “Nei þú skalt eiga hana. Eg vil aldrei saurga þá strengi, sem þú hefir snert.” Það kann að vera, að þessi fiðla hafi valdið dálitlu um það, að sá kvittur kom upp, að Paga- nini væri á valdi djöfulsins, því að annars gæti hann ekki náð valdi yfir fólki með leik sínum. Það var sagt, að hann hefði verið í fangelsi um margra ára skeið fyrir að hafa drepið keppi- naut sinn í ástamálum og reynt að drepa konuna, sem þeri elsk- uðu báðir. Það væri því ekki að undra, að hann hefði náð mikilli leikni í fiðluleik, af því að hann hefði ekki haft neitt annað að gera í fangelsinu annan þann tíma, sem hann hefði dvalið þar, en æfa sig að spila á fiðluna sína. Og hvað viðviki því, að hann gæti spilað heil lög án þess að nota fleiri en einn eða tvo strengi, þá væri skýringin sú, að hann hefði ekki haft peninga til þess að kaupa nýja strengi í staðinn fyrir þá, sem biluðu, meðan hann var í fangelsinu. En kjaftasögur þessar gátu ekki skýrt list Paganinis til hlít- ar. Samt sem áður breiddust þær út, jukust og margfölduð- ust, og loks var það orðið mál manna, að Paganini væri á valdi djöfulsins. Menn virtust samt ekki ganga svo langt að halda því blákalt fram, að hann hefði selt djöflin- um sál sína, en til voru þó menn sem sögðust hafa séð djöfulinn í öllum herklæðum standa við hlið Paganinis á hljómleikum og stýra hendi hans, er hann lét bogann renna yfir streng- ina. Fyrst í stað kærði Paganini sig kollóttan um allar kjafta- sögur, en þar kom þó, að hann varð að biðja blöðin að kveða niður róginn og mæltist til þess við kjaftakindurnar, að þær sæu hann í friði. Eitt af uppáhaldslögum Paga- ninis hét “Dans galdrakerlingar- innar” og var tilbrigði um stef úr ballet. Honum þótti líka gam- an að líkja eftir mannsröddinni og dýraöskrum. Einu sinni þegar hann hélt hljómleika í Genua, heilsaði hann áheyrendum sínum með því að láta fiðluna segja: “Buona sera” — gott kvöld —, og þeir svöruðu ósjálfrátt: “Buona sera”. Alt þetta virtist vera mann- legum mætti ofvaxið, svo að það var ekki að undra að menn skýrðu list Paganinis með því að segja, að hún væri “yfirnátt- úrleg”. Paganini fór í hljómleikaför til Vínarborgar og síðan til allra helstu borga í Evrópu, og þær gáfust upp fyrir honum skil- málalaust. Paganini var sýndur mikill heiður, en vænst mun honum þó hafa þótt um það, að kon- ungurinn í Westphalen sæmdi hann barónstitli, sem skyldi ganga að erfðum í ætt hans. Paganini hafði lengi þráð slíka nafnbót og var það einkum vegna sonar hans, Achillino. Hann hafði áhyggjur út af framtíð hans, en þessi baróns- titill mundi tryggja honum .virðingarstöðu í mannfélaginu. Paganini hélt hljómleika í París. Það er óvíst, að nokkurn tíma eða nokkurs staðar hafi fleiri og meiri bókmennta- og tón- snillingar varið saman komnir en í París árið 1831. Paganini vakti þar geysi hrifn ingu. Fraz Llszt, hinn frægi þýzki píanósnillingur og tón- skáld hlustaði á hann þar. Liszt var ungur þá. Hann hafði fyrir nokkru byrjað að fást við tón- smíðar, en misst trúna á tónlist sína og heiminn og lagt tónlist- inu á hilluna. Hann varð mjög hrifinn af list Paganinis: “Hvílíkur mað- ur!” sagði hann eftir hljómleik- ana, “hvílíkur listamaður! Hví- líkar þjáningar, hvílík angist, hvílíkar pyntingar búa í þess- um fjórum strengjum”. Það er söguleg staðreynd, að eftir að Liszt hafði hlustað á Paganini spila, þá svall honum móður og hann brann af löngun til að verða sjálfur snillingur og hann sneri sér aftur að tónlist- inni. Eftir dvöl sína í París, fór Paganini til Englands, Skotlands og Irlands. Paganini þjáðist alla æfi af magaveiki, og meðölin, sem hann tók inn, gerðu aðeins illt verra. 1834 hætti hann að spila opinberlega — en hélt þó hljóm- leika í Torino í maí 1837, til ágóða fyrir góðgerðastarfsemi — og fór til Genua, og þar var honum tekið eins og sigurveg- ará. Hann var orðinn stórríkur maður, átti, að því er talið var, um 2 milljónir franka. Hann var þá 52 ára að aldri og dauðinn beið hans. Hann keypti sér hús nálægt Parma, og þar ætlaði hann að lifa í ró og næði og gefa út lög sín. 1 hvert skipti, sem honum fanst sér líða betur gaus upp í hón- um metnaðurinn og hann brann af löngun til þess að fara hljóm- leikaför annað hvort til Rúss- lands eða Ameríku. Hann var þá 68 ára að aldri urinn 1839 fór hann til Nizza til þess að dvelja þar hjá vini sín- um, Cesnole greifa. Eitt fagurt kvöld í maí virtist Paganini vakna af dvalanum, og hann bað um fiðluna sína. Inni í herberginu, þar sem hann var, var mynd af Byron. Paga- nini stóð upp byrjaði að spila lag, sem mynd Byrons blés hon- um í brjóst, en Paganini dáðist mjög að honum. Cesnole greifi og nokkrir aðr- ir vinir Paganinis, sem viðstadd- ir voru, sögðu frá því síðar, að aldrei hefði hann spilað eins guðdómlega. Síðan féll fiðlan og boginn úr höndum hans. Paga- nini missti meðvitundina, lifði nokkrar klukkustundri, en var dáinn næsta morgun, 27. 'maí 1840. Þegar presturinn í Nizza frétti það, að Paganini væri að bana kominn, kom hann að beði hans, en Paganini gerði sér ekki ljóst, að hverju stefndi og kvað prest- inn geta veitt sér nábjargirnar seinna, þegar tími væri til kom- inn. Þess vegna dó hann án þess að geta skriftað, og þegar Ces- nole greifi ætlaði að fara að undirbúa jarðarförina, neitaði klerkurinn að jarða hann í vígðri mold. Málinu var áfrýjað til kirkju- yfirvaldanna, og meðan á úr- skurði þeirra stóð, geymdi greif- inn líkið smurt í höll sinni. Til hallarinnar streymdu fjölmargir aðdáendur Paganinis til þess að skoða lík hins látna snillings. Líkið var flutt til Lazaretto í Villefranche, en það er bygging lítil og óásjáleg, nálægt Nizza og sést þaðan út yfir blátt Mið- jarðarhafið. Fiskimennirnir heyrðu á nótt- um óp, sem þeim fannst koma frá Lazaretto. Kannske var það djöfullinn að spila á djöfullega fiðlu, eða var það neyðaróp glat- aðrar sálar. Þegar í málastappi þessu hafði staðið í mánuð og engin lausn fengist, fluttu Cesnole greifi og nokkrir aðrir vinir Paganinis lík hans burt úr Lazaretto og jarðsettu það í landareign eins þeirra. Það er ekki fyr en 1844, að Achillino Paganini var leyft að flytja lík föður síns til Parma ug jarðsetja það þar á ættaróð alinu þeirra. Lesbók. V Á gamlárskvöld í Seattle Tvo vetur, 1925—1927, var það hlutskipti mitt að þjona Hallgrímssöfnuði í Seattle. Á þeim árum var kirkjan keypt, sem síðan hefir verið eign safn- aðarins, sunnudagaskólinn stofn aður, og safnaðarkvenfélagið sömuleiðis. Síðan hefi eg átt þar fáeina góða vini. Einn þeirra, Mr. Kolbeinn S. Thordarson, símaði mér nokkru fyrir ára- mótin og bað mig að koma suð- ur og flytja erindi á Vestra- samkomu á gamlárskvöld. Vestri er það sem mætti kalla Þjóð- ræknisfélag Islendinga í Seattle. Það nefnir sig lestrarfélag, hefir bókasafn, heldur fundi mánaðar- lega, hefir skrifað blað, sem nefnist Geysir og er lesið á hverjum fundi. Það hefir orðið að margra ára fastri venju, að þetta félag efni til samkomu á gamlárskvöld. Á þessa samkomu var eg nú beðinn að koma. Mér þótti vænt um boðið og tjáði mig fúsan til að koma. Á • gamlársdag vorum við, konan mín og eg, komin þangað suður. Þá daga, sem við dvöldum í Seattle, vorum við hjá Thord- arsons hjónunum. Þar var einn- ig séra Octavíus Thorláksson, fyrrverandi trúboði í Japan. Nú á hann heima í Berkley í Cali- fornía og starfar fyrir Board of American Missions, sem er heimatrúboðsnefnd sameinuðu kirkjunnar lútersku. Þetta eru alt gamlir vinir okkar, og var veran þar unaðsleg. Fjör og kátína séra Octavíusar spilti ekki til. Samkoman var haldin í kirkju Hallgrímssafnaðar, sem nefnist Calvery Lutheran Church. Það er ágætt hús til safnaðarstarfs. Aðal-guðsþjónustusalurinn er fallegur og kirkjulegur. Hann tók miklum stakkaskiftum á þeim árum, sem séra Kristinn/ Ólafsson þjónaði söfnuðinum. Við hliðina á aðal kirkjuhúsinu er sunnudagaskólasalur og hinu megin herbergi. Niðri er sam- komusalur, eldhús og fleiri smá- stofur. Kirkjan er nú skuldlaus eign safnaðarins. Samkoman hófst um kl. 8. Mr. Thordarson, forseti Vestra, stýrði henni, með alþektri rögg- semi; en af skemtunum hygg eg að kvenfólkið hafi lagt mest til þessa móts. Skáldkonan Mrs. Jakobína Johnson, flutti eitt af sínum fögru kvæðum. Þrent fer sam- an í ljóðum hennar: hreint, lipurt, smekklegt mál; tærar laðandi hugsanir; lokkandi, hríf- andi myndir; og svo það sem mestu varðar, töfrandi blær> sem lyftir ljóðinu upp í heim skáldskaparins. Mrs. K. F. Frede rick las flokk enskra kvæða. Hún hefir lengi verið kennari í enskri framsögn og hefir ó- vanalega gott vald á fögru ensku máli. Það var unaður að hlusta á hana. Hún valdi nokkur ame- rísk skáld til þess að flytja mönnum áhugaríkan boðskap- Bæði efni og meðferð vöktu hrifningu. Ung mær, Miss Krist- ín Jónsson, lék á fiðlu, og leysti verk sitt af hendi mæta vel. Systir hennar lék undirspil á píanó. Erindið, sem eg flutti nefndi eg Ragnarök. Rakti eg með fá- um orðum það efni eins og frá því er sagt í Eddu, en setti það svo í samband við veraldar- styrjöldina, sem nú stendur yfir- Samkomufólkið söng tvö eða þrjú lög, og var Mr. AlfreJ Albert þar leiðtoginn. Þegar þessum þætti samkom- unnar var lokið, fóru menn '<■ neðri salinn, og þar hafði kven- fólkið á reiðum höndum kafú og brauð, nóg af hvorutveggja- Menn sátu þar góða stund við unað veitinganna og vinamóts- ins. Þá komu menn aftur í efii salinn og þar var til reiðu ann- ars háttar skemtun. Voru þa sýndar íslands myndirnar, sem Þjóðræknisfélagið hefir með höndum. Séra Octavíus Thor- láksson skýrði þær. Fólk hafði ánægju af þessu, og ýmsir töl- uðu um, að vel færi á því að sýna þær aftur. Myndasýningunni var lokið fáeinum mínútum fyrir áramót- in. Lét þá séra Octavíus syngja sálm og svo flutti hann bæm Lauk svo samkomunni með hlýj- um handtökum og nýjárskveðj- um. Við hjónin vorum í Seattle fram yfir næstu helgi. Á sunnu- daginn flutti eg, samkvæmt beiðni, prédikun við íslenzka guðsþjónustu, sem séra Octavíus stýrði. Við vorum, allar þessar stundir í vinahöndum. Alt var gjört til þess að gjöra okkur veruna yndislega. Á leiðinni heim til Vancouver, dvöldum við liðugan dag í Blaine. Við gistum hjá Mr. Jó- hánni Straumfjörð. Þar voru einnig vinahendur á lofti til að gjöra okkur dvölina ánægjulega. R. M. The Soul of Me Dedicated to my moíher, Steinunn Björnson. When I no longer lift the eyes to see The morning light alive with flaming glow That burns within the longing to be free And drifts wherever summer winds may blow, If foamy clouds and sunlit shades of blue May roam the heavens free fram gazing ey.e, Or dying day when veiled in crimson hue As husk unfolds the cloak of evening sky; Should slender beams from silént moon astray And shine like loosened threads of streaming light, As stars are paving their high silver way And I feel only darkness of the night. Ah’ I shall sit and dream awhile of thee And bring to life again the soul of me. Freda Mc Donald.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.