Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943. 5 Cologne-borg, fjórum mánuðum efiir sprengjuárásinu miklu, 31. maí 1941. í þessari hrikalegu árás á Cologne tóku þátt 1.000 brezkar sprengjuflugvélar; léku þær borgina svo hart, einkum höfnina og hafna til, og reyna að koma hlutunum á ný í Þjóðverjar enn önnum hafnir við að hreinsarvirkin, að fjórum mánuðum seinna voru sitt upphaflega form. fram alla krafta sína. Hann skildi það auðvitað strax, að hið fyrsta verkefni hans var að gera eitthvað fyrir prestana, eftir að hann hafði tekið við embættinu. Hjálpa þeim áfram til ytra og innra sjálfstæðis og þroska. Hann vissi, að verkefni hans í kirkjustjórninni mundi verða svo mörg og stór, að hann þyrfti mjög á því að halda, að presta- stéttin skildi þau og stæði með honum. Hann gerði sér líka á- gætustu presta í Hólastifti að tryggða- og t.r'maoarvinum: Séra Sigurð Jónasson á Grenjaðar- stað, séra Gottskólk Jónsson í Glaumbæ, séra Björn Gíslason í Saurbæ, séra Erlend Pálsson að Breiðabólstað o. fl. Eg nefndi séra Sigurð Jónsson á Grenjað- arstað. Hann hafði einnig verið alúðarvinur Ólafs biskups Hjalta sonar. — Án efa hefir það verið sérstaklega drenglyndur og ágætur maður. Hann var í raun og veru kjörinn Hólabiskup af Norðlendingum eftir Ólaf bisk- up, en ekki Guðbrandur Þorláks son. En konungur vildi ekki sinna því kjöri, er í hlut átti svo náinn ættingi Jóns biskups Arasonar, en kallaði Guðbrand utan, eins og áður var frá skýrt. En séra Sigurður erfði þetta ekki. Hann varð síðar einn allra, ef ekki allra ráðhollasti vinur Guðbrands biskups, og hélzt það alla æfi. Veitti biskup honum og margháttaðar sæmdir og sýndi honum vináttu með mörgu móti. Studdu allir þessir prestar, er eg nefndi, biskup og styrktu í embætti hans og við hin marg- víslegu áhugamál. — Eitt hið fyrsta, sem Guðbrandur biskup hófst handa um, var að bæta úr fáfræðinni, sem var svo al- menn, að því er við kom siðbót Lúters og kenningu hans. Auð- vitað var, að á því voru margir erfiðleikar. Landið var strjál- býlt, og ekki hlaupið að því að ná út á meðal fólksins. Bækur hlutu að vera handhægasta og bezta leiðin, og svo auðvitað að efla sem bezt og mest hinn nýja latínuskóla á Hólum, er stofn- settur hafði verið ári áður en Guðbrandur biskup kom heim til embættis síns. Að innræta landslýð Guðs orð það varð þegar í stað hin æðsta hugsjón biskups og mesta hjartans mál. — Hér hafði Jón biskup Ara- son í raun réttri rutt bruatina. Kom hann upp prentverki, að vísu mjög frumstæðu og fá- breyttu, að Breiðabólstað í Vest- urhópi. Var það hin fyrsta prent smiðja landsins. Studdu hann að því verki séra Sigurður sonur hans og hinn fyrsti prentari landsins, séra Jón Matthíasson. Gaf Jón Arason út Bænakver sem nú^er ekki lengur til. Vitað er, að Árni Magnússon átti bæna kver þetta, en það brann 1728, Fundust síðar af því tvö blöð í bandi utan um bók. Eru þessar síðustu leifar þess varðveittar í Svíþjóð. Ólafur biskup Hjaltason lét prenta Guðspjallabók. en eftir að Guðbrandur biskup keypti prentverk þetta og flutti að Hólum, tók fyrst skriður að komast á bókaútgáfuna. Varð hann á því sviði ógleymanlegur afreksmaður. Hefir hann látið prenta um eða yfir 9 tugi bóka handa þjóð sinni. Sú bók, er lengst mun halda nafni hans á lofti — er hin fyrsta Biblía er á íslandi var prentuð — enda ávalt nefnd Guðbrandsbiblía. Var þetta geysilegt afrek af hálfu útgefandans og þýðand- ans, því að hann þýddi, sem kunnugt er, mikinn hluta af Gamla testamentinu eftir þýð- ingu Lúters og Vulgata, vann mikið að endurskoðun og sam- raemingu á þýðingu Nýja testa- mentis Odds, sem prentað er í Guðbrandsbiblíu. Frh: Borgið Lögberg! Frjáls veröld Eflir Sir Norman Angell. Þýtt úr “Free World” Jónbjörn Gíslason. Frh. Nú virðist pað vera skoðun ýmsra, að það sé aðeins tak- markað og tiltekið verk sem þurfi að inna af hendi, þannig að ef einn fær vinnu, þá missi annar jafnmikið vinnumagn; það er einmitt þetta, sem rugl- ar menn í þessum málum. Þegar verkamaður vinnur fyrir pening um, þá auðvitað eyðir hann þeim, þeir fara í húsaleigu, ferðalög, fréttablöð, bækur, mat og drykk; alt þetta skapar nýja vinnu fyrir einhvern annan mann. Hver einasti einstakling- ur er neytandi, kaupandi og ef til vill að einhverju leiti fram- leiðandi. Ef nú í dag væru helmingi færri íbúar í Ameríku en virki- lega eru, þá mundi að sama skapi verða helmingi minni þörf og eftirspurn eftir brauði, fatnaði, skóm og fleiri lífsnauð- synjum. Þá yrðu líka helmingi færri verkamenn og líka helm- ingi minni verkamanna þörf. Við sköpum allir verk hver fyr- ir annann. Hvað skeði í raun og sann- leika á hinum mikla fólksflutn- ingatímum, frá einu landi til annars? Á níunda tug síðustu aldar, nam árlegur brottflutn- ingur fólks úr Evrópu að jafn- aði 650.000. Talið er að hámark hafi náðst árin 1906—10, þegar næstum 1.500.00 innflytjendur komu til Ameríku ár hvert, þar af hér um bil 1 miljón til Banda- ríkjanna og afgangurinn til Argentínu, Brasilíu og Kanada. Um 1910 námu flutningar til Ástralíu, einni milljón ár hvert; voru það mestmegnis ítalir og Spánverjar. Einnig þeir, að við- bættum Portúgölum fluttu til Brasilíu. Hver urðu svo áhrif og af- leiðingar allra þessara flutninga á hin nýju fósturlönd þessa fólks? Atvinnuleysi? Fjárhags- legar truflanir? Nei, mest af þessu tímabili voru veltiár, og atvinnuleysi algjörlega útilokað. Á þessum árum, þegar miljón manna flutti til Ameríku ár hvert, var ekki einungis nægi- leg atvinna þar, heldur borgað hæsta kaup er þektist um allann heim. Einn af okkar merkustu sér- fræðingum í þessum málum, prófessor Carr Sanders, telur að “aðaláhrif fólksflutninganna á þjóðfélagið í heild, sérstaklega ef sú fjölgun fáist með inn- flutningnum, séu venjulega góð og heilbrigð.” Hann bendir á reynslu Bandaríkjanna í þeim efnum; í einn tíma voru allar hömlur leystar og innstreymi leyft takmarkalaust, og sé fólks- fjölgun nokkurntíma skaðleg, þá ætti hún sannarlega að reynast svo undir slíkum krinumstæð- um, en svo var ekki. Rannsókn framkvæmd af Dr. Jerome, leiddi í ljós þann merki- lega sannleika, að innstreymi fólks og atvinnugóðæri, fylgjast að og haldast í hendur. “Hvernig sem við förum að útskýra þetta” segir hann, “þá. er það mikils- verð verðleikasönnun þess fyrir- komulags er leyfir mönnum að koma og fara eftir vild.” Hver einasta kenning á að standast próf í deiglu reynsl- unnar og sannleikans. Ef sú skoðun er rétt, að innflutningur skapi vinnuleysi og lágt kaup, hvernig verður þá gjörð grein fyrir áðurnefndum staðreyndum, þar sem innstreymi og næg at- vinna og sífelt hækkandi vinnu- laun hélst alt í hendur. Þegar innflutningar hættu næstum með öllu, gengu í garð hin hörðustu atvinnuleysis ár, sem r.okkurntíma hafa þekst í Bandaríkjunum. Um eitt skeið voru þar 15 miljónir manna án atvinnu. Ástæðan var ekki sú að íbúatalan væri of há, heldur hitt að framleiðsla op neyzla röskuðust að hættulega miklu leyti. R. T. Harrodd hagfræðingur frá Oxford, ritar: “Eg aðhyllist algjörlega þá skoðun, að aukin íbúatala skapi atvinnu og fall- andi tala hið gagnstæða.” Sam- hljóða yfirlýsingar frá fjölda hagfræðinga eru fyrirliggjandi. Alt þetta eru staðreyndir, sem ekki verða véfengdar. Fólkstala virðist vera í rénun víðsvegar í heiminum, sérstaklega meðal lýðræðisþjóðanna. Slíkt er að nokkru niðurstaða og afleiðing af borgaralegum venjum og ef til vill af vissum öflum óháðum öllum venjum, er eiga svo djúp- ar rætur að hið alstaðarnálæga vald einræðisþjóðannna hefir sagt þessari hættu stríð á hend- ur og beðið ósigur. Ef þessari fólksfækkun fer fram með sömu hlutföllum á komandi tíma, mun íbúatala Bretlands falla fast að helm- ingi í tíð núlifandi manna, og eftir það enn meir hraðfara, þar til þjóðin líður undir lok. “Fjölg- un hjónabanda, lækkun gifting- araldurs og fækkun dauðsfalla, alt til samans, er vonlaust að geta breytt þessari niðurstöðu,” segir T. H. Marhall, í sambandi við ályktun fjögurra mestu fræðimanna um þessi efni. Hann ritar enn fremur: “Hið eina sem getur bjargað við þessu vanda- máli, er fleiri barnsfæðingar eða stöðugur innflytjenda straumur; annað af þessu eða hvorttveggja er megnugt að bjarga þjóðinni frá áðurnefnd- um endalokum og ekkert annað. Ýkjur í þessu efni eru heimsku- legar og tilgangslausar, þar sem sannleikurinn er svo voðalegur í allri sinni nekt.” Margir fræðimenn í þessum efnum fullyrða, að með sömu fæðinga og dauðahlutföllum, sem nú eru, muni fólkstala Bretlands, Ástralíu og fleiri á- kveðinna landa, falla um 65% á næstu fimtíu ára tímabili. Ef slíkir spádómar rætast, eru framundan kreppu og atvinnu- leysis tímabil, ef til vill mis- munandi löng og hörð. Gjörum okkur í hugarlund inn byrðisástand þess lands, sem hef ir helming húsakynna sinna í- búalaus; öll fargjöld lækkuð um helming; sumar járnbrautar- línur lokaðar vegna þess að fólkið, sem áður notaði þessi tæki, er horfið af yfirborði jarð- ar og ekkert komið í þess stað. Hver mundu áhrifin verða á verðgildi jarða og annara fast- eigna og járnbrautahlutabréf, eða iðnað í pappírsgerð, blaða og bókaútgáfur og kvikmynda- gerð. Hvað sem þessir spádómar eru bygðir á góðum rökum eða ekki þá er svo mikið víst að höfuð- orsakirnar eru þegar fyrir hendi til þessa geigvænlega lokaþátt- ar. Professor Brinley Thomas get- ur þess, að ekki einungis hafi kreppuárin stöðvað fólksflutn- inga, heldur hafi þeir tekið öf- uga stefnu. Hann segir svo: “Til dæmis árið 1932 flutti 102.000 manna handan um haf til ellefu Norðurálfuríkja, og aðei«s fimm ríki vestan hafs, höfðu úttstreymi er nam 65.000. Þessi merkilegu straumhvörf rénuðu aftur fyrir fáum árum síðan. Bandaríkin voru sannarlega ekki í hættu stödd vegna of frekra innflutninga, vegna þess að fyrir stríðið héldu þau að- eins jafnvægi, vegna útflutnings til Norðnrálfunnar, þrátt fyrir ofsóknir og kúgun, sem beið manna þar. IV. í þessu máli, eins og mörgum öðrum, hefir skoðun og stefna einstaklingsins reynst mannúð- legri og göfugri en framkoma þjóðanna í heild. Fjölda barna var boðið heim til trausts og halds á hinn höfðinglegasta máta af einstökum borgurum strax í stríðsbyrjun frá ófriðar- héruðunum. Ekkert gat tekið því fram í göfugmensku. En þessi hjartagæska einkendi ekki afstöðu og framkomu þeirra ríkisstjórna er höfðu innflutn- ingsmálefni með höndum og hefðu átt að mæta þörfum of- sóttra manna fyrir stríðsbyrjun. Niðurl. Ný bók um Vínlandsferðirnar Fyrir stuttu síðan kom út í New York ný bók um Vínlands- ferðirnar, Voyages to Vinland, eftir prófessor Einar Haugen, kennara í norrænum fræðum við ríkisháskólann í Wisconsin, þann, er hóf kennslu í íslenzku í fyrra, eins og frá var skýrt hér í blaðinu. Hefir bókin inm að halda nýja enska þýðingu á þeim fornsögum íslenzkum, er fjalla um Vínlandsfundinn og ferðir þangað; í allmörgum köflum og fróðlegum vel ræðir þýðandinn einnig um Vínlands- ferðirnar frá ýmsum hliðum. Hefir bókin vakið athygli og hlotið góða dóma. I hinu merka og víðlesna ameríska vikuriti, The Satur- day Review of Literature, birt- ist 2. jan. ritdómur um bók þessa eftir dr. Richard Beck. Lýkur hann yfirleitt lofsorði á hana, en þykir þýðandi þó eigi hafa gert nógu vel upp á milli meginheimildanna, frásagnanna í Hauksbók og Flateyjarbók. Hann dregur einnig athygli les- anda að því, að Leifur Eiríks- son hafi verið borinn og barn- fæddur á íslandi, en það hafði þýðanda láðst að taka fram sér- staklega. Þýðinguna á sögunum telur dr. Beck prýðisvel af hendi leysta og sérstaklega læsi- lega. Dánarminning Fimtudaginn 21. jan., andaðist eftir mjög stutta legu á St. Vincents sjúkrahúsi í Vancouver Mrs. Hilda — Ragnhildur — Parks. Hún var 72. aldursári, var fædd á Kleifum í Húna- vatnssýslu á íslandi, kom frá íslandi fyrir 50 árum, giftist í Winnipeg Mr. Fred J. Parks, Englending, í júlí 1898, kom til Vancouver vorið 1900, og hefir verið þar síðan. Hún var systir Mrs. J. Eldon, sem dáin er fyrir nokkrum árum. Mrs. Parks var jarðsungin af séra Runólfi Marteinssyni, laug- ardaginn 23. jan. Kveðjumálin voru flutt í Roselawn útfarar- stofunni en jarðað í Forest Lawn grafreitnum. Hana syrgja eiginmaður, Mr. Parks, og sonur þeirra, William Henry, ásamt konu hans. Þau eiga heima í Vancouver. I þeim hópi er einnig Mr. Victor Eldon, einn af 4 bórnum Mr. og Mrs. J. Eldon; hann var um tíma á heimili móðursystur sinnar, var þeim hjónum mjög handgeng- inn, er enn í Vancouver. Bróðir hans, Ben Eldon, er í Jgsper, Alta, systir, Mrs. Tipping í Winnipeg, og önnur systir, Mrs. Childerhose, í Wollaston, Mass. Mrs. Parks var mjög vinsæl kona, enda var fjölment við útför hennar. Hún var kristin kona og með afbrigðum hjarta- góð, sem öllum vildi gott gjöra, eftir því sem hún náði til að leitaðist ávalt við að færa alt til betri vegar með orð og gjörðir annara. Hún lagði sérstaka stund á að hlynna að ungabörnum; prjóna handa hverju þeirra ein- hverja flík, og hlynna að þeim eftir mætti. Kvæðið, sem fylgir, eftir Mr. T. C. Christie, var lesið við útförina. R. M. Kveðjj Þú ert með augun brostin, að okkar sjónum dáin. Við stöndum steini lostin og störum út í bláinn, að hugsa um lögmál lífsins með löngun til að skilja. Enn alt er óleyst gáta! Að eilífum drottins vilja. Fyrst þú, sem fjóla, ert fölnuð, í föðurtúnum sprottin; sem hnípin haustblóm sölnuð með himneskt traust á drottinn! Að sál þín hólpin svífi til sumarlandsins góða! í drottins dýrðar ríki, og dulheim allra þjóða! Við þökkum samfylgd þína, sem þjóðsystkyn og vinir! Og viljum samhrygð sýna, með síðstu kveðju! En hinir, sem engri eilífð trúa! En eru sjálfbyrgingar? Með trygðrof tungu og þjóðar! En tæpast íslendingar. Þórður Kr. Kristjánsson. \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar« XAAM WAAAAAAAAMAAAAAAAMMAMAMMMAAAAAAM y

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.