Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943. 7 Ferð til Louisville, og þing Lútersku kirkj- unnar þar Efiir G. J. Oleson. (Framhald) Þegar séra Kristinn bað um orðið þá kynti Dr. Knubel hann þingheimi með því að hann væri forseti fslenzka kirkjufélagsins, býst eg við að sumir hafi máske rekið upp stór augu, sem ekki þektu mikið til íslendinga, og ekki þótt hann mjög Eskimóa- legur, því að persónugerfi og allri framkomu stóð hann ekki neitt að baki þeim sem bestir voru á þinginu, eða hvar sem var meðal manna; þessi auglýs- ing Dr. Knubles hefir máske átt þátt í því að blaðið “Courier- Journal” eitt helsta blaðið í Louisville sendi fréttaritara sinn á hans fund — það var falleg stúlka minnir mig — og spurði hann spjörunum úr um íslendinga og kirkjufélagið Lút- erska, kom all-ítarleg grein um samtalið í blaðinu ásamt mynd af séra Kristni, þótti mér mynd in ekki góð, og hafði eg orð á því við hann að mér þætti hann fallegri en myndin, sagðist hann samþykkja það, og vel það. Mun blaðið hafa farið all-rétt með frásögn séra Kristins, aðeins í einu tilfelli mun því hafa skjátl- ast og ekki hermt rétt frásögn séra Kristins, en það þykir nú ekki nein undur. Henry Watterson mælsku- maður mikill og þjóðkunnur blaðamaður stofnaði þetta blað um 1868 og nefndi það Jornal, seinna sameinaði hann það blað- inu Courier og var þá nefnt Courier-Journal, og hefir verið gefið út stöðugt síðan, var hann ritstjóri þess frá byrjun til 1919, hann dó 1921 81 árs gamall. Watterson var fæddur í Wash- ington D. C. en fór til Nashville um 1861 og stofnaði þar blað, hann gegndi herþjónustu í liði sunnanmanna í borgarastríðinu 1861—65. Settist að í Louisville skömmu eftir að því lauk. Hann hafði feykna áhrif í Bandaríkj- unum á sinni tíð, hann var eitt kjörtímabil í Sambandsþinginu. og vann sér mikinn orðstýr þar, en sótti ekki um endurkosningu og hafnaði öllum stjórnarembætt um. Hann var valinn til þess að flytja ræðu er Chicago-sýn- ingin var opnuð 1893. Courier- Journal byggingin er ein af höfuðbyggingum Louisville- borgar. Watterson gistihöllin þar sem séra Kristinn hafði aðsetur a meðan á þinginu stóð, var einn ig stofnuð af honum, afar merki- leg bygging, eru þar í nágrenm nokkrar helztu gistihallir borg- arinnar, svo sem Kentucky og Seelbock. Á þinginu sat eg stöðugt, og Wð félagar allir má segja, þo það sé stundum þreytandi a hvaða þingi’ sem er, þá var það þarna rífandi fjörugt með köfl- um, svo getur maður ekki fylgst ^aeð nema maður sé þar stöð- ugt- Eg stritaðist við að sitja, eins og sagt var um Gamla Njál. Einhverntíma í æsku lærði eg þennan vísu-part: “Það má kalla hyggins hátt, að heyra margt en tala fátt,” og fylgdi eg því heil- rseði all-samviskusamlega. Eg hefi nú aldrei þótt sérlega góður kirkjumaður, hafði eg lítíð tækifæri framan af aldri, eg hefi verið og er enn efasemda- Sjarn, en trúhneygður hefi eg ætíð verið, en hindurvitnalaus. ^argt er það í heimi andans, sem torskilið er, og ekki vil eg kasta öllu því fyrir borð, sem eg ekki get skilið, og meira ljós °g meira frjálslyndi hefi eg íundið hjá kirkj unnar mönnum yfirleitt heldur en hjá þeim, sým engu þykjast trúa og telja Slg skynsemistrúar eða engrar f^úar, það var altítt hér á fyrri arum meðal íslendinga og á sér siað í smærri stíl enn, að menn Uotuðu allskonar hrakyrði um aila trú og guðdóminn og fékk eg óbeit á því tali og þeirri hugs un og get eg ekki í hugsun átt samleið með þeim mönnum, en virðingu get eg borið fyrir skoð- un hvers manns, sem kurteys- lega kemur frma. Skynsemis- trú lætur vel í eyrum, en eitt- hvað er samt meira heillandi við þá menn, sem einlæga trúar- hneygð eiga og lotningu, heldur en hinna, sem engu vilja trúa og öllu neita, nema sjálfum sér. Þegar eg var staddur í Toronto fyrir rúmum tveimur árum síð- an, nokkra daga, rakst eg þar á gamalt íslenzkt tímarit — maður finnur stundum á ólík- legustu stöðum það sem maður á síst von á, — í því tímariti var ritgjörð eftir Jón Sigurðs- son alþingisforseta, þjóðhetju íslands, ritgjörð þessi hneygðisý að trúmálum, og var þar kafli einn sérstaklega, sem vakti at- hygli mína og bergmálaði svo vel í mínu eigin brjósti, bara eg hefði ekki getað — sem ekki er heldur von — sagt það eins vel. Að gamni mínu skrifaði eg þennan kafla í vasabókargarm, sem eg hafði og hljóðar hann svona: “Það er eitt af þeim einkenn- um, sem fylgdu skynsemistrúar- öldunni, að kasta frá sér öllu, sem bygt var á trú, en ekki reynslu, menn þóttust ekki vilja trúa því, sem menn ekki skildu, en ef satt skal segja, skildu þeir harla lítið, sem von var, þeir vissu ekki fremur en Niko- demus hvaðan vindurinn kom eða hvert hann fór. Til hvers þá að láta svo drembilega, eins og maður þykist vita alt og skilja alt og ekki vilja heyra annað nefnt. Látum svo vera, að mörg trú sé hjátrú og hindur- vitni, vér getum ekki að því gjört að oss finst þessi trú vera samfara einhverjum andlegum og skáldlegum tilfinningum, sem ekki finnst hjá þeim, sem þykjast svo upplýstir að trúa engu.” Mér þótti þessi kafli sérstak- lega merkilegur þar sem hann kom frá öðrum eins manni og Jóni Sigurðssyni, sem með sanni má segja var maður, sannur maður. “Sómi íslands sverð og skjöldur,” og allir hafa kapp- kostað að dá hann og frelSis- hugsjónir hans, og engum kem- ur til hugar, enginn þorir aö væna hann um það að hann hafi vðlrið málsvari ófrelsis, þröngsýni eða heimsku, en hann var eftir þessum orðum að dæma á sviði andlegra mála, eins og á stjórnmálasviðinu, víðsýnn og heill, og langt á undan sinni samtíð. En þó að þeir menn séu af sumum dæmd- ir þröngsýnir og heimskir, sem leggja rækt við trúarhugsun og lotningu fyrir æðri mætti og æðra ósýnilegu valdi, þá verð- um því tæplega neitað of nokkr- um því tæplega leitað af nokkr- hefir haft og almenna þekkingu að ljósið frá boðskap meistarans er tryggastur leiðarvísir hverj- um manni og haldbest til varan- legrar farsældar. Stríðsmálin voru allmikið rædd og í sambandi við það drykkjuskaparbölið, sem er al- ræmt þar suður frá ekki síðui en hér norður frá, og hefir eyði- leggjandi áhrif á fjölda af mönn- um, sem herþjónustu gegna, og á annan hátt starfa að stríðs- málum; voru ýmsar tillögur sam þyktar, þar á meðal ein beint til forseta Bandaríkjanna og yfirhershöfðingja Bandaríkja- hersins, þar sem með ákveðn- um og sterkum orðum honum er bent á böl ofdrykkjunnar og hin eyðileggjandi áhrif, sem það hefir sérstaklega innan vébanda hersins, og hann fyllilega á- mintur um það nú þegar að stíga ákveðin spor í því að verja her- mennina og æsku þjóðarinnar gegn þessari hættu, eftir því sem hann hefir vald til. Einnig voru prestar og söfnuðir ámintir um það að leggja fram alla sína krafta til að upplýsa og leið- beina mönnum í herþjónustu og vara þá og hjálpa þeim í öllu tilliti gegn þeim mörgu hættum sem blasir ætíð við á stríðs- tímum, og sem fylgir ofdrykkju og óreglu. Þá voru prestar og söfnuðir hvattir til þess í ákveðinni til- lögu hver í sínu umhverfi að veita hinum ungu hermönnum andlegt fulltingi og aðra hjálp eftir mætti, mýkja og græða sár þeirra er ástvini missa í hinum grimma hildarleik, hjálpa þeim, sem heimili og starfi fórna í þarfir lands og þjóðar, eða þeim, sem af völdum stríðsins, og vegna breyttrar aðstöðu og kringumstæðna á einhvern hátt komist á kaldan klaka, efnalega og máske andlega. Loks samþykti þingið hollustu kirkjunnar leiðtogum þjóðarinn- ar til handa, á þessum örlaga- ríku tímum, hollustu gagnvart öllum mönnum og konum, sem herþjónustu gegna, bæði heima fyrir og á erlendum vettvang, og kirkjunnar fulltingi í allri neyð og þraut, með áskorun til allra kristinna manna að gefa sinn styrk i fullum mæli í ljósi samvizkunnar fyrir land og þjóð á þessum alvörutímum. Að vísu kom fram rödd eða raddir, sem enga afstöðu vildi að þingið tæki í sambandi við stríðið, en þeir voru fáir. Allir vita hver öfl eru að verki í þessu stríði, sem lýðræðisþjóð- unum varð óhjákvæmilegt að lenda í, her er settur á mót' órétti, einræði á móti lýðfrelsi, þó ýmsa galla hafi. Kirkjan er skyldug að fylla . flokk þeirra, sem berjast fyrir rétti og mann- frelsi, en móti einræði og kúgun Á Þýzkalandi hafa kirkjunnar þjónar bæði Lúterskir og Katólskir ekki beygt sig fyrir kúgunarvaldi Hitlers, og margir þeirra hafa verið hneptir í varð- hald, og sennilega sumir teknir af lífi. Einn dag þingsins ávarpaði varaforseti Bandaríkjanna Hon Henry Wallace þingið, hafði hann komið til Louisville til að flytja þar ræðu og var honum boðið að ávarpa kirkjuþingið. Flutti hann stutta ræðu. Mintist hann í ræðu sinni sérstaklega á trúboðsstarf Lútersku kirkjunn- ar í löndum þeim, sem Banda- ríkin eiga nú í stríði við, og fór hann lofsamlegum orðum um mannúðarstarf það sem kirkjan er að vinna. Mr. Wallace er myndarmaður að vallarsýn, hann sýndist þreytulegur, hefir góðmannleg- ann svip. Hann er sagður kristi- lega sinnaður maður, og hefir áhuga fyrir kirkjulegu starfi. (Framhald) Rússar breyta kolum í gas neðanjarðar Eftir Dyson Carter. Um síðustu aldamót hóf Lenin að rannsaka hvernig að nota mætti vísindin mönnunum til sem mestrar velferðar. Hann komst skjótt að þeirri niður- stöðu, að grundvallar viðfangs- efnið væri eldsneyti og orka. Ef hægt væri að framleiða næga orku um alla jörðina og dreyfa henni hvar sem væri, með því gæfist mönnumim það afl, sem þeir þyrftu, til að geta beislað náttúruöiflin og notað þau í sína þjónustu, öllum til heilla. Lenin vann mikið að því, að finna nýjar leiðir til að fram- leiða orku í stórum stíl. Hann skrifaði mikið um það mál. Eft- ir mikið heilabrot opnaðist fyrir honum töfra leiðin til þess. Hann fylgdi að miklu leyti því plani sem tveir nafnfrægir efnafræð- ingar höfðu lagt, fyrir löngn síðan, þeir: Rússinn, Mendeleev, og Englendingurinn Ramsay. Þeir höfðu báðir álitið, sem fáránlega frumstæða aðferð, aö grafa kolin upp úr jörðinni. Þeir bentu á hversu hlægilega óhag- kvæmt það væri að höggva upp kolin mílu ofan í jörðinni, hala þau svo upp, flytja þau svo á járnbrautum eða \skipum, og svo eftir alla þessa fyrirhöfn, að setja þau í brensluofn, til þess að ná úr þeim gasi til notk- unar, til iðnaðar og heimilis- þarfa. Hversu fávíslegt er ekki að brúka kol fyrir eldsneyti. Þeir sýndu fram á hvernig ofurlítið af kolum, sem brent væri niður í námunni, mundi hita alt í kringum sig feikna mikið af kolum, og þannig framleiða kola gas í afar stórum stíl. Þetta gas mætti leiða hvert sem vildi í pípum, og þyrfti hvorki að nota járnbrautir né skip til flutninga þess. Með þeirri aðferð þyrfti aldrei að hreyfa kolin, né snerta þau. Það er næstum ótrúlegt að þessi aðferð, sem hefði aukið ágóðá enskra og rússneskra kolanámueigenda svo feikna mikið, var ekki alvarlega tekin til greina af verkfræðingum, og námueigendum. Þeir sögðu bara að slík aðferð væri ómöguleg. Fyrsti maðurinn, sem tók hug- myndina alvarlega var Lenin, faðir rússnesku byltingarinnar. Árið 1913 skrifaði hann ítarlega ritgjörð í blaðið Pravda, um þetta mál. Honum var ljóst, að kol brend djúpt niðri í jörðu, var ein af orkulindum náttúr- unnar, andspænis manninum. Það er erfitt, hættulegt og kostnaðarsamt að grafa kolin úr jörðinní, og flytja þau til neyt- enda. Lenin sá að hugmynd þeirra Mondeleev og Ramsay var vegurinn til að sigrast á kol- unum, og láta þau hlýða vilja og þörf mannsins. Lenin sá og tvo aðra möguleika við þetta fyrirkomulag. í fyrsta lagi: að takmarkalaus gas-framleiðsla neðan jarðar, krefðist nýrra tegunda orkuvéla, til þess að geta notað gasið, gastúrbínu, sem þyldi afar mikinn hita — slíkár vélar eru nú 1 notkun á Rússlandi og öðrum löndum — en þær eru stríðsheimildarmál sem stendur, —- f öðru lagi: þessar gas-túrbínur gera og mögulega rafmagnsframleiðslu svo ódýra, að eigi kostar meir en einn fimmta af því, sem ódýrast raforka er framleidd nú. Hugsið ykkur byltingamanninn Lenin, eltan eins og ref land úr Jandi, af öllu lögregluliði Evrópu eigandi þá þekkingu, sem hefði vel getað gefið Evrópiskum kapi talistum takmarkalausa iðnaðar framleiðslu og margfaldað auð- æfi þeirra! Hann skrifaði rækilega um þetta mál, en engin fjármála- maður veitti því neitt athygli. Þegar byltingin hófst á Rúss- landi, var Lenin svo upptekinn við ríkismálefni, að hann gat þá ekki gefið sig við að koma þessari hugmynd sinni í fram- kvæmd, en hann sagði Stalin allt um áform sitt viðvíkjandi kolabrennslunni. Eftir lát Lenins, fór Stalin að rannsaka þessar áætlanir og möguleika um kolabrennsluna. Hann átti erfitt með að fá menn til að skilja, að þetta væri mögu- legt. Iðnaðarmenn voru vantrú- aðir á það, en verkfræðingarnir bara hristu höfuðið yfir því. Stalin benti vísindamönnunura á, að hin nýju vísindi tilheyrðu almenningnum. Allar hugsjónir verða að vera reyndar til þrauta; og að síðustu var gefin skipun um að kveikja í kolanámum. Tilraunin heppnaðist langt fram yfir beztu vonir, sem Stalin hafði gert sér. Árið 1938 var kveikt í hinu mikla Gorolovka námusvæði; og fleiri fylgdu á eftir. Kolanámunum var breytt í -gas-bruna, með undrahraða. Nú er undirjarðar kolabreyting í gas á Rússlandi orðin svo stórkostleg, að það er út af fyrir sig, sem sérstakur stór iðnaðar fyrirtæki. Hvernig er farið að því? Það er mjög einfalt og óbrotið. Til þess að brenna námu, þarf tvo strompa, sem ná niður að kolun- um, því næst lárétta palla, sem ná að stropmunum. Þegar þessi umbúnaður er fullgerður, er kveikt í kolunum. Uppi á jörð- inni eru blævélar — fans —. sem blása lofti niður í gegnum strompinn. Hversu mikil brensla fer fram, takmarkast af því, hve miklu af lofti er blásið ofan í námuna, og hvað hátt hitinn stígur; brenslu og hita niðri í námunni er stjórnað með loft- straumunum að ofan. Hugsum oss það feikna hitama,gn er myndast niðri í námunum. — Látum oss hugsa oss eldstæði sem brendi 100 tonnum af kol- um á hverri mínútu. — í slík- um eldgíg breytist náman í gas- brenslu ofn, sem framleiðir ó- hugsanleg ósköp af gasi. Víðar og sterkar pípur eru lagðar ofan í námuna, gegnum annan stromp inn, sem leiðir gasið upp, og þaðan hvert sem þörfin krefur. Við þetta þarf enga námu- menn, aðeins fáeina menn til að passa blástur vélarnar. Sér- fræðingar passa hitann og brenn sluna, sem er sýnd með vísir á skífu, sem komið er fyrir við annan strompinn. Það hefir verið reiknað svo til að einungis 60% af kolunum náist upp með vanalegri námu vinnslu, en með þessari nýju að- ferð notast 90% af kolunum, breyttum í gas. Gamlar námur, sem hafa ver- ið yfirgefnar, má nú nota með þessari aðferð. Eldurinn smá læsir sig eftir hinum fjarlæg- ustu kolalögum, og allt notast upp. Úr lélegum kolum, sem eru lítt brúkanleg til eldneytis, fæst gott gas. Hvernig er svo gasið brúkað? Það er aðallega brúkað á þrenn- an hátt, því er brent í vanaleg- um iðnaðar stofnana eldstæðum, í staðinn fyrir kol. Því er brent í hinum nýju ofurhita túrbínum, sem settar eru í samband við raforku framleiðara. Þessar raf- orkustöðvar hafa sannað áætl- un Lenins, að lækka mætti fram leiðslukostnað raforku um fjóra fimmtu eða í einn fimta af því sem nú kostar að framleiða raf- orku með vatns- eða gufukrafti.' Hvað þetta meinar fyrir iðnaðar framleiðslu á Rússlandi, getur hver sem vill, gert sér dálitla grein fyrir. Ennfremur eru þessar logandi námur notaðar til þess, sem engan mann hafði getað látið sig dreyma um — þær eru not- aðar sem eitt feikna kemikal verkstæði. Ef vatni og lofti er dælt inn í þetta brennandi víti, koma fram fjögur frumefni, sem eru: Súrefni, vatilsefni og köfn- unarefni og kolefni. Með þess- um efnum má framleiða fjölda kemisks iðnaðar. Rússar segja • ekki mikið, sem stendur, um sínar nýju kemisku framleiðslu stofnanir; en hvaða verkfræðing ur sem er, getur sagt yður, við hverju má búast frá slíkri kem- iskri framleiðslu, sem ekkert kostar, að byggja, sama sem engar vinnuvélar, enga aðflutn- inga hráefna, sem hefir hita og orku, sér að kostnaðarlausu, og geta í það óendanlega aukið framleiðslu sína, aðeins með því að snúið sé hnapp. Slíka kemiska framleiðslu er auðvelt og fljótlegt að stofna, hvar sem kolalag er í jörðu. Þessi nýja uppfinding bendir glögglega til þess, að eftir stríðið verður stór- kostleg framför í kemiskum iðn- aði, um annan heim. G. E. Eyford þýddi. I Hitt og þetta Þrír einmana óhamingjusamir mannræflar stóðu í húðarign- ingu úti á brú nokkurri. Einn þeirra sagði hrissings- lega: — Það er kalt. Hinir tveir svöruðu ekki. Eftir nokkra stund sagði ann- ar mannræfillinn: — Mér líður illa, í svona kulda. Sá þriðji þagði. — Eg veit um heitari stað, sagði sá fyrsti. Steinhljóð. — Hel mikið heitari stað, sagði sá fyrsti aftur. — Hvar? sagði mannræfill nr. 2. — f víti! Og þangað ætla eg, æpti nr. 1, um leið og hann hvarf niður í skolótt fljótið. Eftir nokkra stund klifraði nr. 2 einnig upp á handriðið og sagði: — Hann hafði rétt fyrir sér, og stökk einnig niður í fljótið. Þriðji mannræfillinn rýndi ráðleysislega niður í strauminn. Svitinn spratt út á enni hans. Hann tók svo fast utan um hand riðið, að hnúar hans hvítnuðu. Hann tautaði lágt: — Eg get það ekki! Eg þori það ekki. Það er ekki víst, að það sé eins heitt í himnaríki!!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.