Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943.
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
♦ -f ♦
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund á miðvikudagskvöld-
ið 17. febrúar, að heimili Mrs.
J. P. Markuson, 871 Downing
St. Þetta er ársfundur deildar-
innar og því æskilegt að sem
flestir meðlimir mæti.
f f f
Góðar Bækur.
Smoky Bay, Steingrímur
Arason, kennari $2,25
A Primer of Modern Ice-
landic, Snæbj. Jónsson 2,50
Stafsetningar orðabók,
Freysteinn Gunnarsson 2,25
Vestmenn, Þ. Þ. Þorsteins-
son 2,50
Æfintýrið frá íslandi til
Brasilíu Þ. Þ. Þ. 3,75
Icelandic Canadian 4 hefti
á ári 1,00
Allar bækurnar, nema Ice-
landic Canadian, eru í bandi og
póstgjald innifalið í verðinu.
Björnssons Book Slore,
702 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.,
Canada.
f f f
Gjafir íil Belel í janúar 1943.
Jón Sigurðson Chapter I. O.
D. E. Calendar. Sigurbjörn
Bjarnason, Betel $2.00. “A friend
of Betel”, Oak Point Man. $10.00
Mrs. Voga Swanson, Blain
Wash. “áheit á Betel” $2.00.
Ónefndur á Lundar, Man. $15.00.
Glenboro Sunday School to
honor the memory of B. G.
Myrdal who died at Betel Dec.
23. 1942 $5.00. Mr. og Mrs. Einar
Thomasson, Westbourn Man.
$10.00.
Kærar þakkir.
J. J. Swanson, féhirðir.
308 Avenue Bldg. Wpg.
f -f f
Ársfundur þjóðræknisdeildar-
innar “Esjan” verður haldinn
að heimili Mr. og Mrs. S. E.
Björnson, Árborg, Man. sunnu-
daginn 14. febr. n. k. kl. 2 e. h.
Kosnir verða fulltrúar á næsta
þjóðræknisþing.
Áríðandi að sem flestir með-
limir sæki þennan fund.
f f f
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 11. þ. m.
1 gjafalistanum til Betel, sem
birtist í Lögbergi þann 24. des.
síðastl., misprentaðist nafn eins
gefandans; þar átti að standa
nafnið Mrs. Guðný Frederick-
son, en ekki Friðrikson, eins og
prentað var. Ennfremur féll úr
listanum. Mr. og Mrs. Emil
Johnson, með $1.00 gjöf.
f f f
Mr. Egill Holm frá Árborg
er á Almenna sjúkrahúsinu hér
í borginni þessa dagana undir
læknisskoðun.
Viking Club
Laugardagskvöldið síðastliðið
hclt nýstofnaður félagsskapur,
I.he t'iking Cluh, opinn fund,
þar sem veitt var máltíð, ræður
fluttar og söngur og hljóðfæra-
sláttur. Félagsskapur þessi er
stofnsettur af fólki af skandinav-
iskum uppruna og hefir það
markmið að auka kynningu
meðal þjóðahrotanna og ihalda á
lofti sameiginleguin arfi nor-
rænna manna. Forseti félagsins
er Jónas Jónasson og stýrði hann
samkomu þessari með lipurð
og prýði, og skýrði með nokkr-
um orðum tilgang félagsins og
bauð öllum norrænum mönnum
að gerast félagar. Mr. A. W.
Klieforth konsúll Bandaríkjanna
í Winnipeg og Mr. H. Oldham,
brezkur viðskiftaráðunautur á-
vörpuðu samkomuna vingjarn-
legum orðum. Aðal ra'ðuna
flutti W. J. Lindal, dómari og
fjallaði hún um útþrá víking-
anna, ást þeirra á frelsi og virð-
ing fyrir þingbundinni stjórn.
Erindi Lindals dómara var vel
samið og hélt óskiftri athygli
fólksins. H. 1*. A. Hermansson
þakkaði ræðumönnunum. Miss
Florence Forsberg söng sóló og
Miss Elsie Sikkerbol lék undir-
spil. — Samsæti þetta var með
afbrigðum vel sótt og rikti þar
samlyndi og bræðralag.—Aðeins
ein bending kemur ritaranum
í hug, ef slíkar samkomur yrðu
haldnar í framíðinni, sú, að
nefndin skipi niður fólkinu við
borðin og blandi þar þjóðunum,
svo að ekki sitji saman allir ís-
lendingar í einu horni, Danir í
öðru, o. s. frv., gæti þannig auk-
ist persónuleg kynning meðal
fólks af mismunandi uppruna.
Prestur dönsku lútersku kirkj-
unnar. Victor Bagger, flutti borð-
bæn á undan máltíðinni. Einnig
talaði nokkur orð H. A. Brodahl,
skrifari félagsins.
Gestiw.
The lcelandic Canadian
A quarterly magazine published by The Icelandic
Canadian Club. Aim: To acquaint people of Icelandic
descent with their cultural heritage, stimulate literary
efforts and to form a bond betwin people residing in
tfarious parts of this continent.
Subscriptions $1.00 per year. New group subscriptions
4 for $3.00. Address:
The Icelandic Canadian, 869 Garfield St Winnipeg, Man.
Karlmanna* Warrendale’
Broadcloth
SKYRTUR
Búum til úr baðmullar-broad-
cloth í uppáhalds hvítmjúkum
lit. Áfastur kragi eykur þaeg-
indi þessara skyrtna. Stærðir
frá 14 til 17 þml. í hálsmál:
ermar af mismunandi lengd.
$1.25
SKYRTAN
Men’s Furnishings Section. Main Floor
>T. EATON C?„,TED
Haustsnjóar
Kvæði eftir Jakob Thorarensen.
Fyrir skömmu kom út kvæða-
bók eftir Jakob Thorarensen,
sem hann nefnir Haustsnjóa. Er
þetta sjötta ljóðabók skáldsins
og níunda bókin, þegar sögur
hans eru með taldar.
Einhversstaðar sást það eftir
höfundinum haft, að þetta yrði
síðasta kvæðabókin frá hans
hendi. En óþarfi er það fyrir
skáldið að hafa í slíkum heiting-
um við mann að fyrra bragði,
því að góður viðburður hefir
það jafnan þótt, þegar bók hefir
komið frá honum, og svo er enn
að þessu sinni.
í fyrstu kvæðabók sinni, Snæ-
ljósum, sem út komu 1914, segir
Jakob Thorarénsen á þessa leið:
Einhverjir glettnir glampar
glæða mín ljóð og móta
snögt, sem um nótt á snjónum
snæljósin leiftra og þjóta.
Þessum einkennum hefir Jakob
Thorarensen haldið allan rithöf-
undarferil sinn. Að vísu hefir al-
varan farið vaxandi, og glíman
við gátur mannlífsins tekið
meira rúm í bókum hans á síð-
ari árum. Ljóð hans eru jafnan
í föstu formi, og meira bygð á
hvassri íhugun en augnabliks-
hrifningu, enda hefir hann þótt
ærið bersögull og kaldrifjaður
stundum í ádeilum sínum.
1 þessari bók er allvíða að
finna hnittilega glettni, eins og
Tombólunúll og Frelsismánuður.
Önnur eru nokkru grárri á lit-
inn, t. d. Svarti læknirinn og
Fréttaritarinn.
Gömul minni hefir upptök í
sömu jörð og ádeilu- og glettnis-
kvæðin, en lendir í alt öðrum
farvegi, og er það eitt af allra
bestu kvæðum Jakobs. En þó
held eg að honum hafi mistekist
það, sem hann setti sér fyrir,
samviskuleysið í ádeilunni, sem
hann byrjar með
Freyjan roskna, fimtug senn,
feyskin gnoð á tímans bárum;
þú varst ung fyrir þrjátíu
árum,
Það er best þú sért það enn.
Lýsingin á kirkjustaðnum eft-
ir messuna er mjög skemtileg og
snjöll, en að vísu ekki að sama
skapi hátíðleg:
Mannsefnin þau hófu hér
hnífakaup að gaflabaki,
og geymdu þá í þjarki og stjaki
þeim, sem alt á jörðu sér.
Það er eins skáldið þurfi að
búa sig undir það, sem hann veit
að muni verða á heimleiðinni, og
lætur því það gráa snúa út á
feldinum, meðan þess er kostur.
En svo kemur spurningin:
Hvað varð um þig, Ingibjörg?
Engri valdist betri þúfa,
á bak er steigst, með brosið ljúfa
En bros þín urðu helsti mörg.
En þetta var ekki af léttúð,.
samkvæmt rökum skáldsins, því
að niðurstaðan verður sú, þrátt
fyrir keskni í upphafi kvæðisins;
og nokkra áreitni og dylgjur,
Jjpegar dregur að leiðarlokum, að
Ingibjörg er ástúðleg stúlka,
sem allir piltar sækjast eftir.
Það er djúp glóð í þessu kvæði
og dulinn söknuður, eins og best
sést á síðasta erindinu:
Vér erum ýmsir enn á ferð,
æfiskeiðsins grýttu vegi.
Heiðið bláa hylst oss eigi,
en hélu slær á skildi og sverð.
Seinast allir síga í hlað,
síðla að aftni og spretta týgjum.
Þá er engum óskum nýjum
ansað meir, því nótt fer að.
Reykjavík og Vornótt eru
falleg og góð kvæði og þá er
Það slígst ekki síðra:
Menn hugðu víst hálfgert á
frama,
en hökkuðu í farinu sama;
þeir ýttust um grunnmið á ár-
um
og afli var tregur og rýr.
Nú bruna fram hafskip gegn
bárum
og bálviðrum. — Tíminn er nýr.
Á ýmsu hefir ennfremur sann-
ast,
að unt sé á Fróni að mannast.
Á mánuðum landshluta milli
var mjakast á liðinni tíð;
nú sýnt hefir hraðinn oss hylli
og hrest upp á vegmóðan lýð.
Við jöklana er fram á það farið,
að frerum til hlýju sé varið:
Frá upptökum vatnsfalla að ósi
sá aflvaki í straumunum hlær,
sem yljað fær langnættið ljósi —
mörg lífæð í grjótunum slær.
Já, margs er víst ættjörðin
auðug
og eigi til framlaga nauðug,
sé styrkurinn nógur að stríða
og starfið í vorglaðri þrá.
En lýðfrelsis langt var að bíða,
því lá okkur drjúgmikið á:
Jakobi Thorarensen fipast
ekki um viturlegar 'ályktanir,
þegar hann vill það við hafa:
Þann kostnað — að umhverfa
öldum
ei unt er að greiða út í hönd.
Skáldin liggja nú orðið undir
því ámæli, að þau komi ekki
saman ferskeytlu. Jakob Thor-
arensen afsannar það rækilega
fyrir sitt leyti. í Huastsnjum er
að finna bæði >ferhendu og ný-
hendu og hringhenda nýhendu.
ef vel er leitað. Þetta er upp-
hafið á Sundvísum:
Á því klifar oft er þrátt
ósk í vorum sefa,
að herranndýri oss hefði átt
hauksins vængi að gefa.
En himinflug er harðbannað,
holdsins þungi veldur;
jörðin þétta utan að
öllu sínu heldur.
Mörg önnur góð kvæði mætti
nefna i þessari bók, þó að eg láti
hér staðar numið. Lesandinn
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur
776 Victor St.—Phone 29 017
Guðsþjónusta á hverjum
sunnudegi.
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7. e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
Allir æfinlega velkomnir.
* * *
I'
Prestakall Norður nýja íslands.
7. febr. — Árborg, ensk messa
kl. 2 e. h.
14. febr. — Mikley, messa
kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
f f f
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 7. febrúar.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Ensk messa kl. 7. síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
f- f f
Messur í Gimli presiakalli:
Sunnudaginn 7. febr.
Betel, kl. 9,30 árd.
Gimli, kl. 2. síðd.
S. Ólafsson.
f f f
Messunni, sem auglýst var í
síðasta blaði að haldin yrði a
Mountain, N.-Dak. þann 7. febr.
hefir verið frestað til þess 14.
febr. kl. 2 e. h.
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRAM YÐAR
mun finna þau sjálfur, án leið-
sögu. Þetta greinarkorn átti
heldur ekki að vera ritdómur,
því að ætlun mín var aðeins að
minna á bókina, og hygg eg, að
hver maður sé ósvikinn af henni
sem les með athygli. Jakob
Thorarensen er stálgáfaður höf-
undur og leggur oftast þannig
til mála, að ávinningur er á
hann að hlýða.
Jón Magnússon.
Mbl.
Lutefisk kvöldverður.
Á föstudagskvöldið þann 5. þ.
m., efnir Kvenfélag norsk-
lúterska safnaðarins hér í borg-
inrii til Lutefisk kvöldverðar í
samkomusal kirkjunnar á mót-
um Minto og Portage. Máltíðir
kosta 75 cent á mann, og verða
framreiddar frá kl. 5—8 e. h.
Lutefisk er uppáhaldsréttur
Norðmanna, og þykir mörgum
íslendingum hann lostætur engu
síður en hinum norsku frændum
þeirra.
f f f
Séra Valdimar J. Eylands fór
norður til Lundar á miðviku-
daginn til þess að jarðsyngja
aldurhnigna, íslenzka konu;
hann kom heim daginn eftir.
Jól í Vancouver
Sunnudaginn næstan fyrir
jólin, í vetur, 20. des., var jóla-
guðsþjónustan haldin, sam-
kvæmt ákvörðun nefndarinnar,
sem séð hefir um íslenzku guðs-
þjónustur hér á þessu ári. Hún
var að venju haldin í dönsku
kirkjunni.
Guðsþjónustan hófst kl. 3 e. h.
Kirkjan var alskipuð fólki; allir
bekkir fullir, og allmörgum
stólum- bætt við. íslenzki söng-
flokkurinn var þar með fylktu
liði, undir stjórn Mr. L. H.
Thorláksson, en Mrs. Beatrice
Frederickson var organisti.
Ásamt söfnuðinum söng söng-
flokkurinn þrjá íslenzka sálma
og einn enskan. Auk þess söng
hann í upphafi guðsþjónustu
“Heims um ból”, síðan jólasálm
eftir séra N. Steingrím Thor-
láksson undir laginu “Adeste
Fideles” og “Þitt lof, ó Drottinn,
himnarnir hljóma” — lag eftir
Beethoven. — Eg, sem þetta rita,
flutti tvær stuttar prédikanir,
aðra á íslenzku, hina á ensku.
Að guðsþjónustunni lokinni,
fór allur söfnuðurinn í neðri sal
kirkjunnar. Þar var alt fólkið
í boði hjá ungra kvennfélaginu,
“Ljómalind”. Nú í nokkur ár
hefir það félag efnt til þess
háttar samkomu í sambandi við
jólaguðsþjónustuna, og hefir
hún verið góður þáttur í jóla-
fögnuði íslendinga í Vancouvex
þessi árin.
Félagið er nú ekki eins fjöl-
ment og áður, en þessar ungu
konur voru mjög fúsar til að
leggja út í þetta einnig að þessu
sinni. Einn örðugleiki var samt
til fyrirstöðu, eins og nú er
takmörkuð kaffisala, vissu þær
ekki hvernig þær gætu fengið
nægilegt kaffi, en þá buðust
þeim þrjú pund frá glöðum gef-
endum. Mrs. J. E. Fridleifson
forseti þessa félags, er ekki ís-
lenzk, en er samt fylgjandi okk-
ar starfi af lífi og sál.
Þegar menn komu ofan í sam-
komusalinn, sáu þeir að hann
var fagurlega skreyttur. Það
var eitt af því, sem Ljómalind
gjörði til að gefa samkomunni
hátíðlegan blæ. Góðgjörðirnar
voru ágætar, samtal manna og
vinaþel í ríkum mæli, og mikið
af hjartnæmum jólaóskum. Mr.
Thorláksson ávarpaði hópinn og
söngflokkurinn söng. Öllum leið
vel, og menn hlökkuðu til jól-
anna.
Sunnudaginn milli jóla og nýj-
árs, 28. des., að kvöldinu, hélt
íslendingafélag Vancouverborg-
ar, ísafold, jólatréssamkomu fyr-
ir börn. Sú samkoma var einnig
haldin í dönsku kirkjunni, neðri
salnum. Aðsóknin var góð. Þar
voru jafnvel gestir frá Winni-
peg. Mr. Magnús Elíasson, for-
seti ísafoldar, stýrði samkom-
unni. Sá, sem þetta ritar, las
stuttan Biblíukafla og sagði
jólasögu. Sungnir voru jóla-
sálmar. All-stór hópur barna
var þar samankominn, og voru
sum þeirra á skemtiskrá. Archie
Orr, Clive Burrows og June
Burrows fluttu kvæði, hvort
fyrir sig, og öll sameiginlega.
Archie- flutti kvæði á íslenzku
og June eina vísu. John Finnson
lék á fiðlu, Bill Fridleifson á
harmoniku og Harold Erlendson
á píanó. Williams systur léku
saman á píanó. Öll börnin fengu
glaðning. Allir samkomugestir
fengu ágætar góðgjörðir, og
yfir kaffi bollunum og að þeim
tæmdum skemtu menn sér með
gömlum og nýjum kunningjum.
R. M.
Húsráðendum til athugunar
Eins og sakir sianda, höfum við nægar birgðir
fyrirliggjandi af flesium legundum kola, en það er
engan veginn vísi, hve lengi slíki helzi við.
Vegna iakmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi
framleiðslu af þeim sökum, ásami örðugleikum við
fluininga, má því nær vísi ielja, að hörgull verði á
vissum eldsneyiislegundum í veiur.
Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp,
og eigið ekkeri á hætiu með það, að verða eldsneyiis-
lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér
sendið panianir yðar nokkrum dögum áður en þér
þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flulningsörðug
leika.
TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA
KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR!
McCurdy Supply Co., Ltd.
Byggingarefni og Kol
1034 ARLINGTON STREET
SÍMAR: 23 811 — 23 812
WARTIME NOTICE
THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE, the originators of the Grade XI admittance standard,
give notice that due to:
L The increased demand for trained office help—
2. The lowering of minimum age limits and educational requirements by both govemment and
private employers—
3. The sharp decline in the number of persons availahle for business training—
they will, in the interests of Canada’s All-Out War effort, waive their strict adherence to the
Grade XI admitttance requirement until further notice, and will admit selected students with less
than a Grade XI High School standing.
NOTE—New classes will start each Monday. We suggest that you make your reservation now
and begin your course as soon as possible in order to qualify for employment at an earlier date.
THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE
The Business College of Tomorrow — TODAY
300 ENDERTON BLDG., 334 Portage Ave. (4th door west of Eaton’s) Phone 26 565
Write or Telephonc for Our 1942 Prospectus