Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943. R U F U S Eflir Grace S. Richmond <000»>00»»>000000»00000000000»»fr3*»S»fr$9 Þau voru komin að húsinu. Pat opnaði dyrn- ar og sagði: “Þarna koma þá litlu angarnir!” Nancy bar litlu telpuna sofandi í fanginu, Mac Farland hélt á drengnum, glaðvakandi í fangi sér. Þau fóru inn í skrifstofuna. Nancy flýtti sér að klæða þau úr yfirhöfnunum, og tók þau svo upp í keltu sína, þegar þau urðu feimn- isleg við þessi nýju andlit, sem þau sáu þarna. Oliver brosti út undir eyru, en Bruce hallaðist fram, með kynlegum, löngunarfullum svip í sínum djúpu augum. Pat kraup fyrir framan drenginn og strauk feitu, litlu leggina á fótum hans. En hvað dr. Mac Farland viðvék, þá var hann hættur að horfa á börnin, en augu hans hvíldu stöðugt á andliti Nancy. “Þau eru þreytt, þau verða strax að fara í rúmið,” sagði Nancy, eftir að hún hafði hlýjað þeim í fimm mínútur fyrir framan eldinn. Pat • tok drenginn, hvað hann hét vissu þau ekki, en Nancy hallaði ljóshærðu höfði litlu stúlk- unnar upp að öxl sinni. Þau báru börnin upp á loft. Oliver og læknarnir horfðu á eftir þeim fara út úr stofunni, gagnteknir af móðurum- hyggju Nancy. Oliver tók fyi'stur til máls: “Eg hélt að það kynni að verða erfitt fyrir mig að gleyma árekstrinum — hljóðinu, sem konum fylgdi, en eg vona, að eg geti látið mér verða enn minnisstæðara það, sem eg var sjónarvottur að núna.” Mac Farland stóð upp og gekk yfir að rúmi hans. “Með þínu leyfi og dr. Bruce, ætla eg að gefa yður svolitla sprautu í handlegginn áður en eg fer, það tekur frá yður árekstrar- endurminningarnar í nótt. En — þér hafið • nitt leyfi til að muna það, sem þér sáuð rétt núna — áður en þér farið að sofa. Það er annað léttara en að gleyma því, hvað? Hvernig er fóturinn? All-góður?” “Honum líður eins vel og barni í vöggu,” svaraði Oliver glaðlega. “Ó, þér segið ekki satt — en þér um það, Umbúðirnar eru þannig, að þér þurfið ekki að liggja alt af í sömu skorðum, getið hreyft yður c’álítið í rúminu — betra en gamaldags um- búðirnar voru.” “Eg er viss um að mér kemur til með að líða betur en nokkru sinni áður á æfi minni.” sagði Oliver. Eins og öllu er hér fyrir komið nú, þá fullyrði eg, að piparsveinn með brotinn fót gæti ekki kosið á það betra. Er það ekki rétt, Mac Farland?” Mac Farland samþykti það. En í huga sínum gerði hann það með þeirri undantekningu, að börnin vantaði fóstra. Velja var um þrjá. Hver þeirra átti að hafa þann heiður að takast á hendur ábyrgðina með Nancy Bruce Ramsey? Hver þeirra mundi fá leyfi til að borga fötin handa þeim? Hvern þeirra mundi hún ráðgast við, þegar um smá- vegis þeim viðvíkjandi væri að ræða? Honum sýndist hann sjá sömu spurningarnar í svip hinna tveggja. Hvað honum viðvék, þá var honum það full-ljóst, að aldrei hafði hann þiáð að mega vera hluttakandi í neinu eins og í þessu. Hann játaði það hreinskilnislega fyrir sjálf- um sér, að það væri ekki barnanna vegna. XXXVI. “Hann má til með að sjá þau!” sagði Nancy við sjálfa sig. Nancy sat á hækjum sínum á gólfinu. Hún hafði brotið upp ermarnar. Stórt handklæði var bundið um mitti hennar í stað svuntu, því hana atti hún ekki til í eigu sinni. Með sápugri hendinni lagaði hún hárlokk, sem var henni til óþæginda, og bar sig til eins og hún væri vön þvottakona. Sá var þó munurinn, að hún var töfrandi í augum þeirra, sem kynnu að hafa horft á hana. Tvö börn busluðu í baðkerinu, Davíð fjögra ára og Ester tveggja ára. Davíð gat sagt henni fornöfn þeirra, en eftirnafnið var henni ekki mögulegt að skilja. Þegar Nancy heyrði nöfn þeirra, varð henni að orði: “Ó, það eru biblíu- nöfn, sem sýnir, að þau eru af góðu bergi brotin.” Börnin voru sitt í hvorum enda bað- kersins. Hinum silkimjúka, gulu hárlokkum Esterar var haldið frá augunum með klemm- um, en hinn jarpleiti hárbrúskur Davíðs stóð upp í loftið, löðrandi í sápunni, sem Nancy hafði borið í hárið. Líkamir þeirra voru engiÞ fagrir; andlitin voru rjóð og hlæjandi. Börnin höfðu smám saman verið að spyrja um pabba og mömmu, einkum Davíð, sem var eldri, en Nancy hafði tekist að gera þau róleg, og þau voru ánægð að vera hjá henni, meðan þau biðu eftir pabba og mömmu, sem þau gátu ekki skilið, hvað hafði orðið af. Þetta var að morgni þriðja dagsins. Fyrsta kvöldið flýtti Nancy sér að baða þau, klæða þau í náttkjóla af sjálfri sér og leggja þau hiið við hlið í rúmið sitt. Sjálf svaf hún á legubekk í sama herbergi, svo hún gæti verið við hendina, ef þau vöknuðu og kynnu að verða hrædd, þegar þau þektu sig ekki. En þau sváfu alla nóttina og hreyfðu sig ekki, einungis gaf Davíð frá sér andvarp við og við upp úr svefninum, eins og hann dreymdi illa, sem ekki hefði neitt verið að undra. Nancy svaf lítið um nóttina. Hún var svo gagntekin af fögnuði, að augu hennar gátu ekki lokast. Hún starði stöðugt yfir að rúminu, þar sem hún sá tvo litlu kollana upp undan rúmfötun- um við skímuna af götuljósinu, sem kom inn um opinn gluggann. Það hlaut að vera draurn- ur — það gat ekki verið satt, að tvö yndisleg börn svæfu þarna í rúminu hennar, undir henn- ar vernd, og líklegt, að enginn mundi nokkurn- tíma gera tilkall til þeirra. Daginn eftir ók hún með börnin þangað í borgina, sem hún gat keypt það nauðsynlegasta af fatnaði handa þeim, og gerði hún það að vanda, án þess að horfa í eyrinn. Tilfinningar hennar voru i uppnámi, þegar hún var að velja rósrauð undir- föt, svo undurlítil, og bláan kjól og kápu og hatt handa Ester, alklæðnað handa báðum frá yzt til inst. Hún hafði nú hugsað sér, að kaupa smám saman það, sem þau þörfnuðust, en þegar hún var komin af stað, gat hún ekki látið vera að kaupa það alt í einu. Fötin, sem þau komu í, voru hrein, en gróf og viðgerð. Það var óhugsandi að þau notuðu þau föt, þegar hin nýja fósturmóðir þeirra þurfti ekki annað en að opna pyngjuna, sem var að springa utan af seðlum, til þess að kaupa þeim ný föt. Það var svo gaman. Hana hafði svo oft dreymt um, að hún væri að klæða smábörn í fín blúnduföt, föt með fögrum litum úr fínum efnum; og nú að hafa tvö börn að klæða! Sjálf var hún eins og barn, þegar hún kom í leik- fangabúð og var að segja fyrir um, hvaða leik- föng skyldu send heim til hennar. En engin föt gátu tekið fram líkamlegum yndisleik barnanna í baðkerinu, þegar þau léku sér í vatninu; sem ilmaði af sápu. Það leit út fyrir, að þau væru vön baði. Það var Nancy glöð að sjá; Davíð hafði látið þess getið, að þetta baðker væri stærra og öðruvísi lagað en þeirra. “Hann má til að sjá þau!” sagði hún aftur, þegar Davíð fleygði blautum svampi í systur sína og bæði hlógu dátt að leiknum. Nancy stóð á fætur og gekk fram að dyrunum; þar sá hún Pat vera á gægjum. Hann bað hana afsökunar, þegar hann sá hana koma fram í dyrnar. “Eg gat ekki stilt mig um það,” sagði hann og roðnaði. “Það, að heyra tvær barnsraddir í þessu kyrláta húsi, gerði það að verkum, að eg varð að hlusta.” “Já, auðvitað hlustaðirðu, Pat. En, Pat, mig langar svo til, að dr. Bruce sjái þau í bað- kerinu. Gætir þú ekki — einhvernveginn —” “Eg gæti borið hann upp í fanginu, frú — en eg býst við, að hann mundi ekki vilja það. Dr. Mac Farland kom inn í þessu* — hann og eg gætum borið hann upp í stólnum hans.” “Gerðu það í snatri, hvort sem hann vill það eða ekki. Það er honum til ómetanlegs gagns að sjá þetta.” Pat þaut niður stigann. “Eg hefi skipun frá frú Ramsey,” sagði hann, um leið og hann greip um aðra hliðarbrík hjólastólsins og leit á dr. Mac Farland. “Ef þér viljið hjálpa mér, herra, börnin eru í bað- inu, og frú Ramsey segir, að majórinn verði af. sjá þau meðan þau eru þar.” “Hvaða vitleysa — eg get ekki farið upp á loft —” / En James Mac Farland gekk að stólnum og tók um hina bríkina og sagði hlæjandi: “Skip- un verður að hlýða, Lynn. Þú ferð upp nauð- ugur, viljugur.” “Ó, í hamingju bænum,” hrópaði Oliver úr rúmi sínu. “Væri eg ekki svona fatlaður — auðvitað ferðu upp, bjáninn þinn! Kystu þau fyrir mig, viltu gera það?” Hjólastóllinn var borinn upp; við og við rakst hann í, því ilt var að bera hann, en hann var settur niður heilu og höldnu fyrir utan dyrnar á baðherberginu, og Pat rendi honum svo inn. Mac Farland fylgdi á eftir. Nancy leit yfir öxl sér, rjóð í andliti eins og börnin, með glampandi augu og opnar varir; hún hló, þegar hún sá þrjá karlmenn í dyr- unum vera að veita því, sem fram fór í bað- kerinu, athygli, með mestu áfergju. Það sást á brúna og gula kollinn upp yfir baðkers- barminn. Andlitin urðu alt í einu alvarleg, þegar þau urðu vör við heimsækjendurna. En alvaran hvarf fljótlega, þegar þau þektu þá. Þau voru auðsjáanlega vön við, að á þau væri horft í baðinu, og að þeim væri dáðst af kærleiksríkum foreldrum, sem svo skyndi- lega höfðu horfið sjónum þeirra. Dr. Mac Farland hvísl,aði: “Nei, sjáið þið, þetta er á við fagra mynd- Þetta stúlkubarn! Eg er hrifinn af henni. Þessi bláu augu — og þessi augnahár. Óviðjafnanlegt!” “Eg tek drenginn fram yfir telpuna,” sagði dr. Bruce og starði á hann. “Nancy, hann gæti verið sonur þinn, hann er svo líkur þér.” “Ó, Lynn frændi, hvaða vitleysa! Hann er ákaflega fjörlegur og greindarlegur — hann vekur eftirtekt. — En eru þau ekki bæði yndis- leg, kropparnir rauðir og glansandi votir? Eg mátti til með að sýna þér það.” “Það var gott, að hún lofaði þér að sjá þau, dr. Bruce, ef eg má vera svo djarfur,” sagði Pat og horfði ákafur á barnakroppana, með írskum glampa í augunum, sem ekkert gaf eftir, að blíðu, glampanum í augum Nancy. “Þessi sjón gerir veikum augum gott.” bætti hann við. Væru augu Lynns veik, var honum Ijóst, að hjarta hans var veikara. Eitthvað innra með honum, sem hafði verið kalt og stirðnað, lifn- aði við og hlýnaði, þegar hann horfði á þessi litlu börn. Nancy kom þeim aftur af stað að leika sér með svampinn, svo þau hlógu öll dátt að leik barnanna. “Bardagi englanna,” varð Mac Farland að orði. Að vísu hafði hann eins og áður gefið enn meiri gætur að Nancy en börnunum. Hann dáðist svo að móðurblíðunni í svip hennar, senuhann aldrei hafði séð meiri í augum og látbragði nokkurrar ungrar móður. Móðurást, sem ekki fær fullnægingu, vaknar til lífs við að faðma börn, þrátt fyrir að þau eru fædd af annari konu. Þá ást má ekki kæfa. Hún verður að fá að halda börnunum, þó ættingjar kunni að gera kröfu til þeirra. Þetta sér Mac Farland með sjálfum sér. Eftir því sem Oliver • þóttist hafa fengið að vita, voru engir ættingjar sem áttu kröfu til barnanna. En bezt væri að gera ráð fyrir öllu, svo að vel væri um hnút- ana búið frá byrjun. Hann vissi, að Nancy hafði ekki getað fætt lifandi afkvæmi, svo þau börn, sem hún fóstraði, yrðu að vera fædd af öðrum konum. Ætti hún eftir að giftast aft- ur, þá væri sá maður ekki verður hennar, sem ekki tæki hana að sér með börnunum. Hugs- anir James Mac Farland voru mjög ákveðnar í þessa átt. Sýningunni var lokið. Nancy lét tvo af herrunum fara, en einn fékk leyfi til að vera viðstaddur meðan hún klæddi börnin, eftir að hafa þerrað þau; sá þáttur fór fram í stóra svefnherberginu hennar. Þangað var stól dr. Bruce ekið. Hinir fóru niður. Börnin stóðu alklædd frammi fyrir Lynn og Nancy, klædd eins og þau væru hennar eigin börn, með mikilli smekkvísi, eins og kom einn- ig fram í klæðaburði Nancy sjálfrar. Nancy sat á gólfinu og gaf þeim gætur. Svo sagði hún rólega: “Aldrei á æfi minni hefi eg lifað slíka stund — og alla æfi mína hefi eg þráð þessa stund. Svipað því var, þegar eg flutti Rúfus heim og vonaði, að hann mundi lifa og dafna. Það var í fyrsta sinni, sem eg hafði ungbarn í fanginu, sem gat orðið mín eign. Honum fékk eg ekki að halda, og eg hugsaði, að verið gæti, að — aldrei-----. En nú —. Ó, Lynn frændi! Heldur þú, að eg geti dirfst — að —.” Davíð horfði á hana með brúnu augunum sínum, og hún vogaði sér ekki að ljúka við það, sem hún ætlaði að segja. En dr. Bruce kinkaði kolli. “Það lítur svo út,” sagði hann, “samt skalt þú ekki láta það ná tökum á þér fyr en við erum alveg viss.” “Eg er hrædd um,” sagði Nancy, “að það hafi þegar náð föstum tökum á mér. Tilfinn- ingar mínar eru mjög viðkvæmar á þessu sviði, Lynn frændi.” Hún reis á feetur og fór að tína saman gömlu fötin barnanna. “Mamma bjó til fötin mín, hún bjó líka til fötin handa Ester,” sagði Davíð alt í eniu. “Já, elsku barn. Við skulum geyma þau,” • sagði Nancy blíðlega. Hún lét fötin til hliðar, svo hann sæi þau ekki. Við nánari athugun sá hún, að þau voru öll heimatilbúin, sumt handgert. Aumingja, unga móðirin! Nancy fyltist meðaumkvun, þegar hún lagði þau inn í skápinn. Dr. Bruce kallaði á börnin að stólnum sín- um og sagði þeim sögu. Nancy hlustaði og fann, að sagan var bæði við barnanna hæfi og vel sögð. Börnin drógu varla andann meðan þau hlustuðu á söguna. Rödd læknisins var mjúk, hendina hafði hann lagt ofan á hendur Esterar litlu, sem hún hafði lagt á hné hans. Nýr svipur færðist yfir andlit hans, líkur því, þegar hann var að athuga Rúfus litla, en nú var þó meiri blíða í svipnum. Þegar Nancy. horfði á hana, fanst henni, að hún sjaldan hafa séð fegurra andlit. Hann var líka ung- legri’; bros hans var fallegt, þegar hann horfði á börnin. Gráu augun hans voru ekki eins þoku- leg, eins og svo oft áður, þau voru skýr og með hreinum svip. Það var greinilegt, að börnin mundu verða Lynn frænda til mikillar blessunar. XXXVII. Doktor Katrín Ferris var aftur komin til borgarinnar; hún var í spítalanum; Nancy fór í fylgd með dr. Mac Farland, að sjá hana. Hann var himinlifandi yfir því, að ráð hans höfðu heppnast. Hún fór með þeim til baka, til þess að heimsækja dr. Bruce; til þess ætlaði hún að nota þann eina frídag, sem henni var ætlað að hafa, áður en hún byrjaði starf sitt við spítalann. Humphrey Oliver lá og athugaði gesti og heimamenn; hann gat naumast haft sig á burt, því, “fóturinn hélt honum”, eins og hann var vanur að segja. Honum leist mjög vel á dr. Ferris strax við fyrstu sjón; sem kven-tegund var hún honum óþekt áður, þrátt fyrir að hann þekti allar mann-tegundir í hinum starfandi heimi. Nú var hún í embættisbúningi, en hann var af beztu tegund og gerði hana næstum enn meir aðlaðandi en almennt, fíni götugúningur- inn, sem hún var í, þegar hún fyrst heim- sótti dr. Bruce. Nancy hafði aldrei verið hrifn- ari af vinkonu sinni en nú; henni fanst hún svara til alls þess fullkomnasta í kvenmynd, sem hún nokkurn tíma hafði látið sig dreyma um, og að sjálf væri hún eins og barn, saman borið við dr. Ferris. Aftur á móti fanst Katrínu Ferris vinkona sín vera svo aðdáanleg, að hún mátti gæta sín að öfunda hana ekki af því, hve óafvitandi hún dró að sér athygli þeirra, sem með henni voru, með yndisleik sínum, eins og ekki leyndi sér í því umhverfi, sem hún nú var í. Seinna um daginn voru þær tvær einar uppi á lofti; börnin voru að leika sér í næsta herbergi. “Þú hefir gert kraftaverk á dr. Bruce,” byrj- aði dr. Ferris. “Finst þér það, er það satt?” sagði Nancy með ákefð. “Eg veit það; sérðu það ekki sjálf?” “Stundum held eg það, en eg er ekki viss um það.” “Það getur enginn efi verið á því, að hann er ekki sami maður. Eg furða mig á því, ef hann sýnir það ekki bétur, áður en langt um líður.” “Hann er altaf jafn magur — og þreyttur —” sagði Nancy í djúpum hugsunum. ,‘Hann kann að vera alveg eins grannholda og hann hefir verið — hann er ekki eins þreyttur — ekki eins þreyttur að lifa. Manstu ekki eftir smávegis breytingu, sem verður á trénu, rétt áður en vorar? Greinarnar eru blaðlausar, eins og þær voru að vetrinum — knúpparnir eru ekki komnir í ljós — þó er sýnilegur mismunur. Vorið er farið að vinna sitt verk, áður en það kemur. Eg sé greini- leg vormerki á honum. Ertu hætt við fyrir- aitlanir þínar honum viðvíkjandi?” “Eg er komin á þá skoðun, að eg get ekki gert áætlanir fyrir hann, það verður hann að gera sjálfur. Það eina, sem eg gat, var það sem eg gerði: að færa honum Rúfus til at- hugunar; vera hér meðan okkar óskemtilega frænka dvaldi hér og hjálpa til að líta eftir herra Oliver. Og svo börnin, eg held, að þau hafi mikið að segja fyrir hann. Mér þykir sannarlega vænt um, ef þú heldur, að þetta hafi fengið hann til að líta öðruvísi á lífið.” “Eg gaf gætur að honum áður, þegar við vorum öll að tala um sjúkrahúsið og starf mitt þar. Við og við birti yfir andlitssvip hans; alt öðru vísi en þegar eg kom hér áður og við áttum tal saman dr. Julie Tournier. Þá var hann eins og fangi í búri. Nú er það alt annað — eg get ekki almennilega lýst því, en mér er nær að halda, að fangelsisgrindurnar séu farnar — orðnar að engu — hvort sem honum er það ljóst eða ekki. Svipur hans ber ekki lengur vott um tómt vonleysi; hann hefir aftur fundið fögnuð lífsins — og þetta á hann þér að þakka og engum öðrum, mín kæra.” Ásjón Nancy var ljómandi — næstum því ummynduð; Katrín undraðist, hve mikinn fögn- uð orð hennar vöktu hjá Nancy. “Hann er svo orðfár,” varð Nancy að orði. “Eg veit það; hann er af því tagi. Samt getur hann ekki dulið það. Þegar eg sá hann áðan, gat eg ekki gleymt andlitinu á honum; í því speglaðist örvænting, óánægja og iðrun. Nú — eg er búin að segja þér það. Ætlar þú að verða áfram hjá honum?” “Náttúrlega vil eg það. María frænka álítur það mjög óviðeigandi, að eg sé hér. Hvað heldur þú hún meini með því?” Nancy leit spyrjandi augum á Katrínu. , “Eg þekki ekki Maríu frænku — og kæri mig ekki um að þekkja hana, sé þetta hennar meining.” Svo bætti Katrín við, stutt og ákveð- ið: “Vill hann að þú sért kyr?” “Það ætla eg að fá vissu um hjá honum nú bráðlega. Það verður að vera fastákveðið. Eg væri mjög ánægð með að vera ráðskona hjá honum með litlu, blessuð börnin hjá mér, og reyna svo smám saman að fá hann til að byrja að vinna aftur, og eg vona að við gætum nú enn betur komið okkur saman um það, sem hemilisstörfum og öðru viðkemur; mig langar til að vinna með honum.” “Segðu honum það. Eg held, að nú sé sá tími kominn, að óhætt sé að tala hreinskilnislega við hann. Nema ef þú hugsar þér að giftast Mac Farland. Þú veizt, að það stendur þér til boða, hvenær sem er.” “Katrín!” “Þú veizt það sjálf, og það dylst heldur engum.” Nancy hristi höfuðið. “Vertu ekki að þessu,” sagði hún, til þess að binda enda á þetta sam- tal. “Eg skal ekkert segja; fyrirgefðu mér. En eg vildi gjarnan vita hvar þú stæðir, og stakk því upp á þessu.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.