Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.02.1943, Blaðsíða 4
4 ----------Xögberg---------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DOGBERG, 693 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “L/ögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHOXE 86 327 fíu ára blóðferill Á sunnudsginn var, voru liðin tíu ár frá þeim tíma, er húsamálarinn frá Bruneau stóð frammi fyrir Paul von Hindenburg, og þáði af honum innsiglið að ríkiskanzlaraembættinu yfir Þýzkalandi; valdataka Hitlers vakti þegar í upphafi magnaðan óhug vítt um hinn sið- menta heim; þó mun fæsta hafa órað fyrir því þá, sem nú er komið á daginn, að það yrði einkahlutskipti þessa valdasjúka æsinga- manns, að stofna til þess ægilegasta blóðbaðs í mannheimi, sem sögur fara af, og hvergi rærri er enn séð fyrir endann á. Stjórnmálaferill Adolfs Hitlers var í önd- verðu grundvallaður á hatri, og með því eitur- kyngi hefir honum verið haldið við; með lát- lausum áróðri, látlausum blekkingum, taldi Hitler Þýzku þjóðinni trú um að hún væri saklaust fórnarlamb; hún hefði enga ábyrgð borið á fyrra stríðinu, hvað þá heldur á því stríði, sem nú stæði yfir. Versalasamningunum frá 1919 hefði verið þröngvað upp á Þýzku þjóðina af illgjörnum mönnum, svo sem Clemenceau hinum franska, David Lloyd George frá Bretlandi og Woodrom Wilson Bandaríkjaforseta; vegna síns hreinræktaða aríska uppruna, kvaðst Hitler vera til þess kjörinn af duldum máttarvöldum, að leiða hma þýzku þjóð út úr eyðimörkinni, og búa henni það öndvegi, er henni vegna meðfæddra yfirburða bæri að skipa; hann hafði hóað sam- an víðsvegar um landið fylkingum manna og kvenna, og stofnaði með þeim liðsafla hinn svonefnda þjóðernisjafnaðarflokk, er betur mundi samsvara tilganginum ef hann gengi undir nafninu óþjóðernis-ójafnaðar flokkur; um sömu mundir hratt Hitler af stokkum æskulýðshreifingu, sem við hann er kend, og það markmið hafði að hylla foringjann, en hata aðra. í stað þess að standa við gerða samninga, eða fullnægja þeim kröfum, sem Versalaákvæð- in lögðu þýzku þjóðinni óhjákvæmilega á herðar, hvatti hann þjóðina til þess, að svíkja fullnæging allra slíkra kvaða, og hervæðast á r.ý; hvernig til tókst um það, er nú fyrir löngu vitað; og í r^uninni hefði flestum átt að hafa verið það ljóst hvert stefndi, að minsta kosti eftir innlimun Austurríkis og endurnám Rínar- og Ruhr héraðanna; en þrátt fyrir þessi firn, þessi Fróðárundur hin nýju, bitu ýmsir valda- menn erlendir á öngulinn og töldu sér trú um, að gera mætti bindandi samninga við Hitler og fylgifiska hans, eins og Mr. Chamberlain og nokkrir aðrir gerðu. Gamalt íslenzkt orðtak, hljóðar eitthvað á þessa leið: “Gefir þú djöflinum litla fingurinn, þá tekur hann alla hendina”. Þetta má til sanns vegar færa, að því er Hitler viðkom; hann var ekki lengi að færa sig upp á skaftið eftir afkvistun Czecho-slóvakíu; þess var ekki langt að bíða unz röðin kom að Póllandi, og svo koll af kolli. Á afmæli valdatöku sinnar, hefir Hitler haldið eina æsingaræðuna annari meiri í Berlín, miklast af sigrum sínum, og heitið því að binda skjótann og sigursælann enda á stríðið; í þetta skiptið lét hann Goering flugmarskálk ávarpa þjóðina fyrir sína hönd, og bar því við, að hann ætti afar annríkt á austurvíg- stöðvunum, og sæi sér ekki fært, að skilja her sinn þar eftir í reiðuleysi, blessaður dánumaðurinn; ræðu Goerings varð að fresta í fulla klukkustund vegna víðtækra sprengju- árása á Berlín af hálfu brezka og canadiska flughersins; meðan á þessu stóð, hnypraði Goering marskálkur sig saman í einu kjallara- horninu í húsi flugmálaráðuneytisins, og barst litt af; er honum loksins lánaðist að mæla, var fyrri partur ræðu hans eintóm fölsuð af- sökun yfir hrakförum þýzka hersins við Stalin- grad og annarsstaðar í Rússlandi; en er lengra leið á ræðuna og víst var að þessar bansettu flugur þarna frá Bretlandi og Canada væru komnar úr augsýn, fór marskálkurinn vitund að sækja í sig veðrið, og hét því þá upp á æru og trú, að foringjanum, Hitler, yrði ekki skotaskuld úr því á sínum tíma að jafna sak- itnar við þá Churchill og Roosevelt, og sigla crustuskútunni í trygga höfn. Svo mörg voru þau orð. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943. - i ,„r - Eftir tíu ára blóðferil Adolfs Hitlers, svo að segja um Norðurálfuna þvera og endilanga, horfist hinn hlekkjaði lýður í augu við örbirgð og srr^án, og ef vísuorðin, sem hér verður vitn- að til hitta ekki naglann á höfuðið, að því er áþjánarlönd Hitlers áhrærir, hvað gerir það þá? “Og æskan er brott og blómin dauð, og borgirnar hrundar og löndin auð.” Þjáningar mannkynsins, án tillits til upp- runa, litar eða hnattstöðu, koma hverju and- lega ósýktu jarðarbarni við; að lina þær eftir fongum, er siðferðileg skylda þeirra allra, sem óspiltan blóðdropa eiga í æðum; og með þeim hætti einum má þess vænto, að lánast megi að leggja grundvöll að því friðarríki, sem mannkynið þráir og ’á heimting á að fá, þvt mannúðin ein er þess umkomin, að reisa þau musteri, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Tíu ára bitur reynsla, hefir þegar átakan- lega sánnað, hve skammsýnir þeir menn voru, er létu sér til hugar koma, að semja mætti drengilegan frið við Hitler og stigamanna flokk hans; héðan af getur því ekki verið um neitt annað að ræða, en ganga á milli bols og höfuðs a þeirri púkaklíku, sem stungið hefir þýzku þjóðinni svefnþorn, og steypt einni þjóðinni eítir aðra í óumræðilega ógæfu; jafnvel þjóð- irnar, sem oss Islendingum standa næst, Norð- urlandaþjóðirnar, fengu ekki að búa að sínu, og höfðu þær þó á einskis hluta gert; og það voru þær þjóðirnar, sem lengst voru á veg komnar með það, að útrýma innan vébanda sinna örbyrgðinni, sem um langt skeið var þeim sjálfum, engu síður en öðrum þjóðum, hinn óvirðulegasti götu þrándur. Fyrir árás Hitlers á frændþjóðir vorar, og *allar þær þjóðir aðrar, er hann hefir hlekkjað við tjóðurhæl sinn, kemur fyr en síðar fram réttlát hefnd, sem hrópar hátt í himinn. Rússlandssöfnunin Það liggur í augum uppi, að viðnám Rússa gegn innrásarherskörum Hitlers, og hin sigur- sæla sókn þeirra í vetur, hafi mjög reynt á þolrif rússnesku þjóðarinnar í heild; um mann- fall af þeirra hálfu er sjaldan getið í stríðs- fréttunum; en að það sé þegar orðið gífurlegt, verður eigi efað. í desember-mánuði síðastliðn- um, birtist í blaðinu Winnipeg Tribune grein- arkorn um Rússland, þar sem gefið var í skyn, að tala fallinna, særðra og handtekinna rúss- neskra hermanna, mundi um það leyti nema fast að tuttugu milljónum; upplýsingar þessu viðvíkjandi munu fyrst hafa borist út frá Svisslandi, og séu þær á rökum bygðar, sem raumast þarf að efa, verður ekki um það deilt, hve rússneska þjóðin hefir gengið nærri sér á sviði mannaflans, þó af miklu væri að taka. Yfirstandandi eldskírn rússnesku þjóðarinn- ar, hefir svo mótað og styrkt skapgerð hennar, að aðdáun hefir vakið meðal allra frjálshugs- andi manna; núlifandi kynslóð greiðir aldrei nema þá að örlitlu leyti skuld sína við Rúss land; slíkt verður hlutskipti komandi kyn- slóða, og er þess að vænta, að þær geri það af fullu heillyndi og viti. Mannkynið er enn statt á krossgötum, þó nokkuð sé nú óneitanlega farið að rofa til á vettvangi stríðssóknarinnar; en hvernig um- horfs hefði verið um þessar mundir án hins frábæra viðnáms hinnar rússnesku þjóðar, geta allir sæmilega skygnir menn rent grun í. Af skiljanlegum ástæðum, eins og Hitler hefir farið með Rússland og fríðindi þess, vanhagar rússnesku þjóðina um margt; hún þarfnast aukinna vista, og hún þarfnast einn- ig klæðnaðar; úr þessu hefir verið reynt að bæta, þó fremur hafi það gengið treglega. Tilraun til fjársöfnunar hér í landi til stuðn- irgs við Rússa, var fyrir alllöngu hafin; eitt- hvað um miljón dala mun hafa safnast í þessu augnamiði, og er ástæðulaust að miklast yfir því; tíu miljóna markmið hefði engan veginn verið of hátt; fatasöfnuninni mun hafa miðað nokkru betur áfram þó, enn eigi það langt í land, að fullnaðartakmarki í því efni sé náð. Tugþúsundir rússneskra barna og gamal- menna standa uppi án skýlis yfir höfuðið, og eiga í höggi við rússneska veturinn, fáklædd og illa til reika af völdum “skipulagsins nýja”, sem Adolf Hitler er að reyna að þröngva upp á mannkynið; þessir saklausu píslarvottar þarfnast hjálpar; ekki á morgun heldur í dag. Margir geta auðveldlega látið af hendi ein- hverja gamla flík, vetlinga, húfu eða hatt; ait slíkt kemur að gagni, og skulu allar slíkar fatagjafir sendast til Canadian Aid to Russia Fund, sem bækistöð hefir í Union Trust bygg- ingunni í Winnipeg. 400 ára minning Guðbrands Holabiskups Úlvarpserindi flutt sunnudaginn 1. nóv. 1942., af Sigurgeir Sig- urðssyni biskup. Kæru tilheyrendur mínir. Það er gæfa sérhverri þjóð að hafa átt dáðríka og sanna menn, sem báru kyndil trúar og fag- urra hugsjóna fyrir þjóð sinni, sem reistu henni vegarmerki og voru með ýmsu móti ljós á vegum hennar á lífsgöngu hennar kynslóð eftir kynslóð og öld eftir öld. Slíkur maður var Guðbrandur biskup Þorláksson, sem íslenzka kirkjan og íslenzka þjóðin minn- ist í dag, er 400 ár eru liðin frá fæðingu hans. Á síðastliðnu voru .ákvað Kirkjuráð íslands, að í dag skyldi hans minst í kirkjum landsins. Það er vel til fallið, að minnast hans á þessum degi, er kristin kirkja horfir og hugs- ar í samúð til þeirra, sem horfn- ir eru af sjónarsviðinu, þeirra, sem voru kristninni mest, og þeirra, sem ekki gleymast, þeirra, sem á undan oss hafa gengið götuna hér í þessu landi, sem hafa lifað hér, starfað hér, glaðst hér og þjáðst í fjölbreyti- leik jarðneskrar reynslu. Á þessum degi, sem alveg sérstak- lega er helgaður þeim, sem ruddu kristindóminum brautir og báru Ijós guðsopinberunar Jesú Krists til þjóðanna. Vér Islendingar eigum slíkra manna að minnast — einn hinn glæsi legasti þeirra er Guðbrandur Hólabiskup. Um þennan mann, sem er einn aHra mesti og merkilegasti kirkjuhöfðingi þessa lands að fornu og nýju, verður ekki margt sagt á þessum örfáu mín- útum. Æfiferil hans verður ekki hægt að rekja nema í örfáum stórum dráttum og því síður hans mikla og víðtæka æfistarf innan íslenzku kirkjunnar. Það var svo margþætt, að einn þátt- ur -þess væri ærið umtalsefni þessa stuttu stund. En mig .langar þó til að gera tilraun til að rifja upp helztu drættinu í hans sterku og svipmiklu mynd, eins og hún kemur mér fyrir sjónir í lífsstarfi hans, og eins og eg sé hann í skuggsjá ís- lenzkrar kristnisögu og í orðum þeirra manna, sem bezt hafa kynt sér líf hans og starf og mest hafa um hann ritað. — Um fæðingardag Guðbrands Þorlákssonar greina heimildir ekki, og raunar er ekki heldur örugg vissa um fæðingarárið. Þó ætla menn, að sanni næst sé, að hann sé fæddur árið 1542 að Staðarbakka í Miðfirði, og er þar fylgt heimild séra Arn- gríms Jónssonar. Hins vegar þykja eftirmæli, er séra Magnús Ólafsson rektor á Hólum orti um Guðbrand biskup, benda til, að hann muni hafa fæðst að Stað í Hrútafirði. Þar segir: “Fæðing hlaut í firði veðra framsveitis, þar Staður heitir”. Sé svo, þá mun hann hafa fæðst ári fyr, eða 1541. — Um þetta má sjálfsagt deila fram og aftur. Skiftir í raun og veru ekki miklu máli, hvort er, en sammála er eg dr. Páli Eggert Ólasyni, sem mest og bezt hefir ritað og grafið til heimilda um Guðbrand, að þungt sé á metun- um það, er séra Arngrímur held- ur fram um þessi efni. Foreldrar Guðbrands biskups voru séra Þorlákur Hallgríms- son, Sveinbjarnarsonar prófasts í Múla Þórðarsonar, — og Helga Jónsdóttir. En hún var dóttir Jóns Sigmundssonar lögmanns. Voru þau hjón, séra Þorlákur og Helga, gift af fyrirrennara Guðbrands biskups á Hólastóli, Ólafi biskupi Hjaltasyni, að Stað í Hrútafirði 8. sept. 1555 Bernskuár Guðbrands hafa án efa verið með líkum svip og annara íslenzkra^ drengja í þá daga. Þegar hann komst á legg og honum gafst þroski og afl, fór hann að taka þátt í algeng- um sveitastörfum, þeim, er drengjum á hans reki voru ætl- uð, fjárgæzlu og ýmissum við- vikum heima fyrir, er smávægi- leg og léttvæg þóttu fullgildum mönnum. Uppvaxtarár sín, hin fyrstu, dvaldi hann með for- eldrum sínum að Staðarbakka, og eftir að séra Þorlákur faðir hans varð prestur að Þingeyja- klaustri, dvaldi Guðbrandur þar um hríð ásamt honum. Þegar að því leið, að Guð- brandur kæmist á námsárin, gerðist sá merkilegi atburður, að skóli var settur á stofn á Hólum, árið 1552. Var það gjört fyrir atbeina Ólafs biskups Hjaltasonar, og hugðu Norðlend ingar, þeir, er (lærdómi og þekk- ingu unnu, auðvitað gott til þessa. Ákvað séra Þorlákur að senda Guðbrand son sinn til skólavistar og náms að Hólum. Var hann þá enn ungur mjög, aðeins 11 ^ra gamall. Leit Guð- brandur sjálfur svo á, að hann vegna æsku sinnar hafi skort þroska til skólanámsins í fyrstu, að minnið hafi verið dauft, þótt skilningur hans og greind hafi verið í góðu lagi. Skólatíminn var 6 ár, og mun latínukensla hafa verið mikil. Var svo til ætlast, eftir kirkjufyrirskipan Kristjáns konungs III., sem vafalaust hefir verið tekið mik- ið tillit til á Hólum, að skóla- piltar í síðari námsárum sín- um bæði töluðu og rituðu latn- eska tungu. Guðfræðileg ment- un var sett öllu ofar. Að vísu er lærdómur Guðbrands bisk- ups ekki hin rétta mynd af því, sem skólinn áorkaði í kenslu og fræðslu, því að Guðbrandur biskup átti þess kost að sitja við lærdómsbrunna erlendis og jók mikið við þekkingu sína og fróðleik. Þó er það vísbending um, hve lærður hann var, er hann eftir 6 ára nám í Hóla- skóla útskrifast þaðan árið 1559, að hann litlu síðar verður kenn- ari við skólann. Það var að vísu ekki nema um stundarsakir, sem hann var þaj við kenslustörfin, því ári síðar fer hann utan í því skyni, að leita sér víðtækari þekkingar og framast á annan hátt. Næsta árið dvelst hann við Kaupmannahafnarháskóla og stundar þar nám af mikilli elju. I fjögur ár dvelur hann þar, afl- ar sér mikils lærdóms, kynnist kirkjulegu lífi og starfi í Dan- mörku og kynnist jafnframt mörgum ágætum, lærðum mönn um, sem síðar urðu tryggir vinir hans, eftir að hann er orðinn biskup á íslandi. Meðal þeirra eru sérstaklega tveir menn, sem Guðbrandur dáðist að og elsk- aði, en það voru þeir Niels Hemmingsen háskólakennari og Páll Madsen, sem síðar varð Sjálandsbiskup. Nú stefndi hug- ur hans heim til ættlandsins ást- fólgna, heim til starfa. Náms- tíma skólaárunum var lokið, og nú tóku verkefnin að kalla. Ma óhætt fullyrða, að Guðbrandur hafi stundað námið afburða vel háskólaárin. Auk guðfræðinnar átti hann kost á að nema i fræðideild háskólans hebresku, grísku, latínu, mælskulist, eðlis- fræði, stærðfræði, rökfræði, kirkjusögu o. fl., enda sáust þess skýr merki, er út í lífsstarfið kom, að nám hans hafði verið fjölbreytt. Eftir að hann kom að námi til íslands frá háskól- anámi, var hann þrjá næstu veturna kennari í Skálholts- skóla. Þá leggur hann út í prestsstarfið og tekur vígslu til Breiðabólstaðar í Vesturhópi. í tvö ár gegnir hann preststarf- inu, en gjörist þá um eins árs skeið skólameistari á Hólum. Hafði hann nú í þessum störfum sínum og við dvöl sína á báðum biskupssetrunum fengið raun- hæfa og víðtæka þekkingu á málum kirkjunnar og þjóðarinn- ar í heild, og því líkast sem forsjónin hafi verið að búa hann undir að takast á hendur hið vandamesta og ábyrgðarþyngsta starf. Var þess nú skamt að bíða. Árið 1569 var hann kvaddur til Kaupmannahafnar til þess að gjörast Hólabiskup og eftirmað- ur Ólafs biskups Hjaltasonar. Dvaldi hann þá enn í Kaup- mannahöfn veturinn 1570—71, og í aprílmánuði rann upp hinn mikli merkisdagur í lífi hans og jafnframt kristni og kirkjusögu íslands — 8 apríl. En það var vígsludagur Guðbrands biskups. Var hann vígður í Frúarkirkj- unni í Kaupmannahöfn, og hef- ir það án efa aukið á fegurð, hátíðleik og helgi dagsins í augum hans, að vígslufaðir hans var kennari hans og trygðavin- ur, Páll Madsen, sem þá var Sjálandsbiskup. Að lokinni víg- slu hélt biskup þegar heim til Islands. Það var vor, og sólin Ijómaði um bygðir. Eftir aftöku Jóns biskups Ara- sonar og sona hans og fráfall Ögmundar Skálholtsbiskups hófst nýtt tímabil í trúar- og kirkjulífi íslenzku þjóðarinnar. Siðbótarmennirnir hófu á loft merki hinna nýju tíma. Þegar Guðbrandur biskup kom heim höfðu hinir fyrstu forvígismenn hins nýja siðar, Oddur Gott- skálksson, Gissur biskup Einars- son Marteinn biskup Einarsson og Ólafur biskup Hjaltason, fyr- irrennari Guðbrands á Hólastóli, og fleiri, að nokkru rutt kenn- ingu Lúters braut í hjörtum ís- lenzkra manna. Má þó segja, að í raun og veru væri enn skamt komið á veg, og þjóðin enn í andlegum skilningi í örmum kaþólskrar kirkju. Var þetta engan veginn óeðlilegt. Festa og tryggð við helga dóma var þjóð- inni í blóð borin. Og því er ekki hægt að neita, að á vissan hátt urðu siðaskiftin hér á landi með ömurlegum hætti, sem alkunn- ugt er, þar sem hinir síðustu traustu og tryggu fulltrúar hinn ar kaþólsku kirkju á biskup- stólum landsins urðu að hverfa héðan með átakanlegum hætti. Útför hins aldurhnigna og blinda Skálholtsbiskups, og af- taka Jóns Arasonar og sona hans, var þjóðinni í fersku minni. Það voru ekki nema tveir tugir ára síðan Norðlendingar fluttu lík þeirra feðganna frá Skálholti til Hóla, og hygg eg, að þar hafi verið farin ein hin dapurlegasta og áhrifaríkasta för milli Suður- og Norðurlands. Lítil klukka var fest á hverja líkkistu. Hringdu þær klukkur sjálfkrafa alla leiðina, 'og als- staðar, þar sem leið þeirra lá fram hjá kirkjustað, ómaði hring ing frá kirkjunni yfir bygðina. —- Mátti segja, að þar væri dán- arhringing hins gamla tíma. Á undan Guðbrandi Þorláks- syni hafði aðeins setið einn evangeliskur biskup á Hólastóli. Var það Ólafur biskup Hjalta- son. Var hann gætinn maður og góður, en fremur hægur um sið- bótarframkvæmdir. Þótt hann væri stefnu sinni trúr, þá var siðbótarstarfið aðeins skamt á veg komið við fráfall hans. I raun og veru mátti þá segja, að biskupsdæmið væri í innra skilningi að miklu leyti kaþólskt er Guðbrandur biskup kom a Hólastól. Siðbót Lúters hér á landi ruddi sér, ef til vill, í upp- hafi fremur braut af öðrum á- stæðum en hinum trúarlegu, þar sem almenningur átti í hlut. Menn voru þreyttir á hinu þunga valdi kirkjunnar, þreyttir á ofríkisfullum klerkum og ótt- uðust, að kirkjan eða hinir kaþólsku biskupar seildust um of eftir eignum þeirra og fjár- munum. Með siðbótinni vænti, án efa, margur maður í þessu landi, að siðbótin kæmi með meira öryggi og frelsi. — Þjóð- in var á þessu skeiði að ýmsu leyti illa sett í trúarlegum skiln- ingi. Kirkjulífið lamað og í fjötr- um. Prestastéttin var fátæk og dauf og að vísu með ágætum. undantekningum, fáfróð um flest, er laut að hinum nýja sið, og svo mátti raunar segja um allan þorra manna. En nú var foringinn kominn, nýr, glæsi- legur og djarfur foringi, eld- heitur siðbótarmaður, hert^gj- aður áræði, glæsileik, lærdomi og gáfum, albúinn þess að leggja

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.