Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 6
6 } LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1943. R U F U S Eflir Grace S. Richmond Þetta samtal gerði Nancy ákveðnari í því, að fá að vita með vissu, hvar hún hefði dr. Bruce en skyndilega kom breyting á fyrirætlanir hennar, eins og skúr úr heiðskíru lofti. XXXVIII. Frú Robert Bruce, móðir Nancy, lifði starf- scmu lífi eftir há-tízkuhætti. Hún átti heima í suðlægri borg, var auðug kona og hafði takmarkalaust starfsþrek og áhuga — á klúbb- lífi, ferðalögum, þjóðfélagsmálum og skipu- lagðri góðgerðarstarfsemi. Hún var vön að svara bréfum dóttur sinnar, þegar henni bauð svo við að horfa, en Nancy skrifaði henni aftur á móti með reglubundnu millibili; frú BTuce lét stundum ritara sinn skrifa eftir sér langa, skemtilega skýrslu um starfsemi þá, scm hefði gert henni ómögulegt að skrifa Nancy með eigin hendi. Bréfið, sem Nancy hafði fengið rétt ný- lega, var nú samt skrifað með hennar eigin hendi. Eins og var venja frú Bruce, hafði hún þar engar málalengingar, áður en hún komst að efninu: Kæra Nancy. Frænka þín, María Bruce, hefir nýlega heimsótt mig. Það er einungis eitt, sem hún nú hugsar um — þú. Alt bendir til, að hún hafi ekki átt von á, að þú væi- ir svo ákveðin, þrátt fyrir ungan aldur, og að hún þar af leiðandi gæti ekki snúið þér í kringum sig, eins og venja hennai er með alla. Hún hefir haft svo mikið *að segja og er svo áköf, svo að eg hefi nú ásett mér að benda þér á eina hlið fyrir- ætlana þinna, sem þú auðsjáanlega hefir enn þá ekki athugað nógu grandgæfilega. Sjálf er eg á þeirri skoðun, að þú verðir að reikna með vissum staðreyndum. Þeg- ar um okkur væri að ræða, þá væri það gifting Bruce-fjölskyldunnar inn í sjálfa sig, sem tvisvar hefir átt sér stað; við er- um fremur fastheldin, og “fjölskylda” hef- ir mikla þýðingu fyrir okkur. Þú getur þess í síðasta bréfi þínu, að þú sért að hugsa um, að stinga upp á því við Lynn, að þú og börnin dvelji hjá hon- » um um óákveðinn tíma. Þetta sýnir, að það hefir engin áhrif á þig, þó að þú vitrr,- að þið eruð alls óskyld að blóðinu til. Eg get vel skilið það, að þú hefir sömu til- finningar fyrir>honum og hann væri jafn skyldur þér og bræður mínir, Wells og Allan, þar sem þú, frá blautu barnsbeini, hefir umgengist hann eins og hann væri móðurbróðir þinn og kallað hann það, en hann var stjúpsonur föður míns, sonur síðari konu hans af hennar fyrra hjóna- bandi. Lynn hefir alt af verið mér eins og bezti bróðir, svo það er ekkert að undra, þó að þú héldir, að hann væri skyldur þér. eða hefði sömu tilfinningar gagnvart hon- um, sem væri hann það. Þegar þú heim- sóttir hann í fyrra skiftið, — aumingja Lynn, að vera ósjálfbjarga sjúklingur — þá datt mér sannarlega ekki í hug, að neitt væri að athuga við það, og mér finst það ekki nú. Eg vissi vel, að með- aumkvun stjórnaði gerðum þínum og gerir það enn. En María frænka segist hafa hvað eftir annað vakið máls á því við Bruce, hvað óviðeigandi það hefði verið, að þú skyldir dvelja þar áður en hún kom og verða eftir kyr, eftir að hún var farin. Hún segisc hafa talað um það oftar en einu sinni við þig, og þú hefðir bara gert gaman að því. Hefði Lynn ekki harð-bannað henni að gera það að umræðuefni við þig, þá hefði hún haldið áfram að benda þér á léttúð- ina í breytni þinni. Hann vildi ekki viður- kenna, að neitt væri hægt að setja út á þetta, eins og sákir stæðu, og benti á, að hann væri “farlama gamalmenni” svo eg viðhafi hans eigin orð, þau er hann not- aði við Maríu frænku. Hann hafði sagt, að fljótlega færir þú burt frá sér, og að hann sæi enga ástæðu til að vera með neitt siðferðisraus við þig. En að fara að minna þig á, að skyldleiki ykkar væri ekki sannur, væri bara til að gera þér það, sem eftir væri af veru þinni þar, óþægi- legt og þvingað, því enginn vissi annað en þið væruð skyld, nema hann og María frænka. En María frænka gat nú ekki gert sig rólega með þetta, og þar eð þú skrifar mér, að þú vonir að geta verið þar áfram, þá vil eg alvarlega vara þig við að vera svo óvarkár. Hið sanna er, hvernig sem þið sjálf lítið á málið, að þið eruð óskyld. Hann er held- ur ekki eins gamall og þú heldur að hann sé og eins og hann, sem örkumla maður, hlýtur að líta út fyrir að vera. Eflausi mundi hann neita þér um að vera áfram, hann æfti að minsta kosti að gera það. Eg er sannfærð um, að Lynn er í alla staði “fínn” maður, en hann er þreyttur á því, sem hann hefir orðið að ganga í gegnum, getur verið að dómgreind hans hafi sljófg- ast við reynsluna og þrautirnar, sem hann hefir þolað. Þú ert enn ung og eins aðlað- andi og nokkru sinni áður. Þú ættir ekki að binda þig á heimili hans, þó þú látir leiðast af hinum göfugustu tilfinningum hjálpfýsi og meðaumkvunar. Gerðu engan leik til að um þig myndist óhróðurssögur með veru þinni þarna. Eg l,t svo á, að með veru þinni þarna. Eg lít svo á, að ekki málið, um veru þína, á hans dóm. Ekki svo meira að sinni, kæra Nancy.” Þar á eftir fullyrðing um móðurkærleik hennar, sem endaði með þeirri von, að Nancy vildi binda enda á alla sína erfiðleika með því að koma það bráðasta til bréfritarans og dvelja þar svo lengi sem hún vildi og væri ánægð. Bréfið gat varla verið vinalegra, né lipurlegra, þó á bak við feldist óorðuð skipun. Næsta kvöld eftir að Nancy fékk bréfið, bað hún dr. Bruce að tala við sig inni í við- hafnarstofunni. Einu sinni áður hafði hún stungið upp á, að hann kæmi þangað inn, en fengið afsvar. Hann sagðist helzt vilja vera þar, sem hann væri vanur að vera, hún yrði að afsaka sig. Nú gerði hann eins og hún óskaði. Það var augljóst, að henni lá eitt- hva,ð á hjarta, sem hún vildi tala við hann um, og nærvera Olivers í skrifstofunni, gerði það ómögulegt. Hún óskaði að tala um framtíð barnanna,. var hann viss um. Hann gat ekki neitað svo lítilli bón, að tala við hana í stof- unni hinum megin við forstofuna, þó honum hefði aldrei geðjast að þeim hluta hússins, sem sjaldan var notaður nema helzt þegar um stærri samkomur var að ræða, svo sem jarðar- farir og í sambandi við greftranir margra ættingja, var minningin um viðhafnarstofuna hjá dr. Bruce. Nancy hafði engan undirbúning haft í stofunni, þó hún hefði hugsað sér að hafa þar tal af Lynn. Eldur logaði í arininum og blóm voru á borðunum, eins og vant var að vera síðan María frænka kom í heimsóknina þangað. Stofan var alt önnur í augum dr. Bruce en hann hafði búist við. Þegar honum var ekið yfir þröskuldinn, fanst honum hann koma inn í annan heim; eldurinn og blómin höfðu algerlega breytt andrúmsloftinu. Gamall lampi með krystalsstöngum niður úr, lýsti stof- una og var eina ljósið, að undanteknum eld- inum á arninum. Geislarnir út frá lampanum íéllu á ljósrauðar rósir, sem var raðað í bláa og hvíta skál og bæði geislarnir, sem stöfuðu af krystalstöngunum og litur skálarinnar og blóm anna speglaðist í fágaðri borðplötunni. Þessi fábreytta fegurð breytti útliti stofunnar al- gjörlega. Nancy hafði gert sér far um að berast ekki rr.ikið á þetta kvöld. Hún vildi ekki láta líta svo út, að hún með neinu í útliti sínu vildí vekja athygli dr. Bruce. Útlit hennar var ein- faldara og, ef segja mætti, ellilegra en venju^ lega — en áhrifin frá henni voru engu minni. Hún var þögul og alvarlega; andlitið var fölara en vant var. Sannleikurinn var, að síðan hún fékk bréf móður sinnar, var greinileg breyting á henni. Án þess að hún tæki eftir því, hafði Humphrey Oliver gefið þessu gætur um dag- inn, og vakið eftirfekt Bruce á því, hve föi hún væri. “Þessi stúlka hefir eitthvað á samvizkunni núna,” sagði hann. Bruce var honum sammála um það. “Börnin hafa ef til vill þreytt hana. Hún er óvön börnum og þau eru fjörug, greyin.” Þetta fanst báðum líklegasta tilgátan. Þegar Bruce var beðinn að koma inn í viðhafnarstofuna, þótti Oliver vænt um. “Þú kemst að því, hvað að henni gengur,” sagði hann. “Og taktu nú eftir — að það er vinaráð — vertu ekki svona stífur í viðmóti við hana. Þú ert ekki afi hennar. Þú getur varla verið meira en tíu eða tólf árum eldri en hún er; það er eins og þú værir áttræður, þegar hún kemur nálægt þér. Þú brýtur stundum odd af oflæti þínu, þegar þú ert einn hjá mér og líkist þá dálítið sjálf- um þér. En þú gætir þess að láta hana aldrei sjá þig í þeim ham — og segðu mér, í hamingj- unnarbænum, hvers vegna það er?” “Þér er leyfilegt, Olly, að segja skoðun þína á hverju sem er,” hafði Bruce hreytt út úr sér. “Þakka þér fyrir, eg ætla að nota mér það, einkum þegar svo mikil þörf er á ráðlegging- um mínum sem nú er. Farðu nú inn til henn- ar, og haltu í hendina á henni, ef þörf gerist; þær þurfa þess flestar við og við, hefir mér virst. Hún er systurdóttir þín — maður, er hún það ekki? Eg vildi óska að eg væri í þínum sporum,” var það síðasta, sem Bruce heyrði þrumað úr rúminu, með stunu á eftir. Þessar ráðleggingar hljómuðu í eyrum Bruce, þegar hann, enn þá stífari en nokkru sinni áður, var fluttur í stól sínum inn í stofuna. Þegar Nancy reis á fætur til þess að taka á móti honum, var eins og svipur hans harðnaði enn meir. “Mér þykir leitt að gera þér ónæði.” sagði hún. “Það hefir ekkert að segja,” svaraði hann kurteislega. Þetta var byrjunin að samtali því, sem hafði þær óheillaríku afleiðingar að halda dr. Bruce vakandi svo klukkutímum skifti í tímabili því, sem hér fór á eftir. XXXIX. Þegar Pat var farinn, settist Nancy á stól fyrir framan eldinn gegnt lækninum. Hún sat á gamaldags, baklausum stól, sem til þess var gerður að notast fyrir framan eld. Úr þessu sæti ávarpaði hún dr. Bruce, augun hvíldi hún á eldinum, spenti greipar, og eftir svip Bruce að dæma, taldi hún eina ráðið að vera eins fáorð og henni var mögulegt. Hún talaði í lágum róm og vóg hvert orð. “Eg bað þig að koma hingað, svo eg gæti sagt þér, hvernig fyrirætlanir þær, sem eg hefi haft í hyggju, hafa nú fallið um koll. Móðir mín hefir nýlega látið mig vita, hvað Maríu frænku fanst um veru mína hér. Hún mintist einu sinni á það við mig, en eg héit ekki að henni væri alvara — mér gat ekki dottið það í hug. Eftir því, sem móðir mín segir, hefir hún verið alveg frá sér út af því — það hlýtur að hafa verið ákaflega óþægi- legt fyrir þig. Hvers vegna sagðir þú mér það ekki eða lést hana segja mér það?” Hann svaraði engu um stund, en sagði svo: “Finst þér, að eg hefði ekki átt að leyfa þér að koma -*- eða vera um kyrt hér?” Hún hristi höfuðið. “Það hefir mér aldrei dottið í hug. Hvernig hefði þ&ð átt að vera? Þegar eg var barn, varst þú vanur að segja mér sögur — bæði fleiri og fallegri en þær, sem frændur mínir, Wells og Aldan, sögðu mér. Þar að auki — “Þar að auki,” tók hann upp eftir henni í hörðum róm, “voru aðrar ástæður til þess, að okkur báðum sýndist það saklaust að þú dveld- ir hér. Kringumstæður — ástand En eg hefði líklega aldrei átt að leyfa þér að dvelja hér. Þú munt að minsta kosti bera mér vitni um það, að eg gerði ekkert til að halda þér hér.” Hún leit á hann. Andlitið var að nokkru leyti í skugga. Hann hafði rent stólnum dálítið aftur á bak, þaðan sem Pat hafði skilið við hann fyrir framan eldinn. “Mér virðist þetta alt saman vera hreinasti barnaskapur,” sagði hún rólega. “Eg hefði verið alin upp í þeirri trú, að þú værir móðurbróðir minn. Hefði svo verið, hefði enginn haft út á það að setja, þó eg dveldi hér, ekki einu sinm María frænka. En af því eg er nú látin vita, að eg sé þér óskyld, að öllu öðru óbreyttu, þá er það talið rangt af mér að vera áfram.” “Ekki rangt, einungis óviturlegt, Nancy. Eg býst við að María frænka hafi rétt fyrir sér, hvað það snertir. Hún hefir sjálfsagt látið syst- ur minni, Barböru, skiljast, að eg teldi að þetta gerði engan mismun.” Bæði þögðu um stund, meðan féll viðarbút- ur, sem var brunninn í gegn, niður í stóna og sendi neista upp — eina hljóðið heyranlegt í þögninni var af þessu. Síðan tók Nancy hægt tii máls: “Mig langar til að segja þér, að mér hefir liðið mjög vel hér hjá þér.” “Það gleður mig. Eg skil samt ekki, hvernig þú hefir getað verið ánægð, lokuð inni hjá öðrum eins steingervingi og eg er. En sé það svo, sem þú segir, er það mér gleðiefni.” “Eg býst við, að þú viljir ekki segja, að þér hafi verið ánægja að hafa mig hér hjá þér?” Greinilega var hann ófús að svara þessu. “Eg verð að játa, að það hefir verið mér til ánægju.” “Hvers vegna — er þér ekki sama þó að þú segir mér það — er svona erfitt fyrir þig að jóta það?” Hann hristi höfuðið. “Eg held mér hafi ekki tckist að láta þig skilja mig.” Rödd hans vai svolítið þvinguð. Þegar eg í gær kom með Davíð og Ester inn til þín,” sagði Nancy lítið eitt skjálfrödduð, “þá hélt eg að þér þætti gaman að hafa þau hjá þér. Þú tókst á silkimjúku hári telpunnar. Þú lofaðir Davíð að vera í fanginu á þér, meðan þú sagðir honum sögu. Eg, Lynn frændi — eg ætlaði að segja dr. Bruce —,” höndin á dr. Bruce greip alt í einu um stól- bríkina — “þú horfðir á drenginn eins og þú værir farinn að láta þér þykja vænt um hann — jafnvel elska hann, ef bara þú kannaðist við það. Eg — eg ætla nú að segja þér það — eg var farin að vona að þú myndir lofa mér að vera áfram með börnin, það gæti orðiö heimili okkar þriggja hérna hjá þér. Og svo myndi það smám saman leiðast svo út, að þú myndir ekki kæra þig um að sitja stöðugt í þessum stól. Eg veit að það er hræðilegur stóll í þínuin augum — mér þykir hann það líka — þín vegna. Eg — ó, eg held eg viti alveg, hvernig þér líður, og —.” Hún hætti þar, eins og hún gæti ekki lokið við það, sem hún vildi segja. Hún stóð a fætur og studdist við arinhilluna, svo að skugga bar á nokkuð af andlitinu. Ljósið frá lampan- um var dauft og dautt, ekki lifandi eins og ljósbirtan af arineldinum. Það var grátur í hálsinum, sem hún varð að yfirvinna áður en hún héldi áfram. Hún mundi það, að Lynn Bruce fyrirleit taugasjúkar konur og viðkvæm- ar. Hvað sem það átti að kosta, vildi hún ekki láta bugast og gera sig of viðkvæma, og með því fyrirlitlega í hans augum. Hún óskaði í þessu augnabliki, að hún væri sterk og hefði eiginleika Katrínar Ferris, sem ekkert lét yfir- buga sig, fremur en hún væri karlmaður. Bruce sagði ekki orð, til að hjálpa henni til að halda áfram. Eftir stundarkorn byrjaði hún aftur í lágum, styrkum rón: “Hafi nokkurn tíma verið nokkur von um það, býst eg við að hún sé horfin nú. Auð- vitað er það fjarstæða, að láta það gera nokk- urn mismun, þó einhver geri veður út af því, að skyldleikinn sé ekki raunverulegur. En nú mundi þér ekki finnast, að þú gætir látið mig vera kyrra, jafnvel þó þú vildir það gjarnan. Og á hinn bóginn veit eg ekki, hvort þú óskaðir þess eða ekki. En — svona hugmynd hefi eg nú fengið um þig. Þú ert ekki eins tilfinningalaus fyrir hlýju og birtu eins og þú reynir að sýn- ast. Það er einskonar skel, sem þú hefir búið til utan'um þig. ,Um daginn sýndi Pat mér mynd af þér, augnabliksmynd, sem var tekin af þér í stríðinu, án þess að þú vissir af því. Þá varst þú í fullu fjöri og glaður í bragði. Eg ætlaði varla að trúa því, að það væri mynd af þér. Eg er viss um að þú gætir orðið svona glaður á svipinn aftur, ef þú vildir. Eg vildi óska að eg gæti gert eitthvað, til þess að þér tækist það!” “Hefir það nokkuð að segja?” Spurningin kom líkt og skotið væri úr byssu. Nancy þekt’ varla röddina, sársauki með keim af vanþóknun fólst í henni. “Það hefir alt að segja!” Orðlaus og undrandi yfir hve ákveðið hún sagði þetta, horfði Bruce hreyfingarlaus á hina grannvöxnu veru, sem röddin kom frá. Nancy lagði andlitið niður á krosslagða hand- leggina, sem hún hvíldi á arinhillunni. Þegar hún leit up aftur, var hún ákveðin á svipinn. Hún kom aftur fram í birtuna, sem lagði af arninum, settist niður og sneri sér að honum. “Doktor Lynn Bruce,” byrjaði hún, “þú hefir ekkert leyfi til að halda, að það standi á sama, hvort þú gerir nokkuð framar í heiminum eða ekki. Gætir þú gert eitthvað, þá er það skylda þín. Og eg er fullviss um, að þú getur unnið eitthvað. Þegar eg kom með veslings litla Rúfus til þín gaztu fengið þig til að líta eftir honum. Þú stundaðir hann með stakri elju — hefði honum verið viðbjargandi, hefði þér tek- ist'það. Meðan hann var hér, varst þú annar maður. Það kann að hafa verið þér.óafvitandi, en það varstu eigi að síður. Þegar þú horfðir á litla, föla andlitið hans, varst þú læknir aftur og barst umhyggju fyrir honum. Þegar hann leið, félst þú aftur niður í þitt skeytingarleysis- ástand. Ó, eg veit um svefnlausar nætur, sár- sauka, tap, sem aldrei fæst aftur, þetta er nægilegt til þess að taka alla lífslöngun frá manni. En þú átt að lifa, og til þess er eina ráðið að verða aftur öðrum að gagni.” Hún horfði í augu hans, sem voru í hálf- rimmu. Hún var ekki framar föl, blóðið litaði andlit hennar. Þegar hún hafði þannig sagt, það sem henni lá á hjarta, þá var hún viss um, að sér væri óhætt að halda áfram, því nú var hún örugg um, að það sem hún sagði, væri það eina rétta, og henni stóð nú á sama um afleiðingarnar. Nú óskaði hún sér ekki að vera lík Katrínu Ferris, hún gat bara verið hún — sjálf. — “Hvaða ráð myndir þú gefa mér?” Það var hæðniskeimur í rómnum. Við því hafði hún búist og enn verra, hún lét sér á sama standa Ætti eg að láta binda mig í bifreiðina mína og stilla mér svo upp á götuhornum og taka þar á móti sjúklingum?” “Já, heldur en að vera aðgerðalaus. En sjúkl- ingarnir gætu komið til þín. Sérgrein þín er barnasjúkdómar. Þegar þú fórst til Frakk- lnnds, varst þú að hætta við þessa sérgrein og gera hvað sem fyrir kom í spítalanum — og þú varst fús á það, sökum þess, að þú varst fastráðinn í að verða að gagni. En nú gætir þú haldið áfram að stunda sérgrein þína. Þú * gætir notað þetta stóra tóma hús fyrir litlu sjúklingana. Spítalarnir eru yfir-fullir, það veistu. Þú gætir látið mig vera hér áfram og hjálpa þér til að koma þessu í framkvæmd. Katrín Ferris og Mac Farland gæ'tu sent okkur sjúklinga, einn og einn, þar til við hefðum það, sem gæti komist fyrir. Ekki börn með mjög slæmum sjúkdómum í fyrstu, 'æn þau, sem hefðu langvarandi sjúkdóma — krippling- ana — þau undirnærðu — þau, sem lítil von væri um, eins og Rúfus. Væru hér hjúkrunar- konur og annað þjónustufólk, dytti engum í hug að fetta fingur út í það, þó eg væri kyr. Þetta mundi — já — það mundi frelsa líf þitt. Og — það mundi verða mitt frelsi. Mig langar líka til að gera eitthvað. Þetta gæti eg gert ^ — eg er viss um, að eg gæti það. Og þetta gætir þú gert Viltu það ekki?” I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.