Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1943. Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feidsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ -f -► Þjóðræknisþingið. Erindrekar deilda utan af landsbygðinni, sem sækja þing- ið, og ekki hafa samastað vísan yfir þingtímann, hjá venslafólki eða vinum í bænum, eru ámint- ir um að gefa fram nöfn sín fyrir 19. þ. m. til undirritaðra, sem munu leitast við að greiða götu þeirra. Ólafur Petursson, 123 Home St. Mrs. E. P. Johnson Ste. 12 Acadia Apts. A. J. Jóhannsson, 910 Palmer- stoii Ave. ♦ f * The Young People’s Society of the First Lutheran Church is holding it’s annual concert on Thursday Feb. llth, commenc- ing at 8,30 p. m. The program will consist of a short play called “The Mouse Trap” and a number of musical items. Fearl Johnson will be the guest artist. Admission will be twenty five cents. -f -f -f Tally Ho. The Icelandic Canadian Club is holding a Tally Ho next Fri- day evening February 12th, at the Silver Heights Riding Aca- demy. Anyone who wishes to attend please telephone Mrs. Björn Pétursson, 43 Evanson St.. telephone 39 069. Total cost 75 cent per person which includes dancing and refresments after the sleigh ride. -f -f -f A Concert. The Icelandic Canadian Club, will hold a Concert in the I. O. G. T. Hall, Sargent and McGee St. On Feb. 23. — They are arranging a very interesting Programme, which will be advertizd in this Paper next week. -f -f -f Dr. Ingimundson verður i Riverton þann 16. þ. m. Veilið aíhygli! Viðskiptavinir mínir í Nýja- íslandsbygðum og Mikley, eru vinsamlega beðnir að minnast þess að áritan mín er: Selkirk Man. Halldór Gíslason. •f -f -f Söfnun á barnafötum. Hin Rússneska hjálparnefnd efnir til máttöku á nýjum barnafötum að Government House á þriðjudaginn, 16. febr. kl. 2.—6 og frá 7.—10. e. h. Sýning og sala á viðeigandi barnafötum mun verða á staðn- um til hentugleika fyrir gestb Þeir, sem ekki geta heimsótt Government House á þriðju- daginn en vilja þó styrkja þetta þarfa fyrirtæki með barnaföt- um eða peningum ættu að koma gjöfum sínum til einhverra þess- ara kvenna: Mrs. J. B. Skapta- son, 387 Maryland; Mrs. L. E. Summers, 204 Queenseon; Mrs. B. Guttormsson, 987 Minto; Mrs. A. S. Bardal, Ste 2-841 Sher- brooke; Mrs. Finnur Johnson, Ste. 14 Thelmo Mansions; Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning; Miss S. Johnson, 589 Alverstone St. Fylkisstjórafrúin, Mrs. Mc Williams, mun taka á móti gest- um, og hefir lýst ánægju sinni að heilsa öllum þeim, sem á ein- hvern hátt vilja hjálpa Rúss- nesku börnunum með gjöfum. Lalah Johannson (Mrs. G. L. Johannson). -f -f -f Ovida Gísladóttir Goodman, ekkja Kristins heitins Goodman, sem síðast átti heima í Blaime, Wash. og dó í Seattle Wash. sumarið 1934, lézt að heimili Gíslínu Freeman, dóttur sinnar að Gypsumville, Man., 25. jan. síðast liðinn. Hún var jarðsungin frá kirkj- unni á Lundar, miðvikudaginn 3. febr. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjuorðin. ■f -f -f Þann 22. janúar s. 1., lézt að heimili dóttur sinnar í Marker- ville, Alta., Bjarni Johnson, 86 ára að aldri; einn af frumherj- um Islendingabygðarinna!- þar um slóður. Bjarni lætur eftir sig ekkju, Þorbjörgu, ásamt þremur sonum og tveimur dætrum, og einni fósturdóttur; þessa mæta manns verður nánar minst síðar Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags lézt hér í borginni sæmdar- maðurinn, Einar Gíslason, fyrr- um bókbindari á Gimli, 89 ára að aldri, faðir J. S. Gillis, kaup- manns. Kveðjuathöfn verður haldin hjá Bardals á fimtudag- inn kl. 2. síðdegis, undir forustu séra Valdimars J. Eylands, en jarðsetning fer fram í Mapleton grafreitnum við Selkirk. -f -f -f Fyrir beiðni ungfrú Halldóru Bjarnason, tekur Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St. á móti pöntunum og borgun fyrir Hlín. -f -f -f The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold an entertainment in the church parlors on Tuesday, February 16. at 8,30 p. m. Dr. Lárus Sig- urdson will show some very interesting films on his travels through the Gaspé peninsula and also of same of our local Icelandic people. There will ba featured as well a group of girls, trained by Snjólaug Sig- urdson, singing Icelandic songs and wearing Icelandic national costumes. Refreshments will be served and an admission of thirty five cents is being carged. -f -f -f Á föstudaginn var lézt hér \ borginni Bogi Eyford, því nær áttræður að aldri, ættaður frá Akureyri; hann var um alllangt skeið starfsmaður við innflytj- endadeild sambandsstjórnar. Bogi lætur eftir sig ekkju ásamt þremur sonum. Útförin fór fram frá Mordue Bros á mánudaginn. Séra Valdimar J. Eylands jarð- söng. -f -f -f Lieut. Gordon Douglas Breck- man, sonur þeirra Mr. og Mrs. Ed Breckman, 676 Bewerley St., dvaldi nýlega í tíu daga heim- sókn hjá foreldrum sínum. Lieut. Breckman er meðlimur í Royal Canadian Signal Corps í Kingston, Ont. Hann er hæfi- leikamaður hinn mesti, og hefir jafnt og þétt hækkað í tígn. -f -f -f Dr. Richard Beck frá Grand Forks, N.-Dak., var staddur í borginni um síðustu helgi í er- indum þjóðræknisfélagsins. -f -f -f ’ Frú Sigrún Brooking, er í all- mörg ár var búsett í bænum Treherne hér í fylkinu, lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni á mánudaginn var, 42. ára að aldri. Sigrún heitir; var dóttir Mrs. Valgerðar Thord- arson, sem starfaði um mörg ár hjá Columbia Press Ltd. Minn- ingarathöfn um frú Sigrúnu verður haldin í Fyrstu Lútersku kirkju á fimtudagskvöldið kl. 7 undir forustu séra Valdimars J. Eylands, en útförin fer fram í Árborg á föstudaginn. Messuboð Fyrsia lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Presiakall Norður nýja íslands. 14. febr.—Mikley, messa kl. 2. e. h. 21. febr.—Riverton, íslenzk messa kl. 2. e. h. B. A. Bjarnason. * * * Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 14. febr. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7. síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -f -f -f Sunnudaginn 14. febr. messar séra H. Sigmar á Mountain kl. 2. e. h. Allir boðnir velkomnir. Frjáls veröld Efiir Sir Norman Angell. Þýtt úr “Free World” Jónbjörn Gíslason. Niðurl. Fáum mánuðum fyrir stríðs- byrjun hertu mörg ríki mjög á innflutnings löggjöf sinni, en einmitt þá gjörðist þörfin fyrir rúm lög í því efni lífsnauðsyn. Eg reyndi þá eftir megni að sýna fram á hver áhrif og af- leiðingar þessi gaddavírsgirðinga lög hefðu, fyrir flóttamenn und- an píslum og dauða. Eg sagði meðal annars: “Rifjið upp fyrir ykkur hinar stöðugu frásagnir af flóttafólki er slapp á haf út á flutningaskipum, en náðist aftur og var borið-æpandi yfir í leitarskipið eða flugvél- ina, til að afhendast aftur í gæslu hinna góðhjörtuðu Nas- ista. Athugið eitt augnablik, mannúð þeirra laga er banna ykkur að taka flóttabarn á heim ili ykkar, nema því aðeins að þið gefið fulla tryggingu fyrir getu ykkar að ala það upp og menta, alt til fullorðins ára. Fylgið í anda rás viðburðanna. þegar flóttaskip hlaðið konum og börnum leitar hælis og hafn- ar vikum saman, leitar opinna dyra, sem leyfilegt sé að ganga inn. En allar dyr eru harðlæstar. Þegar þetta vesalings fólk hraktist fram hjá líkneski freis- isgyðjunnar, hafði einhver getað frætt það um eftirfarandi setn- ingar, sem greyptar eru á fót- stallinn: Give me your tired, your poor, Your huddled massers yearning to breethe free, The wretched masses of your teeming shore, Send these, the homeless temp est-tost to me, I lifLmy lamp beside the golden door. En saklaus börn, á æðiflótta undan kvölum og dauða, fundu allar dyr lokaðar og ljósin dáin. Dyrnar, sem lýðveldisfáninn skreytti við stangarhún, voru harðlæstar og lamparnir, sem áttu að lýsa viltum vegfarend- um, báru ekki lengur birtu né yi- Mæðurnar, sem óskuðu einkis betra en hreinsa gólf og þvo matarílát, til bjargar sér og börnum sínum, var harðneitað I um alla' líkn og miskun. Mögulegt er að sum þessara barna hafi reynzt að vera af kynþætti Jesú Krists og Maríu meyjar, og nálægð þeirra því vakið hjá okkur þjóðernishleypi- dóma og gjört okkur ílt í sinni, við rákum þau því miskunar- laust til baka, til hungursins, fangelsisnis, pínínganna og dauð ans.” Ef þetta er merki samheldn- innar, sem á að einkenna hin frelsisunnandi öfl í heiminum; ef þetta er prófsteinninn á trúna og traustið, sem við berum til okkar eigin boðorða og fyrir- mæla að standa sameinaðir gegn öflum hins illa; ef við trúum að heitstrengingar okkar um órjúfandi bræðralag feli í sér slíkt ofstæki — já, þá getur allur okkar efnislegi styrkur ekki bjargað okkur sjálfum frá tortímingu. Við höfum ekki nægilega siðferðislega sam- heldni. Aðrir kraftaminni, en auðugri af sönnum samvinnu- hug og skilningi munu eflaust bjargast. Sé hér kaldur andi í ummæl- um mínum um framkomu Breta veldis og míns eigin lands, þá er sú ástæða til að neitun þeirra í lífgjöfum til fjölda hraustra manna, var hræðilegur sorgai- leikur. Hver verða svör okkar við sömu bænum að þessu stríði loknu? Aðvörun er ef til vill tímabær í þessu efni. Hér er engin tillaga um að ensku ný- lendurnar, Bandaríkin eða lýð- veldi Suður-Ameríku, veiti inn flóði af fólki austan úr Asíu MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR Tuttugasta og fjórða ársþing Þjóðræknisfélagsins verður haldið í GOODTEMPLARAHÚSINU við Sargent Ave., Winnipeg 23. 24. og 23. febrúar, 1943 Samkvæmt 21. grein félagslaganna er deildum þess heimilt. að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar, gefi þær fulltrúum skrif- legt umboð til þess að fara með atkvæði sín á þinginu og séu þau staðfest af forseta og ritara deildarinnar. Áæiluð dagskrá: 1. Þingsetning. 2. Ávarp forseta. 3. Kosning kjörb.nefndar. 4. Kosning daksk.nefndar. 5. Skýrsla embættism. 6. Skýrslur deilda. 7. Skýrslur milliþingan. 8. Útbreiðslumál. 9. Fjármál. 10. Fræðslumál. 11. Samvinnumál. 12. Útgáfumál. 13. Bókasafnið. 14. Kosning embættism. 15. Ný mál. 16. Ólokin störf og þingslit. Þingið verður sett kl. 9.30 á þriðjudagsmorguninn 23. febrúar, og verður fundur til kvölds. Að kvöldinu hefir Icelandic Canadian Club skemtisamkomu í efri sal hússins. Miðvikudag allan verða þingfundir. Að kvöldi þess dags hefir deildin “Frón” sitt árlega íslendingamót. Á fimtudaginn verða þingfundir, og fara þá fram kosn- ingar embættismanna. Að kvöldinu kl. 8 verður skemti- samkoma. Winnipeg, 10. febrúar, 1943. í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins RICHARD BECK, forseti SIG. JÚL. JÓHANNESSON, ritari með öllum þeim vandkvæðum er slíku yrði samfara, heldur ekki að innstreymi væri gefinn algjörlega laus taumur á sama hátt og var fyrir tugum ára. Þörf á hömlum í því efni er viðurkend hér; reglugjörðir gefa ætíð í skyn máttinn til að auka innstreymi, alveg eins og að draga úr því. Gagnvart Asíubúum þurfa all- ir þjóðflokkahleypidómar að hverfa úr sögunni og algjört jafnrétti að ríkja í þeim efnum; reglur um innflutning þurfa ao byggjast á algjörlega frjálsu framboði viðkomandi ríkja. En veruleg útilokun þeirra, jafnvel eftir samkomulagi, væri vafa- söm lausn málsins og benti á vöntun á nokkru, sem þá væri æskilegt að væri fyrir hendi, frá siðferðislegu sjónarmiði. Jafnvel þó alt okkar neyslu- vatn sé ekki efnafræðilega hreinsað, er engin ástæða til að leggja göturæsisvatn sér fil munns; á líkann máta er því varið með innflutningslögin, þótt þau séu ekki svo hugsjóna- rík sem æskilegt væri, hvað Asíubúa snertir, þá er engin ástæða til að framkoma okkar í þeim efnum gagnvart Norður- álfubúum þurfi að vera miskun- arlaus og grimm í þeirra garð og skaðleg okkar eigin málstað, því þeirra nærvera mundi ekki verða sömu vandkvæðum bund- in og hinna fyrnefndu. V. Vel má svo fara áður langir tímar líða, að fyrir okkur verði lögð eftirfarandi spurning frá flóttamönnum Norðurálfunnar. er krefst skýlauss svars: “Ef okkur, sem höfum dvalið í kvala staðnum árum saman, heppnast að sleppa þaðan og óskum að gleyma liðnum tíma í nýju um- hverfi, viljið þið, sem úthýstuð okkur fyrir skömmu, opna dyr ykkar nú og leyfa okkur inn- göngu?” Sennilega verður þessi ari spurningu að vera svarað fyrir stríðslok, og það svar getur að öllum líkindum haft allmikil áhrif á þá friðarsáttmála er við verðum endanlega að gjöra. Mörgum okkar væri kært að sjá sambandsþjóðirnar tilkynna eitthvað á þessa leið: “Hverjum þeim hermanni er nú berst undir þýzkum fána — hvort sem hann er þjóðverji eðu ekki — og framselur sig til sameinuðu þjóðanna, verður veitt landvist eftir stríðið, ef hann óskar, með löglegu inn- flutningsleyfi í hvert ríki banda manna sem er.” Auðvelt yrði að gjöra boð þetta heyrum kunnugt, og mjög sennilegt að það freistaði margra í óvinaherbúðum. Það ætti að vera óþarft að geta þess hér, að Þjóðverjar, sem eru lausir úr tengslum við Nasistaforingjana, eru hinir ákjósanlegustu borgar- ar, fyrirmyndar bændur og ágætir verkamenn. Hver verður nú skoðun okkar og stefna gagnvart flóttamönn- um fyrir áhrif stríðsins, flótta- mönnum er undanfarið hafa barist fyrir okkar málstað og þarfnast nú hvíldar og griðastað- ar. Hvenær, sem þessu máli er hreyft við sáttmálasérfræðing- ana, stjórnmálamennina, verka- mannaforingjana eða handverks- manna embættismennina, er svarið venjulega hræðslubland- ið óp, með bæn um að fara nú ekki að tala um þetta málefni núna, í herrans nafni. Okkur er tjáð, að engin stjórn hafi hugrekki til að lina á inn- flutningshöftunum eins og nú standa sakir; umtalsefnið er eitt hið óvinsælasta segja þeir for- sprakkarnir og utanríkisráðu- neytið. Það er ekki meira en svo trygt að æskja eftir hæli fyrir flótta- menn í hinum nýja heimi; þeim verður að öllum líkindum neit- að um slíkt; en gjörið svo vel og tala um það í hálfum hljóð- um. En spá mín er sú, að fórnar- dýrin muni ekki tala í hálfum hljóðum þegar sá tími kemur. Endir. PROVINCE OF MANITOBA CHANGE OF LOCATION OF TAXATION BRANCH As a convenience to the taxpayers of the Province the Taxation Offices are being grouped in one building. On and after February 15. 1943 they will be changed from their present scattered locations in the Legislative Building to Revenue Building Corner Kennedy St. and York Avenue. The offices of the Taxation Branch in the Revenue Building will be located as follows: • Amusement Tax, Gasoline Tax — Second Floor Tel. 840 239 Highway Traffic, Auto licenses — Main Floor Tel. 840 349 Tel, 840 233 Records Tel. 840 273 Succession Duties — Main Floor Tel. 840 220 Commissianer of Taxation — Main Floor ......... Tel. 840 228 S. S. GARSON Provincial Tresurer. Wlnnipeg, Kebruary 11., 1943. Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flestum tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna lakmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær víst lelja, að hörgull verði á vissum eldsneytistegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hætlu með það, að verða eldsneytis- lausir. er íram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarínist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 —23 812

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.