Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1943. y Atvik Eítir Pálma. Bergen var í rústum eftir brunann mikla 1915. Eg sá þem an mikla eldsvoða frá byrjun tii enda. Eg var heppinn að eg brann þar ekki líka. Eg sá fyrstu eldsúlurnar koma upp úr þekjunni, á þriðja húsi gagn- vart glugganum, sem eg stóð við, dálítið ofar við götuna. 1 fyrstu datt mér ekki til hugar, að þessi eldur gæti náð mikilli útbreyðslu, því eg vissi að slökk- vilið borgarinnar var ágætt. En þegar eg sá, fáum mínútum seinna, eldstúngurnar ganga gegnum næstu bygginguna, og byrja á því, að sleikja bygging- una, sem var nákvæmlega gagn- vart mér vissi eg, að eldurinn niundi ná útbreiðslu þeim megin göturnar. Eg ályktaði þó, að byggingarnar mín megin við götuna væru í engri hættu, því gatan var breið. En — þá breytt- lst vindstaðan. Fáum mínútum seinna, brotnuðu gluggar í bygg ingunni, sem eg var í, og fram- hlið og rjáfur hennar stóðu í björtu báli. Eg var á fimta lofti °g kom mér nú til hugar, ao bjarga einhverju af hinum dýr- m®tu munum, sem þar voru. Eg greip því þunga og mikla ^yndavél, með dýrum ljósforms glerum, og reyndi að bera hana niður bakdyrastiga byggingar- ^nnar. Þegar eg var á annari b*ð stigans, varð reykurinn og bitinn svo óþolandi, að eg braut ijósformsglerin frú myndavél- lnni og hljóp niður stigann. ^að mátti heldur ekki seinna vera, því nú hafði eldurinn náð baldi í vörum á fyrstu hæð bygg lngarinnar og logatungur stóðu uf úr nokkr.um bakgluggunum. Eg komst þó út með heilu og höldnu. Nokkrum mínútum seinna, kviknaði í púðurforða Sena þar var, og öll framhlið byggingarinnar féll í molum út a götuna. Morguninn á eftir, var ^hesti hluti borgarinnar í rúst- Urn eftir stærsta eldsvoða Norð- urlanda. Eg hafði verið ráðsmaður á tveimur myndastofum, sem voru eign ungfrúar nokkurrar, sem Var ættuð úr Uskedal í Harð- angurfirðinum. Auðvitað hafði alt sem eg hafði haft meðferðis brunnið, nema fötin, sem eg var '> sem einnig höfðu skaðast tals- vert, og fáeinar krónur, sem eg hafði í vasa mínum. Útlitið var því ekki gott. Eg var þarna aura laus og klæðlítill í alveg ókunnu landi, því að eg hafði aðeins ^valið þar um fáeina mánaða skeið. Lánið var þó með mér, eins og altaf hefir átt sér stað, ^egar í “krappann hefir komið’’ a æfintýra leið minni. Ungfrú Arnesen, stúlkan sem eg hafði unnið fyrir á myndastofunum baiið mér til dvalar, til foreldra Slnna, um tveggja til þriggja ^anaða skeið, á meðan hún væri byggja nýjar myndastofur í k°rginni. Þetta kom sér vel, og tók eg tilboðinu glaðlega. Þannig atvikaðist það þá, að eg hafði ^kifæri til þess, að kynnast lífi °g lifnaðarháttum í þessum ^agra og fræga firði, sem Matt- ^las Jochumsson lýsir svo að- háanlega í kvæði sínu “Harð- EUigur”. Heimili þeirra Arnesen’s var stórt og mikið fyrsta flokks ^eimili. Gamli Arnesen hafði kar sölubúð, sem hann annaðist. ■^nnars var hann mjög auðugur j^ður og einn af hinum stærri blutabréfaeigendum í verslunar- shipastól Noregs. Eg hafði ágætis herbergi til b^nráða, og í alla staði lifði eg þar við góð kjör. Samt fanst b^er heimilislífið vera fremur dauft. Hngfrú Arnesen, stúlkan sem eg hafði unnið fyrir í Bergen a rityndastofum hennar, var lítið eima en dvaldi mestmegnis í sló við einhver viðskipti,. sem aðir hennar hafði falið henni á endur, en yngri systir hennar Var hræðilega ófríð stúlka og bgeðfeldin. Við borðhöldin voru allir fremur kyrlátir, nema Arnesen gamli, sem altaf var fullur af fjöri og kæti. En þar sem hann eyddi mestmegnis tíma sínum í sölubúðinni, sá eg hann aðeins við borðin. Eg varð því fljótlega fremur óþreyjufull- ur og undi hag mínum illa. Eg eyddi mestmegnis tíma mínurn við bókalestur, því þar var mik- ið af ágætis bókum. En bækurn- ar nægðu mér ekki, þær urðu bráðlega þurrar og jafnvel leið- inlegar. Eg tók þá það til bragðs, að fara í langar gönguferðir fram með sjónum og víðsvegar um dalinn upp á milli fjallanna. Þar kyntist eg ýmsurp bændum og kotungum. Þeir voru í fyrstu dulir og fáorðir, en við frekari kynningu, vinsamlegir og hrein- skilnir. Vanalega braut það ís- inn er eg sagði þeim, að eg væri Islendingur. Þessar gönguferðir leiddu til þess, að eg tapaði mál- tíðum að heimili Arnesen’s, og á þann hátt, varð Hildu, mat- reiðslustúlkunni til mikils á- hyggjuefnis. Hún var ung og ástúðleg stúlka, framúrskarandi trúrækin og bænagjörn. Alt var auðvitað Guði að þakka þegar góðu skifti, en á hinn bóginn var Djöfullinn orsök allra skapaðra atvika, sem ekki voru “sam- kvæmt lögmálinu” eða hennar eigin takmörkuðu skoðunum. Það var undravert hvernig hún sá alla hluti í sambandi við verkahring hennar í þessu ljósi. En, ef að eg lét í ljósi efa um skoðanir hennar, fann hún altaf tíma til þess, að koma til her- bergis míns, vopnuð með Bibl- una, og las hún þá yfir mér langar klausur, sem mér virtust sjaldan eiga við atvik þau, sem þá var á dagskránni. Vanalega, eftir að eg hafði mist máltíð. kom hún til herbergis míns meö bruað og smjör og kaffi, og not- aði um leið tækifærið til þess að ávíta mig fyrir óstundrækni mína og kæruleysi. Eg bauð henni borgun fyrir ómök henn- ar en tilboðinu hafnaði hún með svip og látbragði, sem lýsti því, að eg hefði meitt tilfinningar hennar. Svo vildi það einu sinni til, er eg kom óvenjulega seint heim, að eg tók hönd hennar og þakkaði henni vinsamlega fyrir ómök hennar. Hún dró ekki höndina að sér, svo eg, til þess að leggja meiri áherzlu á þakklaétis vottun mína, dró hana að mér, og kysti hana reglulega skylduræknislega á munninn. Afleiðingarnar af þessu urðu þær, að hún þaut út úr herberginu mínu og dag- inn eftir fékk eg ekkert að eta' Eftirfylgjandi dagar voru rign ingasamir, leiðinlegir dagar. Eg dvaldi því mestmegnis á her- bergi mínu við bókalestur. Hilda kom inn, og tók til í herberginu. Hún var fálát. Þegar hún hafði lokið við vinnu sína, nam hún staðar við dyrnar. Þar stóð hún þegjandi um stund, og starði á gólfið. Svo sagði hún: “Það var ekki þér að kenna.” “Hvað áttu við?” spurði eg. “Það var ekki þér að kenna, að þú gerðir það,” stamaði hún. Eg horfði á hana undrandi, en hún hélt áfram eftir litla þögn: “Djöfullinn kom þér til aö gera það.” “Kom mér til að gera hvað?” spurði eg. “Kom þér til að — kyssa mig. Djöfullinn var í þér —.” Nú fór eg að átta mig á hlut- unum, og eg var uaðvitað á hennar máli. Það var ekki mér að kenna, að eg kysti hana! Eg átti engan þátt í því. Það var alt Djöflinum að kenna. Meira að segja, eg hjálpaði henni til þess, að finna greinar í Biblí- unni þessu til sönnunar- Það bruat ísinn. Hilda varð aftur hjartanlega vinsamleg gagnvart mér. Þegar hún yfirgaf heberg- ið, nam hún aftur staðar í dýr- unum og sagði hikandi: “Það hryggir mig mjög mikið, að eg gaf þér ekkert að borða í gær.” “Ó, gleymdu því”, sagði eg, “þegar eg kyssi þig næst, ætla eg að gefa Guði dýrðina.” Hún horfði á mig alvarlega um stund. Svo brosti hún og yfirgaf herbergið. Nokkru seinna kyntist eg Lauru Geitabo, sem leiddi til einhvers hlægilegast atviks, sem eg man eftir. Laura var fögur stúlka, ljóshærð og skifti vel litum að hörundsfari. Hún var draumarík og hafði ríkt ímynd- unarafl. Hún lifði hjá foreldr- um sínum, sem bjuggu inn við fjöruna, undir háum hnúki, sem reisti snjóþakinn kollinn til skýjanna. Eg hafði rekist a Lauru á einum gönguleiðangri mínum fram með sjónum. Hún var að bera mat til herra Geita- bo^ sem vann á síldarbræðslu stöð í tveggja mílna fjarlægð frá heimili hennar. Eftir það, hagaði eg svo ferðum mínum að eg sá Lauru daglega á þeim tíma er hún fór til síldarbræðslu- stöðvanna. Laura var dauðþreytt á því, að fara þessa ferð ein- man^, og fagnaði því mjög, að hafa förunaut í þennan leiðang- ur. Á hinn bóginn þótti mer hamingjan sjálfum mér nagstæð því nú gat eg eytt fjórum klukkustundum daglega með þessari fögru og skemtilegu ungu stúlku. Við urðum bráð- lega góðir vinir. Hún var skraf- hreyfin og sagði mér margt um fólkið þarna í dalnum, því hún þekti flesta með nafni, og vissi margt um hagi og hætti þeirra. Draumlyndi hennar og ímynd- unarafk kom í ljós í mörgum myndum. Hver steinn, hóll og hæð, var gæddur einstaklings- anda, og var í raun og veru ver- öld út af fyrir sig. í þessari ver- öld sá hún sífelt bardaga á milh tveggja afla, sem hún útlagði vanalega sem ást og hatur. Til dæmis, í hnjúknum fyrir ofan bæinn hennar bjó voldugur kon- ungsson, sem réði yfir firðin- um og lét sér annt um velferð allra, sem á hann trúðu. Hann var vörður og veðurspámaður sjómannanna, sem í ríki hans lifðu, og sem höfðu lært að þekkja vísbendingar hans. Þess- ar vísbendingar komu fram í því, hvernig skýin eða þoku- beltin láu yfir honum, hvernig sólin skein á hann og hvernig þaut í klettabeltunum þegar vindur stóð af fjöllum til hafs. Skógarbelti höfðu læst sig upp hlíðar hnjúksins, þá tóku kletta- belti við og gróðurlausir melar, en að síðustu snjódrifinn kollur- inn með einstaka rindum, sem stóðu upp úr snjónum. Alt þetta var undraheimur, fullur af dul- arafli og huldulífi í óþrjótandi myndum í augum Lauru. Eg stakk upp á því, að við skyldum klyfra upp á þennan hnjúk einhvern sunnudag, þegar gott væri veður. Laura leist illa á þá uppástungu: “Konungssonurinn í hnjúkn- um er hræðilega öfundsjúkur”, sagði hún. “Það er talið óláns- merki, ef maður og kona leggja leið sína upp á þennan hnjúk, sérstaklega ef þau hafa myndað vinskap með sér. Eg hefi heyrt sögur um það, að annaðhvort þeirra komi aldrei lifandi tii baka”, Laura varð mjög alvar- leg. Hún sagði mér að fyrir fá- um árum síðan, hefðu ung hjón kíyfrað upp á hnjúkinn. Konan hefði fallið þar á skafli og svo hrapað niður fyrir björgin. Samt trúði hún mér fyrir því, að hún hefði tvisvar sinn- um klyfrað upp á hnjúkinn og að hún þekti bestu leiðina þang- að. Hilda hafði verið mjög þögul í seinni tíð. Hún sá þó til þess, að eg fékk altaf eitthvað að eta ef að eg var ekki tímabær við máltíðir. Einu sinni stakk hún upp á því, að eg færi til kirkjunnar með henni, og benti hún á, að sunnudagaskólinn þar gæti orð ið mér mjög mikið til góðs. Eg afsakaði mig, sagði henni, að eg gæti ekki tekið á móti tilboði hennar, af því að eg hefði leigt siglingabát og að áætlanir mínar væru þær, að fara í dálítinn siglingaleiðangur um fjörðinn með Lauru. Hún starði á mig orðlaus; svo sagði hún: “Þú hefir aldrei farið til kirkju síðan þú komst hingað!” “Kirkjan mín hefir enga veggi,” sagði eg. Hún skildi ekki hvað eg átti við, svo eg bætti vió: “Himininn sjálfur er hvelfing kirkjunnar minnar og þar eru engin takmörk.” “Ó,” svaraði hún, “altaf þess. skáldskapur — þessi hræðilegi skáldskapur! Fólkið hérna í dalnum talar mikið um þig. All- ir segja að þú sért óguðlegur. Getur þú ekki séð það sjálfur?” Nú varð eg orðlaus: “Hvað ei óguðlegt við rriig?” “Getur þú ekki séð það? — þú og Lauipa —” “Er Laura þá óguðleg líka?” spurði eg. “Ó, nei — hún er of ung •— hún er aðeins 18 ára gömul.” — Þessar viðræður orsökuðu mér talsverðra óþæginda. Eg var þarna í alveg óþektu land'' og þekti engar siðvenjur, sem þar voru tíðkaðar. Eg vissi það eins, að eg var óþreyjufullur *og að Laura hafði verið mér ágætis vinstúlka. Hún fylti ávalt ein- verustundir mínar með töfrum samúðar og skilnings. Eg vissi það líka vel, að Laura undi sér vel með mér og að vinátta okk- ar var því bygð á sameiginleg- um grundvelli. En ef að það var satt, að fólk var farið að tala um okkur, og ef að vinátta okk- ar gæti leitt til skaða fyrir Lauru, vissi eg vel, að best mundi vera fyrir mig, að stýra ferðum mínum í aðrar áttir. Þegar eg sá Lauru daginn eftir, bar eg þetta málefni upp við hana, og um leið sagði eg henni lauslega frá viðræðum okkar Hildu. Hún hló dátt og velti vöngum sva að ljósu lokk- arnir hennar héngu út af öxl- um hennar á báðar hliðar. “Hilda er rugluð í höfðinu,” sagði hún, “hún er altaf að tala um þig á sunnudagaskólanum.” “Að tala um mig! — En, hvers vegna?” Laura varð kímisleg og eg sá einkennilega glampa í augum hennar. Skilningur hennar og hug- myndaafl náði lengra en eg hafði búist við af stúlku á hennar aldri. Eg fann að blóð mitt streymdi til höfuðs mér. “Neið, láttu það ekki snerta tilfinningar þínar,” sagði hún að lokum, “Hilda er dálítið rugl- uð, en þrátt fyrir það, er hún góð stúlka.” “En hvað segir hún um mig; hvers vegna talar hún um mig?” “Hún segir að þú sért synd- ugur!” “Að eg sé syndugur?” “Já, og að það sé hennar hlut- verk að frelsa þig.” Laura varð alvarleg, en þrátt fyrri það, virt- ust mér glamparnir í augunum á henni hlæja. “Að frelsa mig?” spurði eg hvað eftir annað. Eg hafði hald- ið að eg skildi Hildu vel, en nú var mér ómögulegt að samræma dirfsku hennar við hina látlausu feimnislegu og kjarkláusu fram- komu hennar við mig daglega En nú fór Laura að hlæja, og þegar eg leit í augu hennar, urðu glamparnir, sem eg sá þar, að heitum logandi ledum, sem læstu sig í gegnum taugar mín- ar kitlandi, heillandi og ógn- andi. Eg sá greinilega, að Laura þrátt fyrir æsku hennar og skort á lífsreynslu, skildi alt betui viðvíkjandi Hildu en eg sjálfur gat gert mér grein fyrir. Leiðir hjartans byrja þar sem álykt- anir enda. Svo sagði hún: “Hilda talar um alla skapaða hluti við sunnu dagsskóla kennarann, sem mér virðist einnig vera mjög rugi- aður. Þessi ruglun er líklega sýki, sem er hættuleg. Við er- um allar á sama bátnum, ungfrú Arnesen, Hilda og eg!” Svo hált hún áfram eftir litla þögn: “Það eru engin dæmi til þess, að nokkur maður hafi verið tekinn inn í heimili þeirra Arnesen’s eins og þú!” Eg gat ekkert sagt, en starði aðeins á hana. Þá fór hún að hlægja og kastaði glóbjörtum lokkunum sínum til allra hliða. Svo sagði hún: “Þú ert syndugur maður!” Ungfrú Arnesen kom frá Oslo. Hún kom til þess að dvelja nokkra daga hjá foreldrum sín- um. Hún sagði mér, að mvnda- stofan hennar í Bergen væri nú bráðum fullgerð og, að það væri nauðsynlegt fyrir mig, að fara til Bergen og taka við umsjón og rekstur viðskipta, þessara nýju myndastofu. Hún var mjög fálát við mig en talaði mikið við ýngri systir sína. Svo var það einu sinni, þegar eg var að lesa dagblöðin í dagstofunni, að hún kom til mín. Hún var bros- leit og vingjarnleg. “Hvernig geðjast þér að nýja búningnum mínum?” spurði hún. “Búningurinn er ljómandi smekklegur,” sagði eg, “en að hatinum geðjast mér ekki. Hún starði á mig alvarlega um stund. Svo sneri hún við og gekk hratt út úr herberginu. En eg sá hana aldrei nota þennan hatt framar. Seinna um daginn sá eg Lauru. Eg sagði henni, að eg væri nú á förum úr dalnum. Hún sagði ekkert en starði að- eins út yfir fjörðinn. “Eg kom til þess að kveðja þig,” sagði eg. “Hvenær ferðu?” spurði hún. “Næstkomandi mánudag.” Það varð löng þögn. “En þú hefir ekki enn klyfrað upp á hnjúkinn eins og þú ráð- gerðir,” sagði hún. “Eg var einmitt að hugsa um það, að það mundi vera vel við eigandi fyrir mig að klyfra upp á þepnan hnjúk á morgun, sein- asta sunnudaginn sem eg dvel hér. Eg gæti litið yfir alla þá staði í dalnum þínum, sem þú gerðir mér svo hugljúfa um þetta tímabil, sem eg hefi dvalið hér.” Frh. V erkamálaráöuneytið ALMENN FYRIRSKIPUN Alþjóðar verkamálaráðs Hagstofa sambandsstjórnar hefir leitt það í ljós, að þann 2. janúar 1943, var vísitala framfærslukostnaðar 117.1 (endurskoðuð vísitala 116.2) borið saman við framfærslu- kostnaðinn 2. júlí 1942, er þá var 117.9 (endurskoðuð vísitala 117). Stríðstíma verðlagsnefndin, Tilskipan P. C. 5963, mælir svo fyrir í 48. lið (iv): "Dýriíðaruppbói skal ekki breyii nema því aðeins, að framfærslukosinaður hafi hækkað um stig eða meira, frá síðuslu tilskipan alþjóðarverkamálaráðs, er laui að hækkun eða lækkun slíkrar uppbóiar." Með því að fyrnefnd vísitala hefir ekki breyzt um heilt stig síðan 2. júlí 1942, og með skírskotun til tilskipunar P. C. 5963, er hið alþjóðlega verkamálaráð gaf út 4. ágúst 1942, skulu ákvæðin um dýrtíðaruppbót haldast óbreytt yfir tímabilið frá 15. febrúar 1943 til 15. maí 1943, að því tilskildu, að bæði vinnuveitendum og vinnu- þegum, sé heimilt að snúa sér til verkamálaráðs um greiðslu uppbótar, er það kann að telja “réttmæta og sanngjarna” samkvæmt orði og anda hlutaðeigandi til- skipunar. HUMPHREY MITCHELL Chairman, National War Labour Board Ottawa, Canada February 4, 1943 Our PrintinQ is personal n -piae uet- tattoate in.coatact. we claS8„ P’to 'productag M» take pnde m Ainctive clicn- won‘or ub ^ opportu„ty of serving y°u- (EhC Œo 695 SARCENT Imnbia pt'se Slí(- *VENUE. ÍAMNNIPEC

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.