Lögberg - 25.02.1943, Side 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1943.
-----------Xöjjberg---------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
KDITOH DfKíBEHG,
69ó Sargent Ave., Wínnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Löyberg’” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Ræða
flutt við setningu 24. ársþings Þjóðræknis-
félags af Dr. Richard Beck, forseta félagsins.
Góðir íslendingar, háttvirtir þingmenn ,og
gestir!
“Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða
og kenna til í stormum sinna tíða.”
Aldrei hafa þessar ljóðlínur Stephans G.
Stephanssonar verið sannari heldur en á þeirri
vargöld og víga, sem nú gengur yfir heim-
inn og sogað hefir mikinn þorra menningar-
þjóðanna niður í hringiðu tortímingar sinnar
og ógna. Erum vér öll, sem byggjum Vestur-
heim, bæði í Canada og Bandaríkjunum, beinir
eða óbeinir aðilar í þeirri úrslitabaráttu, sem
þjóðir vorar heyja nú við hlið annara lýðræðis-
þjóða gegn hinni róttækustu og illræmdustu
cfbeldisstefnu, er sögur fara af. Eru þeir því
úr harla “skrítnum steini”, eða enn þá harð-
ara efni — ef nokkrir eru —, sem ekki kenna
sárt til í þeim örlagastormum, sem nú geisa
um gjörvalla jörð og leggja í auðn og rústir
heila landshluta og stórborgir, gera að engu
þau menningarverðmæti, sem keypt voru dýru
verði svita. blóðs og tára liðinna kynslóða.
Aldrei verður heldur of mikil áherzla lögð
á það, að lýðræðisþjóðirnar hafa haft upp sverð
sitt til varnar dýrmætusfu eign einstaklinga
og þjóða, réttinum til sjálfsákvörðunar, ein-
staklingsfrelsinu, en án þess verður enginn
maður að minni, né nokkur þjóð að þjóð, í
sönnustu merkingu orðsins. Sameinuðu þjóð-
irnar — United Nations — heyja nú veraldar-
víða mannréttinda-baráttu, því er það, að vitrir
og víðsýnir stjórnmálamenn, lýðræðis- og
friðarvinir, eins og dr. C. J. Hambro, stórþings-
forseti Norðmanna, hafa látið svo um mælt,
að þetta heimsstríð væri “styrjöld fólksins”.
Þetta verður mönnuni ljósara, er þeir kryfja
til mergjar rök ofbeldisstefnunnar, sem lýð-
ræðið á nú í höggi við, og svifta grímunni af
ásjónu hennar. Óvíða veit eg það gert jafn
eftirminnilega, hvað þá betur, heldur en í hinni
snjöllu og tímabæru grein dr. Guðmundar
Finnbogasonar. “Það, sem af andanum er fætt”
í Skírni 1941, og farast honum þar orð á
þessa leið:
“Aldrei hefir vísvitandi uppreisn gegn and-
anum náð eins vítt yfir og verið eins illvíg
og á síðustu tímum, þar sem einræðið og
hernaðurinn ríkir. Og vér sjáum, hvert stefnir.
Einræði, herstjórn, harðstjórn, leynilögregla
vinnur allt vísvitandi að því að gera mann
hræddan við mann, frá hinum neðsta til hins
hæsta. Hver maður verður þræll þess, sem
yfir hann er settur, en harðstjóri þess, sem
undir hann er skipaður. Þeim, sem óhlýðnast,
er útrýmt eða hann er einangraður og stund-
um kvalinn. Skoðanir eru búnar til eftir skip-
un foringjans, án tillits til sannleikans, og þess-
um skoðunum er öllum skylt að játa og fylgja
í framkvæmd. “Taki þeir nú ofan, sem höfuð-
ið hafa” er boðorðið á þessu draugaþingi. Allur
frjáls félagsskapur er bannaður. Öll þekking
og öll tækni er notuð til þess að viðhalda
þessu kerfi innan ríkisins, svo langt sem það
nær hverja stundina, og til þess að brjóta undir
sig hvert annað ríki eða stjórnarkerfi, sem
ekki gefst upp andspyrnulaust. Með þessum
hætti eru öll hreinskilin viðskipti sálnanna
útilokuð innan ríkisins og frjáls andleg við-
skipti við þá, sem utan þess búa, bönnuð með
ritskoðun, eftirliti pósts og síma og útvarps
og banni gegn því að hlusta á erlent útvarp.
Einu vísindin, sem fá að vera óáreitt innan
ríkisins, eru þau, sem snerta efnisheiminn og
tæknina — maðan þau ekki finna upp eitthvað
meðal til að reka burtu þrælsóttann, sern
heldur slíku kerfi saman.
Slíkt kerfi leiðir til andlegs dauða, því að
andinn, sem lífgar, hefir sína uppgönguaugu í
sálum einstaklinganna og streymir þaðan út
um heiminn á líkan hátt og eg benti á um
tónverkið, sem verður til í sál tónskáldsins og
getur orðið líf af lífi allra, sem það nær til.
Ef þessi uppgönguaugu eru eitruð eða stífluð
eða einangruð, verður maðurinn ægilegasta en
óæðsta skepna jarðarinnar, því að hann hefir
þá framið sálarmorðið.”
Hér er ofbeldis og einræðisstefnu nútíðar-
innar rétt lýst og kröftuglega, helstefnunni,
eins og hún hefir jafn réttilega nefnd verið,
því að hún leiðir, fyr eða síðar, til andlegs
dauða. Verður það þá skiljanlegt, hversvegna
frelsisunnandi mönnum og konum finnst mikið
til um þá baráttu, ekki síst af hálfu hinna
smærri þjóða, sem nú er háð gegn slíkum
eyðingaröflum og kúgunar. Hvarflar manni þá
eðlilega í hug snildarkvæði Guðfinnu Jóns-
dóttur frá Hömrum, “Heilagt stríð”, um hreysti-
lega vörn frænda vorra Norðmanna gegn
ofurefli innrásarmannanna í hið söguríka og
fagra land þeirra, heimaland vorra fornu
feðra:
í afdölum Noregs um andnes hvert
er aldað og sorfið viljans stál.
í Glámsaugu heiftúðug, heljarmyrk,
nú horfin hin norræna þjóðarsál.
En sögunnar kyndla hún kveikir í dag
og kveður sín Hávamál.
Nú birtir um arfleifð íslendings
og atgeir feðranna syngur við.
í ánauð hernámi hugans verst
hið harðfenga, prúða Noregs lið.
Vér kennum voru forna frelsisdraum
í frændanna sverðaklið.”
Skáldkonan mælir hér af speki og innsæi.
“Vor forni frelsisdraumur” speglast í sjálfs-
vörn, og sókn, frændanna norsku, þar sem
hetja vakir á hverjum bæ. Sá frelsisdraumur
knúði norræna ættfeður vora vestur yfir hafið
til íslandsstranda og rættist fagurlega í stofn-
un hins forna íslenzka lýðveldis. Og sá frelsis-
draumur lifði með þjóð vorri, þó lýðveldið
liði undir lok; hann blossaði upp á örlagarík-
um stundum í sögu hennar og hefir rætst að
nýju með endurheimtu stjórnarfarslegu sjálf-
stæði hennar á síðustu árum.
ísland er að vísu, sem stendur, hernumið
land, og fylgja því eðlilega mikil vandkvæði
cg hömlur á ýmsum sviðum. Þjóð vor hefir
einnig goldið þung afhroð af völdum stríðsins.
Um það féllu Sveini Björnssyni, ríkisstjóra
íslands meðal annars þannig orð, í ávarpi sínu
til þings og þjóðar þ. 14. nóvember í haust:
“Sjómennirnir okkar hafa ekki sýnt minni
hreysti en sjómenn annara þjóða í þessum
mikla hildarleik, þótt ekki taki þeir þátt í
vopnaviðskiptum. Og þar höfum vér fært fórn-
ir, sem eg hygg að þoli samanburð við fórnir
ýmsra annara þjóða, í hlutfalli við íbúatölu
landsins og skipaeign.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafél-
agi íslands hafa frá ófriðarbyrjun farist í sjó
61 maður af sannanlegum hernaðarorsökum, en
104, sem telja má öll líkindi til að farist hafi
af sömu orsökum, þótt engir hafi komist til
vitnisburðar. Verða þetta samtals 165 manns-
líí eða nær því IV2 af þúsundi allra landsbúa.
Á sama tíma höfum vér misst 6 skip, sem
sannanlega hafa farist af hernaðaraðgerðum,
en 10 skip, sem öll líkindi eru til að farist
hafi af sömu orsökum; verða það samtals 16
skip, að smálestatali nær einum tíunda hluta
af skipaeign íslendinga.”
En allur annar og stórum verri hefði þó
áreiðanlega hlutur íslands orðið, ef það hefði
lent í ránshöndum einræðisþjóðar. Því sagði
Thor Thors, sendiherra íslands í Washington,
í útvarpsræðu 7. júlí í sumar: “Þegar við ber-
um kjör okkar íslendinga saman við Norð-
manna og Dana, þá getum við verið þakklátir
fyrir okkar hlutskipti. Bandaríkjamenn hafa
búið vel og drengilega að okkur, og við skul-
um vona og óska þess, að svo verði framvegis.”
Sveinn ríkisstjóri tók í sama strenginn í fyr-
nefndu ávarpi sínu. Auk þess eru miklar líkur
til, að hjartfólginn frelsisdraurftur hinnar ís-
lenzku þjóðar hljóti lokaráðningu sína með
stofnun lýðveldis á íslandi á næsta ári.
Það sem eg vildi sagt hafa í stuttu máli er
þetta: Frelsisástin hefir gengið eins og rauður
þráður gegnum sögu íslands frá upphafi vega
þjóðar vorrar. Og sú djúpstæða frelsisþrá er
bæði eitthvert allra fegursta einkenni íslend-
ingsins og jafnframt meginþáttur í þeirri marg-
þættu menningararfleifð vorri og hugsjóna,
sem félagsskapur þessi leitast við að varð-
veita og gera sem frjósamasta í lífi voru
vestan hafs.
Raddir frelsis og framsóknar finna því greið-
lega hljómgrunn í sálum íslendinga í landi
hér, enda má vænta þess af afkomendum og
arfþegum jafnfrjálshuga manna og þeirra, er
á íslandi hafa búið frá fyrstu tíð, að þeir
skipi sér framarlega í fylkingu, þegar á þá er
heitið til varnar lýðfrelsi og mannréttindum.
Sú hefir einnig reyndin orðið. Þeim til minnis,
sem kunna að hafa gleymt því, skal þess getið,
að í heimsstríðinu fyrra, 1914—’18, gengu til-
tölulega fleiri Canadamenn af íslenzkum
stofni í herþjónustu, en menn af nokkrum
öðrum þjóðstofni í landinu. Svipuðu máli gegn-
ir í því hinu mikla frelsisstríði, sem nú er háð.
Menn íslenzkrar ættar hafa tekið sinn fulla
'þátt í hersókninni á ýmsum vígstöðvum, svo
sem í hinni sögufrægu Dieppe-árás á Frakk-
land. Sömu söguna er að segja sunnan landa-
mæranna.
Milli þegnskyldu við það land, sem við búum
í. unnum og vinnum, og ræktarsemi við ís-
lenzkar menningarerfðir er ekki neinn árekstur.
íslenzkar frelsis, framsóknar og menningar-
hugsjónir eru sprottnar upp úr sama jarðvegi
og lýðræðis- og mannréttindakenningar í
brezku og bandarísku stjórnarfari. Fánarnir
þrír, sem skreyta hér veggi hlið
við hlið, eru því talandi tákn
þeirrar sameiginlegu frelsisástar,
sem íslenzkum mönnum, brezk-
um og bandarískum er í blóð
borin. Þeim skilst það einnig,
að sigursæl stríðssókn á veraldar
víðum vettvangi, eins og nú er
um að ræða, krefst vaxandi
fórna af hálfu vor allra. En
“stórt er best að vinna”, sann-
ast þar.
Vegna þess, hve stormar líð-
andi tíðar hafa gripið hug minn
föstum tökum, hefi eg að þessu
sinni dvalið sérstaklega við hinn
vígða þátt frelsisástarinnar í
hugsjónaarfleifð vorri og menn-
ingu. En á oss íslendingum sann
ast þjóðernislega það, sem Guð-
mundur Friðjónsson sagði í
markvissu erfiljóði nýlega:
“Merkilegt móðerni
mannheill veldur,
þróun og þroska.”
Megi oss sá sannleikur aldrei
úr minni hverfa, hvort sem
• vér höfum fyrst og fremst í
huga vora fögru og tignu tungu,
sem bergmálar hjartslátt þjóðar
vorrar frá kyni til kyns, hinar
auðugu og ódauðlegu bókmentir
vorar, með speki þeirra og rit-
snilld, eða þær hugsjónir, sem
varpað hafa bjarma manndóms
og sálargöfgi á hin kröppustu
kjör og hafið lífið sjálft upp í
æðra veldi. Eins og litirnir í
ljósbandinu, fléttast þetta allt
fagurlega saman í samræma
heild í þjóðararfi vorum og
menningar. En óhrakin standa
enn orð dr. Guðmundar Finn-
bogasonar, í kaflanum snjalla
um íslenzkuna, í bók hans ís-
lendingar: “Trúmenskan við
fagra fortíð, viðleitnin að þróast
í samræmi við það, sem best
er í eðlinu, er aðalsmark ein-
staklinga sem þjóða.”
* * *
Þegar vér horfum yfir farinn
veg á árinu, verður oss að von-
um ofarlega í huga minningin
um mörg mæt og merk félags-
systkini, sem látist hafa á því
tímabili; en þau eru þessi, sam-
kvæmt upplýsingum frá Guð-
manni Levy, ■ fjármálaritara:
Friðrik Swanson, Winnipeg,
heiðursfélagi; Sigtryggur Jónas-
son, Árborg, heiðursfélagi; dr.
V. A. Vigfússon, Saskatoon,
Sask.; Otto W. Bárdarson skóla-
stjóri, Carmel-by-the-Sea, Cali-
fornia; Magnús Jónsson, frá
Fjalli, Blaine, Wash.; dr. John
Árnason, Tacoma, Wash.; Guð-
mundur Hjartarson, Steep Rock;
Guðmundur Egilsson, Wynyard,
Sask.; Magnús Ingimarsson,
Wynyard, Sask.; Thorgils Hali-
dórsson, Mountain, N.-Dak.; Mrs.
Anna J. I. Einarsson, Cavalier,
N.-Dak.; Stefán Abrahamsson,
Winnipeg; Mrs. Jóna Goodman,
Winnipeg; Mrs. Sesselja Gott-
skálkson, Winnipeg; Kristján
Hannesson, Winnipeg; Mrs. Jón
Jónatansson, Winnipeg; Lýður
S. Lindal, Winnipeg; Mrs. Rann-
veig K. Stefánsson, Winnipeg,
séra Níels Steingrímur Thorláks-
son, Canton, S.-Dak.
í þessum hópi eru menn, sem
staðið hafa framarlega í fylk-
ingu íslendinga í landi hér síðan
á landnámstíð, og skipa heiðurs-
sess í sögu vorri; þá eru þar
aðrir, sem féllu að velli um
aldur fram í blóma lífsins. En
þakklátlega minnumst vér þess-
ara félagssystkina allra saman
fyrir trúmensku þeirra við sam-
eiginlegar erfðir og áhugamál og
vottum skyldmennum þeirra
hugheila samúð vora.
Ú ibr eiðslumál.
Ánægjulegt er það til frásagn-
ar, og ætti að vera til uppörfun-
ar í starfinu, að félaginu hefir
drjúgum aukist liðsafli á liðnu
ári víðsvegar um Vesturálfu.
Nær ágústlokum í sumar var
þjóðræknisdeild stofnuð í Mikley
með 40 meðlimum. Embættis-
menn hennar eru: Mrs. H. W.
Sigurgeirsson, forseti; G. A.
Williams, vara-forseti; Bergþór
Pálsson, ritari; Mrs. Þorsteinn
Pálsson, vara-ritari og Helgi K.
Tómasson, gjaldkeri. Má óhætt
segja, að þar sé rúm hvert vel
skipað. Hefir deildin þegar tek-
ið til starfa og er íslenzkukenn-
sla í þágu barna og unglinga
helsta mál á starfsskrá hennar;
getur eigi þarfara eða tímabær-
ara viðfangsefni. Deildarstofnun
þessi var árangur af útbreiðslu-
ferð, sem Ásmundur P. Jóh-
annesson, féhirðir, Mrs. Einar
P. Jónsson, vara-ritari, Sveinn
Thorvaldson, M.B.E., vara-fjár-
málaritari og forseti fóru til
eyjarinnar. Jafnframt því, sem
eg býð hina nýju deild vel-
komna í hópinn og fulltrúa
hennar á þingið, vil eg þakka
Mikleyingum alúðlegar og ágæt-
ar viðtökur.
Þá hefir íslendingafélagið í
New York ákveðið að gerast
deild í Þjóðræknisfélaginu; er
það fyrri atbeina Árna G. Egg-
ertssonar, K.C., lögfræðings, er
sótti fund íslendinga austur þar
síðastliðinn vetur sem fulltrúi
stjórnarnefndar vorrar. Hafi
hann heiður og þökk fyrir þenn-
an stuðning sinn við málstað
vorn. Forseti Islendingafélags-
ins í New York er E. Grettir
Eggertson raffræðingur. Feta
þeir bræður því sjáanlega vel í
fótspor föður síns um trygð við
íslenzk þjóðræknismál.
Einnig barst mér nýlega til-
kynning um það frá J. J. Mid-
dal, ritara Lestrarfélagsins
“Vestri” í Seattle, að það félag
hefði einnig ákveðið að gerast
sambandsdeild í Þjóðræknis-
félaginu, en forseti þess var þá
Kolbeinn S. Thordarson. Er
mér ljúft og skylt, að bjóða
nefndar deildir velkomnar í
félagið, og ánægjulegt er það
sérstaklega, að með upptöku
þeirra brúar félagið álfuna
þvera.
Ekki er það þó, góðu heilli,
New York íslendingarnir einir,
sem gengið hafa undir félags-
fána voru á Austurströndinm,
því að fyrri stuttu síðan barst
mér sú góða frétt, að eigi færri
en 15 íslendingar í Boston hefðu
gengið í félagið. Eigum vér það
að þakka drengilegri forgöngu
Pálma Sigurðsson af Seyðisfirði,
og ágætum stuðningi Einars P.
Jónssonar ritstjóra, sem drjúgan
hlut átti að því máli. Þá hefir
forseti aflað félaginu eigi all-
fárra nýrra meðlima með bréfa-
skriftum. En fjármálaritari gerir
nánari grein fyrir nýjum deild-
um og félögum í skýrslu sinni.
Ýmsir stjórnarnefndarmenn
félagsins, svo sem vara-forseti,
séra Valdimar J. Eylands, ritari,
dr. S. J. Jóhannesson, Mrs. E.
P. Jónsson, dr. S. E. Björnsson,
vara-fjármálaritari og Ásmund-
ur P. Jóhannsson hafa talað máli
félagsins beinlínis eða óbeinlínis
með ræðum eða öðrum hætti
á fundum deilda og ýmsum
mannamótum. Hinn síðastnefndi
flutti meðal annars ávarp af
félagsins hálfu í samsæti, er
Sveini Thorvaldson var haldið
í tilefni af 70 ára afmæli hans
í marsbyrjun í fyrra.
Forseti hefir heimsótt þessar
þrjár deildir á árinu: “Frón” í
Winnipeg, “Báruna” í N.-Dak.
(tvisvar) og sambandsdeildina
“Vísi” í Chicago; flutti hann
erindi eða ávörp á samkomum
þeirra allra; vildi einnig svo
heppilega til, að hann gat tekið
þátt í miðsumarfagnaði Islend-
inga í Chicago. Með bréflegum
kveðjum félagsins til íslendinga-
daganna og annara meiriháttar
mannamóta hefir hann einnig
leitast við að vinna að aukinni
samheldni íslendinga í landi
hér. Þá hefir forseti flutt á ann-
an tug af ræðum á ensku um
ísland og íslenzk efni á árinu,
á ýmsum stöðum í N.-Dakota,
tvær þeirra í útvarp. Hann hef-
ir einnig ritað greinar og rit-
dóma um sömu efni í amerísk
blöð og tímarit. Rétt nýlega er
einnig komið út ( New York
safn enskra þýðinga af íslenzk-
um ljóðam og smásögum,
Icelandic Poems and Siories,
sem hann hefir aflað efni til og
búið undir prentun. Hefir Prin-
ceton University Press prentað
rit þetta fyrir menningarfélagið
The Scandinavian Foundation.
Islandsmyndin.
Eins og getið var um í árs-
skýrslunni í fyrra, var Þjóð-
ræknisfélagið á íslandi þá ný-
búið að senda félagi voru að
gjöf eftirmynd af íslandskvik-
mynd Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga og var hún sýnd
fyrsta sinni hér vestra síðasta
þingkvöldið. Hefir myndin síðan
verið mikill og merkur liður í
útbreiðslustarfi þessa árs og
verið sýnd á þessum stöðum í
Canada: Winnipeg, Selkirk,
Gimli, Riverton, Mikley, Glen-
boro, Cypress River, Baldur
Wynyard, Vancouver og Camp-
bell River. Á sumum þessum
stöðum hefir hún verið sýnd
oftsinnis, t. d. 5 sinnum í Wini-
peg, 3 sinnum að Gimli og tvis-
ar í Selkirk. Hefir vara-forseti
haft umsjón með útlánum á
myndinni norðan landamæranna
og ber að þakka honum árvekni
í því starfi. Á liðnu hausti var
myndin síðan send til Banda-
ríkjanna til sýningar meðal Is-
lendinga í landi þar. Hefir húr.
þegar synd verið á þessum stöð-
um: Minneapolis, Mountain. San
Francisco, Seattle, tvisvar, og
verður þessa vikuna sýnd í
Blaine, en þar er hún í vörzlu
umboðsmanns vors séra Alberts
E. Kristjánsson. Annars hefir
forseti umsjón með útsendingu
myndarinnar sunnan landamæra
Hefir Islandsmynd þessi hvar-
vetna fallið í frjóa jörð og má
óhætt fullyrða, að hún hafi bæði
treyst ættarböndin íslenzku og
aflað félagi voru vinsælda.
Fræðslumál.
Eigi verður það of oft endur-
tekið, hvert grundvallaratriði
viðhald íslenzkrar tungu vestra
hér er í starfi Þjóðræknisfélags-
ins. Er því gott til þess að vita,
að íslenzkukennslu barna og
unglinga er haldið uppi á ýms-
um stöðum. Má þar fyrst nefna
.Laugardagsskóla Þjóðræknisfél-
agsins í Winnipeg, sem starf-
ræktur er með svipuðum hætti
og verið hefir, og er sæmilega
sóttur, þó æskilegt væri, að enn
fleiri foreldrar notfærðu sér það
ágæta tækifæri, sem börnum
þeirra veitist þar til að læra
íslenzka tungu. Kennarar hafa
þessir verið: Mrs. Einar P. Jóns-
son, er skólastjórn hefir með
höndum, Mrs. Hjálmar Daníel-
sor, Miss Vala Jónasson, Mrs.
Kristín Jefferson og unglings-
pilturinn John Butler, sem getið
var um sérstaklega í skýrslu
síðasta árs. Er dæmi hans, sem
aðeins er íslenzkur í aðra ætt,
mjög öðrum til fyrirmyndar.
Mrs. Daníelsson hefir æft söng-
flokk barna með aðstoð Mrs. S.
B. Stefánsson. Stendur fél-
agið nú sem áður í hinni
imestu þakklætisskuld við
kennara þessa fyrir áhuga þeirra
og fórnfúst starf. Sama máli
gegnir um Ásmund P. Jóhanns-
son, sem enn hefir, eins og um
undanfarinn áratug, látið sér
sérstaklega umhugað um hag
skólans og framgang.
Þá standa deildir félagsins í
Riverton, Árborg og Mikley, og
ef til vill víðar,* að íslenzku-
kennslu með góðum árangri.
Bera þeim öllum þakkir, sem
leggja hönd að þeirri þörfu starf
semi.
Á síðasta Þjóðræknisþingi
gerðist sú nýbreytni, að for-
seta var falið að skipa milli-
þinganefnd í fræðslumálum.
Skipaði hann hana þessum
mönnum og konum: Mrs. Einar
P. Jónsson, formaður; Ásmund-
ur P. Jóhannsson, Mrs. S. E.
Björnsson, Svein Thorvaldson
og Miss Vilborg Eyjólfsson; hef-
ir fólk þetta allt sýnt hinn mesta
áhuga á fræðslumálum vorum.
Forseti hefir einnig setið fundi
nefndarinnar og stutt hana að
starfi eftir föngum. Tók nefnd-
in þegar til starfa eigi löngu
eftir þingið í fyrra og hefir unn-
ið að því að skipuleggja íslenzku