Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MAÍ 1943. 3 “æfintýri” Klemenzar Krist- jánssonar um akuryrkjuna? Hver hafði trú á því, þegar Klemenz byrjaði kornræktartil- raunir sínar í Gróðrastöðinni í Reykjavík, að þær yrðu annað en barnaleikur? En hver neitar því nú, að æfintýrið sé orðið að raunveruleika? “Akrar hylja nú völl” meira og minna í öllum landsfjórðungum. Mun það fara vaxandi og batnandi með nýrri tækni og meiri þekkingu. Og enn mætti minna á skóg- ræktina. Hannesi Hafstein voru það vonbrigði, hvað erfiðlega gekk með skógræktina hérlend- is lengi fram eftir. En gleði hans yrði sjálfsagt því meiri, ef hann mætti líta yfir ágætan skógrækt- arárangur margra seinustu ára, og mun þó meira á eftir fara. því enn er vart meira komið en upphafið að einni þýðingarmestu og þjóðhollustu framkvæmd á landi héi*. Er þáð rökrétt hugs- un en enginn draumur, að menn ingin hlýtur að vaxa í lundi nýrra skóga. Þjóðin hefir þá fengið enn nýja trú á gæðum og auðlegð landsins, nýtt útsýni, nýtt lífsviðhorf, sem stefnir hærra og stærra en áður. Eftir þennan útúrdúr er rétt að víkja aftur að aldamótaljóð- unum, láta þau tala sjálf og velja til þess niðurlagserindi þessa stórfenglega kvæðis, sem sígilda aðvörun og áminningu til þjóðarinnar. Skáldið segir: Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar í fylking sem þér standið; hvernig sem stríðið þá og þá er blandið: það er að elska, byggja og ‘treysta á landið. Þessi aðvörun og áminning er í fullu gildi alla tíma. Hún fyrn- ist ekki. En aldrei er hennar meiri þörf en einmitt nú. Starf- ið er margt, eins og áður og æf- inlega, en bræðrabandið er nú tæpast eitt, heldur margt, sumt af erlendum toga spunnið og eig inhagsmunum. Gleymist það ekki oft, — ekki bara stundum — að stríðið sé lævi blandið og að þá sé lífsnauðsyn, að ættjarð- arástin komi ekki aðeins fram í orði, heldur líka í verki? Af öðrum kvæðum, sem Hann es Hafstein orti hér vestra, skulu enn nefnd tvö. Fyrst við áramótin 1902: Rís heil þú sól, sem enn oss færir ár, það ár, sem þjóð vor lengi muna skal o. s. frv. Og kvæðið “í hafísn- um”. Kvæðið “1 hafísnum” full- gerði Hafstein að vísu eftir að hann flutti héðan og breytti hinu upphaflega kvæði. En til- efni kvæðisins var för Hafsteins héðan norður til Akureyrar á útmánuðum 1903. Hans Ellefsen hvalveiðimaður á Sólbakka í Ön undarfirði, góðvinur Hafsteins, lánaði hvalveiðibát til norður- fararinnar. Lentu þeir í hafís út og austur af horni, og lá við að þeir yrðu að snúa aftur. Vegna röskleika skipstjóra var förinni haldið áfram og tókst að smjúga út úr hafísnum. Hafstein lifði sjálfur þá atburði, sem hann myndar og málar í ljóði sinu, svo það er ekki furða þótt alt sé eðlilegt og lifandi Þegar rætt_er um skáldskap Hannesar Hafsteins er hann oft ast einkendur sem gleðinnar skáld. Þetta er að vissu leyti rétt. Hafstein var skáld karl- rtiannlegrar gleði, en skáldharpa hans átti fleiri strengi, eins og Ijóð hans sýna. Túlkaði hún jafn vel átakanlega harma og sorgir sem ærsl gleðinnar — og einnig atti hún enn aðra strengi, sem °muðu jafn skært og eðlilega. Kemur þetta skýrt fram í eggj- unarljóðum skáldsins og mörg- um hinum fögru minningarljóð- Uru, svo sem ljóðunum um Jón Sigurðsson. T. d. þetta: ^agnið dægurþras og rígur. þokið meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir blóð. íslendingar eiga Hannesi Haf- stein mikla þakkarskuld að gjalda sem stjórnmálaforingja og skáldi. Hann barðist fyrir hugsjónum, en ekki eiginhags- munum — og hugsjónir hans hafa haft ómetanlega þýðingu fyrir þroska og framfarir þjóð- arinnar. Því á minning Hannesar Haf- steins að lifa sem björtust og lengst. Hún yljar og lýsir og ber yfir sér þann tignarbrag, sem getur með réttu gert þá kröfu, að þagni dægurþras og rígur, að markmiðið til heilla allrar þjóð- arinnar sé sett ofar en eigin- hagsmunirnir. Ritað á afmælisdegi Hannesar Hafstein, 4. desember 1942. Lesb. Msb. Frá Nemo á Gimli. Baschinka I. Það var í ágústmánuði. í sveijaþorpinu sást engin mannleg vera á ferli, svo sem þorpsbúunum hefði verið sópað burt af fellibyl. Karlmenn, konur og ungling- ar er voru komnir af barns- aldri, var með fyrirlitningu rekið ,út á akrana eins og kinda- hópur til að fylla hlöður aðals- mannsins. 1 allsnægtunum voru þeir hungraðir og óánægðir og megnuðu ekki að veita sér það nauðsynlegasta til að halda uppi tilverunni, og slitu kröptum sínum fyrir brauðbita er féllu af náðarborði eigandans, þetta voru leiguliða kjör. Bóndinn, með líkama og sál, og alt er honum heyrði til var eign manns er hann ekki þekkti en lögin skipuðu að slýða. Eig- andinn gat lánað honum, selt hann áður, rekið hamn í burtu, eins og hræi sem hent er í sorphaug. Hann var sem orm- urinn er varð undir skóhæln- um og líður þar kvalir sínar þegjandi. Frá ómálga æsku hafði honum verið innrætt hlýðni hundsins og titraði af kvíða frá óteljandi dæmum af grimdar- verkum, og ber okið meðan kraftarnir endast. í þessu var fólgin ástæðan fyr- ir því að allt verkfært fólk var í burtu frá sveitaþorpinu en heima, voru aðeins börn og gamalmenni. Lágu leirkofarnir voru mannlausir. Enginn reykur sté upp í loftið frá hrörlegu strá- þökunum. Ekkert hljóð heyrðist. Börnin hlóu ekki, og gamal- mennin þorðu varla að nálgast hvort annað. Allt var sem dæmt til dauða af langsamri kúgun er sýndist hafa bannfært alla gleði og eitrað loftið. Á næstu hæð stóð höllin, að- setur valdsins ótakmarkaða. Arnarbælið er ógnaði öllu. Maður hár vexti kom gang- andi frá höllinni ofan líðandi brekkuna. Hann var í búningi veiðimanna í kragastígvélum með reiðsvipu í hendi. Fyrir honum runnu hundar tveir. Þeir sem urðu á vegi mannsins lutu næstum til jarð- ar fyrir honum, en hann\virti þá ekki viðlits. Svo gekk hann í hægðum sínum gegnum þorp- ið og að stóru húsi í jarðri þess. Margt benti á að þar væri vel- líðan gagnstætt því er var ann- arsstaðar. Blómreitirnir kringum húsið. Söngur fuglanna í búrun- um, vegurinn vel hirtur upp að hliðinu og hanagalið. Þetta var hús gestgjafans. Þar bjó aldr- aður maður Jakob Asekkenah að nafni og dóttir hans einka fögur ung stúlka. Fyrir framan húsið í garðin- um var maður við vinnu sína. Hann kastaði rekunni tekur of- an og hneigir sig djúpt. “Er gestgjafinn heima?” spyr herramaðurinn. “Nei, herra.” “Hvar er hann?” “Við olíumilluna, yðar há- tígn.” “En Baschinka?” “Hún er heima.” Herramaðurinn gengur tafar- laust inn í húsið; hann hrindir upp hurð að herbergi, þar sit- ur unglings stúlka og saumar. Hún verður hrædd við gestinn. Hann þeytir svipu og vetlingum á stól, og settist að því búnu svo dró hann til sín annann stól, og lagði á hann fæturna. Stúlk- an stóð með blóðrauðar kinnar, skjálfandi hendur og niðurlútt andlit. “Eg hefi skrifað þér bréf” svona’hefir herramaðurinn máls á erindi sínu. “Já, yðar náð.” “Hvers vegna hefir þú ekki komið upp í höllina?” “Hvað átti eg að gera þar?” “Annast búsýslu, til þess tíma eg gifti mig aftur.” “Eg er ekki fær um að ann- ast búsýslu í svo stórum stíl herra, og auk þess verður faðir minn þá einstæðingur.” “En er eg ekki einstæðingur?” “Eg leysi þig frá búsýslunni, ef þú kvíðir mikið fvrir henni. Þú skalt vera hefðarkona ef þig langar til þess, en þú verður að búa í mínum húsum, því það hefi eg fastráðið. Eg vil hafa þig hjá mér. Heyrir þú það? Þú skalt, eiga góða daga ef þú ert mér eftirlát. Eg skal gefa þér kjóla frá Moskva, þú skalt fá vagn, og þér skal verða þjón- að af fólki mínu. Segðu Já, Baschinka. Það verður happasæl ast.” “Reiðist ei skýlausu svari mínu herra! Bæn yðar er svnd. Eg get ekki gengist undir til- boð yðar nei, aldrei, eg er aðeins saklaus aumingja Gyð- ingastúlka, en þér eruð mikils háttar herramaður, sem við eig- um að sýna hlýðnl, en ...” “Það er einmitt þessi hlýðni, sem mér virðist að þú gleymir. Brjóstgæði mín hafa spilt þér og föður þínum. Þið hafið gieymt því að allt sem þið haf- ið undir höndum er mín eign, og að eg get rekið ykkur út úr húsinu hvenær sem mér lízt og þið megið ekki taka með ykkur einn brauðbita.” “Greiðir faðir minn ekki eft- irgjaldið?” “Það ætti nú að bætast á að hann stæði ekki í skiliim Þó harm borgaði tíu sinnum hærra eftirgjald, hefði það enga þýðingu. Gyðingar hafa enga heimild fyrir að búa í þessum hluta landsins, og faðir þinn getur því aðeins verið hér að hann sé þjónn minn og landsseti. Eg hefi heimild til að taka af honum síðasta pening.” “Faðir minn veit það vel náð- ugi herra. Það er sama og hann sagði þegar eg sendi hon- um bréfið frá yður.” “Hafið þér sýnt honum það!” Stúlkan þagði. “Og hann hefir sjálfsagt stælt þig til þessa mótþróa. Svaraðu.” Hún þagði enn, því hún kveið því að hún skaðaði föður sinn. Herramaðurinn stóð upp, lagði hendina á öxl hennar, og mælti: ' “Þegar þú varst barn, og leizt út fyrir að verða fríðasta st.úlk- an í sveitinni, vaktirðu eftirtekt mína. Af ást á fegurð þinni leigði eg föður þínum hús þetta, eg hefi leigt honum það fyrir litla upphæð og verið honum ætíð hlyntur, svo hann kæmist í betri efni, og þú nytir. góðs af. Hann skuldar mér í öllum skilningi — en þú veizt ef til vill ekki um það — þess vegna krefst eg þín í launaskyni fyrir margra ára góðvild, með því á faðir þinn að greiða þakkar- skuld sína. Hann getur valið um þig eða allt það er hann hefir undir höndum. Þú munt fara nærri um hvað fyrir ykkur muni liggja, ef eg læt ykkur sökkva ofan í þá örbyrgð er eg hóf ykkur upp úr.” Baschinka draup höfði, hún las ásetning hans úr orðum þess- i um, hún þekkti mann þenna er hafði litið hana girndaraugum. “Kjóstu,” sagði herramaður- inn.* “Þér getið eyðilagt framtíð okkar,” svaraði uriga stúlkan og andvarpaði, “en við verðum að bera það.” Andlitið á herramanninum varð rautt sem purpuri af reiði og æði. Þetta gat verið í fyrsta skifti á æfinni sem hann fékk ekki bæn sína uppfylta. Hann belgdist allur út og var- irnar blóðlausar titruðu. Hann líktist rándýri sem er að ráð- ast á bráð sína. “Já, eg skal yðileggja ykkur”, stamaði hann og gnýsti tönnum. Hún hafði titrað af hræðslu fyrir löngu. Blóðið sté henni til höfuðs, og var sem brjóstið myndi springa. Svívirt ef hún segði já, eða troðin undir fót- um þéss er hún barðist við. Glöt- uð í augliti guðs eða hrakin í hræðilegt volæði. Hvílík kjör, og faðir hennar, vesalings gamalmennið. Var hann ekki aumkunarverður, hvorn kost- inn sem hún tæki. Hvert átti að flýja? Hvar myndu harm- tölur Gyðings veita þeim húsa- skjól í þessum norðlægu sveit- um. “Þið ætlið, ef til vill, að eg sé hættur að vera yfirmaður ykkar, af því að þið svo lengi hafið lifað áhyggjulausu lífi, en — nú skuluð þið kenna á valdi mínu. Eg að sönnu hefi ekki leyfi til að drepa ykkur, en eg get ofsótt ykkur fram í dauð- ann; eg get tekið eigur ykkar og rekið ykkur út úr húsinu eins og hunda; eg get sogið blóðið úr æðum ykkar dropa fyrir dropa án þess nokkur heyri harmakvein ykkar. Ef þið leytið liðs hjá stjórninni, getur hún ekkert, því þið eruð Gyð- ingar, og þjóðflokkur ykkar allstaðar fyrirlitinn, og aldrei mynduð þið dirfast að stíga fæti inn í sveitaþorp þetta og með því troða ’lög keisarans undir fótum.” Bascinka hafði í dauðans ang- ist litið út um gluggann og sá föður sinn ókvíðinn og róleg- ann ganga heim að dyrunum. Hann grunaði ekki að fellibylur hafði eyðilagt gæfu hans. “Faðir minn! Hann faðir minn kemur!” Herramaðurinn átyaði sig fljótt, opnaði hurð að næsta herbergi og sagði við stúlkuna. “Faðir þinn má ekki vita að þú sért svona nálægt. Farðu-” Hún hlýddi. í því kom gamal- mennið inn úr dyrunum. Hann varð hræddur er hann sá gamm- inn í dúfuhúsinu og hneygði sig. “Eg á erindi við þig Jakob, sestu og taktu eftir því sem eg segi og gr’ptú ekki fram í fyrir mér,” sagði herramaðurinn. Jakob settist kvíðafullur á stól. Heframaðurinn gekk um ^ólf og lét dæluna gánga. “Þér er kunnugt að eg er stefnufastur maður og held beint að takmarkinu, en fvrir- lít allar vífilengjur. Hvaða álit hefir þú á dóttur þinni?” “Hú|n eir gott barn^ herra minn, og gleði hússins.” “Og fögur sem engill ” “Og saklaus sem engill, náð- ugi herra!” “Hver sem giftist henni verð- ur lánsmaður?” “Áreiðanlega með guðs hjálp.” “Ágætt, þá erum við sammála. Eg hefi aldrei séð jafn töfrandi stúlku, og því hefi eg oft sagt við sjálfan mig í einverunni í höllinni, sem oft er mikil. Ætti ung og elskuverð stúlka með glaðlegu viðmóti, sé ekki betri skemtun, heldur en veizlur og útreiðar. Ertu á sömu skoðun?” ' “Eg er aðeins aumingja gamal menni, herra.” “Það er satt, þú getur ekki dæmt um þetta. Tilfinningar þínar eru fyrir löngu dauðar, og svo eru þið Gyðingar svo samvizkusamir. Einn guð, ein lög, ein kona, það er ykkur nóg. Hlustaðu nú á. Eg er kominn til að gera kaup við þig, þegar þú neyddist til að hrekjast úr heimalandi þínu og komst til hallar minnar áttir þú ekki ann- að en veika konu og kornungt barn, er lofaði fagurri framtíð. Þú fékkst að jarða konu þína á minni eign og óskaðir eftir að fá að dvelja sem næst gröf hennar. Eg leyfði þér að yrkja akra mína og búa .í húsi, sem “Það er eigi þér herra, sem ” “Haltu þér saman! Eg segi að þú skuldir mér. Á hvaða tíma sem er að nóttu eða degi, get eg rekið þig út á götuna, fá- tækann og nakinn eins og þú varst þegar þú komst. En viljir þú tryggja framtíð þína, og þig langi til að skoða hús þetta með tilheyrandi jörðum þína eign, þarftu ekki annað en senda dóttur þína til hallarinnar.” var mín eign. Eg hélt verndar- hendi yfir þér og dóttur þín óx þar upp undir náðarsól minní.” “Til hallarinnar? Til hvers?” (Framhald) Business and Prt ifessional Cards # Drummondvilie CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Itlei/ets Stttcllos Jjtd. /suyest PMoyrcwfuc Oigantfaiim ui Canada •224 Notre Dame- f ' Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Directot Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Offiee Phone 86 651. Res Phone 73 917. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Baokman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FJSH ’ Offiee Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOingur • Skrifstofa: Room 811 McA rthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 Thorvaldson & Eggertson Lögfrœöingar 300 NANTON BLDG. Talstmi 97 0 24 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali • Pólk getur pantaS meðul og annað með pósti. Pljót afgreiðsla. DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson # Phone 22 866 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • Pcegilegur og rólegur bústaöur í miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltiðir 4 0c—60c Free Parking for Guests J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Pasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. , Phone 26 821 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 86 607 Heimilis talstmi 501 562 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur t eyrna, augna. nef og hálssjúkdómum v 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi 22 2 51 Heimillsslmi 401 991 Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Wlnnipeg, Man. Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstlmi 3—5 e. h. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL AHTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.