Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 13. MAÍ 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eflir Edgar Wallace. Það kom frá hinum sívala stálhólk sem var óðru megin í skálanum. “Hvað er þetta,” spurði hann. “Nýtt lofthreinsunar áhald”, svaraði Mark. “Eg er dálítið vísindalega sinnaður,” Bradley sá brátt litla stálhurð sem var á þessum sívalning, og dró hana til hliðar.. Hann gat ekkert séð inn í þetta hylki með vasaljós- inu sínu, nema glytta í rennandi vatn. Hann bretti upp skyrtuermarnar sínar og kafaði til botns, hann fann hvar vatnið bullaðist út um kringlótt gat. “Nokkuð að finna þarna?” spurði Mark ofur viðfeldnislega. I einu horni skálans sá Bradley viðan hólk úr brúnum pappír, hann reif lokið af, og undir því fann hann hráhvíta kringlóttá plötu, sem var með götum hér og þar, á stærð við smápening. Hann lyktaði af plötunni. bleytti fingurgóm og nuddaði um plötuna, og bragð- aði. “Salt”, sagði hann. Hann lét þessa salt- hellu inn í hylkið, þar sem vatnið rann, og í augnabliki hafði hún bráðnað og horfið. “Má eg gizka á hver er ætlun yðar með þessu Mr. Mark? Mér skildist að þér sitjið þarna inn disk úr sykri eða salti.— eg ímynda mér að sykur sé betri —, og á þetta látið þér yðar ólöglegu muni, og lokið hurðinni. Undir eins og þér verðið varir við nokkra hættu, hleypið þér vatninu á — það er sem minni ytan á skrifborði yðar er fyrri.” Hann kink- sði kolli, og í fyrsta sinn sem sjá mátti á hon- um, að honum var ekki um sel. “Þegar lögreglan heimsækir yður, styðjið þér á ýtuna, vatnsstraumurinn þvær burt þessar sykur eða saltkökur, svo áður en lög- íeglan getur komist að því, hafa sönnunar- gögnin horfið! Nærri ótrúlegur útbúnaður.” Hann klappaði Mark á herðarnar. “Reynið ekki þessa aðferð aftur. — Eg rann- saka bílskúrinn líklega fyrst, sem mun hafa allt annað en þægilegar afleiðingar fyrir yð- ur. Hvar er Miss Perryman?” Hann spurði þessarar spurningar svo snöggt að Mark vissi \arla hverju hann átti að svara. “Miss Perryman býr ekki á þessu gólfi”. “En þér voruð að vonast eftir að. heyra frá b.enni? Er það ekki hún sem þér voruð að bíða eftir?” Mark brosti ólundarlega. “Vissulega hafið þér skringilegar ímyndan- ir í kollinum, mirfn kæri Bradley. Hvaðan koma yður slíkar ímyndanir? Eg skal viður- kenna, að það er óvanalegt að mæta lögreglu- manni, sem hefir nægilega mikið ímyndunar- afl til að búa til sögur, en það er á sama tíma hálf leiðinlegt að —” “Þér eruð að vonast eftir Önnu Perryman, en þér þurfið að bíða stundarkorn,” sagði Rradley. “Hún var tekin föst í nótt, á Oxford- veginum.” Mark stóð eins og steini lostinn, bað sást ekki dráttur í einum einasta vöðva í andliti hans, ekki að hann bærði augnalokin, hvað þá meir. “Mér þykir fyrir að heyra það. Hvað er hún sökuð um?” “Að hafa haft meðferðis eiturlyf,” svaraði Bradley. Undir vanalegum kringumstæðum hefði Mark ekki lagt mikinn trúnað á bað sera lögreglumaðurinn sagði, en hann var eins og dálítið utan við sig, og lét sér ekki til hugar koma að efast um það sem Bradley sagði. “Eg veit ekkert um það,” sagði hann upp- hátt. “Ef hún hefir haft meðíerðis eiturlyf, þá er það án minnar vitundar, ef hún segir að hún hafi fengið þau hér, þá lýgur hún því, hvar funduð þið það, — í bílnum?” Hann • hafði varla slept orðinu fyr en hann sá yfir- sjón sína. Anna hefði fleygt pakkanum undir eins og hún hefði orðið nokkrar hættu vör. Fann var að segja lögreglueftirlitsmanninum, jafnvel það sem Anna vissi ekki — það, að í bílnum hefði verið eitthvað meira en Anna kerryman vissi um. X. kafli. Mark Mc. Gill hafði oft, með hálfum hug, reynt að gera lítið úr þeirri hættu sem Anna var í á ferðum sínum. í mörgum tilfellum hafði hún ekki meðferðis nema pakka af salti, sem hún var að koma til ýmissa skiftavina þeirra út á landsbygðinni. Aðalflutm'ngurinn var falinn í sérstaklega tilbúnu leynihólfi í hliðinni á bílnum, sem var hulið undir leður- foðrinu. Anna hafði vissulega verið með hættulegan flutning í bílnum á leiðinni til Oxford, þá um nóttina, en hann treysti hennar skörpu vits- munum til að gæta þess í tíma, að losna við það, ef hún yrði nokkurs vör um eftirför. Nærvera Bradleys vakti upp í huga hans hræði lega hugsun. Fyrir viku, hafði hann sent hana til Birmingham, og í hinu hulda leynihólfi var mikið af cocaine. Það var ávalt maður til staðar að mæta henni, hvert sem hún var send, og taka bílinn og fara með hann í bíl- skála. Hún vissi því ekki þegar aðalflutning- urinn var tekinn úr bílnum, eða hvað hann var. En eitthvað hafði vakið ótta hjá Birming- ham viðskiftafólki hennar, hún hafði ekki skilað því sem þeir vonuðust eftir að hún kæmi með, og enginn hafði verið til taks að mæta henni, svo pakkinn var í leynihólfinu. Hvorki hafði Mark né bílskála eftirlitsmaður- inn tekið pakkann úr hólfinu í bílnum. Það hafði verið þar þegar Anna fór að mæta flug- , vélinni. Hann var ekki mjög hræddur um það því bíllinn var nærri því eins góður felustaður og járnhylkið í bílskálanum. Eftir að Anna var farip, datt honum í hug að Oxford um- boðsmenn hans, mundu taka það úr bílnum, og yrðu glaðir að fá svo mikið af því, alveg óvænt. En það var æfinlega auðvelt að jafna þá reikninga. Hann sá hvernig Bradley reyndi að lesa hugsanir sínar, og brosti að. “Það sem eg ætlaði að segja var —” “Það sem þér meintuð að segja”, tók Bradley fram í, “var það, að Anna Perryman hefði haft meira í bílnum, en pakkann, sem hún henti í ána.” “Það veit eg ekkert um; eg veit enga ástæðu til að hún henti neinu í ána. Hún var bara cið bregða sér að gamni sínu til Oxford — hvar er hún?” Bradley sagði ekkert um stund. “Hún er í Cannan Ron lögreglustöðinni. Eg býst við að þér viljið setja upp lausnargjald fyrir hana, en eg skal segja yður það skýrt út, að eg legg á móti því. Eg hefv gert alt stm eg hefi getað til að bjarga þessari ungu stúlku, en nú er hún undir lás, og eg get ekkert gert.” Hann strauk svitadropana, sem sxóðu á enni hans, og horfði stöðugt á mann- inn, sem hann hataði. Hann hugsaði sig um eltt augnablik, og sagði: “Það er aðeins einn vegur og það er, ef hún vill með framburði sínum gefa mér þá sönnun, sem mig vantar, til að taka yður fastan, Mark. Ef hún gerir það, þá skal eg takast á hendur að frelsa hana út úr þessum vandræðum, sem þér eruð búnir að koma henni í.” Það var engin mildi í röddinni, en hún mátti heita mild, borið saman við hótunina sem í orðunum fólust. Mark, sem var all mik- ill mannþekkjari, sá að hann hafði fyrir aug- um sér mann, sem hafði annað umhugsunar- eíni í huga sínum. Hann var að tala um eittf tn hugur hans var bundinn við annað. Mark fylgdi honum til dyra, stóð á stéttinni rreðan lögreglubíllinn rann hljóðlega upp að randsteininum, og horfði á það, þar til að það hvarf í áttina til Oxford strætis. Það var málafærslumaður, sem áður hafði verið viðriðinn réttarhöldin í suður-London lög- regluréttinum, fyrir afar lítið kaup. Mark hafði tekið. hann að sér og gefið honum góðan verustað í stórhýsi í einu úthverfinu, og kom- ið honum alveg til að hætta við drykkirí, sem hafði að mestu eyðilagt hann. Hann talaði til þessa manns yfir símann. “Eg er að senda bílinn minn eftir yður. Þér verðið að koma strax.” Mr. Durthec kom án tafar. Hann var hrika- legur í andliti, og hendurnar óstyrkar, og skulfu sem strá. “Þeir eru búnir að taka Önnu fasta. Eg vil að þér sjáið hana í fyrramálið, útvega besta lögmann, sem hægt er að fá til að verja hana, ’og sjá um, að hún hafi allt sem hún þarfnast. Hún kemur líklega fyrir suður-lögregluréttinn. Þegar þér sjáið hana, segið henni, að það sé ekkert að óttast, ef hún segir ekkert, og neiti að svara spurningum, þér getið og sagt henni að Bradley vilji umróta himni og jörð, til þess að fá hana dæmda.” “Hvað hafðí hún í bílnum?” spurði Mr. Durthec í skjálfandi róm. “Cocain”, svaraði Mark. “En eg er ekki viss um að þeir hafi fundið það — þér verðið að passa það, og ef málinu verður frestað, vil eg láta lögmanninn sem ver málið fyrir hana, • biðja um að láta hana lausa, mót lausnargjaldi, og ef nauðsynlegt, þá að biðja um lausnar leyfi frá hærri dómstól.” Eftir að lögmaðurinn var farinn, hitaði Mark sér sterkan kaffisopa, fór í kalt bað, settist svo niður til að bíða eftir skýrslu lögmanris- ins. XI. kafli. Bradley fór þangað, sem bíll önnu var • geymdur. Hann lét menn sína fara, eftir að bílnum hafði verið ekið út. Hann fór að rannsaka bílinn einsamall, án verkfæra, nema vasahnífsins síns. Það var ekki ervitt áð finna kassann undir sætinu, eða á hvern hátt að ná mátti honum út um leynilok á hliðinni, en það var ekkert í kassanum. Hann rannsakaði tólakistuna, en þar var ekkert heldur að finna. Hann var rétt í þann veginn að hætta leitinni, þegar honum datt í hug, að leðurfóðrið, bæði á hliðum og lofti bílsins voru þykkri og fyrirferðarmeiri en tíðkaðist i þessari tegund bíla. Hann leitaði þumlung fyrir þumlung. Það voru vasar beggja megin við hurðirriar, en það var ekkert í þeim, en hann veitti því eftirtekt að hurðirnar voru þykkri en nauðsynlegt sýndist. Hann lyfti öðrum vasanum, sem hékk laus, og hann skim- aði með vasalampanum sínum á bal£ við leður- fóðrið. Hann sá þar ferhyrnda bót. Hann skoð- aði undir vasann á hurðinni, og fann þar það sama. Það virtist engin ástæða fyrir þessari bót á miðri hurðinni, nema það væri fyrir opningu. Hann spretti til með vasahnífnum sínum, og hnífsoddurinn snerti járn. Það var alveg af tilviljun að hann fann þennan leyni- stað. Hann var að reisa upp þennan vasa, sem ,var látinn skýla leynilokinu, hann hefir þrýst n\eir á þetta en hann ætlaði, en við þrystinginn hrökk leyriilokið upp. Innan við lokið sá hann tólf litla pakka, þjappað fast saman. Hann tók þessa pakka út með .varúð, áður en hann fór að leita hinumegin. Það tók hann ekki* langan tíma, því nú vissi hann aðferðina, en þar var ekkert að finna. Hann lét pakkana, varlega í vasa sinn. Lokaði hurðinni, og ýtti svo bílnum inn í bílskálann og læsti honum. Hann fann til einkennilegrar þakklætistiifinn- ingar í huga sér, sem hann skildi ekki að fullu. Því ætti hann að fagna svo yfir þess- um fundi? sem óhjákvæmilega hlaut að dóm- íella stúlkuna sem ávalt var í huga hans dag og nótt? Það var alls ekki það, sem hann fann í bílnum, sem hann fagnaði yfir, heldur að hafa verið svo hygginn að láta mennina fara frá sér áður en hann fór að leita. Nú voru engin vitni að því að hann hefði fundið neitt saknæmt í bílnum. Hann varð eitthvað svo skringilega hissa þegar hann hugsaði um þetta„ Hann fór ekki til Scotland Yard, heldur tafarlaust heim til sín. Þegar hann var kom- inn inn í herbergi sitt, kveikti hann ljós og læsti hurðinni, áður en hann tók pakkana úr vasa sínum. Hann opnaði einn — það gat ekki verið minsti vafi um hvað innihaldið var, þetta kristalskæra duft, sem glitraði í ljósbirt- unni. Hann vætti fingurgóm sinn og lét nokk- ur korn á tungu sér. “Cocaine!” Hann sat lengi hugsi og horfði á þetta dauð- lega eitur. Hann hrökk upp við það að sím- inn hringdi, og hraðaði sér að svara síman- um, meira til að stöðva hringinguna, en af nokkrum áhuga fyrir að vita hver væri við hinn endann. Hann þekkti málróm yfirumsjónarmannsins. “Eruð það þér Bradley? Við höfum fengið bendingu frá einum þessum cocain prangara í Oxford um, að við mundum líklega finna böggul af því faldan einhverstaðar í bílnum, sem stúlkan keyrði. Það er leynivasi einhver- staðar í hurðunum. Eg ætla að senda Simm- onds þangað —”. “Nei, herra minn, eg skal fara þangað,” sagði Bradley fljótt. Hann sneri sér að borð- inu og horfði á pakkana. Hvaða ákvörðun sem hann tæki varð að vera tekin fljótt. Hann fór út í litla eldhúsið sitt og litaðist um eitt augnablik. Konan sem þrifaði til í herbergjum hans kom daglega. Hún var sérstaklega reglu- söm og sparsöm, og hann vissi að hún keypti hluti í stórum stíl. Hveitiskúffan var hálf full. Hann gat skipt á þessu fyrir hveiti. En hann hló að sjálfum sér fyrir að láta slíka vitleysu koma sér í hug. Hann ákvað nú hvað hann skyldi gera, gekk inn í stofuna, tók alla pakk- ana, fór með þá út í eldhúsið og tíndi þá alla í skolavatnsþróna. Hann stóð yfir því í tíu mínútur til að horfa a vatnið leysa það í sundur, þegar það var allt að fullu uppleyst, brendi hann\umbúð- irnar. Hann tók frakka sinn og hatt, og fór til bílskálans, til að leita að einhverju sem var þar ekki. Að klúkkutíma liðnum fór hann til yfirmanns síns, til að gefa skýrslu, en hann var farinn úr skrifstofunni þegar hann kom þangað; svo hann hélt heim til sín. Það var ekki ofsagt, að John Bradley var alveg hissa á sjálfum sér — að vanrækja svo skyldu sína. Ef einhver hefði sagt honum, að hann hefði af ásettu ráði eyðilagt pönnunar- gögn í mjög þýðingarmiklu máli, til að reyna að* frelsa fangann frá hegningu, mundi hann hafa brosað að því, hefði það ekki altaf legið scm farg á huga hans að Anna Perryman mundi lenda undir hendi laganna. Hún hat- aði hann; hann var í engum efa um það, hann vissi líka að Mark blés allt hvað hann gat að þeim kolum. Hún hafði gert lítilsháttar tilraun til að vera þægileg, en hún var enginn leikari. I hvert sinn er hann mætti henni, reyndi hún til að láta sem minst bera á þeim viðbjóði, sem hún hafði á honum, og hann skildi aldrei svo við hana, að ekki væri auðséður afléttis svipur á endliti hennar. Hann fór til skrifstofu sinnar í ‘Scotland Yard, og sat þar til þess er honum var fært heitt kaffi að drekka, og vitundin um það, að hann innan fárrá stunda, yrði að vera sak- sóknari gegn þeirri konu er hann elskaði. Klukkan átta um morguninn var farið með Önnu *í Suður-Lundúna lögregluréttarsalinn. Hún var keyrð í leiguvagni, ásamt yfirum- sjónarkonu kvennadeildarinnar, og einum lög- regluþjóni. Ef hún hefði vitað um hvað hún var sökuð um, og hversu stórkostlegt brot hennar var í augum lögreglunnar, hefði það verið nóg til að buga kjark hennar. Rétt eftir að hún hafði verið lokuð inni í klefa, rétt við dómsalinn, kom umsjónarkonan til hennar. “Lögmaðurinn yðar er kominn — Mr. Durt- hec. Þér getið séð hann í mínu herbergi.” Þrátt fyrir það þó umsjónarkonan væri þar, var samtalið sjáanlega heimulegt, því þessi skjálfandi lögmaður tók hana afsíðis út að glugganum. Fyrst í stað var hún hálf hrædd við hversu óstyrkur og titrandi hann var, og hann veitti því eftirtekt. “Það gerir ekkert til þó eg sé óstyrkur í höndunum, stafar af veikum taugum,” nöldraði hann. Hann leit til gæslukonunnar. “Eg hefi skilaboð frá Mark,” sagði hann í lágum róm. “Það getur hafa verið mikið af vörum í bílnum — saccharine.” “í bílnum?” endurtók hún alveg hissa. Hann kinkaði kolli. “Það eru tveir vasar í honum. Ef þér verðið spurðar um það — vitið ekkert um það •— skiljið þér?” “Hvað er að koma fyrir?” spurði hún. Þessi axlamjói náungi, var að koma með allra handa tilgátur, sem hann ætlaðist til að væri teknar sem algert þekkingarleysi hans á kring- umstæðunum. “Eg veit ekki hvort eg get fengið lögmann i dag til að verja mál yðar — það verður að fresta málinu.” Hún snerist að honum í ofboðs geðshræringu. “Meinar það að mér verði haldið í fangelsi aðra viku?” Mr. Durhrec leit undan augnaráði hennar. “Það getur verið. Við viljum reyna að fá yður út, gegn lausnargjaldi, — gerum alt sem við getum. — Lögreglan er viss um að biðja um frestun málsins, ef þeir hafa fundið eitthvað saknæmt í bílnum. “Fangelsi er ekkert — venst því.” Anna Perryman fann nú fyrst, eins og hjart- að ætlaði að hætta að slá í brjósti hennar. Fangelsi var eitthvað sem hún gæti aldrei vanist; og hugsa til þess, hún hugsaöi til Bradleys, og hataði hann nú meir en áður. “Hvernig voru þessir — saccharine pakkar?” Og er hann sagði henni það, spurði hún hversu margir þeir væru. “Fimm, þeir voru í hylki í hurðánni. Mark segir að þér verðið að neita að þér hafið vitað nokkurn hlut um að þeir voru þar.” Eftir stutta þögn spyr hún. “Hvað var í þeim?” “Saccharine, mín kæra ungfrú, ekkert annað en saccharine”, svaraði Durthec skjálfandi. “Hvað kemur fyrir mig? eg meina, ef þeir hafa fundið þá.” Lögmaðurinn ypti öxlum, það var ekki auð- veld spurning að svara. “Er maður settur í fangelsi fyrir smyglun?” Hann hristi höfuðið. “Ekki fyrir fyrsta brot, þér verðið líklega dæmdar í fimm hundruð dollara sekt, sem Mark borgar orðalaust.” Það’ var eins og honum létti fyrir brjósti, en hún skildi ekki hvers vegna. Það var ekki auðvelt að geta sér til að Mr. Durthec vildi i.ýma því úr huga sér, hvað mundi leiða af cocaine fundinum, og reyndi að fara ekki út í að tala um það mál. Allt fólkið í nágrenninu við Meyjarstigann \far í réttarsalnum, þennan dag. Hún sá farið með gríðarstóran og skeggjaðan mann í fanga- klefa, eftir stutta yfirþeyrslu. Það var áreið- anlega Mr. Sedemann, hann sjáanlega hafði fallið í ónáð. — Hún brosti í huga sínum að því, en er fangaklefa burðinni var lokað eftir henni, greip hana önnur og sárari hugsun. Alla nóttina var hún að snúa sér á hörðum tiébálkinum, með leðurkodda undir höfðinu, hugsa, hugsa Hún var ekki hrædd. Hið æfintýralega við kringumstæður hennar hafði verið henni styrkur, en nú var sá styrkur að bila. Þessi fangaklefi, sem hún var í, lagður innan með gleruðum tígulsteini, og engum þægindum nema einum ruddalegum trébekk, vap nóg til að vekja allslags kveljandi hugsanir í brjósti hennar. Ronnie hafði sjálfsagt þekt slíkan stað, og verið kunnugur allri þeirri þrælameðferð, sem beitt er við fangana. Gæslukonan færði henni og tvær þykkar brauðsneiðar og ofurlítið af smjöri. Hún hrest- ist við að borða þetta. Gæslukonan hafði ekki veitt því eftirtekt fyr en nú hversu fríð og kvennleg hún var. Hún hafði varla lokið við að drekka kaffið, þegar hurðin var opnuð og gæslukonan kom inn og sagði henni að koma með sér. Hún fylgdi henni inn í herbergi. Maður stóð við gluggan og horfði út. Hann sneri sér er hann heyrði að hurðin var opnuð, og hún sá nú að hún stóð frammi fyrir Bradley leynilögreglueftirlitsmanni. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.