Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MAÍ 1943. 7 Frá Sendiráði Islands í Washington Upplýsingastarfsemi (Framhald) Auk þess ao semja um sölu á nýjum, söltuðum og írosnum fiski var einnig samið um sölu á niðursoðnum fiski, Faxasíld, helming þorskalýsisframleiðsl- unnar, allri síldarlýsisfram- leiðslunni og 25. þús. smál. af síldar- og fiskimjöli. Var yfir- leitt um hækkandi verðlag að ræða á afurðum þessum. T. d. hækkaði verð á síldarlýsi um nær 30% og á síldarmjölinu um 13—14% frá því, sem verið hafði árði áður. Enda komu þessar verðhækkanir fram í hækkandi verði á síld til bræðslu, en það hækkaði frá fyrra ári um 50%. Til nóverberloka 1942 nam útflutningur sjávarafurða um 186,4 miljónum króna, og var það um 96% af verðmæti alls útflutnings landsins. Á sama tíma á fyrra ári nam útflutn- ingur sjávarafurða um 169,3 milj. króna og 95% af verð- mæti heildarútflutningsins. Meginhluti útflutnings sjávar- afurða skiptist á fáa afurða- flokka, eins og hér er sýnt, talið í þús. króna: ísvarinn fiskur 106,104 57% Síldarlýsi 20,979 11% Þorskalýsi 18,328 10% Freðfiskur 16,135 8% Saltfiskur 11,212 6% i Þessir fimm afurðaflokkar hafa því numið yfir 90% af út- flutningi sjávarafurðanna. Um skiptingu útflutningsins eftir innflutningslöndum er það að segja, að yfirgnæfandi meiri hluti fer til Bretlands. ísvarði fiskurinn var allur seldur þang- að, en hann nam, eins og áður segir 57% af verðmæti útflutn- ings sjávarafurðanna. — Síld- arolían er sömuleiðis öll seld til Bretlands og líkt er að segja um freðfiskinn. Af verkuðum saltfiski voru fluttar út um 2700 smál. og þar af rúmlega tveir þriðju til Portúgal, en afgang- urinn til Suður-Ameríku. Er saltfiskútflutningurinn nú orð- inn svo hverfandi, að hans gætir vart í heildarútflutningn- um. Landbúnaðurinn 1942. (Byggt á yfirliti búnaðarmála stjóra í dagblaðinu Vísi 7. jan. 1943). Heyskapurinn. Töðufengurinn á landinu mun hafa orðið fyllilega í meðallagi. Töður verkuðust yfirleitt vel. Útheysskapur var hins vegar með rýrasta móti, ef til vill al- rýrasta móti, að nokkru leyti af lélegum grasvexti, en að ynjög miklu leyti af verkafólksskorti. Kaupgjald. Kaupamenn fengu 200—250 krónur um sláttinn og kaupa- konur vart undir 100 kr. Þótt þetta kaup væri boðið var lítt mögulegt að fá fólk. í haust hefir ekki verið unnt að fá vetrarmann í sveit fyrir minna en 500 kr. á mánuði og þótt afurðaverð þyki hátt, er það svo hátt kaup, að bændum mun um megn að greiða svo mikið. Garðuppskera. Víðast sunnanlands varð sæmi leg uppskera af kartöflum, en yfirleitt léleg norðan- og aust- anlands. 1941 var kartöfluupp- skeran 120—‘130.000 tunnu^, en mun tæplega verða yfir 80.000 1942. — Rófnarækt hefir víða frekar gengið saman og stafar það aðallega af því, að kálmaðk- ur hefir valdið miklu tjóni undangengin ár. Vermihúsarækt mun hafa verið með mesta móti. Kornræklin. — Meluppskera af grasfræi. Á Sámstöðum fékkst 9000 kg af byggi og höfrum af 5 hektör- um lands og er það nokkuru meiri uppskera en 1941, en þá fékkst 7700 kg, af sama flatar- máli. Grasfræ var ræktað á 2 hektörum og fékkst af því 800 kg- Á árinu seldi kornræktarstöð- in útsæði í 48 staði á landinu og var það meira en 1941. \ Jarðrækiarframkvæmdir. Árið 1941 voru þær mjög litlar, eða einn þriðji af því sem venjulegt var fyrir styrjöldina, en nú er verið að endurskoða og fara yfir skýrslur trúnaðar- manna en sennilegt er að jarða- bætur séu 25—30 af hundraði meiri í ár en í fyrra. Bendir þetta til þess að bændur, þrátt fyrir fólksekluna, hafi fullan hug á að halda áfram jarðabót- um. Helzta nýmælið í jarðabót- um er að keyptar voru skurð- gröfur til landsins, og var unn- ið með þeim við Akranes og í Eyjafirði. Er væntanleg skýrsla frá verkfæranefnd um árangur- inn af starfrækslunni í sumar. Húsbyggingar. Árið 1941 lágu húsbyggingar að miklu leyti niðri vegna styrj- aldarerfiðleika, vöntunar á efni o. s. frv. 1942 munu hafa verið byggð um 100 íbúðarhús í sveit- um og má geta þess til saman- burðar, að síðustu árin fyrir styrjöldina voru bygð um 300 íbúðarhús árlega í sveitum. Flest þessara húsa eru stein- steypuhús, en nokkur timbur- hús, þar sem aðstaða hefir verið sú, að unnt hefir verið að ná í rekavið. Byggingarkostnaður hefir auð vitað aukizt gífurlega og lítii íveruhús, sem fyrir styrjöldina kostuðu 7—8 þús. kr. munu nú kosta upp undir eða um 20 þús. krónur. Iðnaðurinn 1942. (Byggt á yfirliti formanns Iðnráðsins í Morgunblaðinu 31. des. 1942). Atvinna hefir verið nóg allt árið hjá öllum greinum iðju og iðnaðar á þessu ári, sem nú er að kveðja. Að vísu hefir verið erfitt um efni á ýmsum sviðum og framkvæmdir tafist þess vegna og framleiðsla orðið minni en markaður var fyrir, en vegna setuliðsvinnunnar hef- ir eftirspurn eftir vinnukrafti verið méiri en hægt var að fullnægja, og atvinna því nóg og afkoma iðnaðarmanna vfir- leitt mjög góð. Hefir í sumum iðngreinum verið skortur á lærð um iðnaðarmönnum og þurft að fylla í skörðin með ólærðum mönnum, svokölluðum “gerfi- smiðum”, en þeim er nú óðum að fækka aftur. En velgengni er ekki einhlít til þess að allir séu ánægðir; og það hefir heldur ekki orðið í þetta sinn. Árið byrjaði með hinu minnisstæða prentara- verkfalli, en frá ársbyrjun höfðu 5 aðrar iðngreinir hér í Revkja- vík einnig sagt upp kaupsamn- ingum oe gert kröfur um grunn kaupshsCTtkanir (bókbindarar, járniðnaðarmenn, rafvirkjar, skipasmiðir). Greiddist þó fljót- lega úr þeim málum. Prentar- ar endurnýjuðu þó samninga sína án nokkurra breytinga í það sinn, en sögðu þeim svo upp um miðjan september, og fengu þá nýja samninga án þess að til verkfalls kæmi. Aftur á móti tókst ekki að afstýra verk- falli hjá bökurum, sem höfðu sagt upp samningum frá sama tíma og hófu verkfall þann 1. október, eri samkomulag náðist þegar sama dag. Iðnaðarframkvæmdir hafa ver ið miklar á árinu, einkum í hand iðnaði. Þrátt fytir skort á efni og vinnukrafti hefir mikið ver- ið byggt. Af íbúðarhúsum í Reykjavík má nefna Stúdent- garðinn nýja, fjölbýlishús Reykjavíkurbæjar, Verkamanna bústaðina nýju og fjölda annara húsa, er einstaklingar eða íélög hafa látið reisa. Nokkur verzl- unar- og verksmiðjuhús hafa verið í smíðum á árinu, þar á meðal ný hús fyrir þrjár stærstu vélsmiðjur bæjarins, efnis- geymsla fyrir landssímann og byrjað á nýrri mjólkurstöð. Utan Reykjavíkur hefir einnig talsvert verið byggt. Verka- mannabústaðir í Hafnarfirði, ísafirði og Vestmannaeyjum, íþróttahús á Akureyri, Sund- höll í Hafnarfirði, sundlaugar, barnaskólar, kirkjur, prestsetur, sjúkrahús o. fl. út um alt land. Skipasmíðar hafa verið með meira móti, einkum utan Rvíkur, (ísafirði, Vestmannaeyjum, Keflavík, Njarðvíkum og Hafn- arfirði). Vinna hófst aftur við hitaveitu Reykjavíkur, og er von manna, að á næsta hausti, að mikill hluti bæjarbúa fái heita vatnið á árinu 1943. Borað hef- ir verið eftir heitu vatni á Ak- ureyri, og víðar hafa menn hug á að leita eftir jarðhita til hit- unar híbýla sinna. Eins og að líkum lætur, hef- ir mesti fjöldi nýrra fyrirtækja á sviði iðnaðar risið upp á ár- inu, því margir vilja nota þessa veltitíma til þess að koma fót- um undir framtíðarstarfsemi, hversu traustir sem þeir fætur reynast. Á árinu 1941 var hið fyrsta eiginlega “entreprænör” firma hér á land, sem tekur að sér byggingar og framkvæmd annara mannvirkja stofnað, Al- menna byggingafélagið, en á þessu ári risu upp tvö félög, er hafa með höndum byggingar, ýmist fyrir eigin reikning til sölu, eða fyrir aðra. Mosasteyp- an býr til einangrunarefni, 9 nýjar bíla- og vélaverksmiðjur hafa risið upp hér í Reykjavík. ein í hafnarfirði og ein á Akur- eyri, ein pokaverksmiðja hér í Reykjavík og fjórar mismun- andi fatagerðir, eija prentsmiðja Hólar, efnagerð o. fl. Loks hafa mörg eldri fyrritæki bætt við byggingar sínar og aukið fram- leiðsluna, og er ekki nema gott eitt við því að segja, ef rekstri fyrirtækjanna er haldið á traust um fjárhagslegum grundvelli, og áherzla lögð á vöruvöndun og greið viðskipti. Hitt mun flest- um iðnaðarmönnum og fram- leiðendum vera ljóst, að miklu skiptir fyrir afkomu þeirra og framtíðarstarfsemi á hvern hátt verðfallið kemur og hvernig þeir verða við því búnir. Á alþingi í vor voru tollar á nokkrum efnivörum til iðn- aðar lækkaðir nokkuð. Lögum um Brunabótafélag íslands var breytt svo, að nú er skylt að tryggja í því öll hús utan Rvík- ur nema gripahús, hlöður og geymsluhús á sveitabæjum. Sam þykkt var 10 milljón króna fjárveiting til þess að setja á stofn og starfrækja rafveitur, er séu eign ríkissjóðs og rekn- ar sem fjárhagslega siálfstæð fyrirtæki, og loks voru sam- þykkt lög um að ríkið skuli láta reisa 6 nýjar síldarverk- smiðjur og herslustöð fyrir síld- arlýsi. Viðskiptin við úilönd 1942. (Byggt á yfirliti formanns Verzlunarráðs íslands í Morgun blaðinu 31. des. 1942). Á árinu 1941 var viðskifta- veltan við útlönd meiri að krónu tölu en nókkru sinni áður hér á landi. Útflutningurinn nam þá 188,5 miljónum króna, en innflutningurinn 129, 6 miljón- um króna, og var því verzlun- arjöfnuðurinn hagstæður um 58,9 miljónir króna. Á því ári sem nú er að kveðja hafa viðskiftin við út- lönd enn aukist að krónutölu, í nóvemberlok nemur útflutn- ingurinn 193,9 miljónum króna, en innflutningurinn 212,5 milj. króna. v Verzlunarjöfnuðurinn hefir því breytst talsvert. Hann er því í lok nóvermbermánaðar óhagstæður um 18,6 miljónir króna. Aukning útflutnings að verð- mæti til byggist á tvennu. Ann- arsvegar hefir verið flutt út meira magn af tilteknum vöru- tegundum, en árið 1941, og má þar fyrst og fremst nefna ís- fisk, freðfisk og síldarmjöl, þó hefir dregið mjög úr útflutn- ingi á verkuðum og óverkuðum saltfiski. Hinsvegar hefir orðið verðhækkun á útfluttum síldar- afurðum, freðfiski og fleiri vöru tegundum, sem hér verða ekki taldar. Útflutningur landbúnað- arafurða hefir tiltölulega litla þýðingu fyrir heildarniðurstöðu útflutningsmagnsins, enda hefir útflutningur þeirra ekki aukist frá því fyrir stríð að sama skapi og útflutningur sjávarafurða. Svo sem kunnugt er hefir sala útfluttra vara, að mestu leyti farið fram samkvæmt samn ingi við Bretland og Banda- ríkin. Árið 1941 jókst innflutning- urinn mikið að magni og einn- ig að krónutölu. 1942 virðist þessi sama þróun hafa haldið áfram. Innflutningurinn hefir enn aukist að krónutölu, en, ennþá liggja ekki fyrir skýrslur, sem segja til um magn innflutn- ingsins, en margt bendir til, að það hafi einnig aukist frá þvi sem var síðastliðið ár. Hér skal ekki rakið hvaða breytingum innflutningur ein- stakra vöruflokka hefir tekið frá árinu 1941. Hins vegar, þyk- ir rétt að benda á, í hverju hin mikla aukning innflutningsins aðallega er fólgin. Á það hefir þegar verið bent, að líkur eru til að magn innflutningsins hafi aukist frá því sem áður var, og er það ein skýringin. Hitt vegur meira, að á erlendum markaði hefir orðið allmkil verðhækkun á ýmsum vörum, auk þess sem flutningsgjöld og tryggingar eru nú orðin stærri hluti af kostn- aðarverði vörunnar kominni hingað til landsins en áður. En flutningsgjöld hafa hækkað all verulega á þessu ári. Veldur þetta mestu um aukningu á verðmæti innflutningsins. Viðskiptin við einstök lönd. Frá því að stríðið byrjaði hef- ir orðið stórfeld röskun á við- skiftum okkar við einstök lönd. Innkaup á aðfluttri vöru hafa faérst mjög til og eru nú ein- skorðuð við tiltölulega fá lönd. Það sama gildir um útflutning- inn. Á þessu ári hefir breyting- in á viðskiftum okkar við ein- stök lönd haldið áfram. Sem dæmi um hina stór- feldu breytingu, sem átt hefir sér stað í viðskiftum okkar við einstök lönd má benda á að nú fara nálega 90% af verðmæti útfluttrar vöru til Bretlands, en árið 1939 aðeins 17,4% og var Bretland þá það landið, sem keypti hlutfallslega mest af framleiðsluvörum okkar. Það sem af er árinu 1942 höíum við keypt ca. 37% frá Bandaríkj- unum, en árið 1939 3,6'r. Þetta sýnir hina stórfeldu röskun, sem átt hefir sér stað og gefur til kynna erfiðleika þá, sem kau-p- sýslumenn okkar lands hafa átt við að stríða vegna ófriðarins. Það má geta þess hér til sam- anburðar, að röskunin á við- skiftum okkar við einstök lönd hefir orðið meiri nú þessi síð- ustu ár, en átti sér stað 1914— 1918. Eins og getið er um hér að framan var verzlunarjöfnuður- inn við útlönd óhagstæður í nóvembermánaðarlok um 18,6 milj. króna, en var á sama tíma árið 1941 hagstæður um 67 milj. króna. — Aðalástæðuna fyrir þessum halla er annarsvegar að finna í auknum innflutningi og verðhækkun innfluttu vörunn- ar, eins og að framan er getið, og hinsvegar í því, að undan- farið hefir dregið allmjög úr utflutningi sjávarafurða, vegna stöðvunar togaraflotans. Þessi þróun hefir þó enn ekki orðið til þess, að gengið hafi verið á gjaldeyrisforða landsins. Inneignir bankanna erlendis hafa stöðugt aukist og voru í lok októbermánaðar þ. á. 282,1 miljónir króna, en voru á sama tímá 1941 155,3 miljónir króna. Bendir þetta til, að um miklar gjaldeyristekjur hafi verið að ræða frá öðrum liðum en út- flutningsversluninni einni, enda er það vitað, að gjaldeyristekj- ur, vegna dvalar hins erlenda hers í landinu, hafa verið mjög miklar undanfarið, en engar upplýsingar hafa verið birtar um þær upyhæðir. STUTT ÆFIÁGRIP. Ríkisstjóri Sveinn Björnsson. Hann er fæddur í Kaupmanna höfn 1881. Útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík árið 1900 og tók próf í lögfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1907. Gerðist síðan yfirréttarmála- flutningsmaður í Reykjavík til 1920 og þá hæstaréttarmálaflutn ingsmaður um stund. Átti á þeim árum þátt í stofnun ýmsra merkra félaga og sat í stjórn þeirra. Má hér t. d. nefna Eim- skipafélag íslands og Sjóvátrygg ingarfélag íslands. Árið 1916 varð hann forstjóri Brunabóta- félags Islands. Á striðsárunum fór hann í vörukaupaferð til Bandaríkjanna fyrir ríkisstjórn- ina. Árið 1920 varð hann sendi- herra íslands í Danmörku og gegndi því embætti til 1924 er það var lagt niður um stund. Var þá hrm. og síðan á ný sendiherra er embættið var aftur stofnað 1926. Gengdi hann því síðan þar til hann var kjör- inn ríkisstjóri 17. júní 1941. Hann var alþm. Reykvíkinga 1914—1915 og ,1920 og bæjar- fulltrúi í Reykjavík 1912—1920, form. bæjarstjórnar 1918—1920. Átti sæti 1925 í milliþinganefnd í bankamálum. 1924 samdi hann f. h. íslands við Noregsstjórn um kjöttoll og var skýrsla hans um það mál prentuð 1925. Kona ríkisstjóra er frá Georgia Björnsson af dönskum ættum dóttir Henrik Hoff Han- sen lyfsala og justitsráðs í Hobro á Jótlandi. Eiga þau 6 börn. F or sætisr áðherra dr. jur. Björn Þórðarson. Hann er fæddur 6 febrúar 1879 að Móum á Kjalarnesi. Hann varð stúdent frá l^erða skólanum í Reykjavík 1902 og lauk prófi í lögfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1908. Var síðan um hríð yfirréttarm.flm. í Reykjavík, en 1909—1910 settur sýslum. í Vestmannaeyjum. Stundaði því næst málflutning í Reykjavík og vann jafnframt í fjármáladeild Stjórnarráðsins, 1912—1914 settur sýslum. í Húnavatnssýslu og síðan um tíma í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu 1915—1919 starfsm. í dóms og kirkjumáladeild Stjórnarráðs ins og þá um hríð settur skrif- stofustjóri þar. 1919—1926 hæsta réttarritari. 1929—1942 lögmaður | í Reykjavík. Dr. jur. frá Háskóla íslands 1927 fyrir ritgerð um refsimál á íslandi 1761—1925. Hefir síðan 1926 verið sátta- semjari ríkisins í vinnudeilum. 1919—1926 form. í húsaleigu- nefnd Reykjavíkur. 1920—21 form. verðlagsnefndar. Hefir skrifað tímaritsgreinar um lög- fræðileg og sagnfræðileg efni. Kona hans er Ingibjörg Ólafs- dóttir Briem og eiga þau tvö börn. (Framhald) Læknir: — Þér verðið að gæta fyllstu varúðar í matar- æði og reykja aðeins einn vindil eftir að þér hafið nevtt mið- degisverðar. Viku seinna. Læknir: — Hvernið gengur yður að halda boðorðin? Sjúklingur: — Ágætlega. Það er aðeins þessi vindill, sem kvelur mig. Eg hefi nefnilega aldrei reykt áður. Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennár nýtur, hefir ætíð forgangs- rétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla;' vér höfum nokkur námskeið iil sölu við frægustu og fullkomnuslu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronio og Sargent, Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.