Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 1
á PHONES 86 311 Seven Lines LÍO^ L/U*n Cot- and && For Betier Dry Cleaning and Laundry iöbefö PHONES 86 311 Seven Lines «« i 1 \t»*VC >A Cot- pry lean?o* tt*Gn Service and Satisfaction 56 ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MAÍ 1943. NÚMER 19 Frelsishugsjón þjóðarinnar krefst eininingar um Sigurlánið HELZTU FRETTIR SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR VINNA STÓRSIGUR í TUNISÍU. Um síðastliðna helgi náðu herir sameinuðu þjóðanna í Tunisíu fullu haldi á höfuðborg landsins, Tunis, sem og hinni mikilvægu hafnarborg, Bizerte. Landher sótti að báðum þessum stöðum úr þremur áttum, auk þcss sem Bizerte sætti svo að Etígja látlausri stórskotahríð frá breztkum herskipum. Tala ífaiskra og þýzkra stríðsfinga í hondu'ii bandavnanna, va.- kom- :n upp í hundrað þúsundir. er síðast fréttist; viðureigninni er enn eigi að fullu lokið, en eft- ir óllum eyktamörkum að dæma ætti þess ekki að verða langt að bíða að viðnámi móndul- veldanna ljúki með öllu í Tunisíu. ítalir og Þjóðverjar hafa gert ítrekaðar tilraunir til að koma einhverju af her sínum undan sjóleiðis yfir til Sardiníu og Sikileyjar; slíkt hefir lítinn árangur borið, með því að flest- um herflutningaskipum þeirra hefir jafnharðan verið sökt. v ? ? FRANCO VILL VERÐA SÁTTASEMJARI. Einræðisherra spönsku þjóð- arinnar, Francisco Franco, hefir nýverið flutt ræðu, þar sem hann tjáir sig fúsan til þess að bera sáttaorð milli möndulveld- anna og sameinuðu þjóðanna; kveðst hann í þessum efnum eiga vísan stuðnin'g af hálfu púfans; taldi Franco stríðshorf- urnar nú vera slíkar, að auð- sætt væri að hvorugur aðilja gæti unnið fullnaðarsigur, og því væri ástæðulaust að halda lengur áfram stríði. Franco finnur auðsjáanlega til þess, að Hitler eigi hönk upp í bakið á sér fyrir hjálpina um árið til þess að kollvarpa spánska lýðveldinu, og af þeim toga er vitaskuld þetta svo- nefnda sáttatilboð hans spunnið. Ræðu Francos var lítill gaum- ur gefinn í höfuðborgum hinna sameinuðu þjóða. ? ? ? MANNTJÓN BRETA í TUNISÍU. Clement B. Attlee, vara-for- sætisráðherra brezku stjórnar- innar, lýsti yfir því í þinginu, að manntjón Breta, fallnir og óvígir, hefði síðustu þrjár vik- ur af bardaganum um Tunisíu, numið 10,800. Manntjónið skift- ist þannig niður: 1. herinn 8,400, en 2. herinn 2,400 ? ? ? RÚSSAR HALDA UPPI LÁTLAUSRI SÓKN. Frá baráttunni í Kákasus- fjöllum er það siðast að frétta, að á vesturhluta þeirra víg- stöðva, í Kuban héruðunum, hafa þjóðverjar sætt hinum verstu hrakförum; orðið fyrir geysilegu mannfalli og tapað ógrynni hergagna. Nú hafa Rússar rofið hin ytri vígi Þjóð- verja við Svartahafshafnarborg- ina Novorossisk, og virðist flest benda til þess, að þeir áður en langt um líður, muni ná borg- inni, og fer þá úr því að sneyð- ast hjá Þjóðverjum um táfestu á'þessum vettvangi striðssóknar- innar. Þá hafa Rússar einnig unnið allmjög á, á vígstöðvun- um umhverfis Kharkov, og eins í grend við Briansk suður af Moskvu. Rússneski flugherinn hefir mjög stuðlað að þessum síðustu sigurvinningum Rússa. ? ? ? JAPANIR FÁ SÍNA VÖRU SELDA. Síðastliðinn sunnudag veittust amerískar og ástralskar flugvél- ar að hernaðarstöð Japana á Babo, sem ttggur um 700 sjó- mílur norður af Port Darwin. og skutu niður í þessari orra- hríð 23 japanskar orustuflug- vélar. MERKUR LÆKNIR Vinna við stækkun Sogsvirkjunarinnar hefst í apríl Nokkuð af efninu er komið. Nokkuð af efni því og tækj- um, sem keypt var til stækkun- ar Sogsvirkjunarinnar er komið hingað. Hefir rafmagnsstjóri skýrt frá því að ekki væri ann- að sýnilegt en að allar vélar serh keyptar hafa verið yrðu komnar á tilsettum tíma. Flutningur á efninu héðan og austur getur hins vegar ekki byrjað fyrr en vegir eru orðnir auðir og færir. Eru sumir hlut- irnir, sem flytja þarf mjög þungir, eða allt að 15 smálest- ir. Talið er líklegt -að vinna við stækkun stöðvarinnar geti byrj- að í maí. Alþbl. 14. feb. TAKA AÐ SÉR VÖRN ÍTALÍU. Símfregnir frá Moskva á þriðjudagsmorguninn, að það sé nú fastmælum bundið, að Goering marskálkur og Heinrich Himmler, höfuðsmaður leynilög- reglunnar þýzku, taki að sér að skipuleggja vörn ítalíu heima fyrir, gegn yfirvofandi innrás af hálfu sameinuðu > þjóðanna. Staðhæft er að Goering eigi eink um að hafa eftirlit með varnar- virkjum ítölsku þjóðarinnar, en Himmler að hreinsa' til meðal hers og borgara, eftir því sem þörf stendur til. — CHURCHILL í WASHINGTON. Samkvæmt útvarps- og blaða- fregnum, kom Churchill for- sætisfáðherra til Washington síðastliðið þriðjudagskvöld í til- efni af stríðssókn sameinuðu þjóðanna; er þetta í fimta sinn, sem Churchill kemur til fund- ar við Roosevelt síðan að nú- verandi héimsstyrjöld hófst; það þykir einsætt, að viðtal þeirra Churchill og Roosevelt muni að miklu leyti snúast um hina væntanlegu innrás á m^ginland Norðurálfunnar. Dr. Sidney Larson. Þessi merki læknir er eitt hinna mörgu sönnunargagna þess, hve mikið er í norræna mannfélagsstofninn spunnið; hann útskrifaðist ungur í lækn- isfræði af Manitobaháskólanum, og stundaði þegar á eftir lækn- ingarí Regina, Sask., við hinn bezta orðstír; um nokkur und- anfarin ár hefir Dr. Larson verið kennari í Rádiology við Univers ity of Rochester, í Rochester borg í New York ríkinu; hann hefir nú verið skipaður aðstoð- ar prófessor í fræðigrein sinni við þenna merka háskóla, sem notið hefir ríkulegs stuðnings af hálfu stóreignamannsins George Estman, sem stofnaði mynda- vélafélag það, sem enín ber nafn hans, og Rockerfeller-stofn- anirnar. Dr. Larson er kvæntur Jónínu Kristínu, dóttur^ þeirra Mr. og Mrs. John Ólafsson, sem búsett eru að 974 Garfield St. Til Vestanvindsins Eftir Percy Bysshe Shellery. (Free Press) Ef að eg væri létt og lítið blað, sem lægi dáið faðmi þínum í, eða þá ský, er áfram með þér trað. Eða sem bára, að reyna að verða frí, og vilja hluttekt frelsis finna stað, sem frjáls, og öðlast hlutverk öflg og ný. Ó, taumlaust afl! — sem eg í æsku fyr mér óska vildi, að svífa hratt með þér, og finna, með þér, frelsi mínu byr. Því frelsi, sem að þráir maður hver, og unir ei sem steinn að standa kyr og staulast áfram blindur — einn og sér. Mín bæn er því, með þér að skunda skeið, sem skýi, báru, laufi — því eg er af þunga tímans kraminn lífs á leið. Því lífsins fjötrar hafa tjóðrað þann, er taumlaust, stoltur skapaskeið sitt rann. S. B. Benedictsson. Um miðaftansleytið þann 26. apríl síðastliðinn, seig hinsti blundur á brá atorku- og sæmdarmanninum víð- kunna, Kristjáni Ólafssyni, lífsábyrgðarumboðsmanni, á sjöunda ári hins níunda tugar; dauða hans bar friðsam- lega að á heimili fjölskyldunnar, Ste. 1 Ruth Apartments hér í borginni, þar sem hann um langt ára skeið hafði , notið hins ástúðlegasta heimilislífs, er varð honum því kærara, þess meir, sem halla tók undan fæti. Lífsferill Kristjáns Ólafssonar, var eitt hinna mörgu sönnunargagna þess, hve mikið er í íslenzkan þjóðstofn spunnið; hann kemur fulltíðamaður af Islandi án þess að hafa notið þar svo mikils sem einföldustu barnaskóla- menntunar; engu að síður ræðst málum hans í nýju um- hverfi brátt svo vel, að hann á sviði umfangsmikillar fé- sýslu ryður sér þá braut meðal enskumælandi samferða- manna sinna, að traust og aðdáun hvarvetna vekur. Kristján Ólafsson var fæddur að Litla-Hrauni í Hnnppa- dalssýslu hinn 30. dag september-mánaðar árið 1856. For- eldrar hans voru þau Ólafur Þorvaldsson og Margrét Kristjtmsdóttir, er á aminstri jörð ráku bú, velmetin sæmd- arhjón. Kristján kom vestur um haf til Bandaríkjanna 1882, og átti um hríð dvöl í landamærabænum Pembína og vann þar í lyfjabúð; ári síðar fluttist hann til Winnipeg, þar sem aðalævistarfið beið hans. Fyrstu tvö árin í þessari borg, stundaði Kristján algenga daglaunavinnu, en upp úr því tókst hann á héndur atvinnu við járnvöruverslun, og gengdi henni í tólf ár; voru störf hans, þar sem annars staðar, auðkend af skyldurækni að dómi þeirra samstarfs- manna hans, sem þá þekktu bezt til. Er hér var komið sögu, urðu þáttaskipti í æfi Kristjáns, þau, er mótuðu síðan alt hans athafnalíf; réðist hann þá í þjónustu New York lífs- ábyrgðarfélagsins, og hélt við þá stofnun óslitnum tengslum til æviloka; á þessum vettvangi starfsæfi sinnar kom Kristján að óbyggðu landi, að því er ættbræður hans áhrærði, því framan af dvöl sinni hér, voru þeim kaup Hftrygginga sem lokuð bók. Kristján opnaði manna fyrstur augu landa sinna fyrir nytsemi slíkra trygginga; þúsundir íslendinga urðu viðskiptavinir hans í þessum efnum, þeim sjálfum og sifjaliði þeirra til mikillar blessunar; rriun hann oftar hafa hlaupið undir bagga með þeim, er bágt áttu með að viðhalda lífsábyrgðum sínum, en almennt er vitað, eða hann kysi að frá yrði skýrt, því hann var enginn sj álf sauglýsingamaður. Kristján Ólafsson var óvenjulega hagsýnn maður og komst yfir mikil efni; margir menn, einkum þeir, sem lítillar menntunar hafa notið, rýrna við það að manngildi, að komast yfir fé; við slíka menn stóð Kristján á öndverðum Minningarorð um merkan samferðamann Kristján Ólafsson 1856—1943. meið, því þó honum sjálfs sín vegna og sifjaliðs síns, væri umhugað um efnalegt sjálfstæði, var honum miklu um- hugaðra um það, að láta gott af sér leiða fyrir samferða- sveit sína í heild. Eg kom oft á skrifstofu Kristjáns Ólafssonar, því hann tók við mig órofa trygð. Einu sinni sýndi hann mér stóran hlaða af víxlum, óborguðum víxlum, sem áttu að hafa verið greiddir honum fyrir löngu. "í ungdæmi mínu," sagði hann, "var svona lagað umstang talið einber hégómi; þá var drengskaparorðið fyrir öllu; nú er þetta því mið- ur breytt, og undirskriftir stundum einkisvirði; í þessum hlaða eru ekki nöfn fátækra manna; þeir hafa altaf stað- ið í fullum skilum við mig." Vilyrði af hálfu Kristjáns Ólafssonar, var haldbetra en skýlaust loforð margra hverra. Kristján Ólafsson var djúpvitur maður og skygn á marga hluti; í lífsskoðunum sínum var hann fastur í rás, og þeim málefnum, sem hann unni, léði hann jafnan óskipt fulltingi sitt; þeirra sjálfra vegna, en ekki vegna persónu- legs metnaðar; vinfesta hans var heilsteypt, og fyndist honum að hallað væri á vini sína, eða þeim sýnd ónær- 'gætni, greri ekki auðveldlega um heilt. Þar, sem Kristján Ólafsson gekk að verki, gekk heil- lyndur maður að verki; yinstri hendin vissi sjaldnast af því hvað sú hægri gaf; hann var sterkur stuðningsmaður kirkju sinnar og safnaðar; ekki á yfirborði, heldur í hjartanu. Kristján Ólafsson unni íslandi, og íslenzkum mann- félagsmálum í þessu landi. Lögberg á honum meira upp að unna, en almenningur veit, og órótt var honum innan- brjósts, er blaðið fyrir nokkrum árum minkaði að stærð; án þess hann væri spurður ráða. "Við Islendingar," sagði hann þá við mig, "höfum áreiðanlega ráð á mörgu, en við höfum engin ráð á því — að minka.". Kristján Ólafsson var gæfumaður, auðugur að heimilis- hamingju; hann var tvíkvæntur; fyrri kona hans, mæt og merk, var Ólöf Hannesdóttir, systir Kristjáns Hannessonar, sem nýlega er látinn hér í borginni; hann kvæntist henni árið 1884, og misti hana síðastliðið aldamótaár; þau eign- uðust 9 börn; af þeim eru 4 á lífi: Kristjana, hjúkrunar- kona í þjónustu Bandaríkjastjórnar, Kristín Pottruff, Kristján og Salome, búsett í Winnipeg. Kristján kvæntist í annað sinn 12. nóvem'ber 1919, og gekk þá að eiga Gerðu Halldórsson ættaða af Önundarfirði, mæta konu og tryggan förunaut, sem bar hann á ástríkum örmum síðasta áfangann, er honum tók að þýngjast sporið; þau eignuðust tvö glæsileg og mannvænleg börn, Theodosíu, sem útskrifuð er af Manitobaháskólanum, en nú stundar framhaldsnám við háskólann í Toronto, og Harold, sem nú dvelur í Öttawa við æfingar í þjónustu Canadiska flug- liðsins. Kristján Ólafsson var mikill maður að vallarsýn, og skemtinn í viðmóti; þó var undirtónninn í skapgerð hans jafnan blandinn djúpri alvöru. Útför Kristjáns fór fram á föstudaginn þann 30. fyrra mánaðar með veglegri athöfn í Fyrstu lútersku kirkju, að viðstöddum mannfjölda, er saman var kominn til þess að tjá merkum samferðamanni þakkir fyrir langt og vel unn- ið dagsverk. Prestur Fyrsta lúterska safnaðar, séra Valdimar J. Eylands, flutti hrífandi og fögur kveðjumál í kirkjunni, og jós hinn látna vin moldu í Brooksidegrafreit. E. P. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.