Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MAÍ 1943. ----------Högberg--------------------- Geíið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba U tanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” íb printed and publishea by The Columbia Press, Limited, B95 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 8 6 327 Ritsjá i. Halldór Hermannsson. Catalogue of the Icelandic Collction, Bequeathed by Willard Fiske. Additions 1927—1942, og Islandica, Vol. XXIX Bibliographical Notes eftir sama höf- und. Báðar þessar afarfróðlegu og merku bækur, bera fagurt vitni elju og vísindalegri nákvæmni höfundarins, Dr. Halldórs Hermannssonar, próf. í norrænu m^lunum og norrænum bókmentum við Cornell náskólann. Dr. Hermannsson hefir íyrír margt löngu unnið íslenzku þjóðinni slíkt nytjaverk á vettvangi íslenzkrar bókvísi, að hann jafnan mun talinn verða í röð hinna aðsópsmestu sona hennar í slíkum efnum; og er vonandi að hans njóti enn lengi við til þess að fegra föðurtún með veigamikilli fræðslu- starfsemi sinni meðal enskumælandi þjóða. Meginritgerðin, sem Islandica flytur að þessu sinni, er um myndaprentun íslenzkra bóka. Snemma á tíð kom í ljós hjá þjóðinni rík löng- un til þess að myndskreyta bækur, og jafnvel áður en prentlistin kom til íslands, mvnd- skreyttu ýmissir rithöfundar * íslenzkir hand- rit sín. Með prentlistinni Skapaðist ný mynda- gerð, og komu þá myndamót úr tré til sögunn- ar. En þótt íslendingar gæfi sig snemma við tréskurði, skifti algerlega í tvö horn, er til trémyndamótagerðar kom. Fyrstu íslenzku bækurnar, voru prentaðar utan Islands, en um forsíður þeirra, sumra hverja, var rammi prentaður eftir trémynda- móti. Bæði Nýja testamentið og Corvinus’ Postilla, tvær fyrstu bækurnar, sem prentaðar voru á íslenzku, höfðu slíka ramma. Þá lýsir Dr. Hermannsson stigbreytilegri þróun prentmyndagerðar á íslandi, unz nú er svo komið, að mikill fjöldi íslenzkra bóka, er skreyttur táknrænum dráttmyndum úr við- burðakeðju þeirra; þessi gagnmerka ritgerð er skreytt sæg ágætra mynda, er mjög auka á vísindalegt gildi hennar. II. Jónas Kristjánsson: Nýjar leiðir. Rit Náttúru- lækningafélags Islands. Herbertsprent. Reykja- vík 1942. Höfundur þessarar bókar, er einn hinna víð- kunnustu áhugamanna læknastéttarinnar á ís- lnndi, og í öllum efnum hinn mesti ágætis- maður; hann hefir ferðast vítt um lönd með það fyrir augum, að kynnast nýjungum á vettvangi læknavísinda, og láta svo þjóð sína verða aðnjótandi hins aukna þekkingarforða sins; með þessu hefir Jónas læknir unnið þjóð sinni hið mesta nytjaverk, sem ætla má, að hún meti að fullu. 1 formála að bókinni eftir Halldór Stefáns- son forstjóra, er afstaða höfundar til heil- brigðismálanna, skýrð á þessa leið: “Af málafærslu höfundar má það vera ljóst, að á baugi voru tvær ólíkar stefnur í heil- brigðismálunum. önnur stefnan, sem telja má hina almennu stefnu, setur traust sitt á miklar framfarir í lyfjagerð og læknisvísindum. Hún telur öllu óhætt, — að ininsta kosti hagar sér svo — þótt brotnar séu kunnar og viðurkendar heil- brigðisreglur, af því að lyfja—og læknavísindin séu orðin svo fullkomin, að þau geti bætt öli aíöll, sem af því hljótast. Úrlausnarefnin séu þau mest og erfiðust, að hafa til gnægð lyfja, iækna og sjúkrahúsa. Hin stefnan, sem nefnd hefir verið náttúru- lækningastefnan, en ætti fremur að heita heilsu verndunarstefnan — sbr. “betra er heilt en vel gróið” — með því að forðast af fremsta megni að brjóta gegn kunnum og viðurkendum heil- brigðisreglum. Er viðhorfi og rökum þeirrar stefnu greinilega lýst í þessum erindum höf- undar.” Þessi fróðlega og skemtilega ritaða bók Jón- asar læknis, er samsett af blaðagreinum og fyrirlestrum, sem höfundur hefir flutt á fund- um ýmissa félagsstofnana víðsvegar um ísland; eru erindin öll gagnmótuð þeim áhuga og þeim sterka sannfæringarhita, sem jafnan hafa auð- kent höfund þeirra, hvar sem hann gekk að verki; enda er Jónas læknir manna ólíklegast- ur til að villa á sér heimildir. Jónas læknir á marga vini vestan hafs, og hefir tvisvar eða þrisvar heimsótt íslendinga i þessari borg, og hér á hann tvo bræður, þá Guðmund leikhússtjóra og Jóhannes verzlunar- mann, auk þess sem sonur hans, Kristján læknir, stundar um þessar mundir framhalds- nám hér í borginni. Ritstjóri Lögbergs kann Jónasi lækni alúðar- þakkir fyrir það, að honum var send bók þessi til umsagnar. Ágæt mynd af Jónasi lækni prýðir þessa vönduðu og gagnorðu bók. Hátíðlegt samkvœmi í höfuðstað Bandaríkjanna — Washington — var haldið stórkostlegt samsæti 22. febrúar siðastliðinn. Var það tilefni af því að þá voru 25 ár liðin frá stofnun hins svo kallaða “rauða hers” á Rússlandi. Var samkvæmi þetta haldið í Commodore hótelinu. Eitt þúsund og sjö hundruð manns sátu þar til borðs, fleiri rúmuðust ekki og varð fjöldi tólks frá að hverfa. Kona, sem Jessica Smith heitir, og er nafn- kunn sem rithöfundur kynti gestina, sem við háborðið sátu, en forseti samkvæmisins var landi vor Vilhjálmur Stefánsson: “Það á sér- staklega vel við,” sagði frú Smith, “að Vil- hjálmur Stefánsson skipi forsæti við þetta þýðingarmikla samkvæmi. Rússar elska Stefáns son, og dást að honum. Eg mætti geta þess hér að sextugs afmæli hans var haldið hátíð- legt um alt Rússland. Þegar flugmennirnir rússnesku Chkolov, Baidukov og Beliako, sem fyrstir flugu yfir heimskautalöndin og heim- sóttu oss þá urðu þeir að vera án margs. sem þeir hefðu þurft að hafa sökum þess að loft- förin urðu að vera eins létt hlaðin og kostur var á. En eitt var það samt, sem þeim kom saman um að þeir yrðu að hafa með sér þótt það væri allþungt; það var rússneska þýðingin af hinni merku bók Stefánsson “The friendly Arctic”. Þeir gátu ekki verið án Vilhjálms Stefánssonar þá og við getum heldur ekki ver- ið án hans í kvöld við þetta tækifæri, sem táknar náið samband og sameiginlega fram- tíðarheill þessara tveggja miklu landa í andleg- um skilningi, eins og hið sögulega flug rúss- nesku loftfaranna tengdu þau líkamlega. Og nú kalla eg fram hinn mikla mann, vin rússnesku þjóðarinnar, Vilhjálm Stefánsson.” Vilhjálmur tók því næst við stjórn sam- kvæmisins og sátu stórmenni og stjórnarfull- trúar ýmissa landa við háborðið. Meðal ann- ars, sem Vilhjálmur sagði í langri ræðu, sem hann flutti var þetta: “Þeir menn, sem heyra til rannsóknaskóla heimskautalandanna — og eg er einn þeirra — eru í djúpri og mikilli þakkarskuld við þá þjóð sem sannað hefir það n>eð afrekum sínum á þeim svæðum, að við sem trúum á lífsmöguleika í heimsskautalönd- um, höfuhs á réttu máli að standa. Rússar hafa sannað margt fleira, sem áður var taiið ólík- legt eða ómögulegt. Vér erum stödd hér í kvöld til þess að votta þeim þökk og virðingu ívrir það áð þeir hafa þegar sannað að lýð- ræðislöndin geta varið sig með vopnum og að mögulegt er að stöðva stríðsæði Þjóðverja; þeir hafa sannað það að lýðræðisþjóðir — fólkið sem trúir á frelsi, jafnrétti og bræðralag, á yfir sterkara afli að ráða en einræðisþjóðirnar. Það er sérstaklega vel fallið að þetta hátíð- lega samkvæðai skuli vera haldið einmitt á íæðingardegi Washingtons. Þetta er afmæli Rauða hersins á Rússlandi, og einnig afmæli hins mikla hershöfðingja, sem vér köllum föð- ur þjóðarinnar hér í landi. Andi Washingtons mundi sannarlega una sér vel á þessari minningarhátíð.” Næst á eftir Vilhjálmi talaði Senator Elbert D. Thomas, frægur rithöfundur, sem skrifað hefir æfisögu þeirra Washingtons og Thomasar Jeffersons. Hann sagði þetta meðal annars: “Vér höfum safnast hér saman til þess að minnast viðburðar, sem er miklu nátengdari Washington og hugmyndum hans en ' flestir gera sér grein fyrir. Vor mikli hershöfðingi Washington og hersveitir hans hafa hlotið beimsfrægð fyrir það að leysa fólk úr ánauðar- böndum, og rauðu hersveitirnar rússnesku hafa þannig áunnið sér sömu frægð. Ofríki það, sem Washington frelsaði miljónir manna frá, varnaði fólkinu því að geta þroskast og þró- ast sem sjálfstæðar verur. Svipað ofríki í af- leiðingum sínum ríkti á Rússlandi á* undan stjórnarbyltingunni. Rauði herinn frelsaði þjóð- ina úr þrældómsböndum, og nú hefir fólkið þar bragðað ljúffengan drykk úr bikar frelsis og sjálfstjórnar. Það veit til hvers og fyrir hverju það berst og það er viljugt að leggja alt í sölurnar landi sinu til varnar. Vér berjumst fyrir alheimsfriði, alheims samvinnu, alheims bræðralagi — sambandi allra þjóða. Rússland skapaði voldugt þjóða- bandalag með því að sameina öll ríkin undir eina stjórn með því skilyrði að hvert þeirra væri að vissu leyti sjálfstjórnandi ríki út af fyrir sig. Rússlandi hefir hepnast þessi sam- eining og sama er að segja um Ameriku. Við stofnun alþjóðasambands verður annað hvort rússneska eða ameríska aðferðin höfð til fyrirmyndar — eða báðar. Saga fyrsta aldarfjórðungsins á Rússlandi eítir byltinguna hefir verið býsna lík fyrstu aldarfjórðungssögu vorri. Stjórnarbylting Bandaríkjanna hjó svo mörg bönd, sem næst- um heilög voru talin sökum rót- gróinnar venju, að hún var misskilin og fordæmd heims- endanna á milli. Rússneska bylt- ingin hjó einnig djúpsettar ræt- ur rótgróinns vana og hlaut því að verða misskilin. Nú er sá dagur upprunninn að báðar byltingarnar eru skoð- aðar með augum skilmngs og skynsemi, enda hafa þær báð- ar sýnt það og sannað að ekki var til einskis barist. Þessi fáu orð, sem hér eru þýdd úr ræðum eru aðeins lítið sýnishorn af því hvað fram fór í þessu samkvæmi. Viðvíkjandi vináttu Rússa gagnvart Vilhjálmi Stefánssyni má geta þess að hann hefir frá byrjun stjórnarbyltingarinnar stöðugt haldið uppi vörnum gegn misskilningi og hleypidóm- um, sem þeir áttu við að stríða. Hefir Vilhjálmur þar eins og víða annarsstaðar, sýnt hug- rekki og drenglyndi, enda er hann gæddur hvorutveggja á óvenjulega ríkum mæli. Sig. Júl. Jóhannesson. Jónas Jónsson: Kunningjabréf til Sóf- fóníasar Þorkelssonar Þú skrifar oft skemmtilegar ferðasögur frá íslandi og um Ameríku. En inn í eina' af þess- um góðu greinum þínum um ís- land hafa slæðst nokkrar villur, sem þarf að leiðrétta, bæði hér á íslandi og vegna landa í Vesturheimi. En fyrst eg minnist á þess: hluti vil eg byrja að þakka rit stjórum íslenzkra blaða, báðun megin hafsins, t fyrir einlægí viðleitni, að birta ekki í blöðurr sínum neitt það, sem getui skapað beizkju og kala mill þjóðarbrotanná. Sú var tíðin áður fyrr, að spjótum var skot ið yfir hafið, þau tekin á lofti óg send aftur til fyrri eigenda Þau viðskipti sundruðu ís íenzku þjóðinni og gerðu ekk ert'nema tjón. Eg býst við, aí einstaka sinnum falli í austur- íslenzku blöðunum orð, serr landar vestan hafs teldu betui ósögð. En eg hygg, að það sé mjög sjaldan nú orðið. Og eg vona, að það komi enn síðui fyrir í framtíðinni. Við margra ára athugun á blöðum Islendinga vestan hafs hefi eg aðeins tveim sinnum orðið var við greinarkafla, sem eg fann að voru stórlega vill- andi. í fyrra skiptið var það ræða Mr. W. Lindals, þegar hann var að búa sig undir að taka við dómaraembætti sínu. Hann lýsti með nokkuð sterk- um litum fórnum Ameríku- manna og fjárgróða Austur-ís- lendinga í sambandi við nú- verandi styrjöld. Því tafli er ekki lokið enn. Fjárgróðinn er að vísu mikill á pappírnum, en fjármálakerfi landsins hefir færst úr lagi, og stórkostlegt hrun og fjárhagsvandræði fram undan, í síðasta lagi við lok styrjaldarinnar. í hertræðirit- um er ísland nú staðsett við hliðina á Malta, Gíbraltar og þess háttar höfuðstöðvum. fs- land er nú mitt á milli fjögurra mestu hervelda heimsins. Ef Evrópustórveldi gerir árás á Norður-Ameríku, þá er fsland, eins og málum er nú komið, fremsta skötgröfin. Við Austur- íslendingar skiljum vel, hvar við erum staddir. Við vitum, að í minnstu loftárás geta mörg þúsund fjölskyldur í kaupstöð- unum orðið húsviltar við bruna. Enginn íslendingar kvartar um þetta. Engir fjölyrða um, að við séum í fremstu skotgröf, og að hinir blómlegu bæir V^stur- heims verði máske síðar heim- sóttir með báli og brandi af því að ísland er í bili á miklum straumrótum. Eg segi þetta ekki til sérstaks lofs okkur Austur-fslendingum. Við vitum hvað í húfi er um framtíðarlíf frelsiselskandi þjóða í sambandi við úrslit þessarar styrjaldar. En eg held, að Mr. Líndal hefði ekki þakkað fyrir gróðann, í fyrstu lotu styrjaldarinnar, ef Kanada hefði verið á straum- mótum, eins og ísland er nú, og ef dreift hefði verið um allt ríkið 8 miljónum vel mennt- aðra, gáfaðra og heiðarlegra erlendra hermanna, fyrir sam- eiginlegan m(álstað frelsisins. Næst kem eg að þinni grein, Sóffónías góður. Þér finnst plægingarnar muni okkur verk- litlar stundum með plóg og dráttarvél. Menn eru misjafnir við verk. Sennilega hefir eng- inn viðarhöggsmaður verið jafn duglegur í Winnipeg, eins og þú á yngri árum. Samt varð að notast við aðra sem minni voru verkamenn. Eg efast ekki um, að íslendingar læra tiltölulega fljótt alla tækni við nýtízku jarðvinnslu. Við höfum lært síldveiði af Norðmönnum, tog- arastörf af Bretum, og orðið jafn snjallir meisturunum. ís- lenzkir sjómenn í Boston hafa svnt vestan hafs, að þeir kunna sína mennt. Það þarf þess vegna ekki að kvíða hæfileikum jarð- ræktarmanna hér á l^ndi, að tileinka sér nýja tækni. Þú segir, að árið 1943 hafi ríkið borgað helminginn af kaupi vetrarstarfsfólks hjá ís- lenzkum bændum. Fyrir þessu er ekki svo mikið sem flugu- fótur. Það er ekki vitað ufn, að ríkið hafi greitt svo mikið sem eina krónu í þessu 'skyni. Eg held, að þú hafir séð þessa fjar- stæðu í skýjum, þegar þú komst seinast í flugvél yfir Kletta- fjöllin. Þú segir, að Bretar hafi gefið íslendingum 5 miljónir króna, og sveitabændur hafi fengið féð. Þú ert svo sanngjarn að bæta við, að þetta hafi verið greiðsla fyrir markaðstöp. Hér er ósamræmi. Ef Bretar borg- uðu 5 miljónir fyrir markaði, sem ísland glataði í sambandi við styrjaldarrekstur Banda- manna, þá var sú greiðsla ekki gjöf heldur gjald. Mér þykir ósennilegt, að Sóffónías Þor- kelsson myndi kalla það gjöf, ef stjórn Manitobafylkis bann- aði honum í nokkur ár að flytja svo mikið sem einn kassa úr sínu mikla verkstæði, en greiddi honum hins vegar eftir mati ríflega en sanngjarna þóknun fyrir atvinnuspjöll og markaðs- töp. Eg hygg, að ef einhver blaðamaður segði um þetta mál, að Manitobastjórn hefði gefið Sóffóníasi þessa fjárhæð, þá hefði honum að vonum þótt hallað á sig að ósekju. Sama finnst okkur Austur-íslending- um, er hann telur réttmætar skaðabætur okkar vera gjöf. Þú segir, að landbúnaðarvör- ur hafi verið dýrar á Islandi, og ekki þurft uppbót. Nú veiztu, að bæði Bretar og Bandaríkja- menn hafa vegna framkvæmda sinna í þágu styrjaldarmál- anna dregið til sín megnið af lausu vinnuafli íslendinga, og greitt hærra kaup heldur en nokkurntíma hefir áður þekkzt á íslandi. Þú veizt ennfremur, að það kemur Bandamönnum vel, að fá allan þann nýjan fisk, sem fáanlegur er á land- inu, og þá ekki síður þorska- lýsi og síldarlýsi. Fyrir þessa framleiðslu er borgað marg- falt við það, sem þekkist á friðartímum. Þessi aðstaða, svo og nærvera hins fjölmenna setuliðs í landinu, hefir skapað sjúka dýrtíð og verðhækkun í landinu. Vinnuaflið. verðsetur sig eins og í álitlegum gull- námubæ. Verð framleiðslunnar vex að sama skapi, án þess að efnahagur batni. Bændurnir verða að selja vöru sína dýrt, en geta þó ekki keppt um vinnu- aflið við þá, sem hafa enn betri aðstöðu við framleiðslu á Lífs- nauðsynjum handa hernaðar- þjóðunum. íslenzkir bændur hafa nú að vísu allmikið af pappírspeningum milli handa, en þeir hafa aldrei verið jafn útpíndir af þrotlausu erfiði, af því að allt of fáar hendur eru til að sinna framleiðslustörfun- um. Þú heldur, að íslenzku bænd- urnir muni úrkynjast af vel- sæld. Þeir munu úrkynjast ná- kvæmlega eins og þú og þínir líkar. Þú ert alinn upp og full- mótaður í einni prýðilegustu sveit á íslandi, Svarfaðardaln- um. Þar búa eljumenn og reglumenn, enda sér á bygð þeirra. Þú komst þaðan með vinnuþrek og vinnulöngun. Þeir eiginleikar hafa komið þér að góðu haldi. íslenzkt sveitafólk, bæði konur og karlar, eru ná- kvæmlega á sömu braut. Það er sívinnandi fólk, alla daga árs. Það er hófsamt í eyðslu, reglu- samt og umhugað um framtíð sína og framtíð landsins. ís- lenzka sveitafólkið úrkynjast síðast af öllum íslendingum á dúnsvæflum og við iðjuleysi. Þú segir, að nú ftiuni ís- lenzka ríkið fara ,að rækta jörð fyrir sveitafólkið. Þetta er byrj- að og þarf að gera það hundr- aðfalt meira. Bezta verk Musso- linis var að skapa þúsundir líf- vænlegra heimila fyrir ítalska landnámsmenn í Lybíu. Roose- velt hefir eytt laglegum fjár- hæðum til að bæta landið, til framtíðarnota. Ef ísland hefði notið stjórnfrelsis frá 1851— 1874 og getað myndað nýbýli við sjó og til sveita, eftir þörfum, þá hefði fátt fólk farið úr landi vestur um haf. Sá missir var þungbær fyrir gamla landið, og kom af því, hve hin erlenda stjórn var skammsýn og mis- vitur. Hitt er annað mál, að landar í Ameríku hafa orðið ættlandi sínu til gagns og sóma vestan hafs, og allmargir notið hæfileika sinna betur þar en hér. Hitt er annað mál, að fá- menn þjóð í stóru landi þarf að hlynna að börnum sínum. Nú fer saman, að Ameríka er að mesty lokuð fyrir innflytjend- um og hitt, að Austur-íslend- ingum fjölgar og þess vegna þarf að greiða fyrir heimila- myndun alls staðar þar, sem lífsskilyrði eru bezt hér á landi. Og úr því að hinir miklu stjórnarforkólfar Bandaríkj- anna og fylgismenn þeirra telja rétt, í einhverju auðug- asta og landkostamesta landi veraldarinnar, að eyða óhemju fé til að skapa miljónum af borgurum landsins sjálfstætt verksvið, þá mátt þú, Sóffónías Þorkelsson, ekki fara hörðum orðum um okkur íslendinga, þó að við sjáum ástæðu til, í landi með óblíða náttúru, að létta með hjálp frá almannasjóðum • undir nokkuð af heimilamyndun ungu kynslóðarinnar. Eg hefi um nokkur undan- farin ár unnið að því eftir megni að fjölga vináttu- og kynningar- böndum milli íslenzku þjóða- brotanna báðum megin hafs. Þúsundir manna vinna nú að þessu sama marki á Islandi og í byggðum íslendinga vestan hafs. Þú, Sóffónías Þorkelsson, hefir lagt fram drjúgan skerf í þessu efni. Eina hættan í þessu merkilega þjóðræknismáli er að láta ógætileg og órökstudd um- mæli falla í garð frændvina hinum megin við hafið. Þið Vest- ur-íslendingar verið að útkljá ykkar heimamál og við okkar. Við getum ekki sett ykkur á skólabekk. Þið getið ekki held- ur með góðum árangri typtað okkur. Milli Islendinga austan hafs og vestan gilda lög gisti- vináttunnar. Menn telja ekki' fram syndir gesta sinna, þó að þær kynnu að vera til. Ef Austur- og Vestur-íslendingar breyta eftir reglum gistivinátt- unnar, í allri sambúð, mun vel fara. Deilur á þeim vettvangi eru löngu hættar. Friður og vinátta komið í staðinn. Höld- um svo fram stefnu vörri um ókomnar aldir. Tíminn, 27. marz. Borgið Lögberg!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.