Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.05.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. MAÍ 1943. Kirkjuþmg Hið fimtugasta og níunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, verður v haldið í kirkju Víkursafnaðar að Mountain í Norður Dakota frá 18.—21. júní 1943. Þingsetningarguðsþjón- usta með altarisgöngu hefst kl. 8,30 að kvöldi föstu- daginn 18. júní. Þingsetningarathöfnin fer fram að lok- inni guðsþjónustu. Samkvæmt ráðstöfun framkvæmda- nefndar og í samráði við söfnuðina í prestakalli séra Haraldar Sigmar, er bjóða þinginu til sín, er ákveðið að þingi verði lokið um hádegi mánudaginn 21. júní. Allir söfnuðir kirkjufélagsins eru beðnir að senda erindreka á þingið eftir því 'sem lög heimila og ástæð- ur leyfa. Fyrir hvert hundrað fermdra meðlima eða brot af hundraði hefir hver söfnuður leyfi aö senda einn erindreka á þing, þó þannig að enginn söfnuður eigi tilkall til fleiri en fjögurra fulltrúa. Bandalag lúterskra kvenna og ungmennafélögin eiga einnig rétt á fulltrúum. Allir prestar á skrá kirkjufélagsins eiga þingsæti. Allar skýrslur embættismanna og milliþingfunda ber að leggja fram á fyrsta þingdegi. K. K. Ólafson. forseti kirkjufélagsins. Dassett í Chicago, IllinOls, 8. mat, 1943. ÞINGBOÐ Nítjánda ársþing Bandalags lúterskra kvenna, verður haldið 1., 2. og 3. júlí í Winnipeg. Framkvæmdanefnd Bandalagsins þakkar Kvenfélagi Fyrsta lúterska safn- aðar fyrir boðið. - t Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. „ ♦ ♦ Til aihugunar. Tilkynning hefir borist ræðis- mansskrifstofunni frá Sendiráði íslands í Washington, D. C., að sendiráðsskrifstofan hafi verið flutt og hin nýja útanáskrift er, 909, 16th Street, N. W., Was- hington, D. C. Símanúmer sendiráðsins er District 0909, 0910 og 0911. G. L. Johannson, ræðismaður íslands. ♦ ♦ ♦ Safnaðarfundu*. Fundur Fyrsta lúterska safn- aðar verður haldinn þann 6. júní 1943, að aflokirftii kvöld- messu. Kosning á 4 erindrek- um fer fram á þessum fundi til að mæta fyrir safnaðarins hönd á kirkjuþingi, sem halda á að Mountain, N. D. dagana 18. til 21. júní n. k. Ennfremur verða þau mál tek in fyrir sem nauðsyn þvkir leggja fram. » G. L. Johannson, skrifari safnaðarins. Eldri söngflokkur hins Fyrsta lúterska safnaðar, hefir ákveðið að halda “At Home” á fimtu- dagskvöldið 27. maí, í neðri sal kirkjunnar. Nánar auglýst síðar. ♦ ♦• ♦ Góð þriggja herbergja íbúð til leigu 1. júní, að 702 Home St., ýmsir húsmunir geta fylgt, ef þess er óskað. ♦ ♦ ♦ Hinn árlegi vorbazar kven- félags Fyrsta lúterska safnaðar, verður haldinn í samkomusal kirkjunnar á miðvikudaginn þ. 19. þ. m. frá kl. 2,30 ,e. h. og eins að kvöldinu. Um útsöluna annast: Mrs. S. Björnson, Mrs. H. Thorolfson, Mrs. Carl Thorláksson, og Mrs. S. Pálmason. Fyrir matarsölunni stendur Mrs. J. S. Gillies og Mrs. G. Johannsson. Um veit- ingarnar annast Mrs. John Blandal. ♦ ♦ ♦ Nýlega voru gefin saman í hj'ónaband þau Sigurður Hallur Sigurðsson og Violet May Aldr- ich, bæði frá Ashern, Man. Séra Valdimar J. Eylands fram- kvæmdi hjónavígsluna á heimili sínu, 776 Victor St. ♦ ♦ ♦ Þann 9. þ. m., lézt að 162 Spence Street hér í borginni, Ingólfur Peter Bowery (Böð- varsson), 74 ára að aldri; hann var fæddur á Stóru-Borg í Húnavatnssýslu; hann misti konu sína fyrri mörgum árum, en lætur eftir sig tvo sonu og tvær dætur. Útför Mr. Bowery’s fór fram frá Bardals á þriðjudaginn. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ♦ ♦ ♦ Mrs. Jakob J. Wopnfjörð frá Blaine, Wash., kom nýlega hingað til borgarinnar í heim- sókn til barna sinna. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfiniega velkomnir. * * * Prestakall Norður Nýja íslands: 16 maí—Geysir, messa kl. 11 f. h. Víðir, messa og ársfundur kl. 2 e. h. 23. maí—Árborg, íslenzk messa og ársfundur kl. 2. e. h. Riverton, íslenzk messa kl. 8. e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Messur í Vainabygðum: Sunnudaginn 16. maí 1943. Westside kl. 11 f. h. íslenzk messa. Foam Lake kl. 2,30 e. h ísl. messa. Séra S. O. Thorláksson pré- dikar. B. T. Sigurdsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 16. maí messar séra H. Sigmar í Brown, Man., kl. 2 e. h. Allir boðnir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Guðsþjónusla og almennur fundur í dönsku kirkjunni á E 19th Ave. og Burns St., kl. 7,30 e. h., sunnudaginn, 23. maí. Nauðsyn- legt að menn fjölmenni. R. Marleinsson. Þjóðræknisdeildin “Frón” hélt skemtilegan og fjölsóttan fund í Goodtemplarahúsinu síðastlið- ið þriðjudagskvöld undir forystu J. J. Bíldfells. Eftir að fundar- gerð frá síðasta fundi hafði verið lesin upp og samþykkt, hófst skemtiskrá með því, að samkomugestir sungu “Hvað er svo glatt”. Við hljóðfærið var Mr. J. Th. Beck. Þá flutti Mr. Hannes Pálsson erindi, er hann nefndi “Framtíðarhorfur”. Kom ræðumaður víða við, og bar mál sitt skörulega fram. Barnaflokk- ur Laugardagsskólans er frú Hólmfríður Daníelsson hafði æft, skemti með skrautdansi og söng, samkomugestum til óblandinnar ánægju. Mr. Páll S. Pálsson skemti með upplestri, sem hlegið var dátt að; en með einsöng skemti Miss Margrét Helgason frá Hecla, með aðstoð Miss Margrétar Einárson. Miss Helga son hefir óvenjulega tæra rödd, sem skapaði hið fegursta sam- ræmi ljóðs og lags. I samkomulok sungu svo all- ir Eldgamla íslfold og þjóðsöng- inn brezka. ♦ ♦ ♦ Tvær Þjóðræknissamkomur. Á föstudagskvöldið kemur fer fram í Árborg hin árlega skemt un Laugardagsskólans þar í bænurri, sem vandað hefir verið hið bezta til. Forseti Þjóðrækn- isfélagsins, Dr. Richard Beck, flytur þar hvatningarerindi. Hin samkoman verður haldin í Lutheran Hall í Selkirk næsta laugardagskvöld til arðs fyrir Þjóðræknisdeildina “Brúin”. í þeirri skemtun taka þátt, meðal annara, Dr. Beck, Einar P. Jóns- son og frú hans. ♦ ♦ ♦ Mr. Skúli Sígurgeirsson, guð- fræðistúdent við prestaskólann í Saskatchwan, kom til borgar- innar á sunnudaginn var, að ný- loknu ársprófi, er gekk hið bezta; næsta vor lýkur hann fullnaðarprófi. Mr. Sigurgeirsison laígði af stað norður að Manitobavatni þar sem hann mun starfa í sumar á vegum kirkjufélagsins; hann flytur guðsþjónustu að Silver Bay á sunnudaginn kem- ur. Mr. Sigurður Sigurðsson frá Gimli, sem dvalið hefir í h(ew Westmiinstery B. C., sfðan í byrjun marz-mánaðar, kom að vestan í lok fyrri viku, og fór norður til Gimli um helgina. ♦- ♦ ♦ Hinn víðfrægi skurðlæknir Dr. P. H. T. Thorlakson, er ný- lega lagður áf. stað suður í Washington, D. C., til þess að sitja þar þing American Council of Research; þaðan fer hann svo til Cincinnati, Ohio, þar sem hann tekur þátt í ársfundi ameríska skurðlæknafélagsins. Dr. Thorlakson bjóst við að verða nokkuð á aðra viku að heiman. ♦ ♦ ♦ Samskoi í úivarpssjóð Fyrsiu lúlersku kirkju. Kvenfélagið “ísafold”, Víðir, P. O. f. h. Mrs. S. Sigvaldason $5.00. Mrs. Jon Goodman, Up- ham N. D. $1.00. Hjálmar Good- man, Upham N. D. $1.00 Ó- nefnd kona á Gimli $2.00.. Kærar þakkir. V. J. E. Fé lagt til höfuðs tveim Dönum Þýzku yfirvöldin í^Danmörku hafa heitið verðlaunum hverj- um þeim, sem geti gefið upplýs- ingar, er ldiði til 'handtöku tveggja danskra manna. Menn þessir eru Ole Folk læknir og Mogens Kiwitz blaða- maður. Voru þeir báðir hand- teknir fyrir nokkru, en sluppu aftur og hafa farið huldu höfði. Þeir störfuðu við útgáfu leyni- legs blaðs. Vísir 13. febr. Þingmenn úr öllum flokkum krefjast endur- heimtu Þjóðleikhússins Níu þingmenn flytja tillögu til þingsályktunar í sameinuðu þingi um, að alþingi skori á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að þjóðleikhúsið verði rýmt þegar í stað og að því búnu hafnar framkvæmdir á fullnaðar smíði hússins. í greinargerð segir svo: “Þjóðleikhúsið hefir nú staðið ófullgert í tólf ár og verið not- að síðustu árin sem vörugeymsla erlenda setuliðsins. Samtímis er svo ástatt, að leiklistarstarfsemi í Reykjavík á engin skilyrði til þroska vegna skorts á húsnæði. Slíkt ástand er með öllu óþol- andi lengur, og telja flutnings- menn þessarar tillögu því fulla ástæðu til, að þing og stjórn skerist í leikinn og beiti sér fyrir því að fá þjóðleikhúsið rýmt, svo að hægt sé að ljúka til fulls smíði þess og það geti tekið til starfa sem raunveru- legt þjóðleikhús íslands.” Það má alveg gera ráð fyrir því að þingsályktunartillaga þessi verði samþykkt einróma á alþingi og verður þá að eins eftir að fá Þjóðleikhúsið rýmt. Mun almenningur fagna því að þingmenn hafa nú riðið á vað- ið með það að koma þessu nauð- synjamáli í framkvæmd, því að sannast orða hefir allt þetta þjóðleikhúsmál verið okkur til háðungar frá fyrstu tíð. Ýmsir munu óttast að setu- liðið, sem nú notar Þjóðleik- húsið fyrir matvælabúr sitt muni reynast tregt til að rýma það og bera því við að það vanti hæfilegan og góðan stað fyrir matarbirgðir hersins en við verð um að halda því til streytu að við fáum húsið til umráða og að síðan verði hafnar frmakvæmd- ir tafarlaust um að fullgera það svo að leiklistin geti átt þar athvarf. Þess skal getið, í þessu sam- bandi, að Þjóðleikhúsmálið var tekið upp á síðasta Alþýðusam- bandsþingi nú í haust og flutti Gunnar Stefánsson, leikari, þar tiílögu um málið, sem samþykkt var í einu hljóði. Alþbl. Séra Halldór Johnson frá Blaine, Wash., er nýkominn til borgarinnar, og mun dvelja hér að minsta kosti árlangt; er hann hingað kominn á vegu’m sam- einaða kirkjufélagsins, og ’mun ferðast í erindum þess út um íslenzkar nýbyggðir. Gísli Eylaods skipstjóri kemur heim eftir nœr 3. ára útivist Samkvæmt upplýsingum er blaðið hefir frá K.E.A., er Gísli Eylands, skipstjóri, væntanleg- ur heim, eftir nærri því þriggja ára dvöl í Noregi og Svíþjóð. Gísli Var skipstjóri á flutn- ingaskipi K.E.A. “Snæfelli”; og var skipið statt í Kristianssand í Noregi þegar Þjóðverjar gerðu innrásina 1940. Varð skipið þá fyrir skemmdum. Viðgerð fór fram í Noregi, en þegar sigla átti heim neituðu Þjóðverjar að gefa fararleyfi. Var dcipið um hríð í Noregi en fémist síðan flutt fil Svíþjóðar. Skipshöfnin kom heim með Esju frá Petsjimo en skipstjórinn varð eftir í Sví- þjóð, til þess að líta eftir skip- inu. “Snæfell” var selt árið 1941, til Finnlands, en ekki tókst að fá heimfararleyfi fyrir skipstjór- ann fyrr, en þetta. Gísli mun hafa ferðast loft- leiðis frá Svíþjóð til Englands. Dagur 4. febr. Lík séra Sigurðar Z. Gíslasonar fannst í fyrradag Lík séra Sigurðar Z. Gíslason- ar, sem hvarf á nýjársdag í messuferð, eins og áður hefir verið getið í blöðunum, fannst í gili niðri við fjöru í fvrradag. Það þykir sýnt að séra Sig- urður hafi farið efri leiðina við svonefnda Ófæru, að hann, þeg- ar hann kom að gilsbrúninni, hafi ætlað að stökkva yfir gil- ið, en hengja brostið undir hon- um, þegar hann kom niður, og hann hrapað niður í gilið. Alþbl. 26. febr. Tvö kvenfélög gera samþyktir um nýja fæðingastofnun Konur bæjarins hafa vaxandi áhuga fyrir byggingu nýrrar fæðingardeildar við Landsspítal- ann. f Tveir kvennafundir hafa ver- ið haldnir síðustu daga, þar sem þetta mál hefir meðal ann- ars verið rætt. Annar þessara funda var haldinn í Kvenfélagi Alþýðu- flokksins og þar var að umræð- um loknum samþykkt eftirfar- andi ályktun: “Fundur Kvenfélags Alþýðu- flokksins, haldinn 25. janúar 1943 skorar á bæjarstjórn og alþingi /áð taka nú þegar upp samninga um byggingu nýrrar fæðingarstofnunar í sambandi við Landsspítálann og hraða þessu nauðsynjamáli, eins og unnt er.” Hinn fundurinn var haldinn í Verkakvennafélaginu Framsókn Að umræðum um málið loknum var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: “Fundur haldinn í Verka- kvennafélaginu Framsókn skor- ar á ríkisstjórn og bæjarstjórn að hlutast til um að nú begar verði hafizt handa um byggingu fæðingardeildar við -Landsspít- alann, þar sem svo brýn nauð- syn er á nýrri fæðingarstofnun”. Bæði þessi félög hafa með þess- um samþykktum sínum túlkað vilja og skoðun allra kvenna í Reykjavík og,ekki aðeins þeirra heldur og allra þeirra bæjarbúa sem hafa augun opin fyrir hinni brýnu nauðsyn á því að komið verði upp nýrri fæðingarstofn- un. Alþbl. Páska upprisan “Eg er upprisan og lífið,” sagði Jesús, “hver sá er á mig trúir, mun lifa þótt hann deyi”. “Eg er heimsins ljós, sá sem trúir á mig mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa lífsins ljós.” Eftir upprisu sína, segir hann við hinn vantrúaða Tomas: “Af því þú hefir séð mig Tomas, trúir þú, en sælir eru þeir sem ekki sjá en trúa samt.” Þetta er sú páskasól sem hefir uppvakið og varðveitt hin and- lega vísir í trúuðum sálum í gegnum aldirnar, þrátt fyrir hina löngu sorgarsögu mann- kynsins. í ritstjórnargrein í Heims- kringlu þann 28. apríl s. 1. er frásaga upprisunnar tilfærð sem “saga kerlinga austur í Gyð- ingalandi”. (keimur frá Þýzka- landi!). Orðið “upprisa”, er þó metið sem “fagurt hugtak”. Greinin gefur til kynna að meðan prestar í bænum, og víð- ar, hefðu verið að “höggva vind- inn” um hinn sögulega atburð, eins og hann er skráður í helgu riti, hafi einn íslenzkur prestur, sem tilgreindur er, “brotið í bág við stallbræður sína” og heimfært hið fagra hugtak “orðsins” upp á upprisu sum- ars og gróðurs í náttúrunni, og með að samrýmast veruleikan- um hafi upprisan þar eignast sitt “rétta gildi”. Við minnumst þess, auðvitað, að það er ekkert nýtt að nota hliðstæð dæmi úr náttúrunni til skýringar þess sem lífinu og mannsandanum kemur við, því margt fagurt má læra úr bók náttúrunnar, sérstaklega af sól- skinsblöðum sumarsins. En þar sem dæmi úr náttúrunni eða lífinu geta verið hjálparatriði, er skilningur á þeim, eða lpf um þau ekki sáluhjálpar skil- MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR yrði. Opinberan Guðs í helgu riti er ofar opinberun náttúr- unnar, þó dýrð hans fvlli jörð og himingeim og kunngjöri verk hans máttar. “Alt þetta, er ritað er, mun líða undir lok, en orð hans munu aldrei undir lok líða” Þegar Kristur benti á akurs- ins lilju grös og fugla loftsins, var það í þeim tilgangi að vekja hjá hlustendum sírium trú á varðveizlu og umhyggju himna föðursins en ekki aðeins til að útlista “fagurt hugtak”. Hann vissi að trúin á Guð, og trúin á hann yrði sú dýrmætasta allra perlna, því fyrir þá trú ber oss hólpnum að verða. í ljósi þessarar trúar, safn- aðist kristið fólk saman í kiekju sínum, ekki eingöngu til að hlusta og heyra það sem sagt og sungið yrði, heldur einnig, fyrir Guðs náð, að eiga persónu- lega þáttöku í sigursöng pásk- anna og boðskap þeim, er engill austur í Gyðingalandi fyrst bírti trúverðugum og kærleiks- sinnuðum konum, og sem að fjöldi göfugra sála hafa fórnað lífi sínu fyrir. “Hann er upp- risinn”. S. O. Bjering. BILLY BOTTS SAYS: l'O SOONER SAY "HELLO POP" THAN "HEIL MITLER"-- I HOPE POP BUYS I/LcZcSlu BcrrudÆ-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.