Lögberg - 27.05.1943, Page 3

Lögberg - 27.05.1943, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1943. Frá Nemo á Gimli. Baschinka (Framhald) , iii. Morguninn eftir var barið árla á dyr veitjngahússins. Fyrstu árdagsgeislar sólarinnar ljómuðu um herbergið. Jakobi brá í svip. Hanp var sem saka- maður er bíður í fangelsi og heyrir að böðullinn kemur. Þungt andvarp leið upp frá brjósti hans. Hann ætlaði að vekja dóttur sína, en áður en hann -fengi tíma til að raska ró hennar, var hún komin. Hún var stilt en litverp. “Opnaðu”, sagði Baschinka við vinnukonuna. “Bíddu ofurlítið”, kallaði Jakob, og opnaði skrín eitt og lét innihald þess í vasa sinn. “Eg ætla að minsta kosti að bjarga dálitlu af skildingum, sem eg í langan tíma hefi dregið saman. Það er nóg að yfirgefa gáfur guðs í korni, hjorðum, ökrum og garðávöxt- um. I þessu kom herramaðurinn með mönnum sínum inn í her- bergið. Þegar mæðginin komu auga á ofsóknarmann sinn, sem nú brann í djöfullegri ílsku, hrukku þau undan. Aðalsmað- urinn gekk að Jakob, lagði hendina á öxl honum og mælti. “Tíminn er kominn. Kjóstu. Þú færð ekki mínútu til um- hugsunar. Kjós því tafarlaust. Líð eða dauða, eða það sem er enn verra, alsleysi eða auð og alsnægtir. Líttu í kringum þig. Hús, hlöður, millur, alt er þín eign ef þú vilt, og dóttir þín — sem eg vona að líti svo á sig að hún vilji ekki gera föður sinn að betlara — skal fá með- ferð í höllinn er sómt gæti drottningu. Trúðu mér til að þegar eg sendi hana heim aftur sæmda stórgjöfum munu margir Gyðingar verða til að biðja hennar. Hvað kýstu!” Baschinka fann að hún var svívirt og sagði. “Við skulum fara héðan faðir minn. Enginn svívirðing getur verið verri en sú sem okkur er boðin.” Hún tók í föður sinn og ætl- aði að leiða hann til -dyranna, en þá var þrifið í hönd hennar °g sagt. “Standið kyr! Þið fáið ekki að fara út úr húsi þessu fyr en eftir að þið eruð rannsökuð, þið getið hafa stolið einhverju. Alt sem hér er, er mín eign, smátt °g stórt. Sem betlarar komuð þið hingað, og sem betlarar skul- uð þið héðan fara.” Eftir bendingu frá aðalsmahn- inum voru mæðginin rænd öllu, er þau höfðu viljað bjarga’ frá skipbrotinu, að klæðunum und- anskildum, og svo féll hurðin a eftir þeim og þau stóðu úti gamalmennið og dóttir hans. alslaus. Hvert áttu þau að fara? Bændurnir í þorpinu voru allir fatæklingar, og enginn landsetr inn hefði hleypt sér í þá hættu fyrir reiði aðalsmannsins. Þau litu spurnar augum hvort á annað. Öll veröldin rúmaði þau eigi, sem í gær áttu allt það sem gerir lífið ánægjulegt. Einhver kom akandi. Þekkti Baschinka °kumanninn og spurði hvort hann vildi flytja þau til Boloá- ^au- — “Eftir tvo klukkutíma,” kaetti hún við og snéri sér til foður síns, “því þar þekkir okk- ur enginn, og við erum þar úr apri hættu, og skeð getur að fólkið þar aumkist yfir okkur.” ökumaðurinn kvað það vel- komið, en þá mundi Jákob eftir því að þetta var Sabbats- ^agur. Stúlkan hvarf því frá Pessari ferð og vagninn hélt eiðar sinnar, en eftir stóðu vesalings Gyðingarnir. Hvað var nú til ráða? Jakob datt þó í hug Presturinn hjá kirkjunni, sem af rjóstgæðum myndi opna hús fitt fycir þeim og þar myndi atrið ekki ná til þeirra og eng- inn hafði drepið þar högg á dyr árangurslaust — þau lædd- ust svo sem glæpamenn áleiðis til þessa blessaða athvarfs, en þau vissu að boðorðið um að elska náungann var sýnt í verki, sem svo oft er einföngu látið taka til varanna, óg áreiðanlega smurði sá guðhræddi prestur sár þeirra voluðu með ilmfeiti með- aumkunarinnar. Hjá honum gátu þeir beðið um hjálpina að of- an. Jafnframt því sem þau sendu brennandi bænir til himins, og litu augum örvæntingarinnar til húss þess er hafði verið eign þeirra fyrir skemstu — heyrð- ist bjölluhljómur, er rauf kyrð- ina í þorpinu. Hljómurinn færð- ist óðum nær, þangað til póst- vagninn hulinn í rykmekki nam staðar hjá gestgjafahúsinu. Mað- ur hleypur út úr vagninum, reynir að opna húsið, ber á rúðurnar, kallar lítur í kringum sig. Seinast verður stúlka til að benda honum til kirkjunnar. Maðurinn hleypur þangað og er kófsveittur, fölur í yfirbragði og lafmóður. Hvílík heimkoma! hvílíkir endurfundir! hve vegir drottins eru órannsakanlegir. Þessi mað- ur hafði fyrir skömmum tíma farið í butu með sviknar vonir, kemur nú sem frelsandi engill til þeirra er ráku hann á braut. Hann birtist sem stjarna á þrautanótt þeirra. Tár faðmlög, loforð, hálfgert æði og viðkvæm- ir eiðar, hvað eftir annað og 'hvað innan um annað. Prest- urinn stendur þar hjá þeim er svo lengi höfðu þráð endurfund- inn. Sætt þessi var hans verk. Hann hafði kastað björgunar- kaðlinum til þeirra, sem voru að farast. Von hans lét sér ekki til skammar verða. Jósef bar þá trygð er presturinn hafði spáð um. Það fær Jósef mikils þegar honum eru sagðir síðustu atburðirnir. Hann titrar. Hnef- arnir kreppast, og hann getur eigi haldið kyrru fyrir, en æðir aftur og fram um gólfið. “Eg skal finna hann. Eg fer til hallarinnar tafarlaust.” “Farðu þangað ekki undir eins. Eg bið þig þess,” sagði Baschinka. “Hún heir rétt fyrir sér,” sagði presturinn. “Þú hefir ekki nægilegt vald á þér, en hver sem vill reka réttar síns á öðr- um verður að geta stjórnað til- finningum sínum.” “Eg verð þá að bíða, þó jörðin brenni undir fótum mínum. Er þá ekkert réttlæti til í Rússlandi, úr því herramennirnir geta far- ið með alþýðuna eins og hóp af svínum. Eg hefi verið her- maður og hefi orðið — það veit guð — orðið að hlýða lögunum, og hefi lært að bera lotningu fyrir stétta skifting. I hernum halda lögin yfirmönnunum í skefjum, og á þann hátt hafa hemil á harðstjórunum, einmitt á meðan harðstjórinn í þorpun- um getur rænt ykkur aleigu ykkar og sogið merginn út úr beinum ykkar, en eg skal þegja þangað til þið fáið mig ekki til að trúa því að Czarinn vildi ekki rjúfa ánauðina ef honum væri kunnugt hversu margir menn týna lífi sínu fyrir herra- mönnunum í þessu' víðlenda ríki.” “Guð er yfir oss, en Czarinn er langt frá”, tók presturinn fram í með blíðu. “Fengi maður að bera fram mál sín í mál- stofunum —1 én guð leyfir það einhverntíma, vinir mínir. Og sá dagur kemur að þeir kúg- uðu draga frjálst andann og harðstjóramir þeigja. Þá munu 25 miljónir manna sem nú telj- ast með dýrunum yrkja jörðina með öðrum hætti eri púlshestar undir svipuhöggum, og í annara hag. Já, alveldi þetta mun hrynja til grunna, se’m fúinn tréstofn — Eg finn það, eg sé það, bá verð- ur engin þrælkun. Þessa breyt- ingu lifi eg ekki, en hún mun gleðja mig í gröfinni og ef guð lofar, mun sál mín epnþá vitja kofa þeirra er ófrjálsir menn nú byggja, en seinna verða frjálsir.” IV. Jósef.varð ekki svefnsamt um nóttina. Að morgni bjóst hann sunnudagaklæðnaði og lagði af stað til hallarinnar. Hópar af andstyggilegum þjónum voru á rangli fyrir framan höllina, og höfðu sér til skemtunar að siga hundunum á bændurna sem gengu berhöfðaðir fram hjá til vinnu sinnar. Það var fljótt séð að hundarnir voru starfi þessu vanir, þeir vissu að þeir máttu læsa tönnunum í fætur bænd- anna, og jafnvel bíta úr þeim stykki. Því meira sem bænd- urnir æptu, því hærra hlóu þjónarnir, sem klæddir voru í skrautlegustu einkennisföt. Þessi óþokkaleikur endaði er þeir sáu mann koma með alvöru í svip og hermannlegan í látbragði. “Get eg fengið að tala við herra barón Gaspadof?” spurði harin. “Spyrjið yður fyrir í gangin- um til vinstri handar.” Jósef gekk stillilega upp gang riðið og er upp var komið, nam hann snöggvast staðar, til að koma reglu á hugsanir sínar og hvernig hann ætlaði að haga orðum sínum við harðstjórann. Undir úrslitum þessar ferðar var komin framtíð unnustu hans. Það var því áríðandi að taka rétta stefnu í málinu. Þjónn sem húkti fyrir utan her- bergisdyr húsbónda síns, spurði um erindi hans og stóð upp svo gesturinn kæmist framhjá. Svo gekk Jósef inn. Fyrsti salurinn var auður. I þeim næsta sat baróninn fyrir framan spila- borð, og sneri baki að gestinum, en skemti sér við að gefa spil eftir reglum falsspilara. Honum varð hverft við ganghljóðið, stóð hvatlega upp, og virti gestinn vandlega fyrir sér. Þeim brá báðum, og þekktu hver annan. Barónninn varð óstöðugur á fót- unum og studdi sig við borðið. Gyðingurinn hopaði á hæl. Svo varð mjög ónotaleg þögn. Jósef náði sér þó fyr. Með þeim mjúk- leika sem þjóð hans er svo sam- gróin hafði hann á augabragði breytt allri sóknaraðferð og hóf mál sitt án þess að gefa and- stæðing sínum nokkurt ráðrúm. “Eg heilsa yður ofursti minn-” Seinasta orðið sýndist hitta bar- óninn sem hnífstunga. Hann reyndi að setja á sig hroka svip, en guli fölleikinn á andlitinu sýndi þó geðshræringuna. “Yður skjátlast,” sagði hann um síðir. “Hver eruð þér? og hvað vilj- ið þér mér?” Jósef fann að hann hafði fullt vald á hugsunum sínum og svaraði. “Eg er hinn fyrverandi undir offiséri fyrir Kósakkaherdeild- inni í Volhynien og erindi mitt er að heilsa ofursta mínum.” “Hver er þá ofursti hér?” “Þér sjálfur Vasselevitsch Konophof.” “Farið til helyítis. Hér býr og stjórnar barón Gaspodof.” Jóséf brá ekkert og svaraði: “Eg þekki yður fyrverandi sveitarhöfðingi minn, jafnvel og eg veit að þér með yðar vana- legu frátöfum hafið gleymt nafni yðar. Þér sjálfur ætlið yður allt annan mann, eins og flóttamaðurinn sem gekk inn í ókunnugt hús og tók hempu og klæddi sig henni, svo sem hún væri hans eign, vafalaust hefir hann verið í leiðslu. Sama á- sótti yður er þér spiluðuð við aðra foringja, og svikuð svo oft liti.” Barónninn fölnaði meir og meir, leit til gestsins slíku augna ráði, að hann hefði helzt kosið að reka hann í gegn með hníf. Jósef hélt áfram með óbifan- legri festu. “Þér gleymduð líka að gjalda hermönnunum málann og rita nöfn þeirra sem féllu, eða voru leystir úr stöðu sinni, jafnvel ■i þeirra er struku. Það var einnig af gáleysi að þér skutuð ung- linginn Stanilás greifa Glorski. Hann hafði veitt yður opinbera óvirðingu í spilum — það get eg svarið, og svo skutuð þér hann í einvígi áður en yður var leyft, og þegar þér flúðuð undan refsingunni — því það eru hörð lög er liggja við morðum — þá tókuð þér í reglulegu ógáti sjóð herdeildarinnar með yður. Það má geta til að yður muni líða vel hér norður frá þar sem eng- inn þekkir ofurstann minn er leikur hinn volduga herramann.” Falsbarónninn líktist grimmi- legum hundi. Þegar hann hafði jafnað sig dálítið, var sem hann ætlaði að ráðast á Jósef. Hann leitaði með augunum er voru hálf sprungin út úr augnatótt- unum að einhverju vopni til að þagga. niður í þessum ósvífna manni, sem kominn var til að reka rándýrið úr bæli sínu. Á veggnum við ofninn hpngu marg ar byssur, hann þreif eina þeirra og sá Jósef þá að sér var bani búinn. “Eitt augnablik herra ofursti,” og lét sér hvergi bregða. Tengda faðir minn og unnusta bíða mín hér fyrir utan. og auk þess besti vinur minn, presturinn. Ef þér drepið mig barón Gaspadof, þá mun fyrverandi ofursti Konopkof verða algerlega af- klæddur. Kvíðið þér ekki fyrir að verða eltur í annað sinn sem morðingi?” Falsbaróninn stóð sem stirðn- aður og féllst hugur. “Hver er þessi unnusta þín?” spurði hann. “Bascinka frænka mín, faðir hennar er einnig frændi minn, og gengur eitt yfir okkur öll.” “Hvernig? Baschinka? Ef svo er getur málið lagast á milli okk- ar vinur minn.” Nú hafði baróninn náð eðli- legum litarhætti í andlitinu. “Var það til að tala þeirra máli að þú heimsækir mig?” “Já, beinlínis það, herra ofursti.” “Þegiðu! Hættu að minnast á nokkurn ofursta og allt er hann snertir. Eg vona að þú hafir ekki sagt ættingjum þínum frá þessu?” “Eg gat ekkert sagt þeim, því eg vissi sjálfur ekkert. Eg kom til að tala við barón Gaspodof, en í stað hans rekst eg á ofursta Vassilivitch!” “Haltu þér saman ólánssegg- ur,” svaraði fglsbaróninn. “Hvað mikið viltu fá til að þegja um leyndarmálið. Nefndu upphæð- ina og eg samþykki.” “Þá kýs eg mér eignir tengda- föður- míns tilvonandi. Ekkert frekara.” “Hann á ekkert.” “Það er mér kunnugt, en með samþykki yðar getur hann orð- ið efnaður.” “Hvað ertu að hugsa? Þetta er ósanngjörn krafa.” “Getur verið, en eg stend við hana.” “En ef eg fengi þér ærna pen- inga og segði þér svo að fara og gleyma mér að eilífu?” “Þá færi eg til næsta þorps og segði að Vasssilivitch ofursti frá Kákasus væri kominn en nefndist nú Gaspodof barón.” • Baróninn bölvaði hrottalega, en það hafði enginn áhrif á Jósef, er stóð með hendur í vösum eins og sá sem þekkir vald sitt en fyrirlítur andstæð- ing sinn. Tilviljuriin hafði lagt honum vopn í hendur er hann ætlaði að nota frýjulaust. Virði maður fyrir sér alla málavöxtu, var ekkert jafn óþolandi fyrir falsbaróninn sem það, að hafa fjanda sinn og valdhafa í grend við sig. “Ef á þá að vera neyddur til að mæta þér daglega á götu minni,” mælti hann. “Ekkert getur aftrað herra ofurstanum að fara sé nærvera okkur yður ógeðfeld — En þér sjáið herra ofursti ” “Hver fjandinn! Eg vil ekki heyra þetta orð framar.” “Eg ætla að venja mig af því. Þér sjáið herra að tengdafaðir minn er svo elskur að þessum blett, að hann hryggist mikið, þurfi hann að flytja héðan þeg- ar aldurinn færist yfir, æskir maður ekki eftir breytingu, herra ofursti.” “Einu sinni enn.” “Fyrirgefið herra barón. Þetta vor-u mismæli. Það er sagt að Gyðingar elski ekkert annað en peninga og að öll lönd séu þeim jafnkær, en að yfirgefa hús það sem hann hefir byggt og akra þá sem harin hefir yrkt hlýtur að afla honum sárinda og þó þér sjálfir færuð og byðuð honum peninga í skiftum, yrði honum það engin raunabót. Nei, herra! Harin elskar jafn heitt og hver kristinn maður jarðar- blett þann, sem forlögin hafa sett hann á og ef hann neyð- ist til að fara, er það vegna valdsins, en peningar hugga hann ekki.” “Líttu nú á með skynsemi. Annaðhvort á baron Gaspdof húsið og akrana, eða tengda- faðir þinn,” sagði baróninn. (Framhald) Business and Professional Gards / Drummondvilie CottonCo. Ctnpufin LTD. 55 Arthur St., VVinnipeg Phone 21020 Manufacturers of MwffSS-JMx BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, « Branch Mgr. •224 Notre Dame- ! 96 647 W. 1 Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. i - StofnaS 1905 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. P<{ge, Managing Directoi Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fisb. 311 Chambers St. 427 Portage Ave. Office Phone 86 651. Winnipeg. Rea Phone 73 917. Office Phone Res. Phone G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. 87 293 72 409 S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDÍCAL ARTS BLDG. 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Offit^ Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. Thorvaldson & íslenzkur lögfræOingur Eggertson • LógfrœOingar Skrifstofa: Room 811 McArthur 300 NANTON BLDG. Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Talsiml 97 024 Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG DR. A. V. JOHNSON PARK RIVER, N.D. Dentist tslenzkur lyfsali • Fólk getur pantað meöul og annað með pósti. 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Fljót afgreiðsla. • Home Telephone 202 398 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pcegilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar Phone 2 2 866 Herbergl $2.00 og þar yfir; með • baðklefa $3.00 og þar yfir Res. 114 GRENFELL BLVD. Agætar máltiðir 4 0c—60c Phone 62 200 Free Parking for Ouests J. J. SWANSON & CO. DRS. H. R. and H. W. LIMITED TWEED 308 AVENUE BLDG., WPG. Tannlœknar • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- • 406 TORONTO GEN. TRCSTS vega peningalán og eldsúbyrgð. BUILDING bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 26 821 PHONE 26 545 WINNIPEO Peningar til útláns A. S. BARDAL Sölusamningar keyptir. 848 SHERBROOK ST. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar COMPANY minnisvarða og legsteina. 304 TRUST & LOAN BLDG. Skrifstofu talsiml 86 607 Winnipeg HeimiUs talsimi 501 562 DR. B. J. BRANDSON DR. ROBERT BLACK .216-220 Medical Arts Bldg. Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef Cor. Graham og Kennedy Sts. og hálssjúkdðmum Phone 21 834—Offie^ timar 3-4.30 416 Medical Arts Bldg. • Heimiii: 214 WAVERLEY ST. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstlmi — 11 tll 1 og 2 til 0 Phone 403 288 Skrifstofustmi 22 251 Winnipeg, Manitoba Heimilissimi 401 991 Legsteinar sem skara framúr Dr. S. J. Johannesson Úrvals blágrýti 215 RUBY STREET og Manitoba marmarl CBeint suður af Banning) SkrifiO eftir verOskrá Talslmi 30 877 GILLIS QUARRIES, LTD. • 1400 SPRUCE ST. Viðtalstimi 3—5 e. h. Winnipeg. Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLXX3. Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 I % é? %Ö° V I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.